Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 22.07.1908, Qupperneq 4

Lögrétta - 22.07.1908, Qupperneq 4
132 L0GRJETTA. felssýslu. Tvær stúkur stofnaði hann á því ferðalagi, aðra í Stöðvarfirði, og heitir hún „Svanhvít", en hina á Eskifirði, og heitir sú „Bergþóra". Einnig heimsótti hann ýmsar stúkur og starfaði að undirbúningi aðflutn- ingsbanns-atkvæðagreiðslunnar. Hann læturvel af útlitiþessmálsþareystra.— Nú hefur hann verið um tíma heima og Ieggur svo aftur á stað í nýjan leiðangur, þar til atkvæðagreiðslan fer fram í haust. Fyrirmyndargjöf. Herra Tryggvi Gunnarsson bankastjóri hefur nýlega gefið Hvítárbakkaskólanum mikið af bókum, 6o—70 bindi. — Þesskonar gjafir tíðkast mjög er- lendis; telja fræðimenn, ritstjórar og bóksalar það sæmdarauka, að gefa mentastofnunum fræðibækur, tímarit og dagblöð, og sumir efnamenn gefa jafnvel peninga að mun. Hvenær skyldu íslenskir bóka- og blaðaútgefendur alment taka þessa rausn útlendra stjettarbræðra sinna til fyrirmyndar? S. Laust prestakall. Viðvík í Skaga- fjarðarprófastsdæmi (Viðvikur,- Hóla- og Hofstaðasóknir og Rípursókn í Hegranesi, samkvæmt hinum nýju lögum frá x6. nóvbr. 1907 um skip- un prestakalla), sem auglýst var 7. jan. þ. á., auglýsist af nýju til um- sóknar, með því að sá, sem veitingu fjekk fyrir því, hefur afsalað sjer því. Veitist frá síðastliðnum fardögum með launakjörum eftir nýju prestalaunalög- unum. Auglýst 20. júlí. Umsóknar- frestur til 5. sept. næstk. „Kjalarnes44 á ný og stór niður- suðuverksmiðja að heita, sem setja skal á stofn í Brautarbolti af hluta- ijelagi, sem nú er nýmyndað og í eru Norðmenn og Islendingar. Höl- uðstóllinn er 150 þús. kr. og er megn- ið af hlutabrjefunum þegar selt. Fyr- ir fjelagsstofnuninni hata gengist þeir bræður Sturla Jónsson kaupmaður, eigandi Brautarholts, og Friðrik Jóns- son (í utanför þeirri, sem hann er nú nýkominn úr), en formenn fjelagsins eru Sturla Jónsson og Thor Lútken hæstarjettarmálafl.maður í Kristjaníu. Verksmiðjan á að sjóða niður bæði fisk og kjöt, en mjólkina leggur Brautarholtsbúið til. Verksmiðjan á að verða útbúin að öllu leyti eins og þær verksmiðjur sömu tegundar sem fullkomnastar eru erlendis. Ráðgert er að byrja á húsagerðinni í Braut- arholti í sumar. Þetta er byrjun á atvinnurekstri hjer, sem að líkindum á mikla fram- tíð. En til fiskiniðursuðunnar þarf mikið af mjólk, og hún fæst hjer ekki nægileg fyrri en járnbraut er lögð austur yfir fjall, svo aðflutningarnir verði greiðari og ódýrari en þeir nú eru. I)áinn er 11. þ. m. Ólafur Sigurðs- son dbrm. í Ási í Hegranesi, iædd- ur 19. sept. 1822, merkur maður og fróður. Hann var þingmaður Skag- firðinga 1865—67. Kona hans var Sigurlaug Gunnarsdóttir bónda á Skíða- stöðum, og eru þrír synir þeirra á lífi: Guðmundur bóndi í Ási, Sigurður bóndi á Hellulandi og Björn augna- læknir í Reykjavík. Prestskosning er nýlega um garð gengin í Ólafsvík og Guðmundur Ein- arsson kand. theol. þar kosinn með öllum fjölda greiddra atkvæða. Fundur um aðflutningslbannið var nýlega haldinn á Seljalandi í Rang- árvallasýslu, að afloknum stjórnmála- fundi. Þar var þá Jón Þórðarson kaupmaður hjeðan frá Reykjavík og lætur hann mjög vel af undirtektunum. Brennuyargur. Sannast hefur um mann á ísafirði, Bjarna Sigurðsson að nafni, að hann hafi látið kveykja í húsi sfnu, er brann 1. þ. m., og hafði hann haft kunningja sinn einn, Sigvalda Guðmundsson, með í ráðum. Seljalandsfundurinn, sem minst var á í síðasta blaði að til stæði, var haldinn 16. þ. m. Þar voru um 60 kjósendur. Með sambandslagafrumv. mæltu þar : síra Eggert Pálsson, Ein- ar á Geldingalæk, síra Kjartan Ein- arsson, síra Þorst. Benediktsson og Björgvin sýslumaður, en á móti þeir Þórður í Hala og Sigurður á Sela- læk. Tillaga var samþykt með frum- varpinu með öllum greiddum atkv. Björn Jónsson kom ekki á fund- inn, eins og hann hafði ráðgert, held- ur sneri hann beint heim af Þjórsár- brúarfundinum og var svo fýldur yfir för sinni austur, að hann hafði ekki skap til að láta Isaf. koma út fyr en á laugardag. Strand. 18. þ. m, strandaði gufu- skipið „Gwent" í þoku við Langanes. Það hefur lengi verið í förum milli Englands og íslands og var nú á leið til Sauðarkróks með kolafarm, en átti að taka aftur hesta. Með skipinu voru þeir L. Zöllner og Jón alþm. í Múla. Menn allir björguðust af skipinu, en það kvað vera svo mikið brotið, að engin von sje um, að það náist út. Sláturhús er nú verið að reisa í Borgarnesi. Mýramenn hafa skrifað sig fyrir stofnfje á IO þús. kr. Húsið á að verða fullgert 25. sept. í haust. Þetta er útibú frá Sláturfjelagi Suð- urlands. Pað hefur margan svikið að trúa ísaf. gömlu. Nýlega komu tveir menn norðan af Akureyri og höfðu ætlað, eins og algengt er orðið nú, að skilja hesta sína eftir í Borgarnesi og fara þaðan með flóabátnum suður. Þeir höfðu lesið í ísafi, að báturinn færi suður frá Borgarnesi 15- þ- m. En er þeir komu í Borgarfjarðarhjeraðið, heyrðu þeir, að hann væri farinn suður fyrir tveimur dögum og hefði farið á rjettum áætlunardegi. En ísaf. hafði farið rangt með þetta, eins og fleira, og kostaði það mennina land- ferð alla leið suður hingað, að þeir höfðu haldið, að talan væri rjett, þó hún stæði í ísaf. HugO Gering háskólakennari í Kiel, einn af frægustu norrænufræð- ingum vorra tíma, hefur verið að ferð- ast hjer í sumar; er nýkominn hingað úr för austan úr Rangárvallasýslu, til Þingvalla og Geysis, og aftur kom- inn á stað vestur á Snæfellsnes og og til Breiðafjarðar. Dr. K. Kiichler, sem mörgum er hjer kunnugur og ferðast hefur hjer áður, fyrir þremur árum, er nú aftur á ferð hjer við land, var á Akureyri í gær og fór þaðan inn að Grund. besta selur «Jes SZtimsen. Sveinn i)jörnsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Hatnarstrœli 16. f i^“Utbod.“^i Tinnan við gröft fyrir vatnsveitupípum innanbæj- ar í Reykjavík er boðin út hjá verkfræðing Holger A. Hansen, Kirkjustræti 10. Tilboð skulu sendast borgarstjóranum fyrir kl. 12 á hádegi 4. ágúst næstk. Reykjavík 20. júlí 1908. ^JaínsvQÍíunafnóin. <3stur fæst hjá c7es Siimsan. r O u cö 0 ‘h pö * •H b lh dós Fiskabollur .... 0,36. 1/4 — reykt Síld í olíu . 0,24. V4 — Ansjósur...........0,25. r/4 — 2 teg. Sardínur . 0,34. Austurstræti 1. cTyrirtafís ©í irn 6 ur, trje, spírur, plankar, óunn- in borð, rúplægð borð, gólf- borð og panel, er nýkomið og selst með lægsta verði í ÍNI. Fínasti Riklingur af Vestfjörðum fæst í Auglgsingum í „Lög- rjettu“ tekur ritstjórinn við eða prentsmiðjan. Allskonar laíiar- og Hafskipabryggjur tek jeg að mjer að smíða. Guðmundur E, Guðmundsson & Co. Keykj avík. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—II og 4—5. Talslmi 16. Sttilka, á aldrinum 17—23 ára, getur fengið að læra ritsíma- og talsímafræði við landssímastöðina í Reykjavík og vænst að fá atvinnu frá því í haust við eín- hverja fyrsta flokks stöð landssímans. Laun 600 krónur um árið, talið frá skipunardegi. Umsókn rituð með eig- in hendi, ásamt læknisvottorði, vott- orði um siðferði og vitnisburði um kunnáttu, sendist til landssímastjór- ans í Reykjavík fyrir 5. ágúst næst- komandi. Forberg. Hjartanlegar þakkir yottum við öllum þeim, sem með návist sinni eða á annan hátt heiðruðu útför okkar elskaða sonar og fóstur- sonar Jóns sál. Yestdal. Guðbjörg Jónsdóttir. Solveig og Sigfús Eymundsson. jón Kristjánsson nuddlæknir. Aðalstræti 18, Talsími 124. Heima til viðtals daglega frá kl. 2—3 og s—6. m l selur ódýrast alt sem tilheyrir skipum og bátum. Skoðið vörurnar og spyrjið um verð þeirra. — Það borgar sig. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.