Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 29.07.1908, Qupperneq 2

Lögrétta - 29.07.1908, Qupperneq 2
134 L0GR.TETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, eriendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10‘/»—11 árd. og kl. 3—4 siðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg 41. ekki nema sem svaraði 8 tímum á sólarhringnum, og ætti þetta ekki síður að gilda um menn. En varla verður með fullri sannsýni lagt til, að vinnu- tíminn um sláttinn verði styttri en 12 tímar, og væri honum best fyrir komið þannig, að vinnan væri byrjuð kl. 6 á morgnana, V2tíma hvíld um litlaskattinn, 1 tími um hádegisskatt- inn, 1 tími um miðdegisborðun og hætt kl. 9 á kvöldin; færi þá hálf- tíminn, sem eftir væri, í kaffidrykkju. Auðvitað mætti þó breyta út af þessu, þegar mikið lægi við, t. d. að bjarga þurru heyí undan úrkomu. Ef þetta fyrirkomulag væri alment tekið upp, þótt ekki væri nú lengra farið, mundi fólk strax fremur fást til vinnu í sveit og jafnvel ekki verða eins kaupdýrt og nú á sjer stað. En bú- ast má við, að ef bændur brestur vit og hagsýni til að taka þetta upp hjá sjálfum sjer, þá reki að því, sem al- gengt er í öðrum löndum og æfin- lega hefur reynst kostnaðarsamt, að verkalýðurinn taki sjálfur breytinguna með valdi. Mundi bændum þykja það illar búsifjar, ef alt verkafólk í heilum hjeruðum hætti alt í einu vinnu, þegar hæst stæðu heyannir, nema það fengi styttri vinnutíma og hærra kaup. En má ekki búast við, að þeir tímar komi einnig yfir íslenskan verkalýð, að hann sjái, að hans er aflið, þótt völdin sjeu hinna. Indriði ilbreiður. Jón Jensson : €nn um sambanðsmálið. Þegar fyrir nokkru var flestum, sem láta sambandsmálið nokkuð til sín taka, kunnugt um, að Jón assessor Jensson er fylgjandi sambandslaga- frumvarpinu. Menn vissu og, að hann hafði gerst því sinnandi, ekki af fylgi við einstaka menn eða einstaka stjórnmalaflokka, heldur knúinn af rökstuddri og óbifandi sannfæringu um ágæti frumvarpsins og teljandi sjer skylt sem góðum íslending, að vara þjóðina við þeim látlausu blekk- ingum, sem fyrverandi flokksbræður hans bera nú á borð fyrir alþýðu manna í ræðu og riti. Fyrir skömmu gaf hann út tvær litlar ritgerðir, sem gerðu grein fyrir afstöðu hans til frumvarpsins. Rit- gerðum þessum var tekið með mik- illi eftirtekt bæði af frumvarpsmönn- um og andstæðingum þess. Blöð and- stæðinga rjeðust á höf. með per- sónulegum brigslyrðum, en gerðu lítið eða ekkert til þess að hrekja mál hans. Aftur á móti ætluðu blöð frumvarps- manna rjettast, að ritgerðirnar mæltu með sjer sjálfar, og er nú einnig sú raun á orðin, því að ritgerðirnar hafa flogið út, og nú mun ekkert eintak af þeim vera fáanlegt hjer í bænum, þó að upplagið væri afarmikið. Nú hefur assessor Jón í ritgerð þeirri, sem hjer skal getið um, sýnt ítarlega fram á blekkingar og firrur frumvarps-andstæðinga og færir hann þar drjúgum að ritstjóra ísafoldar og að háyfirdómara Kristjáni Jónssyni. Þess þarf ekki að geta, að assessor- inn talar þar um málið, en ekki um mennina, nema þegar hann á einum eða tveimur stöðum ber fram vörn gegn persónulegum ónotum og brigsl- um ísafoldar. Vjer viljum eggja menn á að kaupa þessa einkar greinilegu og vel sömdu ritgerð, meðan hún fæst, og þorum að fullyrða, að þá iðrar þess ekki, held- ur munu þeir fá betri sannanir en áð- ur fyrir því, hvernig baráttu ísafold- ar & Co. er farið, og af hverjum rót- um hún er runnin. Mönnum til ieiðbeiningar skulum vjer gera stutta grein fyrir efni rit- lingsins, og til smekkbætis skulu til- greind nokkur ummæli höf., sem lík- legt þykir að frumvarps-andstæðing- um veiti örðugt að renna niður. Höf. snýr sjer fyrst að Isafold og hrekur aðdróttanir og aðfinningar hennar í 43. tölublaði, prentar upp erindisbrjef þjóðræðisflokksins á þingi 1907; skýrir frá, hvernig það brjef sje orðið til og frá efni þess grein fyrir grein. Loks sýnir höf. fram á, að nefndarmennirnir hafa í ýmsum greinum komist mun lengra en erind- isbrjefið gerir ráð fyrir og kastar fram svolátandi spurningum: vHvers vegna rœðst þá ekki Isa- fold & Co. á erindisbrjefið og á frjálslynda flokkinn*) á alþingi, þar á meðal á Sk. Th. r Og hvernig geta þingmenn í þess- um flokki látið sjer sœma að skella nú skuldinni á neýndarmennina, sem haýa gert betur en ýyrir þávar lagt, ýynr það, sem þeir eiga sjálfir s'ók á, ef nokkur sók er?x. Eftir nákvæman samanburð við er- indisbrjefið, hljóða ummæli höf. um frumvarpið á þessa leið : »Frv. er gott oss til handa eins og það er, hvað sem um erindis- brjefið má segja. Og erindisbrj'eý- ið er skýr s'ónnun þess, þó að því megi ýmislegt finna, að frjáls- lyndi flofekurinn á þingi í fyrra hefði hifelaust gengið að fry. millilandanefndarinnar, ef það hefði fyrir honum legið, og ekki getað þafefeað Dönum nógsam- lega fyrir frjálslyndi þeirra við oss“. Um aðstöðu Kr.háyfirdómarajóns- sonar til frumvarpsins farast höf. svo orð, er hann hefur borið saman um- mæli hans um landsrjettindi Islands fyr og nú (sbr. einnig „Reykjavík" sfðasta tölublað); »Nú þegar oss stendur til boða viðurkenning á 'óllum þeim s'ógu- lega rjetti, sem vjer h'ófum nokk- urntíma áft, þá fer aftur Kr. J. að tala sjálfur í »œsingaskyni't., má nú með sanni segja, um afsal s'ógulegra landsrjettinda, aý þvi að neýndarfrv. heýur ekki áskilið fs- landi einhverja tilt'ólulega hlutt'óku í konungskosningu, þegar G/iicks- borgarœtlin deyr út í Danmórku, sennilega hvorki á þessari 'óld nje hinum nœstiu.*) Loks leiðir höf. rök að því, hve vörn ísafoldar fyrir samsætisræðu Skúla Thoroddsen sje veik og vitlaus og í stuttu máii Bjarnargreiði við Skúla; *) Svo kallar J. J., en ekki „Lögr.“ stjórn- arandstæðinga á síðasta þingi. *) Allar tilvitnanir auðkendar af oss. sjálfur Skúli hetði enda gripið til þess | að afneita henni, »þegar er hann hafði lesið urnsögn* Jóns Jenssonar »um hana«. R. Þingmálafundur í Vest- mannaeyjum. Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur boð- aði til þingmálafundar hjer 21. þ. m., og var á dagskrá: r. Frumvarps-upp- kast(!) millilandanefndarinnar og 2. að- flutningsbannið. Fundarstjóri var kos- inn Magnús Jónsson sýslumaður og skrif- ari Jón Einarsson á Gjábakka. A fund- inn var saman komið á 2. hundrað manns og var mestur hluti þess konur og börn og aðrir, er engan kosningar- rjett hafa. Kjósendur voru nál. 40*) (af 152 á kjörskrá). Ræðumaður hóf mál sitt og þuldi upp úr sjer flest það, er staðið hefur í fsa- fold og Þjóðólfi um frv. Þau hafa þó í »leiðarvísi« svonefndum viðurkent ís- land sjerstakt ríki (aths.), en prestur kall- aði það sama og »óaðskiljanlegan hluta«. Sönnun hans fyrir því, að titillinn: »og íslands« sje fánýtur hjegómi, var það, að konungur Vinda og Gauta o. s. frv. væri það, og kvað hann þá (o: Vinda og Gauta) vera uppi í tunglinu. Um hermálin viðhafði hann þau (prestlegu) orð : »Sá bætir ekki annars brók, sem ber er um endann sjálfur«. Komst hann út 1 það, að tala um danska her- menn með »brugðinn brandinn« og ým- islegt fleira, sem alls ekki kom málinu við, t. d. Jón Arason og Hannes Step- hensen o. fl. Gaf prestur þvfnæst kost á sjer til þingmensku. í lok ræðu sinn- ar varð prestur klökkur, og viknaði, að sagt var, nærri hver kvenmaður. Ann- ars hafði ræða þessi lítil áhrif og talaði enginn annar, nema sýslumaður, sem er með frumvarpinu, og áminti hann kjós- endur um, að líta að eins á sannleik- ann í þessu máli og láta ekkert glepja sjer sjónir (líkl. mælgi og orðagjálfur). Ræðumaður sá sjer ekki fært að bera upp neina tillögu í sambandsmálinu, en í aðflutningsbannsmálinu var samþ. til- laga með aðflutningsbanni og greiddu þar allir atkv., jafnt konur og börn sem aðrir. Fundarmaður. Umburðarbrjef frá stórtemplar. Þórður J. Thoroddsen stórtemplar hefur í „Templar" 2. þ. m. látið prenta svohljóðandi „Umburðarbrjef til allra templara á íslandi": „Eins og öllum templurum er kunn- ugt, verður á næsta alþingi tekið til umræðu og atkvæðagreiðslu lagafrum- varp um sambandið milli íslands og Danmerkur, sem millilandanefndin hefur komið sjer saman um, og mun svo vera til ætlast, að kosningar þær til alþingis, sem fram eiga að fara í haust, skuli sjerstaklega sýna, hvort þjóð'n vill samþykkja eða hafna því fyrirkomulagi á sambandinu, sem í frumvarpinu felst. Þar sem nú um svo mikilsvarðandi mál er að ræða sem sambandið milli Islan'ds og Danmerkur, og brýn nauð- syn er á, að það mál verði leitt til farsællegra lykta, þá er æskilegast, að þingkosningarnar fari fram með sjerstöku tilliti til þessa máls, en skoðanir þingmannaefnanna á öðrum málum sjeu látnar afskiftalausar að að svo miklu leyti sem auðið er. — Framkvæmdanefnd stórstúkunnar *) Frjettaritarinn hefur viljað vera viss um, að talan væri nógu há hjá sjer, en aðrir kunnugir segja kjósendur eigi hafa verið yfir 30 á fundinum. finnur því ástæðu til, að gefnu tilefni, þar sem svona stendur sjerstaklega á, að brýna það fyrir templurum, að blanda bindindismálinu ekki inn í kosningarnar í þetta sinn og láta skoðanir þíngmannaefnanna um bind- indismálið ekki hafa áhrif á atkvæði sín. Um leið vil jeg bróðurlegast minna alla templara á, að starfi þeirra þetta sumar, að því er bindindismálið snertir, fram að kosningum, á að vera, að undirbúa þjóðina sem best undir atkvæðagreiðsluna um aðflutnings- bannið, sem fram á að fara jafnhliða þingkosningunum, og vonar fram- kvæmdarnefndin, að sjerhver templar telji það ljúfa og helga skyldu sína að vinna að því af öllum mætti. Fari sú atkvæðagreiðsla eftir óskum, verður ekki langt að bíða sigursins í barátt- unni gegn áfengisbölinu". Fundargj ör ð. Fimtudagskvöldið þann 23. júlí var kallað saman til fundar í Bárubúð. Fund- arboðendur voru þeir Björn Jónsson og Hannes Þorsteinsson ritstjórar. Þeim ein- um var boðið til fundarins af kjósend- um, er voru eindregið á móti uppkast- inu. Urðu það liðugir 100 kjósendur af 1700 alls. Til uppfyllingar mætti því alt ungmennafjelagið, fánalaust í þetta sinn þó. Haraldur Níelsson setti fund- inn og bauð menn velkomna; bar hann fundarmönnum kveðju frá Einari Hjör- leifssyni, er væri í leiðangri fyrir norðan, og læsi þar upp fyrir mönnum og hjeldi svo pólitiska fundi á eftir (lófaklapp); hann varaði menn við, að trúa orðsend- ingum Bríetar um það, að hún hefði altaf helmingi fleiri áheyrendur en Einar, því það væri tilbúningur einn. Einar hefði alstaðar húsfyllir (bravó). Hann bað menn loks að velja sjer fundar- stjóra. Jóhann Kristjánsson skrifari og ættfræðingur stakk upp á Hannesi Þor- steinssyni; kvaðst engan þekkja jafn- minnugan og mannglöggan sem hann; væri hann því ágætur fundarstjóri. En þá greip fyrrum miðill, nú bara Guð- mundur Kamban, orðið, og kvað sjer þykja það undarlegt, að ekki hefði strax verið stungið upp á Birni Jónssyni rit- stjóra, sem að allra dómi væri best hæf- ur bæði til fundarstjórnar og hverrar annarar stjórnar; já, hann hikaði sjer ekki við að segja það, jafnvel til land- stjórnar, eða öllu heldur, landstjóra yfir þessu landi; (voðaklapp frá prentliði Isafoldar, sem alt var viðstatt). Þá stakk dr. Jón Þorkelsson upp á cand. jur. Magnúsi Arnbjarnarsyni. Var þá skim- ast um eftir honum, en hann sást þar hvergi; gat einhver fundarmanna þess þá, að hann hefði sjeð Magnús laust fyrir kl. 8 niðri í búð Gunnars Þor- bjarnarsonar. Töldu menn þá vænleg- ast að sleppa honum. Þá stóð upp stud. jur. Jón Kristjánsson og stakk upp á háyfirdómara Kristjáni Jónssyni, kvað það áríðandi, já, hið fyrsta skilyrði hjá fundarstjóra, að hann væri rjettlátur og óhlutdrægur, en það væri alkunnugt, hve justitiarius hefði þá kosti til að bera; líka þyrfti fundarstjóri að vera dugnað- ar maður, en hann vonaðist til að mönn- um væri það ljóst, að þann kost hefði jústitarius til að bera, að minsta kosti þeim mönnum, sem hjer væru inni, því hann byggist við, að þeir læsu ísafold og Ingólf, og hefðu þá lesið grein sína um vöxt og viðgang bókmentafjelagsins undir forstöðu háyfirdómarans. í þessu stökk Þorsteinn skáld Erlingsson upp á bekkinn og mælti af mikilli mælsku og snild á þessa leið: »Háttvirtu samborg- arar, karlar og konur; já, fyrirgefið, jeg sje reyndar, að konur eru hjer ekki við, en konan mín ætlaði endilega sð

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.