Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.07.1908, Blaðsíða 3

Lögrétta - 29.07.1908, Blaðsíða 3
LöGRoETTA. 135 fylgja mjer á fundinn, og þvf varð mjer þessi upphrópun á. Mig furðar stór- lega á því, að enginn skuli hafa stung- ið upp á mjer til fundarstjóra, þar sem þó allir vita, hvað jeg er hjólliðugur til að snúa mjer eftir skoðunum manna, en það álít jeg aðalkost hjá fundarstjóra; hann á enga fasta meiningu að hafa, og hana hef jeg heldur ekki. Sjerstak- lega furða jeg mig á, að Ungmennafje- lagið, sem er hjer til staðar svo fjöl- ment, skuli eigi velja mig, m i g, sem hef svo fagurlega kveðið um það, hvað þeir væru vel staddir, sem æskan rjetti sína örfandi hönd . . .« Lengra komst hann ekki, þvf nú reis alt ungmenna- fjelagið upp og hrópaði eiuum munni: »Við veljum SteinaL Var þá Þorsteinn talinn löglega kjörinn fundarstjóri, en þó líkaði ýmsum það illa, einkum dr. Jóni, sem strauk skeggið fagra, fjekk sjer væna tölu, reisti kollhúfur, en sagði neitt eitt. Nú var tekið til starfa, en það var að stinga upp á þingmannaefnum fyrir kaupstaðinn og var stungið upp á ýms- um, og kom svo að lokum, að nálega hafði verið stungið upp á öllum, sem við voru, nema Einari Zoéga. Kom mönnum þá saman um, að viðhafa skrif- lega kosningu, og eftir ftrekaðar kosn- ingar fjekk dr. Jón ioo atkv. og Magn- ús Blöndal 66 atkvæði. Var því tekið með lófaklappi og gengið af fundi. Rjetta fundargjörð staðfestir: Atli. ísland erlendis. Glímumennirnir. Þeir æfðu sig í fyrstu á vellinum, þar sem ólymp- isku leikarnir voru síðar haldnir, og áttu íþróttamenn frá ýmsum þjóðum þar kost á að sjá til þeirra, þótti ný- stárlegt og ljetu yfirleitt vel yfir. Laugardaginn II. júlí gltmdu þeir opinberlega og var glímunnar getið í mörgum af Lundúnablöðunum og sum fluttu myndir af glímumönn- unum. Merkilegt þótti, að þetta, sem hjer var sýnt, væri íþrótt, sem tíðkuð hefði verið af víkingunum fornu, en á þá er oft minst í enskum bók- mentum. Jóhannes Jósefsson tók þátt í grísk- rómverskri glímu í ólympisku leikj- unum 20. júlí. Stóð hann sig þar svo vel, að hann varð einn af fjór- um, er glíma skyldi lokaglímuna, fyr- ir verðlaunum. En símað hefur verið, að hann hafi orðið að hætta við glímuna, ekki verið feldur, en ekki heldur fengið verðlaunin. Hefur hann að líkindum veikst á meðan á glím- unni stóð. Á laugardaginn var fjekk „Lögr." símskeyti frá einum af glímumönn- unum og segir þar, að þann dag glími þeir í annað sinn opinberlega „fyrir drotninguna". Ágúst Flygenring konungkj. al- þm. og kaupmaður í Hafnarfirði hef- ur á fiskisýningu Norðurlanda hinni stóru f Þrándheimi í sumar fengið tvær medalíur, gullmedalíu og silfur- medalíu. Gullmedalíuna tjekk hann fyrir verkun á saltfiski, en silfurmeda- líuna fyrir bát með íslensku lagi, tveggja manna far, er Bjarni Brynj- óifsson í Engey smíðaði fyrir hann. Lagið á bátnum er Faxaflóalagið, eða nánar tiltekið: hið svo nefnda Eng- eyjarlag. Islensku sýningarmunirnir voru í sjerstakri deild, en minni hluttaka var hjeðan en vera hefði átt. Að vinna gullmedalíu fyrir verkun á fiski á þessari sýningu er mikils vert, því Jíýja ljósmynðastoju hefur Magnús Gíslason sett á stofn í Bankastræti 14. Lágt verð, vöndnð vinna og fljót afgreiðsla. víða er um það getið og eftir því tekið af þeim mönnum erlendis, sem við fiskverslun fást. Sambandsniálið í norskum blöð- nm. Um greinar þær í norskum blöð- um, sem óvinablöð sambandslagafrum- varpsins hafa verið að prenta upp, segja hin merkari blöð Norðmanna úr öllum flokkum, svo sem „Verdens Gang", „Morgenbladet", „Bergens Tidende" o. fl., að hvorki höfundar þeirra nje blöð þau, sem þær birtast í, hafi nein almenn áhrif í Noregi. Þau segjast ekki einu sinni hafa veitt þessum greinum neina eftirtekt fyr en farið hafi verið að rita um þær í dönskum blöðum. Þar hefur og Ragnar Lundborg ritstj. í Uppsölum kynst þessum norsku blaðagreinum og þykir honum ekkert í þær varið, en telur þær geta spilt málstað íslendinga í augum annara þjóða. Dáin er nýlega í Khöfn frú Ingi- björg Schulesen, ekkja Sigfúsar Skúla- sonar fyrrum sýslumanns í Þingeyjar- sýslu (d. 18Ö2), hálfnfræð. Dóttur á hún á lífi í Khöfn, sem Fanney heitir, ógift, en sonur hennar og Gísla skóla- kennara Magnússonar, Beinteinn, and- aðist í Khöfn 1897. Frá fjallatindum til fiskimiða. Frá Akureyri. Bjarni frá Vogi boðaði til stjórnmálafundar á Akur- eyri 23. þ. m. og skýrir „Rvík" svo frá þeim fundi, eftir símskeyti að norðan: „Bjarni frá Vogi hjelt fund hjer í gærkvöld til að ræða um sambands- málið. Hafði Bjarni boðað til fundar- ins og sjerstaklega óskað, að þing- mannsefni kaupstaðarins yrðu við stödd. Fundurinn var haldinn í stóra salnum í Templarahúsinu, og var hús- fyllir. Bjarni hóf sjálfur umræðurnar og talaði fyrst í rúman kl.tíma. Fimbul- fambaði ósköpin öll móti sambands- lagafrumvarpinu. Jón Þorláksson verkfræðingur, sem staddur var á fundinum, svaraði Bjarna og hrakti allar ástæður hans svo að þar stóð ekki steinn yfir steini. Guði. sýslumaður Guðmundsson talaði þá og inóti Bjarna. Tók Bjarni þa til máls aftur til varnar, en varð úr hið mesta vandræða yfirklór. Stefán kenn- ari Stefánsson og hinir fyrti ræðu- menn ónýttu alt tal hans; fjekk hann hina verstu útreið og varð talsverður hlátur í salnum að frammistöðu hans. Enginn tók til máls með Bjarna, en nokkrir skoðanabræður hans ljetu bera upp tillögu móti frumvarpinu, en hún var feld með miklum uieiri hluta at- kvæða, en atkvæði ekki talin. Þá ljet E. Laxdal bera upp tillögu með frum- varpinu og var hún samþ. með 43 atkv. gegn 17“. Yerslunarskuldir. í síðasta tbi „Reýkjavíkur" skrifar Lárus H. Bjarna- son lagaskólastjóri grein um verslun- arskuldir og ráð við þeim. Hann vill, að landsjóður kaupi allar útistandandi verslunarskuldir og innheimti þær aftur á mörgum árum með jöfnum afborg- unum. Hann áætlar allar þessar skuldir rúml. 3 millj. kr. og hyggur þær munu seljast tyrir 33%, eða rúml. 1 millj. Heílræði. Gleymið ekki, þegar þjer gerið samning um smíði á húsi handa yður, að taka það fram, að það sje klætt með Viking-pappa. Hann fæst hjá öllum verslunum hf. P. J. Thorsteinsson & Co’s. Til kaupanna vill hann taka höfuðstól ríkissjóðstillagsins, sem eftirsambands- lagafrumvarpinu verður borgaður út, en hann er 1V2 millj. Landsjóður á svo aðeins að innheimta hjá skuldu- nautum þá upphæð, sem fyrir skuld- ina hefur verið gefin, t. d. af 1500 kr. skuld 500 kr., er afborgast með t. d. 6%> á 28 árum, eins og ýms eldri landsjóðslán. Af Eyrarbabka er skrifað: „Föstu- j daginn 17. júlí vildi til það óhapp, ' að merkur tómthúsmaður hjer í kaup- staðnum, Árni Jónsson í Munkakoti, fyrirfór sjer. Hann var 63 ára gam- all, hafði búið hjer samfleytt í 36 ár og ætíð verið vel metinn. Hann læt- ur eftir sig ekkju, Margrjeti Filipp- usdóttir, 67 ára, og 3 börn á lífi. Árni var bú'.iöldur góður og skyldi vel við heimili sitt. I vösum hans fanst hjartnæmt brjef, og bað hann þar nokkra kunnuga menn fyrir ald- urhnigna konu sína og lasburða dótt- ir. En orsök vita menn enga til þess, að hann fyrirfór sjer, aðra en þá, að líklegt var, að lífskraftar hans væru þrotnir. Hann hatði fengið hjarta- slag rjett áður og mun hafa sjeð, að hann biði þess sjúkleika aldrei bæt- ur, enda hafði hann verið yfir kom- inn af veikindum og varla með fullu ráði eftir. Jarðarför hans fór fram síðastl. laugardag með almenri hlut tekningu frá hálfu kaupstaðarbúa og nágranna hins látna". Úr Húnayatnssýslu. Þar var hald- inn þingmalafundur, eins og til stóð, 26. þ. m. Mjög fjölment hafði þar verið og komu þangað margir að gamni sínu, þótt ekki hefðu kosning- arrjett. Raðherra var á fundinum og hjelt þar ræðu. Alt hafði farið þar vel fram og töluðu margir, ýmist með eða móti frumvarpinu. Þing- menskuframboð komu frá Þórarni Jónssyni á Hjaltabakka, með frumv., en Árna á Höfðahólum og síra Haf steini Pjeturssyni á móti. Sjálfsagt verða þingmarnaefnin fleiri áður lýkur. Ettir Birni á Kornsá eru þau um- mæli höfð frá fundinum, að hann vildi ekki með breytingum stofna frumv. í voða. Tillögur voru engar bornar upp á fundinum. Fingmannaskúlinn áPingvöllum, sem reistur var í fyrra og er stórt hús og fallegt, stendur nú ónotaður og engum til gagns, en verður auð- vitað fyrir meiri og meiri skemdum eftir því sem tíminn líður. Væri ekki hugsanlegt, að rnenn hjer í Reykja- vík keyptu skálann í fjelagsskap og gerðu úr honum sumarbústað handa börnum? Til þess er skálinn vel fall- inn, allur bólfaður í sundur, svo að hver fjölskylda, sem búa vildi þar einhvern tíma að sumrinu, gæti haft þar herbergi út af fyrir sig. En svo væri stóri salurinn sameiginlegur. Og lóðarblettur fyrir leikvöll þyrfti að fylgja, enda væri útlátalaust að láta hann með. Engin ástæða getur verið til þess, að halda skálanum í mjög háu verði. Það yrði lítið úr verði hans, ef hann væri rifinn, og enn minna verður úr því, ef hann stendur þarna ónotaður, þangað til eyðileggingin kemur sjálf- krafa. Símskeyti frá útlöndum. Khöfn 24. júlí: Alberti er farinn úr ráðaneytinu. Falliéres Frakklandsforseti er stadd- ur í Kaupmannahöfn. Högsbro er orðinn dómsmálaráð- herra, Anders Nielsen landbúnaðarráð- herra, Sanderup samgöngumálaráð- herra og Neergaard fjármálaráðherra. Allir hinna nýju ráðherra standa og hafa um langan tíma staðið einna tremst í þjóðþinginu. Anders Nielsen hefur verið foringi stjórnarflokksins og formaður fjárlaganefndarinnar, Sanderup framsögumaður fjárlaga- nefndarinnar og Neergaard foringi hinna hæglátari vinstri manna og framsögumaður hinna nýju tolllaga, vitur maður og hinn vandaðasti. Neer- gaard og Nielsen sátu í sambands- laganefndinni, en Sanderup var einn í tör ríkisþingsmanna síðastl sumar. Allir þessir menn eru góðviljaðir ís- lendingum. Útlendar frjettir. ----- 1 Giitisteina-mnðurinii. 1 vetur var hjer í blaðinu sagt frá frönskum verkfræðingi, Lemoine að nafni, sem hjelt því fram, að hann hefði fundið aðferð til þess að búa til gimsteina og hafði fengið stórfje fyrir uppgötvunina hjá stjórn ensks námufjelags í Suður-Afríku. Nú er það komið upp, að þetta var ekki annað en svik og prettabragð hjá manninum. Hann þóttist hafa lýst aðferð sinni í ritgerð, er hann lok- aði í umslagi og lagði til geymslu í enskan banka. En þegar mál hans skyldi dæmast og umslagið opnað í París í sumar, þá strauk Lemoine, enda var engin ritgerð í umslaginu. 1. þ. m. var hann tekinn fastur suð- ur í Rúmeníu. Stjórn námufjelags- ins, sem hann hafði svikið fje út úr, höfðaði sakamálið gegn honum, eins og áður var frá skýrt. Spitsbergen. Þangað hafa haldið stóru ferða- mannaskipin þýsku, sem hingað hafa komið í sumar. En þar dvelur Hka í sumar fólk, sem þangað hetur far- ið frá Noregi, bæði náttúrufræðing- ar, málarar og veiðimenn, sem þar eru sjer til skemtunar. Alltíðar ferð- ir eru nú milli Tromsö í Noregi og Spitsbergen. Reykjavik. Frá Fýskalandi eru hjer ýmsir merkir menn á terð í sumar, auk þeirra, sem áður hafa verið nefndir hjer í blaðinu. Sonur Baldvins Ein- arssonar, Einar, og sonur hans, Bald- vin Einarson, sem dr. Helgi Pjeturss hefur áður sagt frá í ferðabrjefi hjer í blaðinu, eru nú komnir hingað og dvelja hjer um hríð hjá frænda sín- um, Páli Einarssyni borgarstjóra.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.