Lögrétta

Issue

Lögrétta - 08.08.1908, Page 2

Lögrétta - 08.08.1908, Page 2
142 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hveijum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á Islandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi t. júli. Skrifstofa opin kl. 10'/«—11 árd. og kl. 3—4 siðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg 41. Dani aftur, og helst ná samandi við oss. — Alt af samhygð, alt okkur í hag! Sama er að segja um hræðslu þá, sem stafar af landnámi Dana hjer, ekki einasta með viðurkendum fæð- ingjarjetti og löglegri búsetu, heldur jafnvel með fölsun og öðrum óleyfi- legum yfirgarigi. Því er nú miður, að margt hamlar því, að Danir í framtíð setjist hjer að með nokkrum liðsafla eða krafti til að vinna hjer með oss og styrkja með þekkingu og nokkru auðmagni. I fyrsta máta eru það ólík lífsskilyrði sökum legu landanna og þess vegna tilsvarandi atvinnurekstur og ýmsir þjóðhættir; í annan stað óblíða veðr- áttunnar og tröllskapur náttúruafl- anna, og í þriðja lagi, en ekki síð- ast, ólík og ónumin tunga. En hvað höfum vjer svo með rjettu á móti Dönum sem meðborgurum hjer á landi? Að sönnu höfum vjer af fáum að segja, en hlutfallsiega við þá tölu mjög nýtum og jafnvel alveg fyrirmyndarmönnum að ráðdeild og dugnaði. Mætti sem dæmi nefna af embættismönnum Hilmar Finsen fyrv. landshöfðingja og dr. G. Schierbeck, sem var jafn framtakssamur jarðrækt- armaður sem hann var læknir, en sem búnaðarvini og kaupmenn þá Thomsensfeðga og Thor Jensen. íslendingar telja sjer ómældan, sýni- legan og hulinn auð í jurta- og steina- ríki landsins, afli fossanna ogjafnvel í loftinu, og það að ýmsu leyti með rökum. En má svo spyrja: Hve lengi á þetta að vera náðað og geymt? Hve lengi á auðnin að vera óyrkt og nakin, sem hún að mörgu leyti er enn fyrir menningar- leysi og örbyrgð íbúanna? Ræktuð slægjulönd eru víða samangengin, eins og sýna víðsvegar hin fornu tún- merki. Skógarnir eru upprifnir og brendir í vanviskuþörf og græðgi; svo að til þess að leitast við að græða þau sár fósturjörðarinnar, hef- ur nú verið tekið fyrir að kosta af landsfje gróðrartilraunir og skógvernd, og einmitt Danir hafa gert það til- tækilegt. Hverju glata ísl., þótt t. d. Danir með útlendu fje gerðu landsmönnum með fullri hlutdeild mögulegt að nota fossaaflið og jafnvel jöklana? Þeir mistu ekki einu sinni sína margra alda ánægju af að horfa á tign þeirra og fegurð; en í aðra hönd veittist atvinna og arður. Hvað mistu ísl., þótt útlendur vjela- og auðkraftur flytti kol og málma upp á yfirborð landsins, með þeim skyldum og rjettindum, sem viðkom- andi lög heimiluðu? Það, sem íslendingum sjálfum vegna fólksfæðar sjerstaklega er fyrst um sinn viðráðanlegt, er, í smáum stíl þó, að rækta slægjulöndin með þúfna- sljettun og skurðgrefti, og er það ó- neitanlega framför frá því lakara, en þjóðveldislegt er það ekki, að minsta kosti á meðan eigi er með öllu hættu- laust að sleppa húsdýrunum út yfir túnjaðarinn fyrir fenum og mógröfum. Hvað hafa svo heimsmenningar- þjóðirnar gert, t. a. m. Ameríkumenn? Þeir hafa ekki hugsað sjer að hlaða kínverskan múr eða spenna um sig gaddavírsgirðingu; þeir hafa ekki ein- asta látið land sitt til skamms tíma standa opið fyrir öllum þjóðum heims- ins, heldur kostað stórfje til inn- flutnings Norðurálfumanna. Jeg leyfi mjer að segja, að ofmargir íslending- ar standa algerlega í hyllingarskoð- un um fortíð og framtíð sinnar eig- in þjóðar, þar sem þeir miða við sögulegan rjett, sem þeir eigi geta handsamað. Þeir stagast á einhverju goðsagnalegu vöggukvæði um gull- öld og forna frægð þjóðarinnar, sem þó var sannarlega ritað með blóði og tárum, alla leið frá því, er nor- rænir og suðureyskir víkingar námu hjer land. Og hvers vegna varð fjöl- bygðin aldrei meiri hjer á landi? Hvers vegna hættu innflutningarnir þannig við hálfnað skeið? Af því að íslendingar voru yfirgangsmenn og óróasamir, sem jafnan sátu yfir hlut lítilmagnans. Þegar fram liðu stundir, vaknaði tortrygni, öfund og valda- fíkn, sem varð þess valdandi, að ís- lendingar komust undir útlend yfir- ráð, og svo fylgdi ánauð og um- komuleysi; þjóðin kirktist í klóm tví- bentra málsvara og óhlutvandra er- indreka. Refsingin kom (goðin urðu reið): skógangur, bannfærslur, galdra- brennur, stórsóttir, eldur og ís. Til þessa dags hafa vorir eigin landar orðið að hrekjast til annarar heimsálfu við ýms lífskjör, sumir af framsókn og æskufjöri, en fleiri fyrir vonbrigði og örbyrgð, með söknuði og gremju frá skauti ættjarðarinnar, allflestir að heiman við lítinn orð- stír, jafnvel þótt margir þeirra hafi með framkomu sinni sýnt með frjáls- lyndri þjóð innileik og trygð til sinna fyrri samlanda, ættmenna og vina. Það er fyrst nú, sem orð þeirra, er fyr áttu að vera frjálsir, eru básún- uð til þjóðarinnar, en á þann hátt, að hugsun Vestur-íslendinga, ef rjett er tilfærð, hefur við jafnlítið að styðj- ast fyrir oss, sem vjer með orði og athöfnum höfum stutt hag þeirra vestanhafs. Einmitt nú, þegar gull- öld íslendinga er nýrunnin upp, fyrir frekari þekkingu, vaxandi mannúð og framtakssama landstjórn, þurfa þeir menn, sem í raun og veru unna land- i 1 inu, að vera samtaka og vandir að 1 meðulum, til þess að koma kröfum vorum og kjörum í viðunanlegt horf; en varast að brjóta máttarstoðir sjálf- stæðis vors í blindum ákafa. Og það er ekki af kala mælt, þótt jeg segi, að illa sæmi það sálarvegfræðingum vorum, að gera sig bera að því, að snúa góðum og ábyggilegum mál- stað í villu, og þannig auka sund- rung með þjóð sinni. Og það er ekki af ljettúð eða lítilsvirðingu mælt, þótt jeg hafi minst á glöp forfeðr- anna, eða refsidóma harðstjórans og náttúrunnar. Það er skoðun, sem jeg stend ekki einn uppi með, og um leið föst sannfær- ing, að verði enn á ný áþján og örbyrgð forlög þessarar þjóðar, þá yrði það fremur fyrir þrjósku, tvídrægni og ó- hollar skoðanir einstakra manna, sem ætla sig að vera rödd hrópandans í eyðimörkinni, heldur en fyrir ásælni og ráðríki Dana. Er því þjóðinni skylt að vera vakandi, svo að síðari villan verði eigi hættulegri hinni fyrri. Því „mönnunum munar annaðhvort aftur á bak, ellegar nokkuð á leið“. Þorsteinn Jónsson. Afreksverk B. Kr. Herra rítstjóri. T-1 Lögrjetta flutti nýlega grein frá bónda í Gullbringu- sýslu um afreksverk þingmanns okkar, Björns Kristjánssonar, fyrir kjördæm- ið, og gerði lítið úr þeim. Bónda þessum hefur þó gleymst að geta helsta afreksverksins, sem sje þess, að flytja á alþingi lögin um að selja salt eftir vigt. En afleiðingar laga þessara hafa reynst þær fyrir oss sjávarbændur, að salt kostar oss nú 3—4 kr. meira í hvert þurt skip- pund af fiski en áður, meðan fína saltið fluttist. Nú fæst það ekki leng- ur, heldur aðeins grófa, þunga saltið, er reynist oss þungt og ódrjúgt, og svona mikið dýrara til fisksöltunar. Kaupmenn flytja ekki lengur fína saltið af þeim ástæðum, að þeir græða meira á grófa saltinu; en ekki dugar að hafa það fyrir ástæðu, að grófa saltið geri saltfiskinn betri en hitt; jeg hef rqynslu fyrir hinu, að saltfiskur verður bæði eins góður og fallegur úr því fína. Tjón þetta fyrir sjávarútveginn sam- svarar að minsta kosti einum eyri á hvert pund af saltfiski, og þar sem útflutt er árlega frá öllu landinu um 30 milljónir punda af honum, þá nem- ur skaði sá, sem landið í heild sinni bíður, sem afleiðing af lögum þess- um, um 300 þúsund krónur á ári hverju. Og eftir því mundi óhætt að meta skaðann fyrir kjördæmi Björns Kristjánssonar 40—50 þúsund krón- ur á ári hverju. Utvegsbóndi. Útflutningur til Kanada. Danska Generalkonsúlatið í Mon- treal ræður sterklega frá útflutningi til Kanada í skýrslu dags. 18. maí þ. á., segir þúsundir vinnulýðs at- vinnulausar þar, sem stendur. Ákvæðinu, að allir innflytjendur, eldri en 18 ára, verði að minsta kosti að eiga 25 dollara, er þeir stíga á land, auk brautar-farmiða til ákvörð- unarstaðar, verður stranglega fram fylgt. [Skýrslur frá utanríkisráðaneytinu 1908 (16 hefti, prent. 6. fyrra mán.)]. ísland^ banki. Aðalfundur bankans var haldinn 29. júlí 1908. Fundarstjóri varkos- inn amtmaður J. Havsteen. Þetta var gert: 1. Landritari Kl. Jónsson skýrði fyrir hönd fulltrúaráðsins frá starf- semi bankans síðastl. reikningsár og las upp helstu atriði reikningsins, samanborin við næsta ársreikning á á undan. Jafnframt gat hann þess, að umsetning bankans það missiri, sem af er yfirstandandi ári, hefði, samkvæmt skýrslu bankastjórnar, ver- ið 3 millj. meiri en fyrra missiri árs- ins 1907. 2. Framlögð endurskoðuð reikn- ingsuppgerð með tillögu um, hvernig verja skuli arðinum, og var samþykt með öllum greiddum atkvæðum, að verja arðinum á þann hátt, sem lagt er til á bls. 4 í reikningnum. Fá hluthafar þá 6'/4% í arð af hlutafje sínu fyrir árið 1907. 3. Framkvæmdarstjórn bankans var í einu hljóði gefin kvittun fyrir reikningsskilum. 4. Hæstarjettarmálafærslumaður Ludv. Arntzen, er ganga átti úr full- trúaráðinu, var í einu hljóði endur- kosinn af hálfu hluthafa. 5. Endurskoðunarmaður var í einu hljóði endurkosinn amtmaðurj. Hav- steen. Loks voru bankastjórninni vottað- ar þakkir fyrir frammistöðu sína síð- astliðið reikningsár. Hervamir. Það var getið um það 1 Lögrjettu fyrir skömmu, að fulltrúar þjóðanna hefðu á síðasta friðarþingi í Haag 1907 íhugað allnákvæmlega og rætt um hlutleysi ríkja í hernaði, og allir hefðu verið einhuga um það, að hvert það ríki, sem ætlaði sjer að fá hlut- leysi sitt viðurkent, yrði að hafa svo miklar hervarnir sjálft, að það gæti varið sig gegn snöggum árásum eða tilraunum annars ríkis til að hafa gagn af landi þess, sjó og höfnum — sannað á þann hátt, að það sje ekki með ljúfum vilja þess, að óvinir ann- ars ríkis noti land þeirra, hafnir eða eitthvað annað hlutlausa ríkinu til- heyrandi eða þegnum þess. Þetta sýnir oss ijóslega, hvílíkur barnaskapur það er, að ímynda sjer, að ísland mundi geta fengið viður- kenning stórveldanna fyrir hlutleysi alveg hervarnalaust. Ekkert vit er, að láta sjer detta það í hug, að slíkt yrði tekið í mál. ísland þyrfti fyrst að sýna og sanna, að það hefði hervarnir á fjörðum og flóum og við helstu versl- unarstaði landsins, svo að ekki væri lafhægt að brúka það eins og tusku öðru ríki í óhag. ísland liggur ekki svo langt frá Noregi og Englandi, að þau mundu vilja eiga það á hættu, að Rúss- ar eða Þjóðverja tækju sjer flota- stöð á höfnum hjer á Suðurlandi 0g Austurlandi, sem íslausar eru árið um kring. Herskip nútímans eru hraðskreið. Hingað til höfum vjer verið í þessu efni í skjóli Danmerkur, sem „óað- skiljanlegur hluti Danmerkur", og átt því engin hermál sjálfir, fremur en Færeyjar og Grænland. Eftir nýja sáttmála verðum vjer sjerstakt konungsríki í málefnasam- bandi við Danmörku. Danski herinn verður alríkisher til verndar báðum konungsríkjunum, en Danir kosta hann einir; vjer þurfum hvorki að leggja fje til hans nje heldur liðs- menn. Getum því ekki vænst að taka neinn þátt í stjórn hans, fyrri en að því kynni að koma síðar meir, að vjer þættumst geta lagt fje til hans og liðsmenn í hann. Ekkert sambandsríki í heimi heflr svona góð kjör. Ekkert sambandsríki í heimi, ekk- ert smáríki í Sviss, ekkert smáríki á Þýskalandi, ekkert smáríki í Ameríku hefur getað komist hjá því, að eyða ógrynni fjár til hervarna og hermála. Vjer einir af öllum þjóðum eigum kost á að verða sambandsríki, án þess að þurfa að eyða til hernaðar nokkurri krónu nje nokkrum liðs- manni. Það er ekki að undra, þótt hjer- aðsfógeti Chr. Krabbe hafl sagt að sambandslaga-uppkast vort sje ekki líkt neinum öðrum sambandslögum í heimi. Ekkert sambandsríki hefur

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.