Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 12.08.1908, Síða 1

Lögrétta - 12.08.1908, Síða 1
LOGRJETTA = Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Þingholtsstræti 17. as M 37. Heykjavík 13. ágúst 1908. III. árg. HAFN ARSTR' 17T8T920 21-22'KOLAS 12- LÆKJART' I Z • REYKJAVIK* Hin vidurkendu ágætu og sótlitlu Kol fdst nú aftur í Arinbj. Sveinbjarnarsonar heíur til sölu: Ljóðabækur. Söngbækur. Fræðslubækur. Sögubækur. Barnabækur. Pappír og ritföng af ýmsum tegundum með ágætu verði. io aura brjefsefnin góðu o. fl. Innlimunin. Eitt af slagorðunum andstæðinga sambandsmálsin er þetta orð: inn- limun. Ef ísland á að hafa einhver fleiri mál en konunginn einan sameigin- leg með Danmörku, þá hrópa þeir þegar: innlimun. Et ísland felur Danmörku að fara með fyrir sína hönd 2 af sameigin- legu málunum, þá hrópa þeir þegar: innlimun. Ef nafnið á sambandinu verður á dönsku: Det samlede danske Rige, en á íslensku: Veldi Danakonungs, þá hrópa þeir þegar: innlimun. Ef ísland er ekki kallað beinlínis ríki í samningnurn, þá hrópa þeir þegar: innlimun. En eftir þessum kenningum eru býsna margir innlimunarmennirnir ís- lensku. Fyrstan er þá frægan að telja Jón Sigurðsson forseta og svo alla nefnd- armennina á þjóðfundinum 1851. í ritgerð í Nýjum Fjelagsritum 1856 segir Jón Sigurðsson: » Var það álit þjóðýundarins (1851), að íslandvœri þartur úr ríkinu (o: alríkinu), en ekki úr konungsríkinu Danmörk, og heldur ekki úr Danmerkurriki, sem grund- vallarlógin 184.9 (Btluðu að skapai. Jón Sigurðsson og þjóðfundar- nefndin 1851 stakk upp á, að 1. gr. í stjórnarlögum íslands skyldi hljóða svo: „ísland hefur konung og kon- ungserfðir saman við Danmörku. Hver ónnur máleýni skuli vera sameiginleg með íslandi og Danmörku eða öðrum hlutum einveldisins, er komið undir samkomulagi". Þar sem Jón Sigurðsson gleymir hjer alveg orðunum „meðan um semur“, þá er bersýnilegt, að hann hefur verið innlimunarmaður. Og á Þingvallafundi 1873 barðist Jón Sigurðsson af alefli á móti kröfum um, að hafa ekkert sameiginlegt með Danmörku nema konunginn. Hann og tylgjendur hans sögðu: „Vjer getum mjög vel verið frjálst þjóðfje- lag, þó vjer höfum sum mál sam- eiginleg við Dani, og öllum, er vit hafa á stjórnarmálum, mundi þykja það stórlega ísjárvert, að segja al- gert skilið við Dani, einkum ef litið væri til ágreininga við önnur ríki“. Og hvað gerir svo sjálft alþingi 1867 og 1869 með sjálfan Jón Sig- urðsson í broddi fylkingar? Það samþykkir í einu hljóði þetta í 1. gr. stjórnarlaga íslands: „ísland er óaðskiljanlegur hluti Danaveldis (af den danske Stat) með sjerstökum iandsrjettindum". Það er svo sem greinilegt: Allir þingmenn 1867 og allir þingmenn 1869 hafa bersýnilega verið gallharðir innlimunarmenn. Og allir þjóðræðis- og landvarnar- mennirnir á alþingi 1907, — þeir eru litlu betri. Þeir gleyma að heimta inn orðið „ríki“, þeir heimila Dönum sama þegnrjett hjer á landi eins og oss, þeir heimila danska fánanum að blakta á íslenskum skipum í utanríkis höfnum og þeir heimila Dönum veiðirjett í landhelgi. Þeir eru ólukkans innlimunarmenn líka, litlu betrien hinir, þegar að er gáð. Sigurður. Gröf Snorra Sturlusonar. Fyrir fám dögum var jeg staddur í Reykholti í Borgarfirði og var mjer sögð sú saga þar, að í fyrra hefði þar verið grafið ofan á legstein í kirkjugarðinum, sem sokkinn var all- djúptíjörð niður. Letur var höggv- ið á steininn og hafði prestur sá, er við var staddur, ráðið af því, að vera mundi legsteinn Snorra Sturlusonar. Steininum var ekki rótað og mokað yfir hann aftur, en gröfin tekin utan hjá honum, svo hann liggur þarenn óhreyfður. Mjer var sýndur staður- inn og er hann suður frá kirkjunni. Þetta þarf að athuga nánar og gild- ir ekki einu hver það gerir. Skyldi það reynast svo, að þarna fyndist gröf Snorra, væri það allmerkilegur fundur. Ekki er þá ólíklegt, að bein hans finnist þar einnig, því oft finn- ast eldri bein ófúin í jörðu, og f Reykholti er ekki votlent, þar sem kirkjugarðurinn stendur. Væri þá vert að grafa þau upp og sýna þeim maklegan sóma, þótt fyr hefði átt að vera. Hyrningarsteinninn að þjóðsafna- húsi því, sem nú er bráðum fullbygt, var lagður á dánardegi Snorra (23. sept.) og helgaður minningu hans. Ef mig minnir rjett, var þá rætt um, að ætla afbragðsmönnum þjóðarinn- ar legstað í því húsi. Ekki mundi það rýra vegsemd þess minningar- staðar, ef hægt væri að vígja hann með beinum hins mikla sagnamær- ings og höfuðskálds. 8/g ’o8. G. M. Hvað vinnum vjer, ef Uppkastið verður að lögum? 1. Hingað til hefur rjettarstaða Is- lands í framkvæmdinni hvílt á stöðu- lögunum 2. janúar 1871. Þau lög voru gefin út af dönsku löggjafar- valdi, án vors samþykkis. Sumir kunna að vilja segja, að rjettarstaða vor hafi að lögum hvílt á Gamla sátt- mála. En rjettarstaða vor eftir hon- um er í engu atriði fremri heldur en eftir stöðulögunum, en í mörgum at- riðum verri heldur en hún yrði eftir uppkastinu. Og það eitt er víst, að vjer höfum ekkert bolmagn til að breyta rjettarstóðu vorri, án sam- komulags við Dani. Um tvent eitt er að velja, annaðhvort að una við þá rjettarstöðu eða órjettarstöðu, sem nú höfum vjer, eða þá að koma sjer saman við Dani um breyting á henni. Verði uppkast þetta að lögum, þá fáum vjer framgengt óllum þeim kröf- um, sem nokkur málsmetandi íslensk- ur stjórnmálamaður hefur nokkru sinni gert. Vjer fáum þá ákveðna rjettarstöðu lands vors með samn- ingi, sem eigi verður breytt án vors vilja. Þessi breyting á rjettarstöðu vorri og viðurkenningin á henni er svo mikilsvert atriði, að vjer höfum aldrei fyrri átt neinu slíku að fagna síðan ísland gekk fyrst konungi á hönd. 2. ísland verður samkv. uppkast- inu sjálfstætt og fullveðja ríki. Því er f einni svipan kipt inn í ríkjatölu heimsins; en þar hefur það aldrei skipað sæti fyrri síðan þjóðveldið forna leið undir lok. Nafn landsins verður einnig tekið upp í tignarheiti konungs, og það gerir land vort og rjettarstöðu þess alkunnugt um allan heim. 3. Vjer verðum sjálfráðir um það, hversu mál vor eru upp borin fyrir konungi vorum — þurfum ekki leng- ur að bera þau upp í ríkisráði Dana; getum, með öðrum orðum, stofnað sjerstakt íslenskt ríkisráð. 4. Vjer ráðum því sjálfir, hver skrifar undir skipunarbrjef íslands- ráðherra ásamt konungi. 5. Vjer getum stofnað íslenskan hæstarjett hvenær sem oss þóknast. 6. í stað þess, að vjer höfum áð- ur að eins haft 9 tegundir mála við- urkend sjermál vor, undir vorri stjórn, en öll önnur mál hafa verið sameig- inleg og vjer engin ráð yfir þeim haft, þá fáum vjer nú yfirráð yfir óllum málefnum, sem oss snerta, und- antekningarlaust, en felum að eins Dönum samkv. samningi stjórn 8 mála um nokkurn tíma. Eftir 25 til 37 ár getum vjer kipt 5 af þessum 8 málum til vor aftur og gert þau að sjermálum vorum, en 3 mál að eins verða þá áfram sameiginleg með báðum ríkjunum Danmörku og Is- landi, þar til er óðruvísi um semur. Og þessi 3 mál eru þess eðlis, að oss væri sama sem enginn ávinning- ur, en hins vegar talsverð byrði í, að hafa stjórn þeirra á hendi. Þó getum vjer heimtað að taka þátt í stjórn þeirra, hvenær sem vjer vilj- um taka hlutfallslega þátt í kostnað- inum til þeirra. 7. Vjer getum nú þegarjveitt fæð- ingjarjett jafnt og Danir, og eftir 25 til 37 ár getum vjer gert fæðingja- rjettinn að sjermáli, ef vjer viljum svo sjálfir. 8. Landhelgisvarnir og veiðirjett- ur í landhelgi er viðurkent ótvírætt íslenskt sjermál og verður það í fram- kvæmdinni eftir 25—37 ár, ef oss svo sýnist. 9. Sjerstakt verslunarflagg getum vjer Iögleitt hjá oss ettir 25—37 ár og siglt undir því um öll heimsins höf og til ailra landa. 10. Vjer fáum sjálfir greiddar oss í peningum 1 milljón og 500,000 kr., til fullra og frjálsa umráða; en það er sá höfuðstóll, sem vjer til þessa höfum að eins fengið 4% vöxtu af og að eins haft ráð yfir vöxtunum sjálfum, en engin umráð fyrri yfir höfuðstólnum. Þó að vjer eyðum ekki þessu fje, heldur ávöxtum það, þá munum vjer ávaxta það í landinu sjálfu, og allir sjá, hve mikilsvert það er í því peningaleysi, sem land- ið er í. Og um leið og vjer ávinnum þetta og ýmislegt fleira, þá gefum vjer ekk- ert eftir af neinum þeim rjetti, sem vjer nú höfum eða höfum nokkru sinni haft sfðan 1262. Hreinn ávinn- ingur í öllum atriðum — ekkert tjbn eða tap í nokkru minsta atriði. Ef vjer íslendingar hefðum einir átt að semja þessi lög, hefðum vjer ef til vill kosið sumstaðar annað orða- lag. En nú er svo, þegar tveir semja, að þá getur hvorugur málsaðili verið einráður um að stíla alt eftir sínu höfði. Það er eðli alls samkomulags. En efnið í uppkastinu, með því orða- lagi, sem nú er á því, er oss full- nægjandi í alla staða. Því hefur verið kastað fram, að vjer værum hörðu beittir, þar sem oss væri bannað að breyta frumvarp- inu, svo að vjer yrðum annaðhvort að samþykkja það eða hafna því í heild sinni. En þetta er ekki satt. Enginn hefur bannað oss að breyta uppkastinu. Oss er guðvelkómið að breyta því eins og vjer viljum; en hitt er annað mál, hvort að það væri

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.