Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 12.08.1908, Síða 2

Lögrétta - 12.08.1908, Síða 2
246 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum miö- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10*/«—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg 41. nokkurt minsta vit í því fyrir oss að breyta því. Upþkastið er sú merkilegasta og besta forsjónarinnar sending, sem vjer höfum fengið í hálfa áttundu öld. Að hinir dönsku nefndarmenn unnust til að ganga að þeim vildarkjörum oss til handa, það er orðið fyrir það, að ýmis atvik báru að höndum, sem lítil eða engin líkindi eru til að eigi sjer stað framar. Ýmisleg samkomulags- viðleitni milli stjórnmálaflokkanna í Danmörku og stjórnarinnar þar varð þess valdandi, að menn af öllum flokkum gengu að þessu uppkasti; og vissa er fengin fyrir meiri hluta atkvæða ríkisþingsmanna þeirra, sem nú eru, með lögleiðingu uppkastsins. En alt þetta er buundið við uppkastið eins og pað nú er. Hver breyting á því, smá eða stór, sem vjer gerum, leysir Dani frá allri skuldbindingu um að samþykkja það. Og bæði undirróður Færeyinga og ýmis önnur mótspyrna, sem vakin hefur verið móti því í Danmörku, gerir það að verkum, að ýmsir ríkisþingsmenn mundu taka fegins hendi hverri á- tyllu, sem vjer gæfum þeiin með breytingum á uppkastinu, og sæta þá færi að losna við heitorð sitt um fylgi við það En verði uppkasti ekki samþykt nú á komandi vetri, þá er alt í óvissu um, hvernig nýjum málaleitunum af vorri hálfu yrði tekið, þá er nýjar kosningar hafa farið fram í Dan- mörku og nýir menn eru komnir á þing. Fyrir því eigum vjer það í veði, ef vjer gerum breytingar á upp- kastinu, að ríkisþingið fari þá líka að gera breytingar, og það er sýnilegt nú, í hverja átt þær mundu ganga, eftir því, sem fram er komið í dönsk- um blöðum af öllum flokkum. Þær mundu miða til að svifta ísland um- ráðum yfir landhelgisrjettinum, og öll- um þeim einkennum, sem ótvírætt viðurkenna ísland sem sjálfstætt ríki í uppkastinu eins og það er. Við það yrði frumvarpið oss óaðgengi- legt og öll þessi málaleitun fallin úr sögunni um ófyrirsjáanlegan tíma. Friðrik konungur áttundi, sem hef- ur reynst oss svo öruggur stuðnings- maður, er nú hálfsjötugur maður. A hans æfitíð eru engin líkindi til að nokkur kostur verði á, að taka þessar málaleitanir upp aftur, en næsta tvísýnt að vjer eignumst aftur þann konung, er verði oss slíkur haukur í horni sem hann hefur verið. Vjer mundum þá missa þann samhug allra erlendra þjóða, sem vjer nú njótum. Það er dagsatt, sem hr. Jón Jensson segir íjsíðari ritgerð sinni (4. bls.): »Það er áreiðanlegt, að þjóðin verð- ur ver sett eftir en áður, ef hún hafn- ar frumvarpinu. Hún hefur þá gef- ið öllurn heiminum sönnun fyrir því, að hún hefur ekki vit á að ráða sjálf málum sínum, og það verður álitið eðlilegt af öllum, að Danir haldi á- fram að hafa stjórnina yfir oss og þessu landi. Dönum verður þá ekki lengur um það kent, að ísland er ó- frjálst og undirlægja Danmerkur, því að þeir hafa boðið íslendingum fult sjálfstæði. En íslendingar hafa ekki viljað þiggja frelsið, heldur slegið hendi við því, er það var að þeim ijett*. Enginn hefur rjett til að efa, að flestir þeir menn, sem berjast nú á móti frumvarpi þessu, sjeu að eins skammsýnir menn eða hugsjóna-loft- farar, sem vita ekki hvað þeir gera. En því er miður, að meðal þeirra eru einnig til menn, sem sjá, að frum- varpið er í alla staði gott, en vilja þó vinna til að fella það í þeim eina tilgangi að velta ráðherra, þeim sem nú er, úr sæti og ná sjálfir völdun- um í sínar hendur, líklega í þeirri fávísu von, að þeim muni takast að fá aftur boðna sömu kosti eða að minsta kosti ekki stórum verri. Þeir vilja vinna til að tefla frelsi ættjarð- ar sinnar í tvísýnu, að eins til þess, að nafn þess manns, sem nú er við völd, verði ekki tengt við endurfæð- ing hins íslenska ríkis. Dr. Valtýr Guðmundsson hefur við fleiri en einn merkan mann sagt frá því, að einn höfuðpaurinn þeirra frumvarpsfjenda hafi sagt við sig: „Frumvarpið er gott; í rauninni ekkert út á það að setja; en mjer líkar ekki maðurinn, og því berst jeg á móti frumvarp- inu“. Hvað hafa slíkir menn gert af samviskunni? Eigi Gissur Þorvalds- son nokkra skilgetna niðja á þessu landi nú, þá eru það slíkir menn og þvílíkir....". (Ur nýútkomnum bæklingi eftir Jón Ó- lafsson um sambandsmálið). Aðflutningsbannið. 4. þ. m. kom út auglýsing frá stjórnarráðinu um atkvæðagreiðslu um aðflutningsbann gegn áfengi. At- kvæðagreiðslan á að fara fram jafn- hliða alþingiskosningunum 10. sept. í sumar. Þetta er, eins og kunnugt má vera, gert samkvæmt þingsályktun frá neðri deild alþ. 1905. í auglýsingunni eru reglur fyrir því, hvernig atkvæðagreiðslan skuli fram fara, og eru þær prentaðar í „Templar" 6. þ. m. Hver kjósandi fær aðflutn- ingsbanns-atkvæðisseðil um leið og kjörseðil sinn og lítur atkvæðisseðill- inn svo út: (Peir, gegn af framan aðflutni „Nei". Aðflutningsbann. sem vilja að lögleitt verði bann íflutningi áfengis, geri kross fyrir „Já“, en þeir, sem eru á móti ngsbanni, geri kross fyrir framan Já Nei Akvæðagreiðsla þessi er jafn leyni- ! leg og þingkosningin og má ekkert merki á seðlinum vera annað en kross- inn fyrir framan „já"ið eða „nei“ið. Stórstúkan hefur umboðsmenn við atkvæðagreiðsluna, er yfirkjörstjórn opnar atkvæðasendingarnar úrhverjum kjörstað kjördæmisins. Sje umboðs- maður stórstúkunnar eigi við staddur, skal oddviti kjörstjórnar kveðja til tvo valinkunna menn í hans stað. Skilnaðarmennirnir. Það er opinbert leyndarmál, að þeir, sem mest berjast á móti sambands- málinu, eru skilnaðarmenn. Þeir vilja ekki að ísland verði nú frjálst sam- bandsland Danmerkur, sett við hlið hennar sem sjerstakt ríki, og fái að njóta þeirra stórmiklu hlunninda, sem því eru samfara; þeirra stórmiklu hlunninda, að þurýa ekki að eyða neinu fje til utanríkismála, en geta þó haft samþyktarvald í þeim, að purfa ekki að eyða fje til fiskiveiða- gæslu fyrri en oss sjálfum sýnist, en njóta þó verndar danskra herskipa (varðskipa) og að þurýa ekki að eyða neinu fje til hermála, hvorki á sjó nje landi, en njóta þó hervarnarsem sjálfstætt ríki. Þeir skilja það, að verði sambands- málið samþykt, og fái ísland á þann hátt allar hinar heitustu óskir sínar uppfyltar, þær óskir, að verða frjálst land með fullum ríkisrjettindum og fullveldi yfir öllum sínum málum — svona alveg koslnaðarlaust fyrir land- sjóðinn og gjaldendurna, þá muni ís- lendingar verða ánægðir; þá muni þeir af reynslunni finna það og skilja það, að ekkert ríki í heiminum, sem ríki getur kallast, hefur svona ódýr kjör og góð við að búa. Og fyrir því mundi það verða erfitt meðan þjóðinni vex eigi því meiri fiskur um hrygg, að stæla hana upp í kröfur um algerðan skilnað, því að hún mundi reikna það fljótlega út, að það hlyti að kosta stórfje árlega, að standa allan straum af íslandi sem einstæðu konungsríki eða þjóð- veldi, svo að vafasamt væri hvort auðið yrði að telja henni trú um það, að sá frægðarljómi mundi borga sig — að ógleymdri þeirri hættu fyrir sannarlegt sjálfstæði landsins, tungu vora og þjóðerni, er slíku æfintýri hlyti að verða samferða, sakir á- girndar og áleitni þeirrar, sem ræð- ur og ríkir hjá ’óllum þjóðum. Þeir vilja því fella sambandsmálið nú, eða það, sem er sama sem að fella það, að gera þær efnisbreyting- ar á því, að engin von sje um, að Danir muni fyrir sitt leyti ganga að þeim breytingum. Þá ætla þeir sjer eýtir á, að spana þjóðina upp til að heimta þegar fullan skilnað. Þá verður látið klingja: Þetta á- stand er óþolandi, vjer erum með stöðulögum og stjórnarskrá, ríkis- ráðssetu og undirskrift stjórnarforset- ans danska innlimaðir í Danmörku; oss er haldið í hnappeldu, Danir vilja ekki samþykkja sambandslögin eins og vjer viljum hafa þau, svo að ekkert er annað að gera, en að heimta nú skilnað. Fyrir því hamast nú ísafold og Ingólfur ámóti sambandsmálinu, snapa sjer frá þjóðveldismönnum í Noregi og frá Canada-lslendingum, er hlaup- ið hafa burtu hjeðan, áskoranir og uppörfanir um skilnað, og dreifa svo þessum fagnaðarboðskap út meðal almennings í og með blöðum sínum. En heigulshátturinn er þó svo mik- ill, að það er varla nema Ingólfur einn, sem skýrt kveður upp úr með það, að skilnaður sje eina og æski- legasta ráðið. ísafold þorir ekki að segja það hreinskilnislega, en stiklar í kring um það eins og köttur í kringum heitan graut. Hún þorir ekki að halda því beint að þjóðinni, að hún skuli heimta skilnað, — því að hún veit, að þjóðin vill ekki skiln- að. Hún veit, að þjóðin sjer, að skilnaður er sem stendur háski, þótt hann svo stæði oss galopinn. Hennar pólitík er því bara að rífa niður sambandsmálið á allan mögu- legan og ómögulegan hátt. Hártoga það og tortryggja á allar lundir, vekja upp grýlur og drauga, og brigsla meðhaldsmönnum þess um allskonar óhreinar hvatir og skreitni. Hún veit það eins vel og allir aðr- ir, að ef vjer ekki viljum nú þiggja tilboðið um, að verða frjálst sam- bandsland, á þeim grundvelli, sem frumvarpið tekur til (tvö sameiginleg mál um ótiltekinn tíma), þá fáum vjer enga breytingu. Allir stjórnmála- flokkarnir dönsku lýstu því yfir skírt og skorinort fyrir munn fulltrúa sinna, að það væri „öldungis óaðgengilegt", að hafa hermál og utanríkismál upp- segjanleg; enda á það sjer ekki stað nokkurstaðar um víða veröld. Og þó hlýtur ísafold að sjá það, að þetta, að hafa hermálin sameig- inleg og að Danir kosti þau einir, er hinn eini möguleiki, sem til er fyrir ísland, til þess að eiga það trygt og víst, að vjer þurfum engu fje til þeirra að eyða nema vjer viljum sjálfir, en hafa þó nægilega tryggar her- varnir. Og einnig hlýtur ísafold að skilja það, að utanríkismál vor eru nær því ekkert annað en verslunar- mál, og að Danmörk og ísland sam- an standa betur að vígi í öllum versl- unarsamningum, en ísland eitt, með- an verslun þess er svo lítil við önn- ur ríki, að ekki er eftir neinu að slægjast, er stóru ríkjunum gæti mun- að um. Það er því bersýnilegur og ómet- anlegur fjárhagslegur hagur fyrir ís- land, að vera í fjelagi með Dönum um þessi mál, þar sem vjer eigi þurfum til þeirra að kosta einum eyri, nema vjer sjálfir viljum. Þetta vilja nú skilnaðarmennirnir ekki að þjóðin þiggi; það eru svo góð og hentug kjör, að vonlaust virðist þeim, að geta þegar á eftir æst þjóðina upp í kröfur um skilnað. Þess vegna berjast þeir af öllum kröftum á móti sambandsmálinu. Sambandsmaðnr. Útlendar frjettir. Ólympisku leikarnir. Þeir byrjuðu mánudaginn 13. f. m. í Lundúnum. Blaðamaður, sem þar var staddur, lýsir því svo: „Útlitið var ekki gott í byrjuninni. Frá því snemma um morguninn var hellirigning. Einum kl.tíma áður en leikarnir skyldu byrja, stytti þó upp. En loftið var þungt og grátt eftir sem áður. Ógurlegur fjöldi fólks streymdi að leiksvæðinu. Fyrst færð- ist þó tjör í alt, er konungsfólkið kom: fyrst prinsinn og prinsessan af Wales, þá sænski krónprinsinn og krónprinsessan og með þeim hertog- inn og hertogafrúin af Connaught, þá prinsessa Patricia, þá gríski krón- prinsinn og krónprinsessan og með þeim hertoginn af Argyll o. s. frv. Síðast komu þau Játvarður konung- ur og drotning hans og tók Des- borough lávarður á móti þeim og nefndi fyrir þeim formenn forstöðu- nefnda leikanna frá hverju landi um sig. Klukkan var 3 V2> er þau kon- ungshjónin komu til leiksvæðisins og ljek þá hljóðfæraflokkur þjóðsöng Englendinga. Þá var farið að birta í lofti, og hljóðfæraslátturinn hjálp- aði til þess, að gleðibragur fór að færast yfir mannsöfnuðinn. Svo gengu íþróttamennirnir inn á leiksviðið, en það er stór grasflöt. Hver þjóð gekk inn á sviðið í sveit sjer og með fána sinn í fylkingar- broddi, en þar að auki voru bornir fyrir þeim stórir skildir og markað á með gyltu letri, hver þjóð þar færi. Flokkarnir skipuðu sjer svo í

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.