Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 10.10.1908, Qupperneq 2

Lögrétta - 10.10.1908, Qupperneq 2
186 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10*/i—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg «. Finn Jónsson, að »hann rjeði Dön- um frá minstu breytingum«. I blaði voru töldum vjer þessa fregn mjög ótrúlega, og kváðum hjer hljóta að vera hallað rjettu máli. Vjer vísum til nýja skeytisins um það, hvort vjer höfum farið þar íjarri sanni. Að endingu fáein orð enn. ísafold telur það sjálfsagt, að nefndarmönnun- um íslensku kæmi það illa, ef Dan- ir slökuðu til við íslendinga svo sem fyrra skeytið átti að færa oss fregn um. En þetta er illa mælt og á- stæðulaust með öllu. Hvorki nefnd- armenn nje aðrir frv. menn hafa gef- ið minstu átyllu til að slíkt sje á þá borið. Þeir hafa aldrei sýnt það í neinu að þeir vildu ekki þiggja meiri rjett Islandi til handa, ef fengist gæti. Ef frv.andstæðingar með ólátum sín- um og illindum gætu haft út úr Dönum einhverjar bætur á frv., sem í raun og veru ykju rjett landsins, þá myndu frv.menn ekki sístir taka því með fögn- uði. En meðan andstæðingar ekki hafa sýnt neinn slíkan árángur af hinni ógeðslegu aðferð sinni, þá mega þeir eigi lá frv.mönnum, þó að þeir fylgi sinni eigin sannfæringu og sam- visku um þá leið, er þeir telja heilla- vænlegasta fyrir ísland til góðra úr- slita á málinu, og vilji ekki stofna þeim miklu umbótum á högum ís- lands í hættu, sem þegar standa til boða. Þó að svo ólíklega færi, að framhleypni og gapaskapur frumv.- andstæðinga hefðu þau áhrif á Dani, að þeir ljetu hræða sig til einhverra tilslakana, þá væri slíkt strákalukka, og myndum vjer bera það meðstill- ingu, þó að árangur af þeirri leið yrði ekki þakkaður oss. Vjer þor- um ekki að fara þá (leið með dýr- ustu eign þjóðar vorrar. frá biskupsvígslunni. Lögr. hefur fengið leyfi til að prenta eftirfarandi „vita“ (æfiágrip) hins ný- vígða biskups. "Vita, lesin upp við biskupsvígslu 4. okt. 1908, er Hallgrímur biskup Sveinsson vígði eftirmann sinn biskupsvígslu. Jeg, Þórhallur Bjarnarson, er fæddur í Laufási við Eyjafjörð 2. des. 185^. Foreldrar rnínir voru‘_Björn prófastur Halldórsson og kona hans Sigríður Einarsdóttir. Hann andaðist 1882 og hún 1889. Guð gaf mjer góða for- eldra og jeg fjekk að njóta þeirra til fullorðins ára. Þjóðhátíðarsumarið bar upp á skóla- ár mín og jeg varð stúdent 1877. Faðir minn var prestur af lífi og sál, og heitur trúmaður. Það var fjarri honum að halda að mjer guð- fræðisnámi og prestsstöðu, en dæmi hans mun þó hafa orðið til þess, að jeg kaus guðfræðisnám við háskól- ann, og varð jeg kandídat þaðan í janúar 1883. Vorið eftir fór jeg heim, og næsta vetur var jeg stundakennari við lat- ínuskólann. Þá losnaði Reykholt, sótti jeg og hlaut, og vígði Pjetur biskup Pjetursson mig þangað 18. maí 1884. Hann setti mig og pró- fast í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Mjer verður það alla æfi minnis- stætt, hve ástúðlega söfnuðirnir í Reykholtsprestakalli tóku mjer ókunn- ugum og miður þroskuðum á marga grein, og hef jeg þar átt, og á enn, ýmsa mína bestu vini, konur sem karla. Brauðaskifti mín — hin síðustu á landi hjer — við sjera Guðmund Helgason á Akureyri, vorið 1885, voru mjer kær vegna þesS, að jeg gat með því trygt söfnuðinum góðan prest, sem þeir gátu lengi búið að, því að þá var fyrirsjáanlegt að losna mundi kennarastaða við prestaskól- ann, og þangað vissi hugurinn. Sumarið 1885 beiddist Sigurður lektor Melsteð lausnar frá embætti, og varð sjera Helgi Hálfdánarson þá forstöðumaður, en jeg settur í kenn- araembætti hans um haustið. Prests- þjónusta mín á Akureyri var þvi eigi nema 2—3 mánuði, þó að brauðið væri í minni ábyrgð árlangt. Jeg hef þá 23 ára starf að baki við prestaskólann. Víð byrjun skóla- ársins 1893—1894 var sjera Helgi heitinn svo þrotinn að heilsu, að hann varð að hætta kenslu, og andaðist hann í ársbyrjun 1894. Faðir minn hafði verið trygðavinur og sarnverka- maður hans, og tók hann fnjer sem jeg væri sonur hans, og er mjer ó- gleymanlegur kærleikur hans og trú- arstyrkur og hreysti í þungbærum sjúkdómi, er leiddi hann til dauða. Forstöðumaður skólans var jeg þá settur og síðan skipaður 1894. Jeg hef um lengri hríð, eða þá í bili, kent flestar greinar við skólann, en aðalkenslugreinar mínar hafa verið biblíuskýring og kirkjusaga. Meiri hlutinn af prestum landsins hefur sótt kenslu hjá mjer, og er mjer ljúft að minnast þeirra samverustunda. Árið eftir að jeg kom að presta- skólanum, varð jeg aðstoðarskrifari hjá Pjetri biskupi, og hjelst það 3 hin síðustu embættisár hans. Það ber nú svo til, aðjeg rita þetta fyrir- mælta æfiágrip mitt á 100 ára af- mælisdegi Pjeturs biskups. Þjóð vor og kirkja á þar að minnast eins síns mikilhæfasta manns, og persónulega bind jeg mína miklu þakklætisskuld til þessa ágæta manns í þeim orð- um, að jeg hef enn eigi á lífsleið minni kynst neinum manni jafn mild- um og mannúðlegum, sem honum í hárri elli. Þegar biskupaskifti urðu vorið 1889 og dómkirkjuprestur sjera Hallgr. Sveinsson tók við embættinu af Pjetri, var jeg í bili settur til að þjóna Reykjavíkurprestakalli samhliða kenn- araembætti mínu, og urðu ýms at- vik til þess, að sú bráðabirgðaþjón- usta stóð árlangt, — þangað til nú- verandi dómkirkjuprestur vor tók við sumarið 1890. Jeg hef sem fleiri, búsettir hjer, orðið að gegna störfum í ýmsum fjelögum. Nefni jeg það eitt, sem um nokkurt áraskeið tók upp mikinn tíma fyrir mjer, en það var lormenska Landbúnaðarfjelagsins. Ljet jeg af því starfi síðastliðið ár, er það óx mjer yfir höfuð. Var mjer starfið einkar ljúft vegna hinnar miklu kynn- ingar, sem jeg fjekk á mönnum og staðháttum víðsvegar um land. í sambandi við það er þess að geta, að jeg var skipaður formaður milli- þinganefndarinnar í landbúnaðarmál- um 1904. Annað starf hefur um 10 ára skeið tekið allmikinn tíma fyrir mjer og jafnframt staðið miklu nær mínum eiginlega verkahring, og það er biblíuendurskoðunin. Jeg átti sæti í báðum netndunum, er unnu að end- urþýðingu testamentanna. Formaður beggja þeirra nefnda var Hallgrímur biskup, og veitist honum nú sú þráða ósk, að sjá fyrir endann á þessu mikla verki. Innan fárra daga fær kristni þessa lands heilaga ritningu í hinni fyrstu nýju þýðingu síðan á dögum Guðbrandar biskups. í bæjarstjórn Reykjavíkur sat jeg 18 ár, 1888—1906, var jeg öll árin í skólanefnd bæjarins, og var mjer innilega hugarhaldið um vöxt og þrif barnaskólans. Jeg hef flest árin mín í þessum bæ haft fáeinar kenslu- stundir við þann skóla, mjer til mik- illar ánægju. Kosinn var jeg á alþing í Borgar- fjarðarsýslu 1894 og átti sæti á 9 þingum, var forseti neðri deildar 1897 og 1898. Heiðursmerki dannebrogsriddara og dannebrogsmanna hefur konungur mildilegast veitt mjer og nafnbót há- skólakennara sem forstöðumanni vors elsta embættisskóla. Árin 1891 —1897 gaf jeg út Kirkju- blaðið, og nú hin síðustu þrjú árin hef jeg aptur unnið að ritstjórn hins Nýja kirkjublaðs. Þá munu taldir helstu viðburðir í lífi mínu. Við hef jeg því að bæta, að næst hinni dýrmætu gjöf Guðs, að hafa átt góða og guðhrædda for- eldra, tel jeg það hina mestu bless- un lífs míns, að hafa átt og eiga góða konu. Jeg kvæntist 16. sept. 1887 Valgerði Jónsdóttur, fósturdótt- ur Tryggva bankastjóra Gunnarsson- ar. Höfum við hjónin eignast 4 börn, og fengið að halda þeim öll- um. Jeg á guði mikið að þakka. Hann hefur gefið mjer heilsu og krafta að starfa til þessa, og enn gefur hann mjer nýtt starfssvið, þar sem jeg 19. f. m. var skipaður af konungi bisk- up landsins. Guð styðji mig og styrki í hinum aukna vanda, og auð- sýni mátt sinn í mjer veikum. t Christian Zimsen konsúll. Einn af merkari borgurum höfuð- staðarins, Chr. Zimsen kaupmaður og konsúll, andaðist að heimili sínu hjer í bæ fimtudagskvöldið 8. þ. m. Hafði hann kent vanheilsu talsverðrar síð- asta misserið, en fylgdi þó fótum öðru hvoru, nema síðustu vikurnar, er hann lifði. Knud Due Christian Zimsen, svo hjet hann fullu nafni, var fæddur í Kaupmannahöfn 26. febr. 1841, og ólst upp í Danmörku, en fluttist hing- að til lands 24 ára gamali með for- eldrum sínum árið 1855. Faðir hans, danskur verslunarmaður, tók þá við forstöðu Havsteensverslunar (nú versl- um J. P. T. Bryde) hjer í bæ, og gekk sonurinn Christian jafnframt í þjón- ustu verslunar þessarar og hafði þar atvinnu þangað til árið 1886. Það ár fluttist hann til Hafnarfjarðar og gerðist verslunarstjóri við verslun P. C. Knudtsens og hafði hann það starf á hendi rúm 20 ár. Síðan tók hann að reka verslun í Hafnarfirði fyrir eiginn reikning, sumpart einn og sum- part í fjelagi við Jón sál. Norðmann kaupmann, sem einnig um langt skeið hafði verið við verslun í Hafnarfirði. Sumarið 1894 fluttist Chr. Zimsen aftur til Reykjavíkur. Keypti hann þá verslun bróður síns, Niljohniusar, sem þá var nýlátinn, og byrjaði versl- un hjer í bæ. Þá samtímisvar hann skipaður frakkneskur konsúlaragent, en þá stöðu hafði nefndur bróðir hans haft á hendi um mörg ár. Kcnsúls- störfunum gegndi hann þangað til á síðastliðnu sumri, að vanheilsa knúði hann til að beiðast lausnar frá þeim. Kaupmensku hætti hann við fyrir nokkrum árum síðan. Seldi þá versl- unina í hendur Jes syni sínum, kon- súl og kaupmanni, er hafði verið að- stoðarmaður hans við verslunina. Afgreiðslumaður hins sameinaða gufuskipafjelags var Zimsen skipaður árið 1898 við lát Ola Finsens póst- meistara, og hjelt hann því starfi til dauðadags. Chr. Zimsen giftist árið 1868 Önnu Cathincu Jörgensen, fósturdóttur Christensens sál. kaupmanns í Hafn- arfirði, er nú lifir mann sinn. Eign- uðust þau hjón 10 börn, og eru 7 þeirra á lífi, 4- dætur og 3 synir. Er elsta dóttirin gift dönskum manni í Odense, og önnur, Cathinca, er gift Jóhannesi Sigfússyni kennara við hinn almenna mentaskóla, en 2, Lo- visa og Laura, eru ógiftar. Synirnir eru: Knútur verkfræðingur, Jes kaup- maður og konsúll og Christinn gufu- skipa-afgreiðslumaður. Eru þeir allir giftir og búsettir hjer í bæ. Við opinber málefni var Zimsen sál. sjerlega lítið riðinn, og stjórn- málaþras ljet hann sig engu skifta. Hreppsnefndarstörfum í Garðahreppi gegndi hann þó um hríð, meðan hann dvaldi í Hafnarfirði. Einnig var hann einn af stofnendum sparisjóðs Hafn- arfjarðar og gegndi gjaldkerastörfum við sparisjóð þann þangað til hann flutti alfarinn til Reykjavíkur. Hann var einn af stofnendum sjúkra- og styrktarsjóðs verslunarmanna í Reykja- vík fyrir rúmum 40 árum, og var mörg síðustu ár æfi sinnar formaður sjóðs þessa. — Sjóður þessi á nú milli 30 og 40 þúsund krónur. Sfðari ár æfi sinnar hafði Zimsen á hendi reikningsfærslu og gjaldkera- störf ýmsra atvinnu- og nytsemdar- fyrirtækja hjer í bæ. Endurskoðunarmaður eimskipaút- gerðar landsjóðs, fyrir nokkrum ár- um síðan, var Zimsen kosinn af al- Þin£i- „ . Zimsen salugi var fyrir margra hluta sakir einn af merkustu og mæt- ustu mönnum í sinni stjett, og jafn- framt ágætur borgari. Hann var gæddur góðum gáfum, og hafði á yngri árum sínun notið betri ment- unar, en algengt var um verslunar- menn, og var þess utan gæddur ó- venju miklu starfsþreki. Þótti hann því mjög snemma bera af öðrum stjettarbræðrum sínum, enda voru það eins dæmi á þeim tímum, að

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.