Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 10.10.1908, Síða 3

Lögrétta - 10.10.1908, Síða 3
L0GRJETTA. 187 honum hálfþrítugum skyldi vera falin torstaða einnar stærstu verslunarinnar hjer á Suðurlandi. Óll störf sín leysti hann af hendi með stakri reglusemi og vandvirkni. Sjerstaklega var orð á því gert, hve reikningSstörf öll hefðu íátið honum vel og hver snyrtibrag- ur þar hefði verið á öllum frágangi at hans hálfu. Zimsen sálugi var hið mesta lipur- menni, yfirlætislaus mjög en síglaður og kátur. Hann átti sjer engan óvin, en var hvers manns hugljúfi. Konsúlsstörf sín þótti hann leysa af hendi með afbrigðum. Hlaut líka hvað eftir annað viðurkenningar frakk- nesku stjórnarinnar fyrir. Var fyrst sæmdur riddarakrossi nýlenduorð- unnar (Chevalier de Cabodge), þá gerður að Officier d’ academie og nú síðast, er hann í sumar lagði niður konsúlsstörfin, skipaður riddari heiðursfylkingarinnar. Riddarakrossi dannebrogunnar var Zimsen sæmdur af Friðriki kon- ungi 8., er hann kom hingað í fyrra sumar. Með Kristjáni sáluga Zimsen á verslunarstjettin íslenska að sjá á bak einum af sínum bestu mönnum.óvenju- miklum dugnaðar- og mentamanni, og um leið einstöku valmenni. * 1 er tælífirii í iiM Tækifæri, til hvers? Tækifæri til að rífast um ráðherratignina? — Ónei, ekki var það nú það, sem jeg hafði í huga, enda býst jeg ekki við að jeg nái í hana hvort sem er. — En það er samt tækifæri komið fyrir þjóðina, að sýna skoðun sína í máli, sem snertir okkur öll og hefir meiri áhrif en flesta líklega grunar. Tveir prestar austur í Múlasýslum hafa sent öllum prestum landsins og ýmsum fleiri prentuð brjef, er hljóða svö: „Háttvirti herra! Það mun algild regla um öll fjelög, að því meira sjálfstæði sem fjelagið hefur, því meiri von um þroska, fram- farir og framkvæmdir innan fjelags- ins. Þetta á ekki síst við um kirkju- fjelög, og íslenska kirkjan getur auð- vitað engin undantekning verið í þessu efni. Þetta mun hafa vakið fyrir alþingi 1903, er það setti milliþinganefndina í kirkumálum og fól hanni að at- huga tvær leiðir í þessu máli: Sjálf- stæði og sjálfstjórn kirkjunnar sem þjóðkirku í sambandi við ríkið og á hinn bóginn horfur fyrir frjálsri kirkju, án sambands við ríkið. Fyrri leiðina rannsakaði kirkjumála- nefndin, og meiri hluti nefndarinnar samdi í því skyni frumvarp til laga um kirkjuþing fyrir hina íslensku þjóð- kirkju, en frumvarpið náði hvorki fylgi stjórnar nje alþingis. Minni hluti nefndarinnar hallaðist að frí- kirkjuleiðinni, <n gaf engar bendingar um, hvernig hún yrði farin, nje hvern- ig sambandi ríkis og kirkju yrði slitið á viðunanlegan og hagkvæman hátt. íslenska kirkjan er því litlu nær sjálfstæði og sjálfstjórn nú, en hún var 1903, áður en kirkjumálanefnd- >n var sett. Við lítum svo á, að þetta ástand sje eigi viðunandi fyrir kirkjuna og að eðlilegt sje, að hún jálf hafi forgöngu þessa máls. En kirkjuna vantar tilfinnanlega sambandslið — kirkjuþing — til þess að ræða mál sín, því reynslan hefur sýnt, að „Synodus" er með öllu ófullnægjandi. Hins vegar ætti starfandi kirkju- fjelagi eigi að vera ofvaxið, að kosta slíkan sambandslið t. d. annaðhvort ár, og má til samanburðar meðal annars benda á Goodtemplarregluna hjer á landi, er nú um mörg ár hef- ur haldið fjölmenn þing annaðhvort ár, og kirkjufjelag landa vorra í Vest- urheimi, er heldur kirkjuþing árlega. Ekki væri ósanngjarnt að ætlast til þess, að alþingi vildi styðja slíka kirkjufundi með fjárstyrk, að minsta kosti þangað til að stefnan í sjálf- stjórnarmáli kirkjunnar væri ákveðin. Við teljum og víst, að söfnuðir landsins mundu bregðast vel undir það mál, að mynda með samskotuin árlega kirkjuþingssjóð, er gæti staðið straum af för tveggja fulltrúa fyrir hvert prófastsdæmi á kirkjuþing ann- aðhvort ár. Við höfum hugsað okkur að hrinda mætti máli þessu áleiðis, með því að halda almennan kirkjufund með kjörnum fulltrúum, og væntum, að biskup landsins mundi fús á að kalla saman slíkan fund, ef hann vissi að vilji safnaðanna beindist í þá átt. — Við leyfum okkur því, að senda yður .... eintök af áskorun til herra biskupsins um að beitast fyrir máli þessu. Hugsum við okkur meðferð málsins þannig, að undirskriftasöfnun verði flýtt sem inesí og undirskriftaskjölin endursend svo tímanlega, að þau sjeu komin til undirritaðs, síra S. P. Si- vertsen á Hofi, um áramótin. Gæti biskupinn þá, eftir að hafa fengið allar áskoranirnar í janúar eða febrú- ar, haft hæfilegan tíma til þess að leita til alþingis og safnaðanna um fjárstyrk, láta svo kjósa fulltrúana á hjeraðsfundum í júní og síðan boða til kirkjufundarins í júlí eða ágúst næsta sumar. Við vonum að þjer sjeuð okkur samdóma um mál þetta og greiðið sem best fyrir því og að það fái góðan byr í nágrenni yðar. Ef að þjer hetðuð bendingar máli | þessu til stuðnings, væri okkur kært, } að þjer ljetuð okkur þær í tje brjef- lega. Með ósk um að málaleitun þessi verði kirkju vorri og þjóðlífi til bless- unar, kveðjum við yður. Virðingarfylst p. t. Vopnafirði 24. ágúst 1908 Enar Pórðarson. S. P. Sivertscna. Askorunin, sem ætluð er til undir- skrifta hljóðar svo: „Oss undirrituðum kjósendum í ... prestakalli er það ljóst, að þrátt fyrir breytingar þær á málum kirkju vorr- ar, er gjörðar voru á síðasta alþingi, vantar kirkjuna þó enn mikið til fullr- ar sjálfstjórnar og sjálfstæðis, og leyfum oss því að skora á biskupinn yfir íslandi: að gangast fyrir því, að haldinn verði almennur kirkjufundur fyrir land alt, þegar á næsta sumri, til þess að ræða sjálfstjórnar- og sjálfstæð- ismál kirkjunnar og ákveða, á hvaða grundvelli byggja skuli; að hlutast til um, að til kirkjufundar þessa verði kosnir fulltrúar, að minsta kosti tveir fyrir hvert prófastsdæmi landsins, bæði prest- ar og leikmenn; að beitast fyrir fjársöfnum meðal safnaðanna, til þess að standast kostnað af fundi þessum og að leita til alþingis 1909 um fjár- styrk í sama skyni“. Hvað á að gjöra við þessa áskor- un? — Stinga henni undir stól, úr því að hún kemur ekki frá leiðtogunum í höfuðstaðnum, og er heldur ekki frá manni sjálfum, — eða hvað sýn- ist mönnum? Það er sagt að sumir kjósi helst fríkirkju, aðrir frjálsa þjóðkirkju og enn aðrir enga kirkju; hjer verður tækifæri fyrir þá alla að sýna vilja sinn. Þeir eru og sagðir allmargir, sem mestan eiga hlut að máli, ekki vel þakklátir fyrir umbætur kirkju- málanna frá síðasta þingi; það er eins og þeir kunni ekki að meta sparn- aðinn, sem kvað fylgja brauðasam- steypunum; þeimþykir þaðekki sparn- aður fyrir sína sveit að eiga svo langt til prests, að sama sem ekkert gagn verði að honum til neins fyrir þá, nema að kasta þrem rekum á lík og spyrja brúðhjónaefni að nokkr- um spurningum, sem oftast væri miklu fyrirhafnarminna að láta hrepp stjórann gera, — en þurfa þó að greiða sömu prestsgjöld og áður, gjöld, sem jafnvel þessi, þeim ætlaði prestur, fær ekki að njóta nema stundum. í stuttu máli: Það munu flestir meira og minna óánægðir með þessi svokölluðu kirkjulegu mál, bæði þeir, sem hafa áhuga með þeim eða móti, og eins hinir, sem ekki er sanngjarnt að bendla við þessháttar áhuga, — því að þeir þurfa að borga aðal- kostnaðinn. En væri því ekki snjallræði, að fá saman frjálsan fulltrúafund fyrir allt landið, til að ræða þessi mál. Alþingismenn hafa öðru að sinna og eru ekki kosnir eftir kirkjumála- skoðunum; en taka mundu þeir fult tillit til þess, sem slíkur fulltrúafund- ur færi fram á. Verkefnið er nóg, nóg í stórar bæk- ur, segja þeir allra lærðustu, ogklaufa- lega mætti fundurinn fara, ef ekki yrðu fleiri ánægðir eftir en áður, — og ánægjan er margra króna virði, eins og menn vita. Gætu menn þá ekki orðið samtaka um, að sinna málinu og „skrifa sig“ sem fyrst hjáþeim, sem skjölin hafa? Það felst ekkert vantraust til bisk- upsins í slíku, það er síður en svo. Nýi biskupinn er einmitt mjög lík- legur til nýrra framkvæmda, en hon- um yrði mun hægri aðstaðan gagn- vart alþingi, ef hann hefði í hönd- um fjölmargar áskoranir, og jafn- framt ættu undirskriftirnar að vera hvöt fyrir menn, að láta ekki málið fara í mola, þótt einn eða tveir stein- ar væru í götunni. Ursus. (Niðurl.).--------- Utlendum sjómönnum, sem hafa reynt áðurnefndar viðtökur, þykja viðbrigðin tilfinnanleg. Fyrir þeim liggur ekki annað en vínsöluhúsið, og þegar vínsalinn er búinn að „trak- tera“ þá, þá tekur lögreglan við þeim og leggur þá inn á vísan stað, ef fjelagar þeirra verða ekki fyrri til að bjarga þeim út á skip. „Kalt var á Fróni, Kjernesteð". íslensku sjómennirnir, sem hjer eiga éngan að, sæta líkum viðtök- um. Þess eru nóg dæmi. Bærist nú engum það hjarta í brjósti, að hann sjái þetta og langi innilega til að bæta úr þessu? Allir kannast þó við það í orði kveðnu, að minsta kosti, að framtíð Reykjavíkurbæjar hvíli að mestu á vexti og viðgangi sjómannastjettar- innar og vellíðan hennar. Er þá ekki ómaksins vert, að fara að dæm- um annara þjóða og bindast sam- tökum um, að þessi þarfa og þraut- reynda stjett fái hlýar viðtökur, þeg- ar hana ber hjer að landi, hvaðan sem einstaklingarnir eru ? Það vantar ekki efni og ráð til að gera þetta til upphressingar og gleði sjómönnum vorum; það vant- ar ekki annað, en að sá neisti kristi- legs mannkœrleika, sem jeg veit að felst í mörgu brjósti hjer í bæ, lifni upp og verði að björtu báli. Þeir sjómenn, sem hjer eigaheim- ili, eiga að sjálfsögðu bestum við- tökum að fagna. En miklu mætti þó heimkomutilhlökkunin vera meiri. Einstök heimili geta ekki veitt þeim öll þau þægindi, sem fjölmenn fje- lög geta veitt. Og eitt er víst, að þegar fátækir fjölskyldumenn eiga í hlut, og þeir eru margir í sjómanna- hópnum, þá væri þeim það, út af fyrir sig, mikil gleði, ef þeir ættu vísa von á því, að konur þeirra og börn fengju að njóta kærleiksríkrar tilsjónar bæjarmanna, meðan þeir eru úti á hafinu að berjast við sjó og storma til að afla lífsbjargar handa sjer og sínum og styrkja bæjarfje- lagið með starfi sínu. Hjer er margvíslegur fjelagsskap- ur í bænurn og þetta málefni nœr til allra. Vilja nú eigi góðir menn og konur í þessum fjelögum gera sam- tök með sjer til þess að stofna hlý- legt heimili til viðtöku við sjómenn, sem hingað koma, innlendá og út- lenda, þar sem þeim sje sannarlega gott að vera Ekkert heimili í Reykja- vík ætti meiri vinsældum að fagna; það mundi hvorki skorta gesti nje vinagjafir. Margar hendur vinna Ijett verk, einkum ef hjartað er hlýtt. Það má ekki vera svona kalt á Fróni lengur. Það dregur dáðina úr öllum stjettum þjóðfjelagsins. Guð blessi þá alla, sem vilja verma landið í þessum skilningi og geri vilja þeirra sterkan og framkvæmd- arsaman. Sj'óma?inavinur. Æíintýri eftir Carl Ewald. (Framh.). ---- Svo þögðu þeir litla stund. En þá tók Kólerugerillinn aftur til máls. „Það sem mjer gremst allra mest“, sagð hann, „er þó það, að við skulum lúta 1 lægra haldi fyrir jafnvesælum ver- um og mennirnir eru“. „Ójá, ekki finst mjer heldur, að þeir geti heitið merkilegar verur“, sagði Barna- veikisgerillinn. „Nei, það veit sá sem alt veit, að þeir eru síður en svo“, sagði Berklagerillinn. „Það er engum efa undirorpið, að við gerlarnir erum fullkomnustu verurnar hjer á jörðunni", sagði Kólerugerillinn. „Þessi svokölluðu æðri dýr og jurtir eru, þegar öllu. er á botninn hvolft, hlægilegar verur. Mörg af dýrunum ímynda sjer, að þau sjeu komin ákaflega langt á und- an öllu öðru, sem á jörðunni lifir, en f reyndinni eyða mörg þeirra miklum hluta

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.