Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.10.1908, Blaðsíða 3

Lögrétta - 14.10.1908, Blaðsíða 3
L0GRJETT A. 191 lítið út fyrir að vera alvörugefinn og at- hugull". „Orð hef jeg fengið fyrir það“, svar- aði Rotnunargerillinn. „Þóknast yður þá ekki að sýna okkur þann sóma, að láta í Ijósi 'álit yðar á þessu umræðuefni, það er að segja: um mennina". Rotnunargerillinn sneri upp á sig, eins og honum þætti spurningin lítils virði. „Það er svo sem ekki neitt sjerlegtum mennina að segja", sagði hann. „Jeg sje ekki að þeir sjeu neitt frábrugðnir öðrum dýrum. Jeg legg þau öll svona hjer um bil að jöfnu, og jurtirnar líka. Jeg fer eins að alstaðar. Teg er stór- veldi, herrar mínir". „Með leyfi að segja", mælti Kóleru- gerillinn: „Jeg tel mig með stórveldun- um líka". „Það geri jeg sömuleiðis", sagði Barna- veikisgerillinn. „Og jeg segi sama", sagði Berklager- illinn. „Látum svo vera", sagði Rotnunarger- illinn. „Jeg játa það, herrar mínir, að þið hafið allir verið stórveldi. Þið hafið áður ráðið mildu í heiminum og enginn gat þá veitt ykkur viðnám. En nú eru dagar ykkar taldir. Þið hafið verið upp- götvaðir og það er sótt hart að ykkur. Þið eigið enga vini til varnar ykkur, og það er sýnilegt, að innan lítils tíma verð- ur ykkur útrýmt úr veröldinni". Þá þrjá setti hljóða. Þeir voru stór- reiðir, en vissu ekki hverju þeir ættu að svara, því allir fundu þeir, að Rotnunar- gerillinn hafði rjett að mæla. „Þjer nefnduð mig alls ekki", sagði Gerðargerillinn og reyndi að setja upp þykkjusvip. „Þjer eruð góður fyrir yðar hatt", svar- aði Rotnunargerillinn. „Veldi yðar hefur aldrei verið meira en einmitt nú. Má vera, að það verði langvarandi, en líka hitt, að það verði skammvint. En hvað svo sem um það má segja, þá er hitt víst, að minn jafningi eruð þjer ekki. „Hafið þið heyrt annað eins?", sagði Kólerugerillinn. „Sá þykir mjer taka af skarið", sagði Berklagerillinn. „Hann er ekki með öllum mjalla", sagði Barnaveikisgerillinn. „Fyrirgefið", sagði Gerðargerillinn. „Mjer þykir leitt að verða að trufla sam- tal ykkar, en jeg tilkynni ykkur, að nú ætla jeg að deyja". „Ætlið þjer að deyja?" sagði Kóleru- gerillinn. Já“, svaraði Gerðargerillinn. „Jeg hef í nokkra daga ekkert fyrir hitt, sem gerð geti komið í, og því er jeg nú farinn að skorpna töluvert. Verið sælir, herrar mínir! Jeg dey, eins og góðum gerli sæmir, sannfærður um, að miljónir bil- jóna muni halda áfram starfi mínu 1 heiminum, því jeg er stórveldi". Svo dó hann, en hinir litu hver á annan. „Hann talaði og dó eins og góðum gerli sæmir", sagði Rotnunargerillinn. „Má vera", sagði Kólerugerillinn. „En jeg efast um, að þjer sjeuð fær til að dæma um það". „Heyr!" kallaði Berklaveikisgerillinn. „Vel mælt", kallaði Barnaveikisger- illinn. „Það var verið að finna að útliti hins framliðna", sagðí Kólerugerillinn, „en jeg verð þó að segja það, að útlit yðar er mun ískyggilegra. Jeg hef aldrei sjeð geril aka sjer eins og þjer gerið. Jeg leyfi mjer að efast um, að þjer sjeuð í raun og veru gerill". „Sama hafði mjer dottið í hug", sagði Berklagerillinn. „Gerlar eru annaðhvort bognir eða beinir, digrir eða mjóir. Jeg þori ekki að halda því fram, að hinn framliðni hafi ekki verið það sem hann sagðist vera. En jeg kann ekki sem best við að sjá tappatogara í okkar hóp". „Jeg bið ykkur, herrar mínir, að veita því eftirtekt, að hann hefur svifhár í endunum", sagði Barnaveikisgerillinn. „Eru þau á nokkrum öðrum gerli? Mjer virðist enginn efi geta á því leikið, að þetta er tilraun til að líkja eftir hinum svonefndu æðri verum". Rotnunargerillinn hjelt áfram að snúa upp á sig og tók sjer ekkert nærri af því sem sagt var. „Heyrið þið nú til, herrar mínir", sagði hann. „Jeg játa, að hver ykkar um sig hefur sína ákvörðun hjer í heiminum. En samt er það ekkert vafamál, að starf- semi mín er merkilegust. Væri jeg ekki, mundi heimurinn fyrirfarast. Það er jeg, sem kem skriði á alt". „Mætti jeg biðja yður um nánari skýr- ingu á þeim orðum?" sagði Kóleruger- illinn. „Við ættum að líkindum hægra með að skilja yður, ef þjer gætuð látið vera að snúa upp á yður rjett á meðan þjer talið". „Mjer þykir leitt að geta ekki orðið við ósk yðar í því efni“, svaraði Rotnun- argerillinn. „En það er nú eðli mitt að snúa upp á mig, og jeg get ekki breytt á móti því. Ef jeg hætti því, þá dæi jeg, og um leið væri öllu lokið". „Hafið þið nokkurn tíma heyrt annað eins?" sagði Kólerugerillinn. „Hann á engan sinn Iíka“, sagði Barnaveikisgerillinn. Hann hefur stórmenskuóráð", sagði Berklagerillinn. „Heyrið þið nú til, herrar mínir", sagði Rotnunargerillinn. „Þið voruð að tala um mennina. Jeg get líka talað um þá, ef þið viljið og úr því að þið berið svo mikla lotningu fyrir þeim. Mennirnir eru bæði hlægilegar og heimskar verur. En auðvitað er þeim þó ekki alls varn- að, eins og Gerðargerillinn sálaði sagði. Þeim skynsömustu er nú t. d. farin að skiljast starfsemi mín hjer í heiminum. Allur múgurinn er reyndar skilningslaus enn og tekur um nefin, ef jeg er að vinna einhverstaðar í nándinni. En það fyrlrlít jeg. Jeg ýldi þá að síðustu alla og sundra þeim öllum án manngreinar- álits, hvort þeir eru skynsamir eða heimskir". „Er það nú skýringin á öllu saman?" sagði Kólerugerillinn. „Já, svo á það að vera“, sagði Rotn- unargerillinn. „Jeg ræðst á hvert hræ og breyti því óðar í nytsöm efni fyrir þær verur, sem lifa. Væri jeg ekki til, þá væri heimurinn ekki annað en hrúga af hræjum. Þegar t. d. þjer, háttvirti Kólerugerill, hafið myrt þúsundir af ó- vinum yðar, mönnunum, þá kem jeg til og ýldij>á og sundra þeim. Jeg ýldi bæði menn og gerla og alt sem lifir. Þó mennirnir sigri ykkur og alla sína sjúk- dóma, þá vinna þeir aldrei á mjer. Ein- hvernttma deyja þeir samt, og þá tek jeg við þeim. Þess vegna hlæ jeg svo oft að öllu brauki þeirra og bramli. Hvernig sem alt snýst, lenda þeir allir hjá mjer". „Mikið segið þjer“, sagði Kóleruger- illinn og varð alvarlegur. Hinir tveir urðu llka alvarlegir. Barna- veikisgerillinn ætlaði eitthvað að segja, en í þv( fór Rotnunargerillinn að snú- ast eins og óður væri. „Fyrirgefið, herrar mínir", sagði hann, „og látið ykkur ekki bylt við verða. Jeg fer nú veg allrar veraldar á eftir Gerð- argerlinum. Jeg er nú farinn mjög að skorpna og hjer er ekkert til að ýlda. Lík Gerðargerilsins er of lítið og of skorpið til þess. Annars væri mjer sönn ánægja að ýlda hann í stað þess að deyja. En verið þið nú sælir, herrar mínir". Svo dó hann. „Það er næst mjer að trúa, að hann hafi verið sannur gerill", sagði Kóleru- gerillinn. „Það hygg jeg líka", sagði Barnaveik- isgerillinn. „Og jeg er á sama máli", sagði Berkla- gerillinn. Svo lágu þeir þegjandi um stund. En þá fóru að koma kippir í Kólerugeril- inn. „Því getur ekki Katrín komið með vota klútinn?" sagði hann. „Það er ó- hamingja mín, að jeg hef lent hjer í ó- regluhúsi. Það veitti þó sannarlega ekki af, að strokið væri hjer af einhverju aftur". Hinir svöruðu engu, og kippirnir urðu harðari í Kólerugerlinum. Hann fór að skorpna saman og verða í laginu eins og lotinn, gamall maður. „Nú dey jeg“, sagði hann. „Verið nú sælir, herrar mfnir, og þrífist vel“. Svo dó hann. „Nú erum við tveir einir eftir", sagði Berklagerillinn. „Ójá, svo er nú komið", sagði Barna- veikisgerillinn. „Það er af því, að við erum lífseig- astir", sagði Berklagerillinn. „Lífseigjan er besti eiginleikinn hjá okkur gerlun- um". „Það er hún“, sagði Barnaveikisgerill- inn, „næst smæðinni. Hugsið yður bara, að við værum eins stórir og fílar 1“ „Hí, hí!“ tísti í Berklagerlinum. „Þess vildi jeg ekki óska okkur", sagði hann. Þá var lokið upp dyrum að herberg- inu og það kom gustur inn. Hann var svo lítill, að kona með tannpínu hefði naumast fundið hann. En hann greip báða gerlana og þeytti þeim upp í loft- ið. Hvað svo hefur orðið um þá, veit jeg ekki. Gjelsviks-greinarnar. »Reykjavík skýrir frá því 3. þ. m. að hún hafi fengið norska blaðið »Den 17. Mai« frá 8. f. m., og þar sje svo látandi smágrein : sUtdráttur úr grein prófessors Gjelsviks í »Aftenposten« var sím- aður til Islands áður en greinin kom í »Aftenposten«, svo að útdrátturinn birtist í »Isafold« sama daginn sem greinin stóð í »Aftenpostan«. Sfm- skeytið kostaði um 100 kr.«. Þessi grein, sem hjer ræðir um, er grein Gjelsviks um sambandsmálið, sem »ísaf.« hefur birt, og sýnir smá- greinin í »Den 17. Mai«, að sam- vinna er á milli þeirra, sem rífa nið- ur frumvarpið í Noregi og hjer heima, að Gjelsvik ritar alls ekki um málið eins og »óhlutdrægur vísindamaður«. Ummæli Gjelsviks eru látin koma fram rjett fyrir kosningarnar, svo seint, að ummæli andmælenda hans í norskum blöðum nái ekki hingað fyr en eftir kosningar, og svo seint, að ekki geti orðið uppvíst fyr en eftir á um alt »bruggið«. Alt er þeim megin skollaleikur og blekkingar. Símskeyti frá litlöndum. Khöfn 10. okt.: Neergaard er falið að minda nýtt ráðaneiti. Khöfn 11. okt.: (Breytingar á danska ráðaneytinu eru þessar:) Nee- gaarderhermálaráðherra, AhlfeldtVín- ar-sendiherra utanríkismálaráðherra, Berntsen innanríkisráðherra, Han- sen varakonsúil verslunarmálaráðherra (nýtt ráðherraembætti). Arir kyrrir. Krítey auglýsir sig endurtengda Grikklandi. Austurríki innlimar Bosníu og Herzegowínu. Hjeraðs-minni. Ræða frá skemtisamkomu Borg- firðinga 1908. Eftir Sig. Þórólfsson skólastjóra. ____ * Alt sem lifir unir sjer best þar sem það er fætt og alið upp, og er sama, hvort um skynlaus dýr er að ræða eða viti borna menn. Sú ást, sem nefnist ættjarðarást, stafar að miklu leyti af þessu dulda eðli náttúrunnan Og sje það talið gott verk og göf- ugt, að glæða ættjarðarástina í brjósti ungra manna, þá er hitt engu síður rjett, að glæða hjeraðsást í brjósti þeirra, sem þar eru aldir upp. Ef við elskum hjeraðið okkar, sveitina okkar og heimilið okkar, þá elskum við einnig landið okkar. Varðar mest til allra orða að und- irstaða rjett sje fundin. Kennum börnum vorum að elska fæðingarblett sinn, heimilið sitt, foreldra sína og alla þá, sem þeim standa næstir, þá er hægra að kenna þeim að elska næst og vinna fyrir sveitina sína, hjeraðið sitt og svo alt landið, og í sambandi við það þá, sem búa í sveit- inni þeirra, hjeraðinu og svo þjóðina í heild sinni. Sagt er, að ást til fæðingarstaðar sje öllu meðsköpuð og sömuleiðis ættmanna- og ættjarðarást. En sú ást, sem er frumeðlishvöt, er blind og eigingjörn. Hún liggur einnig oft í dái, því önnur öfl eða hvatir stinga henni svefnþorn og bera hana ofurliði. Þessa ást, eða ástir, sem jeg hjer tala um, þarf að vekja, glæða og gera að starfandi vilja og fýsn; annars er hún dýrsleg og aflaus til þess að fegra og betra líf manna og tengja þá saman til þess að berjast fyrir mannsandans eilífu hugsjónuin. Vjer komum hjer saman í dag til þess að ljetta af oss hversdagsfarg- inu, til þess að skemta oss. Þetta er gott, sálarlífi voru holt. En því megum vjer aldrei gleyma, er vjer skemtum oss, að því að eins eru skemtanir heilnæmar sálarlífi voru, áð bestu eiginleikar þess þroskist fremur en vanþroskist. Til þess höf- um vjer söng og ræður. Sögurinn snertir viðkvæma strengi sálarinnar og bregður yl og ljósi yfir lífið, gleð- ur og göfgar. En ræðurnar ættu einnig að flytja einhverjar þær hugs- anir, sem fylgja oss heim, og koma af stað nýjum hugmyndum í sálum vorum, eitthvað, sem fyllir hugann guðmóði til þess að lifa fyrir ein- hverja fagra hugsjón. Og á þessum stað og tíma viljum vjer sjerstaklega minnast hjeraðs þess, sem vjer bú- um í. Vjer viljum láta hugann hvarfla til horfinna tíða — því fortíðin er móðir nútíðar, en nútíðin móðir hins ókomna. Það eru nú um 1030 ár sfðan fyrsti maður bygði í þessu hjeraði, síðan Skallagrímur Kvöldúlfsson steig fyrst- ur manna á land í Knararnesi. Margt hefur merkilegt skeð í þessu hjeraði síðan, bæði gott og ilt. Radd- ir hinna framliðnu bregða skæru ljósi yfir margt af því, en flest er löngu fallið í gleymskunnar haf, með tilveru þeirra, sem hjer hafa fæðst, lifað, starfað, glaðst og grátið og dáið sfðan. Hjer eru margir staðir, sem hinar fegurstu og hugnæmustu endurminn- ingar, bæði hjeraðsmanna og allra íslendinga, eru tengdar við. En hjer eru einnig staðir, sem laugaðir eru

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.