Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.10.1908, Blaðsíða 4

Lögrétta - 14.10.1908, Blaðsíða 4
I 192 L0GRJETTA. blóði og tárum bestu sona og dætra hjeraðsins á fyrri tímum. Eða höf- um vjer gleymt þeim stöðum, sem Gunnlaugur ormstunga og Helga fagra reikuðu um. Höfum vjer gleymt Bfrni Hítdælakappa og Oddnýu, eða Herði Hólmverjakappa og Helgu konu hans, eða þeim stað og tíma, er Snorri Sturluson var líflátinn á níð- ingslegan hátt. Nei, vjer gleymum þessu og þvílíku aldrei, vjer getum aldrei gleymt því; því jafntramt sem það vekur hjá oss angurblíða sorg yfir hörmulegum skapadómi þessara ættmanna vorra, þá fylgja því einnig hugnæmar minningar um tign og göfgi mannssálarinn'ar, um ást, sem er sterkari en hel, um hreysti og manndóm. Svo má segja, að hjerað þetta sje einn vígður reitur, helgaður dufti og endurminningum forfeðranna. Raddir dauðu hlutanna, hæðanna, fjallanna, bæjanna, tala sínu máli, er hrífur huga vorn. Flest örnefni þessa hjeraðs voru nefnd sama nafni fyrir IOOO árum og vjer enn í dag nefnum þau. Þau eru dýrir forngripir og eiga sína sögu, sem flest annað. Þegar vjer heyrum t. d. Knarar- nes nefnt, þá minnir nafnið oss á landtöku Skallagríms, þegar knör hans bar fyrst hjer að landi. Bærinn Akrar minnir oss á akurlönd Skallagríms og Grísatunga á Grís húskarl hans, sem veitti sauðfjárbúi hans forstöðu. Grímsá hjerna fyrir neðan minnir oss á Grím háleyska, er fyrstur manna bjó á Hvanneyri. Nafnið Hvanneyri minnir oss á malareyrarnar, er þá voru fyrir neðan bæinn, en gróið hafa upp síðan og orðið að ágætu flæðiengi, því fjörðurinn er grynnri nú en hann var á landnámstíð, er stafar af iramburði ánna. Andakíll og Andakílsá minna á andirnar, sem Grímur sá fyrst, er hann gekk upp með ánni. Skorra- dalur og Flókadalur minna á þræla tvo, sem struku frá Katli gufu, er bjó einn vetur á Gufuskálum í Borg- arhreppi. Þeir hjetu Skorri og Flóki °g bygðu sinn í hvorum dal, en fund- ust síðar og voru drepnir fyrir við- vikið. Hvítá, sem rennur hjerna fram hjá, minnir á það, að Skallagrímur og menn hans höfðu aldrei sjeð jökul- vatn, sem óblandað öðru vatni er hvítleitt, fyr en þeir sáu þessa á, og kölluðu hana því Hvítá. Þá rann hún að sunnanverðu við Stafholtsey og einnig um Melrakkadal í Hraunsás- landi, en var síðar veitt í gegn um ásinn þar og stóð það í sambandi við fall Músa-Bölverks. Svona mætti lengi halda áfram, en til þess er ekki tími nú. Hjerað þetta hefur frá landnáms- tíð verið eitt af auðugustu landbún- arhjeruðum landsins og efnahagur manna ávalt yfirleitt betri en annar- staðar á landinu. Hjer hafa líka 3 bestu og ríkustu búmenn þessa lands búið, sem hafa orðið öðrum til fyrir- myndar. Jeg á við Skallagrím, Blund- keiil og Snorra. Skallagrímur var fyrirmyndar bú- maður. Hafði hann jafnan margt manna, var iðjumaður mesti, smiður góður. Hann ljet stunda ýmsa ólíka atvinnuvegi, nautgriparækt, sauðfjár- rækt, akuryrkju, laxveiði, sjávarút- veg, selveiðar, hvalaveiðar o. s. frv. Kvikfjenaður hans gekk sjálfala öllum vetrum, þvx þá var landið víða skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Hann átti 4 bú. Eitt var á Álftanesi. Þaðan ljethann sækja selveiðar,fiskiveiðar og eggver og flytja að sjer rekavið. Hval- veiði var þar og mikil. Annað bú átti hann á Okrum. Þar ljet hann aðallega stunda akuryrkju. Þriðja búið hafði hann á Grísatungu upp til fjalla. Hafði hann snemma tekið eftir því, að fje, sem gekk á fjöllum, var feit- ara og stærra en það, sem á lálendi gekk. Fjórða búið, aðalbú hans, var á Borg. Þar var aðaláherslan lögð á nautgriparækt Árla verður að rísa sá, er aura skal leggja, sagði þessi mikli búmaður. Þessi spöku orð ættu allir ungir menn að rista á startsfána sinn og sjá, hvort þeim fylgir ekki heill og hamingja, eins og fyrir meira en 1000 árum var. (Framh.). Frá fjallatindum til fiskimiða. Bær brann nýlega á Þrasastöð- um í Fljótshlíð til kaldra kola og var alt þar óvátrygt. Druknun. Sveinn Stefánsson, ung- lingspiltur frá Hrólfsstöðum í Blöndu- hlíð, druknaði nýlega í hjeraðsvötn- Moö því að menii fara nú aptur að nota stetnolíu- lampa sína, leyfum vér oss aö minna á vorar Verðið á merkjum vorum, sem viðurkend eru hvarvetna, er þetta (á brúsum): „SólarsRær44...................1« a. pt. Pensylvansk. itandard Wliite 17 a. pt. Pensylvansk Water Wliite . . 19 a. pt. í 5 potta og 10 pt. brúsum. Á 40 potta brúsum 1 eyri ódýrari potturinn. Munið eptir því, að með því að kaupa olíuna á brúsum fáið þér fulla pottatölu og eigið ekki neina rýrnun eða spilli á hættu, eins og þegar olían er keypt í tunnum. Háttvirtir viðskiptavinir vorir eru beðnir um að aðgæta, að á 5 og 10 potta brúsum séu vörumiðar vorir á tappan- um og hliðinni; á 40 potta brúsum eru miðar á hliðinni og blý (plombe). P. S. Viðskiptavinir vorir eru beðnir, sjálfs sín vegna, að setja nýja kveiki í lampana, áður en þeir verða teknir til notkunar, því aðeins með því móti næst fult ljósmagn úr olíunni. Með mikilli virðingu. DJ.P.A. IUU um. Riddari af dannebr. varð síra Þorsteinn Þórarinsson í Eydölum 11. f. m. Hann hefur í haust gegnt prests- embætti í 5° Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Þar eru settir kennarar frá I. þ. m.: Þorkell Þorkelsson kand. mag., 1. kennari, og síra Jónas Jónsson, 2. kennari. Dáinn er aðfaranótt 2. þ. m. Þor- steinn Bergmann dbrm. á Saurum í Helgafellssveit. Reykjavík. Dáinn er hjer í bænum 7. þ. m. Þorsteinn Helgason í Bakkabúð, faðir þeirra Þorsteins kaupmanns þar og sjera Bjarna á Siglufirði. ★ ★ * oooooooooooooooooooooooooooooooooooocooo eru bygðir á byggingarstöðinni „Álpha“ í Reykjavík undir yfir- umsjón skipasmiðs Otta Guðmundssonar. í alla báta eru settir „Alpha“-mótorar, sem allir viðurkenna bestu mótora, sem flutst liafa til íslands. Bátarnir eru bygðir lir eik eða hestu furu, af þeirri stærð sem óskað er. Ailir, sem vilja eignast mótorbáta, semji við smiðinn sjálfan, undírritaðan, eða, i fjarveru hans, við kaupm. Kr. Magnússon í Reykjavík, Sandgerði 25. júlí 1908. Matth. Þórðarson. 0000000000000000000000000000000000000000 ÁTBÉ, afarmiRié úrvaí, Svo sem: Cpli, cflppcísínur, ^ínBar o. a. nýkomið í Jarðarfor konsúls C. Zim- sens fer fram föstudaginn 1(>. þ. m. Húskveðjan hyrjar kl. llv* t- h- Kvenúr, fundið á Laugavegi, er geymt á afgreiðslu „Lögrjettu". Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—II og 4—5. Talslmi 16. Stórt úrval af Myndum, smáum og stór- um, eru komnar í 11 A N K A- STRÆTI 14. Ennfremur stórt úrval af g ó ð u m og ó d ý r u m Rammalistum o. 11. Jón Zoega. 49) Talsími 128. jffy Auglýsingum í„Lög- rjettu“ tekur ritstjórinn við eða prentsmiðjan. Sigurður Magnússon læknir fiuttur í Pósthússtræti 14 A (hús Árna rakara). Viðtalstími: kl. II—12 og 5—6. Talsími 204. jón Xristjánsson nuddlæknir. Aðalstræti 18, Talsími 124. Heima til viðtals daglega frá kl. 2—3 og 5—6. Fríkirkjan. Þeir sem eiga ógoldin safn- aðargjöld til fríkirkjunnar, eru beðnir að borga þau i þessum mánuði. Reykjavík /4. okt. kjoS. Jirinbj. Sveinbjarnarson. Einar Helgason, garð- yrkjumaður, er fluttur í Bergstaða- stræti 45. Prentsm. Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.