Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.10.1908, Blaðsíða 2

Lögrétta - 14.10.1908, Blaðsíða 2
190 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum miö- vikudegi og auk þess aukablöð viö og viö, minst 60 blöð als á ári. Verö: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10*/»—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiöslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg «. Alveg sama hvað gott okkur þyk- ir frumvarpið, ef Hannes Hafstein býður okkur það, þá fellum viðþað. Þó þetta sje stærsta velferðarmál þjóðarinnar, þó frelsi landsins og sjálfstæði á ókomnum öldum kunni að vera í húfi, þá er okkur það al- veg sama. Þó við þurfum að margjeta ofan í okkur það, sem við höfum prjedik- að í blöðum, ritlingum og fundar- ræðum, þá er okkur það alveg sama. Ef við fáum ekki völdin strax, ef við verðum að bíða eftir þeim þang- að til þing kemur saman, þá fellum við það. Skyldi það vera af valdalystar- leysiP Það er von að meiri hlutann hrylli við þeirri hugsun, að þurfa nú máske að fara að berjast á móti þeim breyt- ingum á frumvarpinu, sem hann sjálf- ur hefur heimtað. Þurfa þess til þess að ná í völdin. Ekki af því, að blöðum hans verði neitt klýju- gjarnt af þessu; síður en svo; þau eru öðru eins vön. En það kynni að vera, að einhverjir af þeim »lítil- sigldustu«, sem ísafold kallar svo, slitnuðu úr lestinni; og þá væru völdin í veði, hnossið, sem nú er svo nærri, að ekki er annað eftir, en að rjetta út hendina eftir því. En þetta er alt saman óþarfa hræðsla. Það eru því miður engar líkur komnar ennþá fyrir því, að Danir gangi að neinum efnisbreyt- ingum á frumvarpinu. Engar vonir um það verða bygðar á falsfregna- skeytum, öðrum eins og Matzens- skeytinu sæla. Það er auðvitað og sjálfsagt, að hvenær sem sambands- málið ber á góma milli Hannesar Hafsteins og danskra stjórnmála- manna í utanför hans í vetur, þá heldur hann fram kröfum hinnar ís- lensku þjóðar, enn sem fyrri. En að svo stöddu getur núverandi minni hluti ekki gert sjer neinar vonir um ■ árangur af þessu, og er þá jafn- i ástæðulaust fyrir meiri hlutann að bera neinn kvíðboga fyrir hinu sama. Ensk rödd um alþingiskosningarnar. „Pólitikin" frá 5- þ■ m. flytur eftir- farandi grein: „Merktblað enskt, „YorkshirePost", ræðir í leiðandi grein um úrslit þing- kosninganna á íslandi, sem nú eru nýlega afstaðnar. Blaðið rekur efni nefndaruppkastsins um fyrirkomulag sambandsins milli Danmerkur og ís- lands og lætur í ljósi undrun sína yfir því, að kosningarnar sjeu sama sem neitun á því tilboði, sem þar komi fram. „Það er“, segir í greininni, „torvelt að sjá, hvað íslendingar hugsa sjer að vinna við það, að neita þessu frjálslega tilboði frá hálfu Danmerk- ur. Afleiðingin verður blátt áfram sú, að alt situr þar við hið sama, sem verið hefur. Það er óhugsandi að hið nýkosna alþing hefji baráttu um fullkominn skilnað frá Danmörku. ísland hefur ekki nema 80 þúsund íbúa, og það væri blátt áfram hlægi- legt, ef þeir færu að reyna að mynda sjerríki. En þó svo væri, þá er ekki líklegt, að Danmörk yrði jafn eftirlát í þeim sökum og Svíþjóð var við Norveg fyrir þremur árum. Frá alþjóðlegu sjónarmiði væri það eigi heldur æskilegt, að eyjan yrði tak- mark fyrir valdafíkn nokkurrar annar- ar þjóðar". Danska ráðaneytið. Eftir því sem ráðið verður af sím- skeytunum hjer í blaðinu, hafa þrír af ráðherrunum dönsku farið frá völd- um: J. C. Christensen forsætisráð- herra og hermálaráðherra, Raben- Levstsau utanríkisráðherra og Sigurd Berg innanríkisráðherra. Ráðaneytið er þá þannig skipað nú: N. Th. Neergaard forsætisráð- herra og hermálaráðherra, Ahlefeldt utanríkisráðherra, Anders Nielsen landbúnaðarráðherra, Sv. Högsbro dómsálaráðherra, E. Sörensen kenslu- málaráðherra, Sönderup samgöngu- málaráðherra, Berntsen innanríkismála- ráðherra, G. Hansen verslunarmála- ráðherra og Brun fjármálaráðherra. Tveir af ráðherrunum áttu sæti í sambandslaganefndinni: Neergaard og A. Nielsen. Útlendar frjettir. Ralkanskaginn. Þar eru miklar hreyfingar nú. Ríki Tyrkja virðist vera að gliðna í sund- ur. Nýlega var skýrt frá því í sím- skeyti, að Ferdinand Búlgarafursti hefði tekið sjer konungsnafn, og nú segir nýtt skeyti, að Austurríki hafi kastað eign sinni á tvö stór fylki af ríki Tyrkjasoldáns og að Krítey hafi sagt sig undir yfirráð Grikklands. Búlgaría. Ferdinand fursti var valinn til höfð- ingja í Búlgaríu 1887. Hannersonur Agústs prins af Sachsen-Koburg og og fæddur 1861. Hann hefur reynst dugandi stjórnari, og þó Búlgaría hafi að nafninu til lotið Tyrkjasoldáni, þá hefur hún í reyndinni ráðið sjer sjálf. Þetta tiltæki furstans kemur eigi svo mjög á óvart, og mun vera vel undirbúið. Hann var nýlega í heimsókn hjá Austurríkiskeisara, og er haldið, að hann hafi styrk þar, og eins hjá Rússum. En Englendingum kvað vera minna um þetta gefið og þykir vera gengið fram hjá sjer, bæði í þessu og öðru, sem nú er að ger- ast á Balkanskaganum. Óútsjeð er um það enn, að eigi verði stríð úr þessu. Her Búlgara kvað vera allvel vígbúinn. í Konstantínópel er sagt, að almenningsviljinn heimti stríð, en að sendiherra Breta ráði stjórninni algerlega frá ófriði. Ákvörðunin um sjálfstæðisyfirlýs- inguna var tekin í ráðaneyti furstans sunnudagskvöldið 4. þ. m., en síðan hjelt furstinn og ráðaneytið til Tir- nova, hins forna höfuðstaðar Búlg- aríu, og þar lýsti Ferdinand fursti því yfir, að Búlgaría yrði framvegis konungsríki. Þingið var ekki kvatt til ráða, en verður nú kallað saman hið fljótasta á eftir, og er talið víst, að þessar gerðir furstans og ráða- neytisins verði samþyktar í einu hljóði. Bosnía og Herzegowina. Austurríki hefur síðan 1878 haft hönd í bagga með þessum tveimur fylkjum, þó þau hafi lotið Tyrkja- soldáni. 3. þ. m. tilkynti Austur- ríkiskeisari stjórnum stórveldanna, að hann ætlaði, samkvæmt ákvæðum frá 1878, að draga þessi tvö fylki al- gerlega inn í veldi sitt og lögleiða þar hin sömu erfðalög sem í Austur- ríki og Ungverjalandi. Aftur á móti bauð Austurríkiskeisari að sleppa öllu tilkalli til Novibazar-hjeraðsins, en það er landræma milli Serbíu og Montenegró og lýtur Tyrkjum, en með sömu skilyrðum gegn Austur- ríki frá 1878 og Bosnía og Herze- govina. Zeppelín greifi. Þess var áður getið hjer í blaðinu, að þegar loftfar hans eyðilagðist í sumar, var þegar byrjað að safna samskotum um alt Þýskaland til þess að hann gæti komið upp öðru nýju. Samskotin urðu yfir 4 miljónir marka. Ríkiseríingi Tyrklands. Hann hefur setið í fangelsi yfir 30 ár og hefur nú fyrst eftir stjórnar- breytinguna fengið frelsi. Hann er bróðir Abdul Hamids soldáns og heitir Reschad og var hann settur í fangelsi af völdum bróður síns, er gera vildi son sinn, Buran Eddin, að ríkiserfingja. Hugsunin var, að Re- schad yrði gleymdur í tangelsisvist- inni, þótt hann lifði, er til kæmi. En Ungtyrkir, sem nú hafa völdin, heimt- uðu, að Reschad yrði látinn laus og fengi öll rjettindi sín, og soldán varð að láta undan í þvf eins og öðru. Hann hefur nú hátíðlega lýst yfir, að bróðir sinn sje eini rjetti ríkis- erfinginn. Reschad effendi er nú 64 ára gam- all og hefur nær engar fregnir feng- ið frá umheiminum öll þau 30 ár, sem hann hefur setið í fangelsi. Varla til lengdar. Frumvarpsandstæðingar urðu ofan j á við kosningarnar með því að blinda kjósendur í svip með blekkingum og ósannindum. En hve lengi ætla þeir að halda áfram þeim ósanninda-austri? Nú þurfa þeir hans þó ekki lengur við til þess að ná í þingsætin. Mætti þá ekki ætla, að þeir færu að láta uppi, hvað þeir hugsuðu sjer að gera í því máli, sem um hefur verið þrætt? En ekkert slíkt hefur frá þeim heyrst enn. Það hefur yfir höfuð ekkert heyrst ákveðið frá þeim annað en það, að þeir vilja að ráðherrann fari frá — fyrir þing. Og þó hafa þeir jafn- framt lýst því yfir, að þeir hafi enga „lyst" á að taka við völdunum. Það er að segja: Þetta heyrist frá þeim, sem kalla sig „leiðtoga". ísaf. kvartaði yfir því, að ráðherr- ann skyldi ekki strax snúa sjer til einhvers þeirra, og biðja hann að losa sig við völdin — áður en þing kæmi saman. Og það kom fram í sama blaðinu, að þetta vildu þeir fá, til þess að losna við allan ótta um það, hvað „ósjálfstæðu og deigu sjálf- stæðismennirnir" kynnu að gera, þeg- ar á þing kæmi. En þeim virðist ekki koma til hug- ar, að kjósendur fari nú að „snúa sjer til þeirra" og spyrja þá, hvað þeir ætli að gera f því máli, sem þeiin hefur verið trúað fyrir með kosning- unum. Þær spurningar hljóta þó að fara að koma fram : Hverjar breytingar ætlið þið að fara fram á á sambands- lagafrumvarpinu : Og: ætlið þið að fella það, ef ekki fást breytingar? Frá þingmálafundum frumvarps- andstæðinga eru öll ummæli um þetta á víð og dreif, fæstar fundarályktan- ir samhljóða. — En geta „leiðtog- arnir" ekkert sagt um þetta — þeir sem orð hafa fyrir flokknum? Liggur ekki nær fyrir þá, að fara nú að skýra frá því, en að halda áfram að ausa auri yfir nefndarmenn- ina og þá aðra, sem fylgt hafa frum- varpinu? Nú vita þó frumvarps- andstæðingar, að þeir hafa sjálfir ráðin, þegar til kemur, en ekki nefnd- armennirnir og hinir, sem þeim eru samdóma. Kjósendur hljóta að fara að spyrja þá: Hvaða vonir hafið þið nú um, að geta gert betur en nefndarmennirnir ? Og: á hverju byggið þið þær vonir, ef þær eru til? Þessum og þvílíkum spurningum verða þeir að fara að svara. Með fölsuðum símskeytafregnum geta þeir máske fullnægt kjóserdum sínurn í bráð. En varla til lengdar. Æfintýri eftir Carl Ewald. (Niðurl.). ----- Kólerugerillinn, Berklagerillinn og Barnaveikisgerillinn litu hver á annan. „Einmitt það", sagði Barnaveikisger- illinn. „En þjer eruð þá vfst eini ger- illinn, sem þeim þykir vænt um“. „Það verð jeg að segja líka", sagði Berklagerillinn, „og mjer finst önnur eins ummæli og þessimjög svo varhugaverð". „Jeg kalla þau beinlínis ósamboðin hverjum gerli", sagði Kólerugerillinn. „Jeg leyfi mjer að efast um, að þessi herra sje í raun og veru gerill", sagði Barnaveikisgerillinn. „Mjer fánst undir eins eitthvað grun- samlegt í útliti hans“, sagði Berklager- illinn. „Hann er of digur", sagði Kóleruger- illinn. „Hann ætlar að rifna afgorgeir". „Rifni jeg, þá verðum við tveir", sagði gerðargerillinn og hló. „Mjer þykir ann- ars leitt, að þið skuluð vera mjer reiðir, herrar mínir. En ekki get jeg að því gert. Jeg tel það hamingju mfna, að framferði mínu og starfi er þannig varið, að mennirnir hafa not af mjer. En hitt játa jeg, að einmitt fyrir þetta er jeg i sjerstöðu meðal gerlanna. Jeg get samt fullvissað ykkur um það, að jeg lifi ólast- anlegu gerillffi, eins og jeg á. eðli til, og snfð mig í engu eftir mönnunum. Á þennan hátt líður mjer vel, og jeg vil ráðleggja ykkur, herrar mínir, að breyta eins og jeg breyti, því þá mun ykkur öllum vegna betur en áður. Ef þið gætuð verið dálítið glaðlyndari og góð- lyndari en þið eruð, þá skylduð þið sjá, að vegur ykkar og virðing mundivaxa". Þeir þrír, sem fyr komu, færðu sig hver nær öðrum og var stórmensku- þykkja á öllum. Enginn þeirra svaraði. En Gerðargerillinn velti sjer á borðinu og var ánægður með sjálfan sig. Svo hneigði Kólerugerillinn sig fyrir Rotnunargerlinum og sagði: „Mig langar til að heyra yðar skoðun á þessu máli, herra minn. Þjer voruð samferða þessum alt of digra herra, en

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.