Lögrétta - 04.11.1908, Blaðsíða 2
202
L0GRJETTA.
Lögrjetta kemur á út hverjum mið-
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg.
á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júli.
Skrifstofa opin kl. 10'/>-11 árd. og ki.
3—4 síðd. á hverjum virkum degi.
Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj.
Sveinbjarnarson, Laugaveg 4i.
Brjef
úr Rangárvallasýslu.
Vestur-EyjaQallahr. fyrsta vetrardag 1908,
Kæra Lögrjetta!
Vegna þess að þú ert nú orðin
besti vinur minn meðal stjórnmála-
blaðanna, leyfi jeg mjer að ávarpa
þig heldur kunnuglega með nokkrum
línum, sem byrja með þakklæti til
þín fyrir framkomu þína í flestum
hinum helstu málum, sem nú eru á
dagskrá hjá okkur íslendingum. En
aðalefni miðans var það, að jeg
vildi segja þjer eitthvað um það,
hvernig okkur Eyfjellingum líður núna,
þó það verði tæplega eins merkilegur
pistill eins og „Eyfellingaslagur"
Eiríks heitins frá Brúnum.
Hjer er nú sem stendur fátt um
frjettir. »Pólitíkin« liggur í dái, en
nýju þingmennirnir okkar vekja hana
væntanlega áður en þeir ríða á þing,
— jeg býst við að þeir haldi þingmála-
íundi. Vjer Eyfjellingar erum flestir
vel ánægðir með þá báða, Eggert
og Einar, og væntum af þeim hins
besta. Það verður ekki af Rangár-
vallasýslu dregið, að hún fór skyn-
samlagar að ráði sínu við þingkosn-
ingarnar síðustu, heldur en flestar
aðrar sýslur landsins, en hitt verður
heldur ekki af henni þvegið, að í
aðfluttningsbannsmálinu fór hún verr
að ráði sínu, en þar mun sú eina
afsökun fást, að hjer í sýslunni er
ekkert kauptún, og sjást því hinar
hörmufegu afleiðingar ofdrykkjunnar
ekki eins átakanlega hjer eins og
víða annarstaðar.
Hjer í sveitinni er Ungmennafjelag,
sem nefnist Drífandi, (stofnað ‘4/i
1906), fáment að vísu (hefur nál. 30
meðl.) en hefur þó allgóðum kröftum
a að skipa. Sú venja er orðin ríkj-
andi hjá því, að halda skemtisam-
komu á haustin, um sláttulokin, og
var sú samkoma haldin í haust 26.
sept. Samkoman var allfjölmenn og
fór hið besta fram. Ræður hjeldu
þar, meðal annara, Kjartan próf.
Einarsson í Holti, Vigfús hreppstj.
Bergsteinsson á Brúnum og Jón bóndi
Sveinbjarnarson á Ásólfsskála Mælt-
ist þeim öllum vel, en sjerstaklega
var gerður góður rómur að ræðu
prófasts, sem laut að störfum og verk-
efni ungmennafjelaganna. — Auk þess
var sungið, lesin upp kvæði og sög-
ur, dansað og spilað. — Fjelagið hefur
keypt orgel-harmonium, sem átti að
vera komið heim fyrir samkomuna;
en svo óheppilega vildi til, að það
var ekki komið Jlengra en til Vest-
mannaeyja, þegar samkoman var hald-
in, vegna þess að ferðir höfðu ekki
orðið milli eyja og meginlands, frá
því er hljóðfærið kom til eyjanna,
og af sömu ástæðu kmun það ekki
vera komið enn. Annars hefur »leiðis-
leysið« verið fleirum bagalegt, t. d.
kaupafólki úr Vestmannaeyjum, sem
er enn »tept uppi«, og mun því þykja
kaupavinnan orðin nógu löng.
Heyskapur varð í góðu meðallagi
hjer um sveitir. Að vísu var síðari
hluti júlímánaðar og fyrri hluti ágúst-
mán. votviðrasamir, en seinni partur
sláttarins bætti það upp.
Heilsufar fólks er gott.
Bændur eru hjer margir í Slátur-
fjelagi Suðurlands, og eru rekstra
menn komnir heim aftur. Deildar-
stjóri er Auðunn bóndi Ingvarsson
í Dalsseli. Mörgum kemur bagalega,
hve lítið fjelagið getur borgað út í
svipinn af fjárverðinu, en þeir vilja
fúslega leggja nokkuð í sölurnar fyr-
ir það hagræði, sem fjelagsskapur-
inn veitir að mörgu leyti, enda vona
þeir að hagur fjelagsins greiðist.
Smjörbúið _Hofsá“ hefur selt til út-
landa rúm 9000 pund af smjöri í sum-
ar, og fengið fyrir það nál. 8000 kr.
að frádregnum útlendum kostnaði.
Fjelagsmenn eru 52. Formaður fje-
lagsins er Vigfús hreppstj. Berg-
steinsson á Brúnum.
Nautgriparæktarfjelag er nýstofn-
að hjer í sveitinni og er Jón bóndi
Sveinbjarnarson í Ásólfsskála for-
I maður þess. Eftirlitsmaður verður
Gísli bóndi Jónsson á Ystaskála og
fer hann til Reykjavíkur um þessa
daga til þess að búa sig undir það
starf.
Á síðastliðnu vori var hjer stofn-
að brunabótafjelag, samkv. lögunum
frá 1905 um vátrygging sveitabæja,
og mun nú lokið að virða húseignir
hreppsbúa, en ekki er mjer kunnugt
um virðingarupphæðina.
Búnaðarfjelög eru tvö í hreppnum
(búnaðarfjelag Ásólfsskálasóknar og
búnaðarfjelag Merkurbæja). Starfa
þau allmikið að jarðabótum, og eru
það helst girðingar um tún og engj-
ar, sem unnið hefur verið nú á síð-
ustu árum.
Jeg man ekki í svipinn fleira, sem
frjettir geti heitið; yfir höfuð líður
mönnum vel hjer, en margir líta þó
með áhyggju til ókomna tímans
vegna þeirrar hættu, sem vofir yfir
sveitinni af völdum náttúrunnar, þar
sem er Holtsá að austan og Markar-
fljót að vestan. í vatnavöxtunum,
sem verið hafa nú um tíma, hefur
Holtsá brotið niður garðinn, sem
bygður hefur verið til þess að halda
henni í skefjum, og er tvísýnt, hvort
hepnast að hefta hana aftur. — Um
Markarfljót er það að segja, að þeg-
ar vatnið kemur aftur í það úr Þverá,
þá er helmingur Vestur-Eyjafjalla-
hrepps ekki lengur til, ef ekkert er
að gert. — Við byrjum samt vetur-
inn með þeirri von, að eyðileggingin
komi ekki meðan hann stendur yfir,
og að á honum verði lögð undir-
staða til þess að tryggja framtíð
sveitarinnar.
Ey fjellingur.
Hjeraðs-minni.
Ræða frá skemtisamkomu Borg-
firðinga 1908.
Eftir Sig. Þórólf88on. skólastjóra.
(Niðurl.). —-—
í þessu hjeraði hafa 4 merkar ís-
lendingasögur gerst, og hjer hafa þær
óefað allar, að minsta kosti 2, verið
skrifaðar. .En það er Egilssaga,
Gunnlaugssaga ormstungu, Björns-
saga Hítdælakappa og Harðar saga
Hólmverjakappa.
Hjer hefir hin fegursta kona íslands
fæðst, sem elskaði heitar en flestar
aðrar konur og dó svo af sorg. Hjer
var Gunnlaugur ormstunga unnusti
hennar, er Skáld-Hrafn sveik á svo
níðingslegan hátt og veitti þau sár,
er að bana leiddu.
Saga þessara tveggja ungmenna
sem unnust svo heitt, en örlögin
slitu í sundur, svo það varð þeirra
dauði, er ein hin fegursta og hugnæm-
asta saga, sem nokkur þjóð á.
Hjer hefir sá maður búið, sem
allra Islendinga, lífs og liðinna, er
frægastur meðal allra mentaþjóða, en
það er hinn mikli sagnfræðingur, rit-
snillingurinn og skáldið Snorri Sturlu-
son. Hann hefir tendrað það menta-
ljós, sem lýst hefir þjóðinni í nálega
1000 ár, veitt henni mótstöðuþrek
gegn hinum ýmsu hörmungum, sem
yfir landið hafa gengið, af völdum
náttúrunnar, konungsvaldsins og kirkj-
unnar. Og frægðarljómi hans og
ættjarðarinnar „hefur liðið um lönd,
yfir höf, á lifenda bústað, á dáinna
gröf", eins og skáldið segir um krist-
indóminn.
Hjer hefur fyrst á landi munkalíf
verið stofnað, og verið biskupssetur
í 19 ár. Það var enskur biskup, Rúð-
ólfur að nafni; hann bjó hjer í Bæ
og setti á fót munkalíf, og voru hjer
eftir 3 munkar, er hann fór af landi
burt (1049).
Hin fyrsta fátækrastofnun hefir
verið sett á fót í þessu hjeraði. Það
var svo kallað sælubú: gisti, uppela'•
is og ferjustaðar, handa fátækum.
Tanni á Ferjubakka og Hallfríður
kona hans gáfu til þess fyrirtækis
eigur sínar með leyfi erfinga og ráði
Gissurar biskubs ísleifssonar. Gáfu
þau hálft Bakkaland, 10. kýr, 60 ær
og ferjubát. Búið var á Ferjubakka,
og áskildi Tanni sjer, að standa fyrir
því meðan hann lifði. —
Eins og Jónas Hallgrímsson segir
um landið í heild sinni, eins getum
við talið víst, að hjeraðið hafi áður
verið undra fagurt og frítt og fann-
hvítir jöklanna tindar. En hjeraðið
er ennþá fallegt, eitt hið fallegasta,
skógríkasta, grösugasta og búsældar-
legasta hjerað landsins. Eða er hjer
nokkur maður svo tilfinningasljór fyrir
fegurð náttúrunnar, að hann hafi ekki
unun af að líta um bláfjallageiminn
með hájöklahring, sem liggur að
mestu leyti kringum alt hjeraðið,
til skjóls fyrir hrímþursunum Norðra
Austra og Suðra. Hlið á þessum
garði er í vesturátt. Þangað liggur
leiðin beint til bústaðar Ægis og
konu hans Ránar. Þau hjón hafa
of marga góða og vaska drengi
dregið til sín og skilað sumum aldrei,
og þess vegna er hjeraðið farið að
ganga úr sjer.
Af náttúrunnar hendi er þetta hjer-
að bestum kostum búið; eldur og jarð-
skjálftar hafa þvf líti spilt. Og hjer
býr tápmikill lýður; það sýna túna-
sljetturnar, hlöðurnar og timburhúsin
á öðrum hverjum bæ, sem blasa við
oss beggja megin við Hvítá, frá ási
til fremstu dala. Það sýna einnig
rjómabúin, og slátrunarhúsið, sem
verið er að byggja og verður nálega
eins langt og Valhöll var forðum.
Áður en jeg lýk máli mínu, vil
jeg minna oss öll, sem hjer eru saman
komin, á það, að hjer er mikið verk-
efni fyrir höndum, handa þeim, sem
enn eru að alast upp, og þeim, sem
enn eru ekki fædd, til þess að gera
þetta hjerað svo í alla staði, að
óborinn æskulýður geti sungið, eins
og dönsk sveita-ungmenni syngja
af heitum hug í Danmörku: „Ó,
trúðu meir, jeg segi þjer, hjer er svo
fagurt að lifa.
En, því miður þykir flestum ung-
mennum hjer leiðinlegt að lifa, kjósa
heldur glauminn, tómleikan og hjegóm-
an í kaupstöðunum. Ef hinir ungu
lærðu að elska sveitina sína, hjeraðið
sitt og landið sitt, lærðu að skilja
og meta fegurðina, sem alstaðar
mætir augunum, þá gætu þeir sungið
þetta, eða annað líkt. Hjer vantar
mentun, holla mentun, sem leiðir
ljós, il og fegurð yfir hjeraðið, inn
í kofa smælingjanna eins og í hús
hinna auðugu. Þá hverfur einrænings-
hátturinn, óhagsýnin, umburðarleysið,
gikkshátturinn, öfundin, hjegóminn,
rógburðurinn, og hleypidómarnir. Jeg
segi ekki með þessu, að ineira sje
af slíku í þessu hjeraði en annarstað-
ar, því f öllum löndum er pottur
brotinn í þessu efni. En þetta er sá
veggur, sem varnar mönnunum að
taka saman bróðurhöndum, vinna
saman með kærleiksanda, að einu og
sama markmiði, að efla það sanna,
góða og fagra, en uppræta alt það,
I sem þessu er gagnstætt, svo hjer
verði fagurt og inndælt að lifa.
íslaud erlendis.
Finnur Jónsson prófessor sendi
„Lögr.“ svohljóðandi símskeyti 24.
f. m.: -í>Símfrjett um mig Loka-
lygU.
Prófessorinn hefur, þegar hann
sendi skeytið, verið nýbúinn að fá
blöð hjeðan að heiman með sím-
skeytinu fræga um ummæli þeirra
Matzens prófessors um sambands-
lagafrumvarpið, en hann veit þá ekki,
að vitnast hafi hjer strax á eftir, að
blaðskeytið færi með ósannindi. En
þótt þau ósannindi hafi áður verið
hrakin hjer í blaðinu, þá virðist rjett
að birta einnig þessa leiðrjettingu frá
prófessor F. J.
Símskejrbi
frá útlöndum.
Khðfn 30. okt.: Ráðaneytið boð-
ar sakamálsrannsókn út af græn-
lensku versluninni.
Khöfn 31. okt.: Konungkjörnir
eru orðnir Lárus (H. Bjarnason laga-
skólastjóri) og Stefán (Stefánsson
skólastjóri á Akureyri). Ólsen (pró-
fessor) hefur sagt af sjer.
ÆJfintýri
eftir Carl Ewald.
2. ósýnilegar rerur.
Þessi saga, sem jeg *tla nú að segja,
gerðist inni í stofu hjá sjúkum dreng,
sem ekki var að neinu leyti öðruvísi en
fólk er flest.
Stofan var lftil og drengurinn var lít-
ill. Þar stóð járnrúm, eitt af þeim sem
oft eru keypt handa litlum krökkum, og
eru svo gerð, að þeir geta ekki oltið út
úr þeim, en rúmin má stækka eptir því
sem krakkarnir vaxa. Svo var þar inni
furutrjesborð og tveir stólar, sem áður
höfðu verið inni í sjálfri stofunni, en
svo orðið að vfkja þaðan fyrir öðrum
nýrri og fallegri, og þá voru þeir látnir
þarna inn. Þar þóttu þeir nógu góðir,
því drengjum eru aldrei vönduð her-
bergisgögn, eins og kunnugt er, enda
hafa þeir orð fyrir að fara ekki vel með