Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 09.12.1908, Blaðsíða 1

Lögrétta - 09.12.1908, Blaðsíða 1
LOGRJETTA == Ritstjóri: PORSTEINN GÍSLASON, Þingholtsstræti 17. M &G. Heykjavík 9. desember 1908. III. árg. ■V HAFNARSTR 17 18 t920 21-22-KOUS I 2-LÆKJAKT I-2 • REYKJAVIK* cSesfa handa konunni, kærustunni eða dótturinni er: Sbinnhúfa frá 2,00—10,00, Skinnkragi frá 1.30—22,00, Skinn-»Múffa« frá 1,80—ió.ooeða Tetrarhanskar frá 1,00—2,50. En besta Jólagjöfín handa manninnm, kærastanum eða syninum er: Silkihálsklútur frá 1,00—6,00, Sklnnhúfa 0,75—14,00, fíöngustafur frá 0,50—7,50, úr HThAThomsen- M Arinbj. Svembjarnarsonar hetur til sölu: Ljóðabækur. Söngbækur. Fræðslubækur. Sögubækur. Barnabækur. Pappír og ritfong af ýmsum tegundum með ágætu verði. 10 aura brjefsefnin góðu o. fl. Vatnsveitan. í „Lögrjettu" 2. þ. m., hefur land- læknir Guðmundur Björnsson gerst alifjölorður um tilboð, er vatnsveitu- nefndin hefur sent húseigendum um að leggja vatnsæðarnar í hús þeirra. Þykir honum sá galli vera á.tilboð- inu, að verðið er ekki tilgreint. Hjer til liggur það svar, að verðið var ekki hægt að tilgreina nákvæmlega fyrirfram, af því það fer eftir gerð og gildleika æðarinnar. Var því farin sú leið, að láta einn starfs- mann vatnsveitunnar athenda tilboð- ið í hverju húsi, og átti hann jafn- framt því að veita aðrar leiðbeining- ar, að skýra hverjum húseiganda frá, gnarkaupljela H. Hverfisg-ötu 12, get'ur frá því í dag og til næstkomandi áramóta milc- iiin afslátt á allskonar Álnavöru, þar á meðal Silki- tauum, tilbúnum Fatnaði, Ullartauum, Skófatnaði, Leirvörum, Glys- varningi, Lömpum, Járnvörum, Saum o. m., m. fleira. hve mikið innlagningin kostaði hjer um bil, alt ettir stærð og gerð hús- æðarinnar. Um þetta gat líka hver húseigandi aflað sjer vitneskju á vatns- veituskrifstofunni. Hjer var því ekki farið í pukur með neitt. Annars hugði jeg, að það eitt, að nafn borgarstjóra stóð undir tilboðinu, nægði til að útiloka þá hugsun hjá nokkrum borgara, að hjer væri um nokkra skrumauglýsingu að ræða, og því síður, að bak við lægi nokkur blekkingartilraun, eins og jeg hef heyrt, að gefið hafi verið 1 skyn á borgarafundinum 8. f. m. í annan stað vítir Guðmundur land- læknir það, að vatnsveitunefndin skuli ekki þegar hafa löggilt nokkra vatns- veitumenn til að vinna að húsæðum. Ef bæjarstjórnin hefði gert þetta, hefði hún útilokað sig frá, að geta útvegað húseigendum jafnódýrt til- boð og hún nú býður. Það var bundið við það, að mikið efni væri keypt í einu. Með því að fylgja ráðum verkmeistaranna í þessu efni, en ekki annara, sem minni þekkingu hafa á þessu —, vænti jeg, að hús- eigendum bæjarins sparist að sam- töldu þúsundir, ef ekki tugir þús- unda króna. En að sjálfsögðu verða síðar löggiltir menn til að leggja æð- ar í hús, og hver af húseigendunum getur þá valið, hvern af hinum lög- giltu mönnum hann lætur leggja æð- ina í hús sitt. Reykjavík 7. des. 1908. Páll Einarsson. ❖ * „Verðið var ekki hægt að til- greina" — segir borgarstjóri. Það var vel hægt að tilgreina verð á vatnsleggjum, krönum og öðru efni; það var vel hægt að tilgreina sennilegt vinnuverð miðað við lengd æðar; við húseigendur getum vel ætlast á um lengd húsæðanna og við vitum, hvað við viljum hafa marga krana; vel mátti gera tilboðið svo ljóst, að við sæjum hjer um bil, hvað húsæð- in mundi verða okkur dýr, ef bær- inn gerði hana, og gætum athugað, hvort aðrir vildu gera hana ódýrari. Þetta sjá allir bæjarbúar — nema ef vera skyldi borgarstjórinn. Þeir sjá einnig, að þá hefði spar- ast þessi starfsmaðar, sem borgar- stjóri segist hafa til þess að hlaupa hús úr húsi með tilboð hans — til að skýra það. Þeir munu og geta iesið út úr grein borgarstjóra, að vatnsveitu- menn hafa ekki verið löggiltir, ein- mitt af því, að vatnsveitunefnd hef- ur óttast, að þa kynnu aðrir að bjóða jafn-ódýrt efni og jafnódýra vinnu. Nefndin hefur auðsjáanlega ekki fulla trú á því, að hennar tilboð sje svo gott, að aðrir muni ekki geta boðið eins gott eða betra. Borgarstjóri segir, að síðar verði löggitir menn til að leggja húsæðar og þá getum við húseigendur valið um. En hvenær kemur þetta síðar? Þeg- ar bæjarstjórn er búin að selja alt húsæðaefnið, sem hún hefur keypt? Nafn borgarstjóra undir tilboðinu er trygging fyrir því einu, að hann álíti það gott, en alls ekki fyrir því, að það sje gott. Jeg segi ekki og hef ekki sagt, að það sje slæmt. Og ekki hef jeg talað um blekkingar. En vafalaust getur borgarstjóra mis- sýnst og vafalaust getur hann orðið fyrir blekkingum, eins og aðrir góð- ir menn — það segi jeg. Og um „þekkingu" á vatnsveitumáli er það að segja, að hana mun jeg hafa öllu meiri en herra borgarstjórinn. G. Björnsson. Yfirsetukona, Kristín Jónasdóttir. (hefur tekið próf í Kaupmannahöfn) er sest að í Vesturbænum, býr f húsi nr. 8 við Stýrimannastíg. Styrkur handa fátækum, veikum stúlkubörn- um í Reykjavík verður veittur úr Minningarsjóði Sígríð- ar Thoroddsen. Aðstandendur sendi beiðni um styrkinn fyrir nýjár til forstöðunefnd- ar Thorvalsensfjelagsins, Austur- stræti 4. c7unóur Nýjar bækur. Sturlunga saga. Búið hefur til prentunar Björn Bjarna- son dr. phil. Fyrsta bindi. Rvík 1908. Útgefandi Sig. Kristjánsson. 331 bls. Verð: kr. 1,60. Það er fyrir löngu kunnugt, að Sig- Kr. ætlaði að gefa Sturlungu út næst á eftir Eddunum, og nú er hjer kom- ið 1. bindið. Alt á ritið að verða í 4 bindum og nafnaregistur að fylga hinu síðasta. í þessu bindi eru: 1. Geirmundarþáttur heljarskinns, 2. Þor- gils saga og Hafiiða, 3. .Ettartölur, 4. Sturlu saga, 5. Prestssaga Guð- mundar góða, 6. Guðmundar saga dýra og 7. Hrafns saga Sveinbjarn- arsonar. Brotið er hið sama og á íslendingasögum og Eddunum og frá- gangur allur hinn sami. Ódýr alþýðu-útgáfa af Sturlungu er eigi síður gott verk og þarflegt, en samskonar útgáfa af íslendinga- sögum, nema fremur sje. Skuggamyndir. Alþýðlegar frásagnir úr sögu páfadóms- ins eftir Þorstein Björnsson kand. theol. Rvík 1908. 200 bls. 8vo. Bók þessi er fyrirlestrar, sem höf. hjelt hjer í fyrra vetur. Efninu hef- ur hann safnað úr ýmsum fræðirit- um og lætur hann þeirra getið í formálanum. I bókinni er litið yfir sögu páfadómsins frá elstu tímum og fram á síðustu daga. Deila má auðvitað um það, hvort þeir dómar sjeu rjettir og sanngjarn- í „c*ram“ flmtudaginn 26. þ. m. á renjuleg- um stað og tíma. Jón Jónsson alþingism. frá Múia talar. ir, scm höf. fellir yfir pápiskunni, og víst er um það, að öðruvísi hefði þetta yfirlit orðið, ef það hefði kom- ið frá hendi kaþólsks manns. En ætlunarverk þess er líka, að sporna móti katóiskunni hjer á landi, og máli sínu til sönnunar iærir höf. fram ýmsar sögur um páfa og dýrlinga. Frá mörgum þeirra er vel sagt og er bókin í heild sinni vel skrifuð og skemtileg og töluverður fróðleikur ( henni, þótt segja megi hins vegar, eins og gert hefur verið í sumum blöðum, að ýmislegt sje þar fram tínt, sem eins vel hefði mátt sleppa. Tekjur Landssimans nm 3. ársíjórðnng 1908. Símskeyti: Innanlands ............ kr. 2872,05 Til útlanda kr. 25399,25 Þar af hluti útlanda ... » 21390,51 Hluti íslands ... ..... » 4008,74 Frá útlöndum........... » 1892.28 Símasamtöl ............. » 8288,80 Talsímanotendagjald. ... » 1039,87 Áðrar tekjur ........... » 945,96 Samtals kr. Rvík 3. des. 1908 O. Forbe 19047,70

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.