Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 09.12.1908, Blaðsíða 3

Lögrétta - 09.12.1908, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 223 Lögrjetta kemur á út hverjum miö- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júli. Skrifstofa opin kl. 104/a—11 árd. og kl. 3—4 siðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugayeg «. Þar af gerðust dynkirnir; það voru skotin; ' og þá fór að fara um karl- mennina. Þessu næst var sungið. Og blöðir hafa hvert á fætur öðru ausið lofi yfir söngstjórann og söng- sveitina. Þar við er engu að bæta, svo telj- andi sje. í þennan lofgraut vantar ekkert, nema ögn af salti; — hann er of væminn. Hjer kemur þá saltið, eða með öðrum orðum, sannleikurinn: Lagið við Jónasar-kvæði Þorsteins Erlingssonar er eitt hið ljelegasta lag Sigfúsar Einarssonar, enginn veigur í því, engin fegurð, ekkert sem gleð- ur eyrað. Um „söngsveitina" er það að segja, að hún söng ekki eitt einasta lag skammlaust. Hún var illa skip- uð, að því leyti, að konurnar kunnu alls ekki að fella saman raddir sínar í hreina og þýða hljóma, þær sem sungu frumröddina. Hún hafði ekki iðkað lögin nógu lengi; þess vegna voru miklar misfellur á söngnum, miklu meiri en venja er til hjá Sig- fúsi Einarssyni. Elín Matthíasdóttir söng miklu ver en hún á vanda til. Hún söng t. d. þrjú lög ettir Grieg við kvæði úr Hulíðsheimum. Aheyrendum fanst fátt um. Þessi lög eiga þó prýðis- vel við ljóðin, og eru alls ekki „þung- skilin". En Elín kunni ekki að fara með þau; henni varð ekkert úr þeim. „Karlmannaflokkur" Sigfúsar á hins vegar gott orð skilið. Hann söng þrjú lög, og jeg man ekki að jeg hafi nokkurn tíma hjer á iandi heyrt jafngóðan og gallalausan samsöng. Jeg óska mjer þeirrar ánægju, að heyra þá oftar syngja, þessa söng- pilta Sigfúsar, eina saman. Og ef þið, piltar mínir, hafið gott lag á prjónunum, en getið ekki fundið eða fengið íslenskt ljóð, sem láti vel að laginu, þá syngið í öllum bænum út- lenda ljóðið, sem lagið er ort við, þó það sje kínverskt og hvað sem Templar segir. Margar þýðingar skáldanna okkar á útlendum kvæð- um eru prýðisfagrar, ef þær eru lesn- ar, en óþolandi ef þær eru sungnar við lag frumkvæðisins — af því að þýðarinn kann ekki lagið, eða kann ekki að koma ljóði sínu i sam- ræmi við það. Þið þurfið að iðka betur ris og fall í rómnum — geta t. d. sungið heilar hendingar svo veikum róm, að rjett heyrist, sem í fjarska, og þó jafnglögt um allan sal- inn. Haldið ekki að alt sje fengið, ef „söngfræðingar" bæjarins þeyta blaðlúðrana ykkur til dýrðar og öðru söngfólki; þeir eru bersýnilega hálf- ærðir af lærdómskáki sínu, reigja sig svo hátt, að þeir missa sjónar á ýms- um augljósustu undirstöðuatriðum allrar hljómfegurðar, allrar sönglistar. Reynið heldur að syngja svo mjer hki og öðrum ósöngfróðum mönnum — öllum þorra fólksins — öllum heil- brigðum hlustum, — öllum þeim, sem enga lærdómssuðu hafa fyrir eyr- unum. Óg munið að vera iðnir og þægir við Sigfús kennara ykkar, — honum eigið þið að þakka það sem af er. Eb. Reykjavik. Fjárhagsáætlnn Reykjavíknr. — Hún var samþykt á bæjarstjórnar- fundi 24. f. m. Gjöldin eru alls á- ætluð 146099 kr. 59 au. Flestir gjaldaliðirnir eru líkir og áður hefur verið. Laun og skrifstofuíje borgar- stjóra er nýr liður. Til vegagerða og holræsa eru ætl- aðar 16000 kr., er verður skift þannig: Til holræsis í Spítalastíg og lögun á honum 1500 kr. Til gangstjettar á Laugavegi frá Vitastíg og lögun vegarins 1300 kr. Til holræsis í Vesturgötu frá Brunn- stíg að Bræðraborgarstíg og gang- stjett frá Stýrimannastíg að Bræðra- borgarstíg 1500 kr. Til steinlagningar í Pósthússtræti j frá Hafnarbryggjunni að Austurstræti 2700 kr. Til framlengingar á Þingholtsstræti frá Skálholtsstíg að Laufásvegi 2200 kr. Til lögunar á Smiðjustíg og hol- ræsi í efri hluta hans 500 kr. Til kaupa á lóðarræmu af Stjórn- arráðsgarðinum og breikkun banka- strætis 1500 kr. Lögun á vegi með sjónum fyrir vestan Norðurstíg 300 kr. Til viðhalds gatna og otaníburðar 4500 kr. Kostnaður við barnaskólann er 29000 kr. og skiftist þannig: Laun fastra kennara 2500 kr. Til aukakennara 21000 kr. Til hjeraðslæknis fyrir heilbrigðis- eftirlit í skólanum 25 kr. Til áhaldakaupa 700 kr. Til eldiviðar og ljósa 1800 kr. Til viðhalds húsinu og skólalóð- inni 1000 kr. Brunabótagjöld og kirkjugjugjald 300 kr. Yms útgjöld skólans, ræsting o. fl, 1675 kr. Með niðurjöfnun eiga að fást 80 þús. kr., eða nokkru betur, en gert ráð fyrir 24 þús. kr. lántöku. Hinir tekjuliðirnir eru líkir og áður. Yjelarbátur brotnaði hjer á höfn- inni í hvassviðrinu fyrir mánaðamót- in, stór bátur yfirbygður, eign Guð- mundar Diðrikssonar. Frá fjallatindum til fískimiða. Strandið í Aðalvík. Skipið, sem frá er sagt í síðasta blaði, að farist hefði þar, hjet „Faracona", segir „Vestri 5. þ. m., og var frá Hull. Björgunarskipið „Svava" hafði reynt að ná því út, en varð frá að hverfa. Tvö lík voru rekin. Vjelarbátarbrotnnðu tveiráBakka í Arnarfirði í stórviðrinu seinast í síðastl. mánuði, segir „Vestri". Hjónaband. Gift eru nýlega á ísafirði Guðm. Guðmundsson skáld og frk. Ólína Þorsteinsdóttir. Dáin er síðastl. sunnudag frú Krist- jana kona Helga Sveinssonar banka- stjúra á ísafirði. Hún hafði nýlega alið barn og veiktist upp úr því. Hún var dóttir Jóns fyrrum alþingis- manns á Gautlöndum og höfðu þau Helga verið í hjónabandi 12 ár og eignast 8 börn, er öll lifa. Lausn frá embætti er veitt sýslu- manni Strandamanna, Marínó Haf- stein, frá 1. apríl næstk. með eftir- launum. ^Efintýri eftir Carl Ewald. (Frh.). ---- »Ertu alveg frá þjer!« sagði dreng- urinn. »Heldurðu að jeg láti hnlfinn minn ryðga? En það gerir Frans. Hans hnífur er altaf ryðgaður. Hann er efst- ur ( bekknum, en samt mesti asni, og svo er hann líka kjöftugur«. »Jeg þekki hann ekki«, sagði Súrefn- ið. »En gættu nú að: ryðið á hnífn- um hans — það er jeg«. »Þá ert þú ekki loft, eins og þú sagð- ist vera«, svaraði drengurinn, »því ryð kemur af vatni«. »Satt er það«, sagði Súrefnið. »En jeg er líka í vatninu. Og þegar vatn kemst að járni, þá hleyp jeg strax til og hjálpa járninu, en þá verð jeg að ryði«. »Nú segir þú ósatt«, sagði Köfnunar- efnið. »Þú brennir járnið. Það er það, sem þú gerir. Og þú brennir líka dreng- inn. Þegar þú brennir hnífinn, verður þú að ryði, en þegar þú brennir dreng- inn, verður þú að kolsýru. — Hæ! Kol- sýra? Ertu hjer?« »Ekki er því að neita«, svaraði þriðja röddin, en hún var mjó og veikluleg. »Það er langt slðan mjer hefur liðið eins vel og nú í nótt; jeg finn ekki betur, en að jeg sje að verða þykkari og þykkari«. »Það er rjett«, sagði Súrefnið. »Ef drengurinn vill fara skynsamlega að, þá hringir hann nú undir eins og biður að opna gluggann; annars endar það með því, að ljósið slokknar á lampanum og bæði drengurinn sjálfur og pelargónían og fuglinn deyja«. Drengurinn greip klukkuna og hringdi af öllum kröftum. Móðir hans kom inn. Hún varð hrædd, er hún fann, hve kinnar drengs- ins voru orðnar heitar og sá hræðsluna í augum hans. sMamma, mamma!« sagði drengur- inn, en gat ekki sagt meira fyrir hræðslu. »Er þjer nú að versna aftur, elsku drengurinn minn ?« sagði hún og klapp- aði honum á kinnina. »Er nú aftur einhver að tala hjer inni?« »Það eru margir að tala«, sagði hann, og hjelt fast um hönd móður sinnar. »Þú verður að gá að hnífnum mín- um, meðan jeg er veikur, og láta hann ekki ryðga.— Ætlar þú að gera það?« sagði hann. »Já, það skal jeg gera«, sagði hún. »Þú þarft ekkert að vera hræddur um hnífinn«. , »Og svo átti jeg að skila til þín frá Súrefninu, að þú skyldir opna glugg- ann», sagði drengurinn. »Annars seg- ist það ekki hafa það af í nótt«. Móðir hans hristi höfuðið, þaggaði niður í honum og vafði sænginni utan um hann. Svó kom faðir hans fram í dyrnar. Hann hafði vaknað þegar þau fóru að tala saman. »Hann hefur óráð«,sagði móðir hans. »Jeg skil ekkert, hvaðhann eraðsegja«. „Pabbi", sagði drengurinn, opnaðu fljótt gluggann, því annars er úti um Súr- efnið. Hjer er of mikið af Köfnunarefni, og svo er hjer líka Kolsýra; jeg veit ekki með vissu, hvað hún er, en það er alveg víst, að Ijósið sloknar á lampanum og við köfnum öll, ef ekki er opnaður glugginn." „Hann hefur óráð og talar um eitt- hvað af því, sem hann er að læra 1 skól- anum“, sagði faðir drengsins. Svo gaf móðir hans honum inn en faðir hans dró gluggatjöldin frá. „Það dugar ekki að opna gluggann, góði minn“, sagði hann. „Læknirinn yrði reiður, ef hann vissi að við gerðum það. Það er svo kalt úti. Sjáðu til: nú skín tunglið inn hingað". Drengurinn hjelt áfram að biðja um, að glugginn væri opnaður. Foreldrar hans settust bæði á rúmið hjá honum, klöppuðu honum á kinnarnar og báðu hann að vera góðan. Svo þagnaði hann, eins og áður. Hann vildi, að þau færu sem fyrst, svo að hann gæti talað meira við Súrefnið. Hann lygndi aftur augunum og ljet sem hann svæfi. Þau hjeldu þá, að hann væri sofnaður, og læddust út. „Ertu þarna enn, Súrefni?" hvíslaði drengurinn. „Jeg er hjer enn“, svaraði Súrefnið. „Annars værir þú illa kominn, og eins fleiri, sem hjer eru inni. En jeg er í vandræðum". „Er Köfnunarefnið hjer líka?“ spurði drengurinn. „Já, jeg er hjer“, svaraði Köfnunarefnið. „En Kolsýran?“ spurði drengurinn. „Það er ekki vert að vera að spyrja eftir mjer“, sagði Kolsýran með sama mjóa og veika málrómnum og áður. „Jeg er svo ómerkileg". „Þú ert enn verri en Köfnunarefnið", sagði Súrefnið. „Það verð jeg að viður- kenna, þó þú sjert mitt barn. En nú vildi jeg að dagurinn færi að koma. Þegar sólin kemur upp, drekkur pelar- gónían svo mikið af kolsýru, sem hún nær í“. Drengurinn lá kyr og hlustaði á, en sagði ekkert. Kinnar hans voru orðnar brennheitar, ennið vott af svita og aug- un tindrandi. Hann var þyrstur, tók mjólkurglasið og saup á. En nú var hann ekki framar hræddur. Honum fanst þetta ganga eins ög 1 æfintýri; alt var að fá mál, sem annars hafði það ekki. Hann fór að hugsa sjer Súrefnið, Köfnunarefnið og Kolsýruna eins og prinsa og prinsessur í álögum. Með einu töfraorði var ef til vill hægt að leysa þau. Og hann hugsaði sjer að þau sætu þá þarna inni, þegar foreldrar hans kæmu á fætur . . . . og þegar lækn- irinn kæmi. Það yrði þó dálítið til um- tals og frásagna! Og svo færu þau í skólann með honum og sætu við hlið- ina á honum. En þá mintist hann þess, að hann var æði-neðarlega í bekknum og fanst þá rjettara, að þau færu ekki í skólann strax. Hann hugsaði sjer að keppast við næsta mánuð og þoka sjer upp á við . . . . Meðan drengurinn var að hugsa um þetta, vaknaði kanarífugl- inn alt í einu, hoppaði nokkrum sinn- um milli prikanna inni 1 búri sínu, en það er sama og þegar drengir nudda á sjer augun í því að þeir vakna. Og svo fór hann að tala og sagði: “Mjer finst svo vont loft hjer inni í nótt“. „Það finst mjer l(ka“, sagði pelargónían. Nú þótti drengnum það ekkert undar- legt, þó þau gætu talað. „Hó, hó! Þau eru líka prins og prinsessa 1 álögum", hugsaði hann með sjer. „Nú ætlar það að fara að verða sögulegt". En hann sagði ekkert, til þess að hræða þau ekki. Hann sneri höfðinu við á koddanum, horfði ánægður á þau og beið þess, að þau hjeldu talinu áfram. En þá kom rödd annarstaðar frá. Ljósið fór að verða ókyrt á lampanum og hann tók undir og sagði: „Jeg hef lfka lengi verið að hugsa um þetta, þó jeg hafi verið hálfsofandi. Mjer þykir merkilegt, að drengurinn skuli ekki finna það. Mennirnir eru þó van- ir að vera fyrstir til að kvarta um það, ef eitthvað er að loftinu“. »Drengir eru ekki reglulegir menn«, sagði kanarífuglinn. Að minsta kosti ekki að þessu leyti. Þeir geta þolað ótrúlega mikið af illu lofti«. (Frh.).

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.