Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.01.1909, Blaðsíða 2

Lögrétta - 27.01.1909, Blaðsíða 2
14 L0GR.ÍET Ta. Lögrjetta kemur á út hverjum mið- vikudegi og auk þess aukabiöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Eftir Jón Jónsson frá Hafsteinsstöðum. II. (Niðurl.). Nefndin leggur til, að mat á jörðum, þegar það fyrir- hugaða jarðamat hennar kemur til framkvæmda, sje bygt á virðing- arverði jarðanna, og, að öll hús, sem á jörðum standa, sjeu virt, til þess að auka verð jarðanna, og þar af leiðandi, að hækka skattgjaldið. Til dæmis má sýna, að einn lands- drottinn hefur lagt mikið til bygg- ingar á jörð, sem er í leigu-ábúð; bæjarhúsin eru nú rúmgóð og holl og fólkið því heilbrigðara, en á meðan það bjó í gamla bænum. En eftirgjaldið eftir jörðina hækkaði ekki neitt, því jarðarnytjar voru þær sömu. En eftir nefndarálitinu hefði þessi landsdrottinn átt að fá að borga nokkrum krónum hærri eignarskatt í landsjóð, og það engu síður, þótt landsjóður eða banki hefði lánað fje til byggingarinnar gegn veði í jörð- inni, og eftirgjaldið eftir hana gengi svo til rentuborgunar á skuldum. Það má gera ráð fyrir, að þessi til- laga hvetji menn ekki til að byggja vönduð og dýr hús, hvorki á jörð- um nje annarstaðar. Eftir tillögu nefndarinnar á hver jörð að falla í verði, sem eitthvað missir af verð- mæti sínu, og virðist það í fljótu bragði vera bygt á sanngirni. Sú jörð, sem hefur ljeleg hús en góða kosti og er kannske besta jörð í sveit, getur eftir tillögu nefndarinnar verið í lægra mati og þar af leið- andi lægra skattgjaldi en ljelegasta kot, sem hefur góð og dýr hús, sem hafa verið traust og vel bygð. Ei einhver ábúandi níðir svo ábúðarjörð sína, að verðmæti hennar rýrnar, eða ef hann eyðileggur góð og dýr hús, eða ef til vill gerir jörðina með á- búð sinni óbyggilega, á hann að fá ívilnun á skatti. En þetta er ekki hvatning til að bæta jarðir, því hver sem það gerir, hvort heldur það er með húsabótum eða jarðabótum, á hann, eftir tillögu nefndarinnar, að greiða hærri skatt svo fljótt sem því verður við komið. Enn fremur tekur nefnd- in það fram, að við jarðamatið eigi að taka tillit til eltirgjaldsins, en þó megí ekki teija kúgildi með jörðinni, því leigan eftir þau „geri glundroða". Það er vegna þess, að leiga eftirkú- gildi er oft nálægt 12%, en land- skuld eftir jarðir sjaldan meira en 4°/o af jarðarverðinu, þegar kúgildin með leigum eru frá talin. En „þó“, segir nefndin, að „ekki megi draga meira frá jörð, en verðmæti kúgild- anna nemur". Eftir því eiga 2/3 af kúgildaleigunum að hækka verðjarð- arinnar, þótt kúgildin, sem leigurnar voru goldnar af, sje frá henni skil- in. Hvaða glundroða kúgildin hefðu frekara gert, þótt þau hefðu orðið virt með jörðu, helduren eftir uppá- stungu nefndarinnar, að hafa 2/3 af leigunum eftir þau til hliðsjónar við jarðamatið, er mjer ekki skiljanlegt. Verðlagsskrána vill nefndin afnema, og í sjálfu sjer er ekkert á móti því. Hún getur þess, að verðlagsskráin skapist oft af tilviljun og sje því ranglát, og sanni ekkert verulegt verðlag fyrir gjöldum manna. En þó leggur hún það til, að 10 ára verðlagsskrár, sem aldrei höfðu sann- að nokkurt verulegt verðmæti, sjeu lagðar saman og meðaltalið af því, sem þá kemur út, sje löglegt verð- lag á ýmsum gjöldum manna á ó- komnum tíma. Þá hefur nefndin at- hugað sveitarsjóðagjöldin og kemst að þeirri niðurstöðu, að hyggilegast sje fyrir sveitirnar, að hafa föstu gjöldin sem mest, svo að sem minstu þurfi að jafna niður á menn eftir efnum og ástæðum, því það sje mjög mikið vandaverk. Jeg er nefndinni samdóma um það, að best væri fyr- ir hverja sveit, að hafa sem mestar fastar tekjur til útgjalda sinna af sín- um eigin eignum, en ekki ettir til- lögu nefndarinnar, að láta þau hvíla á virðingarverði á eigum manna, eins og hún hefur stungið upp á með skatta til landsjóðs, því þá verða sveitargjöldin því ósanngjarnari sem föstu tekjurnar, eftir tillögu nefndar- innar eru meiri, eins og bent er á með iandsjóðsgjöldin hjer að fram- an. Ef það skyldi vera meining nefndarinnar, að láta landsjóð borga eignarskatt af kirkju- og landsjóðs- eignum til hreppsjóða þeirra, er eign- irnar, liggja í, þá eru það nokkrir hreppar á landinu, sem hafa þau hlunnindi að fá styrk úr landsjóði, og verður því ójöfnuður á miili sveita, ef allir hreppar geta ekki orðið land- sjóðsstyrks aðnjótandi. Auðvitað verður að bæta landsjóði upp þessi fyrirhuguðu útgjöld hans, með því að þyngja önnur gjöld á almenningi. Það mun þykja ósanngjarnt, aðauka skatta á almenningi til þess að land- sjóður geti lagt fje til sveitarsjóða í nokkrum hreppum á landinu, án til- lits til, hvort þess er þörf eða ekki. Það getur því engin sanngirni mælt með slíku gjaldi meðan landsjóður tekur ekki að sjer að leggja til allra sveitarsjóða á landinu, eða tekur að sjer einhvern ákveðinn hluta allra sveitargjalda, sem mun seint verða. Nefndin hefur, eins og áður er sagt, tekið það fram, að hún vildi haga svo sköttum, að þeir væru sanngjarnir og kæmi þar niður, sem gjaldþol væri. Þessi hugmynd hlýt- ur eins að ná til sveitargjalda sem landsjóðsgjalda, enda geta þau gjöld að nokkru farið saman. Þegar búið er að fuilnægja tillögum skuttamála- nefndarinnar, sem hjer að framan er getið: að finna út allar tekjur hvers manns, hvort heldur að þær eru af eign eða atvinnu, þá er búið að finna út gjaldþol manna, því tekjur, að frá- dregnum kostnaði, er vissasti mæli- kvarðinn fyrir gjaldþoli manna, og eftir því getur enginn ójöfnuður í sveitargjöldum á milli manna átt sjer stað. Þegar hreppsnefndin er búin að finna, hvað sveitarþarfirnar eru mikl- ar, þá ætti hún að geta sjeð á skatta- skránum, hvað miklar tekjur hver og einn sveitarmanna hefur yfir árið og þá er fljótreiknað, hvað marga af hndr. af inntektunum þarf í sveitar- gjöldin. Tekjum af atvinnu þeirra manna, sem ekki hafa fast heimili í hreppum eða bæjum, en stunda einhverja atvinnu um lengri eða skemmri tíma, mætti breyta til útsvars- álagningar umskemratímatakmark, en nú á sjer stað; til dæmis að binda atvinmltíma við mánuð, en hundraðs- gjald af innntektum til sveitarsjóðs gilti fyrir alt gjaldárið, þótt ekki væri jafnað gjaldinu á alla gjaldend- ur í einu. Ekki væri heldur neitt á mótiþví,aðleggja hærri hundraðsgjöld til sveitarsjóðs á meiri tekjur, eins og á sjer stað með tekjuskatt af at- vinnu tll landsjóðs. Eftir þessari uppástungu virðist mjer hinni gömlu og góðu reglu, að leggja útsvar til sveita á gjaldendur eftir efnum og ástæðum, sje í rjettum skilningi náð. Eftir tillögu nefndarinnar með að hafa persónugjald til kirkna, 75 aura fyrir hvern mann, er hætt við, að kirkjur í fámennum sóknum safni seint sjóðum sjer til endurbyggingar, nema með því að auka gjöld, sem hætt er við, að auki óánægju, ef oft er verið að breyta þeim. Jeg býst við að margir fleiri segi álit sittum tillögur hinnar háttvirtu skatta- nefndar, og læt jeg því hjer staðar numið. Tjöldin í „Bóndanum". Svo er leikhúslistin ung hjer á landi, að enginn maður kann að mála leiktjöld. Leikfjelagið hefur því hvað eftir annað þurft að leita til Danmerkur, til að fa sæmilega máluð tjöld. Og það hefur það einnig gert að þessu sinni. Tjöldin í »Bóndanum« eru efíir Carl Lund, orðlagðan leiktjaldamál- ara. Minkaðar útgáfur af Dagmar- leikhússtjöldunum í þessum leik. Þau eru falleg, sum prýðis-falleg. En af því nokkur hluti leikhúss-list- arinnar er fólginn í leiktjöldunum, og af því að leiktjaldalistin er sjálfstæð list — ein tegund málaralistarinnar — og loks af því, að leiktjöldin eiga að gera sitt ítrasta til þess að hylla menn til að gleyma því, að þeir sjeu í raun og veru að horfa á leik — er rjett að athuga þessi leiktjöld dálítið nánar. Fyrsti þáttur. Þar sjer á bæjar- þil: marga stafna í röð, sem snúa timburþiljunum fram á hlað- ið. Þau standa skáhalt fyrir manni, og fljótt á litið lfkist þetta mjög íslenskum sveitabæ. Málarinn hefur að mestu haft íyrir sjer Hauka- gilsbæinn, sem myndir eru til af mjög víða, og líklega hefur höfundur leiksins gefið honum ýmsar góðar bendingar. Samt hefur þetta ekki stoðað. Lýti eru töluverð. Það er t. d. mjög sjaldgæft, að fyllinga- hurðir sjeu fyrir útidyrum (bæjardyr- um, skemmu ogsmiðju); jeg hef ald- rei annað sjeð en okahurdir. Vegg- irnir á milli húsanna virðast vera úr eintómu malargrjóti (hnullungum), sem lauslega er hrönglað upp; en á ís- lenskum bæjum eru þessir veggir hlaðnir vandlega úr hellugrjóti og torfi, sitt lagið af hvoru neðan til, eintómt torf ofan til, og alstaðar græn- ir grastoppar út úr veggjunum, stund- um mikill gróður (þetta á að vera snemma sumars). Eins er um þekj- urnar; þar er kafgras að jafnaði. Eg man ekki heldur eftir því, að hafa sjeð timburvegg taka við fyrir ofan torfvegg í bæjarsundi; þó getur það vel átt sjer stað. Annar þáttur. Baktjaldið er fal- legt, og ekkert því til fyrirstöðu, að það geti verið íslenskt. Þar sjer yfir hraunbreiður miklar með gjám og sprungum, en á liðar sig fram hjá þeim. Aftast er fjall, sem líkist gömlu hálendisbroti (Esjan, Ingólfsfjall t. d.). En alt það, sem nær manni er, stór- skemmir sýninguna. Bærinn, sem þar á að sjást spölkorn burtu og vera hálf-hruninn eða skektur, stendur alt of lágt, jafn-lágt fólkinu, að baki þess til vinstri hliðar, svo að manneskjurnar gnæfa yfir hann. Hann er þar eins og brúðubær. En verst er það af öllu, að það er alt annar bœr en í 1. þætti, meira að segja ekkert líkur honum — svo fjarstæður að öllu leyti því, sem hann á að vera, að það er stór furða, að leikfjel. skuli þykja til vinnandi að hafa hann þarna. Hann mœtti vanta. Þriðji þáttur. Gjáin. Hún er feg- urst af öllum tjöldunum, en — hún er ekki íslensk. Það er gjá úr Sax- nesku Sviss eða frá Noregi, Borg- undarhólmi eða einhverjum öðrum stað, þar sem málarinn hefur sjálfur komið, en alls ekki íslensk hraungjá. Hrikalegum heljarbjörgum er hlaðið þar upp, sumstaðar upp fyrir gjá- barmana (drangar), alveg eins og í gjánum í sandsteins-hálendi Saxlands eða »granit«-fjölium Noregs. Grjótið liggur hvergi í lögum, eiris og í hraun- gjánum hjer á landi (sbr. Almanna- gjá, Asbyrgi o. fl.). Klettabáknin eru afslepp, ávöl, en ekki með hvössum röðum og hyrnum, eins og klofið hlaungrjót. Að mosi klæði svo allar misfellur, að hvergi sjái í hraungrjótið, nær engri átt. Hvar sem hraungjár ber fyrir mann hjer á landi, eru þær hver annari líkar: hvert lagið ofan á öðru af raðhvössu stuðlagrjóti (basalt), eða þá hraunhellur, brotnar í mola, sem rísa alla vega á randir. Málar- inn hefur tekið útlenda fyrirmynd og svift hana hinum hávaxna gróðri, sem þar einkennir landslagið, til þess að gera hana íslenskari; það er alt og sumt. Fjórði þáttur. Þar eru tjöldin lang- ljelegust. Satt að segja er varla hægt að lýsa þeim, og því síður að botna í þeim. Þar eru stóreflis »hraun«- drangar (úr gjánni?) komnir heim að bænuml — standa þar eins og stein- glópar uppi yfir rústunum. Bæjar- rústirnar eru þó lakastar. Þar virð- ist öllu grautað saman. Stafnaþil blasa þar við manni, skekt og brotin, eins og við er að búast; en það eru ekki stafnaþilin, sem menn sáu í i. þætti, og ekki heldur »brúðubærinn« úr 2. þætti. Hvaða stafnar eru það þá? Sperrur standa þar upp úr rofn- um torfþekjum; en sperrur eru frem- ur sjaldgæfar í framhúsum; þar eru raftar algengari. Þó læt jeg þetta vera. En næst áhorfendunum, hægra megin, er eitthvað, sem helst lík- ist grásleppuhjalli hjer suður með sjónum — skúrræfill, sem gapir fram til manna. Þetta á að vera baðstofani Ef það eru bæjarþilin, sem nú sjást, þá stendur baðstofan á einkennilegum stað — þar sem brunnhúsið stóð áð ur? Eða á þetta alt að vera að húsa- baki, þessi bæjarþil lfka? Inn í þetta hróf er gengið af jafnsljettu. Þar sjest í eitthvað, sem á víst að vera stoð, en líkist helst flettingsfjöl úr uppreftinu, sem hangi þar niður af tilviljun. — Þegar Sveinungi fellir þetta ofan á sig, kemur það best í ljós, hve bágborið það er, og fráleitt því, að geta drepið nokkurn mann. Þáglórir alstaðarí gegnum »baðstofu«- veggina, og loks fer hjallurinn á hlið- ina — ef jeg man rjett. En líklega hefur enginn gert sjer von um, að hægt yrði að sýna þetta atriði leiksins, svo að nokkurt lag yrði á. Þó hefði það getað tekist betur en þetta. Alstaðar bera tjöldin það með sjer, að þau eru eftir mann, sem kann að teikna og kann með liti að fara. Alt er þar gert með þeim frábæra ljett- leik, sem einkennir æfða dráttlistar- menn, og alstaðar leikur hann með ljós og skugga, svo unun er að, eink- um í I. og 3. þætti. Misfellurnar stafa af þekkingarskorti á því, sem íslenskt er —■ þessum alkunna, danska þekkingarskorti á öllu íslensku — og sumar at kæruleysi. Engin viðleitni til að leita sjer fræðslu; alt fullgott í íslendinginn. Fræðsla í þessu efni er þó fáanleg á dönsku. Það er skylda leikfjelagsins, þegar það pantar leiktjöld frá öðrum lönd- um, að segja svo nákvæmlega sem unt er fyrir um það, hvernig tjöldin eigi að vera, og senda fyrirmyndir og teikningar (þó ekki sje nema riss) til skýringar, því það er hægt. Margir kunna hjer að teikna, og enn fleiri kunna að taka ljósmyndir. Þesskonar myndir gefa listamanninum upplýs- ingar og verkefni, án þess þó að binda hendur hans um of. Taki hann það ekki til greina, ætti að senda honum »kramið« aftur. I þessi tvö skifti (nú og í fyrra) sem leikf jelagið hefur fengið tjöld hjá C. Lund, sem áttu að vera íslensk, hefur þessa ekki verið gætt nógu vel. Alftahamirnir í fyrra (í Nýársnóttinni) voru ómyndir að ýmsu leyti, og þessum tjöldum er að mörgu ábótavant. En þorir ekki einhver ungur og efniiegur landi að leggja út í þau ósköp, að læra að mála leiktjöld á útlendri leiktjaldaverkstofu, t. a. m. hjá C. Lund? Hann mundi hafa nóg að gera hjer að vetrinum, því ólík- legt er, að leiklist deyi hjer út úr þessu. 111 tjöld og vitlaus eru ekki nándar nærri samboðin þeirri leiklist, sem hjer er sýnd, og ekki nóg að hafa tjöldin fögur á að líta, ef þau eru ekki rjett — o: sýna annað en þeim er ætlað að sýna, eða eru eins og spjespeglar. Þau eru þó ekki ætluð eintómum flónum. Á leikinn ætla jeg ekki að minn- ast. Það hafa aðrír gert rækilega, og munu enn gera. Tjöldin hlaupa flestir leikhúsdómararnir yfir; láta sjer nægja að hæla þeim með almennum orðum, ef þeir þá annars hafa komið auga á þau. En tjöldin eru líka orða verð, og þess vegna hef jeg ritað þessar línur. G. M. Útlent 0g ónýtt. Veganefndin hjer í bænum aug- lýsti síðastliðinn vetur eftir tilboðum um pípur til holræsa, sem lögð hafa verið í bænum í sumar. Hún fjekk afarlágt tilboð um útlendar (enskar) leirpípur frá kaupmanni einum hjer og keypti þær handa bænum, auð- vitað ósjeðar. Verðið var miklu lægra en áður hefur heyrst hjer. Ef gæðin fara eftir verðinu, eru allar líkurtilþess að pípurnar sjeu ónýtar, eftir reynslu þeirri, sem skýrt er frá í fyrirlestri Ingstads bæjarverkfræð- ings hjer í blaðinu, og það því frem- ur, sem sumt af þeim hefur verið lagt í götur með miklum halla (Frakka- stíg o. fl). Enginn mundi þó hafa hneykslast á þessari ráðsmensku nefndarinnar, ef ekki hefði viljað svo til, að hún fjekk enn þá ódýrara tilboð um inn- lendar sementsþíþur, heldur en þetta afarlága tilboð um útlenda varning- inn. Það tilboð var frá Böðvari Jónssyni pípugerðarmanni hjer í bæn- um; hann býr til sementspípur, og var nefndinni innanhandar að láta bæjarverkfræðinginn líta eftir tilbún- ingi pípnanna, neita að taka á móti nokkurri pípu, sem ekki væri full- nægjandi að gæðum o. s. frv., ef hún hefði tekið tiiboði hans. Það j 11 I ) T-MERKI — brúkuð — kaupirhán -L verði Inger Östlund, Þing- holtstræti 23. vildi hún ekki; hún kaus beldur dýrari varning útlendan og að lík- indum ónýtan, heldur en ódýrari varning tnnlendan, sem hún gat trygt sjer að v eri góðar. Auðvitað gerði nefndin þetta af vanþekkingu, og ef til vill hafa ekki allir nefndarmenn verið á eitt sáttir um það. En hvað sem þekkingunni líður, þá sýnist það ekki vera til of mikils mælst, að þeir sem eiga að ráðstafa almannafje gæti þess, að senda það ekki að óþörfu út úr land- inu einmitt á þeim tíma, þegar bank- arnir eru fjelausir og þar með allur almenningur á heljarþröminni ein- g'óngu vegna þess að oýmikið fje hef ur farið og jer út úr landinu — fyr- ir útlendan varning. Almenningur á beinlínis heimtingu á því, að fje því, sem hann geldur til bæjarþarfa, sje ekki að nauðsynjalausu varið til þess að auka þeningaeklunu í land- inu, með því að senda það til út- landa. Jón Þorláksson. ijeilsuhælið fær gjaflr frá Testur- Islending'um. Með brjefi frá 15. f. m. sendir íslendingur í Winnipeg, Aðalsteinn Kristjánsson, frá Akureyri, land- lækni 1613 kr. 17 au., og er það samskotafje, er hann hefur safn- að hjá Vestur-íslendingum handa heilsuhælinu fyrir berklasjúklinga. Segist hann hafa byrjað þessa fjársöfnun fyrir rúmu ári. Það er fallega gert áf Vestur- íslendingum að styðja þetta fyrir- tælci og sýna þeir með því rækt- arsemi og góðan hug til gamla landsins. Lögr. flytur hr. A. Kr. þökk fyrir starf hans og eins öll- um þeim, sem hafa styrkt það. í 2. tbl. Þjóðviljans þ. á. stendur frjettapistill úr Árnessýslu. Þar stend- ur meðal annars: „Ungmennafjelög- in spretta upp í hreppunum eins og fíflar í hlaðvarpa. — Efstur er samt dansinn á stefnuskrá þeirra ennþá". Það er satt, að ungmennafjelög eru nú stofnuð svo að segja í hverjum hreppi Árnessýslu. En þessi lýsing á þeim er öfgar, að minsta kosti þar sem jeg þekki til. Jeg er fje- lagi í öðru stærsta ungmennafjelagi sýslunnar og vann með öðrum fleir- um að síofnun þess, og það get jeg með góðri samvisku látið greinarhöf. vita, að dans er hvorki efstur nje neðstur á stefnuskrá þess fjelags. Hann er þar alls ekki til. Jeg vona, og er enda nær því viss um, að öll fjelög sýslunnar geta sagt hið sama. Ekki svo að skilja, að neitt sje á móti því, að dansa sjer til skemtun- ar við og við. Þvert á móti. En jeg álít, að ungmennafjelögunum í Árnessýslu sje gert rangt til í þess- um frjettapistli í Þjóðv., og því verði að mótmæla honum. Jeg skora á „Kunnug" karlinn, að draga fram í dagsbirtuna stefnuskrá einhvers þess ungmennafjelags í Árnessýslu, sem .hefur dansinn efstan á stefnuskrá sinni. Geri hann það ekki, verð jeg að ímynda mjer, að hann hafi verið eitthvað meira eða minna ruglaður, er hann reit frjettapistil sinn. — Hef- ur líklega verið ergilegur og utan við sig út af fræðslulögunum nýju, eins og nú bólar á hjá einstöku mönnum. Reykjavík 21. jan. 1909. Gísli Guðmundsson (nemandi á kennaraskólanum).

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.