Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.01.1909, Blaðsíða 4

Lögrétta - 27.01.1909, Blaðsíða 4
16 L0GRJETTA. Sjálfur sjer hann það þó vor.andi. að góð lífskjör presta gera þá ekki heimskari en slæm lífskjör. Og heimska er það, að geta ekki skilið neitt í kjörum þeirra manna, sem þeir umgangast. Samkvæmt þessari ályktun hans, ætti ríkasti maðurinn að vera heimskastur, af því hann er ríkur, og fátækasti maðurinn skyn- samastur, af því að hann er fátækur, því auð þarf til þess að lifa við góð lífskjör. Og samkv. sömu ályktun ætti greinarhöf. að vera ærið fátækur, þar sem hann sjer mikið betur en allir aðrir, hvar meinsemdir alþýð- unnar eru fólgnar — þykist sjá, ætl- aði jeg að segja. Og samkvæmt sömu reglu ætti meðalbóndi í sveit að skilja eingöngu kjör þeirra bænda, sem væru ríkari en hann, engra sem fátækari væru. Og ríkasti bóndinn í sveitinni botnaði alls ekkert í kjör- um allra hinna bændanna. Næsti kafli greinar þessarar er um fræðslulögin frá 1907, mestmegnis. Um gæði þeirra laga í öllu ætla jeg ekki að fara að deila við höfundinn, enda má sjálfsagt margt að þeim finna, og eðlilegt væri það líka, þar sem þau eru frumsmíði hjá oss; en þó get jeg ekki stilt mig um að benda á helstu fjarstæðurnar í þeim kafla. Höf. finst það ærið langt farið í annari grein þeirra laga, þar sem þess er krafist, að börn 14 ára að aldri geti „gert skriflega grein fyrir efni, sem það þekkir vel (það orð fellir höf úr) nokkurn veginn ritvillu- laust og málvillulaust". Ekki skil jeg hvað það getur verið, sem ætti að kenna börnunum fyr en móðurmálið þeirra. Það, að leitast sje við að kenna börnunum móður- málið þeirra, svo að þau geti talað það og ritað nokkurn veginn skamm- laust, munu allar þjóðir og allir menn álíta sjálfsagt, nema greinarhöfundur- inn. Ef til vill finst honum rjettast, að láta ekki börnin læra að tala, fyr en þau væru búin að læra að raka og slá, og aura sjer saman skildingum, til þess að geta sjálf borgað kensl- una? Að embættismenn hjer á landi hafi til skamms tíma ekki getað skrifað „nokkurn veginn ritvillulaust og mál- villulaust“,er ekkert annað en bersýni- leg hártogun á hugtökunum og öfgar einar. Höf. spyr, hver próf eigi að halda í stórum fræðsluhjeruðum, þar sem ekkert skólahús er. Hártogun líka. Lfklega á þó þetta IOO barna fræðsluhjerað kirkjumynd eða fundar- húsræfil, sem hreppsbúar ekki þurfa að nota til annars nauðsynlegra, rjett þá dagana, sem prófin standa yfir. Líklega hefði þó höfundi ekki verið vel við, að lögin hefðu skipað að byggja prófhús í fræðsluhjeruðunum. Kostnaður hefði það verið. Vilji höfundur ekki borga fræðslu- málastjóranum fyrir ársstörf hans í þarfir þjóðarinnar, þá ætti hann ekki að vera að kvarta undan því, að fræðslunefndir 8 skóla fai ekkert fyrir fárra stunda vinnu í þarfir sveitar- innar. Gramastur virðist höfundurinn vera yflr ákvæði laganna um lágmark kennaralaunanna. Og hvað er það svo, sem hann hefur fyrir sjer í því efni ? Það eitt, að nógir og góðir kennarar muni fást fyrir Iægra kaup, en ákveðið er í lögunum. Sú stað- hæfing hans ríður algerlega í bág við þá reynslu, sem vjer þegar höfum fengið í þeim efnum, að jeg ekki nefni reynslu annara þjóða. Vitan- lega veit höfundurinn það, að barna- uppeldið er þýðingarmesta starfið, sem unnið er í þjóðfjelaginu, og þó vill hann velja til þess þá menn- ina, sem fást fyrir fæsta aurana, og þá alla jafna eru vanfærastir um það starf. Líklega neitar höf. því þó ekki, að mentun og kunnáttu þurfi til þess að ala vel upp börn? Ekkert þýðir honum heldur að halda því fram, að nógir og góðir kennarar fáist án nokkurs endurgjalds. Á þá staðhæf- ingu hans hlustar enginn maður. Meiri hluti þjóðarinnar ber þess sorg- legar menjar, að hann hefur haft slæma og ónýta kenslu á umliðnum öldum; og eftir grein höf. að dæma, finst mjer hann vera einn í þeim hóp. „Ohyggilegt og hættulegt" telur hann, að lögbinda lágmark þess kaup- gjalds, sem ekki er í „eðli sínu samningsatriði". Hrakspá sú, að sú gæti komið tíðin, að kennarar og aðrir verka- menn þjóðarinnar mættu þakka fyrir að fá að vinna fyrir mat að vetrin- um, er ekki lesandi, og því síður svara verð. Öfugt þykir honum það, að ljett var eftirlitinu af prestunum, og rjett- ara álítur hann að hefði verið, að auka eftirlit þeirra með barnafræðsl- unni með lögum, og að hafa enga kennara í strjálbygðu sveitunum. All- mikla reynslu höfum vjer Islendingar í því, að eftirlit prestanna með fræðslu lýðsins hefur verið mjög ávaxtalítið og ófullkomið, og á því sviði hefur þjóðin orðið fyrir vonbrygðum. Ætti nú að þrefalda þetta eftirlit presta, eins og höf. leggur til að gert hefði verið, og árangurinn af því yrði líkur og að undanförnu, og það er líklegt, þá yrði þjóðin fyrir þreföldum von- brygðum. Og hvað hyggur höf. svo að börn læri mikið á 180 mínútum, því varla mundi presturinn dvelja lengur en eina stund á hverju heimili í hvert skifti, í húsvitjunarrápi sínu. Og tæpast finst þó höf. sanngjart, að skylda prestana til að vera t. d. heilan dag á hverju heimíli í hvert skifti; því ef 60 bæir væru í fræðslu- hjeraðinu, þá væri hann allan vetur- inn, bókstaflega allan, að húsvitja, og hvenær ætti hann þá að gegna prests- verkunum og halda jólin helg? Og jafnvel þó höf. vildi nú haga þessu þannig, sem hann helst vill, þá væri þó þriggja daga fræðslan einskis virði. Heimilisfræðslan, eins og hún hefur verið, er óskabarn höfundarins, ein- getið óskabarn. Hann athugar það ekki, að fái börnin enga aðra fræðslu en þá, sem heimilið getur veitt, heim- ilisfræðsluna, sem ár eftir ár og öld eptir öld hlýtur að vera óbreytt að mestu, ef engum nýjum straumum er veitt inn á heimilið utan frá, þá verða þau heimskingjar, og geta ekki fylgst með kröfum tímans og staðist í lífs- baráttunni, sem altaf er að breytast. Hann virðist heldur ekki athuga það, að baráttan fyrir lífinu er að mörgu leyti öðrum lögum háð nú, en fyrir svo sem IOO árum, einnig hjer á föðurlandi hölundarins, á landinu, þar sem allar breytingar hafa þó verið hægfara. Þó að höfundurinn haldi því fram, að heimilisfræðslan hafi verið og sje enn eini öruggi grundvöllur- inn undir starfsþreki þjóðarinnar, sem hann þó ekki rökstyður að neinu, þá er það stöðugt að koma í ljós, að það, sem þjóðina sjerstaklega vant- ar, er verklega þekkingin. Starfs- þrek er lítils virði, ef starfsvitið vantar. Og þó svo nú höf. vildi halda því fram, að vjer kæmumst af án starfsvitsins, hvernig fer hann þá að sanna það, að fræðslulögin frá 1907 rjúfi grundvöllinn undan starfs- þrekinu. Það er mjer algerlega ó- skiljanlegt, enda alveg órökstutt af höf- undinum, eins og öll moldviðrisklaus- an þar næst á eftir um grundvöll „sjalfstæðis", „iðjusemi", „hreysti", „framleiðslu", „frelsis", „óstaðfestu", „yfirlætis", „iðjuleysis", sóttnæmi", „eyðslusemi" og ófrelsis". Alt þetta gjálfur er óhugsað, órökstutt fimbul- famb, sem engum kemur til hugar að virða svars. Næsti kafli er um kostnaðinn, sem höf. telur nýju fræðslulögin hafa í för með sjer fyrir fræðsluhjeruð og skóla- hjeruð. Um þann kafla ætla jeg ekkert að segja að þessu sinni, þótt margt sje við hann að athuga. Eina firruna í þeim kafla verð jeg þó að nefna. Höf. gerir ráð fyrir því, að nokkrir muni þeír bændur alla jafna í hverju fræðslu- eða skólahjeraði, sem ættu 4 börn á aldrinum 10—14 ára, og gætu ekki staðist kenslu- kostnaðinn, og gagnvart þeim mönn- um finst honum að fræðslulögin sjeu ósanngjörn, af því að mennirnir þeir sjeu ekki þess megnugir, að bera fræðslukostnaðinn. Oneitanlega er það nú allgóð viðkoma, ogsjeuhlut- aðeigendur ekki færir um að standa straum af börnunum á sómasamlegan hátt, þá virðast þeir við heimilis- fræðsluna góðu gömlu frekar hafa lært að geta börn, en afla búfjár. Samkvæmt lögunum á hreppurinn að hlaupa undir bagga með barnamann- inum, til þess að hjálpa honum að ala sómasamlega upp börnin hans, en eftir spá höfundar getur hreppur- inn það ekki eftir örfá ár, því þá verða bændur hreppsins orðnir gjald- þrota, og þá einnig hreppurinn. Eina ráðið, sem mjer skilst þá að höf. mundi grípa til, efhann væri þing og stjórn, er að veita barnabændunum undanþágu frá lögunum, svo að þeir geti notað þær fáu krónur, sem þeir samkvæmt lögunum þurfa að greiða, til þess að sjá börnunum fyrir sóma- samlegri fræðslu til þess að ala á unga, sem þeir ættu í vændum. Með öðrum orðum: hann mundi veita undanþágu frá ákvæðum laganna, til þess að bændur gætu klakið út sem flestum sjálfala, mentunarsnauð- um börnum. Hvora hyggur höf. lík- legri til að verða að verulegu liði í þjóðfjelaginu, 2 unglinga, sem hafa fengið gott uppeldi eða 3 aðra staur- blinda heimalninga, að öðru jöfnu? Jeg hygg að þjóðinni mundi líða bet- ur, ef hún væri ekki nema 60 þús- undir frjálsra, skynsamra og dugandi manna, en ef hún væri 120 þúsundir andlegra og líkamlegra vesalmenna. (Niðurl.). Athugið! Þeir, sem óska að kynna sjer notkun og meðhöndlun á Itáta-liroyfivjeluin (mótorum), tali sem iyrst við undir- ritaðan. Sömuleiðis tekur sami að sjer yiðgerðir og uppsetn- ingu á allskonar sleinolíuhreyíivjelum, hvort heídur er til notkunar í báta og þilskip eða íandvjelar. Steindór Hj örleifsson, járnsmiður. Siníðaverkstæði lesturgötu 53. r Islands banki hefur fært niður disconto af víxlum og vexti af lánum öllum, nema fasteignarveðslánum með veðdeildarkjörum, um 1/2%frá ídag að telja. Innlánsvextir af bók færast niður um >/2% af upphæðum þeim, sem standa inni í dag, frá 1. mars 1909 að telja, og verða frá þeim degi eins og segir hjer að neðan um vexti af innlánsbók. Vextir af innlánsskírteinum færast niður um V2% frá gjalddaga hvers einstaks skírteinis. Svend Hedin. Frá Khöfn er er símað 23. þ. m.: Hedin kom- inn heim. Tekið á móti honum með mestu viðhöfn. Roshdestwensky aðmírál segir sama símskeyti dáinn, en hann var yfirforingi í flota Róssa í Jap- anastríðinu, fór með hann austur og beið þar ósigurinn mikla fyrir Togó. Muley Hafid var 7. þ. m. viður- kendur soldán í Marokkó af þeim ríkjum, sem gerðu Algeciras- samninginn. Reykjavíkur, Grettisgötu 38—Talsími 129, tekur hús til útleigingar og umsjónar. Ábyrgist húsaleiguna og setur trygg- ingu fyrir henni, ef um semst. Borgar af húsun- um opinber gjöld og bankaskuldir.að svo miklu ley ti sem húsaleigan hrekk- ur til. Þetta skyldu húsa- eigendur ihuga. Of dýrt. Maður kom inn á kaffisöluhús og bauð þar smá kver fyrir 15 aura. Maður, sem drakk þar kaffi, segir: »Það er of dýrt«. Seinna ætlar maðurinn út, en kunningi hans vill tala við liann lengur. »Segðu mjer þá, hvenær hjeraðs- læknirinn er heima, jeg þarf fyr- ir hvern mun að finna hann í dag«. »Sennilega milli þrjú og fjögur«. Maðurinn sat enn um stund og fór svo kl. 3, en hjer- aðslæknirinn var nýfarinn og óvíst, hvenær hann kæmi aftur. Nú vildi maður þessi heldur hafa gef- ið tíu sinnum meira fyrir litla kver- ið, en að standa í fimm klukku- tíma vandræðum. — Þetta var Reykjavíkur Vasakverið nýja. l ijúsnæðisskrijstojan Grettisgötu 38, Talsími 129, hefur nokkur ný hús £ til sölu fyrir ótrúlega lágt verð. Notið tækifæpið. (* Prentsmiðjan Gut.enberg. Vextir af fje, sem lagt er inn frá því í dag að telja, en: 4*/^% af innlánsskírteinum, sem standa óhreifð í 6 mánuði. 4,30% » --- — — — í 3--------- 4°/o » innlánsbók, ef taka á út alt að 500 kr. á dag. 3‘A »------ » » » » » » 1000 kr. - — 3V40/o »------ » » » » » » 2000 » - — 3% »------ » » » » » » 3000 » - — Reykjavík, 27. janúar 1909. Stjórn íslands banka. LÆGSTA VERÐIÐ! BESTU KAUPIN! Sökum þess, að jeg er nú að hætta við verslun, sel jeg vörur með mjög miklum a/slœlli nu um hálfsmanadarlíma. Vörur til Svíþjóðar. Ungur og duglegur maður, vel kunnugur stærstu verslunarhús- um í Svíþjóð, sem fást við kaup á útlendum vörum, óskar sambands við seljendur islenskra afurða af fyrsta flokki, er hann, nú ífebrúar þ. á., fær verslunarumboðsmensku í Svíþjóð. Þau verslunarhús, sem vörur hafa að bjóða og vilja ná markaði á hinu ríka, sænska kaup- svæði, mega snúa sjer til Wilh. Fjellstedt, Haga Nygata 3, Göte- borg. cIratnfarqfjQÍagié heldur árshátíð sína í Ráruhúð laugardaginn 30. þ. m., kl. 8 síð- degis. Nánara á götuauglýsingum. 1092/ioo tonn, samkvæmt mæling- arhrjefi 11. apríl 1907, með 6 hesta Dan-mótor, yfirbygður, l'æst til kaups með góðum borgunar- skilmálum. Lysthafendur snúi sjer til kaupm. Jóns Þórðarsonar í Reykjavík. Vottorð til sýnis frá þeim, sem hafa verið formenn á bátnum. Stofa ein, eða tvær samanliggj- andi, til leigu nú þegar eða frá 14. maí, með eða án húsgagna. Ritstj. ávísar. Wl Eftir beiðni Jiorgarstjórans í Reykjavík verður slægjurjettur um næstu 5 ár á Stóraselstúni bjer í bænum boðinn upp og seldur, ef viðunanlegt boð fæst, við opinbert uppboð, sem haldið verður hjer á skrifstofunni laug- ardaginn 30. þ. m., kl. 12 á há- degi. Sömuleiðis verður þá svonefnd- ur Þorgrímsholtsblettur boðinn upp og seldur til slægna á kom- andi sumri. Söluskilmálar verða lagðir fram á uppboðinu. Ræjarfógetinn í Reykjavík, 22. janúar 1909. Jön Magnússon. cflóajfunóur í „Fram" á fimtudaginn kemur. Kosin stjórn, endurskoðendur o. fl. Hlutafjelagið Thomas Th. Satiroa £ Co„ Aarhus — Danmörku, býr til Kolsýru- kæli-os frysti-vjelar, hefur lagt útbúnað til 600: fiskflutningaskipa, fiskfrysti- húsa, fiskgeymslustöðva, beitu- frystihúsa, mótorfiskiskipa, gufu- skipa, íshúsa, mjólkurbúa og til ýmislegs annars. Fulltrúi fyrir ísland er: Sísli fJoRnsan konsúll í Vcstmannacyjum.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.