Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.01.1909, Blaðsíða 1

Lögrétta - 27.01.1909, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og innheimlum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON, Laugavet; 41. Talsími 74. Ritstjór P Þ 0 RST EIN N GISLASON, Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. Reykjavík 27. janúar 1909. IV. ílr-sr. Augrilækning ókeypis i. og 3. þrd. í mán. kl. 2—3 í spítalanum. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—I. Tannlækning ók. (í Pósthússtr. 14) i.og 3. md. í mán. 11 — 1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. lo'/a— 12 og 4-5. Hlutabankinn opinn 10—2'/2 og 5V2—7. Landsbankinn 10*/.—2V2. Bnkstj. við 12—I. H/tFNARSTR' 171819 20 21'22'KOLAS|-2- LÆKJAKT l-Z * REYKJAYIK • er lang-fjölbreyttasta verslunin. í Pakkliúsdeildínni eru seldar allar matvörur og aðrar þunga- vörur, alt til sjávarútgerðar, timb- ur, járn, saumur, farfi o. s. frv. í Nj'lenduvöriideildinni (Ný- höfn) allar matvörur (nauðsynja- og sælgætisvörur) í smærri kaup- um, nýlenduvörur, tóbak o. s. írv. 1 Kjallaradeildinni allar drykkj- arvörur, áfengar og óáfengar. í Vefnaðarvörudeildinni allar mögulegar vefnaðarvörur og alt sem kvenfólk og börn þurfa til fata, inst sem yst. í Klæðskerudeildinni alt sem karlmenn þurfa til fata, hátt og lágt. í Basardeildinni allar mögu- legar járnvörur, ljósáhöld, gler- vörur, glysvörur o. s. frv. Tlxomsens Magasín er langbesia verslunin, því aðaláherslan er lögð á það, að vörurnar sjeu sem vandaðastar, en um leið svo ó- dýrar sem unt er. Tliomseus Magasín er lang- þœgilegasta og hagkvœmasta versl- unin, því annars fjölgaði ekki viðskiftamönnum hennar dag frá degi og ár frá ári. >Bóka- og pappírsverslun <j Arinbj. SYfimbjarnarsDnar Lauírayeg 11. Talsími 74. Eins og getið er um áður hjer í blaðinu, komu gífurlegir jarð- skjálftar á Suður-Ítalíu skömmu fyrir áramótin, báðumegin við Messína-sundið, sem aðgreinir Sikiley frá Ítalíu. Jarðskjálfta- svæðið var allstórt um sig, og eyddust mörg þorp og smábæir, en verst urðu úti borgirnar Mess- ína, Reggíó og Palmi. Jarðskjálft- inn dundi yfir mánudaginn 28. desember, kl. 5 að morgni. Allir voru í fasta svefni, og það var niðamyrkur, þegar jörðin alt i einu fór að titru og þrír ákaflega snarpir kippir komu hver á eftir öðrum og vörpuðu höllunum og húsunum um koll ofan á menn- ma sofandi. í Messína, sem er að vestan- verðu við sundið, á Sikiley, voru um 160,000 íbúar, og þar varð ákaflega mikið manntjón. Auk þess að húsin hrundu ofan á í- búana, þá reis upp voðaleg alda úti á hafi, 16 álna há, og steypt- ist yfir borgina og skolaði ýms- um skipum hátt upp á land, og sópaði jafnvel burtu heilli járn- brautarlest með farþegum og ílutn- ingi. Húsin voru flest sexloftuð og hrundu flest með þeim hætti, að loftin hrundu niður, en vegg- irnir stóðu eftir, allir með rifum og sprungum og voru til mikill- ar tálmunar við björgunina. Tal- ið er, að 3/4 hlutar borgarinnar hafi hrunið til grunna, en húsin í þeim fjórða hlutanum, sem uppi hjekk, flest svo skemd, að þau eru óbyggileg. 70,000 manns er talið að farist hafi í Messína, þar á meðal 2 heilir herflokkar (»regi- ment«). í Reggíó, sem er að austan- verðu við sundið, á meginland- inu, voru um 50 þús. íbúar, og þar dundi jarðskjálftinn yfir á sömu stundu og með sema hætti og á Messína Þar er talið að farist hafi um 20 þús. manns og í hjeraðinu í kring um 7 þús. Palmí er bær á meginlandinu, tæpum 5 mílurn norðar en Reggíó, með um 14 þús. íbúum. Það var fallega hýstur bær, í miklum uppgangi, með blómlegri verslun, og átlu þar heima margir auð- menn og ekki allfáir íþróttamenn. Þar stendur ekki steinn yfir steini. Óðara en frjettin um jarðskjálft- ann barst til Rómaborgar, brugðu konungur og drotning við og fóru suður á jarðskjálftasvæðið til að líkna þeim sjúku og særðu og skipa fyrir um tilraunir til að bjarga þeim, sem eftir hjöruðu. Eymdin vargífurleg. Þegarjarð- skjálftunum slotaði, kom upp eld- ur í Messína á mörgum stöðum og tókst illa að slökkva hann, þó rigningin dyndi altaf úr loftinu. Ofan á þetta bættist rotnunarfýl- an, sem lagði upp af líkunum niðri í rústunum, og þykir til- tækilegast að hella klórkalki yfir líkin og láta þau vera kyr niðri í rústunum, þangað til þau leys- ast í sundur. Fyrsta bjargræðið var að koma þeim veiku og særðu í burlu á hjúkrunarstaði, og hjálpuðust að því herskip ýmsra þjóða, auk annara skipa. Þannig fluttu ítölsk herskip burtu frá Messína fyrstu dagana 12,200 særða menn, rússnesk herskip 1250, ensk 1139 og þýsk 900, alls 15,500. Líka þurfti að útvega matvæli handa þeim, sem eftir lifðu, því þeir voru yfirkomnir úr hungri, enda liafa gjafir komið úr öllum áttum til að bæta úr bág- indunum. í Róm var óðara sett nefud manna með hertoganum af Aozta með oddvita til að taka á móti gjöfum, og gáfu konungs- hjónin alls 1,200,000 lírur (líra = 72 au.), páfinn 100,000, ekkju- drotningin 20,000, Kardínála sam- kundan 20,000. Játvarður Eng- landskonungur hefnr gefið 500 £ (£ = 18 kr.), Alexandra drotn- ing 250 £ og prinsinn af Wales 250 £, Roosevelt forseti 500 dollara; Frakklandsbanki 100 þús. franka, bæjarstjórnin í Paris 30 þús. franka; þingið í Banda- ríkjunum 800 þús. dollara; Tyrkja- soldán 1000 pund, Wilhjálmnr keisari sex gistiskála, og einn auðmaður í Bandaríkjunum, Na- than Straus, hefur gert út á sinn eigin kostnað feykilega stórtgufu- skip, hlaðið matvælum, og sent lækninn sinn með því til að likna þeim bágstöddu. Ein af plágunum, og ekki hin minsta, eru þjófarnir og ræningj- arnir, sem sitja um að stela öllu fjemætu, sem þeir geta fest hend- ur á. Það litur svo út, sem alt illþýði úr ítaliu hafi safnast sam- an á jarðskjálftasvæðinu til að maka krókinn, enda hefur verið safnað þar saman allmiklu her- liði, bæði til að bjarga og til að lialda reglu, og tekur það ekki með mjúkum höndum á ræningj- unum; bver, sem er grunaður um ránskap, er óðara skotinn. Tekist hefur að bjarga allmörg- um með lífi upp úr rústunum. í rústunum í Messína fanst ung söngmey frá leikhúsinu; liún var sjálf alveg heil á hófi, en hún lá með barnið sitt dautt í fanginu og vildi ekki með neinu móti láta bjarga sjer, svo að það varð að taka hana burtu með valdi. Skamt þaðan hafði ung stúlka, 16 ára gömul, verið að grafa með hönd- unum niður í rúst, til að reyna að bjarga móður sinni og syst- kinum. Herílokkur, sem þar fór um, ætlaði af meðaumkunarsemi að taka hana með sjer, en stúlk- an fleygði sjer um hálsinn á her- foringjanum og grátbændi hann um að hjálpa sjer, þangað til hann komsl við og Ijet menn sína hjálpa stúlkunni, þó hann b)rggist ekki við neinum árangri af því; en það tókst svo vel, að þeir björguðu allri fjölskyldunni, 5 manns, heilli á liófi. Fögnuður og þakkláls- semi ungu stúlkunnar var óum- ræðileg. Ungur maður, sem var orðinn alveg úrkula vonar um björg, var grafinn upp úr rúst- unum, og það fyrsta, sem hann bað björgunarmenn sína um, var vindlingur. í einu hrundu húsi heyrði herflokkur einn, sem gekk þar fram hjá, raust, sem altaf stagaðist áorðunum »Ave Maria«. Þeir grófu í rústina og gengu á hljóðið, og fundu að loknm páfa- gauk, sem í sifellu þuldi þessi orð, og sat við hliðina á ungri stúlku, sem enn þá var með lifi. Eitt, sem hefur kvalið þá, sem komist hafa lifs af, einna mest, er þorsti. Allar vatnsæðar hafa farið í sundur, og ekkert vatn fengist nema með saltbragði eða brennisteinsbragði, svo það hefur orðið að flytja að ógrynnin öll af vatnsámum, og ekki tekið i mál að brúka neitt af því til að slökva með eldsvoðana, það er of dýr- mætt til þess. NiiiálaMiir u á Akureyri. Akureyringar frumvarpsmenn. Traustsyfirlýsing til stjórnar- innar. Það voru mikil fagnaðarlæti hjá frumvarpsandstæðingum í haust, er það frjettist, að þeir hefðu unn- ið Akureyrarkjördæmið. Þeir bjuggust ekki sjálfir við sigri þar og þeim kom fregnin um hann á óvænt. Fádæma-gauragangur frá þeirra hálfu síðustu dagana fyrir kosningarnar, þar á meðal með Alberti-málið sæla, hefur truflað kjósendur þar, eins og víðar, og ráðið kosningaúrslitunum. Eu ekki reynist þeim aðferð- in endingargóð þar. Það sýnir þingmálafundur, sem Sigurður Hjörleifsson, þingmaður Akureyr- inga, hjelt í fyrra kvöld. Fund- urinn var vel sóttur. Ekki hefur Lögr. fengið aðrar fregnir af hon- um, en um sambandsmálið. Til- laga frá þingmanni og frumvarps- audstæðiugum, um breytingar á sambandslagafrumvarpinu, var feld með 123 atkv. gegn 87. Samþykt var aftur á móti svo hljóðandi til laga með 114 atkv. gegn 87: »Med því að fundurinn lítur svo á, að ákvceðin í frumvarpi sam- bandslaganefndarinnar þurfi ekki að orka tvímælis, að tandið skuli vera fullvalda ríki, skorar fundur- inu á alþingi, að gera eigi nein- ar þœr bregtingar á frumvarp- inu, er spilli rjetlindum þeim, land- inu til handa, er í frumvarpinu felast, nje stefna að því, að lefla fjárhag landsins í voða, og sam- þgkkja frumvarpið óbregtt, svo framarlega, sem eigífást bregting- ar, sem landinu mœltu verða að hagsbóta. Þessa tillögu hefur Lögr. fengið orðrjetta í símskeyti, en eigi breyt- ingartillögur þær, sem S. H. bar fram. Annað simskeyti, sent frá Akur- eyri í dag, hljóðar svo: »200 kjósendur Akuregrarkaup- staðar hafa undirskrifað áskorun til þingsins, umað samþgkkja sam- bandslagafrumvarpið, og trausts- gfirlgsingu til ráðherranse. Reykj avík. Bæjavstjórnin. Fundur 21 jan. Eftir tillögum skólanefndar synj- aði bæjarstjórn beiðni um styrk til barnaskólans í Bergstaðastræti, en samþykti, að börn úr þeim skóla fái að njóta sama rjettar til sundkenslu og börn barnaskóla bæjarins, og fól borgarstjóra að leita samninga við stjórn bað- húss Reykjavíkur um ókeypis böð handa börnum skólans. Skrautgarðsnefndin skýrði frá því, með hverjum kjörum erfða- festulöndin við suðurenda tjarnar- innar mundu fást. Eftir nokkrar umræður var málið tekið út af dagskrá. Eftir nokkrar umræður um út- svör á vinnuhjú var svo hljóð- andi tillaga samþ.: »Bæjarstjórnin skorar á niður- jöfnunarnefnd kaupstaðarins að fylgja fram ákvæðum bæjarstjórn- arlaganna um, að leggja útsvar eftir efnum ogástæðum á alla þá, sem hafa fast aðsetur í bænum, þar á meðal vinnuhjú«. Lúðrafjelaginu veittur 500 kr. styrkur og 120 kr. i húsaleigu þetta ár, eins og næstl. ár, þó með því skilyrði, að fjelagið haldi uppi ókeypis lúðrablæstri eigi sjaldnar en að undanförnu, og auglýsi fyrir fram, hvenær það leiki ókeypis. Laun handa heilbrygðisfulltrúa voru ákveðin 1909: 600 kr. og Júlíus Halldórsson fyrv. hjeraðs- læknir kosinn heilbrygðisfulltrúi. í viðurkenningarskyni fyrirlangt starf í þarfir bæjarfjelagsins veitti bæjarstjórnin Ólafi ólafssyni fyrv. bæjarfulltrúa 300 kr. ellistyrk ár- lega, frá 1. jan. þ. á. að telja. Ráðherra kom með »Vestu« nú á sunnudaginn var. Takið eftir! Til leigu eru 4 herbergi, einkar hentug hvort heldur er fyrir eina fjölskyldu, eða fyrir alþingismenn, því húsgögn geta fylgt, ef um er samið í tíma. Ritstj. vísar á. Frá Ameríku er nýkominn hing- að Skafti Brynjólfsson lögfræð- ingur frá Winnipeg, áður þing- maður í Canada, og frú hans. Þau eru á skemtiferð og ætla að dvelja hjer á landi til næsta hausts. Verða hjer í bænum í vetur, ferð- ast um landið í sumar og dvelja hjer síðan aftur um tíma, áður þau fara heim. Þorvarður Porvarðsson prent- smiðjustjóri kom úr utanlands- för með »Vestu« nú á sunnu- daginn. Hann fór hjeðan til Sta- vangurs í Noregi og kvæntist þar 26. nóv., og kom konan nú hing- að með honum. Hún er íslensk, Gróa Bjarnadóttir að natni, en hefur verið um hríð í Noregi, og er ekkja eftir norskan kaup- mann. Frá Stavangri fóru þau til Björg- vinar, þaðan til Kristjaníu, þá til Khafnar, og svo suður til Ham- borgar, en dvöldu síðan í Khötn um tíma, áður en þau hjeldu heim hingað. Veður er altaf mjög óstöðugt og stormasamt. í gær og fyrri nótt var asahláka og hvass útsunnan- vindur, svo að snjólaust er nú orðið að mestu. Riddarar af dannebrog eru þeir orðnir Sighv. Bjarnason banka- stjóri og Sigf. Eymundsson bók- sali. Bankavextir lækka. íslands- banki auglýsir á öðrum stað hjer í blaðinu niðurfærslu á útláns- vöxtum um '/2%, úr 6°/o í 5'/2%, frá því í dag. Vextir eru færðir niður um V20/0 í Danmörku í dag, en um sama leyti færir England vextina upp. Danir munu vera að taka stórt ríkislán í Frakk- landi, og er líklegt, að vaxtaniður- færslan standi i sambandi við það, en hún sýnir, að horfurnar í pen- ingamálunum eru að batna í Dan- mörku. Maður slasaðist við uppskipun úr koltiskipi hjer á höfninni á föstu- daginn var, Guðmundur Gíslason. Kolasekkur datt ofan á hann og braut annan fotinn. „Þjóðólfs-madurinn“. »Það er auðsjeð, hverja hann umgengst núna«, sagði ísafoldar- maður einn og hló við, þegar hann hafði lesið tremstu greinina i Þjóð- ólfi á föstudaginn var. Hann átti ekki við barnalegu ráðleggingarnar til ráðherrans um það, hvenær og hvernig hann ætti að losna við embættið, því þær eru svo Þjóðólfslegar, sem frek- ast má verða, þó ísaf. hafi farið með eitthvað líkt áður. En hann átti við það, að Þjóð- ólfur er þarna að ríta niður fram- farastefnu núverandi ráðherra í innanlandsmálum, þau verk, sem Þjóðólfur hefur sjálfur veitt lion- um fylgi til, en ísaf. hefur maldað á móti. Þegar ísafoldar-maðurinn kom að þeim kaílanum í greininni, þá hló hann og sagði þetta, sem til er fært hjer á undan. Og það er ekki liægt að neita því, að þetta er satt. Þeir Isafoldarliðar eru búnir að dáleiða Þjóðólfsmanninn, og gera hann líklega að miðli hjá sjer áð- ur en lýkur. Kári.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.