Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 17.02.1909, Side 2

Lögrétta - 17.02.1909, Side 2
26 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum mlð- vikudegi og auk þess aukahlöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. I. |~r> T-MERKI — brúkuð — kanpirháu J. Xvl verði Inger Östlund, Þir.g- holtstræti 23. inn laus, skal dómari, áður sólar- hringur sje liðinn, leggja rökstuddan úrskurð á, hvort hann skuli settur í varðhald. Megi Iáta hann lausan móti veði, þá skal ákveðið í árskurð- inum, hvert og hversu mikið það skuli vera. Úrskurði dómara má þegar skjóta til æðra dóms, og fer um birting og áfrýjun slíks úrskurðar sem um birt- ing og áfrýjun dóms í sekamálum. Engan má setja í gæsluvarðhald fyrir sök, er aðeins varðar fjársekt eða einföldu fangelsi. Rzða ráðherra í neðri deild 16. febr. 1909, er hann lagði frumvörp stjórn- arinnar fyrir þingið. Jeg ætla í þetta sinn ekki að fara frekar út i hin einstöku frum- vörp, sem jeg hef fram lagt, held- ur geyma mjer þær athugasemd- ir, sem jeg kynni að þurfa að gera við þau, þangað til þau koma til umræðu i deildinni. í dag vildi jeg að eins mega, eins og á tveimur síðast undanförn- um þingum, skýra með fáeinum orðum frá fjárhagsástandinu*, eins og það nú er og ætla má að það verði við lok yfirstandandi fjár- hagstímabils. Pegar jeg nefni fjárhagsástand- ið í þessu sambandi, á jeg auð- vitað að eins við fjárhag land- sjöðsins, hins sameiginlega sjöðs, sem þing og stjórn hefur meðgerð og umsjá með. Aftur á móti ætla jeg mjer ekki í þetta sinn, að tala um fjárhagsástandið í landinu, efnahag og horfur al- mennings, er tilefni getur þó gefið til ýmislegra alvarlegra hugleið- inga. En þótt náið sje nef aug- um, þá er þó sitthvað fjárhagur landsjóðs og fjárhagsástandið í landinu, og ber ekki að sama brunni að því er ábyrgðina snert- ir. Þetta þarf væntanlega ekki nánar að útlista, þótt svo virðist, sem þessu hafi stundum verið blandað undarlega saman, þegar rætt hefur verið um fjárhagsráð- stafanir þings og stjórnar. Síðastliðnu fjárhagstímabili, 1906—1907, reiddi þannig af, að tekjuhallinn varð hjer um bil helmingi minni, en áætlað hafði verið í fjárlögunum. A þessum árum var ritsíminn og talsíminn lagður um landið, geðveikrahælið bygt, óvenjulega miklu varið til vega og brúa, dýrir vitar reistir, og auk þess allmiklu fje varið til óvenjulegs kostnaðar o. s. frv., og sagði mörgum þunglega hugur fyrir um, hvernig kljúfa ætti fram úr öllum þeim gjöldum, sem þetta fjárhagstimabil liafði í för með sjer. En svo fóru leikar, að þótt útgjöldin yrðu allmikil umfram áætlun, bæði samkvæmt fjáraukalögum og nýjum lögum og upp á væntanlega aukafjár- veiting, eins og landsreikningarn- ir greina og fjáraukalagafrv. fyrir 1906—1907 ber með sjer, þá urðu á hinn bóginn tekjurnar einnig svo mikið fram yfir áætlun, að öll þessi aukagjöld borguðust upp, og þar að auki hjer um bil helmingurinn af hinum áætlaða tekjuhalla fjárlaganna. Pað má nú segja, að þetta sje slempilukka ein, að þannig rjeð- ist; en það er ekki rjett. Tekj- urnar voru í fjárlögunum með ásettu ráði al hálfu stjórnar og þings áætlaðar mjög lágt og var- lega, þannig að þegar frá upp- hafi mátti húast við því með rjettu, að tekjurnar yrðu eigi alllítið hærri, ef ekki bæri alveg óvana- legan hnekki að höndum, að því er snerti atvinnuvegi og viðskifta- líf landsins, og gátu menn þess vegna verið öruggari til fram- kvæmdanna. — Þegar hða fór fram á árið 1906, kom það í ljós, að tekjur urðu langt um vonir fram, og 'eftir áramótin 1906— 1907 var hægt að slá þvi föstu, að tekjurnar á árinu 1906 hefðu orðið um 340 þúsund kr. um- fram áætlun. Þegar kom fram undir þing 1907 var það orðið sjáanlegt, að það ár ætlaði ekki að verða lakara, heldur jafnvel hetra, en hið fyrra, að því er landsjóðstekjur snerti, og þess vegna var engan veginn rent blint í sjóinn, er bætt var við auka- útgjöldin, eins og gert var á þing- inu með fjáraukalögum og nýj- um lögum. Eftir þvi, sem þá varð sjeð, var ekki annað líklegra, en að tekjur fjárhagstímabilsins mundu jafnvel hrökkva alveg, svo að ekkert yrði eftir af áætluðum tekjuhallafjárlaganna; endamundi svo hafa farið, ef kostnaður hjer innanlands við flutninga o. íl. út af komu konungs og ríkisþings- manna, hefði eigi orðið svo miklu meiri, en nokkur hafði við húist, sem raun ber vitni um. En það má hugga sig við, að þau útgjöld- in hafa í öllu falli ekki orðið til þess að spilla fjárhagsástandinu í landinu, því á þessu hefur marg- ur landinn allvel grætt. Peningaforði landsjóðs var 31. desbr. 1907 . . 340,068 Viðlagasjóður .... 1,210,428 Samtals kr. 1,550,496 Eins og niðurstaðan varð, má hún heita góð eftir atvikum, þó að ekki lánaðist að jafna alveg allan hinn áætlaða tekjuhalla. Hann hefur oft orðið meiri en vai'ð, án þess það hafi vaxið í aug- um, og þó ekki verið meira að gert. Þá kemur yfirstandandi fjár- hagstímabil. Að vísu er svo skamt liðið frá áramótum, að ekki er unt enn þá, að gera upp nákvæm- an reikning fyrir hið liðna ár. En hinsvegar hefur verið hægt að fá með ritsímans hjálp þær upp- lýsingar frá gjaldheimtumönnum, að hægt er að sjá hjer um bil, hve miklar tekjurnar hafa orðið; gjöldin er oss kunnugt um. Það hefur því verið gert bráðabirgða- yfirlit yfir tekjur og gjöld lands- sjóðsins árið sem leið, sem að vísu sumpart er bygt á áætlun, en þó ekki getur skakkað neinu verulegu frá hinu rjetta. í fjárlögunum fyrir fjárhags- tímabilið 1908—1909 erutekjurn- ar taldar 2,822,530 kr. gjöldin 2,- 848,042 kr., tekjuhalli talinn 25- 512 kr. 67 aurar. En af tekjun- um eru 500,000 kr. lántaka sam- kvæmt heimildarlögum frá 19. desbr. 1903. Eru eiginlegar tekjur ekki nema 2,322,530. Það er þannig rjett að segja, að hinn eiginlegi tekjuhalli sje 525,512 krónur, sem ætlast er til að verði minkaður um V2 niiljón með lán- töku. Af hinum áætluðu tekjumkemur á árið 1908 . . . kr. 1,157,265 en á árið 1909 . — 1,165,265 Afgjöldunumkem- ur á árið 1908 . . — 1,616,436 en á árið 1909 . . — 1,231,606 Af hinum nýnefnda tekjuhalla kemur þannig á árið 1908:..............kr. 459,171 en á árið 1909aðeins — 66,341 kr. 525,512 Öll hin nýnefnda gjaldaupp- hæð, 1,616,436, hefur komið til út- gjalda á árinu 1908, að und- anskildum kr. 21,458, sem er mismunur á óútborguðu fje og umframgreiðslunni á fjárlögun- um.................... 1,594,978 En auk þess hefur orðið að greiðaeftir nýjum lög. 124,500 Samtals kr. 1,719,478 Þetta eru því gjöld ársins. En tekjurnar urðu, eftir því sem næst verður komist og telja verður, kr. 1,461,766 sem er 304,500 kr. fram yfir hina áætluðu tekjuupphæð. í árslokin var svo tekið hið fyrirhugaða lán, sem ekki varð lengur dregið, þegar vegna jiess, að póstávísanasendingar hjeðan frá landi höfðu orðið svo Iangt fram yfir það sem vant er og skuld landsjóðs í viðskiftareikningn- um þess vegna svo há, að svo búið mátti ekki standa. Að með- töldum þessum . . kr. 500,000 verða árstekjurnar því taldar. . . . kr. 1,961,766 og þegar nýnefnd gjaldaupphæð . . 1,719,478 er frá dregin verður eftir til síðara ársins 242,288 sem þá ætti að verða reiknings- legur tekjuafgangur í landsreikn- ingnum fyrir 1908. Upp í það, sem þegar er búið að borga út, hefir þá gengið af lánsupphæð- inni c. 257,700 kr., en hitt geng- ur yfir til ársins 1909. Nú kem- ur, eins og jeg skýrði frá áðan, ekki nema 66,341 kr. af áætluðum tekjuhalla fjárhagstímahilsins á það ár, og ættu því að vera c. 242,288 — 66,341 = 175,947 kr. til þess að borga það, sem óútborg- að er af fyrra árs fjárveiting og gjöld eftir væntanlegum fjárauka- lögum frá þessu þingi fyrir fjár- hagstímabilið 1908—1909. Jafnvel þótt tekjurnar 1909 yrðu ekki meiri en fjárlögin gera ráð fyrir, ætti þó enginn, eða mjög lítill tekjuhalli að verða. En alt það, eða mestalt, sem tekjurnar verða umfram áætlun, ætli þá að verða eftir sem tekjuafgangur fyr- ir fjárhagstímabilið. Jeg skal engu spá. En úrþví tekjurnar á árinu 1908, sem var tiltölulega tekjurýrt oggaf rúmuml83þúsundumkróna lægri tekjur heldur en næsta, ár á undan, gaf samt af sjer meira en 300 þúsund umfram áætlun- ina, sem er næstum hin sama fyrir hæði árin, þá virðist ekki djúpt tekið í árinni, þótt menn segi að jiað sje sennilegt, að tekjurnar verði eins miklar í ár eins og i fyrra, og ætti þá tekjuafgangur- inn í lok fjárhagstímabilsins, sem nú stendur yfir, að vera talsvert mikill. Þær 242 þúsund krónur, sem samkvæmt framansögðu eiga að verða afgangs láninu í landsreikn- ingnum 1908, bætast ekki allar við peningaforðann, af því að á áf- inu hafa gengið til lánveitinga 150 þús. kr. fram yfir það, sem nú hefur borgast af lánum, og vex viðlagasjóður um þá upphæð. En við peningaforðann bætist c. 92000 kr., og hefur hann þá verið við árslok 1908 c. 432000 krónur. Lántakan, sem að framan var nefnd, var jiegar ráðgjörð og leyfð árið 1903, áður en núverandi stjórn tók við, og hefir í rauninni jafn- an verið reiknað með henni síðan, þannig að hún hefur verið skoðuð sem bakhjarl, þegar um aukin fjárútgjöld eða kostnað hefurver- ið að ræða. Hún var samþykt með lögum á hinu svo nefnda miljónaþingi, sem bjó i hend- urnar á hinni nýju innlendu stjórn, er þá var væntanleg, íjárlög með meira en 400 þúsund króna áætl- uðum tekjuhalla, auk nýmæla, sem höfðu að auki um 100 þús. kr. útgjöld í för með sjer, á því fjárhagstímabili. Hygg jeg, að fáir hafi búist við, að komist yrði hjá þvi, að taka lánið þá; en efni landssjóðs hafa hlessast svo, að þess hefir ekki þurft, þrátt fyrir mikil og margvísleg útgjöld og fyrirtæki, þangað til það loks nú er tekið og notað mestmegnis til arðberandi framkvæmda og fvrir- tækja, sem sjálf horga vextina af láninu eins og jeg síðar mun drepa á. Til frekari skýringar því, hver áhrif þessi lántaka hefir á upp- hæð landssjóðsins, skal jeg leyfa mjer að bera saman fjárhag lands- sjóðs eins og hann var í ársbyrj- un 1904, þegar núverandi stjórn tók við, og eins og hann er nú í þessu augnabliki, eða var við nýafstaðin áramót. Þá, hinn 31. desbr. 1903, var, eins og lartdsreikningarnir sýna, upphæð viðlagasjóðsins 1,105,261 Peningaforði landssjóðs 666,106 Samtals kr. L771,367 Á þessum stofn hvíldu samkvæmt fjárlögum og öðrum lögum fjárveit- ingar og útgjöld, sem námu yfir 500 þúsund krónum. Hinn 31. desbr. 1908 var viðlagasjóðurinn . 1,360,623 Þar við verður að bæta upphæðum, sem lagðar hafa verið til annara sjóða landssjóðs, fiski- veiðasjóðs og bygging- arsjóðs m. m........... 109,038 Peningaforðinn 31. des- — br. 1908 .............. 432,161 1,901,822 1,771,367 Mismunur 130,455 Á þessum stofni hvílir hin marg: nefnda 500,000 kr. lántaka, tekin í árslok 1908, samkvæmt lögum, sem alþingi án tilmæla stjórnar- innar samþykti þegar á alþingi 1903 til þess að standast þann tekjuhalla, sem þá var ákveðinn og samþyktur af þinginu. En nú er viðlagasjóður og stofninn liðlega 130 þúsund krónum hærri en þegar núverandi ’stjórn tók við. Það er með öðrum orðum: Það er aðeins tæplega 370 þús. króna skuld, sem lagst hefur á stofn- inn frá því sem hann var í árs- byrjun 1904. Ef öll skuldin væri horguð upp nú þegar í stað, þá væri upphæð viðlagasjóðs og pen- ingaforða samanlögð aðeins tæp- um 370 þús. kr. lægri nú í svip- inn, heldur en þegar núverandi stjórn tók við, og væri beðið loka yfirstandandi fjárhagstímabils, og tekjuafgangur sá, sem jeg áður hef leitt rök að, að verða megi við lok þess, látinn ganga til greiðslu lánsins, eða lagður við viðlagasjóðinn, þá yrði þessi mis- munur ennþá miklu minni — ef til.vill enginn, ef vel árar. En hvað hefur þá orðið af þess- um tæpl. 370 þúsund krónum, sem mismunurinn nemur nú í svipinn. Hafa þær gengið í súg- inn? Orðið eyðslufje? Sjer þeirra engar menjar í neinu, sem sje þessa virði? Jú, á móti þessari upphæð kemur það, að vjer höf- um á þessum árum eignast all- margt það, sem telja má lands- sjóði til eflingar og vegsauka, þar á meðal landsímanet, sem kostað hefur 971,200 krórtur, og óhætt má meta á miljón króna, auk alls óbeins hagnaðar, gagnfræðaskóla á Akureyri, Geðveikrahælið, Kenn- araskólann, Bfýr á Lagarfljóti, Jökulsá, Fnjóská, Hvítá o. m. fi. Vita á Reykjanesi (nýjan fyrir alt að 90,000 kr.), á Vestmannaeyj- um, á Dalatanga og Siglunesi, keypt skóglönd til ræktunar og byijað að rækta þau, o. s. frv., o. s. frv. Eflt búnaðarfyrirtæki og verldegar framfarir að mikl- um mun og auk þess varið á þessu tímabili 217,000 krónum til útrýmingar fjárkláðanum. Þar að auki hefur verið varið 220 þús. til þess að halda uppi sóma lands- ins og auka því álit hjá öðrum þjóðum með sæmilegri móttöku á konungi vorum og hinum dönsku rikisdagsmönnum, og þó hefur landið lagt fram fje til safnahússins, fegursta og stærsta hússins hjer á landi. Jeg held því að engum geti blandast hug- ur um, að landssjóður hefur auðg- ast óg það stórauðgast að eignum síðan árið 1903, og að hagur hans er eins góður og eftir verður vænt í landi, sem er eins fátækt og fá- ment og þurfandi kostnaðarsamra umhóta og framkvæmda í öllum greinum, eins og okkar land. Jeg gat þess áðan, að lánið af ríkissjóði væri tekið til arðvænna fyrirtækja, og skal jeg nú færa því stuttlega stað. Þau fyrirtæki, sem lánsfjenu, eða því sem enn er eytt af því, hefur verið varið til, er ritsímar og vitar. Það verður að skoða vitagjaldið sem afrakstur af vit- unum, því það getur ekki verið nein siðferðisleg heimild til þess að heimta slíkt gjald nema sem horgun fyrir afnot vita, sem til eru. Nú nam vitagjaldið á síð- asta fjárhagstímabili kr. 34,500 ki\, en starfræksla vitanna aðeins c................ 15,000 kr. Mismunur 19,500 kr. er renta af miklu meiri upphæð, heldur en vjer enn höfum lagt i vitahyggingar, og eigum vjer þar skyldur af hendi að inna, sem vjer með rjettu getum tekið láns- fje til. Að því er snertir landsímana er það að segja, að þeir eru nú þegar að verða landssjóði tekju- grein. Aí þeim 971200 kr., sem landsímarnir ásamt bæjarkerfun- unum alt i alt hafa kostað og eiga verðmæti fyrir, hefur stóra nor- ræna lagl til . 300,000 og sýslufjelög. 48,500 348,500 Landssjóður hefur þá als lagt fram til þessara fyrirtækja að meðtöldum öllum undirbúnings- kostnaði ................. 622,700 Afþessu fje fór til Vest- fjarðaálmunnar og ann- ara lína, sem bygðar voru á síðasta sumri og ekki teknar til afnota fyr en síðasta ársfjórðunginn . 292,484 ' •' ''li •• i ' —■ < í i— - ■'..»! . Allar aðrar línur, sem Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningSmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—II og 4—5. Talslmi 16. voru til almenningsnota alt árið 1908 hafa því kostað landssjóð alls. . 330,216 Nú urðu tekjurnar af þessum símum á árinu 1908 — sem sann- arlega ekki var neitt veltiár í verslun og viðskiftum — að frá- dregnum öllum starfskostnaði, 17,000 kr. nettó, en það samsvar- ar fullum 5% af öllu því fje, sem landssjóður hafði lagt til þessara landsíma. En um þá síma, sem aðeins voru til afnota síðasta árs- fjórðunginn, er það að segja, að þeir gáfu af sjer nettó, að frá- dregnum öllum starfskostnaði 3000 kr. á ársfjórðungnum, er samsvar- ar 12,000 kr. á ári, en það er meira en 4% af því fje, sem lands- sjóður hefur til þeirra lagt. Þegar þetta er þannig, þegar á fyrsta ári, og það í afturfararári að öðru leyti, þá má og renna grun í, hvað verða muni þegar frá líður, ef hjer gildir líkt lögmál um slíkt eins og annarstaðar i veröldinni. — Til þess að forðast misskiln- ing, vil jeg taka það fram, að það væri ekki rjett að draga tillagið til Mikla Norræna frá landsímaarðinum, fremur en tillagið til póstgufuskipanna er dregið frá arðinum af póstferð- um innanlands. Það fje er greitt fyrir hinn óbeina hag, sem öll viðskifti landsins við umheiminn hafa af sambandinu, eins og sýslu- fjelög leggja tillög til landsímans fyrir hagnaðinn við að fá hann í hjeraðið, og höfum vjer auk þess fengið talsvert í aðra hönd, þar scm eru þær 300,000 kr., sem fje- lagið hefur lagt til landsímans, og aukið með því eign landssjóðs. Það eru ekki slík fyrirtæki, sem valda þvi, að tekjur landssjóðs, eins og þær eru eftir núgildandi lögum, geta ekki með gœtilegri á- œtlan nægt til þess að vega á móti þeim gjöldum, sem nauðsynlegt hefur þótt að fara fram á í fjár- lagafrumvarpi því, sem nú er fram lagt. Eins og sýnt er fram á í athugasemdunum við frumvarp- ið um bráðabirgðahækkun á að- flutningsgjaldi, eru það aðrar að- kallandi þarfir, sem því valda, þarfir, sem ekki verður á bug visað, en sem eftir eðli sínu ekki geta gefið beinan arð af fje þvi, sem til þess gengur. — En á það atriði mun jeg minnast lítið eitt nánar, þegar íjárlögin koma til umræðu. sem loks var haldinn 13. þ. m., er það fyrst og fremst að segja, að þó kjósendur vissu það áður, að nú eiga þeir Ijelega fulltrúa á alþingi, þá of- bauð þeim þó frammistaða þeirra á fundinum, einkum í því málinu, sem kosningarnar í haust snerust um, og þá fyrst og fremst þess fulltrúans, sem kosinn mun hafa verið vegna ímyndaðrar sjerþekkingar lians á þessu máli, eða atriðum, sem að því lúta. Því það var hann, sem í þetta sinn »skandalíseraði« meira en hinn. Hann sagði, meðal ýmislegs annars af líku tægi, að ef sambandslaga- frumvarpið yrði samþykt, þá gætu Danir tekið íslendinga í herþjónustu, og »viljið þið láta taka ykkur í danska herínnf« hrópaði hann og steytti hnefann fiaman í kjósendun- um. Tvær eða þrjár raddir tístu niðri í salnum: „Nei, nei!" og þá settist þingmaðurinn glottandi niður. Það var eins og hann væri hróðug- ur yfir því, að hafa náð í tækifæri til að sýna samþingismönnum sín- um, sem sátu á pallinum í kringum hann, hvernig hann færi að leika á strengina hjá kjósendunum. Auðvit- að var þetta fljótlega leiðrjett, svo að ánægjan varð skammvinn. Hann gætti þess ekki, fyr en ef til vill eftir á, að með því að láta annað eins og þetta út úr sjer í áheyrn þingmanna og gesta frá öllum lands- hornum, gerði hann kjósendum sín- um opinbera skömm. Hann sýndi öllum, sem við voru, að hann áliti þá svo fávitra og ófróða, að þetta mætti bjóða þeim. Þingmenn stór-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.