Lögrétta - 17.02.1909, Síða 4
28
L0GRJETTA,
Skemtun
heldur IJavnahælisfjelagið þriðju-
daginn 23. og miðvikudaginn 24. þ.
m. kl. 8^/2 síðdegis í Itárubúð.
Söngur, upplestur 0. tt.
Nánar á götuauglýsingum.
Vindmyllan
í Rauðarárholti
tekur bankabygg til mölunar.
Böðvar Jónsson.
heldur kvenfjelag fríkirkjunnar í næstu
viku til ágóða fyrir sjúkrasjóð sinn.
Bestu kraftar bæjarins hafa lofað sinni
góðu aðstoð og vonar því fjelagið
að þetta verði ein hin besta og fjöl-
breyttasta skemtun á vetrinum.
lánar á götuauglýsiugum.
s e 1 u r
rr
iilir- oj kolaverslunii kíjljaiíl.
SRpó. fíosfar fír. 3,30 fíaimfíuíf.
Ennþá lægra verö, ef mikið er keypt í einu.
T a 1 s í m I 58.
!*rNú eru komnar mikiar
irgðir til sjávarútvegs.
Þar á meðal mikið úrval af
Sj óf ötum.
Hvergi eins ódýrt og hjá
B P. J. Thorsteinsson & Co.
H,
EIÐRADIK viðskiftamenn, sem skulda við „Timb-
ur og kolaverslunina Reykjavik“ i tilefm af viðskiflum
frá i Maí 1905 til I. Febrúar 1909, — áminnast hjer
með alvarlega um að borga skuláir sínar sem fgrsl að
fullu til nefndrar verslunar, par eð þœr annars verða
innan skams afhentar til innheimtu.
Reykjavík, 16. Febrúar 1909.
F. Fredriksen.
Ai
.LLAR skuldir við »Timbur og kolaverslunina
Reykjavík«, sem eru eldri en frá Maí 1905, ber að borga
til herra yfirrjettarmálaflutningsmanns Sveins Rjörnsson-
ar í Reykjavík.
Reykjavik þ. 16. Febrúar 1909.
I-F. Ifredriksen.
Samkvæmt framanritaðri auglýsingu leyfi jeg mjer
hjer með að skora á alla þá, sem skulda »Timbur og
kolaversluninni Reykjavík« frá framangreindum tíma,
að borga mjer skuldir þessar sem allra fyrst.
Reykjavík, 16. Febr. 1909.
í þrotabúi Önnu Kristínar Bjarna-
dóttur verður haldinn í bæjar-
þingstofunni hjer næstkomandi
laugardag 20. þ. m. kl. 3 síðdegis
til að ráðstafa eignum búsins,
sjerstaklega vjelum þess og smíða-
verkfærum.
Bæjarfógetinn í Reykjavík,
17. febr. 1909.
Jön Magnússon.
Peir, sem vilja i alvöru láta al-
menning vita um, hvað peir hafa á
boðstólum, auglýsaí Vasakveri Reykja-
víkur. Mars-kverið kemur bráðum.
Miklu fullkomnari en hin og pó jafn-
ódýrt.
Sjóvátrygging.
Undirritaður umboðsmaður sjóvátryggingafjelagsins nDe private Assu-
randeurer« í Kaupmannah'ófn tekur í ábyrgð fyrir sjóskaða allar inn-
lendar og útlendar vörur, er fluttar eru hafna á milli hjer á landi eða
til útlanda.
Sömuleiðis geta útgerðamenn þilsRipa og botnvörpu>
veiöasRipa fengið trygðan afla ot* annan útgerAarRostnaA
skipanna.
Pjetur B. Hjaltested,
Suðurgötu 7.
Jarðarför fósturdóttur okkar, Katrínar
Sigurjónsdóttur, er andaðist á Landakots-
spitalanum 10. p. m., fer fram frá spitalan-
um laugard. 20. p. m., kl. 12 á hád.
Ágúst Thorsteinson. Katrin Thorsteinson.
Fundist hefur kvenhúfa á Lauga-
vegi; rjettur eigandi getur vitjað hennar á
Kárastíg io.
Nýtt hús
til leigu frá 14. maí næstk., 3—5
herbergi, eldhús, þvottaherbergi og
geymsla. — Semjið sem fyrst við
Guðna Þorláksson trjesmið, Grettis-
götu 20.
Sveinn örnsson.
Hafnarstræti 16. Skritslofutími 10—12 og 4—5.
*s „<&rospero“
kemur til XXvíkixv 16. mars, 9. apríl, 19. maí, 19.
júní, 28. júlí og 18. október.
Fer írá IXvík: 18. mars, 11. apríl, 21. maí, 21.
júní, 31. júlí og 20. október.
Kemur sunnan um land 2. ferð i röðinni, hinar ferð-
irnar allar norðan um land.
Fer beint til útlanda í 1. ferð, suður um land til
Seyðisfjarðar í 3. ferð, og norðan um land hinar ferðirnar.
AiallÉr Steinars
verður haldinn í B á r u b ú ð (uppi)
• föstudag 19. þ. m., kl. 6 síðd.
Jón Porláksson,
p. t. form.
yy Auglýsingum í „Lög-
rjeltu“ tekur ritstjórinn við
eða prentsmiðjan.
Prentsmiðjan Gutenberg.
10
11
§em hann hittir á förnum vegi, þó
þeir svari ekki hiklaust spurningum,
sem óvíst er að þeir geti leyst úr«.
hJeg fyrirgef þjer spaug þitt«, svar-
áði ábótinn, »en þó því að eins, að þú
vísir okkur veg til húsa Siðríks«.
»Jæja þá«, sagði Vambi, »þú skalt,
háæruverði herra, fara þennan veg
þarna, þangað til þú kemur að lág-
um krossi; þar mætast tvær götur, og
þið skuluð ríða þá, sem vinstra meg-
in liggur. Þá er jeg viss um, að þið
finnið náttstað áður en óveðrið skellur
yfir«.
Ábótinn þakkaði leiðsöguna, og allur
flokkur hans hleypti á stað þann veg,
sem Vambi hafði vísað á. Þegar þeir
voru horfnir, sagði Gurt við fjelaga
sinn; »Þetta var vel sagt til vegar,
Vambi; þeir koma varla til Rauðu-
skóga á þessari nótt«.
»Nei«, sagði Vambi og glotti. »En
ætli þeir nái ekki til Sjeffíld, ef þeir
ríða hart«.
»Það var rjett gert af þjer«, sagði
Gurt aftur eftir litla þögn. »Það gæti
leitt ilt af þvi, ef Ymir ábóti sæi jung-
frú Róvenu, og þó enn verra af því,
ef þeim Siðríki og þessum Musteris-
riddara lenti saman. En við skulum,
eins og góðir þjónar eiga að gera, sjá
og hlusta, en ekkert segja«.
Ábótann og förunauta hans bar fljótt
yfir, þegar þeir voru skildir við þræl-
ana.
»Hvernig gat þessum lubbum dottið
í hug, að sýna okkur aðra eins ósvífni
og þeir gerðu?« sagði Musterisriddar-
inn, »og því lofaðirðu mjer ekki að
siða þá?«
»Annar þeirra er fífl, Brjánn bróðir«,
sváraði ábótinn, »og talaði eins og
hann liefur verið vaninn á að tala.
En hinn durturinn er einn af þeim
drefjum, sem eftir eru af engilsaxneska
þjóðflokkinum og aldrei líður ósigur-
inn úr minni. Þeir menn eru altaf
fullir af úlfúð, heift og óstýrilæti, og
láta ekkert tækifæri ónotað til þess að
ilskast við okkur hina«.
»Jeg hefði ekki verið lengi að lægja
í honum rostann, sagði Brjánn. »Jeg
er vanur því, að fást við slíka pilta.
Tyrknesku fangarnir hjá okkur þarna
austurfrá eru svo illir viðfangs og ó-
stýrilátir, að sjálfur Óðinn hefur ekki
getað verri verið. En eftir hálfs mán-
aðar dvöl hjá mjer hafa þeir orðið
auðmjúkir og hlýðnir. Þrælavörður
minn hefur verið fljótur að kenna þeim
það«.
»En sinn er siður í landi hverju«,
svaraði ábótinn. »Ekkert hefðum við
verið nær rjettri leið til húsa Siðríks, þó
þú hefðirfengið að berja þrælinn, og þar
að auki er það vist, að út úr því hefði
risið fjandskapur milli ykkar Siðriks.
Jeg hef áður sagt þjer, að hann er
drambsamur maður, tortrygginn og
fljótur til reiði. Hann er óvinur að-
alsins og beitir sjer jafnvel á móti
þeim, sem næstir honum eru, bæði
Reginvaldi og Filippusi, og er þó hvor-
ugur þeirra neitt lamb að leika sjer
við. Hann er harður í kröfum um
öll rjettindi fyrir þjóðflokk sinn, og er
alment kaliaður Siðríkur Engilsaxi,
enda er hann kominn í beinan karl-
legg frá Hervarði, nafnfrægum kappa,
og þykist mjög af því. Þó margir
aðrir reyni nú orðið fremur að dylja,
að þeir sjeu komnir af Engilsöxum,
þá telur hann það sóma sinn«.
»Þú ert prúðmenni mikið í fram-
göngu, Ymir ábóti«, sagði Brjánn, »þar
á ofan orðlagður smekkmaður á kven-
lega fegurð og sjálfsagt vel heima í
allskonar ástabrögðum. En það segi
jeg þjer, að þótt mjer sje mjög hug-
leikið að fá að sjá jungfrú Róvenu og
hennar orðlögðu fegurð, þá eru tak-
mörk fyrir þeirri sjálfsafneitun og þol-
inmæði, sem jeg hef yfir að ráða, ef
jeg á fyrst að leita eftir hylli annars
eins manns og faðir hennar er, eftir
þessari Iýsingu«.
»Siðríkur er ekki faðir hennar«,
svaraði ábótinn. »Hann er frændi
hennar langt fram í ættir. Hún er af
miklu göfugri ætt en hann. En um
fegurð hennar fær þú nú líklega bráð-
um að dæma sjálfur. Jeg trúi því ekki
fyr en jeg reyni, að þú þykist hafa
sjeð aðrar konur fegri þar austurfrá«.
»En fari nú svo samt sem áður, að
ykkar marglofaða fegurðargyðja verði
vegin og ljettvæg fundin, þá skalt þú
muna eftir veðmáli okkar«.
»Já«, svaraði áhótinn; »hálsfestin mín
góða móti tíu tunnum af Kíosvíni. —
Jeg tel mjer víntunnurnar eins vissar og
þær væru nú þegar komnar heim til
mín og niður í klausturkjallarann«.
»Og það þó jeg eigi sjálfur að vera
dómarinn!« sagði riddarinn. »Jeg
tapa ekki nenia jeg viðurkenni sjálfur,
að jeg hafi ekki sjeð eins fallega stúlku
nú í heilt ár. Yar það ekki veðmálið?
— Hálsfestin er bráðum mín eign,
ábóti«.
»Ef þú dæmir þjer liana, þá færðu
hana«, svaraði ábótinn. »Enjeg treysti
á það, að þú dæmir eins og þjer finst
rjett vera, enda hefur þú lagt við því
riddaraheiður þinn. En fylgdu min-
um ráðum, bróðir góður, í því,
að tala með meiri gætni og kurt-
eisi, en þú hefur tamið þjer í um-
gengni þinni við heiðna fanga og
þræla í Austurlöndum. — Siðrikur
Engilsaxi þolir engar móðganir, og
ef þú misbýður virðingu hans með
einu orði, þá er honum vel til þess
trúandi að reka okkur út úr húsum
sínum, þótt um miðja nóttværi; hann
metur hvorki riddaraheiður þinn nje'
embættistign mína í kirkjunni meira
en svo. Og þú verður að gæta þess,
að líta ekki öðruvísi til jungfrúi Ró-
venu en fylsta velsæmi heimtar, því
hann vákir yfir henni með mestu at-
hygli. Fái hann nokkurn grun, þá er
úli um okkur. Það er sagt, að hann
hafi rekið einkason sinn frá sjer fyrir
það, að honum hafi litist vel á Róvenu.
Menn mega tilbiðja hana í hæfilegri
Qarlægð, eins og Maríu mey, en ann-
ars ekki«.
».Teg skil þig«, svaraði riddarinn, »og
skal haga mjer í kvöld eins og jóm-