Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 24.03.1909, Síða 1

Lögrétta - 24.03.1909, Síða 1
Aígreiðslu- og innhcimlum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON, Laumavets 41. Talsími 74. LOGRJETTA Ritstj óri: ÞORSTEINN GISLASðN, PiuglioHssu'œti 17. Talslmi 178. M. !•■». Kcylijavík 24. mars 1909. IV. Arg. Augnlækning ókeypis i. og 3. þrd. í mán. kl, 2__3 á spítalanum. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io1/* —12 og 4—5. Hlutabankinn opinn 10—2T/a og 5'/s—7• Landsbankinn io1/^—2V2. Bnkstj. við 12—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í mán. 7—8 e. m. SL*S-M4c .0^ HThAThomsen- M HAfNARSTR' 17-18 1920 21-22 •KOUSI-2'LÆKJABT 17 • REYKJAVIK • Með ,Ceres' komu margar nýjar iegundir af í heilkössum, hdlfkössum og kvartkössum. Fyrirtak aÖ gæöum, en verdid lágt. Bóka- og pappírsverslun Arinbj. Sveinbjariarsonar Liuigaveg <11. Talsími 74. Kosnir fulltrúar frá ensku nýlend- unum í Suður-Afríku, Kaplandi, Trans- waal, Oraníu og Natal, hafa setið á fundi í vetur til þess að semja sambandslög, sem eiga að gera úr þeim bandaríki. Þessum fundi var lokið í sfðastl. mánuði og þá full- samið sambandslaga-uppkast, er svo á að leggja fram fyrir löggjafarþing- in í hverri at nýlendunum um sig. Þegar uppkastið hefur verið rætt þar, koma fulltrúar nýlendanna, hinir sömu.semfrumvarps-uppkastiðsömdu, aftur saman til þess að ræða þær breytinga uppástungur, er þingin ef til vill gera, og reyna að fá út úr þeim frumvarp, er öll þingin geti gengið að. Það frumvarp á sfðan að leggja fyvir þau til samþykta. Það er almennur vilji þar { ný. lendunum, nú orðið, að mynda þessa sambandsheild, eða bandaríki. Fjand- skapurinn, sem logaði upp milli Hol- lendinga og Englendinga þar syðra, meðan á Búastríðinu stóð, kvað ger- samlega vera horfinn. Þegar Breta- stjórn veitti Transwaal og Óraníu sjálfstjórn, á sama hátt og öðrum ný- lendum sínum, fjell þar alt í ljúfa löð. Sambúðin milli Englendinga og Hollendinga er orðin hin ákjósanleg- asta, og það er, eins og þegar er sagt, orðinn almenningsvilji, að koma á bandalagi milli nýlendanna, og telja þær sjer mikinn hagnað í því, hver um sig. í því frumvarpsuppkasti, sem sam- ið hefur verið, er sambandsstjórninni og sambandsþinginu ætluð meiri og víðtækari ráð inn á við, yfir hverju nýlendufylkinu um sig, heldur en í Norður-Ameríku. Sjálfstjórn hvers fylkis um sig á að verða takmark- aðri þarna. Eitt atriði hefur valdið þrætum og það er, hvar höfuðstaður þessara sambandsrfkja eigi að vera. Þar hefur hvert viljað sfnum tota fram ota. Uppkast fulltrúafundarins leys- ir þetta á þann einkennilega hátt, að það ætlar sambandsstjórninni að eiga sæti í Pretóríu, höfuðborg Trans- waals, sambandsþinginu í Kap, höf- uðstað Kaplands og æsta dómstóln- um í Bloemfontein, höfuðstað Óraníu. Og svo er Natal heitið einhverjum sjerstökum hlunnindum fyrir höfuð- borg sfna, Petermaritzburg, ef það geri sjer þetta að góðu. En frá Kap til Pretóríu eru um 200 mílur, og er það óþægileg fjar- lægð milli stjórnarsetursins og þings- ins. Þetta atriði, hvar höfuðstaður- inn eigi að vera, er það sem haldið er að mest verði um þrætt f upp kastinu. Annars er talið líklegt, að það verði látið halda sjer í öllum að alatriðum. Að sfðustu verður að leggja það fyrir enska parlamentið, en þar er talið víst, að engin fyrir- staða verði á samþykki, því þetta er hið sama fyrirkomulag, sem rú er að komast á í Suður-Afríku, og áð- ur er til í nýlendum Englendinga í Norður-Ameríku og Ástralíu. Reykjavík. Bæjarstjórnin. Fundur 4. mars. Samþykt að ljá barnahælisfjelaginu 2 kenslustofur barnaskólans til áfnota næsta sumar, ásamt afnotum af eld- húsi, undir umsjón skólastjóra. Leyf- ið nær til 15. sept. Þessar brunabótav. samþ.: Á húsi Einars Guðmundssonar í Vestugötu 8,987 kr. og Ófeigs Vigfússonar í Hverfisgötu 4,670 kr. Fundur 18. mars. Samþ. að leyfa Birni kaupmanni Guðmundssyni að byggja bryggju fyrir norðaustan Kaik- ofnslóðina, með skilyrðum, er sett voru. Samþ. að selja hinn gamla bát hafnarnefndar og að verja mætti alt að 30Q kr. til þess að kaupa nýjan. Kosnir í nefnd til að athuga er- indi frá Áburðarljelaginu og tillögur fra heildrigðisnefnd: borgarstjóri, K. Zimsen og Þ Thoroddsen. Mælt með E. Briem sem prófdóm- ara við Stýrimannaskólann við næsta próf. Tilkynt heiinild frá stjórnarráðinu til þess að jafna niður 1909 8,168 kr. 30 au. hærri upphæð en heimilt er eftir 19. gr. bæjarstj.samþ. Samþ. að bjóða Eiríki Bjarnasyni, að kaupa erfðafestuland hans við tjörnina fyrir 4,500 kr., með þeim skihnálum, að 1000 kr. greiðist um leið og kaupin fara fram, en eftir- stöðvarnar með 500 kr. afborgun á ári, auk 40/0 vaxta, en seljandi skal taka túnið á leigu í næstu 7 ár fyr- ir 180 kr. árl. gjald, ef því er ekki ráðstafað á annan hátt. Andatrúar-brjálsemi. Það er ekkert nýtt, að fólk, sem verið hef- ur hjer við andatrúarkuklið, hefur orðið ruglað á geðsmunum, enda er geðveiki og brjálsemi eðlilegasta af- leiðingin. Nú í vikunni sem leið kom fyrir síðasta dæmið. Frú ein hjer í bænum, sem lengi hefur átt þátt í andatrúarstarfseminni og látið sjer mjög umhugað um hana, varð brjáluð, og er það enn, svo að orðið hefur að hafa gæslu á henni. Hún kom fram með skjal, undirritað með nafni Jóns heitins Sigurðssonar for- seta, og var þar sagt, að hún væri mesti og besti miðillinn, sem til væri nú í heiminum o. s. frv. Og altaf kvað nún í æðinu vera að skrifa ó- sjálfrátt, eða láta svo. Það er enginn efi á því, að anda- trúin er sök í þessu óhappi, og ekki ólíklegt, að hún eigi eftir að leika fleiri eins. Það dugar ekki, að þag- að sje um annað eins og þetta, eins og hingað til hefur verið gert að mestu leyti. Það ætti bæði að geta orðið forsprökkum andatrúarinnar á- minning um, að gæta einhvers hófs í hjegiljukenningum sínum, og líka almenningi til aðvörunar, svo að hann sækist ekki eftir þeim fjelags- skap, sem leikur menn svona. Vörn og viðreisn er titillinn á tveimur ræðum eftir síra Harald Ní- elsson, sem nýkomnar eru út á kostn- að Templarastúkunnar Hlínar. Önn- ur ræðan var flutt á umræðufundi um aðflutningsbannið 8. sept. í haust sem leið, en hin á afmælishátíð Templ- ara 10. jan. í vetar, í dómkirkjunni. í báðum ræðunum er bindindismálið aðalefnið, en það er kunnugt, að síra H; N. er snjallorður ræðumaður. Tíðin er hin besta. Fyrir helg- ina hlýindi mikil dag eftir dag. Nú sfðustu dægrin dálítið frost á nótt- um, en heiðskír himinn og sólskin á daginn. Forsetarnir fóru á konungsfund með „Sterling" á sunnudaginn var. Dr. Valtýr Guðiuundsson fór einnig með því skipi heimleiðis. Fiskiskipin, sem um hefur heyrst, hafa ekki aflað vel enn. Þau eru nú öll fyrir sunnan land, nálægt Vest- mannaeyjum. Mars botnvörpungur kom inn nýlega og hafði fengið nóg- an fisk. Hann hafði verið lengra undan landi en seglskipin. Jón For- seti kom og inn fyrir skömmu með 30 þús. af fiski. Til hr. málafærslumanns Sv. Björnssonar. Þjer hafið, herra málafærslu- maður Sv. Björnsson, í síðustu ísafold gjört tilraun til að breiða yfir brestina og misfellurnar á til- boði Thore-fjelagsins, en yður tekst það, eins og við er að bú- ast, mjög óhöndulega. »Rýninn« hefur slitið það i sundur lið fyrir lið, svo ekki er heil brú eftir. Pað væri því meir en lítið þrekvirki, efþjer, hr. málafærslumaður, gæt- uð, eins og nú er komið, bjarg- að málinu. Jeg álít óþarft að fara meira en þegar heiur verið gert út i einstök atriði, þar sem tilboðið er í aðal-atriðunum óaðgengilegt og þar með girt fyrir, að því verði sint af þinginu. Þjer segið að frásögn mín, um afskifti min af þessu máli, sje ekki rjett. Jeg hef engu við að bæta hina fyrri frásögn mína, en til frekari staðfestu má leyta vitnisburðar hinna annara skip- stjóra, hvort þeir hafi ekki skilið tilboðið eins og jeg, þegar þjer — málafærslumaðurinn — lögðuð það fyrir okkur til umsagna. Fleiri orðum er óþarfi að eyða að þessu máli. Tilboðið er gildra á þjóðina, sem hún mun ófús að cffijörfunóur. Kosning prests í 2. prestsembœttiö viÖ dómkirkjuna fer fram í barnaskólabyggingu Reykjavikurbœjar laugar- daginn 3. n. k. (3. apríl); hefst kl. 10 drdegis. Kjalarnesprófastsdœmi. p. t. Reykjavík 19. mars 1909. c3ens cPaísson. Umsóknarbrjef umsækjenda og athugasemdir biskups liggja frammi, kjósendum til sýnis, hjá herra kaupmanni Einari Árnasyni, Aðalstræti 12, frá 25. mars til 1. apríl, að báðum dögum meðtöldum. Sóknarnefndin. láta ginna sig inn í, jafnvel þó það sje gylt fyrir henni með sjálfstæði, frelsi og fagurgala, ogþóttþjer, málafærslumaðurinn, fengjuð liðsinni föður yðar, ráð- herrans tilvonandi, þá mundi það samt árangurslaust, og því síður, að það yrði ykkur til sóma. Rvík 2s/a. 1909. Matth. Þórðarson. Suðurpóllinn. Svohljóðandi símskeyti fjekk Lögrjetta í morgun frá Khöfn: »Englendingurinn Shackleton hefur ákveðið suður-segulpólinn og komist svo langt suður, að hann átti eigi eftir nema 203 kílóm. til pólsins.« Shacldeton er foringi úr enska sjóliðinu og hefur verið all-lengi í suðurför. Hann hefur, að því er skeytið segir, komist á 88 st. 12 mín. suðurbreiddar og er það miklu lengra en nokkur hefur komist á undan honum. Enginn hefur heldur enn komist jafnlangt til norðurs og Chackleton hefur komist tíl suðurs í þessari för. Jón Trausti. Annar þáttur Heiðarbýlisins eftir hann, »Grenjaskyttan«, er nú nærri fullprentaður. Hann er nokkru lengri en fyrsti þátturinn, sem út kom í fyrra, og er eitt af af þvi besta sem höf hefur ritað. Einnig eru nýprentaðar eftir Jón Trausta smærri sögur, á kostnað Sig. Kristjánssonar, og er þar safnað saman ýmsum af þeim sögum sem áður hafa verið prentaðar til og frá í tímaritum, en sumt er þar einnig nýtt og hefur eigi komið fyr út. Þessar smásögur munu koma í bóka- verslunina nú mjög bráðlega. Skáldsögur Jóns Trausta eru veruleg aukning íslenskum bók- mentum, og áhugi hans á skáld- sagnagerðinni og dugnaðurinn er hjer alveg’ einstakur. Síðustu bók hans var alment tekið hjer mjög vel, og útlend blöð, bæði þýsk og sænsk, sem sagt hafa frá skáldsögum hans, hafa lokið á þær lofsorði. En formenn þingsins okkar ljetu það vera eitt af fyrstu verkum Til leigu frá 14. maí nokkur herbergi, bæði fyrir einstaka o. fl., á | skemtilegasta og besta stað í bæn- | um. Upplýsingar gefur trjesmiður | Pjetur Ingimundarson, Laufásveg 16. 1 c^unóur i „&ram“ flmtudaginn 25. þ. ra. á venjuleg- um stað og stundu. Jón Ólafsson talar. Kaffibrauð margar tegundir nýkomnar í verslun Sturlu Jónssonar Laugaveg 1. sínum i vetur að sparka honum frá vesælli atvinnu, sem hann hafði haft þar á skrifstofunni á undanförnum þingum. Og blað ráðherraefnisins hefur verið að smáglefsa í hann, sjálfsagt í þeirri von, að hafa af honum landsjóðs- styrkinn. Nú við aðra umræðu fjárlag- anna hefur neðri delld greitt at- kvæði með 1500 kr. styrk til Einars Hjörleifssonar og 1500 kr. kr. styrk til Þorst. Erlingssonar. Ef Einar fær þetta, og þó eink- um eí Þorst. Erlingsson, sem eklc- ert gerir og ekkert hefur að gagni gert nú í heilan tug ára, fær þessa viðbót, þá væri það hróplegt rang- læti, að Guðmundur Magnússon fengi ekki hið sama, maðurinn sem langmest hefur hingað til unnið fyrir þann styrk sem hann hefur fengið. Hjer er engan veg- inn verið að leggja á móti þeim E. H. og Þ. E. En hitt verður að segjast eins og er, að fyrst og fremst hefur Guðmundur Magn- ússon til þess unnið, að fá styrk af landsjóði. Grænlandsför. í símskeyti frá frá Ivhöfn í gærkvöld segir, að ráðin sje í Danmörku rannsókn- arför til Grænlands. Fyrir henni verður Einar Mikkelsen, sem áð- ur hefur verið í norðurförum, og hlutverkið er að leita að dagbók- um Mylius-Erícksens. Jarðskjálftar fundast í Svíþjóð fyrrihluta þessa mánaðar, mestur kippur þann 10. og íanst í mikl- um hluta Norrlands. Hann var svo mikill, að myndir dutt niður af veggjum og skápar ultu um koll.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.