Lögrétta - 24.03.1909, Síða 3
L0GRJETTA.
»sálarrit« (psychografi) og þvílík vana-
leg fyrirbrigði hafði jeg átt alllengi
við, án þess að finna neina sönnun
fyrir rjettmæti andatrúarirnar. En
jeg hafði heyrt svo mikið um aðdá-
anlegar athafnir og atburði í öndunga-
fjelögunum á Þýskalandi og Frakk-
landi, að jeg vildi kosta alls, til þess
að geta tekið þátt í þeim.
í Berlín varð jeg þegar fjelagi í
öndungafjelaginu, og af því að jeg
var töluvert æfður í að látast vera
dáleiddur og tók þátt í alls konar
tilraunum, þótti mönnum sem jeg
hetði góða eiginleika til þess að vera
miðill; því fjekk jeg aðgang að hin-
um leynilegustu og allra-leynilegustu
fjelöguni.
Fyrsti tilraunafundurinn, sem hafði
verulega þýðingu fyrir mig, stóð hjá
háum embættismanni; hann og alt
hans fólk voru öndungar með lífi og
sál. Frá þessum fundi vil jeg segja nú.
Á fundinum voru um 20 manns,
menn og konur, sumt helsta tignar-
fólk bæjarins; menn voru í smáhóp-
um í salnum, og undarleg orð þyrl-
uðust mjer um eyru: »fjarhreyfing,
sálmæli, opinberanir« o. fl Þeir trú
uðu skýrðu frá því, sem þeir höfðu
sfðast upplifað, af fullri trúarsannfær-
ing, frá sýnum og fyrirburðum o. fl.
þess háttar.
Jeg tók einkum eftir dökkklæddri
frú, er hlustaði eins innilega og jeg
á allar frásagnirnar. Hún hafði 4
tnánuðum áður mist 8 vetra gamla
dóttur, einkabarnið, og hafði því
fundið huggun hjá nokkrum vinum
sínum, er voru öndungar. Hún var
tekin upp í fjelagið ásamt manni sín-
um, sem þó var ekki alveg trúaður.
Henni var nokkuð órótt, og beið hún
með óþreyju þess semlkoma myndi.
MiðillvarValeskaTöpfer, um fertugt,
viðkvæm kona með gáfulegu og hviku
augnabragði.
Eftir matmál gengum við hátíð-
lega eftir orgelhjóðum inn í stórt
herbergi, er var eingöngu notað til
tilrauna. Á \eggjum, hurðum og
gluggum hjengu löng, svört guðvefs-
tjöld. í einu horninu var nokkurs-
konar klefi, og dimm tjöld fyrir, er
draga mátti til hliðar. Það var »hið
allrahelgasta«. í öðru horninu var
orgelið á bak við tjöld. Á miðju
gólfi var stórt, þungt borð, og yfir
því hjekk bláleitt Ijósker; bjarminn
af því gerði menn nábleika. Þægi-
legur reykelsisilmur angaði. Við sett-
umst umhverfis borðið; mjer tókst að
fá sæti við hliðina á miðlinum.
»Faðir Kneiff«, hinn elsti í fjelag-
inu, stóð upp, tignarmaður, hvítur
fyrir hærum, blíðeygur. Hann tók
höndum saman og baðst innilega
fyrir, bað guð að veita þeim sann-
anir um ódauðleikann líka á þessu
kvöldi, og þar með huggun og styrk
þeim, er syrgðu sína látnu ástvini.
Þá las hann nokkra kapítula úr
Gamla- og Nýjatestamentinu, er hljóð-
uðu um viðskifti við látna, og útlist-
aði, að það væri syndlaust, að eiga
við auda. Þá var sunginn sálmur,
og Valeska bað oss að leggja hend-
urnar á borðið og mynda andakeðju.
Meðan á 3. versinu stóð, fór miðill-
inn að engjast, augun lokuðust, hún
stundi: og engdist sem af sársauka.
Það var andi, sem kom og vildi »taka
bústað* í henni. Meðan á þessum
flogum stóð, kom hún sem óafvit-
andi oft við borðið, án þess þó að
neinn nema jeg fyndi það, til þess
að það skyldi hreyfast. Jeg fann
líka, að hún reyndi til að hreyfa það
með hnjánum, og því lijelt jeg, að það
væri henni eitthvað til hindrunar. En
jeg fann brátt, að hún hafði ákveð-
inn tilgang með þessu, og sá þegar,
að ef jeg hjálpaði til með svikin,
mundi jeg geta komist að mörgu
leynilegu, er gaman væri að Með
því að hjálpast að, tókst að lata
borðið hreyfast dálítið fram og aftur,
þótt þungt væri, og þessi hreyfing
vakti meiri undrun, en jeg bjóst við.
Allir sögðu: »Guði sje lof«, orðin,
sem þýskir öndungar heilsa önd-
unum með. Miðillinn þrýsti hönd
mína dælt og heimullega og fjell svo
í vanalegt dá. Og nú töluðu andar
í henni hjer um bil klukkustnnd.
Fyrst kom »verndarandi« miðilsins,
er skýrði frá því, að hann hefði látið
borðið »svífa«, hann hefði ætlað að
lyfta öllu saman upp, borði og gest-
um, en þeir hefðu verið of margir.
Hin næsta andarödd, er heyrðist, var
rödd Filipps Paracelsuss, hins fræga
læknis, er dó 1541. Hann kom til
þess að ávísa lyf handa kammer-
herra v. W; hann hafði illan maga-
kvilla. Kammerherrann varð glað-
ur við og þakklátur, og lofaði
að spyrja bráðum aftur Paracelsus í
Valesku; þá komu margir andar, er
ljetust vera skyldmenni sumra gest-
anna. Og það var grátsamlega
skemtilegt, að sjá ofurkæti hinna trú-
uðu út af nokkrum vingjarnlegum
orðum hinna látnu.
(Niðurl. næst).
(I i
Alls er jafnað niður 88,380 kr. Hjer
eru taldir þeir, sem borga yfir 100 kr.
.2000 Edinborgarverslun. Thom-
sensverslun.
1600 Brydesverslun. Duusverslun.
P. J. Thorsteinsson & Co.
1400 Steinolíufjelágið.
1300 Verslanir Th. Thorsteinssons.
700 Lund lyfsali. Skjaldbreiður.
600 Schou bankastj. Einar Zoéga.
550 Philippsen.
500 Ásgeir Sigurðsson. Brauns-
verslun. Geir Zoéga kaupm.
400 Halberg. Thor Jensen.
375 Hallgrímur Sveinsson biskup.
350 Gutenberg. Halldór Jónsson
bankagjk. Sturla Jónsson. Timbur-
og kolaverslunin. Jes Zimsen.
325 Klemenz Jónsson landritari.
300 Björn Kristjánsson kaupm, G.
Björnsson landlæknir. G. Magnússon
læknir. Isfjelagið. Dr. Jónassen.
Kvikmyndaleikhúsið. Sighv. Bjarna-
son bankastj. Sjávarborg. Sláturtje
lagið. Skúli Thoroddsen. Tryggvi
Gunnarsson bankastj. Þórh. Bjarna-
son biskup.
280 B. H.Bjarnason kaupm., Gunn-
ar Þorbjörnss. kaupm., M. Stephen-
sen landshöfðingi. Lárus Sveinbjörns-
son.
275 G. Hannesson læknir. JónJóns-
son frá Múla. Jón Magnússon bæj-
arfógeti. Kjörboe byggingameistari.
Lárus H. Bjarnason lagaskólastj.
260 Havsteen amtmaður.
250 Eggert Claessen málaflm. H.
Hafstein ráðherra. Jón Þórðarson
kaupm. Kristján Jónsson domstjóri.
Lössl verkmeistari. Helgi Zoéga
kaupm.
235 Forbefg símastjóri.
225 Björn Jónsson ritstj. Magnús
Blöndahl alþm. Halld. Daníelsson
yfirdómari. Páll Einarsson borgarstj.
Stgr. Thorsteinsson rektor.
210 Björn Ólafsson augnlæknir. Ei-
ríkur Briem prestask.kennari.
200 Andersen & Sön. Ren. S. Þór-
arinsson kaupm. Eggert Briem frá
Viðey. S. Briem póstmeistari. Guðj.
Sigurðsson úrsmiður. Holgeir Han-
sen verkfr. Jón Þorláksson verkfr.
Öddur Gíslason málaflm. Sigfús Ey-
mundsson bóksali. Siggeir Torfason
kaupm. Dráttarbrautin. Talsímafje-
lagið. Þórður Thoroddsen bankagjk.
180 Dr. Jón Þorkelsson ríkisskjala-
vörður.
175 Björn Símonarson gullsmiður.
„ísland" hlutafjelag. Egill Jakobsen
kaupm. Jón Hermannsson skrifst,-
stj. Kjögx verkmeist. Th. Krabbe
verkfr. Sveinn Jónsson trjesm. Sig.
Thoroddsen kennari.
Eggept Claessen
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—II
og 4—5. Talslmi 16.
170 Bernhöft bakari. Eggert Briem
skrifst.stj. Frederikssen bakari.
160 Hannes Þorsteinsson ritstj.
150 Albert Þórðarson bankabók-
ari. Alliancefjelagið. Björn M. Ól-
sen prófessor. Gunnar Einarsson
kaupm. Gunnar Gunnarsson kaupm.
Jónatan Þorsteinsson kaupm. Koefod
Hansen skógfræðingur. Guðm Svein-
björnsson skrifst.stj. Sveinn Sigfús-
son kaupm. Soffía Thorsteinsson
ekkjufrú. Kr. Zimsen afgreiðslum.
140 Jón Helgason lektor. Jón Jens-
son yfirdómari. Sr. Lárus Benedikts-
son. Þorl. H. Bjarnason kennari.
135 Einar Árnórsson kennari Pálmi
Pálsson kennari.
130 Jón Jakobsson bókavörðnr.
125 Bernhöft tannlæknir. Eýólf-
ur Eiríksson veggfóðrari. Sr. Guðm.
Helgason Búnaðarfjelagsform. Hall-
dór Þórðarson bókb. Ól. Johnson.
L. Kaaber. Kr. Þorgrímsson. Lárus
G. Lúðvígsson skósm. MagnúsHelga-
son skólastj. Sr. Ólaíur Ólafsson.
Sveinn Hallgrímsson bankabókari.
Sæm. Bjarnhjeðinsson læknir.
120 Geir T. Zoéga kennari.
115 Þórður Sveinsson lækhir.
110 Bajer bankaritari. Bjarni Sæ-
mundsson kennari. Björn Guðmunds-
son kaupm. Garðar Gíslason & Hay.
Jóh. Jóhannesson kaúprri.
I
ísland erlendis.
Sigurbjörn sleggja, smásagajóns
Trausta, sem kom út í Janúarblaði
„Öðins“ nú í vetur, hefur verið þýdd
á þýsku og birtist 1 „Rheinischer
Hausfreund" II. f. m. en það er
skemti og fróðleiks-blað, sem fylgir
„Rheinische Zeitung". Þýðandinn er
H. Erkes í Köln og hefur hann ferð-
ast hjer um land, síðast til Öskju,
og ritað greinir í þýsk blöð um ferð-
ir sínar.
Nýársnóttin og Heiðarbýlið. Um
þessar tvær bækur, leikrit Indriða
Einarsson og sögu Jóns Trausta, er
ritdómur í „Upsala", blaði R. Lund-
borgs, 20 f. m. Höfundurinn er dr.
V. M. Zadig. Hann lýkur lofsorði
á báðar bækurnar og á skáldsögur
Jóns Trausta fleiri.
______________________• 59
Giiiior T. Hallgrímsson
læknir
Lækjargötu 12 A. 1. lofti,
er til viðtals frá kl. 10—II árd. og
um kvensjúkdóma frá kl. 4—5 síðd.
Jarðræktarfjelag Stykkisbólms.
Sunnudaginn 14. mars höfðu ýmsir
Hólmverjar fund með sjer í sam-
komuhúsi kauptúnsins, eftir áskorun
frá Guðm. hjeraðslækni Guðmunds-
syni og Jósafat snikkara Hjaltalín.
Komu þeir sjer saman um, að koma
þesssum fjelagsskap á fót þegarívor,
og kusu til þess bráðabyrgðarstjórn:
fundarboðendurna og Guðm. Eggerz
sýslumann.
Ungmennafjelög. 27. f. m. var
stofnað ungmennafjelag við búnaðar-
skólann á Eiðum. Það heitir „Þór"
og voru stofnendur 30, þar á meðal
skólastjóri og ráðanautur Búnaðar-
fjelagsins, Benedikt Kristjánsson. Fje-
lagið er gengið inn í samband Ung-
mennafjelags íslands.
í Vestmannaeyjum er og nýlega
stofnað ungmennafjelag.
Um Testniaiinaeyjar sækja: M.
Hafstein sýslum., P. V. Bjarnason
sýslútn. og kandídatarnir: B Þórðar-
1 son (settur þar Sýslum.), B. Jónsson,
B Þorlákssön, K. Einarsson, L. Fjeld-
sted, M. Siguiðsson og Sigurj. Mark-
ússon.
Ábyrgðarljelagsdeild fyrir vjel-
arbáta hjer við Faxaflóa er nú stofn-
uð og er Tr. GunnarssOn bankastjóri
formaður. Á fundi 15. þ. m. skrif-
uðu menn sig fyrir um 55 þús. kr. í
bátum, er þeir vilja fá vatrygða.
Síldyeiðaskipið »Nóra«, frá Seyð-
isfirði, kom til Hafnartjarðar nú um
helgina og á að stunda þaðan veið-
ar. Með því var Böðvar Jónsson
skósmiður á Seyðisfirði.
Pingvísa.
Pegar „Sterling" fór.
Á hafnarbryggju hnappast stór
hópur um »þann fúla«.
Og hann kvaddi, er hann fór,
alla — nema Skúla.
mjer að vera í föruneyti sinu«, sagði
Gyðingurinu. Engilsöxum og Nor-
mönnum kemur saman um það, að
fyrirlíta okkur Gyðingana. Jeg veit
það líka, að mjer er hættulegt að ferð-
ast um riki þeirra Filippusar i Malar-
ási og Rögnvalds riddara. Jeg tek
heldur þann kost, að fara með þjer,
góði maður. Við skulum þá halda á
stað undir eins og flýja hjeðan. Þarna
er stafurinn þinn. Við skultim fara
undir eins.
»Jeg fer,« svaraði pílagrímurinn,
»en jeg verð að sjá um, að við kom-
umst burt. Gáttu á eftir mjer.«
Pílagrímurinn gekk á undan og
læddist inn í klefa Gurts svinahirð-
is.
»Vaknaðu, Gurt,« sagði hann.
»Komdu íljótt á fætur og hleyptu Gyð-
ingnum og mjer út um bakdyrnar.«
Gurt leit upp og reiddist skipun-
inni. »Hvað ætli Gyðingnum liggi á!«
sagði hann og reis upp við olboga, en
ekki leit út fyrir, að hann ætlaði að
hreyfa sig meir. »Og ætlar Pilagrímur-
inn að verða honum samferða?« sagði
hann, þegar hann sá, við hvern hann
talaði.
í þessu kom Vambi inn í klefann
og sagði: »Mig dreymdi einmitt, að
Gyðingurinn væri að stelast í burtu
með fleskbita í vasanum.«
»Allir verða að bíða þar til aðal-
hliðið er opnað,« sagði Gurt og hallaði
höfðinu aftur niður á trjekuppinn, sem
hann hafði i kodda stað. »Við hleyp-
um engum gestum út á þessum
tíma.«
»Ekki skil jeg það, að þið neitið
mjer um þetta,« sagði pilagrímurinn,
laut ofan af Gurt og hvíslaði einhverju
að honum. Gurt spratt óðar upp, en
pílagrínnirinn gat honum bendingu
um, að hann skvldi ekki hafa hátt.
»Farðu hægt, Gurt,« sagði hann, »þú
ert vanur að vera varkár. Ljúktu upp
fyrir okkur bakdyrunum, ogsvo skaltu
fá meira að heyra.«
Gurt flýtti sjer á tætur og gekkút
með pilagrímnum, en þeir Vambi og
Gyðingurinn á eftir. Hvorugur þeirra
skyldi i því, hve skjót umskifti höfðu
orðið hjá Gurt.
»Hvar er nú múldýrið mitt?« sagði
Gyðingurinn undir eins og þeir voru
komnir út úr bakdyrunum.
»Sækið þið múldýrið hans,« sagði
pilagrímurinn. »Og heyrðu Gurt; láttu
mig fá múldýr líka, svo jeg geti orðið
honum samferða. Jeg skal skila því
aftur til einhvers af mönnum Siðríks,
þegar þeir koma til Ásbæjar.« Síðan
hvislaði hann einhverju aftur í eýrað
á Gurt.
»Sjálfsagt,« svaraði Gurt og fór að
sækja múldýrin.
»Það er eitthvað merkilegt, sem
þið pilagrimarnir lærið þarna austur í
landinu helga,« sagði Vambi, þegar
Gurt var farinn.
»Við lærum þar að biðjast fyrir
og iðrast synda okkar, fífl,« svaraði
pilagrímurinn.
»Þið lærið eitthvað meira,« svar-
aði Vambi, »því engar bænir gætu
haft þessi áhrif á Gurl, ef jeg þekki
hann rjett, og iðranir því siður.«
»Þegiðu,«sagðipílagrímurinn. »Þúert
ekkiannaðen engilsaxneskt fífl, Vambi.«
í þessu sáu þeir til Gurts hinumeg-
in grafarinnar með múldýrin. Ferða-
mennirnir gengu yfir gröfina á mjórri
fellibrú, sem hleypt var niður út frá
bakdyrunum og ekki voru nema tveir
plankar í. Þarna var mjótt hlið á
stauragirðingunni utan við viggröfina,
og þaðan mjög skamt til skógar.
Þegar Gyðingurinn mætti Gurt
með múldýrin, tók hann bláan ljerefts-
poka upp úr kápuvasa sínum og batt
hann aftan við söðul sinn. Meðan
hann gerði þetta, var hann mjög skjálf-
hentur, en tautaði eitthvað um, að
þetta væru nærföt, sem hann hefðimeð
sjer til skifta, og annað ekki. Síðan
fór hann á bak og gerði þáð svo ljetti-
lega, að dást mátti að, af manni á hans
aldri. En liann flýtti sjer að breiða
kápuláfið yfir bláa pokann, og kastaði
því aftur á lend á múldýrinu.
Pílngrimurinn steig hægt á bák og
rjetti sVo Gurt hendina til kveðju, en
Gurt kysti hana með mestu auðmýkt
og horfði svo á eftir þéim, þangað til
þeir hurfu inn í skóginn.
Þeir pílagrimurinn og Gyðingur-
inn flýttu för sinni sem mest þeir máttu,
því Gyðingurinn var hræddur og vildi
komast sem fyrst frá voðanum. Svo
var að sjá sem pílagrímurmn væri
35
gagnkunnugur hverjum stíg í skógin-
inum. Hann reið á undan, og oft datt
Gyðingnum í hug, að hann væri að
leiða sig í hættu og vissi af fyrirsát í
skóginum. Þessi ótti hans var afsak-
anlegur, því engar lifandi verur hafa
verið ofsóttar meir en Gyðingar á þeim
dögum, nema ef vera skvldu flugfisk-
arnir.
Það lítið, sem til var af peningum
í landinu, var í þeirra höndum, ogað-
alsmennirnir neyttu allra bragða til að
ná í þá peninga, gripu jafnvel lil pint-
inga, ef á þurftí að halda, enda höfðu
þeir þar fyrir sjer dæmi sjálfra kon-
unganna. En ekki dró þetta úr ágirnd
Gyðinga. Þeii' stæltust í stríðinu, og
márgir þeirra urðu, þrátt fyrir þetta,
vel efnaðir á Englandi. Það leit svo
út sem ágirndin yxi hjá þeim jafn-
framt ofsóknunum. Einkum voru þeir
Gyðingar margir flugríkir er verslun
ráku. Þeir voru í sifeldri hættu hvar
sem þeir fóru, en höfðu hins vegar all-
mikil áhrif með fje sinu og gátu með
því keypt sjer einskonar vernd. Þessi
lífskjör Gyðinga mótuðu skapferli þeirra,
gerðu þá aðgætna, tortrygga og hug-
lausa, en jafnframt þráa fram úr hófi,
brögðótta og slægvitra.
Þeir samferðamennirnir riðu lengi
þegjandi um torfæra vegi. Loks rauf
pilagrimurinn þögnina.
»Þetta stóra, gamla eikitrje er
landamerkjatrje«, sagði hann. »Hing-
að ná þær jarðir er Reginvaldur ridd-
ari telur sig hafa umráð yfir, en út-