Lögrétta - 12.05.1909, Qupperneq 4
100
L0GRJETT A.
b. Ef það sannast, að skipstjóri hafi af
ásettu ráði eða fyrir vítavert hirðu-
leysi valdið tjóninu, má draga allt að
20°/o af skaðabótafjenu. Hafi vátryggj-
andi 1 sviksamlegum tilgangi tvítrygt
hið sama, eða hafi hann gerst valdur
að tjóni af ásettu ráði eða fyrir vítavert
hirðuleysi, er Samábyrgðin laus allra
mála um skaðabótaskyldu. Þó skal
Samábyrgðin ávalt skyld að greiða
svo mikið af skaðabótunum, sem þarf
til að borga lán af almannafje, þar
með talin lán úr íslenskum bönkum
og sparisjóðum, er veitt hafa verið
gegn veði í skipinu eða bátnum; þó er
eigi skylt að greiða meira en nemi 8/s
tryggingarupphæðinnai, og á Samá-
byrgðin þá endurgjaldskröfu á hendur
þeim, er sekur er.
8. gr. Fjelagið bætir tjón og skaða, er
verður af völdum sjávar, storms eða ann-
ars óveðurs, af strandi, af því, er skip ber
á sker eða grunn, af skipbroti, kollsigling,
ásigling, árekstri, eldi og öðrum slysum.
28. Um gagnfræðakólann á Akureyri.
1. gr. Fræðigreinar þær, semkennaskal |
í skólanum, eru þessar: íslenska, danska,
enska, saga og landafræði, einkum saga
og landafræði íslands, auk yfirlits yfir lög-
gjöf þess í landsrjetti og landstjórn, reikn-
ingur, rúmfræði og landmæling, náttúru-
saga, og telst þar til meginatriði mann-
fræðinnar og heilsufræðinnar; ennfremur
grundvallaratriði eðlisfræðinnar og efna-
fræðinnar, dráttlist, söngur, handavinna og
leikfimi.
2. gr. Kennarar skólans eru 4 og er
einn þeirra skólameistari. Hefir hann á
hendi aðalumsjón með kennurum skólans,
nemendum hans, húsum, áhöldum og öll-
um eigum. Hann hefur að árslaunum
3000 krónur og auk þess leigulausan bú-
stað, ljós og hita, í skólahúsinu. Fyrsti
og annar kennari 2000 kr. hvor og þriðji
kennari 1600 kr. að árslaunum.
3. gr. í skólanum eru allt aðsoheima-
vistir. Skulu nemendur, er heimavist hafa,
greiða 6 kr. en allir aðrir nemendur 1 kr.
árlega 1 skólasjóð í byrjun hvers skóla-
árs. Skólasjóð skal varið skólanum til
stuðnings Og efiingar samkvæmt skipulags-
skrá, er stjórnarráðið semur eptir tillögum
skólastjóra.
Hrífuhausar, hrífusköft, orf, þvotta-
klemmur, eikarmáluð kúffort af tveim-
ur gerðum o. fl. Hvergi eins lágt
verð.
Sigurður Pjetursson,
fangavörður.
.
Stórkostlegt úrval
af
M sjolum M
af nýjustu gerð, mjög falieg og lásjeð, nýkomin auk niargs
annar§ f
Th. Thorsteinssoris ver^luri
a,ö I n<>ólíshv'oli.
Otto Monsteds
danska smjörlíki er best.
Biðjið kaupmanninn yðar um þessi merki:
„Sóley“ „Ingólfur“
„Hekla“ eða „IsafoldL“.
Sjerhver hyg'g’in húsmóöir
kauplr hel§t vefnaðarvörur í
cTfí. cTíiorsfcinssons varsíun, *3ngólfsRvolL
Mests úrval, mekklegar, nýjar og ódýrar vörur.
Nýkomið í stóru urvali:
§ninarfralikar, gott efni, fallegar gerðir, laglegt snið
I'eriuing-arföt ein- og tvíhneft, frá 12—24 kr.
Svört CliaMiniir-Njöl, einföld, tvöföld, frá 6,50 til 16 kr.
I41æöi, úr ull, 2,00—4,50 ljómandi falleg á 3 kr.
Brauns versl. „Hamborg6
Talsími 41. Aóalsræti 9.
Samsongurinn
í Dómkirkjunni
verður endurtekinn í kvöld, miðvikud.
kl. 9. í síðasta sinn.
Aðgöngumiðar 50 aura.
◄
◄
◄
◄
◄
◄
◄
◄
Marg-arinið
besta
fæst hjá
JES ZIMSEN.
►
►
►
►
►
►
►
►
Hlutafjelagið
Thomas Tl. Sahroa £ Co„
Aarhus — Danmörku,
býr til
Kolsýru- kæli-u frysti-vjelar,
hefur lagt útbúnað til 600:
tjviið er steinkolagas?
Síðustu dagana hefur verið borið
út meðal bæjarbúa smírit, sem inni-
heldur allar mikilverðustu upplýs-
ingar um gasið. Það er í fyrsta
sinn sem á íslensku birtist sjerfræði-
legt rit í samhengju um notkunar-
svæði gassins, meðferð, verð og
eiginleika þess, og vænti jeg því,
að því verði vel tekið. Frekari ein-
tök geta þeir er óska fengið á af-
greiðslustofu þessa blaðs og hjá
undirrituðum.
Erhard Sehoepke
verkfræðingur. Hotel ísland
„Sjúkur var jeg og þjer
vitjuðuð mín“.
Eins og mörgum er kunnugt, varð jeg
fyrir því böli að liggja mjög lengi og
hættulega veikur næstliðinn vetur, og
þegar jeg fór lítið eitt að hressast, þá
veiktist sá maður á heimili mínu sem helst
veitti því forstöðu, og lá einnig hætt og
lengi. Heimilið hefði því verið mjög bág-
lega statt, ef það hefði eigi notið annara
hjálpar.
Jeg finn mjer því skylt og ljúft að þakka
opinberlega mfnum góðu sveitungum, ná-
grönnum og fleirum, fyrir aila hina miklu
hjálp og hluttekningu sem þeir auðsýndu
mjer f hinum erviðu kringumstæðum.
Sjerstaklega vil jeg nefna Varmalækjar-
hjónin, Jakob óðalsbónda Jónsson og Her-
dísi Sigurðardóttur, og Arnþórsholts-hjónin,
Tómas bónda Þorsteinsson og Elsu þórð-
ardóttur, sem sýndu mjer og heimili mínu
mikla umhyggju og aðstoð á margan hátt.
Einnig þakka jeg af hjarta hjeraðslækni
Jóni Blöndal, sem annaðist mig með alúð,
svo að jeg fjekk góðan bata og fljótan
fram yfir vonir. Öllum þessum óeigin-
gjörnu og kjærleiksríku mönnum þakka
jeg af hrærðu hjarta fyrir hinna margvís-
legu hjálp mjer til handa og bið guð að
launa þeim þeirra kærleiksverk.
p. t. Reykjavfk n. maí 1909.
Guðnwndur Auðunsson
frá Skálpastöðum.
fískflutningaskipa, fiskfrysti-
húsa, fiskgeymslustöðva, beitu-
frystihúsa, mótorfiskiskipa, gufu-
skipa, íshúsa, mjólkurbúa og til
ýmislegs annars.
X fjarveru minni veiti jeg hjer
með Einari lagaskólakennara Arnórs-
syni fult og ótakmarkað umboð til
þess að innheimta, veita móttöku og
kvitta fyrir útistandandi skuldir mín-
ar, svo og til að gera samninga um
Sjómenn og* bændur!
Pið fáið liver<>i eins góð kaup á alíatnaði,
ferðajökkum, eríiðisísiínaði, regnkápum,
merísitnsiði, höttum og liiifiim, sem í verslun
cTR. cTfíorstoinsson & @o.
llafnarstræti (hús kaupm. Gunnars Þorbjarnarsonar).
Fulltrúi fyrir ísland er:
Sísli cJofínsan
konsúll í Yestmannacyjum.
Rrúkuð íslensk frímerki kaupir
Inger Östlund, Austurstræti 17.
Uppboð á Blikastöðum laugar-
6aS 15. þ m. á hád.: búshlutir, kýr,
hross og hæns.
sölu mótorbáta, taka við andvirði
þeirra og kvitta fyrir, og eru menn
því beðnir að snúa sjer til hans með
alt, er þetta snertir.
Reykjavík 16. apríl 1909.
Matth. Þórðarson.
jgy Auglýsingum í „lög-
rjeltu“ tekur ritstjórinn við
eða prentsmiðjan.
Prentsmiðjan Gutenberg.
58 59
því eigi heldur á viðeigandi hátt tekið
þátt í þeirri veislu, sem henni er boð-
in. Sama er að segja um mig og minn
göfuga frænda Aðalstein frá Stóru-
borg; við tölum eigi aðra tungu, en
tungu feðra okkar, og fylgjum enn
þeirra siðum. Við þökkum því boð
þitt, göfugi prins, en þiggium það ekki.
En jungfrú Róvena mun á morgun
setjast að í það heiðurssæti, er riddar-
inn hefur kjörið hana til að skipa,
með því líka, að val hans hefur verið
samþykt með almennum fagnaðaróp-
um«.
Að svo mæltu tók hann sveiginn
upp og setti hann á höfuð Róvenu til
merkis um, að hún tæki á móti því
valdi, er henni var boðið.
»Hvað segir hann?« sagði Jóhann
prins og ljet sem hann skildi ekki
engilsaxneskuna, þótt hann reyndar
væri vel að sjer í málinu. Samt voru
orð Siðriks þýdd fyrir hann á frönsku.
»Það er gott«, svaraði hann þá. »Á
morgun ætla jeg sjálfur að leiða þessa
þöglu drotningu til hásætis hennar. —
»En þú, herra riddari«, sagði hann og
sneri sjer til sigurvegarans, er beið þar
skamt frá, — »þú kemur þó að minsta
kosti í veisluna«.
Riddarinn svaraði stutt og afsakaði
sig með því, að hann værri þreyttur,
en yrði að búa sig undir næsta dag.
»Þaðergott«,svaraðiprinsinn drembi-
lega. »Þótt jeg sje slikri undanfærslu
óvanur, þar sem hvorki sá maður,
sem hamingjan hefur fylgt íleikunum
í dag, nje heldur hans kjörna íegurð-
ardrotning, vill heiðra veislu mina
með nærveru sinni, mun jeg samt
reyna að njóta hennar sem best jeg
get«.
Að svo mæltu sneri hann hesti sín-
um við og bjóst til að ríða út af leik-
sviðinu, en það var merki um, að þá
væri öllu þar lokið þann dag.
En þegar prinsinn hafði riðið nokk-
ur skref, sneri hann hestinum aftur
við, því hann var að eðlisfari bæði til-
tektasamur og hefnigjarn og hafði
reiðst. Hann festi augun á óðalsbónd-
anum, sem honum hafði mislíkað við
áður um daginn, og sagði við þjóna
sína, sem næstir voru: »Látið þið þenn-
an pilt ekki komast í burtu án þess
að jeg hafi nánara tal af honum«.
Óðalsbóndinn ljet sjer hvergi bregða,
fremur en áður, en svaraði brosandi:
»Jeg hafði ætlað mjer að vera hjer tvo
næstu daganahvort sem er. Jeg fer ekki
án þess að líta á, hvernig þeir draga
bogana hjerna frá StaíTellshjeraðinu og
Byrgishjeraðinu, — það hljóta að alast
upp góðar bogaskyttur hjer í Naut-
hólaskóginum og í Kárastaðakógi.
»Jeg ætla að sjá, áður en lýkur,
hvernig hann dregur bogann sjálfur«,
sagði Jóhann prins við fjelaga sína;
»og reynist hann ekki eins vel fær og
hann lætur, þá skal hann hafa verra
af«.
»Það væri timi til þess kominn, að
farið væri að lækka á einhvern hátt
rostann í bændunum«, sagði Breki.
Valdimar Orrason yfti öxlum og
þagði. Hanu hugsaði með sjer, að þetta
yrði ekki til að auka prinsinum lýð-
hylli, og honum gatst ekki að því. En
nú reið Jóhann prins út af leiksviðinu
og áhorfendurnir tvístruðust í allar
áttir.
Menn gengu burt í smáhópum út yfir
grundirnar. En langflestir stefndu þó
til Ásbæjar. Margir af göfugustu gest-
unum gistu þar í kastalahöllinni, en
aðrir höfðu leigt herbergi til og frá í
bænum. Þar á meðal voru flestir
riddaranna, sem tekið höfðu þátt í
burtreiðunum, eða ætluðu að gera það
næsta dag. Þeir riðu hægt áleiðis til
bæjarins og ræddust við um það, sem
gerst hafði um daginn, en þeim var
heilsað með gleðiópum af fólkinu báðu
megin við veginn. Sömuleiðis var Jó-
hanni prinsi og fylgdarsveit hans fagn-
að með gleðiópum, og áttu þeir menn
það þó meira að þakka skrautklæðum
sínum en lýðhylli.
Með langmeslum og almennustum
fagnaðarópum var þó tekið á móti
sigurvegaranum. En honum var ekki
um, að vekja mikla eftirtekt, og hann
reið ekki langt burt frá leiksviðinu, en
tók sjer gisting í tjaldi, sem umsjónar-
menn leikanna buðu honum. Þegar
hann var hOríinn inn í tjald sitt, þynt-
ist manngrúin mikið, því margir höfðu
heðið þess eins að sjá, hvert hann færi.
Nú tók fjörið að þverra kring um
leiksviðið, og ópin þögnuðu þar, en
ómarnir bárust enn þangað frá hóp-
unum, sem fjarlægðust. Eftir nokkra
stund heyrðust þau ekki heldur leng-
ur og alt varð kyrt og hljótt kringum
leiksviðið.
En skamt utan við það höfðu nokkrir
smiðir sett niður smiðjur sínar og það-
an sást bjarmi af eldum í rökkrinu,
því nú urðu vopnasmiðirnir að vaka
og vinna um nóltina og gera við þau
vopn og herklæði, er skemst höfðu í
viðureigninni um daginn, en áttu að
notast aftur næsta dag.
En fjölda varðmanna var skipað um
leiksviðið, og áttu þeir að vaka yfir
því um nóttina, hver flokkur um sig
tvo og tvo klukkutíma í senn.
X.
Undir eins og Arflaus riddari kom
inn í tjald sitt, þustu að honum ridd-
arasveinar og þjónar og buðu honum
að hjálpa honum til að komast úr
herklæðunum, færa honum nýjan bún-
ing og útvega honum bað. Ef til vill
buðu enn fleiri fram þjónustu sína,
en annars hefði orðið, vegna forvitn-
innar, þvi að alla langaði til að vita,
hver þessi riddari væri, sem svo vel
hafði gengið fram um daginn, en þó
neitað jafnvel prinsinum sjálfum um
að lyfta hjálmgrímunni frá andlitinu,
eða nefna nafn sitt. En riddarinn tók
ekki á móti aðstoð neins þeirra. Hann
vildi ekki þiggja hjálp neins manns
annars en sveins síns, en það var
bóndalegur maður útlits, klæddur
dökkri flókakápu og með svarta skinn-
húfu á höfði, er kastaði skugga yfir
andlitið og huldi það meira en hálft.