Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 19.06.1909, Side 1

Lögrétta - 19.06.1909, Side 1
Aígreiðslu- og innheimlum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON, Laugavetí 41. Talsími 74. LOGRJETTA Ritstjórií ÞORSTEINN GISLASON, Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 31. Reykjavík 19. jtiní 1909. IV". árg. Augnlækning ókeypis i. og 3. þrd. í mán- kl. 2—3 á pítalanum Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. II—f. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. 10V2 —12 og 4-5. Hlutabankinn opinn 10—21/. og 5V2—7. Landsbankinn io'þ—21/.. Bnkstj. við 12—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. i—3 og 5—8. jrfctfS•Mag H-ThAThDMSEN ^v5> HAFNARSTR' 1718 19-20 21 ii-KOLAJ l í-LÆkJAKT-1-2 • REYKJAVIK* Lárus Fjeldsted, TflprjettarmálafærslumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 10TA— 1 2'A og 4—5. Bóka- og pappírsverslun irintij. Sveinbjarnarsonar Luuga vcg 41. Talsími 74. erra ler itan. Hann kvað ætla utan á þriðju- daginn kemur, ráðherrann okkar, með lagafrumvörp alþingis, til »yfirþjóðar við Eyrarsund«, eins og hann komst svo oft að orði áður í ísaf. sinni. Það er sagt, að hann leggi á stað með skelk i brjósti og ætli að hafa tvo menn með sjer til ráða og fulltingis, þá Björn alþm. Kristjánsson og Svein son sinn. Björn kvað eiga að hjálpa hon- um með gufuskipasamninginn, en Sveinn á líklega að passa hann fyrir dönsknm blaðamönnum. Ekki veit Lögr. livort fylgdarmenn þessir eru kostaðir af »hjáleigu«- búinu, eða hans hágöfgi launar þá sjálfur. En skelkurinn stafar af ýmsu, sem gerst hefur hjer á »hjáleig- unni« og ráðherra hyggur að »dönsku mömmu« á »höfuðból- inu« kunni að líka illa. Fyrst er nú sambandslagafrum- varpið. Það var sett í byggingar- brjef hans, þegar hann fjekk á- búð á »hjáleigunni« í vetur, að það, sem í frumvarpinu stendur, væri ófáanlegt og honum tjáð rök lyrir því, að það samband, sem frumvarpið fer fram á, væri talið ógerlegt með öllu. En nú kem- ur hann', »sjálfur húsbóndinn«, hann, sem orðlagður er fyrlr hjúa- agann í þinghúsinu í vetur, — hann kemur til »yfirboóaranna« (þeirra, sem hann hefur sjálfur nefnt svo) og verður að segja þeim, að hann hafi verið rekinn á stað með þetta af »húskörlum« sínum og biðja fyrirgefningar á framkomu þess, því áður hefur hann skriílega samið um, aðhalda þessu ekki fram. Er þá ekki eðlilegt, að þeir, sem hann hefur samið við, hug'si sem svo: Þessi maður er enginn lnisbóndi á sínu heimili. Hann er ekki íær um að stjórna. Eða þá: Þessi maður er óheill, kennir fjarverandi »hús- körlum« sínum það, sem hann ef til vili er sjálfur sök í. Hann er óábyggilegur í samningum og við getum ekki átt við hann á þann hátt lengur. Á þennan veg ann- an hvorn liljóta þeir að hugsa. Því það er hrein og bein fjarstæða, hreinn og beinn fíflaleikur, sem B. J. hefur tekist á hendur, þar sem hann ætlar að koma fram, þótt ekki sje nema að yíir- skyni, eins og flytjandi þeirra krafa, sem hann fyrir nokkrum vikum hefur skriílega samið við forsætisráðherrann um, að láta liggja niðri, og þá líka, að gera sitt til að reyna að kæfa niður. Annað er bannlagafrumvarpið, og hafa menn þótst finna á ráð- herra einhverjar vöflur í þvímálí, eftir að það var samþ. af þinginu. Þá eru »konsúlarnir«, sem Dan- ir kalla svo, eða Hamborgar- og Lundúna - »fyrirlestramennirnir«. Dönskum blöðum er illa við þá, og þau vilja ekki trúa skeytasendli ráðherra hjer til þess, að þetta eigi að vera meinlausir verslunar- fulltrúar og annað ekki. »Poli- liken« mótmælir því nýlega, um leið og hún flytur skeyti, sem slcýrir svo frá, sent af »stjórnmála- manni í stjórnarflokknum« hjer. Danir setja þetta mál án efa í samband við þau ummæli ísaf. í fyrra, að fyrsta verlc nýrrar stjórnar hlyti að verða það, að leita hófanna hjá öðrum ríkjum um stuðning í stjórnmáladeilunni við Dani. En þetta kölluðu dönsk blöð, eins og margir muna, »drott- insvik«, og töldu þann mann ó- hæfan með öllu til að verða ráð- herra, er þau hefði látið frá sjer fara. En B. J. mun í vetur hafa fært þessi ummæli á syndaregist- ur »fautans« í ísaf., eða yflr þau flaut liann þá að minsta kosti einhvern veginn. Og þó hann sje vafalaust »afbragðs Danavinur« nú orðið, eins og hann hefur sjálfur sagt, og hafi passað mæta vel upp á ísaf. sína síðan hann varð ráðherra, þá sjer hann af dönskum blöðum, að einhver grunsemdarsnefill muni enn óupp- rættur hjá »þeim þarna við Eyr- arsundið« og gerir það förina ó- ljúfari. Loks er botnvörpungasektarfjeð, er »Fálkinn« aflai\hjer með strand- gæslu sinni og Danir og íslend- ingar hafa nú síðustu árin skift á milli sín, en alþing ákvað í vetur, að íslendingar skyldu einir eiga. Ráðherra hjelt hrókaræðu um það í veislu úti á »Fálkan- | um«, um það leyti sem hann var að fá völdin, að sjer þætti leiðin- legt, að »iitli bróðir«, því svo orðaði hann það, gæti engu laun- að »stóra bróður« þá meiri liátt- ar vörn, sem hannljeti »hjálpar- þurfalingnum« í tje hjer á fiski- | miðunum. En fáum dögum síðar I mælti B. J. með því í þinginu, að »litli bróðir« tæki undir sig ! þannhluta botnvörpungasektanna, I sem »stóri bróðir« hafði áður haft. Honum fanst það víst ekki nema J sjálfsagt þá, að hann mætli liata , aðra skoðun og tala með annari I tungu, þegar hann mælti á dönsku • í varðskipinu sjálfu lengst úti á I höfn, heldur en þegar hann mælti , á íslensku innan um þjóðræðis- I og landvarnarmenn uppi í þing- sal. En nú kvað hann halda, að þegar hann í ríkisráðinu »allra lotningarlylst« fer að skýra »stóra bróður* frá þessu uppátæki »litla bróður«, að taka til sín allar sekt- irnar, þá kunni »stóra bróður« að þykja það að minsta kosti undar- legt og ekki í samræmi við »Fálka- ræðuna, og þvi er þetta eitt af : þvi, sem skelkinum veldur. Svo er það, að einhver »fauti« hefur verið að hampa bláfánan- um á ísaf. -prentsmiðju stundum, og það er komið í dönsk blöð, og eí til vill eitthvað fleira smá- vægilegra. En tungan er mjúk, þegar hann mælir á dönsku, og hálsliðirnir og mjaðmaliðirnir hjólliðugir, þegar hann kemur í sólskinið og kvenna- dálætið, sem hann sjálfur lætur svo mikið af, á »höfuðbólinu við Eyrarsund«, svo að vel má vera, að alt þetta fari betur ená horfist. Samt kvað vera einhver ónota- skelkur í honum við utanförina. íslandsbeltið flytst til Reykjavíkur. 17. þ. m. fór fram glímumót á Akureyri um „íslandsbeltið". 13 menn keptu um það, Akureyringar, úr Grettisfjelaginu þar, Mývetningar og 2 Reykvíkingar, úr Áimannsfje- laginu hjer, Guðmundur Stefánsson og Sigurjón Pjetursson. Hallgrímur Benediktsson gat ekki fengið lausn frá störfum til fararinnar. Glíman fór svo, að Reykvíkingarnir 2 feldu alla, sem við þá glímdu, höfðu 11 vinninga hvor um sig. En þegar þeir reyndu með sjer, fór svo, að Guðmundur feldi Sigurjón og fjekk þar með 12 vinninga. Hlaut Guð- mundur því beltið. Akureyringar láta mjög vel af glímunni, segja hana miklu betri en fyrri kappglím- ur þar, og kvað nú engin óeining hafa af henni hlotist, eins og síðast. Beltið er af einhverjum ástæðum nú sem stendur hjer í Rvík og tekur Guðmundur hjer við þvf, er hann kemur að norðan, en þeir Sigurjón hjeldu heimleiðis frá Akureyri í gær. Ármannsfjelaginu hjer er mikill sómi að framkomu þeirra Guðm. og Sigurj. fyrir norðan. Prestaskólinn. Stjóruarbollalegging ura 2. kennaraembættið þar. Annað kennaraembættið þar er laust og hefur því verið slegið upp. Umsækjendur eru: síra Bjarni Hjalte- sted, kand. theol. Bjarni Jónsson á IsafTrði, síra Hafsteinn Pjetursson í Khöfn og síra Sigurður Sivertsen á Hofi. Umsóknarfrestur var úti 5. þ. m. Það hefur verið talið sjálfsagt, að síra Sigurður á Hofi fengi embættið og mun enginn annað segja, en að þá væri vel fyrir því sjeð. En það er óveitt enn. Og sög- urnar segja, að engum af umsækj- endunum sje ætlað það, heldur sje það nú hugsun ráðherra, að skifta embættinu milli þeirra síra Haraldar Níelssonar og Guðm. Finnbogasonar mag., sem nú er erlendis. Þetta spyrst illa fyrir. V" atnsveitan. Vatni var nú í vikunni hleypt í píp- urnar til og fráum bæinn, úr Elliðaán- um. Ekki hafa neinir gallar á leiðs!- unni komið í ljós við þá tilraun, En svo mikið af frjóefnum ber vatnið í Elliðaánum með ,sjer, að síurnar, sem hreinsa vatnið, aður það fer í pípurnar, fyltust bratt og tók það fyrir vatnsrenslið. Nú er verið að setja þar nýjan útbúnað og kemur þá vatnið aftur. En meira hefur borið á þessum frjóefnum nú en ella, vegna þess, að verið er að JNlýleriduvörudeildin EDINBORG 13ýður alla velkomna! Flestar nauðsynjavörm’ seldar með lseg-sta verði, t. d. Hveiti . . . pr. pd. 0,14 Kurennur . . pr. pd. 0,35 Rúsfnur . . — — 0,28 Skinke. . . — — 0,75 do. (Sultana) steinalausar 0,35 MySUOStur. . — — 0,25 Ostar, margar tegundir, verð frá . 0,35 —1,50 Öll niðursuðuvara, Chocolade og Tóbak er best og ódýrast í Versl. EDINBORG, Reykjavík. hleypa vatni af Elliðavatnsengjunum. Annars sýnir þetta, að Elliðaárnar hefðu ekki gefist vel, ef þar hefði átt að ‘vera vatnslindin, og að J. Þorl. verkfr. hefur vel ráðið, þar sem hann kaus heldur Gvendarbrunnana. Nú er með miklu kappi unnið að skurðgreftinum frá ánutn uppíbrunna, og sagt, að um 100 manns sje þar í vinnu. Island erlendis. Próf. Porvaldur Tliorcddsen er kjörinn fjelagi kgl. vísindafjelaginu danska, í náttúrufræðisdeildinni. Lögtræðispróf hefur tekið við háskólann í Khöfn Jón Kristjánsson (dómstjóra) með 1. eink. Skipstjórapróf við sjómannaskól- ann í Rönni á Borgundarhólmi hefur Guðbrandur jónatansson af Snæfells- nesi nýlega tekið. • Heimspekispróf við háskólann í Khöfn hafa nýlega tekið: Ásm. Guð- mundsson frá Reykholti, Jakob Jó- hannesson frá Kvennabrekku og Skúli Thoroddsen úr Rvík, allir með ág. eink. »Halla,« skáldsaga Jóns Trausta, er að koma út í danskri þýðingu hjá Hagerups bókaverslun í Khöfn. Nýtt blað íslenskt er farið að koma út í Winnipeg og heitir „20. öldin", vikublað á stærð við „þjóð- ólf". Hingað eru aðeins komin 4 fyrstu tbl. Blaðið er fjörlega ritað. Ritstjórinn er S. B. Benidiktsson. Yestanblöðin, „Heimskr." og „Baldur", hafa nú fengið rjettan skilning á því, hver maður nýi ráð- herran okkar hjer sje, og taka ó- mjúklega ofan í við hann. Haukur Gíslason kand. theol. er orðinn aðstoðaprestur í Álaborg á Jótlandi. Trúlofuð eru í Khöfn Sigvaldi Stefánsson læknir og frk. Margarethe Mengel-Thomsen, dönsk hjúkrunar- kona. Eiríkur Magnússon meistari í Cambridge á Englandi hefur nýlega sagt af sjer bókavarðarembættinu. Lœknir slasast. Sú frjett berst úr Rangárvalla- sýslu, að hinn setti læknir þar, Ólafur Óskar Lárusson, liafi ný- lega dottið af hestsbaki og fót- brotnað, brotnað báðar pípurnar 1 öðrum fætinum. Landlæknir var þarna á ferð, þegar þetta vildi til, svo að fljótlega náðist til hans, og batt hann um meiðslið. I Hll( Merkileg uppfynding. Tveir sænskir verkfræðingar, Egnér og Holmström, hafa fund- ið upp verkfæri, er gerir símtal mögulegt um miklu lengrileiðen áður. Þetta hefur verið reynt við samtal milli Stokkhólms og Ber- línar og lcvað það liafa heyrst engu miður en samtal áður milli Stokk- hólms og Málmeyjar. Grasstöðin. í bæjarstjórnarfrjettum hjer í blaðinu er skýrt frá því, að nú er samþykt að koma hjer upp gasstöð og fje fengið til þess. Mun verða byrjað á verkinu nú bráð- lega. Th. Krabbe verklræðingur, sem umsjónina á að hafa á hendi, er nú sem stendur á Yestfjörðum, en væntanlegur heim innan fárra daga. Ráðgert er að gasstöðin verði inn við Rauðarárlækinn, á landspildu, sem »Iðunn« á þar, austan við Elsumýrarblett, og nái ef til vill yfir eitthvað af honum lika, því töluvert rúm þarf stöðin. Laxdrbrúin í Hornafirði. Þorgrímur læknir í Keflavik var hjer staddur fyrir fáum dögum og mintist á við ritstj. Lögr., að mjög væri orðum aukið, það sem segir í 29. tbl. um hina væntan- legu Laxárbrú í Hornafirði. Laxá væri miklu verra vatnsfall en þar væri látið, og það væru nágrann- ar Hólabóndans, en ekki sjálfur hann, sem tíðförult ættn með fje yfir ána á vetrum. Segist Þor- grímur læknir hafa jafnan haft hest heima við, meðan hann var á Borgum, til þess að ferðafólk þyrfti ekki að fara úr plöggum og vaða ána í kuldum, en hún er breið og í þjettbygðri sveit. 1 Loftskip Zeppelins ferst. Rjett fyrir næstl. mánaðaim lagði Zeppelin greifi upp á lof fari sínu, »Zeppelin II.«, frá Bc denvatni og ætlaði til Berlína En ferðin mishepnaðist. Han sneri aftur, lileypti niður ekl langt frá Weimar, og þar rak loftbelgurinn í trje og rifnaði al ur. — Zeppelín er leiður mjc yflr þessu slysi, og Þjóðverj; með honum.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.