Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 19.06.1909, Síða 2

Lögrétta - 19.06.1909, Síða 2
122 L0GRJETT A. Rit um þjóðrjettariega stöðu íslanðs. Hið danska blað „Politikin" skýrði frá í gær, að alþingi hefði veitt 5000 kr. til rits um þjóðrjettarlega stöðu íslands ‘). Þetta er eðlileg fjárveiting eins og á stendur. Landstjórninni eða rjett- ara sagt ráðherra Islands er falið á hendur að ákveða, hvernig fje þessu til ritsins skuli varið, eins og einnig er eðlilegt. Fje þessu má verja vel, og það er eðlilegt að ætla, að svo verði gert. Með þvf má afla íslandi bæði heið- urs og sóma og vinna því mikið gagn, bæði inn á við og út á við. En ef fje þessu er eigi skynsam- lega og rjettilega varið, gæti líka auðveldlega farið svo, að það yrði að engum verulegum notum, og ís- landi fremur til vansæmdar en sóma. Það mætti jafnvel stinga því sem bitling að einum manni eða tveimur til þess að rita eitthvert rit um þjóð- rjettarlega stöðu íslands, sem yrði svo fult af vitleysum og öfgum, að eigi yrði hægt að byggja neitt á því. Ef svo væri gert, kæmi fje þetta einungis þeim manni að liði, sem fengi það fyrir ónýtt verk og gagnslaust. En auðvitað getur þetta eigiverið tilgangur alþingis með fjárveiting þessari. Og ráðherra landsins vill sjálfsagt, að fjeð komi íslandi að sem bestum og mestum notum og verði því til sóma1 2). Tilgangur rits þessa hlýtur að vera sá, að skýra sem best og sannast frá hinni þjóðrjettarlegu stöðu íslands á umliðnum öldum og fram til vorra daga og leiðrjetta ýmsar vitleysur, sem um það mál hafa verið sagðar, til þess að menn fái sanna og glögga þekkingu á þessu þýðingarmikla mál- efni. En tilgangurinn með riti þessu getur eigi verið sá, að rita eins og einhverjir ákveðnir menn vilja helst heyra, heldur að leita hins sögulega sannleika. Tilgangur ritsins hlýtur að vera sá, að sannfæra menn í öðrum ríkjum um þjóðrjettarlega stöðu ís- lands, og sýna þeim, hve inikinn rjett ísland á. Ef útlendingar verða sann- færðir, ér íslandi það mikill styrkur, og engin hætta er á því, að neinir íslendingar muni telja rjett landsins minni, en vtsindamenn í öðrum ríkj- um viðurkenna. Til þess að geta sannfært útlenda vísindamenn og óhlutdræga útlend- inga yfirleitt, er algerlega nauðsyn- legt, að bæði sje ritið vísindalega samið, og að það fái opinbera við- urkenningu um það frá útlendum vís- indamönnum, sem kunnir eru að þekk- ingu í þeim vísindagreinum, sem hjer er um að ræða. Nú stendur svo vel á, að það má fá óyggjandi viðurkenningu um þetta, sem allir hljóta að beygja sig undir, ef farið er að eins og oft er gert af öðrum þjóðum við lík tækifæri. Þær láta hvern sem vill keppa um verk- efnið, en fá nafnkunna vísindamenn frá öðrum ríkjum til að dæma um, hvaða rit sje best. Adgangurinn, til þess að sentja rit þetta, á að vera öllum íslendingum frjás. Hið veitta fje ber að veita sem verðlaun fyrir besta ritið. Um ntið má enginn íslendingur nje danskur maður dœma, því að Dan- ir og íslendingar eru aðilar í þessu máli. Til þess að dæma um rit þau, sem íslendingar kunna að semja um þjóð- rjettarlega stöðu íslands, skulu fengn- ir tveir nafnkunnir rjettarsagnfrœð- ingar ogþjóðrjettarýrœðingar úr öðr- um ríkjum, sem kunnir eru rjettar- sögu íslandsog Norðurlandaogþjóða- 1) Síðar á þingi var þessi fjárveiting færð niður í 2500 kr. Ritstj. 2) Núverandi ráðherra íslánds virðist, það sem af er embættistíð hans, hafa látið sjer mest umhugað um sinn eiginn hag og fáeinna flokksbræðra sinna, svo að það væri honum Kkast, að bitl- inga með þessu fje einhvern þeirra, og gefa svo út eftir hann flokksdeilu- pjesa með líkri fyrirsögn og fjárlögin gera ráð fyrir. — Annars mun það ráðið, að dr, J. Þ. semji ritið. Ritstj. rjetti. £f þeir koma sjer eigi sam- an um, hvaða rit eigi að fá verðlaun- in, eða hvort nokkuð þeirra fullnægi þeim kröfum, sem gera verður til slíks rits, svo að það sje verðlauna- vert, skulu þ&ir sjálfir nejna hinn þriðja visindamar.n sem oddamann í dóm með sjer og sje hann úr öðru riki en þeir sjálfir. Og enda hvort sem er, má biðja þá sjálfa að til- nefna oddamann, svo að dómendurn- ir sjeu þrír í upphafi. Á þennan hátt má fá tryggingu fyrir því, að rit það, sem fæst fyrir fje þetta, verði vísindalegt rit, þýð- ingarmikið og gagnlegt, rit, sem önn- ur ríki mundu skoða sem aðalrit í þessu máli og bæði Dánir og íslend- ingar hlytu að taka mjög mikið til- lit til. Hið eðlilega er, að ísland fái einn norskan vísindamann og annan sœnsk- an til þess að dæma um slíkt rit, og að þeir menn, sem ráðgjafi lands- ins fengi til þess, væru beðnir að fá þýskan vísindamann sem hinn þriðja mann. 1 Noregi eru tveir nafnkunnir rjett- arsögufræðingar og lögfræðingar, sem eru mjög vel að sjer í fornum ís- lenskum lögum og rjettarsögu. Það eiu þeir prófessor Absalon Taranger og ríkisskjalavörður Ebbe. Hertzberg, og virðist annarhvor þeirra sjálfkjör- inn til þessa starfs. í Svíþjóð er prófessor Pontus Erland Fahlbeck nafnkunnur fyrir rit sín um stjórnar- skipunarlög og þjóðarjett. Hann er bæði stjórnfræðingur og sagnfræðing- ur og hefur af stjórn Svía stundum verið skipaður til þess að greiða úr vandasömum málefnum. Þá má einn- ig benda á hæstarjettardómara Johan Fredrik Tvar Afzelius, sem er ein- hver hinn mesti lagamaður meðal Svía nú á dögum og setið hetur í gjörðadómum milli annara þjóða. Á Þýskalandi eru ýmsir nafnkunnir rjett- arsögufræðingar, en hjer ber einkum að nefna tvo, sem bæði eru mjög lærðir menn yfirleitt og auk þess hafa lagt mikla stund á rjettarsögu íslands og annara Norðurlanda. Það eru þeir prófessor dr. Karl v. Amira í Múnchen og prófessor dr. Karl Leh- mann í Rostock. Þeir eru báðir læri- sveinar Konráðs Maurers og er v. Amira eftirmaður hans við háskól- ann í Múnchen. Ef fjárveiting alþingis yrði til þess, að samið væri rit um þjóðrjettarlega stöðu íslands, sem þrír menn, einn norskur, einn sænskur og einn þýsk- ur, sem væru slíkir menn sem þeir, er hjer hafa verið nefndir, dæmdu gott og gilt og verðugt verðlauna, þá yrði það ísandi til sóma. Hins verður einnig að gæta, að það verður íslandi til vansæmdar, ef fyrir fje þetta yrði samið óvísinda- legt deilurit. í útlöndum verður þá litið svo á það mál, sem íslendingar sjeu eigi því vaxnir, að semja neitt vísindalegt rit um þetta efni. Þá er svo stendur á, eins og nú fyrir ís- landi í þessu máli, ætlast allir út* lendir vísindamenn til þess, að frá íslands hendi verði framleitt hið besta, sem íslendingar geta í tje látið. Það yrði því íslandi einungis til háðung- ar, ef að fyrir fje þetta kæmi út óvís- indalegt deilurit og samtíningur. Öllum íslendingum á því að vera frjálst að keþþa um rit þetta fyrir óhlutdrœgum dómi. Ef svo yrði farið að sem hjer er lagt til, þá fengi ísland í fyrsta sinni tækifæri til þess að láta gj'órðardóm, skipaðan mönnum úr öðrum ríkjum, segja álit sitt um málefní, er snerti rjettarstöðu íslands. Að lokum skal minst á það, að það er mikið verk að semja vísinda- legt rit um þjóðrjettarlega stöðu ís- lands og verður það eigi leyst af hendi á nokkrum mánuðum svo í nokkru lagi sje. Það er hæfilegt að gefa þriggja ára frest til þess eftir að samkepnin er gerð heyrinkunn og ráðherrann hefur fengið tvo vísindamenn, annan norskan en hinn sænskan, til þess að dæma um það. Þeir, sem kynnu að vilja keppa um þetta, sendu þá rit sín, er þar að kæmi, með höfundarnafni í innsigl- uðu brjefi til dómendanna og skyldi brjefið eigi opnað fyr en dómurinn væri fallinn. Það er betra að hafa tímannhæfi- lega langan til þess að seroja rit þetta og það verði vel gert, en að láta hroða því af. Það eru engin líkindi til þess, að sjálfstæði það, sem meiri hlutinn fer nú fram á, fáist svo fljótt, að eigi megi bíða eftir ritinu í þrjú ár þess vegna. En þótt tím- inn til þess að semja það yrði ákveð- inn styttri, er þó rjett að láta alla Islendinga fá frjálsan aðgang til þess fyrir óhlutdrægum og fullhæfum gjörð- ardómi. Ritið skal eðlilega semja á ís- lensku, en rjett væri að höfundurinn ljeti fylgja því þýðingu á dönsku eða einhverju öðru máli, sem dómend- urnir kunna og hægast er fyrir hvern höfund. Ef ritið yrði gott, er eigi heldur nóg að gefa það út á íslensku einni. Það segir sig sjálft, að greiða þarf dómendum þóknun fyrir starf þeirra, en það er vel tilvinnandi til þess að verk þetta komi að tilætluðum notum. Khöfn 9. maí 1900. Bogi Th. Melsteð. jVkrkileg ræða, nýlega flutt fyrir fjölmenni í Lundúnaborg. Vjer erum urokringdir á allar hlið- ar af kirkjum, sem boða trúarfræði, sem eru að hverfa. Með þeim fræð- um reyna menn enn til að halda völdum og áliti — en mjög virðist við því búið, að þeim fræðum fari eins og ísjaka, sem fleyta ætti suð- ur yfir miðjarðarlínu, að alt bráðni á leiðinni. »Á að kalla þetta kristnih eru menn farnir að spyrja. „Er það sama kenning og Jesús kendif« Satt að segja: væri hann nú á dögum hjer í Lundúnaborg, mundi hann líkast til oftar finnast annarstaðar en í kirkjunum; hann mundi oftar sjást meðal fátækling- anna úti í lystiskóginum Plyde Park, eða undir bogum járnbrautarinnar í Pancrasshverfinu. Guðfræðin, sem „flaggar" með nafni hans, virðist bráðum vera á förum á vesturlönd- um hnattar vors. Það getur ekki verið sönn trúarfræði fyrir þjóðirnar, sem hætt er að ná tökum á þeirra vitrustu og bestu mönnum. Því hvar sem vjer vildum velja úr djúpvitr- asta manninn og góðgjarnasta hjer á Englandi í dag eða í nálægum lönd- um, mundi mjer ekki koma á óvart, þótt sá hinn sami teldi sig engu trú- ar- eða kirkjufjelagi tilheyrandi. Hvar sem einhver trúarbrögð hætta að fram- leiða bestu menn og bestu hugsanir, eru þau komin langt fram á aftur- faraskeiðið. Hugmyndir spekinganna sýna flæðarmálið, benda á, hvert að- fall allsherjarstraumar hugsananna muni ná, þegar flæðin sje komin. Þvi', sem hinir vitrustu menn þjóð- anna afneita í dag neitar, öll alþýð- an á morgun. Hin kirkjum-varða kristni er umgirt eik í skógi. Lim sitt og greinar breiðir hún út í allar áttir; laufin eru græn og enn er rót- in föst. En trúin er afgirt og mörk- uð; og hvert ár, sem kemur og fer, bætir nýjum vexti og vegsernd við hennar kjarnameiri nágrannatrje, en markar henni æ styttri leið til eyði- leggingar og dauða. Margir vitrir menn, glöggir og góðgjarnir hafa tekið eftir þessu, en hugsað, að nú stæði millibilstími og mundi taka við hreinni og heim- spekilegri kristindómur. Þeirri trúarbót eru þeir og að keppast við að koma á stofn, og reyna til að kveykja í hjarta hinnar drotnandi siðmenning- ar hina hreinni trú, sem Jesús kendi í Galíleu. Og enginn má neita, að sá kjarni eða andi, sem Jesús inn- rætti með orði sínu og persónu, get- ur aldrei undir lok liðið. Gæska er gæska hvar sem er í víðri veröld og varir meðan lönd eru bygð. En Jes- ús samdi enga rjetttrúun, enda er erfitt að fást við þann staðhátt, að í 15 aldir eða lengur hefur hver her- maðurinn öðrum ferlegri verið sýkn- aður í nafni kristindómsins, og ófriðn- um hefur fylgt ágengni, ofnretnaður, grimd og gerræði, svo og þar á ofan hugsunaránauð og hatur til allra ann- ara trúarbragða. Enn hatar hin dog- matiska rjetttrúan alla villutrú, nema sína eigin, og horfir á heiminn gegn- um nálarauga eigin þröngsýnis, og hirðir hvorki um þekking nje fram- farir. Alt fyrir það talaði Jesús sann- leikann þegar hann sagði: »Sjáið, jeg em með yður alla daga alt til enda veraldar". Kirkjan, sem kend er við nafn hans, má farast eins og líkami hans dó, en sál beggja er ó- dauðleg. Þjóðverjar, Danir og vjer Englendingar höfum átt þjóðhetjur, og trúað því, að þessar hetjur yrðu endurbornar og mundu frelsa þjóð sína, þeger mest á lægi. Svo erog um Jesú, að hann lifir — lifir í sálu sjerhvers þess, sem einlæglega vill þoka mannkyninu eitt stig áleiðis að þess skínandi takmarki. Jesús brann af löngun til að bæta úr meinsemd- um og þörfum þess tíma, sem hann hann lifði á. Fyrir þá öld lifði hann, ekki öld eða aldir annara þjóða. Ameríkumenn, sem frelsa vildu svert- ingjana, sátu ár eftir ár yfir biblíunni til þess að finna í henni texta, sem bannaði þrælahald, en urðu örvingl- aðir að hætta við svo búið. Þarf því síður að finna þeim það til ámæl- is, sem það var þeirra mesti sómi. Það sýnir, hversu þeir helguðu sig gersamlega köllunarverki sinnar ald- ar. Því það var guðsorð þess tíma, þótt ekki fyndist f guðsorði gamalla helgirita, og einmitt sakir þess, að Jesús var bein og skýr guðsrödd fyrir sína tíð, þá má hann síður vera bein guðsrödd á vorum tíma. Hann lagði ekkert orð til viðvíkjandi vor- um vandræðum í stjórnarefnum eða Qelagsmálum, í deilunum milli auð- manna og verkalýðs eða í öðrum rjettindamálum. Eflaust kenna yður margir öðruvísi og þykjast hafa góð og gild rök fyrir því. En í stað þess að fara langt út í vandræði vorra daga, mundu þeir heldur vilja fjölyrða um ranglæti löngu liðinna Gyðinga, og mundu fúsir hjálpa oss til að fyrirdæma rækilega þrjósku þeirra, sem þverskölluðust við kenn- ingu Jesú, svo og lasta undir neðstu hellur dýrkun Baals og Móloks. En þeir fornu fjendur eru dauðir nú, og enginn enskur maður á vorum dög- um finnur til minstu freistni til að falla fram fyrir útskornum myndum eða standa á gatnamótum og þylja langar bænir. Sjerhver öld hefur sína Krists-fyrirmynd; og fyrir því hlýtur Kristur þessa lands að vera fullkomlega eins enskur eins og Krist- ur á Gyðingalandi var Gyðingur á þeirri öld, sem hann lifði á og kendi. Forna sagan er saga fáeinna stór- menna. Tökum burt Cæsar úr sögu Rómverja, eða Elfráð hinn ríka úr sögu Engilsaxa, og lítið verður eft- ir. En nýja sagan er saga vissrar enn merkilegri stærðar eða heildar. Sú stærð er þjóðin. Þjóðirnar og þeirra æfibraut og barátta fyllir nú, og meir en fyllir skarðið., sem stór- hetjurnar áður fyltu. Af því leiðir það, að þótt forvígismenn megi ald- rei vanta, megnar enginn menskur maður framar að vera allsherjarleið- togi allra. Hann yrði að hugsjón eða hugsjónum, sem yrðu fyrir ofan lífið. Enginn nýr Cæsar eða Alex- ander yfirvinnur allan heiminn. Eng- inn nýr Jesús má megna að gefa rúm í einu brjósti öllum anda mannkyns- ins. Andi tfmans — orð, sem mynd- ast hefur í Evrópu í nýju sögunni, og á við Evrópu — er nú metinn og í heiðri hafður eins og stundleg holdgun Jehóva; og hans avatar (ímynd) er sjeð og viðurkend í öllu því, sem afandanum virðist fætteða innblásið — innblásið af þeim guð- dómlega kærleik, sem birtist holdi klæddur hjer á jörðu í kærleika mannanna. Og birtist Jesús aftur á jörðunni, • þá mundi hann ekki harma þessa breytingu. Hann mundi lítinn hug !eflída a a^ frelsa þá, sem nota nafn hans fyrir atvinnu, og reisa sjer hall- ir úr því, sem hann gerði húsviltan. Hann mundi segja við þá: „Með því að afneita hinum hæsta og stærsta sannleika yðar tíma, hafið þjer kross- fest mig á ný“. Til þess, að vera sannkristinn maður í Lundúnaborg nú á dögum, nær engin einstök dygð, sem um var talað á Krists dögnm. Frábreytni í trú útheimtir sjálfsfórn; jafnvel trúaratneitarinn mætti finna sig knúðan til að fara einförum, bera sinn kross og mæta fyrir Pílatusi; mætti það vel samþýðast eða líkj- ast ýmsum kristinna manna dygðum, eitthvað í átt við sorg Krists, eða hans inra traust og gleði. En hvaða samneyti eiga við hann erkibiskup- ar og Iýðfrægir klerkar -- yið hann, sem ekki hafði það, er hann mætti halla að höfði sínu? í fám orðum að segja, viljum vjer ekki láta kenna oss að standa í þeim sporum, sem Kristur stóð í forðum, heldur í þeim sporum, sem hann mundi nú standa, ef hann gengi með- al vor nú. Vjer viljum reyna að standa fyrir hverju því málefni, sem opnar mannkyninu leið á hærri stig alls fullkomleika. Og þar viljum vjer standa, þótt málefnið sje hins allra vesælasta lýðs hjer í Lundúnaborg. Hjer vill Kristur með oss vera — það er víst! Þjer, sem flýja viljið í hans faðm, til þess að finna slátt hins mikla hjartu: lofið þá hinum að kalla yður trúarvillinga og ókristna, efþeir vilja og þora. Sjáið, upp frá gröf Krists er að renna upp ný og fög- ur stjarna. Og sjá, hún gengur á undan oss og vísar oss veginn. Og þar sem hún nemur staðar — þótt það sje yfir jötu — þá hvílir þar hið heilaga barn. Og þegar þjer þrýstið því að brjóstinu, breytir það í „guðs móður" hverri konu, sem elskar það, og í „postula" hverjum manni, sem þorir að helga því hreina þjónustu. M. J. Ísiiojílijjsbii. Að undangenginni afarblendinni ritstjórnargrein 9. þ. m. um mót- spyrnuna gegn áfengisbanninu, flyt- ur ísaf. þ. 12. öndvegisleiðara með yfirskriftinni: »Áfengisbannið og flokksforingjarnir«, sem er eins konar framhald af og árjetting á fyrri greinina. Mergurinn málsins er það, að blaðið vill fá þá af bannlagavinum, sem eru Heimastjórnar eða Frum- varpsmenn, til að leysa sóknar- bandið við flokk sinn; svo ætlast það til að þeir gangi í söfnuð ísa- foldar og gerist taglhnýtingur Björns ráðherra í sjálfstæðismálinu. Utaf fyrir sig er hvorugur þess- ara pistla svo mikið sem bleksins virði, sem eytt hefur verið til að skrifa þá með, en þar sem svo sjerstaklega stendur á, að þeir koma út sömu dagana sem Góðtemplara- reglan heldur þing sitt og bæði eig- andi og ritstjóri blaðsins eru Góð- templarar, gæti viljað svo til, að menn, sem lítt eru málavöxtunum kunnir, láti sjer koma til liugar, að hjer sje verið að lýsa stefnu eða skoð- unum Góðtemplarreglunnar. Á stórstúkuþinginu sátu um 70 fulltrúar, um 20 frá Reykjavík og um öO frá ýmsum landsfjórðung- um, auk fjölda margra atkvæðis- bærra meðlima stórstúkunnar, svo að óhætt má fullyrða, að um hundr- að manna hafi átt atkvæði á þing- inu. Auðvitað voru hjer saman- komnir menn af báðum, eða öllum, pólitísku flokkunum, sem allir voru einhuga og samhuga um það, að hleypa ekki stórpólitískum æsing- um inn i bannlagabaráttuna, og kosning embættismanna, eða yfir- stjórn Reglunnar.er fullkomin trygg- ing fyrir því, að þeirri stefnu verði stranglega fylgt í allri framkomu hennar út á við. Það kemur því nokkuð undar- lega fyrir, að Einar ritstjóri Hjör- leifsson skuli ekki víla fyrir sjer að nola blað Björns ráðherra Jóns- sonar (báðir eru þessir herrar þjóð- kunnir Templarar) til að reka fleyg inn í bannlagamálið að fjelags- bræðrum sínum fornspurðum. Það blandast víst engum hugur um, að þessi nýji fleygur er stór- pólitískur, eða að hann er að minsta kosti ekki rekinntil stuðningsbann- lagamálinu. Þetta ísmeygilega klók- indabragð lilýtur að hafa annan tilgang, enda reynir blaðið ekki að

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.