Lögrétta - 28.07.1909, Síða 2
146
L0GRJETTA,
Lögrjetta kemur út á hverjum miö-
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg.
á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí.
Síra Jón Bjarnason og
andbanningar.
Eftir Halldór Jónsson.
„Brennivínsfjelagið" hefur nylega
komið af stað nýrri útgáfu af einni
af ræðum sr, Jóns Bjarnasonar í Winni-
peg, er því finst styrkja svo vel mál-
stað sinn.
Einhver hörgull er nú orðinn á
ástæðum og kröftugum meðmælum,
úr því að til slíkra ráða er þrifið;
ekki er þó málstað þeirra veitt þar
svo veigamikil hjálp. Það hlýtur
hverjum þeim að vera ljóst, er skil-
ið getur og skilja vill þessa kristi-
legu prjedikun rjettilega. Og ekki
þykir mjer neitt undarlegt, þótt síra
Jón reki upp stór augu, þegar hann
verður þess var, að ræðan er nú gef-
in út sem eitt kröftugasta meðmœlið
með brennivíninu og drykkjuskapnum.
Eins og mörgum mun kunnugt, er
ræða þessi áður prentuð í prjedik-
anabók sr. Jóns, er út var gefin
1900. Þar tilheyrir hún 2. sunnu-
degi eftir þrettánda. Guðspjallið er:
Brúðkaupið í Kana; en sú frásögn
stendur í Jóhannesar guðspjalli 2. kap.
Að vísu hafa margir fræðimenn ve-
fengt sanngildi kraftaverks þess, er
hjer ræðir um, og aðrir hafa talið
kraftaverk þetta Kristi óverðugt og
lagt það á borð við kraftaverkið, þeg-
ar hann rak djöflana út úr óða mann-
inu og leyfði þeim að fara í stóru
svínahjörðina, er síðan hljóp öll fyrir
björg oían í sjóinn og kafnaði þar,
— en út í slíkar hugleiðingar skal
ekki farið hjer.
En af þessu kraftaverki tekur sr.
Jón sjer í ræðunni tilefni til að benda
á og víta ýmsar kreddur í kristilegri
trú og breytni ýmsra manna og trú-
arflokka, svo sem Meþódista, Pres-
bytera, jafnvel Kaþólskra, er vilja
frádæma kristnum mönnum jafnvel
allar veraldlegar skemtanir og jarð-
neska lífsnautn. í því komi fram
trúarlegt þröngsýni og ófrjálslyndi,
„öfug bindindisskoðun", er misskilji
kristindóminn. Hann eigi að streyma
gegnum alt mannlífið, andvörp þess
og tár, myrkur og dauða, gleði og
lífsnautn, skemtanir og prýði, ást og
unað. Allir skapaðir hlutir sjeu góð-
ir, því að guð hafi skapað þá, og
heimili þá mönnunum til notkunar á
siðsamlegan og hóflegan hátt. Vínið
sje því gott í sjálfu sjer eins og vatn-
ið — og eins og tóbakið og morfínið
og kransaugun — og allir aðrir sýni-
legir og ósýnilegir hlutir. Það sje
því ramskökk og ókristileg bindindis-
hugmynd, að neita sjer um brúkun
einhvers hlutar, t. a. m. víns, aý
þeim ástœðum að hluturinn sje í sjálfu
sjer vondur. En þó sje til kristilegt
bindindi. Og vínbindindi sje bæði
kristileg og heil'óg skylda: bæði þá
er menn hafi hugmynd um, að þeir
geti ekki sjálfir neytt víns, nema sjer
til syndar og skaða, og sjerstaklega
þá er er menn hafa hugmynd um,
að þeir leiði einhverja aðra í hœttu
með vínnautn sinni. Af því að þetta
er þungamiðja ræðunnar, vil jeg taka
hjer upp úr henni fáeinar setningar
orðrjettar:
„Kristindómurinn sjálfur er á und-
an öllu öðru sjálfsafneitun — bind-
indi í hinni víðtceku, heilögu merk-
ingu þess örðs". Holdtekja Krists,
niðurlægingin, er hin mikla, guðlega
sjálfsafneitun. „Æðsta opinberun kær-
leikans er sjálfsafneitun — bindindi.
Og einhver fegursti og göfugasti á-
vöxturinn, sem trúin á Krist ber eða
á að bera í lífi Iærisveina hans er
einmitt þetta sama: sjálfsafneitun —
bindindi. Og gætið að: Þá er við
kristilega sjálfsafneitun er átt, þá er
hún fólgin ekki í þ\í, að neita sjer
um einhverja vonda og vanheilaga
hluti, um nautn einhvers þess, sem
í sjálfu sjer er ilt og syndsamlegt,
heldur þvert á móti (að neita sjer)
um það, sem í sjálfu sjer er gott,
neita sjer um þá eða þá nautn, sem
út af fyrir sig er meinlaus og öllum
heimil".
Af þessu má sjá, að krafa sr. Jóns
til mannanna er í þessari ræðu öld-
ungis hin sama og krafa templaranna
íslensku til íslendinga, og hún er sú,
að þeir fari sem allra flestir í bind-
indi, svo að þeir leiði ekki aðra —
hina ístöðulitlu, þá er- ekki hafa kraft
til að stjórna sjálfum sjer og til-
hneigingum sínum — út í hættu, út
í ofdrykkju með vínnautn sinni. Að
þeir sýni svo mikinn bróðurkærleika
þeim mönnum, er þjást af áfengis-
sýki, og þeim konum og börnum, er
líða andlegar og líkamlegar kvalir
vegna þessarar áfengissýki, — aðþeir
(áfengisvinirnir) neiti sjer um þá un-
un, að drekka áfengi. Að þeir sýni
þessa sjálfsafneitun vegna breiskra
bræðra sinna og aðstandenda þeirra,
en láti ekki Kains-hugsunarháttinn
ráða gerðum sínum, — hugsunar-
háttinn, sem kemur fram í orðunum:
„Á jeg að gæta bróður mínsf" og
„Sjálfur leið þú sjálfan þig og eng-
an annan", sem er kjörorð andbann-
inga.
Og þetta er þó ekki stór krafa,
kostar ekki mikla sjálfsafneitun fyrir
neinn hófsemdarmann, og því hófsam-
ari sem maðurinn er, því minni er
sjálfsafneitunin í þessu efni. En allir
vita, hve áhrifamiklar fyrirmyndirnar
eru oft og tíðum, ekki síst fyrir-
myndir hinna mentuðu og þeirra, er
hærra eru settir í mannfjelagsstigan-
um. Að ætla sjer að verða öðrum
til fyrirmyndar í því, að neita víns „í
hófi", ber Ijósan vott um vanþekk-
ingu mannlegs breiskleika, vanþekk-
ingu á æsandi, en þó skynsemissljófg-
andi áhrifum áfengisins, og vanþekk-
ingu á mannkynssögunni allar ald-
irnar síðan verksmiðjuvíngerð hófst
og vínið tók að flóa út yfir löndin.
Að telja sig Ifkja eftir Kristi með
því að berjast af öllum mætti fyrir,
að áfengið fái að halda áfram að
streyma um landið og vinna sitt
spillingarverk — það er þó eitthvert
argasta öfugmælið, sem heyrst hefur.
Og ekki er það sjerlega ánægjulegt
heldur, að það skuli vera kjörorð
flestra eða allra kennaranna við hinn
almenna mentaskóla landsins, leiðtog-
anna valdsmannaefna landsins— þetta
dauðkalda : „Sjálfur leið þú sjálfan
þig, og engan annan".
Nei. Þessi ræða síra Jóns Bjarna-
sonar styrkir ekki málstað andbann-
inga. En það er gott, að þeir hafa
komið henni nú aftur á prent. Von-
andi, að þeir láti hana hafa áhrif á
sig og innprenti sjer þann sannleika,
að „kristindómurinn sjálfur er á und-
an öllu öðru sjálfsafneitun — bind-
indi".
En þeir kunna nú að segja: „Síra
Jón er þó ekki bannlagamaður". Til
þess liggur það svar, að hann fer
ekkert út í það mál í ræðunni; enda
væru bannlög gersamlega óþörf, ef
allir fullnægðu kristindómsins fyrir-
mælum um kærleika, sjálfsafneitun og
bindindi —, svo að þeir leiði ekki
hvor annan í freistni og út í ofdrykkju.
Ef allir væru í bindindi, mundi ekk-
ert áfengi verða innflutt mönnum til
freistni og tælingar, því að ekki
mundu kaupmenn flytja þá vöru, sem
enginn vildi kaupa eða nota. En
það eru andbanningarnir, áfengisvin-
irnir, þeir, er ekki vilja vera í bind-
indi, en halda uppi drykkjusiðunum
og ofdrykkjusiðunum, og leiða aðra
í freistni — það eru þeir, sem hafa
neytt þjóðina til að gera kröfuna um
bannlögin, smælingjunum til varnar
og hinum breisku og þreklausu.
Drykkjumennirnir hafa ekki góð-
fúslega viljað sýna sjálfsafneitun, bróð-
urkærleik og bindindi, þrátt fyrir 25
ára áskoranir og brýningar, og hafa
því með atferli sínu sjálfir knúð fram
bannlögin.
Loftherskip. Englendingar kvað
vera að safna fje með samskotum
til þess að koma sjer upp gríðar-
miklu loftskipi handa hernum.
Darwin. Mikil hátíðahöld voru
seint í síðastl. mánuði við Cham-
bridge-háskólann 1 Englandi til ininn-
ingar um fæðingu Darwins fyrir 100
árum.
Skattamálið þýska.
Skattahækkunin, sem Bíilows-stjórn-
in fór fram á, var, eins og áður hef-
ur verið sagt, 500 milj. marka. Mik-
ill meiri hluti þingsins var sammála
um þessa hækkun, og líka um það,
að 4/5 hlutar af upphæðinni skyldu
koma alment niður, en r/s skyldi
vera beinn skattur og koma að eins
niður á auðmennina. Móti þessari
skiftingu var að eins jafnaðarmanna-
flokkurinn, er hefur 40 atkv. yfir að
ráða. En þrætan varð um það, hvort
þessi 5. hluti af allri upphæðinni,
100 milj. marka, sem nást átti með
beinum sköttum, skyidi koma á auð-
menn borganna eða jarðeignamenn-
ina.
Sterkasti flokkurinn í þinginu er
miðflokkurinn (Centrum), er ræður
yfir 110 atkv. Hann hefur verið að-
almótflokkur Biilows. I þeim flokki
eru jarðeignamenn ráðandi. En eins
er í íhaldsflokknum, sem áður hefur
stutt Biilow og ræður yfir 60 atkv.
En hann yfirgaf stjórnina í þessu
máli og gerði samband við miðflokk-
inn. Hinir flokkarnir, sem Búlow
studdu, drógu taum verksmiðjueig-
enda og verslunarrekenda og áttu
aðalstyrk sinn í borgunum.
Upphaflega fór stjórnin fram á
erfðaskatt, er ætlað var að gefa um
100 rr.ilj. í tekjur, en um 400 milj.
áttu að nást með skatti á brennivíni,
öli, víni, tóbaki, rafmagni og gasi,
og auglýsingaskatti. Þingið setti
nefnd til að íhuga skattafrumv. stjórn-
arinnar, og kom hver flokkur mönn-
um í þá nefnd í hlutfallið við stærð
sína. Allir voru samdóma um það
í nefndinni, að fella burtu auglýs-
ingaskattinn, en um annað náðist
ekki samkomulag. Loks fór svo, að
allir flokkar yfirgáfu nefndarstörfin
nema miðflokkurinn og íhaldsmenn,
en þeir flokkar tveir í sameiningu
höfðu þar lítinn meirihluta. Þessi
meirihluti kom nú fram með nýjar
skattamálatillögur, gerði stórar breyt-
ingar við stjórnarfrumvarpið á skatt-
inum af brennivíni, öli, víni, tóbaki
og glóðarnetalömpum, en feldi erfða-
skattinn alveg í burtu. í stað hans
átti að koma: hækkun á kaffitolli og
tetolli, eldspýtnaskattur, mylluskatt-
ur, útflutningstollur á kol og koks,
skattur á verslunarumsetning, verð-
hækkanir o. s. frv.
Þessar breytinga-uppástungur gerðu
borgalýðinn æfan. Mótmælafundir
voru haldnir í borgunum um alt rík-
ið og farið mjög hörðum orðum um
ofríki jarðeignamanna, er nú ætluðu
að velta af sjer erfðaskattinum yfir á
iðnaðinn og verslunina. Aðalmót-
mælafundurinn var haldinn í Berlín
og voru þar saman komnir um ÓOOO
fulltrúar fyrir hagsmuni borgarlýðs-
ins víðs vegar að. Á þessum fundi
var ákaft rifrildi, með því að tals-
menn jarðeignamanna töluðu þar
einnig. Endirinn varð sá, að mynd-
að var nýtt „Hansasamband", en
svo er það skírt eftir verslunar-
sambandinu mikla, er áður fyrri hafði
þetta nafn, og á þetta nýja Hansa-
samband að vernda hagsmuni borg-
anna gegn landbændunum. Þetta
fjelag hóf starfsemi sína með áköf-
um gauragangi.
Stjórnin bjó nú til nýtt frumvarp,
feldi úr uppástungum nefndarinnar
mylluskattinn, útflutningstollinn á kol-
um og koksi o. fl., en setti erfða-
skattinn inn aftur í nýrri mynd, þann-
ig, að nú átti hann allur að leggjast
á V10 hluta jarðeignamannanna, þ. e.
a. s. þann IO. hluta þeirra, sem rík-
astur er. En miðflokksmenn og í-
haldsmenn mótmæltu skattinum enn
fastlega. Það var atkvæðagreiðslan
um þetta, sem feldi Búlow nú ný-
lega.
Búlow hefur tvö síðustu árin stuðst
við marga flokka í þinginu, þar á
meðal þann flokk, sem kallar sig
„frjálslynda flokkinn" og ræður um
50 atkv., en líka við íhaldsflokkinn
og fyrri bandamenn hans, „Ríkis-
flokkinn", 20 atkv., og „Þjóðfrelsis-
flokkinn", 60 atkv. Nú fylgdu þess-
ir tveir síðastnefndu flokkar honum
í erfðaskattsmálinu, og svo frjáls-
lyndi flokkurinn, en áköf rimma er
u hafin milli þess flokks og íhalds-
flokksins, er þó hafa verið banda-
lagsflokkar áður í því, að styðja stjórn-
ina. Jafnaðarmannaflokkurinn horfir
með ánægju á þessa sundrungu og
hygst munu græða á henni við
næstu kosningar.
(Niðurl.).
Annað atriðið í grein hr. J. Þ. er,
að „Ingólfur" hafi ekki nógu marga
björgunarbáta, sem farþegaskip. Þetta
er alveg rjett; hann hefur að eins
tvo, og það dettur engum í hug að
mótmæla því, að æskilegt væri að
þeir væru fleiri, ef því yrði komið
við með nokkru móti.
Jeg get upplýst hr. J. Þ. um það,
að „Ingólfur" er engin undartekning
frá öðrum farþegaskipum í þessu efni;
skipið er bygt eftir þeim föstu regl-
um, sem gilda, að jeg held, um
öll Norðurlönd, hvað björgunarbáta-
tölu snertir, miðað við stærð skips-
ins og tölu skipverja. Hr. J. Þ., sem
hefur margoft verið erlendis, hlýtur
að hafa veitt því eftirtekt, hve mörg
hundruð manna flykkjast þar saman
með farþegabátum, maður við mann
á öllu þilfarinu, bæði miili K.hafnar
og Svíþjóðar, meðfram endilöngum
Noregi, meðfram ströndum Skotlands
og víðar. Þetta eru alt strandferða-
bátar eins og „Ingólfur", og ferðir
þær, sem þessir bátar fara, eru alt
eins hættulegar og þær, sem „Ing-
ólfur" fer, bæði sker og grynningar,
og oft dimmviðrisþoka. Heldur hann
að björgunarbátar sjeu með þessum
skipum, sem taki allan þennan fólks-
fólksfjölda? Nei, jeg get upplýst
hann um það, hafi hann ekki veitt
því eftirtekt sjálfur, að svo er ekki,
að eins bátar rúmlega fyrir skips-
höfnina. Hann hefur líka ferðast
með skipum Sameinaða gufuskipaijel.
og Thore o. fl. skipum hjer, og ef
hann hefur litið þar á björgunarlist-
ana, sem fylgja þessum skipum, þá
sjer hann hvernig skipverjar eiga að
skifta sjer í bátana, og þá um leið
hlyti hann að sjá, ef hann hefur
glögt sjómannsauga, að bátarnir rúma
ekki nema rúmlega skipverjana með
þeim vistaforða og fleiru, sem áskilið
er að taka með sjer við slík tæki-
færi. Með þessum milliferðaskipum
ferðast oít farþegar, svo tugum og
jafnvel hundruðum skiftir, og nefnir
enginn að það sje lífshætta.
Mjer detta í hug stóru úthafsskip-
in (Ameríkufarþegaskip). Heldur hr.
J. Þ., að þau hafi björgunarbáta handa
öllum þeim fjölda, sem með þeim
ferðast ? Ó-nei. Það er síður en svo.
Einmitt þegarjeg er að rita þess-
ar línur, dettur mjer í hug »Lög-
berg« frá 22. apríl í ár. Þar stend-
ur þessi klausa: „Allmikið hefur
verið rætt um það, um þær mundir,
sem skipinu »Republic« hlektist á í
vetur, að eigi hafi nógir björgunar-
bátar verið á skipinu handa öllu fólk-
inu, sem á því var. Og mjög vafa-
samt er það, að nokkurt fólksflutn-
ingaskip hafi næga báta handa öllu
fólkinu, sem flutt er.
Stærstu björgunarbátar, sem til eru,
bera 40—50 manns, og ef talið er
til, að 2,500—3000 manns ferðist á
slíkum flutningaskipum, stundum má-
ske fleiri, þá þarf 50—60 slíka báta
með hverju skipi, og það er vafa-
atriði, á hvern liátt væri hægt að
láta svo marga slíka báta fylgja
hverju skipi".
Sannleikurinn er þessi, og gild-
ir um allan hinn mentaða heim,
að ómögulegt er að koma fyrir á
nokkru farþegaskipi svo mörgum
bátum sem þyrfti, ef slys bæri að.
En að takmarka farþegafjölda, mið-
að við bátafjölda, sem fylgdi skip-
inu, hefur enn ekki tekist, og getur
víst ekki tekist, ef að öðru leyti er
viðunaniegt pláss á skipinu.
Það ráð, sem hr. J. Þ. talar um,
hvort óhugsanlegt væri að Faxa-
flóabáturinn hefði í eftirdragi einn
eða tvo báta, þegar margir farþeg-
ar eru, þá held jeg engum viti born-
um skipstjóra hafi enn dottið það í
hug, og detti víst aldrei í hug á
gufuskipi, sem gengur með 8—9
mílna hraða, enda mundi það bjarg-
ráð reynast lítt nægt.
Jeg þykist með línum þessum hafa
sýnt það og sannað, að það er alls
ekki ineiri lífshætta að ferðast með
Faxaflóabátnum »lngólfi«, en hverju
öðru gufuskipi, ekkert meiri lífshætta,
en að fara hjer á höfnum út í skip
á smábát í misjöfnu veðri. Örugg- <«
asta bjargráðið, á hvaða skipi sem er,
hefur ætíð reynst, að skipstjórinn sje ■
reglusamur, gœtinn og áreiðanlegur,
og muni ætíð eftir þeirri miklu á-
hyrgð, sem á honum hvílir. Þessu
hefur hepnast að ná á »Ingólfi«.
Það má segja, að það sje ætíð
lífshætta að fara á sjó, því margir
drukkna nærri landi. Menn hafa
druknað hjer á höfninni í næstum
logni; inni í Viðeyjarsundi í logni og
vlðar og víðar, og engum heíur enn
dottið í hug, það jeg til veit, að aldr-
ei ættu menn að fara á sjó, nema
björgunarbátur fylgdi.
Um hitt er jeg hr. J. Þ. samdóma,
hvernig mótorbátar eru fyltir hjer af
fólki. Það er reglulegur lífsháski slíkt
ferðalag. Bátarnir eru litlir, og hafa
ekkert skýli; geri dálítinn storm, verða
menn að standa þarna í sömu spor-
um, gegnvotir af ágjöf, að jeg nú
ekki tali um ef vjelin bilar, sem oft
vill til, því vegna farþegafjöldans er
ómögulegt að koma seglum fyrir, þó
þau sjeu til, enda ómögulegt, að bát- <
arnir beri mikil segl, þegar vindur er
kominn, svona yfirhlaðnir af fólki.
Þessar sjóferðir kalla jeg reglulegar
lífshættuferðir.
Ritað í júlí 1909.
Edílon Grímsson.
vVJkliiitirj e.
Lögrjetta flutti nýlega dálitla grein
eftir „Norðurlandi" um 30 ára gam-
alt eplatrje, er blómgaðist í fyrsta
sinn í sumar á Akureyri. Og víst
er það, að sjaldgæft mun það hjer
á landi — af því að fáir munu gera
tilraunir í þá átt, enn sem komið er.
Geta þó epla- og perutrje, kirsiberja-
og mórelberjatrje óefað þroskast og
borið blóm hjer á landi, hvað sem
meira verður.
í Hraungerði í Hafnarfirði plant-
aði jeg nokkur aldintrje í vor (um
miðjan maí), og í júnílok voru 3—4
af eplatrjánum fannhvít aj blómum.
Perutrje og fleiri allaufguð, en blóm-
laus, að líkindum sökum þess, að
þau urðu fyrir skemdum af sauðfjár
völdum. Þar hafa einnig blómgast í
sumar, á fyrsta vori, rauðber (rips)
stöngulber, sólber og hindber, og
verða fáein ber á sumum runnum.
Aldintrjen áðurnefndu eru frá Nor-
egi, ofan úr fjallasveit, 150 metra
yfir sjávarmál, ræktuð á skjóllausu
bersvæði; voru þau fengin síðastl.
haust, geymd í mold í vetur, þar eð
þau komu of seint til að gróðursetj-
ast þá. Eru þau 3—5 ára gömul.
Víða í Hafnarfirði er annars skjól
svo mikið og veðursæld, að þar má
eflaust rækta íjölbreyttastar tegundir
á öllu íslandi.
I Hraungerði, hjá mjer, hafa ung
reynitrje nú þegar vaxið 10—1 2þml.
og grenitrje 3—5 þml., þó plöntuð
væru seint í vor. -— í gróðrarstöð
U. M. F. „Seytjándi júní" eru mjög
góðar framfarir hjá flestöllum trjá-
tegundum.
Haldi þessum tilraunum fram ár-
lega, verðum vjer á fáum árum bún-
ir að fá áreiðanlega reynslu í þessum
efnum, og mun hún óefað verða tals-
vert á annan veg, en margur hygg-
ur nú.
Helgi Valtýsson.
Messína.
Það er sagt, að jarðskjáiftar, sem
urðu í Messínu og þar í kring nú
um síðastl. mánaðamót, hafi verið
enn skarpari en jarðskjálftarnir miklu,
sem eyðilögðu borgina í vetur. Ýmis-
legt hiundi nú, sem þá stóð uppi.
Ákaflegar drunur höfðu fylgt þessum
jarðskjálftum.