Lögrétta

Issue

Lögrétta - 28.07.1909, Page 3

Lögrétta - 28.07.1909, Page 3
L0GRJETT A. 147 «1 fe Af síðasta blaði „ísafoldar" má sjá, að stjórnin ætlist til, að hinn nýji viðskiftaráðunautur, Bjarni Jóns- son frá Vogi, skuli einnig vinna að því, að auka ferðamannastrauminn til íslands. Jeg minnist þess, að fyrir nokkr- um árum síðan var það til umræðu í Stúdentafjelaginu hjer í Reykjavík, hvort æskilegt væri, að útlendum ferðamönnum fjölgaði hjer og að ís- land yrði, eins og Sviss og Noregur, fjölsótt ferðamannaland. Á þessum fundi mælti einmitt Bjarni Jónsson frá Vogi og flestir aðrir, er töluðu, kröftulega á möti því, að það væri landinu gagnlegt, að vinna að því, að straumur ferða- manna yrði sterkur hingað. Töldu þeir það mundu verða til skaða og ills eins. Jeg minnist þess, að þeir kváðu reynslu Noregs í þessum efn- um sýna og sanna þetta. Bentu þeir á, að útlendar tungur og siðir mundu hafa spillandi áhrif á málið og háttu landsmanna, að ferðamenn mundu flytja með sjer hingað ýmsa slæma sjúkdóma, að það mundi auka auð- mýkt og undirgefni landsmanna und- ir auðvald og höfðingja, að það mundi auka leti og flakk, ófýsi til heiðarlegrar vinnu, en löngunina til að verða auðvirðilegir þjónar og þræl- ar auðmanna vegna krónugjalds þess, er í boði væri, og margt fleira töldu þeir upp máli sínu til sönnunar. Og niðurstaðan á fundinum varð sú, að samþykt var með miklurn meiri hluta atkvæða tillaga samhljóða þeirra málstað. Er nú ekki til ofmikils mælst, ef ætlast er til, að viðskiftaráðunautur- inn, Bjarni Jónsson frá Vogi, láti launa sjer til þess að vinna að því úti í löndum, er hann sem stúdent heima í Reykjavík, telur iltogskað- legt ættjörð sinni ? S t ú d e n t. Forseti Rrasilíu, dr. A. Au. Penna, er nýlega dáinn. Hann var maður á besta aldri og hafði gegnt forsetaembættinu nálægt þremur ár- um. Nýjan Suez-skurð er nú ráðgert að grafa, jafnhliða hinum fyrri. Það er fjelagið, sem gamla skurðinn á, sem hugsar sjer að gera þetta. rF'i*jíil>ot. Trje er mjög notað til bygginga, húsgagna og margskonar smíða, eins og allir vita. Og hitt er og kunn- ugt, að ekki tjáir að nota til smíða nýtt (hrátt) trje, eins og það er ný- höggvið af jörðinni, því að þá er það fult af safa, skreppur svo sam- an við þurkinn, aldurinn og notk- unina, rifnar í sundur, snýst og vindst á ýmsar hliðar. Nýtt trje er því lítt notandi til húsagerðar nje annara smfða, og því betur sem menn vilja vanda trje- smíðar, því meira far gera menn sjer um, að velja til þeirra vel þurt trje og nokkuð gamalt. Margs konar aðferðir hafa hafð- ar verið til þess að ná safanum úr trjenu og gera það hentugt og end- ingargott til húsagerðar og smíðis- gripa, en hefur gengið misjafnlega. En nú hefur maður einn í Ástralíu, Powell að nafni, f indið nýja aðferð, er talið er líklegt, að muni ryðja sjer ( til rúms um allan heim, og gera alt trjesmíði langt um gagnsamlegra en áður hefur tekist. Aðferð þessa Powells er sú, að sjóða trjeð í sakkarin-blöndu og þurka það svo á eftir vandlega í hituðum húsum. Við suðuna hverfur út úr trjenu safinn, harpixinn, loftið og ýms lífræn efni, sem eru í holum þess og æðum, en þær fyllast aftur af sakkarin-vökvanum og öðrum þeim efnum, er látin kunna að vera einn- ig í blönduna, t. a. m. litunarefni. Og þá er þurkunin hefur farið fram, má þegar nota trjeð til smíða. Við aðferð þessa ljettist trjeð um V4 hluta, en styrkleiki þess vex um 50°/o, það verður þjettara í sjer, þarf langtum minni málning, drekkur miklu síður í sig raka, rifnar ekki og skekkist ekki nje vindst. Það fylgir og með, að ýms skordýr, er í trjám lifa óg spilia þeim, þrífast ekki í trje, er þessi „powellisering" hefur verið not- uð við. Stjórnin í Ástralíu hefur í nokkur undanfarin ár látið gera ítarlegar til- raunir með „pówellisering“, og nið- urstaðan hefur orðið svo góð, að hún hefur ákveðið, að aðferð þessa skuli hafa við alt það trje, er hún lætur nota í þarfir ríkisins. Aðferðin er mjög ódýr og hækkar því lítið verð trjesins. Sakkarín er sætuefni, fundið upp 1885; er alt að því 400 sinnum sætara en sykur og er notað á margvíslegan hátt. h. Kveöjuskeyti til I. Msteins fyrv. ráðherra. Hœstvirti fyrverandi ráðherra, Hannes Hafstein, Reykjavík! Vjer undirritaðir alþingiskjósendur i Miklaholtshreppi í Snœfellsness- og Hnappadalssýslu, sendum yður kveðju vora, með kœrri þökk fyr- ir vel og drengilega unnið 5 ára starf yðar í þarfir lands vors og þjóðar. Óskum og vonum, að þjóð vorri auðnist sem fgrst að fá yður skipaðan i ráðherrasœtið aft- ur, þótt þjer yrðuð að víkja um stund fyrir grunnhyggni nokkurs hluta þjóðarinnar og valdasýki sjerstakra manna. Stefán Guðmundsson, Kristján Þórðar- son, Björn Sveinbjarnarson, Gísli Krist- jánsson, Sigurður Kristjánsson, Kristján Lárusson, Oli Daníelsson, Kristján Elías- son, Kristján Jónsson, Þorgils Sigurðsson, Guðbjartur Kristjánsson, Oddur Ásmunds- son, Þórður Pálsson, Óli J. Jónsson, Guðm. Jóhannesson, Halldór Bjarnason, Sigur- geir Sigurðsson. Kríteyjar-málið. 24. þ. m. var ráð fyrir því gert, að stórveldin kölluðu herskip sín burt frá Krítey, er haldið hafa þar öllu í skefjum nú um tíma. En hvað síðan hefur gerst þar, er enn ófrjett. Kríteyingar vilja komast undir Grikkland, en Tyrkir vilja ekki láta þau yfirráð, sem þeir hafa þar, þótt ekki sje nema að nafni. Það hefur verið sagt, að Ungtyrkjastjórn- in vildi helst nota Kríteyjar-þrætuna fyrir ófriðarefni gegn Grikklandi. Meðal almennings á Tyrklandi kvað vera ríkjandi megn óvild til Grikkja, og af þeim ástæðum er sagt að Ung- tyrkjastjórnin mundi afla sjer lýð- hylli og festi sig í sessi, ef hún berði á Grikkjum. Hafa menn ráðið af ýmsu, að hún hugsaði sjer að nota þrætuna um Krítey þar fyrir ástæðu. Danskt ríkislán. Danir hafa ný- lega tekið nýtt ríkislán, 40 miljónir króna. Það er fengið á Frakklandi. Rentan er 3V2% og lánið borgað út með 943/8°/o. Yeðurbreytingar voru um miðj- an þennan mánuð óvenjulega mikl- ar bæði í Miðevrópu og Suðurevrópu. Stórrigningar gerðu skaða á Þýska- landi. í Sviss voru kuldar ómuna- miklir. í Millesimó í Norður-Ítalíu fjell einn daginn svo mikið hagl, að jörð var hvít í margar klst. Meðan haglið fjell var þar 10 st. kuldi. Norðurlandamál og bókmentir í París. Við Sorbonneháskólann í París er nú nýstofnað aukaprófess- orsembætti í Norðurlandamálum og bókmentum ’ Norðurlanda. Blaðið „Pólitiken" segir, aðí það verði skip- aður Paul Verrier, er kvað vera mjög vel að sjer í öllu, er snertir Norð- urlönd. Frá Indlandi berast frjettir um megnar æsingar gegn Englendingum. Rottustríðið. Bæði í Englandi og Danmörku hafa verið mynduð stór fjelög til að eyða rottum og gera þau það á þann hátt, að þau veita verðlaun fyrir hvert rottulík, sem þeim berst. Þau verðlaun hafa farið hækkandi eftir því sem frá leið, líklega af því, að rottueyðslan hafi tekist svo vel á þennan hátt. Nú eru borgaðir 10 au. fyrir hvert rottulík í Khöín og á Friðriksbergi. Ófriður í Marokkó. í Marokkó er kviknuð megn óánægja gegn Muley Hafid soldáni og hreyfing í þá átt, að koma Abdul Aziz aftur til valda. Muley Hafid kvað nú eiga fáa varnarmenn og vera í megnum fjárkröggum. Nadir Agha, yfirgeldingur Abduls Hamids og hans helsti trúnaðar- maður, kvaðst ætla innan skams að gefa út æfisögu sína, er hann hefur sjálfur ritað, og vænta menn margs fróðleiks í þeirri bók um mál, sem fáum er áður kunn. Loftskeyti frá Spitzhergen til Noregs. Það er í ráði að Ameríska kolafjelagið á Spitsbergen komi á loftskeytasambandi þaðan og til Nor- egs. Svertingi niálaflutningsmaður. í fyrsta sinn nú í sumar hefur svert- ingi orðið málaflutningsmaður í París. Hann heitir Hecter Apollinaire og er sagður skarpur lögvitringur og duglegur, svo að því er spáð, að hann muni fá mikið að gera. Flngvjelar hafa tekið miklum um- bótum nú á síðustu tímum og er víða af miklu kappi reynt að gera þær hæfur til nota, jafnframt og loftsiglingunum fleygir áfram. í sum- ar er verið að reyna flugvjel í Khöfn og þykir ganga vel. ReiOhjól (karlmanns) til sölu með góðu verði. — Uppl. í „Gutenberg". Stykkishólmsbryggjan. Lögr. hefur verið send frá Stykk- ishólmi nákvæm frásögn um bryggju- vígluna 18. þ. m., en af því að áð- ur hefur rækilega verið frá henni sagt í blaðinu, þá er hjer að eins tekið niðurlagið af þeirri frásögn: „ . . . Bryggjan er á lengd, frá aðalgötu út á bryggjuhaus, 603 .fet; breidd bryggjuhússins 44V2 fet, lengd 128 fet. Breidd sjálfrar bryggjunn- ar 15 fet; 12 steinstöplar halda bryggj- unni uppi, auk tjáverks. Tveir vagn- sporvegir liggja eftir henni og hand- rið utan með úr járni með strengdu vírneti. Nú í dag (19. júlí) er verkfr. Sig. Thoroddsen, ásamt fleirum, að yfir- líta verkið og skoða frágang allan; þykist jeg vita, að „verkið lofi meist- arann", því Guðm. bryggjusmiður er sjerstaklega vandvirkur og lætur ganga samviskusamlega frá hverju einu. Að lokum er mjer ljúft að minn- ast þess, bæði fyrir hönd verka- mannanna og allra bæjarbúa, að hlýj- ar heillaóskir og þakklátir hugir fylgja þeim hjónum hjeðan úr bæ, fyrir góða viðkynningu. B.B.U. flugvjela-kappþraut. Flogið frá Calais til Dover. Fyrir miðjan þennan mánuð kom enskur flugmaður, Latham, með vjel sína til Calais og ætlaði að reyna sig á því, að fljúga yfir sundið til Dover. En veður hömluðu þá. Frjett- in barst fljótt um og komu þá til fleiri, er keppa vildu um þessa þraut. Múgur og margmenni safnaðist sam- an bæði í Calais og Dover til að sjá, hvernig færi. Nú segir símskeyti frá Khöfn í gærkvöld: „Blériot hefur flogið frá Calais til Dover á 27 mínútum, Blériot var áður frægur flugmaður, en þó var nú farið að telja H. Lat- ham honum jafnsnjallan. Launin fyrir sigurinn þarna eru, auk frægð- arinnar, 1000 pd. sterl. 100 97 um, og jafnvel meira en sá maður verðskuldar að sjá, sem heimtar gist- ingu með valdi og ofstopa. Núviljeg segja þjer það, að best er fyrir þig að njóta þeirra gæða, sem drottinn hefur sent þjer, en hirða ekkert um, hvernig þeirra er aflað. Heltu nú aftur í bik- ar þinn og drektu, en hins hið jeg þig, að neyða mig ekki til þess með nærgöngulum spurningum, að sýna þjer fram á það, að þú hefðir ekki náð hjer gistingu, ef jeg í fullri alvöru hefði viljað meina þjer hana«. »Nú gerirðu mig enn forvitnari, en jeg var áður«, sagði riddarinn. »Jeg het aldrei liitt fyrir neinn einbúa þjer líkan, og áður en jeg ter hjeðan, vil jeg vita eitthvað nánar um þig. En hótunum þínum, helgi maður, svara jeg með þvi, að jeg er maður, sem leita hættunnar, en flý hana ekki«. »Jeg drekk þjer til, Slæpingi riddari!« sagði kofabúi. »Jeg dásama hreysti þína, en eigi vit þitt að sama skapi. Ef þú vildir reyna við mig vopnaleik, þá mundi jeg með allri vinsemd og bróðurkærleika gefa þjer slíka ráðn- ingu, að þú mundir ekki syndga af forvitni aftur tólf næstu mánuðina«. Riddarinn drakk til hans og bað hann að velja vopnin. »Það eru engin vopn til, alt frá skær- um Dalílu og til sverðs Goliats, að jeg geti ekki mætt þjer með þeim«, svar- aði kofabúi. »En ef jeg á að velja, hvað segir þú þá, kunningi, um þessi leikföng?« Um leið og hann sagði þetta, lauk hann upp Veggskáp og tók út úr hon- um tvö breið sverð og tvo skildi, líka þeim, sem heldri menn Engilsaxa báru. Riddarinn sá, að einnig voru inni í skápnum bæði bogar og örvar; þarað auki harpa og fleira, sem ekki átti vel heima hjá einsetumunkum. »Nú lofa jeg þjer því, góði brððir«, sagði riddarinn, »að jeg skal ekki koma með íleiri nærgöngular spurningar. Það, sem þessi skápur hefur að geyma, er svar upp á allar tilgátur mínar. En jeg sje þarna eitt verkfæri, og vil held- ur sýna þjer hvernig jeg kann með það að fara, en með sverð og skjöld«. Um leið og hann sagði þetta, henti hann á hörpuna. , »Jeg hygg, herra riddari, að þú verð- skuldir ekki auknefni það, sem heimur- inn hefur gefiðþjer«, sagði kofabúi. »Og þaðsegi jegþjer, aðþú ert mjer grunsam- ur. En úr því að þú ert nú gestur minn, þá vil jeg ekki reyna á karlmensku þína móti vilja þínum. Sestu nú niður attur og fyltu bikar þinn; nú skulum við drekka, syngja og skemta okkur. Ef þú leikur vel á hörpu, þá skal þjer ætíð velkomin ein brauðkolla í Prests- húsum meðan jeg þjóna kapellu hins heilaga Dunstans, og vona jeg að það verði, með guðs hjálp, þangað til gröfin tekur við mjer. En skenktu nú í bik- arinn meðan jeg stilli hörpuna, því ekkert skerpir röddina og skýrir eyrað betur en bikar af góðu víni. Jeg vil helst finna áhrit vínsins út í fingur- gómana áður en jeg byrja að hreyfa með þeim strengina«. gat losað við sig af herklæðunum. Nú sá kofabúi fyrst andlit hans. Það var göfugmannlegt og svaraði vel vaxtar- laginu; hárið var gult og' þjett og lá í lokkum, augum blá og óvenjulega skær og fjörleg, munnurinn fríður og skegg á efri vör, nokkru dekkra en hárið. í heild sinni bar andlitið vott um djörf- ung, kjark og kaiimensku. Það var eins og kofabúi vildi launa gesti sínum það traust, sem hann sýndi honum með því, að hann hugsaði eigi um að dylja útlit sitt. Hann tók munka- hettuna frá andlitinu og ljet hana falla aftur á herðarnar. Kom þá í ljós, að hann var maður á besta aldri. Hann var krúnurakaður að munka sið, en í kring reis upp svart hár, þjett, strítt og hrokkið, og var rakaða krúnan mitt í því engu líkari en fjárrjett með há- um veggjum. Ekki bar andlitið neinn vott um munkalíf eða meinlætalifnað; það var hraustlegt, en nokkuð drunga- legt; brúnirnar miklar og svartar, ennið hvelft, kinnarnar rjóðar og feitar, og á kjálkum og höku sítt skegg, svart hrokkið. Alt bar útlitið vott um, að munkur þessi hefði fremur lifað á uxa- kjöti og dýrasteik, en þurrum korn- mat, og ekki gat hjá þvi farið, að gest- urinn veitti þessu eftirtekt. Þegar hann hafði borðað nokkra spæni af baun- unum, bað hann húsbóndann að gefa sjer að drekka, og setti munkur- inn þá fyrir hann stóra könnu, fulla af tæru lindarvatni. »Þetta er úr lind hins heilaga Dun- stans«, sagði hann; »í henni skírði hann á einum degi fimm hundruð danska og bretska heiðingja, — lofað veri nafn hans!« Svo bar hann könn* una að munni sjer, en dreypti aðeins lítið eitt á vatninu. »Mjer sýnist, góði faðir, »að þú þrif- ist ótrúlega vel á þessari ljettu fæðu og þessu heilaga vatni, og neytir þú þó hvorstveggja sparlega«, sagði ridd-1 arinn. »Þú lítur fremur út fyrir að hafa æft þig á aílraunum og bardög- um, en í messusöngum og meinlæta- lifnaði«. »Herra riddari!« svaraði munkurinn, »þú talar um þetta eins og fáfróður leikmaður og holdlega sinnaður. En guðs móður og verndarengli mínum hef- ur þóknast að blessa þá fátæklegu fæðu, sem þau hafa úthlutað mjer, og gefa mjer góða heilsu«. »Það er þá kraftaverk, sem gert hef- ur verið á þjer, helgi faðir«, sagði ridd- arinn. »En leyfist mjer ekki, syndug- um leikmanni, að spyrja um nafn þitt?« »Þú mátt kalla mig klerkinn í Prests- húsum, því svo er jeg nefndur hjer i nærsveitunum. Menn eru reyndar vanir að skeyta við nafn mitt »hinn helgi«, en jeg heimta það af eng- um, því jeg er þess ekki verður. — En má jeg ekki lika spyrja um nafn þitt, göfugi riddari, sem nú ertgestur minn?« »Jú«, svaraði riddarinn. »Mennkalla mig lijer í nágrenninu svarta riddar- ann — og margir bæta þar við auk- nefninu »slæpingi«, en jeg er ekki svo

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.