Lögrétta - 25.08.1909, Blaðsíða 1
Reykjavík 25. áyús t 1909.
IV. árg-.
Augnlækning ókeypis i. og 3. þrd. í mán-
kl. 2—3 á pítalanum.
Forngripasafnið opið ii — 1 frá 15 júu. —
15. sept.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1.
Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. II—1.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io’A
, —12 og 4—5.
Islands banki opmn 10—2V2 og 5V2—7.
Landsbankinn 10x/2—i1!*. Bnkstj. við 12—1.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
1—3 og 5—8.
v H-ThAThomsen- 50.
%
HAFNARSTR-17181920 21-22-KOLAS 1-2- LÆKJAKT- l-Z
« REYKJAVÍK»
Lárus Fjeldsted,
Yflrrjettarmálafærslumaðup.
Lækjargata 2.
Heima kl. lO1/*— 12rA og 4—5.
Bóka- og pappírsverslun
Arinbj. Sveintijarnarsonar
LaugaTCg 41.
Talsími 74.
)
cdann.
Með })ví að við undirritaðir
höfum, ásamt nokkrum öðrum
mönnum, fengið »Eldey«, fram
af Reykjanesi, til leigu af land-
stjórninni, þá er hjer með öllum
óviðkomandi bannað að taka þar
egg eða fugl, hverju nafni sem
neínist, án okkar vitundar eða
leylis. — Verði bann þetla brotið,
munum við leita rjettar okkar
eltir því sem lög leyfa.
Vestmannaeyjum, 14. ágúst 1909.
Fyrir hönd sameignarinnar
Ágúst Gislason, Stefán Gíslason.
í |)rotabúi Þorsteius kaupmanns
Sigurðssonar verður haldinn á
bæjarþingsstofunni þriðjudaginn
31. þ. m., kl. 1 uin miðjan dag;
verður þá lögð fram og yfirfarin
skrá yfir skuldir búsins og yfirlit
yfir eigur þess.
Bæjarfógetinn í Reykjavík,
23. ágúst 1909.
Jón Magnússon.
HestafóðuF geta menn feng-
ið mjög góð gegn vægri borgun.
Nánari upplýsingar gefur
R. P. Leví,
Austurstræti 3.
IsMiastir,
sterkir og mjög ódýrir, fást í
Nokkrlr menn geta fengið keypt
fæði frá I. okt. i Skála við Grundarstíg,
einkar-hentugt fyrir kennaraskólanemendur.
Nýkomið mikið úrval af vefnaðarvöru:
T. d. Dömuklæði úr ull, 1,40—2,30. Alklæði 3,00—3,80.
Sængurdúkur, tvíbreiður, 0,90—1,60. Prjónagarnið alþekta,
Ullarsokkar, smærri og stærri, 0,55—i,io, ódýrara en áður.
Lífstykkin ágætu, með gormi, 1,20—2,30. Heklugarn, rj. 0,08—0,16.
Hvítt líomesi, 0,36—0,50. Ágætt Stumpasirs, langir bútar.
I*ykk nærföt fyrir drengi, karlmenn, og unglinga.
Drengjaföt á 4.So—33.00, og m. fl.
Flámælin í „ísafold“.
Tilraunir ritstj. ísaf. 14. og 21.
þ. m. til þess að gera tortryggilega
framkomu minni hlutans í sambands-
málinu á síðasta þingi og breytingar-
tillögur hans að blekkingum einum,
eru alveg óvenjulega óhreinskilnar og
fláar, og er slíkt þó eigi með öllu
nýjung úr þeirri átt.
Hann rekur smiðshöggið á, er hann
í niðurlagi svars síns gegn opnu
brjefi Jóns Olafssonar alþm'. í Isaf.
21. þ. m. tilfærir sem fullnaðarsönn-
un fyrir sínu máli orð H. Hafsteins
í svari hans til dr. Jóns Þorkelssonar
við 2. umræðu sambandsmálsins í
n.d., sem prentað var hjer í blaðinu
8. maí síðast!.
Ritstj. ísaf. hripar aðeins inngangs-
orðin í svarinu upp á þá vinsamlegu
fyrirspurn J. Þork., hvort H. H. hefði
leijnt þingið tilboðum eða loforðum
um breytingar á frumvarpinu, þar
sem H. H. segist engin tilboð nje
loforð hafa fengið, nje neitt umboð
til þess að bera þinginu nein skila-
boð um slíkt. Viðþetta hnýtir ritstj.
ísaf. svo niðurlagsorðum H. H. um,
að framsögumaður (J. 01.) geti vænt-
anlega ekki sagt meira um þetta
mál, en hann (H. H.) þá hafi sagt.
En Isaf. sleppir gersamlega öllu því,
sem H. H. sagði um málefnið sjálft,
hvaðan minni hlutanum kæmi vit-
neskja um, að gengið mundi verða
að breytingartillögum hans, þar á
meðal þeirri hiklausu yfirlýsingu hans,
að þó að hann hefði ekki tilboð nje
samþyktir, nje heimild til þess að
nefna ákveðin nöfn, þá hefði hann
samt „nægilega vissu fyrir því, að
svo framarlega sem frv. hefði verið
samþykt á þinginu með þeim breyt-
ingum, eða svipuðum breytingum eins
og þeim, sem minni hl. vildi aðhyll-
ast, þá hefðu þær ekki orðið frum-
varpinu til falls hjá Dönum".
Þessu, og öllum aðdraganda að
þessari yfirlýsingu, sleppir Isaf. þegar
hún er að vitna í H. H. til sönnun-
ar sínum málstað. Svo „óumræði-
lega" ráðvandlega er nú að farið.
Eftir þeirri skýringu, sem H. H.
gaf í ræðu þeirri, sem ísaf. vitnar
svo ráðvandlega til, og eftir því sem
á annan hátt var kunnugt öllum minni-
hlutamönnum og ýmsum meirihluta-
mönnum á þingi, var gangur málsins
í stuttu máli þessi:
Ejtir að H. H. í síðustu utanför
sinni hafði skýrt forsætisráðherranum
I og öðrum nefndarmönuum frá því, í
hverjum atriðum ágreiningur hefði
verið um rjettan skilning á efni frum-
varpsins, eða samræmi textanna; ejtir
að forsætisráðherrann hafði látið
prenta og sent öllum nefndarmönn-
unum dönsku þær breytingar, er að
skoðun H. Hafsteins mundu taka af
öll tvímæli um það, að skilningur sá
á orðum frumvarpsins, sem hann
hafði haldið fram hjer á landi, væri
rjettur og samkvæmur tilætlan nefnd-
arinnar í heild sinni; eftir að nefnd-
armennirnir höfðu haft þessar prent-
uðu greinar til athugunar meira en
hálfan mánuð, frá því nokkru fyrir
jól og þangað til eftir nýár, er ríkis-
þingið kom saman aftur; eftil' að
þeir sfðan höfðu haldið fund með
sjer og rætt málið einslega sín á
milli,—þá var H. Hafsteinlátinn vita
trúnaðarlega (confidentielt) af þeim
manni, sem þar hlaut mestan hlut að
að eiga, að jafnvel þótt hinir dönsku
nefndarmenn hjeldu fast við yfirlýs-
ingu sína um, að þeir með engu móti
gætu gert frekari tilslakanir, en þeir
þegar hefðu gert í frumvarpinu, og
jafnvel þótt þeir hefðu ekki gert neina
verulega fundarsamþykt um orða-
I breytingar þær, sem um var að ræða,
þá mætti ganga að því vísu, að svo
fl’amarlega sem alþingi eða nefnd
á - alþingi, sem hefði meiri hluta á
bak við sig, óskaði eftir samkomu-
lagi um þær breytingar, sem gerðar
voru á liinu prentaða skjali, er út-
býtt hafði verið, þá mundu allir
flokkar ríkisþingsins samþykkja þær,
og mundi það geta afgerst með sím-
skeytaskiftum. Aðeins var það tekið
fram, að óvíst væri, hvort það lánað-
ist að ná samkomulagi um, að sleppa
alveg niðurlagssetningunni í fyrra lið
1. greinar fiumvarpsins: „og danner
saaledes sammen med Danmark en
Statsforbindelse, det satnlede danske
Rige", en í öllu falli mætti setja í
staðinn fyrir „det samlede danske
Rige": „det danske Monarki". En
þetta mætti ekki utidir neinum kring-
umstæðum koma fram sem tilboð
frá Dönum, heldur yrði alþingi að
eiga frumkvæðið. Þessar breytingar,
sem þannig voru fáanlegar, eru sömu
breytingarnar og þær, sem minni
hluti sambandslaganefndarinnar undir
þinglokin tók upp, eftir að það var
orðið augljóst, að meiri hlutinn vildi
ekki láta sjer nægja með slíkar skýr-
ingar, heldur vildi gagngerða breyt-
ing á höfuðatriði ríkjasambandsins
sjálfs.
Minni hlutinn vildi fyrir hvern mun
stuðla að því, að flokkserjurnar yrðu
því ekki til fyrirstöðu, að sú sam-
komulagsleið, sem opnuð var með
málaleitunum H. Hafsteins við dönsku
nefndarmennina, væri farin, og sam-
bandsmálinu, þessu mikla velferðar-
máli þjóðar vorrar, þannig borgið.
Eftir yfirlýsingu margra meirihluta-
manna á þingmálafundum víðsvegar
um land, mátti búast við, að þeir
væru eigi allfáir, sem þætti máli
skifta að vita vissu sína um, hvað
dönsku nefndarmennirnir segðu um
þær breytingar á frumv., er þeir höfðu
talið nauðsynlegar til þess, að skiln-
ingur hinna íslensku nefndarmanna
gæti samrýmst textanum. Það virt-
ist því liggja beint við, að þeir gerðu
tilraunir í þessa átt, og þá var þeim
vís leiðin til þess að koma fram
breytingum, er þeir, frá sínu sjónar-
miðþhlutu að telja mikilsverðar. Þessa
sigurs vildi minni hlutinn unna þeim,
og datt því ekki í hug, að gera neina
tilraun til að nota vitneskju sína til
þess að „slá sjer upp" á neinn hátt.
Þess vegna fór minni hlutinn, eða
rjettara sagt þeir fáu menn úr
minni hlutanum, sem vitneskju höfðu
um horfurnar íþingbyrjun, mjög dult
með þetta, og ætlaði hinum upptök
og framkvæmdir. Þess vegna ljet
H. H. sjer nægja, er hann lagði
fram sambandslagafrumvarpið í þing-
byrjun, að endurtaka staðhæfingu
um, að sá skilningur á ágreinings-
atriðum, er hann og ísl. nefndar-
mennirnir 5 höfðu haldið fram, væri
hinn rjetti, og þess vegna gerði hann
sitt til þess, að vantraustsyfirlýsing-
unni, sem hvort sem er átti að koma,
væri flýtt og lausnarbeiðni hans um
garð gengin, áður en sambandsmál-
ið kæmi til umræðu í nefndinni eða
á þingi. En um það var sjeð, að
ýmsir, sem álitnir voru með hinum
gætnari í meirihlutaflokknum, fengu
i trúnaði vitneskju um, að öll von
væri til, að þeir gætu fengið fram-
gengt þeim breytingum til skýringar,
er þeir í kosningabaráttunni höfðu
lagt svo mikla áherslu á. Síðan var
einstökum meirihlutamönnum úr þing-
nefndinni sagt frá öllum málavöxt-
um, og sýnt skjal það, sem dönsku
nefndarmennirnir höfðu til meðferð-
ar; en alt kom fyrir ekki,
Niðurlög málsins voru afráðin, og
þar við sat.
Undir þessum kringumstæðum var
alls ekki furða, þótt Neergaard færi
ekki að bjóða forsetunum þessar
orðalagsbreytingar, er þeir komu til
Hafnar, og lýstu því yfir við hann,
að fyrsta krafa sín í sambandsmái-
inu, sem ekki yrði frá vikið, væri
sú, að herrnál og utanríkismál yrðu
uppsegjanleg, þ. e. fullur skilnaður |
milli ríkjanna lögheimilaður fyrir- j
fram.
Tilvitnanir Isaf. til skrifara nefnd-
arinnar, hr. Kn. Berlín, væru næst-
um broslegar, ef ekki væri hjer um
svo hörmulega afglöp að ræða, sem
framferði meiri hlutans í sambands-
málinu er. Þessi dr. Knud Berlfn
heíur frá fyrstu verið íslendingum
liinn andstæðasti í málaleitunum í
sambandsmálinu; hann hefur beint
lagt á sig mikið grúsk og nám, til
þess að reyna að geta spilt fyrir
okkur, og í nefndinni var framkoma
hans lítt þolandi. Síðan hin göfug-
mannlega barátta gegn „samræmi
textanna" og aðrar fyrrur gegn t jett-
uin skilningi frumvarpsins byrjuðu
hjer heima fyrir, hefur hann með
gleði slegist í þann hópinn, sem
mest gerði til þess að vekja tor-
trygni og úlfúð, í þeim einurn til-
gangi, að varna framgangi frumvarps-
ins, og frelsa Dani frá of miklum
tilslökunum ogþeim óhagstæðum lof-
orðum. Hann er síðan að eins einn
af dátum frumvárpsandstæðinganna
hjer á iandi, þó að hans tilgangur
og markmið sje alt annað en þeirra,
og honum er eins umhugað um
það og nokkrum lijerlendum frum-
varpsfjanda, að hefta framgang raáls-
ins fyrir hvern mun. Skýrskotun
til hans hefur ekki meira sönnunar-
gildi, en skýrskotun til Bjarna frá
Vogi eða Björns Kristjánssonar, er
um sambandslagafrumvarpið er að
ræða.
Að dönsku nefndarmennirnir ekki
finni ástæðu til að hefja blaðadeilur
við þennan burgeis, er eftir öllu því,
sem að framan er sagt, ofur auð-
skilið mál.
Gujuskipasamningurinn.
Þótt ótrúlegt megi virðast, þá hef-
ur gufuskipasamningurinn nýgerði
ekki sjest hjer enn. Blað ráðherra
flytur um hann eina fregnina eftir
aðra, en tekur í sífellu aftur í einu
blaðinu það, sem það hefur sagt um
hann í hinu, næst á undan.
Fyrst segir blaðið, að millilanda-
ferðirnar eigi að verða 48 árlega frá
Sameinaða gufuskipafjel. og Thore-
fjel. til samans, og telur það góðum
mun fleiri ferðiren þær nær 60, sem við
nú höfum árlega frá þessum fjelög-
um tveimur. Svo færir það næst
ferðirnar niður í 46, og nú á laugar-
daginn eru þær loks komnar niður í
45. Svo fræðir það menn á því, að
ríkissjóðsstyrknum sje skift milli
beggja fjelaganna. Næst segir það,
að þetta sje ekki rjett, heldur sje
landsjóðsstyrknum skift á milli þeirra.
En nú á laugardaginn segir það, að
hvorugum styrknum sje skift, heldur
fái Sam. gufuskipafjel. ríkissjóðsstyrk-
inn allan og Thorefjei. landsjóðsstyrk-
inn allan, — og einhverja aukaþókn-
ur þar fyrir utan, segja aðrar fregnir.
Það vita menn nú að rjett er, að
ráðherra okkar hclur ekki samið við
neitt annað fjelag en Thorefjelagið.
Við það hefur hann gert 10 ára
samning um strandferðirnar og eitt-
hvað um 20 millilandaferðir, þar af
4 með viðkomustað í Hamborg. Og
víst er það, að fjelagið á að fá allan
100 tóir
lofum við að greiða hverjum
þeim, sem komið fær því upp,
hver eða hverjir hafa að þvi unn-
ið að rífa upp og nema með öllu
í hurtu festar þær, sem við, á-
samt öðrum lleirum, höfum Iagl
upp á »Eldey« fram af Reykja-
nesi.
Vestmannaeyjum, 14. ágúst 1909.
Ágúst Gíslason, Stefán Gíslason.
Góð íbúð,
5—(> herbergi, óskast. Tilboð fljótt.
T. Freilrihseii.
Timbur- og kolaverslunin „Rvík".
Vandvirk og ástund—
unarsöm stúlka óskast nú
þegar, eða í haust, við húsræsting á
Laugarnesspítala. Hátt kaup í
boði. Semja ber við frk. H. Kjær.
styrkinn, sem veittur er á fjárlögun-
um úr landsjóði til þessara ferða, 60
þús. kr. á ári. En fregnirnar hafa
sagt, að það ætti að fá meira, 73
þús. kr.
Við Sam. gufuskipafjel. lieiur sam-
göngumálaráðlierrann danski samið
og veitt því ríkissjóðsstyrkinn, 40
þús kr, fyrir 25 millilandaferðir á
ári. Umráðin yfir því fje hafa nú
verið tekin af íslandsráðherranum.
Isaf. segir, að hann hafi samt skrifað
undir samninginn við Sam. gufuskipa-
fjel. með hinum, „af því að fjárlögin
ætlist til að sainið sje um allan styrk-
inn, 100 þús. kr., í heilu iagi, þótt
vera megi við fleiri fjelög en eitt".
— En hvar er það ákvæði í fjár-
lögunum, sem bendir á, að þau ætl-
ist til þessa?
Svo bætir blaðið við, með tölu-
verðum drýgindum sýnilega: „En við
Thorefjelagið samdi iiann (Isl. ráðh.)
einn", þ. e. a. s. samgöngumálaráð-
herrann danski var ekki við það með
honuin. Þar hafði hann líka mann
við hlið sjer, sem kunnugur var
hnútunum, annan „sekreterann",
Svcin son sinn, sem var miiligöngu-
maður fyrir Thorefjel. í vetur til þess
að reyna að koma því á landssjóðinn.
Þá er það nú komið í ljós, að til-
boð hefur komið frá þýsku fjelagi í
Hamborg. Það hafði boðist til að
taka að sjer strandferðirnar og 30
millilandaferðir fyrir landssjóðsstyrk-
inn, 60 þús. kr. — Þegar þar við
hefðu svo bætst 25 ferðir frá Sam.
gufusk.tjel., fyrir ríkissjóðsstyrkinn,
þá hefur ráðherra, eftir þessu, átt kost
á 5 5 millilandaferðum. En það, sem
um er samið, eftir skýrslu Isaf. á
laugard., eru 45 (eða 46) ferðir frá
báðum íjelögunum milli landa, þar
af 25 frá Sam. gufusk.fjel., og þá
20 (eða 21) frá Thorefjel. Það er
10 (eða 9) ferðutn færra, en þýska
fjelagið hefur boðið.
Fjárlögin heimila ráðherra því að
eins að semja til IO ára, að hann
fái „mun betri" ferðir með því móti.
En nú hefur hann samið til íO ára
um ferðir, sem eru auðsjáanlega mun
verri en þær ferðir, sem hann hefði
getað fengið með tveggja ára samn-
ingum.
Trúloíúð eru: frk. Ásrún Sigurð-
ardóttir og Steindór Einarsson trje-
smiður í Ráðagerði.