Lögrétta - 25.08.1909, Blaðsíða 3
L0GRJETTA.
163
*
Clemenceau.
Það var ekkert stórmál, sem olli
því, að hann lagði frá sjer stjórnar-
taumana, eins og áður hefur verið
sagt frá í símskeytafregnum. Það
hafði verið ráðist á flotamálastjórn-
ina í þinginu, og að því er flestum
þótti með fullum rökum, einkum af
Delcasse, fyrverandi utanríkisráð-
herra. En Clemenceau svaraði þeim
árásum svo hranalega, að öllum of-
bauð og var af þeirri ástæðu einni
feld traustsyfirlýsing til stjórnarinnar,
sem upp var borin. Gekk þá Cle-
menceau þegar út, kvaðst segja af
sjer og gerði það samstundis. Það
er sagt, að hann hafi verið orðinn
þreyttur og leiður á stjórnarstörfun-
um og hafi viljað fá sjer hvíld. Hann
er gamall maður og hefur verið ráða-
neytisformaður nær því í 3 ár. Frá-
för hans táknar enga stefnubreyting.
Eftirmaður hans, Briand, er 47
ára. Hann var kenslumálaráðherra
í Combesráðaneytinu og hefur átt mik-
inn þátt í öllum þeim breytingum, sem
orðið hafa á kirkjumálunum á Frakk-
landi nú á síðari árum.
í Bandaríkjunum.
Það er siður rjetttrúaðra kirkju-
flokka á Englandi sem annarstaðar,
að niðra Únitörum og telja þá einna
neðsta í röð allra kristinna trúar-
flokka, enda er flokkur þeirra furðu
fámennur, einkum á Englandi, í hlut-
falli við tölu frægra manna, sem
kenna sig við hann.
Dr. Eliot, forseti flokksins í Ame-
ríku, heimsótti England í aprílmán.
síðastl. og hjelt fyrirlestra við ýmsa
háskóla þar og kirkjur og þóttu
ræður hans hinar snjöllustu, því hann
og faðir hans eru taldir með lærð-
ustu og göfugustu mönnum í öllum
Bandaríkjunum. Blaði einu, sem birt
hafði grein um horfur kirkna og
trúarflokka vestanhafs, svaraði dr.
Eliot svo:
„Blað yðar segir yfirleitt rjett frá
málavöxtum í voru ríki. En eitt
verð jeg að leyfa mjer að leiðrjetta.
Þjer segið, herra ritstjóri, að „kirkja
þeirra Emersons og Channings sje
að sálast, sje hún ekki dauð“. Þetta
er þveröfugt. Hún er að vísu lítil
kölluð, en enginn kirkjuflokkur, nema
kannske „hinna kristnu vísinda",
eykst og eflist hlutfallslega eins og
Únítarakirkjan hjer í landi. Henni
fylgja og margir forvígismenn þjóð-
arinnar og meðal þeirra ríkisforset-
inn og yfirpresturinn við öldungadeild
þingsins, forsetar mestu háskóla
ríkjanna og fjöldi rithöfunda og vís-
indamanna, svo og miklu fleiri fram-
úrskarandi menn í öðrum greinum
en hlutfallslega á sjer stað í nokk-
urri annari kirkju. Það er kirkja,
sem ekki einungis nýtur mestu virð-
ingar í landi voru, heldur mun eins
og nú stendur teljast í broddi fylk-
ingar hvað nytsemi snertir og ágæta
starfsemi. Hún er full fjörs og fram-
sóknar og meginreglur hennar í sið-
gæði og öllu háttalagi kallast fyrir-
myndir annara kirkjuflokka. Fræg-
ur Englendingur var nýlega gestur
hjá oss vestra, kynti sjer ástand
vorra mörgu trúflokka og heyrði
alla hina helstu kennitnenn kirkju-
deilda vorra prjedika; hann lýsti
því opinberlega, að hann hefði
ekki heyrt nema einn og sama boð-
skapinn í öllum amerískum kirkjum.
Sá boðskapur hefði verið dr. Chann-
ings. Því gegndi biskup einn alkunn-
ur, í biskupakirkjudeildinni, og mælti:
„Það er satt. Vjer prjedikum allir
dr. Channing".
Víðá er góðs getið.
M. J.
Japan og Iíína. Það er að ó-
vingast milli þeirra ríkja enn að
nýju og lítur ófriðlega út. Kínverj-
um þykir ofmikið orðið um áhrif
Japana í Mantsjúríu og vilja meina
þeim umráð yfir járnbraut, er þeir
lögðu þar á ófrið,arárunum til her-
flutnin^a, en Japanar telja það brot
á samningunum milli ríkjanna frá
1905. Englendingar kvað halda með
Japan í þrætunni.
Spfinn og Marokkó. Það hefur
valdið mikilli óánægju meðal almenn-
ings á Spáni, að menn hafa getað
keypt sig þar undan herþjónustu, og
hafa ríkra manna synir mjög notað
sjer þetta. Nú hefur konungur beitt
sjer fyrir því, að fá þessu ákvæði
breytt, hefur komið því fram og kvað
hafa unnið sjer með því vinsældir.
Fjöldi manna af hinum ríkustu og
göfugustu ættum á Spáni er nú far-
inn, eða á förum, til ófriðarsvæðis-
ins í Afríku.
Byltingin í Persíu.
Henni er nú lokið á þann hátt, að
keisari er settur frá völdum, en son-
ur lians barnungur, Achmed Mirsa, er
orðinn keisari í hans stað. Foreldrar
hans bæði vildu fá hann undanþeginn
því að taka við tigninni, en fengu því
ekki ráðið. Hann var tekinn frá
þeim með valdi, og skildi við þau
grátandi. Stjórnarskráin, sem eldri
keisarinn, Múhamed Ali, rauf og bylt-
ingin reis út af, er nú aftur komin
í gildi.
Múhamed Ali leitaði skjóls hjá
Rússum, er hann laut í lægra haldi
fyrir byltingamönnum, og nú ætlar
hann að setjast að í Rússlandi, á
Krímskaganum, en laun fær hann af
ríkissjóði Persa.
Kyeðjuskeyti til H. Hafsteins
fyrv. ráðherra.
Úr Hj altastaðat reppi 18/r. 09.
Hœstvirti fyrverandi ráðherra
Haimes Hafstein Reykjavik! Undir-
riiaðir kjósendur í Hjaltastaða-
hreppi í N.-Múlasýslu senda yður
kœra kvedju með þakldœti fyrir
unnið starf í þarfir þjóðarinnar.
Jón St. Scheving, Stefán Bjarnason, Sig-
fús Magnússon, Þorkell Gíslason, Magnús
Stefánsson, Sigurður Einarsson, Sigfús
Jónsson, Jón Halldórsson, Þorkell Stefáns-
son, Sveinn Björnsson, Hallur Björnsson,
Guðni Stefánsson, Magnús Magnússon,
Rustikus Jónsson, Þórarinn Jónsson, Vig-
fús Þórðarson, Guttormur Pálsson, Magn-
ús Stefánsson, Guðm. Halldórsson, Geir-
mundur Eiríksson, Magnús Vilhjálmsson,
Jón Bjarnason, Björn Sigurðsson, Þórarinn
Olafsson, Halldór Björnsson, Sigurður
Jakobsson, Guðjón Björnsson.
Lántaka. Að því er Heims-
kringla skýrir frá, hefur Canada-
stjórn hinn i. júlí síðastl. tekið 6l/2
milljóna punda lán hjá Englending-
um. Lánið er borgað út með 98V2
°/o og eru vextir af því 3Y2Ú0.
Oðruvísi eru lánskjörin þau, en
lánskjör B. J. ráðherra, er ísafold
dáist mest að.
a.
Mjólkursala.
Af því að sá rógur hefur verið bor-
inn um bæinn, að jeg hafi blandað
Viðeyjarmjólkina, meðan jeg seldi
hana, sje jeg mig knúða til að láta
hjer koma fram vottorð frá fólki því,
sem við mig hefur skipt og um þetta
getur borið af eigin reynslu. Ann-
að vottorð hef jeg frá herra presta-
skólakennara Eiríki Briein um and-
virðis-upphæð Viðeyjarmjólkur þeirr-
ar, er jeg seldi síðastl. ár; hún nam
19,239 krónum og hafði Viðeyjar-
mjólkin aldrei selst eins vel. Mundi
tjeð upphæð heldur vera vottur þess,
að fólk hefur ekki hrekkjast á kaup-
unum, enda veit jeg, að það eru ekki
kaupendur, sem rógnum valda.
Reykjavík 22. ág. 1909.
Guðrún Jónsdóttir.
Vottorð.
Vjer, sem ritum hjer undir nöfn vor og
sem að staðaldri höfum keypt Viðeyjar-
mjólkina hjá húsfrú Guðrúnu Jónsdóttur,
vottum hjer með, að mjólkin hefur ætíð
verið hrein og óblönduð og vel af hendi
látin.
Ragnh. Hafstein, Margrjet Björnsson,
Guðrún J. Briem, Kristjana Havstein, Guð
ríður Thorsteinsson, Margrethe Havsteen,
Katrín Guðbrandsdóttir, Cathinka Sigfús-
son, Asgeir Torfason (getið skal þess, að
mjólk, sem jeg hef rannsakað frá frú Guð-
rúnu Jónsdóttur, hefur reynst ágætlega),
Sigríður Pálsson, Elín Stephensen, Louise
Jensson, Sigrún Olafsson, Sigríður Bruun,
Guðrún Briem (póstm.), Sophia Hjaltested,
Anna Jónsson, Milly Sigurðsson, Alfheið-
ur Briem, Guðrún Sigurðsson, Margarethe
Krabbe, Þuríður Jóhannsdóttir, Ingibjörg
Asmundsdóttir, Ingunn Johnsen, Helga
Johnson, Margrjet Magnúsdóttir, Theódóra
Thoroddsen, Sigríður Hjaltadóttir, Stepha-
nia Hjaltested, Georgia Björnsson, Kaffi-
húsið „Ingólfur", Friðrika Jónsdóttir, Asta
Hallgrímsson, Anna Claessen, Anna Þór-
arinsdóttir, Bryndís Zoega, Marie Hansen,
Kristjana Pjetursdóttir, Guðríður Jóhanns-
dóttir, A. Hermannsson, Anna Hafliðadótt-
ir, Þórunn Jónassen (keypt stöku sinnum),
Karólína Hannesson, Anna Breiðfjörð, Ingi-
björg CI. Þorláksson, H. L. Möller, Geir-
laug Stefánsdóttir, H. Gísladóttir, G. Guð-
mundsdóttir, Gróa Andersen, Guðrúnjóns-
dóttir, Þórhildur Tómasdóttir, Ragnheiður
Guðjohnsen, Steinunn Kristjánsdóttir, Ingi-
leif Snæbjarnardóttir, Björg Jónsdótt-
ir, Marie Ellingsen, Lovísa 1 sleifsdóttir,
Sigríður Þorkelsdóttir, Bríet Bjarnhjeðins-
dóttir, Sigurveig Runólfsdóttir, Sophiajohn-
sen, Betty Schou, Thora M. Zimsen, Thora
M. Zimsen, Katrín Magnússon (hef altaf
fengið ágæta mjólk), Jarþrúður Jónsdóttur,
T. Þ. Holm (hef æfinlega fengið bestu
mjólk).
Poltava. Þar hjeldu Rússar mikla
hátíð í sumar til minningar um sig-
urinn yfir Karli XII. Svíakonungi
fyrir 200 árum. Éftir þá orustu voru
stórveldisdagar Svíþjóðar taldir. Karl
XII. flúði til Tyrklands og sat þar
lengi, en Pjetur mikli lagði grund-
völlinn undir rússneska stórveldið.
Keisari var sjálfur við þessi hátíða-
höld og er það sjaidgæft, að hann
hætti sjer út í svo langa för um ríki
sitt, því frá Pjetursborg til Poltava
eru 200 danskar milur.
Reykjavík.
J. Appell skólastja frá Askov, sem
um var getið í síðasta blaði, var
haldið hjer samsæti á laugardags-
morguninn, en hann fór þá um kvöld-
ið heimleiðis aftur með „Sterling".
Síra Guðm. Helgason mælti fyrir
minni Appels.
Bjarni frá Vogi viðskiftaráðunaut-
ur fór utan með „Sterling" á laugar-
dagskvöldið. Rjett áður kvæntist
hann frk. Guðlaugu Magnúsdóttur
(Gunnarssonar hjer í Reykjavík).
Söngur. Síðastl. fimtudagskvöld
söng Pjetur Jónsson stúd. med. í
Bárubúð, en þau frk. Kristrún Hall-
grímsson og Brynjólfur Þorláksson
ljeku á hljóðfæri. Söngskemtunin var
vel sótt. Pjetur Jónsson hefur mikla
rödd og var látið vel yfir söng hans.
Hann fór til Khafnar á laugard. var,
les þar við háskólann. Hann á að
syngja einsöngva á söngsamkomum
þeim, sem Svb. Sveinbjörnsson ætlar
að halda í Khöfn í haust og áður
hefur verið sagt frá hjer í blaðinu.
Trúlofuð eru nýlega Pjetur Hall-
dórsson bóksali og frk. Ólöf Björns-
dóttir (Jenssonar, áður kennara við
lærða skólann).
Oðinn. í Júlíblaðinu er mynd af
Vilhjálmi Bjarnarsyni bónda á Rauð-
ará við Reykjavík og mynd af Rauð-
ará; tvö kvæði eftir Sigurjón Frið-
jónsson og tvö eftir Jónas Guðlaugs-
son; mynd af Bjarna verslunarráða-
naut frá Vogi, mynd af Guðmundi
Hjaltasyni kennara og af höfundi
Esperantómálsins, dr. Zamanhof;
byrjun af skáldsögu eftir Jón Trausta:
„Einyrkinn".
Hrós um ráðherra. Það er sagt,
að í skilnaðargildi, sem viðskiftaráða-
nautnum var haldið rjett áður en
hann fór, hafi einn ræðumannanna
farið þeim lofsorðum um ráðherra,
að enginn maður annar í hans stöðu
mundi hafa haft kjark til þess, að
veita heiðursgestinum viðskiftaráða-
nautsstöðuna.
113
116
góði maður«, sagði riddarinn og gekk
til þeirra. »Hann er spaugsamur. En
jeg braust hjer inn á hann og hefði
neytt hann til að lofa mjer að vera, ef
hann hefði ekki gert það með góðu«.
»Þú neylt mig«, sagði munkurinn.
»Bíddu hara þangað til jeg hef skift
á kuflinum og grænum kyrtli, en þá
skal jeg láta þig kenna á því, liver
jeg er«.
Meðan hann sagði þetta, fór hann
úr munkakuflinum og var undir hon-
um í svarti ljereftsskyrtu og undir-
hrókum. Utan yfir þetta íór hann
í grænan kyrtil og grænar huxur.
»HjáIpaðu mjer, og reimaðu þetta fyrir
mig«, sagði hann við Vamha og benti
á buxnastrenginn.
»Er það rjett at mjer, að hjálpa þjer
til að breyta þjer úr helgum einsetu-
manni i syndugan veiðimann«, svaraði
Vambi.
»Vertu óhræddur«, sagði munkur-
inn. »Jeg skrifta syndir græna kirtils-
ins á eftir fyrir grámunkakuflinum, og
svo er því lokið«.
»Amen!« sagði Vambi og hjálpaði
honum til að binda buxnastrenginn.
»Meðan á þessu stóð, kallaði Hún-
liogi riddarann til hliðar og sagði við
hann: »Neitaðu því ekkí, herra ridd-
ari, að þú ert sá maður, sem snerir
burtreiðunum við Ásbæ annan daginn
til sigurs lyrir enska flokkinn«.
»Og' hvað er svo meira um það, ef
þetta skyldi vera rjett til getið?« sagði
riddaiinn.
»Ef svo er«, sagði Húnbogi, »þá tel
jeg þig vin veikari flokksins«.
»Það er ekki nema riddaraleg skylda,
og jeg vildi ekki láta um mig segja, að
jeg fullnægði ekki þeirri skyldu« svar-
aði riddarinn.
»En ef ætti að leita liðveislu þinnar
í því máli, sem jeg hef nú með hönd-
um«, sagði Húnbogi, »þá yrðir þú
helst að vera eins góður Englendingur
og þú ert lnaustur riddari. Reyndar
er málefnið svo gott, að það ætti að
vera hvers manns skylda, að leggja
því lið sitt, en þó ætti hver innborinn
Englendingur einkum að finna hjá sjer
skyldu til þess«.
»Þú getur engan fyrir hitt, sem ann-
ara er um England en mjer«, sagði
riddarinn.
»Það þykir mjer vænt um að heyra,
og þeim orðum vil jeg írúa«, svaraði
Húnbogi, »því aldrei liefur þetta land
fremur en nú þarfnast hjálpar allra
þeirra, sem elska það. Nú skal jeg
skýra þjer frá fyrirætlun okkar, og þú
getur orðið henni góður stuðnings-
maður, ef þú vilt. Hópur af níðing-
um, sem klæddir eru i dularbúninga,
hefur ráðist á engilsaxneskan höfð-
ingja, Siðrik i Rauðuskógum, lekið
hann, fósturdóttur hans, júngfrú Ró-
venu, og vin hans, Aðalstein frá Stóru-
borg, höndum og llutt þau til kastala
hjer í skóginum, sem Hrafnabjörg
heitir. Nú spyr jeg þig, hvortþú viljir
lijálpa okkur til að frelsa þau?«
»Það er skylda min, að hjálpa ykkur
manninum, sem hornið vann, áður, og
það eigi fyrir löngu«, sagði Gurt.
»Það gerir ekkert, hver jeg er«, sagði
maðurinn. »Ef jeg frelsa húsbónda
ykkar, þá megið þið vera ánægðir,
hvernig sem högum mínum ei annars
varið«.
»Við erum í hættu«, hvíslaði Vambi
að Gurt, »hvernig sem við losnum úr
henni«.
»Þegiðu!« svaraði Gurt, »og stygðu
hann ekki með neinum heimskulátum.
Þá held jeg að alt gangi vel«.
XX.
Eftir þriggja stunda röska göngu
komu þeir fjelagar inn í rjóður inni i
skóginum. í því miðju stóð stórt eiki-
trje og breiddi greinar i allar áttir.
Undir trjenu lágu þrír menn sofandi,
en hinn ijórði stóð á verði í trjá-
skugganum, því þetta var tunglskins-
nótt.
Þegar vörðurinn heyrði til komu-
manna, vakti hann fjelaga sina. Þeir
spruttu þegar upp, gripu boga sina,
lögðu örvar á strengi og beindu þeim
í áttina þangað, sem fótatakið heyrðist.
En er þeir þektu förunaut þeirra Gurts
og Vamba, feldu þeir bogana og tóku
vingjarnlega móti honum.
»Hvar er Magnús?« spurði liann.
»Hann er á leið til Rauðhóla«, svör-
uðu þeir.
»Með hve marga menn?« spurði
Húnbogi, og gátu þeir Gurt ekki betur
sjeð, en að hann væri foringi þessara
manna, sem liann talaði við.
»Með sex menn, og von um góðan
feng«, svöruðu þeir.
»Það er gott«, sagði Húnbogi. »En
hvar er Dala-Álfur?«
»Hann fór yfir á Vallarstíg, til þess
að hafa gætur á ábótanum frá Jörfa«,
svöruðu þeir.
»Það er gott«, sagði foringinn. »En
hvar er munkurinn?«
»Hann er heimaikofa«, svöruðuþeir.
»Þá íer jeg þangað«, sagði Húnbogi.
»En farið þið nú og safnið þið saman svo
mörgum mönnum sem þið getið náð
í, þvi nú er dýr veiði í nánd, sem get-
ur orðið torsótt. — En biðum við!
Jeg er að gleyma því allra nauðsyn-
legasta! Tveir af ykkur verða að gæta
að veginum til kastala Reginvalds uxa-
skalla. Þangað er nú verið er flytja
fanga, og það gera aðalsmenn, sem
hafa klætt sig eins og við erum klæddir.
Hafið þið nákvæmar gætur á þeim,
þvi þó þeir nái kastalanum áður en
við komumst i veg fyrir þá, mega þeir
með engu móti komast klaklaust frá þvi
tiltæki, sem þeir hafa nú haftiframmi;
sæmd okkar liggur við, og einhver ráð
skulu finnast til þess að jafna á þeim.
Hafið þið nánar gætur á þeim og gerið
okkur aðvart um það, svo fljótt sem
hægt er, hvernig þeir haga ferðum
sínum«.
Þeir lofuðu, að fara í öllu eptir fyrir-
mælurn Húnboga, og hjeldu svo á stað.
En þeir Gurt og Vambi fóru með hon-
um áleiðis til Presthúsa-kapellunnar.
Þegar þeir komu á auða svæðið við
kapelluna, sem áður hefur verið lýst,