Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.08.1909, Blaðsíða 2

Lögrétta - 25.08.1909, Blaðsíða 2
162 L0GRJETTA, Lögrjetta kemur út á hverjum mlð- vikudegi og auk þess aukablöö við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. Goðheimum I0/8 09. Þá er maður nú kominn til Goð- heima — ekki til þeirra sem Seifur eða Óðinn ríktu yfir forðum daga, heldur til klettaþorps, er svo nefn- ist, hjer norð-austan til á Borgundar- hólmi. Hjer er mjög fagurt um að litast. Akrar og skógar og skrúðgrænar engjar eins og annarstaðar í Dan- mörku, en auk þess klettar, blessað- ir háir hamrar, víða með sjónum og inni í landi. Víða renna smáár og lækir niður til sjávar í þröngum far- vegum, stórgrýttum, gegnum kjarr- vaxin hamragil, þar sem smáfossar duna. Hjer er fólkið talsvert öðruvísi en annarstaðar á dönsku eyjunum, fríð- ara, skarpleitara, lægra vexti, svip- irnir hreinir og gáfulegir. Kaup- mannahafnarbúum finst alþyðan hjer of alvarleg, uppstökk og lítt gefin fyrir glens. Islendingar munu finna hjer margt svipað í hugsunarhætti og hjá frónskri alþýðu. Langt fram á miðaldir vorii eyjarskeggjar orðlagð- ir víkingar og bardagamenn. Hjeð- an voru þeir Búi digri og Blóð-Egill. Þegar Svíar ljeku Dani gráast á seyt- jándu öldinni, höfðu Borgundarhólms- búar það þrek í sjer, að þeir gerðu uppreisn gegn Svíum, tóku af lífi yfirhöfðingja þeirra í eynni og ráku þá á burtu. Nú á tímum er víkingslundin breytt í betri horfur, en hefur þó komið stundum fram. Anker lautinant, sá er best gekk fram á Dybbölhæðun- um 1864 og bæði Danir og Þjóð- verjar vegsömuðu fyrir framúrskar- andi hugprýði, var hjeðan. Hjeðan eru hinir frægu málarar Anker og Zahrtmann, sem eru í fremstu röð núlifandi norrænna listamanna. Hjeð- an var hinn skarpskygni málfræð- ingur og djúpvitri föðurlandsvinur J. N. Madvig og stendur minnisvarði hans í fæðingarstað hans, Svanike. Eyjan er hreinn gimsteinn frá nátt- úrunnar hendi, og mennirnir hafa gert sitt til að auka dýrmæti hennar. Hjer eru afargamlar merkilegar kirkjur, hringmyndaðar og sumar með víg- girðingum ofan á, t. d. Oster Lars kirkjan; þar eru líka mjög einkenni- leg kalkmálverk frá miðöldunum. Svo eru hjer frá fornöld margir stórir og merkilegir rúnasteinar, helluristur, haugar, bautasteinar og grafreitir hing- að og þangað, og hefur þar fundist fjöldi merkra forngripa. Það er ekki að furða, að hingað streyma ferðamenn á sumrin þúsund- um saman; einkum sækja þeir til norð-austurstrandarinnar, því þar er fegurst. Mest eru það Þjóðverjar og kveður svo ramt að aðsókn þeirra, að sumum Dönum þykir nóg um, — því það hefur komið fyrir, að þeir hafa keypt fallega og fræga staði,- bygt þar gistihús og jafnvel leyftsjer að amast við Dönum í þeirra eigin landi. En til alirar hamingju eru þetta undantekningar; flestir þeir Þjóðverjar, sem hingað koma, eru meinlausir og kurteisir ferðamenn, sem dvelja hjer og dást að náttúr- unni um stundarsakir og flytja ógrynni peninga inn í landið. Þeim er því víðast vel tekið að maklegleikum. En hvílíkur sægur! Jeg var um dag- inn gangandi með tveimur dönskum mönnum, sem jeg þekti, í hjeraðinu kringum Rö, sem er annálað fyrir fegurð. Það kom fyrir í skógi þar, að við þurftum að spyrja til vegar. Við mættum tveimur mönnum, sín- um á hverjum stað; þeir voru báð- ir Þjóðverjar, en gátu vísað okkur á alt. Aukþess mættum við síðar öðr- um mönnum, sem spurðu okkur til vegar — þeir voru líka Þjóðverjar. Jeg hef varla gengið svo út hjer í kringum Goðheima, að jeg ekki heyri þýsku talaða, og hafi jeg komið eitt- hvað á afskektan stað, hef jeg mátt eiga það víst, að þýskur ferðamað- ur eða kona hefur eins og dottið of- an úr skýjunum og spurt mig til vegar. Og hjer í Goðheimum kvað þó vera minst af Þjóðverjum tiltölu- lega; í Allinge og Sandvig er alveg fult af þeim. Víða sjást á götun- um auglýsingar á þýsku. Borgundarhólmsbúar eru góðir og þjóðræknir Danir. Mállýska sú, er alþýðanAalar, hefur dálítinn syngj- andi hreim, eins og norska og sænska, og ófróðirKaupmannahafnarbúar vill- ast stundum'á því, og er eyjarskeggj- ar koma inn í búðir þar og versla, fara búðarlokurnar stundum að spreyta sig á að tala sænsku við þá, en það er þeim afarilla við. Annars er mál- lýskan hljómiögur og mjög einkenni- leg. Ýms gömul, norræn orð eru hjer, bæði í örnefnum og lifandi máli, sem annars eru týnd í Danmörku víðast hvar. Hjer er Kobbeaa (Kópaá), Bobbedal (Bobbadalur), sbr. komast í bobba (sem líka er til í alþýðumáli hjer) o. s. frv. — Mörg staðanöfn eru mjög einkennileg, þannig er t. d. bær við Kópaá, sem heitir „Kysse- lykke“, og tjörn uppi á Almenningi, sem heitir „Pykkekullekær". Mitt inni í eynni liggur Almenn- ingurinn. Þar voru um aldamótin 1800 lyngmóar, blásin holt og ein- stöku hríslur. Nú er þar einn af stærstu og fegurstu skógum í Dan- mörku. Er þau mest að þakka skóg- arverði, sem Römer hjet, og er hans minst þar víða í heiðursskyni. Hjer á Borgundarhólmi má sjá, hve óend- anlega fagurt ísland getur orðið, ef menn vilja gera alvöru úr skógrækt- inni þar, og það mál verður áhuga- mál allra. Sigfús Bl'óndal. Boyd loftfari. Einn af loftsiglingamönnunum, sem nú er mikið talað um úti um heim- inn, er dr. Boyd, enskur maður, sem nú síðastliðið vor lauk smíði á nýju loftfari og farið hefur síðan á því langferðir um England og jafnvel oftar en einu sinni yfir til írlands. En þessum æfingaferðum sínum hjelt hann sem mest leyndum og var helst á ferð á nóttunni. Nóttina milli 18. og 19. maí fór hann yfir írlandshaf, og er það 24danskar mílur á breidd, þar sem hann fór yfirum. Þá leið fór hann á 4 kl.tímum. Það er sagt, að loftfar hans muni að ýmsu leyti taka fram öllum öðrum loftförum, sem enn hafa verið smíðuð. Boyd kvað hafa verið að gera til- raunir með loftskip nú síðastl. 8 ár. Þetta skip, sem hann nú hefur verið að reyna, hefur verið eitt ár í smíð- um. Hann byrjaði ferðir á því í mars í vetur. Það hafði verið loft- skip hans, sem kveykti hræðsluna hjá Englendingum í vor um, að þýskt loftskip væri á njósnarferðum yfir Englandi, og var minst á sögurnar, sem af því gengu, hjer í blaðinu. Um ferðina yfir írlandshaf í maí í vor, hefur nú Boyd sagt, að þá hafi hann farið 80 danskar mílur og að- eins einu sinni lent á þeirri ferð. Hraðinn var að meðaltali 7 danskar mílur á kl.stund, en hæðin, sem hann sigldi í, var 3—4000 fet. Hann fór um nótt yfir írlandshafið, eins og áð- ur segir, og lenti kl. 4 nálægt Bel- fast. Þeir voru þrír á loftfarinu, því tveir vjelfræðingar, sem unnið hafa með honum að loftfarssmíðinni, hafa oft verið með við tilraunirnar. Nesti höfðu þeir með sjer til nokkurra daga. Þeir gerðu ekki vart við sig á írlandi og leyndu þar loftfarinu, en fóru á stað þaðan aftur næstu nótt og yfir til Englands. Báðar ferðirn- ar, fram og aftur, gengu vel. Loftfar Boyds kvað vera öðruvísi bygt en önnur loftför. í því er eng- inn hengibátur. Því er skift f þrjú aðskilin rúm, og milli þeirra eru far- þegarúmin, en í afturenda sjálfs belgs- ins er vjelarúmið. Á hliðunum eru vængir, líkt og á flugvjelum. Það er 60 álna langt og vjelarnar hafa 300 hesta afl. Til samanburðar er það sagt, að nýjasta loftskip Zeppelíns sje 223 álnir á lengd og vjelar þess hafi þó eigi meira en 220 hesta afl. Loftfar Boyds er ekki vindilmyndað, eins og loftfar Zeppelíns, og kvað því vera ljettara í snúningum. Það getur flutt 3 menn og 2400 potta af olíu, og eiga þær olíubirgðir að endast í 300 danskra mflna ferð. IOO álna langt loftfar með þessari gerð segir dr. Boyd að eigi að geta haft vjelar með 500 hesta afli, flutt 8 farþega og 4800 potta af olíu, en hraði^í þess ' eigi að geta verið IO danskar mílur á klukkustund. Hjól eru á þessu loftfari, svo að aka má.því um jörðina eins og bif- reið. Dr. Boyd kvað einnig hafa feng- ist við flugvjelasmíðar og tekist þær vel. L I Síra Einar Þórðarson, Á Bakka f Borgarfirði eystra and- aðist 6. þ. m. síra Einar Þórðarson. Banamein hans var tæring, sem hann hafði lengi þjáðst af. Hann var fæddur 7. ág. 1867, sonur Þórðar bónda á Skjöldólfs- stöðum á Jökuldal Einarssonar prests í Vallanesi. Hann varð stúdent 1888, en útskrifaðist afprestaskólanum 1890. Árið eftir varð hann prestur að Hof- teigi, en 1904 fjekk hann Desjar- mýrarprestakall í Borgarfirði og flutt- ist þangað. Hann var þá fyrir nokkru orðinn veikur af sjúkdómi þeim, sem varð banamein hans, og tveimur ár- um eftir að hann kom að Desjar- mýri varð hann að sækja um lausn frá embætti af þeim sökum. Um tíma leitaði hann sjer lækninga á heilsuhæli í Danmörku, en veikin mun þá hafa verið talin ólæknandi. Síra Einar hafði mikil afskifti af opinberum málum meðan hann naut sín fyrir veikindunum. Hann var þingmaður Norðmýlinga um tíma, sat á þingunum 1903, 1905 og 1907. En við síðustu kosningar gat hann ekki boðið sig fram vegna heilsu- leysis. Við hjeraðsmál fjekst hann og mikið og var lengi einn af íor- kólfunum í búnaðarmálum og helstu framfaramálum Austfirðinga. Hann var mjög vel greindur, vænn mað- ur og vinsæll. Hann lætur eftir sig ekkju, Ing- unni Loftsdóttur, ættaða hjeðan úr Reykjavík, og nokkur börn. En elsti sonur þeirra hjóna dó fyrir eigi löngu úr sömu veikinni og faðir hans nú. Fornmenj ar. Áður hefur stuttlega verið minst hjer í blaðinu á ransóknir þeirra Finns prófessors Jónssonar og D. Bruuns kapteins í Ljárskógum vestra. Þaðan fór hr. D. Bruun norður í Eyjafjörð, til þess að ransaka þar fornar rústir í Dalvík. Þangað hjelt og prófessor F. J., þegar hann fór hjeðan. „Austri" frá 14. þ. m. flytur svohljóðandi lýs- ingu á þeirri ransókn, sjálfsagt eftir sögusögn próf. F. J., er hann var á heimleið á Seyðisfirði: „Höfðu þeir fjelagar í fyrra sumar fundið dysjar miklar að Höfn í Dal- vík, og beðið þá bóndann þar, Sig- urð Jóhannsson, að hreyfa ekkert við þeim, fyr en þeir kæmu þangað sjálfir aftur nú í sumar. Dysjarnar þarna í Dalvík reyndust vera 14, bæði karla og kvennagrafir, hunda og hesta, annaðhvort í einni gröf eða tveimur, er mynda eina dys, og sneru graf- irnar til suðausturs; voru líkin í þeim ýmist liggjandi eða sitjandi. í einni dysinni fanst bátur, 7 metra langur, og í honum maður, sytjandi í skut og horfandi út til sjávar, hundur í miðjum bát og hestur í stafni. Bát- urinn hafði verið úr timbri gerður og negldur með járnnöglum, en timbrið var að mestu grotnað í sundur, að- eins heilt í kringum nagla; manna- og skepnubeinin voru að miklu leyti heil. Hestadysin voru 7, og hafði haus- inn verið höggvinn af hestunum og látinn undir kviðinn. Enn fremur fanst þarna málmplata með kroti á, raf- og glertölur, part- ur af beisli og hringjur, 2 spjótsodd- ar með falnum, Iítið brýni, nokkur lítil málmstykki þung, brot af ker- um úr tálgusteini, 1 lykill; loks fund- ust í einni kvennagröfinni 19 tafl töflur úr beini, og líktust þær hnot- um; ein af þessum töflum var stærst. Líklegt þykir, að þessar tafltöflur hafi tilheyrt hinu svonefnda hnottafli, sem getið er um í fornsögunum. Hvaða grafir þetta sjeu, verður eigi fyllilega ákveðið. Svarfdæla getur auðvitað um, að bardagi mikill hafi verið ná- lægt þessum stöðvum, milli Karls rauða og Ljótólfs goða, og varð þar mannfall; en þar sem hjer eru líka kvennagrafir, þá er nær óhugsandi, að grafir þessar stafi frá þeim bar- daga, enda mun þess vera getið í Svarfdælu, að eftir þennan bardaga Karls rauða og Ljótólfs hafi lík hinna föllnu verið flutt í burtu. En eins og kunnugt er, þá bjó Karl rauði á Karlsá, sem er skamt frá Dalvík, þar sem þessar dysjar fundust, og er þá eigi óhugsanlegt, að þarna sje ættargrafreitur Karls rauða. ' En hvað sem því líður að ákveða, hverjir sjeu þarna dysjaðir, þá er fundurinn eigi að síður hinn merki- legasti, einn hinn langmerkilegasti, er gerður hefur verið hjer á landi. Prófessor Finnur Ijet þess getið, að allar fornmenjar, er þeir fjelagar hefðu fundið, og hægt væri að flytja, yrðu afhentar fornmenjasafninu í Reykjavík". eru ein af lögunum frá síðasta þingi, og eru svohljóðandi: 1. gr. Það skal eftirleiðis vera skylt að vátryggja líf hjerlendra sjó- manna, er lögskráðir eru á íslensk skip, hvort sem þeir stunda fiski- veiðar, eru í förum meðfram strönd- um landsins eða landa á milli. Enníremur er skylt að vátryggja líf hjerlendra sjómanna, er reka fiski- veiðar á vjelarbátum eða róðrarbát- um fjórrónum eða stærri, minst eina vertíð á ári. 2. gr. Þegar lögskráð er til skip- rúms á þilskipum, skal skráningar- stjóri á sjerstaka skrá rita nöfn, heim- ili, aldur og stöðu skipverja þeirra, er 1. gr. nær til, hvort heldur þeir eru ráðnir hásetar, stýrimenn eða skip- stjórar. Þegar formaður á vjelarbát eða róðrarbát (sbr. 1. gr.) hefur ráðið há- seta sína, skal hann jafnskjótt senda hreppstjóra eða bæjarfógeta, þar sem báturinn gengur, skýrslu um nöfn þeirra, heimili og aldur ásamt gjaldi því, er greiða ber eftir 3. gr., en hreppstjóri sendir skýrsluna og gjald- ið til sýslumanns sem skráningar- stjóra. Skráningarstjóri skal senda skrá þessa og þá, sem nefnd er í fyrri málsgrein greinar þessarar, vátrygg- ingarstjórn þeirri, sem nefnd er í 4. gr. laga þessara. 3. gr. Hver sá sjómaður, sem vátrygður er eftir lögum þessum, er skyldur að greiða í vátryggingarsjóð þann, er síðar getur um, gjald, er nemur 18 aurum fyrir hverja viku, sem hann er lögskráður fyrir eða ráðinn í skiprúm, og reiknast gjaldið frá lögskráningardegi eða þeim degi, er hann kom í skiprúm. Þriðjung á móts við gjald skipverjanna allra greiðir útgerðarmaður. Útgerðarmaður þilskips greiðir skráningarstjóra gjald þetta fyrir sig og fyrir skipverja sína gegn endur- gjaldi af kaupi þeirra eða hlut, og innheimtir skráningarstjóri það gjald. Gjald þetta greiðist þegar lögskrán- ingin fer fram, og má taka það lög- taki. — Formaður vjelarbáts eða róðrarbáts greiðir gjaldið fyrir út- gerðarmann og skipstjóra til hrepp- stjóra eða bæjarfógeta (sbr. 2. gr.) gegn endurgjaldi af afla bátsins eða hlutum hásetanna. Gjald þetta má og taka lögtaki. Skráningarstjóri skilar gjaldinu í vátryggingarsjóð fyrir lok desembermánaðar ár hvert, að frádregnum 2% innheimtulaunum af þilskipum og 4% af vjelarbátum og róðrarbátum, og gengur helming- urinn af hinu síðarnefnda gjaldi til hreppstjóra, þar sem hann hefur inn- heimtuna á hendi. 4. gr. Vátryggingarsjóðnum skal stjórnað af 3 mönnum undir yfirum- sjón landstjórnarinnar. Landstjórnin útnefnir einn mann í stjórn fjelags- ins, fjölmennasta^ útgerðarmannafje- lag landsins kýs.annan, en^fjölmenn- asta hásetafjelagið hinn þriðja. Á ári hverju fer einn útgerðarmanna frá, í fyrsta skifti [eftir, hlutkesti, og er þá kosinn eða skipaður maður í hans stað.^enjendurkjósa eða slcipa má þó hinn sama. Deyi stjórnar- nefndarmaður eða fari frá af öðrum ástæðum milli kosninga, skipar land- stjórnin til bráðabirgða í nefndina í hans stað, þangað til nýr nefndar- maður getur orðið löglega skipaður. Landstjórnin getur og vikið nefndar- manni frá, en gerir,þá jafnframt ráð- stafanir til, að nýr maður kom í hans stað. í ómakslaun og til kostn- aðar má með samþykki landstjórnar- innar verja allt að 400 kr. á ári úr vátryggingarsjóðnum. 5. gr. Nú druknar sjómaður eða deyr af slysförum á skipi á þvi tíma- bili, er hann greiðir vátryggingar- gjald fyrir samkvæmt 3. gr., og skal þá vátryggingarsjóður greiða til eftir- látinna vandamanna hans: ekkju, barna, foreldra eða systkina 100 kr. á ári í næstu 4 ár. Sjeu engir slíkir vandamenn til, eignast vátryggingarsjóður upphæð- ina, nema öðruvíst sje ákveðið í lög- mætri erfðaskrá. 6. gr. Enginn skuldheimtumaður í dánarbúi eða þrotabúi hefur leyfi til að skerða nokkuð af styrk þeim, er lög þessi heimila. 7. gr. Nú kemur það fyrir, að vátryggingarsjóður hrekkur ekki til að greiða árgjöld þau, er á hann falla eftir 5. gr., og leggur landsjóð- ur þá til það, er á vantar, en það skal endurgoldið síðar, er hagur sjóðsins batnar. Tillag landsjóðs má þó aldrei nema meiru en 15,000 kr. 8. gr. Sjóður sá, er stofnaður er með lögum þessum, tekur við eign- um og skuldbindingum vátryggingar- sjóðs þess, er stofnaður var með lög- um nr. 40, IO. nóv. 1903. Að öðru ieyti eru þau lög úr gildi numin. 9. gr. Landstjórnin ákveður nán- ari reglur um framkvæmd laga þess- ara, að fengnum tillögum nefndar þeirrar, sem um getur í 4 gr. 10. gr. Brot gegn lögum þessum varða 5 —100 kr. sektum, sem renna að hálfu í vátryggingarsjóð og að hálfu í sveitarsjóð, þar sem brotið er framið. Með mál út af brotum þessum skal farið sem almenn lægreglumál. 11. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1910. Smj örsalan. J. V. Faber í Newcastle sendir J. Zimsen konsúl svohljóðandi markaðs- skýrslu 13. þ. m.: »Með s/s „Ceres" kom 5. ágúst næsta smjörsending, og oss er ánægja að geta frá því skýrt, að alt það smjör er selt. Gæðin voru jafnari en áður, smjör- ið ekki heldur eins gamalt, og árang- urinn fyrir því yfirleitt hærra verð. Eins og símritað var hjer um dag- inn, seldist alt betra smjörið á 84— 88 kr., en fyrir hið lakara fengust 78—82 kr. Hlutfallsverðið var sem hjer segír: 50°/o seldist fyrir hæsta verð, 30°'o — — meðalverð, 2G°/o — — lægra verð. Það er töluverð framför frá fyrri árum. Vjer höfum hjer ekki getið annars smjörs, en þess, sem vjer höf- um fengið sjálfir. Markaðurinn hefur lagast, verðið er stöðugra og horfur á, að svo verði eftirleiðis, svo að vjer gerum oss von um, að góður árangur verði af vænt- anlegum sendingum.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.