Lögrétta

Issue

Lögrétta - 15.09.1909, Page 1

Lögrétta - 15.09.1909, Page 1
Aígreiðslu- og innheimtum.: ARINBi. SVEINBJARNARSON, Laugaveg 41. Talsími 74. RitstjóriJ þorsteinn gislason Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 44. Reykjavík 15. september 1909. TTV. árg. Augnlækning ókeypis x. og 3. þrd. í mán- kl. 2—3 á pítalanum. Forngripasafnið opið 11—1 frá 15 jóu. 15. sept. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12 1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—I. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io'/s —12 og 4—5. Islands banki opmn 10—2r/2 og 5y»—7- Landsbankinn io1/^—2W Bnkstj. við 12—1. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5— 8. c^S*M4 G H Th A'ThOmsen HAfN/VRSTRlFlSraíOÍl-lZ-KOUS'l'MÆKJAKTlZ • REYKJAVIK • Vel j»ur og ‘i’óður saltfiskur: þorskur, ýsa, þyrsklingur, keila, upsi, fæst með úgsetu rerði í Lárus FjeldBted, Yflrrjettarmátlafíerslumaður. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 —12 og 4—5. Bóka- og pappírsverslun Arinbj. Svembjarnarsonar Laugaveg 41. Talsími 74. 'tahrlÉslaiti}. Ferðalag Cooks. Norðurferðin. Cook hefur valið aðra leið norð- ur, en þeir, sem leitað hafa heim- skautsins á undan honum. Þeir hafa farið norður eftir sundinu milli Græn- lands og Ameríku, en hann hefur heldið norður miklu vestar, vestan við Axel Heibergs land. Á þeirri leið er betra um dýr til veiða, segir hann. Hjer fer á eftir hið helsta úr frá- sögn, sem Khafnarblaðið „Politiken" hefur eftir Cook sjálfum. „Jeg kom til Noratog (á Græn- landi) 9. sept. 1907 og skildi þar eftir vistaforða. 19. febr. 1908 hjelt jeg á stað með 11 sleða og 50 punda þunga á hverjum. Við vorum ix saman og höfðum 113 hunda. Við hjeldum þvert vestur yfir Ellesmere-land og gerðum okkur snjóhús til gistingar á hverju kvöldi. Kuldinn var afskap- legur, eina nóttina -f-83 stig F., eða um 60 st. R. En bæði menn og hundar báru sig vel. Við vorum mánuð á leiðinni yfir Ellesmereland og Grants land, en af veiðidýrum höfðum við nóg, bæði moskusdýr- um, ísbjörnum og snæhjerum. Þegar við komum til hafsins, sneru 6 Eskimóar aftur á 6 sleðum til vistageymslustaðarms, en við hinir hjeldum út á hafið í segldúksbátum. Við vorum þá 5 eftir, höfðum 44 hunda og vistir til 80 daga. Hjeld- um við þá 60 mílur til norðurs og lentum hjá Itúkithúk við Arvila. Þar sneru enn 2 Eskimóar við með nokkra hunda. Fáeinir af hundunum höfðu drepist. Jeg var þá eftir með 2 Eskimóa og 26 hunda. En nú byrjuðu líka vandræðin. Veðrið var kalt og ísaþoka í lofti, svo að ferðin sóttist seint. Isinn var ó- sljettur, kuldinn um 35 st. R. Eftir 20 daga ferð fundum við ísbrú yfir frá fastalandsísnum yfir á heimskauts- ísinn og hjeldum yfirhana. Við fór- um 20 enskar mílur á dag. Þá voru sunnanvindar og vond veður. Loks birti þó í lofti, við sáum sól í suð- vestri og gátum komið mælingum við. Þá vorum við á 84. breiddar- stigi. Nýtt land sáum við í vestri, en hvergi merki um líf. Á 88. breiddarstigi hittum við fyr- ir rekís og torfærur. Vindur var þá á suðvestan. 21. apríl vakti jeg förunauta mína. Þá var dimt á okkur. Litlu síðar sáum við þó bjarma af sól. Jeg gerði mælingu og hugsaði með mjer, að nú hlytum við að komast til póls- ins. Við vorum þá 15 breiddarsek- úndur frá honum. Svo hjeldum við á stað. ísinn var mjög sprunginn þarna. En það lá vel á mjer. Jeg var ljettur á mjer og hljóp um eins og drengur. Svo fann jeg, að nú hlytum við að vera komnir alla leið. Jeg gerði síðustu mælinguna. Það reyndist rjett. Við vorum á 90. st. n. br. Jeg var kominn á norður- pólinn. Svo setti jeg niður í ísbreiðuna stöng með stjörnuflagginu á. Þarna var eilíf ísbreiða. Autt haf sást ekki. Ekkert annað en enda- laus, hvítur ís. En hann var meir sprunginn þarna, en á 87. breiddar- stigi. Þess vegna hlýtur að vera meiri hreyfing á ísnum þarna, en á 87. br.st. Jeg var þarna tvo daga. Menn geta sagt mig segja þetta alt ósatt, það sje amerískt skrum og annað ekki. Sannanir hefjeg engar, og engum sörinunum er heldur hægt að koma hjer við. Það er hægt að segja, að jeg hafi keypt þá tvo votta, sem jeg hef með mjer, og að jeg hafi skrifað mælingarnar, sem jeg hef í vasabók minni, allar á skipinu á heimleiðinni. Jeg get ekkert sagt við þá, sem efast, annað en þetta: jeg skildi lóðað messinghylki eftir hjá flagginu. í því er stutt frásögn um förina. Farið þið norður og finnið þið það. Kuldinn var þarna ekki meiri en -{-38 st. F. Eskimóana fór|að langa suður á bóginn aftur, og hund- arnir voru órólegir. Mjer datt líka í hug, að verið gæti, að það versta væri enn eftir. Heimförin. 23. apríl hjeldum við aftur suður á við. Ferðin gekk í fyrstu vel. Við fórum 20 enskar mílur á dag. En á 87. breiddarst. fann jeg, að ísinn bar okkur austur á við. ísinn var nú meira sprunginn en áður, og köld og ill þoka lagðist yfir okkur. Á þessu stóð þrjár vikur, og gat jeg þá enga mælingu gert. Ekki komumst við heldur lengra suður en á 84. br.st. á þessum tíma. Svo tókum við stefnu á vistaforðabúr okkar á Heibergslandi. En ferðin gekk seint. Við fengum aftur þrigpja vikna þokutíma. Þegar aftur birti, sá jeg, að okkur hafði rekið til suð- vesturs. Við sáum autt haf og rekís austur undan. Vistirnar voru nú þrotnar, og höfð- um við þó sparað við okkur um tíma og mest lifað á spiki. Við sá- um landið, þar sem vistaforði okkar var, en komumst þangað ekki, því ísinn var vökóttur og okkur rak til suðurs. Þá fórum við inn í Ringnessland til bjarndýraveiða. Það var nálægt 20. júní. Við sáum einn björn og einn sel. Það voru fyrstu lifandi skepnurnar, sem við sáum á heim- leiðinni. Við skutum björninn. Nú hugsuðum við ukkur, að ná hvalveiðamönnum í Lancastersundi. Okkur rak til suðurs, hjer um bil 8 mílur á dag. Svo sátum við fastir í Wellingtonsundinu og þar var ísinn svo, að hvorki varð komist áfram á bátum nje sleðum. Veiðidýr voru þarna engin. Þó fórum við nú að sjá fugla. En við tímdum varla að eyða á þá skoti. Við höfðum haft með okkur 100 skot til pólsins, en nú voru að eins 15 eftir. Við fórum inn í Jones-sund til þess að leita eftir rostungum og bjarn- dýrum. Þar var autt haf og kyrt. Einstöku fugla sáum við þar og ein- stöku heimskautsúltar voru á sveimi í kring um okkur. Sumir af hund- um okkar yfirgáfu okkur og eltu þá. Þeir komu aldrei aftur. Við lágum þarna í segldúksbát- um úti í ísrekinu, hjer um bil 10 mflur frá landi. Svona gekk ferðin í tvo mánuði. Við sváfum í opn- um bátnum og stormurinn næddi yfir okkur. Við drógum bátinn upp á rekísjaka og vorum þar 40 kl.st., en svo breytti jakinn stefnu og barokk- ur til lands, Nú liðum við hungur. Við bjuggum til fuglasnörur og veidd- um nokkra fugla. En okkur vant- aði eldivið og við urðum aðjeta þá hráa. Ut á hafið gátum við ekki komist aftur, því frá því seint í júlí og fram í september var þat ísrek, sem var hættulegt fyrir bát okkar. Þennan tíma vorum við ott hungr- aðir. Svo bjuggum við okkur til boga og örvar úr trje og járni úr sleðum okkar og lögðum til rostungaveiða. Við hittum hóp af þeim og þeir hræddust okkur ekki. Hver um sig var álíka stór og báturinn okkar. Engum náðum við. En við sáum ísbjörn drepa rostung. Þó fór svo, að okkur tókst nokkru síðar að drepa einn, og þá var nú sest að máltíð, því nú höfðum við líka fundið elds- neyti. Við sátum að snæðing nokkr- ar klukkustundir. Svo lögðum við matartorðann, sem eftir var, til geymslu, en um nóttina komst ísbjörn í hann og rændi okkur. Við elt.um hann, en náðum honum ekki. Sunnan við Sparbóhöfða fundum við Eskimóakofa, er lengi höfðu ver- ið óbygðir og voru hálffullir af vatni. Hellisskúta fundum við þar líka, sem rostungakjöt hafði verið geymt í og lokað var með stórum steinum. Einn af þeim skútum völdum við okkur fyrir verustað. Svo tókst okkur enn að drepa rostung, og höfðum við þá bæði hús og fæði. Við urium varir við moskusdýr í fjarlægð, vopnuðum okkur með | steinaldarvopnum og hjeldum til móts við þau. Við laumuðumst að þeim, en sáum skjótt, að það var óþarfi, því þau rjeðu á okkur undir eins og þau ! urðu okkar vör. Við flúðum þá í | ; r ; kletta, því bogar okkar og örvar eyðilögðust í orustunni. En svo fund- um við ráð. Það var slöngvivaður- inn. Þegar við komum honum um hornin á dýrinu, var það unnið. Við veiddum 38 moskusdýr. En fsbirn- irnir sátu stöðugt um okkur. Einu sinni varð einn af þeim svo nær- l göngull, að hann rak höfuðið inn í skúta okkar um nótt. Við gerðum þá ísvígi um holuna. En við mátt- um ekki eyða skotum. Við áttum nú ein þrjú eftir, og þau geymdum við handa sjálfum okkur. En altaf vorum við að búa okkur undir suðurförina. Við saumuðum okkur skinnföt og þurkuðum moskus- dýrakjöt handa okkur í nesti. Af því fengum við 30 daga fæði. 28. febrúar í ár lögðum við á stað. Þá var dálítil sólargiæta, en íslalt veður. Góður ís var þá á Jónes- sundi. Við fórum 4 mílur á dag. Eftir mánaðar ferðalag vorum við hálfnaðir, en hvergi höfðum við fundið merki um menn. Við sáum þá til Grænlands, en þangað var enn mán- aðar ferð. Þarna bygðum við okkur snjóbyrgi, til þess að hvílast í um hríð, og þöktum það með skinnum. Einum birni náðum við, og þann dag vorum við glaðari en 21. aprfl árinu áður. Eftir þetta gekk ferðin vel. Viku síðar settum við bát okkar í auðan sjó í Smithssundi og náðum svo í góðan ís. í miðjum apríl kom- um við aftur til Grænlands og fund- um vistaforða okkar. í maí í vor kom Cook til Úpern- vík, og frá Grænlandi er hann nú kominn með einu af skipum græn- lensku verslunarinnar, „Hans Egede". Skipið kom í Orkneyjar, og þaðan voru send út fyrstu símskeytin um ferðina. Hver er Cook? Cook er læknir frá New-York. Hann hefur verið á þriðja ár í för- inni, fór á stað á seglskipi, sem út- búið var til veiða og í tveggja ára útivist. Skip þetta var gert út af miljónamanni í New-York, J. Bradly, og hann kostaði för Cooks í heim- skautsleitina. í skeyti, sem Cook sendi blaðinu „New York Herald" frá Lerwick, segir hann: „Eftir langvint stríð við sult og kulda hefur okkur tekist að komast til norðurheimskautsins. Leiðin, sem við fórum, er merkileg fyrir náttúru- vísindin. Við höfum fundið svæði, sem mikið er í af veiðidýrum, sem að gagni geta komið, og við höfum fundið land nyrst á hnettinum. 30 fermílna ferhyrningur er kortsettur". í ágúst 1907 er hann á skipinu í Smiths-sundi. „Politiken" segir, að danskur maður, dr. Knud Rasmussen, norðurfari og Eskimói í aðra ætt, hafi þá um sumarið af tilviljun hitt hann við York-höfða á Grænlandi, og hjálpað honum til með útbúning- inn til fararinnar. Cook gat þá ekki talað grænlensku. Þó hafði hann verið með Peary áður í einni af norðurförum hans. Danskur maður, sem nú er í Khöfn, en var áður apótekarasveinn í New- York, hefur kynst Cook fyrir 11 ár- um, segist daglega hafa talað við hann þar í apótekinu, og var Cook þá orðinn læknir. Maðurinn lætur mjög vel af honum. Cook er kvæntur maður, og kvað kona hans nú vera á leiðinni frá New- York til Lundúna, til þess að mæta honum þar, Cook er svo lýst, að hann sje meðalmaður á hæð, rjettvaxinn, þrek- inn og kraftalegur, fríður sýnum. Viðtökurnar í Kaupniannahöfn. Eins og vænta má, hefur Cook verið tekið með miklum fögnuði í Khöfn. Meðal þeirra, sem móti hon- um fóru, til þess að bjóða hann vel- kominn, var Valdimar prins og krón- prinsinn. Einkum var það þó A. Hovgaard kommandör, sem gekst fyrir móttökunni. Blaðið „Politiken" sendi skip á móti honum með fregn- ritara sinn, til þess að ná sem fyrst tali af honum. Cook ráðgerði, að halda fyrirlestur um för sína í land- fræðisfjelaginu í Khöfn. Utsalan helöur ájram i Sápuhúsinu. Munið: 21. sept. er síðasti dagurinn. Sbr. auglýsingu á 4. bls. Sægur af blaðamönnum frá öllum nálægum löndum hefur þyrpst til Khafnar, til þess að ná tali af Cook. Hann gerir ráð fyrir, að ferðast nokk- uð um Evrópu áður en hann heldur heim til sín. Meðal annars hefur honum verið boðið til Rómaborgar af Ítalíukonungi, til þess að halda þar fyrirlestra um för sína. Dómar um förina hafa verið misjafnir. í skeyti hjer í blaðinu er sagt frá því, að Peary beri sakir á Cook fyrir svik, en þó jafnframt, að menn, sem vit hafi á, treysti Cook. En saga Cooks var rengd af ýmsum áður en Peary sjálf- ur kom til sögunnar, einkum þó af vinum Pearys í Ameríku og þeim, sem kostað hafa ferðir hans. Aðrir telja enga ástæðu til að rengja sögu Cooks, og það menn, sem mikið mark er á takandi, þar á meðal Sverdrup norðurfari, sem nú er á ferð heima í Noregi, en annars er búsett- ur í norskri nýlendu á Cúbu. Hann hefur tekið svari Cooks eindregið. Aftur á móti segir Cook, að hann hafi haft meira gagn af ransóknum Sverdrups þar nyrðra en nokkurs annars heimskautsfara, og án þeirra hefði hann ekki komist alla leið. Friðþjófur Nansen hefur verið spurð- ur, en vildi ekkert ákveðið segja, fyr en hann hefði kynt sjer málavexti nánar. Þó sagði hann enga ástæðu til að rengja það, að Peary hefði komist þá leið til heimskautsins, sem hann lýsir. Roald Amundsen segist vera Cook kunnugur; þeir hafi báðir verið í Belgica-suðurheimskautsförinni 1897. Hann lætur mjög vel af Cook og segir, að hann sje, að sínu áliti, dug- legastur allra núlifandi heimskauta- fara. Prófessor Nathorst, helsti vísinda- maður Svía í þessum efnum, er aft- ur á móti mjög vantrúaður á frá- sögn Cooks og vill ekki gera mikið úr ferð hans. Ensku suðurheimskautsfararnir, Scott og Schakleton, rengja ekki frá- sögn Cooks, en þykir hann hafa haft langar dagleiðir, og þeim þykirmik- ið, að hann skuli hafa komist í 83 st. kulda F., því svo hátt frost hafi enginn mælt áður, nema á tilrauna- stofum. Fiskirannsóknir á Breiðafirði og Faxaflóa. Bjarni Sæmundsson hefur í sumar haldi áfram rannsóknum þeim, er hann byrjaði á í fyrra sumar á Vest- fjörðum (sbr. Lögrjetta 39. tbl. f. á. og skýrslu um þær í Andvara þ. á.) Tilgangurinn var einkum sá, að fá vitneskju um, hvort margt væri um uppvaxandi nytsemdarfiska á ýms- um afskektum svæðum, er veiðar eru nú lítið eða ekkert stundaðar á. Byrjaði rannsóknirnar 5. júlí og end- aði 19. ágúst. Kannaði hann fyrst sunn* anverðan Breiðafjörð, frá Hvamms* fjarðarbotni og út í Kolgrafafjörð, kom til Reykjavíkur í svip og kann* aði svo innanverðan Faxaflóa, frá Hvalseyjum suður að Seltjarnarnesi, Borgarfjörð, Hvalfjörð og Kollafjörð. Til rannsóknanna hafði hann, eins og í fyrra, mótorbát (olíubát, með 3 mönnum), og við Mýrarnar sjerstak- an leiðsögumann, því að þar eru leiðir mjög vandrataðar sökum skerja. Miklu minna varð vart við af

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.