Lögrétta

Issue

Lögrétta - 22.09.1909, Page 2

Lögrétta - 22.09.1909, Page 2
178 L0GRJETTA. Lögrjetla kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. hefði þá strax vikið Hansen frá. Það hefði fyrir löngu getað verið kunn- ugt orðið bæjarstjórninni, að hann var ófær til að hafa þessa umsjón með verkinu; t. d. hefur hann nú í heilan mánuð ekki látið sjá sig þar sem bæjarins menn hafa verið að vinna við þakningu skurðsins, heldur hefur hann sent O. V. Kjögx til að hafa eftirlit með sinni eigin vinnu, eftir frásögn verkstjóra bæjarins við skurðþakninguna. Þvílík frammistaðal Ekki veit jeg hvort það er satt, en heyrt hef jeg, að þeir Einar Finnsson og Gísli Finnsson hafi verið að rann- saka dýpt skurðsins að pípunum. Það er svo fjarri mjer, að hafa nokkuð á móti þessum mönnum, en einkenni- legt þykir mjer það, að bæjarverk- fræðingnum, sem áður er búinn að rannsaka þetta nokkuð, svo að bon- um hlýtur að vera orðið það kunn- ugt, hvar gallarnir eru, skuli ekki vera falin ransóknin; svo er hann launaður af bæjarsjóði og er skyldur til að gera þetta fyrir ekki neitt. Ekki eru það skólaembættisannir, sem hindra hann núna. En hvað er það þá, sem ræður? Guðrún Bj'órnsdóttir. Holdsveiliislæknafundiirinn i Noregi. Sæm. Bjarnhjeðinsson læknir er nýlega kominn heim úr för til Noregs, til þess að vera þar á holdsveikis- læknafundi, sem haldin var í Björg- vin. Þarna voru komnir saman holds- veikislæknar úr öllum heimi til þess að bera ráð sín saman og segja frá reynslu sinni. Holdsveikin finst ná- lega í hverju landi heimsins, en mjög mismunandi, og víðast hvar fer hún þverrandi vegna þess, að nú er al- staðar barist mjög á móti henni, og fundurinn taldi nauðsynlegt, að halda þeirri baráttu áfram af alefli og hins- vegar, að gera lækningatilraunir við sjúkdóminn, þar eð lfkindi væru til, að hann væri ekki ólæknanlegur, ef hann er tekinn f tíma. Það eru nægar sannanir til víðsvegar um það, að til eru meðöl, sem hafa að minsta kosti bætandi áhrif á sjúkdóminn. Þarna Voru fjórir læknar frá Japan, þar á meðal einn heimsfrægur, pró- fessor Kitasató, einn kínverskur, fjör- ugur og fyndinn náungi. Þessir menn töluðu ýmist þýsku eða ensku. Ar- mauer Hansen, aðalholdsveikislæknir Norðmanna og frægastur núlifandi holdsveikislæknir heimsins, var for- seti fundarins. Aðalskrifari og starfs- maður fundarins var yfirlæknir dr. Lie, og er hann einnig mjög nafn- frægur holdsveikislæknir. í byrjun fundarins var útbýtt meðal fundar- manna riti, en í því voru ritgerðir um útbreiðslu holdsveikinnar í heim- inum og sögu hennar á Norðurlönd- am: í Noregi, Svíþjóð, íslandi og Finnlandi. Sæmundur Bjarnhjeðins- son hafði samið lýsinguna frá ís- landi. Ritið er skrifað á Norðurálfu- stórmálunum þremur: ensku, þýsku og frönsku. Sæmundur Iæknir fór einnig um Danmörku, kom meðal annars á sýn- inguna í Árósum og lætur vel af henni. Ferðir Einars Heigasonar garftyrkiumanns. Einar Helgason garðyrkjumaður kom heim með „Sterling" úr utan- för sinni 13. þ. m. Hefur hann ver- ið á gróðrarstöðvum í Danmörku og á ýmsum fræræktarstöðvum þar og á sýningunni í Árósum. Sýningin hefur staðið yfir síðan í maf. Hún er bæði falleg og mikilfengleg, hef- ur kostað stórfje, en aðsókn að henni fór að verða svo mikil þegar á leið tímann, að útlit er fyrir, að það fje fáist inn. Framan af var aðsóknin of lítil. Búpenings- og gróðrarsýningar vöru og haldnar í Árósum, á svæði rjett hjá landssýningunni, nokkra daga í júlí. E. H. fór enn fremur til Noregs og var þar á gróðrarstöð landbúnað- arháskólansí Ási; þaðan fórhannnorð- ur á bóginn, til Lilleström, að skoða þúfnamyndun, sem þar er á engi við Glommen. Þúfurnar eru litlar, en sama eðlis og þýfi hjer í túnum. Annars þekkist ekki á Norðurlöndum annað eins þýfi og er hjer á landi. Eftir dvölina í Noregi og Dan- mörku fór Einar til ;. Hjaltlands og Órkneyja til að kynna sjer gróður- rækt þar. Loftslagið er þar ekki ó- líkt því, sem það er hjer á Suður- landi, rigninga- og stormasamt, sum- urin fremur hitalítil og mild vetr- artíð. Skógur er enginn þar á eyjunum, en trje eru allvíða í görðum; ekki eru þau hávaxin og gengur þeim illa að komast upp yfir skjólgarðana. Á einum stað á Hjaltlandi hefur enskur auðmaður byrjað á skógrækt upp á eigin reikning. Kornrækt er allmikil í eyjunum, en mestmegnis er það hafrar og nokkúð af byggi, en hvorki rúgur nje hveiti. Hafrarnir þroskast aldrei fyr en um mánaðamótin september og október, og í þetta sinn seinna, vegna óhagstæðrar veðuráttu í sum- ar. Ekki þykja hafrarnir eins góðir til manneldis og erlendir hafrar; þeir eru mestmegnis notaðir til fóðurs. Grasræktin byggist mestmegnis á fræ- sáningu; engjar eru litlar. Kartöflu- og rófnarækt er þar almenn og sömu- leiðis kálrækt. Kálið er notað til skepnufóðurs framan af vetri. Þessi kályrkja þekkist varla á Norðurlönd- um, en eyjabúar telja hana mjög hagkvæma. Sauðfjárrækt er mikil á Hjaltlandi. Innlenda fjeð er lítið vexti, en það er hraust og þolgott beitarfje. Þar eru og útlend fjárkyn stærri. Eyjabúar koma sjer upp dilkum til slátrunar undan innlendum ám og útlendum hrútum. Þeir verða stærri en dilkar, sem eru af innlendu kyni í báðar ættir. Verðmunur á haustin er sá, að fáist 7—8 shill. fyrir dilka alinn- lenda, þá fást 10 sh. fyrir kynblend- ingana. Hús eru að kalla öll úr steini bæði í bæjunum og eins upp til sveita. Stráþök eru almenn hjá smá- bændum, en annars eru þökin úr tígulsteini eða hellum; bárujárn er óvíða. Frú Sofía Rastrup ákvarðaði gras- maðk, sem E. H. hafði með sjer ut- an; hún sagði, að þessi tegund hjeti Charaeas graminis (Græsugle Ángs- mask). Þessi grasmaðkur gerir mik- inn skaða í Finnlandi. Til „Ing-ólfs“. Jeg ætla ekki að svara Garðari frekar. Hið nýja innlegg hans í 34. tölubl. Ingólfs er mestmegnis kvein- stafir og fúkyrði, er jeg læt mig engu skifta. Dálítið gaman að því, hvernig kaupmaður þessi misskilur Ifka reikn- inga íslands banka. En ritstjórn Ingólfs vil jeg segja það, að hvorki mjer nje öðrum mundi delta í hug að ámæla henni, þótt hún taki í blað sitt „kurteislega orð- aðar greinar" um hvaða mál sem er. En hún leggur þá annan mælikvarða í „kurteisi" en flestir aðrir, ef það er kurteisi, að segja í grein: „Jeg vil ekki að svo komnu leiða getur að því, hvað af þessum peningum verður", „en ástæða er til, að svip- ast nánar eftir þessum póstum, og leyfi jeg mjer að óska þess, að stjórn- arráðinu þóknist að hlutast til um að það sje gert". Það var einn úr stjórn Ingólfs-fje- lagsins, sem sagði við mig, að Garð- ar væri einn sá besti auglýsandi í blaðinu og þeir fyndu ekki ástæðu til að amast við ritverkum hans. Ritjóri Ingólfs segir; „Hvergi í veröldinni er litið svo á, að blað taki abyrgð á grein, er nafn er til- greint við". En þetta er stórkost- legur misskilningur. Heiðvirð blöð um allan heim eru eins vönd að efni greina með nafni sem nafnlaus- ra greina, því að þau skilja það, að £ j'íýpreníað er: Andvökur, I. og II. bindi, ljóðmæli eftir Stephan G. Stephansson. Grenjaskyttnn, eftir Jón Trausta. Sólskinsblettir, ferðakvæði, eftir Sigurð Vilhjálmsson. Smári, þrjú sögukorn. Þrjár sögur. Þættir úr íslendingasögn, 3. hefti, eftir Boga Th. Melsteð. Aðalútsala í bókaverslnn Arinbj. Sveinbjarnarsonar. blaðið útbreiðir óþverrann, þótt rit- stjóri þess eða eigendur sjeu ekki höfundar hans. Og fyrir hefur það komið hjer á landi, að prentsmiðju- eigandi var dæmdur fyrir prentun (útbreíðslu) á grein, er var þó með fullu höfundarnafni. Það er ekki jeg, fjehirðir bank- ans, sem bý til reikninga Lands- bankans, heldur þeir, sem aðalbók- haldið hafa, og bankastjórnin sjálf hefur nákvæmt eftirlit og nákvæman samanburð á öllum liðum þeirra. Að- dróttanir um óheiðarlega bókfærslu skella því öllu fremur á stjórn bank- ans og starfsbræðrum mínum heldur en á mjer. „Árásin" lendir á stofn- uninni í heild sinni. Jeg hef ekki varast það, að Ing- ólfsfjelaginu þætti það svo „óviður- kvæmilegt", þótt mjer hafi orðið það á, að nefna það brennivínsfjelag, eins og gert hefur verið í blöðum hjer löngu áður en jeg hef viðhaft það orð. Jeg hef hingað til jafnvel á- litið, að þeim mundi þykja vænt um þetta nafn, þar sern fjelagið er einmitt stofnað í þeim tilgangi ein- um, að vernda og viðhalda brenni- víni (— áfengi) í landinu, og kenna mönnum að drekka það í „hófi". Halldór Jónsson. M íjátiÉm til fiskimik Þrír menn druknuðu á Arnar- firði 7. þ. m. Þeir voru á siglingu og kollsigldu. Alls voru 4 á bátn- um, en einn komst á kjöl og var honum bjargað. Þeir 3, sem drukn- uðu, voru ungir menn og ókvæntir. „Vestri" frá 18. þ. m. flytur fregn- ina, en nefnir ekki mennina. Dáin er 8. þ. m. frú Soffía Ricter, kona fyrrum verslunarstjóra í Stykkis- hólmi Samúels Richters. Slys á Akureyrarhöfn. Þar drukn- uðu 2 menn aðfaranótt 7. þ. m. Fanst bátur þeirra á hvolfi þar á höfninni morguninn eftir. Mennirnir voru: Éiríkur Halldórsson á Veiga- stöðum og Jóhann Þórarinsson á Dálkstöðum. Bjarndýrskálfur var skotinn í Aðalvík fyrir sköminu. Halda menn, að hann hafi komist í land að hval- veiðaskipi eða selveiðaskipi, er farið hafi þar nærri á heimleið norðan úr höfum, segir „Vestri". Þingmaður Snæfellinga hefur verið að reyna að halda leiðarþing í kjördæmi sínu, en hefur óvíða getað fengið menn til að hlusta á sig. „Hann verður aldrei framar kosinn hjer í sýslu", segja Snæfellingar al- ment. Heilsuhælið. Nú í sumar hefur maður í Múlasýslu arfleitt heilsuhæl- ið að öllum eigum sínum — sem nema allmiklu fje. — Það á að vera minningarsjóður, til minningarum ná- kominn ættingja hans, er dó úr brjóst- veiki; skal verja vöxtunum til að greiða legukostnað fátækra sjúklinga, eins í senn. Þessi höfðinglyndi mað- ur vill ekki láta nafns síns getið. G. B. Slys. 21. þ. m. druknaði í Horna- fjarðarfljóti Guðmundur Jónsson bóndi í Þingnesi, hafði verið að reiða mat til fólks sfns á engjar. Hann var myndarbóndi, um fertugt. Lætur eftir sig konu og 5 börn. Úr Skaftafellssýslu er skifað: „ . . . Ekki bólar enn á þingmanni okkar Skaftfellinga til þess að halda leiðarþing. Að vísu eru okkur orðin að nokkru leyti kunn verk þingsins, svo merkileg sem þau eru. En það er ekki þingmanninum að þakka. Þó hefði hann sjálfsagt ekki látið loforð um leiðarþing standa neitt í vegin- um í fyrra sumar, þegar hann braust mest um til þess að ná þingmensk- unni og toldi aldrei heima fyrir föð- urlandsást og frelsishjali. En alt þetta er nú dottið úr sögunni hjá honum, eins og öðrum meirihiutþingmönnum. Erindið á þing mun aldrei hafa ann- að verið, en að vera með öðrum til þess að „sparka" í H. Hafstein. í sýslunnar þarfir hefur hann lítið eða ekkert unnið, því varla virðist hon- um þakkandi það, að tefja fyrir Rang- árbrúnni með atkvæði sínu um ófyr- irsjáanlegan tíma, og elcki heldur fyr- ir atkvæðið, sem hann greiddi með Thorefjelagstilboðinu alræmda, og lítill skörungsskapur virtist koma fram hjá honum, þegar rætt var um síma- línuna austur að Garðsauka, og var þó aðallega Iögð áhersla á það á þingmálafundum hjer, að fá síma hingað sem fyrst. Mönnum verður á að sakna Guðlaugs, þegar þeir at- huga íramfarirnar hjer í sýslu þau ár, sem hann sat á þingi fyrir hana. En Skaftfellingar mega sjálfum sjer um kenna og dugar ekki um það að tala hjeðan af, nema ef G. Ó. tæki það heillaráð, að segja af sjer þing- mennsku. Skaftfellingur". Reykjavík. Björn Sigurðsson kaupm. frá Khöfn er nýkominn hingað til bæj- arins. Nýr kvöldskóli. A öðrum stað hjer í blaðinu er auglýsing um nýj- an kvöldskóla. Þessir þrír ungu menn, sem til hans stofna, eru allir Þingeyingar, sem dvalið hafa á skól- um erlendis um 3-gja ára skeið. Allir hafa þeir stundað nám við lýðháskólann í Askov, kennaraskól- ann þar og kennaraháskólann í Kaupm.höfn (Statens Lærerhöjskole). Þar hefur einn þeirra (Björn) einkum stundað Ieikfimisnám. Annar (Jónas) hefur dvalið langvistum á þýskalandi ög Englandi (í Ruskin College í Ox- ford). Eru þeir nýkomnir til bæjarins og kenna að líkindum við ýmsa skóla hjer í vetur. Ráðherra er kominn fyrir nokkr- um dögum úr Kjósarvistinni. Lagaskólinn. Um aukakennara- starfið þar sækja 5 ungir lögfræð- ingar: Björn Þórðarson, Bogi Bene- diktsson, Jón Kristjánsson, Magnús Guðmundsson og Magnús Sigurðsson. ísl. banki. Þórður J. Thoroddsen gjaldkeri fer frá bankanum 1. des, næstk. Vatnsveitan. Höf. greinarinnar um hana biður þess getið, að hún hafi átt að koma í síðasta blaði. Barnaskólinn. Kennarastöðurnar nýju tvær við barnaskólann eru veitt- ar frk. Laufeyju Vilhjálmsdóttur og frk. Þóru Friðriksson. Landsbankinn. Sagterað um banka- stjórastöðurnar sæki: Björn Krist- jánsson kaupm , Björn Sigurðsson kaupm., Einar Jónasson málaflm., Gunnar Hafstein bankamaður í Khöfn, Halldór Jónsson bankagjaldkeri, Hann- es Þorsteinsson ritstjóri, Tr. Gunnars- son bankastjóri, Valtýr Guðmundsson háskólakennari. Forstöðumaður samábyrgðar á fiskiskipum, sem stofnuð er með lögum á síðasta alþingi, kvað Jón Gunnarsson verslunarstjóri frá Hafn- arfirði eiga að verða með 3500 kr. árslaunim. Jjörn Xristjánsson, landsjóðurinn og sannleikurinn. Björn alþm. Kristjánsson neitar því harðlega í síðustu ísaf., að hann hafi tekið úr lnndsjóði kaup fyrir fylgd sína við ráðherra í utanlandsförinni í sumar. Á öðrum stað hjer í blaðinu er talað um, að hann muni þó hafa hafið eptir heimkomuna 4—500 kr. úr landsjóði, og Lögr. hefur heyrt, að þetta hafi verið borgað af íje því, sem veitt er »til við- skiftaráðanauta«. Því er þá B, Kr. að neita? Átti þetta að fara leynt? Eða neitar hann bara til þess að sýna sannleikanum fyrirlitn- ingu ? Veikíndi ráðherra. Það hefur Lögr. víða heyrt, að greinin í síð- asta tbl.: „Nokkrar spurningar", þykir vera orð í tíma töluð. ísaf. minn- ist hennar og finst hún svo nálcvæm, að hún heldur, að hún hljóti að vera skrifuð af lækni, en svo er þó ekki. Það þarf ekki læknisauga nje lækn- isvit til þess að sjá merki þess sjúk- leika, sem þar er lýst. ísaf. Einar veinaði oft og bar sig illa yfir því, að þurfa að halda upoi svörum fyrir ráðherra. En nýi rit- stjórinn ber sig enn ver og hrín há- stöfum, enda er það ekki „barna"- meðfæri, að eiga að verja gerðir ráð- hetra. Honum er lítil vörn í því, þótt ritstjórinn spreyti sig á að geta upp á, hver skrifað muni hafa þessa og þessa greinina, í stað þess að svara þeim með einhverjum rökum. ísland erlendis. Dáinn er í Altona á Þýskalandi 19. f. m. Einar Bessi Baldvinsson, sonur Baldvins Einarssonar útgefanda „Ármanns á alþingi". Einar var á 79. ári, háfði lengi verið embættis- maður í Altona, en var upp alinn um tíma hjer á landi. Hann var hjer { kynnisför í fyrra sumar, ásamt syni sínum, Baldvin að nafni, sem hefur embætti á stjórnarráðsskrifstofu í Berlín. Þeir eru náskyldir Páli borgarstjóra hjer. „Ársafmælið“. Svo kallaði sonur ráðherrans grein, sem hann skrifaði í ísaf. 8. þ. m., gleiðyrta og barnalega áskor- un til Reykvlkinga um að bæta deg- inum 10. sept. inn í tölu dátíðisdag- anna. Það átti að verða minningar- dagur ráðherrans og þjóðhátíðardagur loddaranna, sem ljeku blekkingarleik- inn síðastliðið ár í sjálfstæðismálinu. Það átti að flagga um allan bæ, og svo átti að halda átveislu um kvöldið. En greinin, höfundurinn og blaðið urðu að athlægi. Menn fengust ekki til að flagga, og ekki til að jeta heldur. Isafoldarflaggið blakti ein- manalegt, vandræðalegt og skömm- ustulegt á stöng sinni, og það var hlegið að því alt í kiing, en dindil- menni ráðherra trítluðu um bæinn niðurlút og flóttaleg og báðu menn að flagga, en fengu: nei. „Reykja- víkin" hefur hirt ísaf. og „ráðherra- barnið" maklega fyrir þessa grein. En undirtektir almennings undir á- skorunina eru þó naprasta hirtingin. Lögr. hefur borist svohljóðandi grein um þetta: „Herra ritstjóri! Jeg var eldheitur þjóðræðismaður, landvarnarmaður og sjálfstæðismað- ur. Jeg mætti á bændafundinum og stakk upp á því að ganga inn í þinghúsið Og varpa þingmönnum, einkum þó ritstjóra „Þjóðólfs", út um gluggann, eins og gert var f Böhmen forðum. Jeg hamaðist á móti sambandslagafrumvarpinu og jeg fagnaði mjög sigri okkar í Reykjavík í fyrra 10. september, þegar þeir dr. Jón og einkum Magn- ús Blöndal „mukuðu" hinum í burtu. Jeg var fyrstur otan á bryggjuna á páskadagskvöldið, þegar ráðgjafinn minn steig á land; það var stoltur dagur í lífi mínu; það var mjer ó- útmálanleg unun að sjá hann ganga loðkápuklæddan og nýrakaðan upp bryggjuna, eftir að hafa sagt »dönsku mömmu" til syndanna; það var jeg, sem æpti: lengi lifi ráðgjafinn nýi! Þjer getið af þessu sjeð, hvort jeg muni ekki hafa orðið glaður, þegar jeg las þessa áskorun frá hinum unga og efnilega ráðgjafasyni í ísa- fold 8. þ. m.: „Það er því áskorun vor til allra þeirra íslendinga er unna frelsi lands síns, að minnast sjálfstæðismorgunsins í fyrra og láta sjálfstæðismerki þjóð- arinnar blakta hátt við himin á árs- afmælinu þ. 10. sept." Þegar jeg las þessa vel orðuðu á-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.