Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.10.1909, Blaðsíða 2

Lögrétta - 20.10.1909, Blaðsíða 2
194 L0GR.T ETl A. Lögrjetta kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk pess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á fslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Landsbankaveitingin. (Aðsent). Síðan jeg byrjaði búskap minn, hef jeg altaf skift við Landsbankann. Jeg hef haft þá skoðun, að landsmenn ættu að styðja þann bankann, sem er eign landsins, fremur en banka, sem út- lendir auðmenn eiga, enda hjálpaði Landsbankinn okkur sveitabændunum fljótt og vel með lánum, þegar við vorum fyrst að kaupa skilvindurnar og koma upp rjómabúunum. Okkur er því mörgum hlýtt til Landsbankans, og þótti leitt að frjetta af ofsóknum ráðherrans gegn bank- anum í vetur sem leið. En þó fór skörin „ fyrst upp í bekkinn", þótti okkur, þegar sú fregn barst hingað, að bankastaðan væri veitt Birni kaup- manni Kristjánssyni. Það er í augum okkar, sem unn- um bankanum, beinlínis voðalegt fyr- ir landið, að Björn Kristjánsson og Björn Jónsson, fyrv. ritstj. ísafoldar, skulu nú vera orðnir hæstráðendur Landsbankans. Árið 1901 lögðu þeir báðir fram alt sitt kapp til þess, að stofnaður væri útlendur hlutabanki, en Landsbankinn lagður niður. Síðan hafa þeir ritað í ísaf. sífeld hnjóðsyrði um Landsbankann, en aldrei nokkurt hlýtt orð, og ennþá hafa þeir ekki sýnt nokkurn vott þess, að þeir hafi breytt skapi gegn hon- um, heldur hafa þeir með stöðug- um ofsóknum frá því á síðasta þingi sýnt, að þeir eru enn sömu menn- irnir. Auðvitað kemur Björn ráðherra fram, en hefur „Björn bróður að baki". Það má segja, að „ógæfu íslands verði alt að vopni", þar sem rás viðburðanna hefur snúist svo öfugt, að þeir tveir menn skuli nú verða æðstu ráðamenn Landsbankans, sem fyrir fáum árum sýndu honum full- komið banatilræði. Með frjettinni um bankastjórnar- veitinguna kom það kvis, að þeir Birnirnir væru strax farnir sín á milli að sjóða graut, eða sambræðslu, úr íslands banka og Landsbankanum. En þótt það kunni að vera orðum aukið, þá verða allir Landsbankans vinir að standa á verði, til þess að verja sinn banka, því af þessum yfir mönnum er ekki hægt að búast við neinu góðu í garð bankans, eftir framkomu þeirra að dæma síðustu 8 árin, einkum þegar lítið er til áranna 1901 og 1909. Gamall viðskiftamaður Landsbankans. Önðungasvik. Símað er frá Khöfn í gærkvöld: »Alkunnasti andamiðill Pýska- lands, Abbend, hefur orðið uppvís að svikum og situr nú í fangelsiv. Sjálfsagt er Abbend þessi marg- lofaður dýrðarmaður og dásemdar- verkafrömuður í andatrúardálkum ísaf. frá undanförnum missirum. iBabylon. Þar eystra er altaf verið að grafa upp gamlar bækur, en það eru leir- skífur með letri, bókasöfn frá forn- öld, sem vísindamenn lesa nú orðið fullum fetum. Menn hafa meðal annars fundið lagabók Babyloníurik- is frá dögum Abrahams, en sú laga- bók er um 500 árum eldri en Móse lög. Þar eru setningar, sem finnast orðrjettar í Móse lögum. Elstu ritin þarna eru ekki á Babylonsku, heldur máli, sem heitir Sumeriska og kvað vera Iíkast Kínversku. Saga kvað hafa fundist þarna mjög lík syndaflóðssögunni í biblíunni, en þó ekki eins, ög ætla menn, af mál- inu, að sú saga sje skrifuð á dög- um Abrahams. lanðvarnarmálið ðanska. J. C. Chirstensen segir af sjer. Símað er frá Khöfn í gærkvöldi: „Holstein greifi, forsætisráðherra, hefur tekið að sjer landvarnaráðherra- embættið". J. C. Christensen hefur þá sagt af sjer, eins og hann hefði sagst ætla að gera, þegar samkomulag væri komið í kring um landvarnar- málið. Grimdarverkin í Marokkó, Þar hafa verið þrætur um ríkis- erfðir. Soldán fjekk seint í sumar yfirhönd yfir mótstöðumaíini sínum, Bu Hamara, og Ijet flytja hann og helstu höíðingjana, sem fylgt höfðu honum að málum, til höfuðborgarinn- ar Fez. Þar var hegningin sú, að höggvin var af hverjum um sig hægri hönd og vinstri fótur. Soldán horfði sjálfur á þetta og fjöldi manns. Hljóðfæraflokk hafði soldán þar og ljet leika lög á meðan böðullinn hjó. Fulltrúar stórveldanna settu ofan í við soldán fyrir þetta og reiddist hann því stórlega, kvaðst hafa sýnt mikla mildi, þar sem mennirnir hefðu allir unnið til lífláts. Og rjett eftir viðtalið við stórveldafulltrúana ljet hann kasta Bu Hamara fyrir ljón í dýragarði sínum og horfði sjálfur á það, ásamt konum sínum, hvernig hann var þar limlestur. Áður hann dó, Ijet þó soldán tvo Svertingja taka hann og skjóta. Frá Khöfn er símað í gærkvöld: „Útlit fyrirstjórnarbyltingu í Grikk- landi; megn óvild rikjandi til kon- ungsættarinnar". Það er Kríteyjarþrætan, sem er orsök til þessara óeirða. Stjórnarskifti eru nýlega afstaðin á Grikklandi. Rhally stjórnarformaður þótti utan Grikklands koma hyggilega fram í Kríteyjarmálinu. En ráðandi mönn- um í gríska hernum þótti hann alt of vægur í garð Tyrkja. Seint í ágúst gerði herinn uppþot og var samið ákæruskjai gegn Rhally í mörg- um greinum, en uppþotsmenn settust í vígi á hæð skamt frá Aþenu. Rhally sendi borgarstjórann út til þeirra til þess að semja við þá, en neitaði að fara eftir kröfum þeirra. Samkomu- lag náðist ekki og Rhally lagði þá niður völd. Mauromichalis heitir sá, er þá tók við völdum, og gerði hann einn af helstu foringjum uppþots- manna að hermálaráðherra og lofaði, að ganga að kröfum hersins. Ein at þeim var sú, að prinsarnir skyldu fjarlægðir frá hernum, og fyrst og fremst krónprinsinn, því hann kvað vera illa þokkaður af Grikkjum yfir- leitt, en útlendur herforingi yrði feng- inn til að koma nýju skipulagi á herinn. Ennfremur var krafist, að herinn yrði aukinn, ný herskip bygð o. s. frv. En ti! þess að standast kostnaðinn átti að lækka hirðeyri konungs, afnema ýms embætti o. s. frv. Þingið var kallað saman í sept ember. Konungi fjellu illa tiltektir hersins, og var sagt um tíma í haust, að hann mundi afsala sjer konung- dómi, ef hinu sama færi lengi fram. ísland erlendís. Cíunnar Hafstein áður bankafull- trúi við Landmandsbankann í Khöfn er nú orðinn bankastjóri við Færeyja- bankann. Það kvað vera betri staða en bankastjórastaðan við Lands- bankann. Jón Trausti. Sagan hans „Halla" er nú komin út í danskri þýðingu, gefin út af Hagerups bókaverslun í Khöfn. Útgáfan er vel vönduð og framan á kápunni er mynd af ís- lensku sveitaprestssetri, sem höfundur sögunnar hefur gert frumdrættina að. Þýðingin er eftir frú Helgu Gad, dóttur Júlíusar Hafsteins amtmanns, og er vel gerð. 1 Talsími 142. Talsími 142. VERSLUNIN dagsbrm HVERFISG. 4. RVÍK. Góðar vörur. Sanngjarnt verð. "Vefnaðarvörur af öllum teg., nýjar, góðar og ódýrar. Ii.læönaöur handa konum, körlum og börnum. Margt fallegt handa kvenfólki. Fyrir ísl. hiiiiiug: slifsi, silki í svuntur, milliverkabrjóst 0. fl. Fyrir kjólhiiuíug: hálsskraut margs konar, belti, spennur, hattprjónar, hárkambar. Ilúar, liattar, storinslör. Ilanskar úr skinni, silki og ull, mikið úrval. Drriiífjaiieysur, mikið úr- val, allar stærðir. I.ríkfimís- skyrtur, peysur og belti. Ilattar, harðir og linir. ■ Inskar Iiúfur frá 0,55 — 3,35, hvergi meira úrval nje ódýrara. .Sklnnliiifiir frá 2,10—16 75. Reg'iivorjur fyrir konur og karla, kápur og regnhlífar. Ilálslin, manclietskyrt- ur mislitar og hvítar, slifsl 0. m. fl. fyrir karlmenn. Flibba, sem má þvo með svampi, mjög hentuga og end- ingargóða, margar gerðir fyrir karla og drengi. LeKgin^ar, blúiidur 0 fl Resta sauinastofan f bæn- um fyrir kvenfólk. Og margt er fleira gott og smekklegt í Dagsbrún. læknar og Ijósmæður. Það er rjettilega tekið fram í Ing- ólfi 23. f. m,, þar sem fundið er að gerðum bæjarstjórnarinnar fyrir það, að nema burtu ljósmóðurstyrkinn, sem Sesselja Ólafsdóttir hefur notið undanfarin ár, enda er jeg viss um, að bæjarstjórnin hefði sint beiðni Sesselju, ef nægileg skýring um rjett- mæti hennar hefði fylgt umsókninni. Neitun sumra bæjarfulltrúanna var bygð á því, að það væri brot á lög- unum, að veita þennan styrk, því að í þeim er svo fyrir mælt, að skipað- ar ljósmæður þessa bæjar skuli kost- aðar af almannafje nokkra mánuði á fæðingarstofnun Kaupmannahafnar, en Sesselja hefur aldrei fengið slíka Iöggildingu, en hún hefur þar á móti gegnt ljósmóðurstörfum nú í 23 ár, og hjer í bænum hefur hún tekið starfið að sjer fyrir beiðni fyrverandi hjeraðslæknis Gi Björnssonar land- læknis, og fyrir hans tilstilii fjekk hún þennan umrædda styrk, IOO kr., sem var sú þóknun, sem hinar skip- uðu ljósmæður höfðu þá. Landlæknir hefur því álitið þekkingu hennar full- nægjandi og hana fullgilda ljósmóður hjer í bænum, sem ætti að hafa sömu þóknun fyrir sitt starf eins og þær skipuðu ljósmæður. Sesselja hefur nú í 7 ár gegnt hjer ljósmóðurstörfum með stakri alúð ogsámviskusemi, hún hefur áunnið sjer traust þeirra, sem hennar hafa vitjað, og engu minna verið notuð en lög- skipuðu Ijósmæðurnar; enda má fara nærri um það, að landlæknir hefði ekki falið henni starfið, ef hún hefði ekki verið því vaxin. Það er annars ettirtektavert, að það skuli styðjast við lög, að ljós- mæður Reykjavíkur skuli kostaðar af opinberu fje til að afla þeim víðtæk- ari þekkingar á ljósmóðurstörfum en starfsystrum þeirra út um landið er ætlað að hafa. Hjer í Reykjavík þarf engin kona að missa lífið fyrir skort á hjálp, þar sem læknis er hægt að vitja eftir 10—15 mín. Það er eitthvað annað uppi í sveit, þar sem oft er ómögulegt að ná til læknis undir þeim kringumstæðum, svo að kona og barn má deyja drotni sínum í höndum ljósmæðranna, sem oft standa ráðþrota af þekkingarleysi, og má geta nærri, hvaða kvöl það má vera fyrir þær og alla, sem þurfa að horfa upp á það og geta enga hjálp veitt. Mundi það ekki vera hugsan- legt, að krafa þjóðarinnar um aukinn læknafjölda sje einmitt sprottin af tilfinnanlegum skorti á dugandi ljós- mæðrum? Svo mikið er víst, að jeg varð þess vör meðan jeg var í sveit- inni. En það borgaði sig betur fyrir þjóðina að kosta meiru til ljósmóður- námsins, heldur en að fjölga lækna- embættunum. G. Björnsdóttir. Riðlun í ráðherraliðinu. í 47. tbl. Lögr. var sett fram sú spurning, hve lengi ætti að þola ráð- herrann. Og það var spurt, hve margir menn af þingflokknum, sem studdi hann til valda, vildu nú taka á sig ábyrgðina á framkomu hans yfirleitt. Enginn hefur risið upp til þess að lýsa ánægju sinni með stjórnina. Én forsetar þingsins hafa staðið upp og svarað. Kristján Jónsson dómstjóri, forseti efri deildar, sagði sig í síðastl. viku úr miðstjórn stjórnarflokksins. Höf- uðástæðan til þess er án efa fram koma ráðherra gegn Landsbankan- um, hinar heiftarfullu árásir hans á bankann í vetur sem leið og aftur nú, sem líst hefur verið hjer í blaðinu. Hannes Þorsteinsson ritstjóri, for- seti neðri deildar, ritar í „Þjóðólf" á föstudaginn var um Thoresarr.ning- inn og finnur að honum líkt og minnihlutablöðin. Flækju ráðherra- blaðsins til varnar fjárlagabrotinu mótmælir hann. Skúli Thoroddsen, forseti samein- aðs alþingis, ritar í síðastl. viku í „Þjóðviljann" og vill fara að krefja ráðherra til sagna um frammistöðu bans í sambandsmálinu eftir að þingi sleit. Þetta er alt í rjetta átt. En þeir verða að taka betur í taumana. Þeir eiga að sýna ráðherra, að hann hafi ekkert fylgi, sje óhæfur til að gegna embættinu, og heimta af honum, að hann fari. Því ábyrgðin á vali hans er hjá þingflokknum, sem studdi hann til valda. M íjátiÉm til iiia. Úr Mývatnssveit er skrifað 10. f. m.: „Þá má heita komið að heyskapar- lokum, enda gras fölnað og fallið fyrir frosti og sunnanvindum. Sutnarið óþurkasamt, einkum ágúst- mánuður. Þótt skin væri að morgni, þá dró vanalega upp útsunnanbliku, þegar fram á daginn leið, og skelti niður skúrum áður en kvöld var komið. Kom þá oft ofan í hálfþurt eða alþurt hey, skemdi það og tafði fyrir heyskapnum. Margir, sem halda ennþá við trú „gamla fólksins", áttu von á umskiftum og bata með höfuð- degi eða Egedius. Enda brást það eigi; báðir dagarnir góðir og upp úr þeim þurkar, að vísu nokkuð van- gefnir, en þó svo, að nú má heita búið að hirða alt, eða ætti að verða í dag, því að nú er logn og blíða, sólskin og inndælis þerrir. Yfirleitt verður heyfengurinn mikill. Sláttur- inn byrjaði fyr en nokkru sinni áður (með júlí eða fyr), grasvöxtur á tún- um góður, á flæðiengi ágætur, en á harðvelli og hálfdeigjum í meðallagi og sumt betur. Fyrningar allmiklar frá hinu fyrra, góða ári, svo hey ætti að verða með mesta móti. Heilsufar gott í hjeraðinu. Verslunin þung á fótinn, einkum af því menn skulda svo mikið. Ull komst samt í gott verð. Von um fjártöku verður betri en í fyrra. Um 2500 sauðir eiga að flytjast út frá Húsavík (væntanl. í þ. m.), og eru þegar seldir á 14 aura pundið af lif- andi þunga heimavigtað. Útlit fyrir að fje verði vænt. Veturgömul ær lagði sig (fyrir 2 dögum) á 47 pd. kjöt, 13 pd. mör. Fiskafli sagður góður nú á Húsa- vík og síldarafli". Norðanstorniar voru allan síðari hluta næstl. viku. Hjer syðra var þó veður aldrei mjög hvast, en hafði verið það fyrir norðan og vestan. „Ceres", sem átti að koma hingað 12. þ. m., lá í þeim veðrabálki undir Þórðarhöfða í Skagafirði og gat ekki fengið afgreiðslu á Sauðárkróki vegna brims. „Flóra" var á suðurleið fyrir Norðurlandi. Spurðist ekkert til henn- af frá því á mánudag og þar til á sunnudagskvöld, og kom hún þá inn á Patreksfjörð; hafði hrakið langar leiðir vestur í haf og eitthvað lask- ast í stórviðrunum og mist bátana. Hún átti að koma til Isafjarðar og hjelt þangað frá Patreksfirði. I)áin er aðfaranótt 12. þ. m. frú Ida Halldórsdóttir, kona sjera Krist- ins Daníelssonar á Útskálum, en dótt- ir Halldórs yfirkennara Friðrikssonar, fædd 2. júní 1850, merk kona og vel látin. Hún varð bráðkvödd í svefni. Síminn til Iíolungavíkur var fullgerður 7. þ. m. Bókafregn. H u 1 d a: Kvœdi. Rvík. Kostnaðarm.: Sigurður Kristjánsson. 1909. Þingeyska skáldkonan Hulda (Unn- ur Benediktsdóttir) hefur nú gefið út allstórt safn af kvæðum sínum. Mörg af kvæðum þeim, sem í bókinni eru, eru almenningi áður kunn úr blöð- um og tímaritum. 1902—1903 fóru að birtast kvæði eftir Huldu í blöðunum og vöktu þá allmikla eftirtekt, sem þó ekki var síst að þakka því, að um leið frjett- ist, að „Hulda" væri ung sveitastúlka, algerlega sjálfmentuð. Þótti mörgum það furðu sæta, hve smekkleg og lagleg þessi kvæði voru, og þar sem skáldkonan varung, bjugg- ust ýmsir við, að hjer mundi birtast ný, meiriháttar stjarnaí bókmentunum. Þess verður ekki dulist, þegar mað- ur les bók þessa, að þær vonir hafa ekki verið sem haldbestar; maður verður ekki var við neina framför í þessari bók frá fyrstu kvæðum skáld- konunnar. Þvert á móti endurtekur hún sjálfa sig svo víða, að lestur bók- arinnar verður næstum því þreytandi. Og þar er heldur ekki um neina stóra, skapandi skáldgáfu að ræða. Hvorki form eða hugsun kvæða hennar hef- ur neina nýung að flytja, þegar mað- ur tekur undan tvö eða þrjú kvæði, sem hún hefur ort út af íslenskum vikivökum og þulum. Hins vegar eru flest kvæðin sljett og lagleg og stórlýtalaus. Tilfinningar og draumar eru helstu yrkisefni skáldkonunnar, veikar, hvarfl- andi kvennaþrár og draumar, sem að minsta kosti fara fyrir ofan garð og neðan hjá flestum karlmönnum. Slíkt getur auðvitað verið yrkis- efni, sem náð getur til allra, og er það hjá sumum stærstu skáldkonun- um, t. d. ítölsku skáldkonunni frægu, Önnu Vivanti. En hennar list hef- ur Hulda ekki til brunns að bera, sem heldur er ekki von. Það vantar hinn lifandi neista í þessi kvæði hennar, sem borið geti þau uppi. Það eru einhver heima- haga-álög yfir þeim, svo ilt er að gera sjer grein fyrir svipnum. Fengi skáldkonan víðtækari lffs- reynslu og stærri sjóndeildarhring, gæti þetta ef til vill lagast. Því það er eins og manni finnist, þrátt fyrir alt, að hjá henni sjeu einhverjir bundnir kraftar, einhverjir fuglar í búri, sem myndu fá fegurri rödd og frjálsara flug, ef búrið væri opnað. Hinc illæ lacrimæl — Þaðan þess- ar veiku, óljósu þrár, sem eru stöð- ugt yrkisefni skáldkonunnar. í kvæðinu „Ljáðumjer vængi" hef- ur henni aðeins tekist að ljá þeim hið fasta, hreina form listarinnar. Það er gullfallegt kvæði, ogsjerstakt í sinni röð f íslenskum Ijóðakveðskap. Jeg tek það hjer upp:

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.