Lögrétta - 20.10.1909, Blaðsíða 3
L0GRJETTA,
195
i^ÚTSALAN
í versl. „Kaupangur" "7|iy
heldur emi áíram.
Par er úr miklum og ódýrum vörum að velja.
Hver, sem þangað kemur, fer ríkarí en
hann kom.
Sleppið ekki tœki\œrinu.
Slik boð fási ekki á hverjum degi.
Overgaden n. Vanden 15.
Talsími 1<>50.
Kjöbenhavn.
Desimal-
búða- og-
skála-
vogir,
„Grágæsamóðir
ljáðu mjer vængi“
svo jeg geti svifið
suður yfir höf.
Bliknuð hallasl blóm í gröf,
byrgja ljósið skuggatröf;
en jeg hlýt að eiga töf
eftir á köldum ströndum,
ein jeg stend á auðum sumarströndum.
Langt í burt jeg líða vil
ljá mjer samfylgd þína!
Enga vængi á jeg til
utan löngun mína.
Lof mjer við þitt Ijetta fley
lítið fara að binda;
brimhvít höf jeg óttast ei
eða stóra vinda.
Okkar bíður blómleg ey
bak við sund og tinda,
bak við sæ og silfurhvíta tinda.
Eftir mjer hún ekki beið, —
yst við drangann háa
sá jeg hvar hún leið og leið
langt í geiminn bláa,
langt í geiminn vegalausa bláa.
Það er hressandi hreinleiki og feg-
urð yfir þessu kvæði og það, og fá-
ein önnur kvæði, munu halda nafni
Huldu á lofti, þótt henni auðnist aldr-
ei að nema hina „blómlegu ey, bak
við sæ og silfurhvíta tinda", sem hana
hefur dreymt um.
Jeg fæ þess ekki dulist, eftir lest-
ur bókarinnar, að jeg er lítt trúaður
á, að hún nemi það land, — en fyr-
ir það skal jeg þó ekki synja, ef Hf-
ið verður gott við hana. Mjer finst
sem sje, þegar á alt er litið, að hún
ætti það næstum því skilið.
Jónas Gudlaugsson.
Samsæri í Montenegró.
Um síðastliðin mánaðamót komst
upp samsæri í Cettinje, og var ætl-
un samsærismanna, segja símskeyti
þaðan, að setja íurstann frá völdum,
en koma Daníló prinsi til valda, og
að myrða ráðherrana. Um 20 menn
höfðu verið í samsærinu, en flestir
þeirra komust undan á flótta, er alt
varð uppvíst, og inn í Albaníu.
Lögfræðislegar leiðbeiningar.
Kennarar lagaskólans byrjuðuá því
í fyrra, að veita almenningi vissa
daga lögfræðislegar leiðbeiningar ó-
keypis í lagaskólanum. Þessu halda
þeir áfram í vetur komandi og geta
menn leitað til þeirra í þeim erind-
um i. og 3. laugardag í hverjum
mánuði, kl. 7—8 síðd.
Þetta er þarflegt og getur án efa
komið mörgum vel. Lögr. vill benda
mönnum á að nota sjer það.
gj^T“ Viðskiftin við versl.
Kaupangur aukast daglega.
Þar versla hygnustu liii-
mennirni 1* og bákon-
urnar.
Fylgið þeirra dæmi.
Nokkrar leiðrjettingar
við ísaf.
Indriði Einarsson skrifstofustjóri,
sem sagði af sjer formenskunni í
bankaransóknarnefndinni, þegar nýja
árásin hófst, hefur verið að neita
því í ísaf., að hann hafi sagst álíta
ransókninni lokið og að hann vildi
ekki meira við hana fást. — Það
voru meðhaldsmenn bankans, sem
höfðu þetta eftir honum, og það þarf
enginn að rengja, að við þá hafi
hann talað í þessa átt, þótt hann
vilji ekki við það kannast fyrir ráð-
herra.
Ráðherra lætur bullakoll sinn bera
það fram í ísaf. á laugardaginn, að
allar ofsóknirnar, sem landsbankinn
hefur orðið fyrir síðan B. J. skreið í
valdasætið í vetur sem leið, stafi frá
heimastjórnarflokknum, en ekki frá
ráðherra.
Kristján Jónsson dómstjóri, annar
gæslustjóri Landsbankans, er þá ný-
búinn að segja sig úr stjórnarnefnd
ráðherraflokksins einmitt vegna árás-
anna á Landsbankann.
Það væri skrftin hefnd, ef eitthvað
væri satt af því, sem ráðherrablaðið
segir um málið.
Thorefjelagið er aldanskt fjelag,
eins og Sam. gufuskipafjel. Samt
lætur ráðherra blað sitt hjer heima
kalla það í ámœlis skyni Dana-
vináttu, að vera á móti hinum miklu
hlunnindum, sem hann hefur veitt
fjelaginu. En í Khöfn neitar hann
sjálfur miklu betra samgöngutilboði
frá þýsku fjelagi, en semur við danska
fjelagið. Það kallar hann auðvitað,
þegar hann er í Danmörku, lofsverða
Danavináttu.
Björnstjerne Björnson. Nýtt
leikrit er nýlega komið út eftir hann
og heitir „Naar den ny Vin blomst-
rer“. Hann er nú 77 ára gamall í
haust.
Fólksflutningaskip brann í síðastl.
mánuði á leið frá Suðurafríku til
Ástralíu. Það hjet „Waratah" og
með því voru 300 manns, þar á
meðal allmargir Skandínavar. Menn
fóðurmjel
er ódýrast og best í versl.
Kaupangur.
vita enn eigi annað en að allir hafi
farist.
Cook orðin auðmaður. Hann
hefur gert samning um fyrirlestraferð
og fær fyrir hana að minsta kosti
900 þús. kr., en ef vel gengur allt
að helmingi meira.
Klukkan 24. Við símana í Sví-
þjóð hefur nú verið breytt klukku-
tímatalinu þannig, að menn telja
tímana í hverjum sólarhring áfram
upp að 24, en ekki til 12 á hverju
dægri. Kl. 1 síðd. verður þá kl. 13,
o. s. frv., en kl. 12 um miðnætti
kl. 24. — Þetta timatal er áður
komið á í ýmsum löndum, svo sem
ítaliu, Rússlandi, Finnlandi og víðar.
Skat Rördam Sjálandsbiskup er
dáinn og var jarðsettur 1. þ. m.
Hann var 77 ára gamall og hafði
verið biskup 14 ár. — Dönsk blöð
gera ráð fyrir, að hjer eftir verði
biskupsdæminu skift í tvent. Þó er
nú sagt, að embættið eigi að veit-
ast óskift P. Madsen háskólakennara
í trúfræði.
Ljettasta Flugvjelin er 240 pnd.
Hún er nýgerð af fransk-brasiliskum
flugmanni frægum, Santos Dumonte.
Þó hefur þessi vjel 30 h. a. mótor.
Burðarflöturinn er 96 ferfet. Til sam-
anburðar má geta þess, að Wrights
flugvjelin er um 1000 pnd. og burð-
arflötur hennar 570 ferfet. Þessi
nýja, ljetta vjel heitir “La demoi
selle" og kvað vera óvenjulega hrað-
fara. Dumonte flaug nýlega á henni
U/8 dnsk. mílu á 5 mínútum, og er
það sama sem 13 mílna ferð á kl.t.
Segul byijir. Kvöldið 25. f. m.
urðu menn til og frá um heim varir
við truflanir á frjettaþráðasamböndum.
Ritz. Bur. flutti daginn eftir þessa fregn
frá Lundúnum: „Rafmagnsstraumur
truflaði í gærkvöld frjettaþráðasam-
böndíEnglandi og Ameríku. Um tíma
varð ekkert skeyti sent til fjarlægra
staða frá Lundúnum". Og frá Monte-
video í Suður-Ameríku: „í Uruguay
urðu menn í gær varir við sterkan
rafmagnsstraum, sem truflaði frjetta-
þræðina". Frá St. Pjetursborg var
símað: „í gær sáust hjer norðurljós,
og sömuleiðis í Lívlandi".
Menn segja, að þessir rafmagns-
straumar standi í sambandi við sól-
blettina, komi ætíð þegar sólblett-
irnir sjeu margir.
Snijörv ersíun in
Laugaveg 22
hefur fengið með s/s „Sterling":
Ljúffengt nýtt Margarine á 43
aura pr. pd. Príma dönsk egg stimpl-
uð. Fínasta teg. plöntufeiti á 45 a.
pd. og Svínafeiti á 42 a. pd. Besta
ísl. smjör á 80 aura pr. pd.
Talsími 284.
Hjörtur A. Fjeldsted.
Reykj avík.
Thorefjelagssamningurinn. Um
hann kemur ítarleg grein í næsta blaði.
Norski konsúllinn nýi, hr. Klin-
genberg, kom hingað með „Vestu“
og sest hjer að.
Sigurður Sigurðsson búfr. kom
heim í síðastl. viku úr ferð fyrir
Búnaðarfjel. íslands um Norðurland,
Dalasýslu og Borgarfjarðarsýslu; fór
alt norður í Mývatnssveit.
Fljótasta ferð yflr Átlantshafið
er nú nýlega farin af einu af stór-
skipum Cunardlínunnar, sem „Maur-
itanía" heitir. Hún fór frá Liver-
pool á Englandi til Nevv-York á 4
dögum IO kl.tímum og 37 mínútum.
Mestur hraði á einu dægri var 190
danskar mílur.
Dauðadómar í Tyrklandi. 1.
þ m. skrifaði soldán undir dauða-
dóm 15 manna, sem tekið höfðu
þátt í upphlaupi.
Vatsnflóð mikil gerðu skaða í
suður-Englandi um síðastl. mánaða-
mót.
Öllum þeim, er sýndu okkur hluttekningu
við fráfall elskulegs barns okkar, BenediKts
Liljendal, og þeim, er heiðruðu útför hans
með blómsveigum og návist sinni, vottum við
ínnilegt hjartans þakklæti.
Reykjavik, Smiðjustíg 7, 18/io ’09
Sigríður Benediktsdóttir, Guðm. Þorsteinsson.
Jarðarför Idu Halldórsdóttur
prestskonu frú Útskálum fer fram
í Iteykjavík laugai’daginn 23. þ.
m. á liádegi frá dómkirkjunni.
Steinoliu,
Olíubrúsa,
Oliumaskinur
er best að kaupa í versl.
Kaupangur.
Le^ghlífar,
mikið úrval, niðursett verð, í versl.
Kaupangur.
144 141
ætla að reyna þau a morgun, ef jeg
verð dæmdur til dauða, og vita hver
áhrif þau hafa á höðulinn«.
»Sje svo, þá er ekki mikill vandi að
verða munkur«, sagði Siðríkur. »Pax
vobiscum«. Hann endurtók orðin
nokkrum sinnum. »Jeg held jeg muni
þau«, sagði hann. »En vertu nú sæll,
Aðalsteinn, og þú líka, drengur minn.
Geti jeg ekki frelsað ykkur, kem jeg
hingað aftur og dey með ykkur«.
»Yertusæll,húsbóndi«,sagðiYambi, »og
mundu að orðin eru »pax vobiscum«.
Nú fór Siðríkur út úr herberginu
og kom fram í dimm og hvelfd göng,
sem hann hjelt að lægju fram í ridd-
arasalinn. En í göngunum mætti hon-
um stúlka og nam staðar frammi fyrir
honum.
»Pax vobiscum« sagði Siðríkur og
reyndi að komast fram hjá stúlkunni.
En töfraorðið dugði ekki þarna. Hún
vildi ekki sleppa honum fram hjá sjer.
»Æruverði faðir«, sagði hún. »Jeg
ætla að biðja þig að segja nokkur
huggunarorð við sjúkan fanga, sem
liggur hjer í kastalanum. Þaðergóð-
verk, og þess skal verða minst við
klaustur þitt«.
»Dóttir góð«, sagði Siðríkur; »dvöl
min hjer í kastalanum er takmörkuð,
og jeg hef ekki tíma til annara verka
en mjer liafa verið íyrirskipuð hjer.
Jeg verð að ílýta mjer; hjer er um líf
og dauða að teíla«.
»Jeg særi þig við munkaheili þitt,
að neita mjer ekki um ráð þín nje
hjálp«, sagði stúlkan.
Siðríkur varð óþolinmóður og ön-
ugur við töfina. »Fjandinn taki mig,
ef jeg get nokkuð við það átt«, sagði
hann hryssingslega og ætlaði að ryðj-
ast áfram. En þá kom Úlfríður gamla,
sem áður hefur verið nefnd, þarna að.
»Hvað gengur nú hjer á, stúlka mín?«
sagði hún. »Eru þetta launin fyrir,
að þjer var hleypt ofan úr turnher-
berginu? Ekki nema það þó! Bless-
aður munkurinn verður að hella út
bölvunaryrðum til þess að losna við
Gyðingastelpuna!«
»Gyðingastelpa«, sagði Siðríkur við
sjálfan sig, og honum datt undir eins
í hug að nota sjer það. »Farðu frá,
stúlka mín«, sagði hann. »Jeg kem
beint frá skriftum og vil ekki saurgast
af því, að þurfa að snerta við þjer«.
»Komdu hjerna með mjer, faðir«,
sagði Úlfriður gamla. »Þú ert ókunn-
ugur hjer, og kemst aldrei út, nema
einhver kunnugur fylgi þjer. Komdu
með mjer; jeg þarf líka að tala við
þig. — En farðu inn aftur til sjúka
mannsins, Gyðingsdóttir, og vertu hjá
honum þangað til jeg kem aftur. Þú
skalt hafa verra af því, ef þú yflrgefur
hann aftur í leyfisleysi«.
Rebekka fór, því það var hún, sem
mætt hafði Siðríki í göngunum. Úlf-
ríði gömlu hafði verið falið að sitja
inni í herberginu, sem ívar hlújárn
lá sjúkur i, og sjá um hann. Rebekka
liafði beðið liana, er Úlfríður kom til
liennar upp í turnherbergið, að lofa
sjer að vera líka inni hjá sjúklingnum.
Þessu varð Úlfríður fegin og leyfði
og sagði honum að láta munkinn koma
inn. Hann gekk þegar út aftur og
opnaði fyrir Vamba. Vambi gekk inn
og var enn óhræddur. En þegar hann
hitti Reginvald inni í kastalanum, ætl-
aði kjarkurinn fyrst að bila. »Pax vo-
biscum«, sagði Vainbi, en málrómur-
iun var hikandi og hræðslan leyndi
sjer ekki. En Reginvaldur var því
vanastur, að menn væru svo i nærveru
hans, svo að þetta vakti engan grun
hjá honum um pretti. »Hver ert þú,
prestur, og hvaðan kemur þú?« spurði
hann.
»Pax vobiscum«, sagði Vambi; »jeg
er lítilfjörlegur förumunkur og var á
leið hjer um skóginn, en var hand-
tekinn af ræningjum, sem skipuðu
mjer að fara hingað inn í kastalann
og taka skriftir af tveimur mönnum,
sem dæmdir væru til dauða af rjett-
læti þinu«.
»Það er rjett«, sagði Reginvaldur, »en
getur þú ekki, helgi munkur, sagt mjer,
hve fjölmennir þessir ræningjar eru?«
»Þeirra tala er legíó, eins og sagt er
um djöflana í heilagri ritningu, herra
riddark, svaraði munkurinn.
»Segðu mjer afdráttarlaust, hve fjöl-
mennir þú heldur að þeir sjeu«, sagði
Reginvaldur, »því munkakufl þinn
hlífir þjer ekkert hjer inni«.
Munkurinn virtist ætla að hníga
niður af ótta. »Jeg lield, efbændurnir
væru taldir með og þeirra lið«, svar-
aði hann stamandi, »að þá sjeu þeir
allir að minsta kosti um fimm hundruð«.
»Hvað þá!« sagði musterisriddarinn,
því hann kom í þessu inn í salinn.
»Er flugnasveimurinn orðinn svona
þjettur í kringum okkur? Þá verður
að fara fækka þeim«. Hann hnipti í
Reginvald og dró liann með sjer til
hliðar. »Þekkirðu þennan munk?«
spurði liann.
»Hann er úr klaustri hjeðan langt frá
og er lijer á ferðalagk, svaraði Regin-
valdur. »Jeg þekki hann ekkk.
»Biddu hann þá ekki fyrir munnleg
skilaboð«, sagði Brjánn. »Láttu hann
heldur flytja skriflega skipun til her-
sveitar Breka um að koma hingað svo
lljótt sem unt er til hjálpar foringja
sínum. En fyrst er best að láta munk-
inn ganga hjer um óhindraðan og
búa engilsaxnesku svínin undir slátr-
unina«.
Reginvaldar samsinti þessu og ljet
undir eins fylgja Vamba til herbergis-
ins, sem þeir Siðríkur og Aðalsteinn
voru geymdir i.
Fangelsisvistin hafði liaft þau áhrif
á Siðrik, að hann var orðinn enn skap-
styggari en áður. Hann gekk horna
milli í herberginu eins og ljón í búri.
Stundum talaði liann eins og i ósjálf-
ræði við sjáltan sig, en stundum ávarp-
aði hann Aðalstein. Aftur á móti beið
Aðalsteinn endalokanna eins rólegur
og hann sæti heima hjá sjer.
»Pax vobiscum«, sagði munkurinn,
þegar hann kom inn í herbergið;
»sankti Dunstans ogallra heilagra bless-
un sje yfir ykkur«.
»Komdu inn«, sagði Siðrikur. »í
hverjum erindum kemur þú hingað?«