Lögrétta - 20.10.1909, Blaðsíða 4
196
L0GRJETTA.
c7iensla.
Undirrituð kennir stúlk-
um söng og guitarspil.
Kristín Benediktsdóttir.
Pósthússtræti 15.
Vindlar,
mikid «í* tfott upval
hjá
Æfður og áreiðanleguv skrifari
óskar eftir skrifstörfum, helst á
skrifstofu. Hann býðst einnig til
að vinna akkorðs-skriftir heima hjá
sjer. Upplýsingar í Gutenberg.
Kolakörfur
Kola-ausur
Balar
F ö t u p*
Stærsta úrval hjá
cZgs oLimsan.
ao •«
o _
O >>
u £
® «
S) tj
O o
M O
íí -a
Haupendur Lögrjettu,
Laugardaginn þ. 16. Október var opnuð ný sápu-
verslun, er heitir
Sápubúðin á Laugaveg 40,
sem selur hinar viðurkendu góðu vörur með sama verði
og „H./F. Sápuhúsið’* í Austurstræti 17.
SápuBúéin á JSaugaveg %0.
Talsími 58. Talsími 58.
„Sitjið við þann eldinri, sem best brennur“.
selur fyrst um sinn lcol heimflutt í bæinn fyrir
kr. 3,20 - þrjár krónur og tuttugu aura - kr. 3,20
hvert skippund.
Veröid er ennþá lægra, sje mikiö keypt í einu.
„Hitinn er á við hálfa gjöf“.
Talsími 58. Talsími 58.
Nýkomið
J. THOESTEINSÖN & Co.
(áður versl. GODTHAAB)
alls konarvörur í á.liiavörii.l>«iÖi*ia mjög smekklegar
og ódyrar. Enn fremur nýjar birgðir af alls konar nauð-
synjavörum í nylenduvörubúðina, þar á meðal ný tegund
af Margarine, sem ómögulegt er að þekkja frá besta rjóma-
bússmjöri.
sem hafa bústaðaskifti, láti vita það
á afgreiðslunni, Laugaveg 41, Tals. 74.
yy Auglýsingum í „Lög-
rjettu“ tekur ritstjórinn við
eða prentsmiðjan.
Prentsmiðjan Gutenberg.
Til SÖlu
mjög góð byggingarlóð á skemtileg-
asta stað í bænum, rjett við tjörn-
ina. Skilmálar óvanalega góðir. Semja
má við
Steingr. Guðmundsson,
Amtmannsst. 4.
Á þriðjudögum og föstudögum
kl. 12—1
í læknaskólanum, Þingholtsstr. 25
(1. okt.—31. maí).
%
Guðm. J. Hlíðdal,
Ingeniör,
Heillgenstadt, Þýskalandi,
tekur að sjer innkaup á vjelum og öllum áhöldum,
er að iðnaði lúta, etc. Upplýsingar veitast ókeypis.
Kunnugur flestum stærstu verksmiðjum á Pýska-
landi og Englandi.
Wmislegf timBur
fær „Timbur- og kolaverslunin Reykjavík“ nú með s/s
PROSPERO, meðal annars mikið af óheftuðum borðvið.
Með s|s „Sterling''1 *^f
kom mikið af sápum, sem við sökum sjerstakra kjara-
kaupa getum selt fyrir eftirfarandi afar-lága verð:
Grænsápa lma pr. 10 pd. kr. 1.40 með kassa
» » — — 100 — — 12.95 — —
Brún kristal-sápa — 10 — — 1.60
» » » _ 100 — — 14.95
h /f „Sápuhúsid“ „Súpubúöiii“
Austurstræti 17. Laugaveg 40.
142 143
»Til þess að biðja ykkuraðbúaykkur
undir dauðann«, svaraði munkurinn.
»Það er óhugsanlegt«, sagði Siðríkur
og honum hnykti við. »Illir eru þeir,
en það þora þeir ekki«.
»Því er miður, að hjer duga engar
fortölur«, sagði munkurinn. »Þær eru
eins og ef reynt væri að hemja fælinn
hest með silkiþræði. Rifjið upp syndir
ykkar, göfugu herrar, og búið ykkur
undir að mæta fyrir hinum æðsta dómi«.
»Heyrir þú til, Aðalsteinn«, sagði
Siðrikur; »við eigum að búa okkur
undir dauðann, og það er hetra að
deyja eins og maður, en að lifa eins
og þræll«.
»Jeg var við öllu búinn«, sagði Aðal-
steinn, »og geng eins rólegur að högg-
stoknum og til miðdagsborðsins«.
»Þá skulum við taka við sakra-
mentinu af þjer, helgi munkur«, sagði
Siðríkur.
»Bíddu ennþá litla stund, húsbóndi
góður«, sagði munkurinn með málrómi,
sem Siðríkur kannaðist við.
»Hvað er þetta?« sagði Siðríkur.
»Þennan málróm þekki jeg«.
»Það er jeg, þinn trúi þræll og fífl«,
sagði Vambi og kastaði hettunni aftur
á hnakka. »Ef þið hefðuð áður fylgt
fíflsins ráðum, þá væruð þið ekki hjer.
En fylgið þeim nú, svo að þið komist
bjeðan í burtu«.
»Hvernig eigum við að komast hjeð-
an, þræll?« sagði Siðríkur.
»Þú átt að fara í þennan kufl og
láta á þig þessa hettu, svaraði Vambi.
»Svo getur þú komist óáreittur út úr
kastalanum, eins og jeg inn í hann.
En jeg fer sjálfur í þín föt, verð hjer
eftir og fer hina langferðina fyrir þig«.
Siðríkur hugsaði um uppástunguna
og var hissa á henni. »Þú yrðir hengd-
ur, veslingur«, sagði hann.
»Látum þá gera það, ef þeir finna
lög fyrir því«, svaraði Vambi. »Án þess
að gera lítið úr þjer, húsbóndi góður,
þá held jeg að jeg sómi mjer eins vel
í hengingarólinni og þú«.
»Jæja, Vambi«, sagði Siðríkur. »Jeg
skal þiggja boð þitt með einu skilyrði,
en það er, að þú skiftir klæðum við
Aðalstein í staðinn fyrir mig«.
»Nei, það geri jeg ekki«, svaraði
Vambi. »Jeg hef góða ástæðu til þess
að láta líflð í þinn stað, en enga á-
stæðu til að gera það í hans stað«.
»Skammastu þín,þræll,aðtala svona«,
sagði Siðríkur; »foríeður Aðalsteins
voru konungar í Englandi«.
»Það varðar mig ekkert um«, svar-
aði Vambi. »Þigðu annaðhvort sjálfur
boð mitt, eða leyfðu mjer að fara hjeð-
an jafnfrjálsum og jeg kom hingað«.
»Látum gömlu trjen falla«, sagði
Siðríkur. »Framtíð skógarins hvílir á
þeim ungu. Frelsaðu Aðalstein, minn
trúi Vambi. Það er skylda hvers
manns, sem hefur engilsaxneskt blóð
í æðum. Við tveir skulum taka á móti
hefndinni hjerna, en hann fer út og
hvetur landa okkar til hefnda«.
»Nei, kæri Siðríkur«, sagði Aðal-
steinn og greip um hönd Siðríks, —
því þegar Aðalsteinn vaknaði af vana-
dvala sínum og ljet til skarar skriða
í einhverju, þá gat hann verið göfug-
mannlegur bæði í hugsunum og gerð-
um. »Nei«, sagði hann. »Jeg vildi
heldur sitja hjer við fangakost í heila
viku, en nota mjer það tækifæri til
þess að komast undan, sem þjer er nú
boðið af góðvilja þræls þíns«.
»Þið eruð kallaðir vitrir menn, herr-
ar minir«, sagði Vambi, »en jeg heimskt
fifl. En samt ættuð þið að láta mig
skera úr þessari þrætu og ekki eyða
tímanum í það, að hrósa hvor öðrum.
Jeger einsog merin hansHannesargamla
pósts, sem engan vill láta riða sjer
annan en Hannes sjálfan. Jeg kom hing-
að til þess að frelsa húsbónda minn,
en vilji hann ekki þiggja það, þá er því máli
lokið, og jeg verð að snauta við svo búið
heim aftur. Jeg læt ekki hengja mig
fyrir neinn mann annan en þann, sem
jeg er fæddur til að þjóna«.
»Farðu þá, kæri Siðríkur«, sagði
Aðalsteinn, »og láttu ekki þetta tæki-
færi ónotað. Það getur vei'ið, að þegar
þú kemur út, þá fái vinir okkar hug
til að frelsa okkur, en verðir þú nú
hjer eftir, þá er úti um alt«.
»Eru nokkur likindi til, að hægt sje
að ná saman mönnum til þess að
frelsa þau hjeðan?« spurði Siðríkur og
leit til Vamba.
»Já«, svaraði Vambi; »þegar þú
kemur út fyrir kastalann í kuili min-
um, þá ertu orðinn herforingi. Þar
bíða fimm hundruð manna, og jeg
het verið i morgun einn af herfor-
ingjunum. En jeg býst við að alt
gangi betur, þegar húsbóndinn er kom-
inn þangað sjálfur í stað fíflsins, —
nema hreystin og hugurinn þveni eftir
því sem vitið vex, en jeg er líka hálf-
hræddur um, að svo kunni að vera.
Vertu nú sæll, húsbóndi góður, og
gangi þjer alt vel, en vertu mildur við
Gurt garminn og veslings Grip, — og
láttu húfuna mína hanga í höllinni í
Rauðuskógum til minningar um trú-
mensku fíflsins«.
Þetta siðasta var sagt milli spaugs
og alvöru. Tárin komu fram í augun
á Siðríki.
»Þin skal verða minst á meðan trygð
og trúmenska eruiheiðri hafðar á þess-
ari jörð«, sagði hann. »En aldrei tæki
jeg á móti öðru eins boði og þessu,
ef jeg hefði ekki von um að geta með
því frelsað Róvenu og þig, Aðalsteinn,
og þig líka, veslings Vambi minn«.
Nú skiftu þeir fötum, en þá datt
Siðríki eitt í hug.
»Jeg kann ekki annað mál en engil-
saxnesku«, sagði hann, »og lítið eitt í
Normannafrönsku. Hvernig ætti jeg
að geta leikið munk?«
»Allir töfrarnir eru í tveim orðum«,
sagði Vambi. »Þau orð eru »pax vo-
biscum«; með þeim á að heilsa og
kveðja, og þau eru nægt svar við öll-
um spurningum. Ef boðinn er matur
eða drykkur, þá má nota þau, og eins
ef blessa þarf yfir einhverjum, eða lýsa
bölvun yfir einhverjum. Þau eiga al-
staðar við, livort sem talað er við háa
eða lága, því það eru töfraorð. Jeg