Lögrétta

Issue

Lögrétta - 27.10.1909, Page 2

Lögrétta - 27.10.1909, Page 2
m 198 Lögrjetta kemur út á hverjum mió- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. lækkun á tollum væri nauðsynleg. Tillögur hans þóttu þeim þó ekki að- gengilegar og töldu þær þannig lag- aðar, að annað þing yrði um þær að fjalla; hann ljet þá á sjer skilja, að hægt væri að slíta þessu þingi 30. júlí og kalla annað þing saman I. ágúst. En með lagi og festu sinni tókst Taft að vinna menn, og loks sendi hann til Congressins boðskap, iriu og þingið varð að fallast á, ef frumvarpið skyldi ná staðfestingu. Það má þó ætla, að lögin, eins og þau eru, sjeu ekki allskostar eins og Taft hefði viljað, því að þegar hann staðfesti þau, ljet hann þess getið, að þau að vísu væru að miklu leyti í samræmi við skilning þann, er all- ur almenningur hefði lagt í loforð repúblikana, en þau væru þó ekki, stranglega skoðað, full efning þess- ara loforða um tollendurskoðun. í stuttu máli skal jeg gefa yfirlit yfir það helsta í hinum nýju tolllög- úm. Yfir höfuð að tala hefur náðst lækkun á mjög mörgu, þó að ýms- ir tollar sjeu hærri en menn mundu óska. Húðir eru tollfrjálsar; allmik- il lækkun er gerð á kolum, steinolíu, timbri, járni og stáli, skóm, aktygj- um og öðrum leðurvörum, og lista- vérkum. Ullarvarningur stendur við það sama; reyndi þó Taft að koma lækkun þar að, entókstekki; hækk- aðir eru tollar á sterkum, áfengum drykkjum og vínum, silki og yms- um vönduðum bómullarvarningi; hef- ur sú síðasttalda hækkun vakið mikla óánægju. Lögin leyfa tollfrían inn- flutning 30,000 smalesta af sykri frá Filippseyjum, 150 miljónir vindla, 300,000 pund tóbaksblaða og miljón pund fyllitóbaks árlega; mun slíkt mikil hjálp þeim eyjaskeggjum. Þá er ákvæðið um tollmalanefnd, og er það næsta mikilvægt; forseta er þar veitt leyfi til að skipa sjerstaka nefnd til að rannsaka tollmál og verslunarmál innanlands og utan og gefa skýrslur um rannsóknir sínar; þessi nefnd mun skipuð sjerfræðing- um, og eru veittir 75,000 dollarar árlega til launa og kostnaðar þess- arar nefndar. Þá skal ennfremur skipa tollmáladómstól; skal hann skera úr öllum málum um tollhirð- >ng og verður dómum hans ekki skotið til æðri dómstóla nema um stjórnskipuleg atriði sje að ræða, Hastigs- og lágstigs-tollar eru ein af nýjungum hinna nýju tollaga. Toll- lögm sjalf öðluðust gildi sama dag spm forsetinn undirritaði þau, og upp frá þeim degi og þangað til^i.mars npesta ár eru lástigstollar innheimtir af öllum vörum; 31. mars er aukatoll, er nemur 25°/o ad valorem, bætt við á öllum tolluðum vörum. Eneftir3i. mars getur forsetinn eftir eigin geð- þótta afnumið þennan aukatoll á öll um innfluttum vörum frá löndum, sem hann álítur að geri engan ósann- gjarnan tollgreinarmunn gagnvart Bandaríkjunum. Þetta er að ýmsu framför frá því, sem áður var, eink- um að úrskurðarvaldið er fengið í hendur forseta; því að þó hægt væri að gefa áður tollívilnun með samn- ingi við önnur ríki, þá hefur það optast nær strandað á tregðu Senats- ins til að samþykka slíka samninga.. Hið mikilvægasta atriði tolllaganna er óefað skatturinn á hlutafjelögum. Til þess að geta innheimt hann, verður bandastjórnin að vita nákvæm- lega um allan hag tjelaganna. Þann- ig verða öll hlutafjelög, hvort sem stjirf þeirra er innanríkis eða milli- ríkja, að gefa bandastjórninni árlega eiðfesta skýrslu um hlutafje sitt, skuldir, tekjur og gjöld, fjartjón, rent- ur, skatta o. s. frv. Með þessu fær stjórnin í hendur fulla tilsjón með slíkum fjelögum, og jafnframt fær al- menningur að vita, hvernig þessi fje- lög eru á sig komin, því skýrslurn- ar skulu birtar. Það er svo sem auð vitað, að hlutafjelögin muni ekki ganga undir kvaðir þessar að óreyndu, og málið verður útkljáð af hæsta- rjetti Bandaríkjanna í Washington, því að lögfræðingar efast um stjórn- skipulegt gildi þessa skatts. í sambandi við tolllögin skal geta annars skatts, sem bandastjórnin vill leggja á þjóðina. Það er tekjuskatt- ur. Eftir uppástungu Tafts forseta og með samþykki beggja deilda Con- gress gera tollögin ráð fyrir því, að lögð skuli fyrir ríkjaþingin tillaga um breytingar á stjórnarskipun Banda- ríkjanna í þá átt, að tekjuskatt megi lögleiða, ef þjóðin æskir þess. Að svo komnu hefur einungis eitt ríki (Alabama) gefið samþykki sitt, en þrír fjórðu hlutar ríkjanna verða að gefa samþykki sitt, svo að þetta geti orðið að lögum; en nú eru 46 ríki í Bandalaginu. Það fer fjarri, að tollögin liafi náð almennings hylli; einkum eru þau ó- vinsæl í mið og vestur ríkjunum, og ef óvinsældir þeirra fara vaxandi og repúblikanski flokkurinn sjer ekki að sjer, er ekki gott að vita, nema þjóð- in hallist að demókrata flokknum, þótt hann beri nú böfuðið halt eftir svaðilfarir Bryan’s. Annars eru toll- lögin svo flókin, að tíminn og reynsl- an sýna best kosti þeirra og galla. Sig. Lontano. jyíentaraannajjelag. Jeg hef verið að hugsa um það öðru hvoru nú síðustu árin, hvort ekki væri unt á neinn hatt að glæða andlegt samneyti manna hjer í bæ. Hjer eru allir helstu mentamenn landsins og mætti því búast við, að þeir hefðu sitt hvað til brunns að bera hver á sínu sviði, ef þeim að eins gæfist færi á að koma fram með það. En hjer er enginn and- legur fjelagsskapur og hart á því að menn talist við, hvað þá heldur meir, um helstu áhugamál sín, nema ef vera skyldi í pólitíkinni. En þetta er stórhættulegt fyrir andlega lifið í landinu, hætt við að það kulni al- veg út hjá flestum jafnóðum og þeir setjast hjer að, og því meiri er hætt- an sem vjer einnig í andlegum skiln- ingi lifum svo að segja á hjara ver- aldar. Flestar hinna andlegu hreyf- inga, sem ávalt eru að ryðja sjer til rúms í umheiminum, fara svo að segja fyrir ofan garð og neðan hjá oss íslendingum. Og þó hingað berist nokkuð af útlendum blöðum, tímarit- um og bókum, hafa fæstir kost á að afla sjer þeirra og enn færri eru þeir sem vita, í hvaða bókum þeir eigi að leíta fyrir sjer um helstu áhuga- mál sín. Hjer er t. d. þó nokkuð af nýjum og verulega góðum bókum á Landsbókasafninu, sem pantaðar hafa verið til þess nú á síðari árum, en það eru aðeins örfáir og þá stund- um að eins þeir, sem lagt hafa drög fyrir þær, er lesa þær eða fá þær til láns. Af hverju? — Af því að öðrum er allskosfar ókunnugt um, að þær sjeu til hjer. Og þó til sjeu menn hjer í bæ, sem eru allvel vakandi andlega, þá er það þó oftast svo, að þeir fylgjast aðeins fyllilega með hver á sínu sviði, en hinir eru aftur á móti örfair, sem hafa nokkurnveg- inn alhliða þekkingu á því, sem er að fara fram í hinum andlega heimi. Til þess nú að ráða nokkra bót á þessu og auka jafnframt andlegt samneyti manna hjer í bæ, virðist mjer beinasti vegurinn sá, að helstu mentamenn þessa bæjar stofni með sjer tjelagsskap í þeim tilgangi að fræða hver annan með fyrirlestrum og umræðum um það helsta, sem fram er að koma í heiminum á hin- um ýmsu sviðum mannsandans, Það er enginn hörgull á mönnum hjer í slíkan fjelagsskap. Hjer eru til stæiðfræðingar, eðlisfræðingar, efnafræðingar, læknar, lagamenn, mal- fræðingar, sögumenn, skald, heimspek- ingar og guðfræðingar. Og ekki vanta umtalsefnin. Nýjar skoðanir eru að ryðja sjer til rúms svo að segja á öllum sviðum. Það væri þannig ekki leiðinlegt, að kynnast ofurlítið hinum nýju stjarnfræðilegu skoðunum um uppruna heimsins, eða hinni nýju efniskenningu, hinni svo- nefndu rafeindakenningu (elektronthe- oríu), eða rannsóknum manna á hin- um margvíslegu geislategundum, er fundist hafa. Svo eru nú ávalt að LOGR.IET1 A. ryðja sjer til rúms nýjar skoðanir á þróun jurta og dýra, aðrar en Dar- vínskenningin, sem eru mjög svo einkennilegar. Og eitthvað ættu læknarnir að geta frætt oss um, hver á sínu sviði,' eða þá almenns efnis, eins og t. d. um blóðvökvalækning- arnar, nýja meðferð sjúklinga og m. fl. Þá eru ýmsar nýjar skoðanir að koma fram i andlegu fræðunum, bæði í þjóðfjelagsfræðinni, uppeldis- fræði og sálarfræði. Og svo að jeg minnist aðeins á eitt, er virðist hafa laðað hugi margra manna hjer í bæ að sjer, andatrúna, þa mundi mörgum þykja gaman að, þótt ekki sjeu þeir trúaðir á kenningar hennar, að heyra lýst helstu og kynlegustu fyrirbrigð- unum, er menn hafa verið að fást við á því sviði. Og svona mætti telja ótalmargt fleira. Loks mætti fræða um nýjar merkilegar bækur, er koma út í heiminum o. fl o. fl. Stofnun slíks fjelagsskapar þyrfti hvorki að hafa mikinn tilkostnað nje tímaeyðslu í för með sjer. Menn þyrftu aðeins að gangastjf undir að láta ofurlítið af mörkum andlega, halda eins og einn fyrirlestur á ári, hver um sig, en til þess þyrftu menn ekki annað en leggja ofurlítið betur niður fyrir sjer en þeir annars kynnu að gera það sem þeim væri hug- leiknast og þeir helst vildu skýra samfjelögum sínum frá. Það eru nú tilmæli mín til þeirra manna, er kynnu helst að hafa hug á slfkri fjelagsstofnun.að stofna meðmjer til almenns fundar meðal mentamanna hjer í bæ til þess að ræða mál þetta. Virðist mönnum þá ekki tiltækilegt að stofna slíkt fjelag, þá_nær það ekki lengra. Agúst Bjarnason. Holstein greifl fær vantrausts- yfirlýsingu. Frá Khöfn er símað 22. þ. m.: „Holstein greifi hefur beðist lausn- ar frá völdum fyrir sig og alt ráða- neytið. Hann fjekk vantraustsyfir- lýsingu í þinginu frá frekustu hægri- mönnum, radikala-flokknum og sósi- listaflokknum. Holstein Hleiðruborgargreifl. J. C. Christensen var þá farinn úr ráðaneytinu fyrir aðeins fáum dögum og hafði forsætisraðherrann þá tekið að sjer ráðherraembætti hans, land- varnarmalin. En mikill gauragang- ur hafði verið hafinn í Khöfn til þess að koma Christensen frá. Undir- skriftum undir vantraustsyfirlýsingu til hans var safnað um alt land og fengust þær um IOO þúsund. 'For- gangsrr.ennirr.ir sneru sjer með á- kærurnar til konungs og mælist það ekki vel fyrir, enda svaraði konung- ur svo, að þingið hefði engu van- trausti lýst á Christensen, en hjer yrði það að skera úr. Þetta jafnað- ist þannig, að Christensen vjek sæti án vantraustsyfirlýsingar frá þinginu, enda hafði hann ætið sagt, að hann mundi gera svo, þegar landvarnar- maiið væri til lykta leitt, Símað er frá Khöfn í gærkvöld, að Zanle, formanni radikalaflokksins, sje falið að mynda nytt raðaneyti. Telja má þá víst, að þingið verði rofið. Uppboð á akkeri með keðju, sem fundist hefur hjer á höfninni, verður haldið við steinbryggjuna hjer í bænum fimtudaginn 4. nóvbr. næstkomandi, kl. il/a e. h. Bæjarfógetinn í Rvík, aó. okt. 1909. Samrœmisfræði (Harmonilære). Nokkrum nemendum get jeg bætt við mig ennþá, þeim er gefa sig fram mjög- bráðlega. Tungnmálakunnátta óþörf. Alt á islensku. Sigfús Einarsson. Laugaveg 5 B. við Grænland. í Kaupmannahöfn er verið að stofna hlutafjelag til hvalveiða við Græn- land. Forgöngumennirnir eru fimm: G. Amdrup kapt., E. G'úckstadt bankastjóri, C. Hasselbalch verk- smiðjueigandi, F. Norstrand stór- kaupmaður og Richelieu aðmfráll. Ottó Sverdrup norðurfari á að verða stjórnandi fyrirtækisins. Hvalveiðastöðin á að verða fljót- andi, þ. e. járnskip, sem búa á út með bræðsluáhöldum og öllu þar til heyrandi. A að draga hvalskrokk- ana upp á þilfar skipsins og sundra þeim þar. Alt á að nota, annað en beinin; því verður ekki við komið. Þessar fljótandi stöðvar kvað áður vera notaðar við hvalveiðar í suður- höfum, og er sagt, að Sverdrup hafi kynt sjer þær þar, og svo veiði-að- ferðina. Byrja á með tveimur skot- bátum, og er gert ráð fyrir, að þeir kosti 180 þús. kr. með ölium útbún- aði. Jarnskipið á að vera um 4000 tonn, og er raðgert, að það kosti með öllurn útbúnaði 200 þús. kr. Stofnfjeð er half miljón í 1000 kr. hlutabrjefum. Til reksturskostnaðar eru ætluð 120 þús. kr. Ráðgert er að veiðisvæðið verði vestan við Grænland. Grikkland. Þar stendur nú yfir mikil stjórn- málaringulreið. Eftir símskeyti, sem birt var í síðasta blaði, er búist þar við stjórnarbyltingu. Stjórnarfyrirkomulag Grikklands er á pappírnum f fullkomnasta lagi, eftir því sem þingbundið stjórnarfyrirkomu- lag gerist. Þar er almennur kosn- ingarjettur. Þingið er ein málstofa, og þingræði hefur verið fylgt þar eftir öllum listarinnar reglum. En stjórnmalaþroski almennings kvað samt vera á lágu stigi og engin föst flokkaskifting. Efnahagsmismunur manna á meðal er lítill á Grikklandi. Stórar jarðeignir eru þar ekki í ein- stakra manna höndum og um verk- smiðjuiðnað er ekki mikið. Þjóðin er í heild fátæk. Og alþýðumentun er á lágu stigi, þótt betri sje hún talin yfirleitt en í öðrum löndum Balkanskagans. Margt af grísku al- þýðufólki kann hvorki að lesa nje skrifa. Embættismenn kvað vera ó- þarflega margir og stjórnmálaflokka- barattan kvað mjög hafa snúist um embættin; hver stjórn launað fylgi við sig ríkulega með embættaveit- ingum til sinna manna, en slikt veld ur hvervetna hinni verstu spillingu í öllu stjórnarfarinu. Fjármal ríkisins hafa lengi verið í hinni mestu óreiðu. Þrír stjórnmálaflokkar eru nú uppi í landinu og kendir við foringjj sína: Þeótókis, Rhallys og Maurómichalis. Ekki kvað þó vera neinn grundvallar- munur á stjórnmálastelnum þessara þiiggja manna. Siðasta áratuginn hefur Þeótóxis lengstum verið við völdin. Hann er taiinn dugandi maður og hefur komið fram ýmsum lögum, sem miða til framfara. En stjórnarástandið í heild sinni hefur honum ekki tekist að laga. Þingið og stjórnarfyrirkomulagið yfir höfuð kvað vera f litlu áliti hjá þjóðinni. Þegar stjórnarbyltingin varð í Tyrk- landi í fyrra, kom ný hreyfing f allar þjóðir á Balkanskaganum. Austur- ríki tók Bosníu og Herzegówinu af Tyrkjum. Búlgarar rifu sig lausa, Grikkir töldu það sjálfsagt, að þeir ættu líka eitthvað að fá, og var reynd- ar enginn í efa um, hvað það ættf að vera. Það var Kritey. Sú ósk, eða krafa, var almenn, að nú yrði hún sameinuð Grikklandi. Þar var ekki lítið að vinna. Grikkland er um 1300 fermílur að stærð, og hefur rúmlega 2>/a miljón fbúa. Krítey er um 150 fermílur og hefur um 400 þús. íbúa. Allur fjöldi Ktíteyinga er Grikkir, talar grísku og hefur grísk- kaþólska trú. Múhameðstrúarmenn hafa á síðari árum mjög flutt burt úr eynni.svo aðþeir eru nú eigi taldirnema Vio hluti eyjarbúa, eða tæplega það. 1897 aGu Grikkir í ófriði við Tyrki út af Ktftey. Grikkir urðu undir, en stórveldin skárust í málin eftir ófrið- inn og útveguðu Krfteyingum sjálf- stæða stjórn, með þingi út af fyrir sig. Eftir það laut Krítey aðeins að nafninu til Tyrkjasoldáni. í október f fyrra sögðu Kríteying- ar sig lausa undan soldani og samþyktu, að Krítey skyldi innlimast í Grikkland. Siðan hefur öll stjórn farið þar fram í nafni Grikkjakon- ungs. Embættismenn og hermenn hafa svarið honum hollustueiða. Á-frí- merkjum Kriteyinga stendur „Hellas" o. s. frv. En Grikkjastjórn hefur vel gætt þess, að viðurkenna þetta ekki og taka enga abyrgð á sig á því, sem gerst hefur um þetta á Kritey, því alt er það gert þvert ofan í áður gerða samninga. Stórveldin hafa ekki viljað ganga í berhögg við Ung- tyrkjastjórnina með því, að samþykkja þetta, og Grikkjastjórn hefur ekki treyst sjer til að halda uppi sVörum fyrir Kriteyinga gegn Tyrkjum. Stór- veldin hjeldu öllu í skefjum í sumar, og hefur aður verið skýrt frá afskift- um þeirra af málinu hjer í blaðinu, en alt er þar reyndar óafgert enn. Aðgerðaleysi grísku stjórnarinnar f þessu máli hefur valdið stjórnmala- miskliðinni, sem nú er á Grikklandi. Hún kom upp í Aþenu, í hernum, þegar stórveldaherinn lýsti yfir, að hann slepti höndum af Krítey, seint í júlí f sumar, og Grikkir sáu, að þaðan fjekst ekki bein hjalp til þess að taka eyna. Herforingjamót var haldið í Aþenu, og þar heimtuð af stjórninni aukning og efling hersins. Þeótókis var þá við völd, viidi ekki lata að kröfum hersins, en treysti sjer ekki til að rísa gegn þeim og sagði af sjer. Rhallys myndaði þá nýtt ráðaneyti. Hann hafði þrisvar aður verið ráðaneytisformaður, en aldrei setið fult missiri í senn. í þetta sinn varð valdatíminn ekki full- ur mánuður, enda jukust vandræðin ytra fyrir rjett eftir að hann tók við tauinunum. Stórveldaherinn yfirgaf Krítey, og Kríteyingar notuðu tæki- færið þegar í stað, tóku tyrkneska flaggið niður af Kaneakastalanum og drógu þar aftur upp gríska flaggið. Ut af þessu urðu Tyrkir æfir og hefðu ráðið á Grikkland, ef stórveld- in hefðu ekki aftrað því. Þangað ætluðu þeir að snúa hefndinni, en ekki til Kríteyjar. Rhallys þótti koma vel fram f þessum vandræð- um. Hann svaraði hótunum Tyrkja- stjórnar því einu, að Grikkland bland- aði sjer ekkert í þetta mál, Grikkja- stjórn ætti enga sök á því, sem á Ktítey gerðist, og Tyikir yrðu að snúa sjer til stórveldanna. Þau hugn- uðust þá Tyrkjum með því, að setja herflokk á land f Krítey og taka gríska flaggið niður af kastalanum. Kríteyingar hoifðu á það aðgerða- lausir og drógu flaggið ekki upp aftur. En gríska hernum þótti Rhallys alt of vægur gegn Tyrkjum. Annað herforingjamót var haldið í Aþenu 27. ágúst, og varð úr því fullkomið uppþot, eins og frá er skýrt í siðasta blaði. Rhallys fór þá frá völdum, en Maurómichalis tók við. Hann hefur aðeins famennan flokk í þing- inu til stuðnings. Þeótókis er þar iiðflestur. En herinn þröngvar kosti þingsins, svo að það fær ekki notið sín. Við forsetavalið, sem á að sýna þingstyrk stjórnarinnar, var Þeótókis neyddur til að fa flokk sinn til að kjósa eins og Maurómichalis vildi. Þó hefur Þeótókis álitlegan meirihluta a þinginu, og Rhallys flokkur er einn* ig mótsnúinn stjórninni. Hún styðst við afl utan þingsins, hervaldið. Ýms

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.