Lögrétta - 03.11.1909, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og innheimtum.:
ARINBJ. SVEINBJARNARSON.
Lautiivveti 41.
Talsími 74.
Ritstj<yri!
f> 0 RSTEINN GISLASON
'Plnghöltsstrwti T7.
Talsími 178.
M
Reykjavík 3. nóvember 1909.
IV. árg.
I. O. O. F. 901158V2
Forngripasafnið opið n—12 frá 15 jún.—
15. sept.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—x.
Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. 11—1.
Landakotsspftali opinn f. sjúkravitj. io'/s
—12 og 4-5.
Islands banki opinn 10—21/. og 51/.—7.
Landsbankinn io1/.—21/*- Bnkstj. við i2-^-i.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8.
HAFNARSTR-17-181920 2U2-K0LAS1'2-LÆKJAKT 12
• REYKJAVIK»
íshús
og kælihús hefir undirritaður keypt
og útbúið hjer í Kaupmannahöfn til
geymslu og sölu á íslenskum afurð-
um, einkum
rjúpum,
linsöltuðu kjöti,
rullupylsum,
linsöltuðum flski og síld;
og eftir nýjárið einnig á
nýjum flski og
nýju kjöti
ísvörðu, kældu eða frosnu.
Allar íslenzkar vörur verða tek-
nar til geymslu og sölu fyrir tnjög
lág umboðslaun, svosem saltfiskur,
sild, saltkjöt, gærur, ull, dúnn o.
s. frv.
Ágæt sambönd við stórkaupmenn,
smásala, hóteleigendur og prívat
heimili hjer.
Kaupmannahöfn, 25. Sept. 1909.
H. Th. A. Thomsen.
Lárus Fjeldsted,
YflrrjettarmálafsBrslumaOur.
Lækjargata 2.
Helma kl. 11—12 og 4—5.
að næsta árgangi Lögrjettu
fá blaðið
ókeypis
til loka þessa árs.
Fjárlagafrumvarpið, sem enska
stjórnin lagði fyrir þingið í sumar
og þrætan mikla hefur risið út úr,
gerir ráð fyrir skattahækkun, sem
nemur 250 milj. kr. Þessa fjárhæð
þarf einhverstaðar að fá, til þess að
tekjurnar vegi á inóti útgjöldunum.
Stjórnin vill ná meginpartinum af
þessu fje með tekjuskatti, erfðaskatti,
jarðeignaskatti o. fl gjöldum, sem
mestmegnis koma niður á auðmönn-
unum. Móti þessu reis íhaldsflokk-
urinn, og einkum þó móti jarðeigna-
skattinum. Ekki þó svo mjög af því,
að hann væri talinn erfið byrði nú í
bráðina, því honum var ekki ætlað
að gefa af sjer nema 10 miljónir. Eu
jarðeignamennirnir þóttust sjá, að
hann mundi aukast, og honum átti
að fylgja ný virðing á jarðeignum,
er orðið gæti til þess að auka bæði
tekjuskatt og erfðaskatt á eigendun-
um. íhaldsflokkurinn vildi ná fjenu
með verndartollum og láta gjalda-
aukann koma niður á öllum alnienn-
ingi.
í neðri málstofunni gerðu íhalds-
menn alt, sem í þeirra valdi stóð, til
þess að fá þessum ákvæðum í frum-
varpinu breytt. Þeir komu með
fjölda af breytingartillögum og töfðu
fyrir lögunum, sem mest þeir máttu.
Umræður urðu afarlangar. Einkum
voru þeir Balfour og Austen Cham-
berlain, sonur gamlu Chamberlains,
óþreytanlegir í því, að rífa frumvarp-
ið niður, en stjórnin og fylgismenn
hennar vörðu það jafnskarplega.
Þingfundirnir stóðu yfir dag eftir dag
10 kl.st. og meira. Þeir byrja laust
fyrir kl 3 á daginn og stóðu yfir
fram á nætur. Einu sinni, þegar
erfðaskatturinn var til umræðu, var
ekki hætt fyrri en kl. 20 mfnútur
yfir 4 um nóttina, og þá voru um
200 þingmenn eftir í salnum.
En stjórnin hefur meiri hluta í
neðri málstofunni og getur komið
lögunum þar fram. Þa kemur til á-
lita, hvort lavarðamálstofan eigi að
fella þau, þegar þangað kemur. Þar
hefur íhaldsflokkurinn 9/io hluta at-
kvæðanna. En það er gömul og
helg venja í Englandi, að lávarða-
málstofan hreyfi ekki við fjárlögun
um. Menn voru líka einhuga um,
að þeim yrði ekki breytt þar. En
hitt gæti komið til mála, að fella þau.
Gildi fá þau ekki, nema með sam-
I þykki lavarðamálstofunnar. En það
hefur aldrei áður fyrir komið, að lá-
varðamálstofan hafi felt fjárlögin.
Salisbury lávarður, sem lengi var
leiðtogi hennar og mjög mikils met*
inn, hafði haldið fast fram þeirri
kenningu, að fjárlagafrumvarpið yrði
lávarðamalstofan að samþykkja eins
og það kæmi frá neðri málstofunni.
„Þið getið ekki felt fjárlögin", hafði
hann sagt í lavarðamálstofunni 1894,
„því þið hafið ekki rjett til að velta
stjórninni. En að halda stjórninni og
svifta hana mættinum til þess að
stjórna, það mundi leiða til vand-
íæðaástands".
sem kunna að hafa fengið send fleiri
eintök af blaðinu til þessa, en þeir
hafa áskrifendur að, eru vinsamleg-
ast beðnir að gera afgreiðslumanni
blaðsins, Arinbirni Sveinbjarnarsyni,
sem fyrst aðvart um, hve marga
áskrifendur þeir hafa. — Þeir, sem
eigi endursenda neitt og eigi gera
afgreiðslumanni neitt aðvart, verða
skoðaðir sem útsölumenn að þeim
eintakaf jölda, sem þeim nú er sendur.
Ennfremur eru allir kaupendur
bednir að gera afgreiðslumanni taf-
artaust aðvart um vanskil á blaðinu,
ef þau koma fyrir.
En nú sögðu íhaldsmenn, að hjer
væri ekki um nein algeng fjárlög að
ræða. Þetta væru lög, sem byltu al-
gerlega um allri skattalöggjöfinni og
þar með öllu fjármálaástandi lands-
ins. Með þeirri kenningu hófu þeir
andróðurinn á fundum úti um alt
land og snerist Rosebery lávarður,
sem er mælskumaður mikill og hef-
ur í mörgum málum fylgt frjálslynda
flokknum, nú alveg á band íhalds-
manna og barðist með ákafa gegn
skattanýmælum stjómarinnar, eins og
aður hefur verið getið um hjer í
blaðinu. Stjórnarmenn vörðn mái-
stað sinn einnig á opinberum fund-
um og hjeldu honum fast fram. Hef-
ur Asquith ráðaneytisformaður fylgt
málinu með mikilli einbeitni.
íhaldsmenn segja, að ef lávarða
málstofan felli fjárlagafrumvarpið, þá
beri að líta svo á það, að það sje
gert til þess að knýja fram þingrof
og fá málinu skotið undir atkvæði
kjósenda, enda sje það svo mikil-
vægt, að án þess megi ekki ráða
því til lykta.
Stjórnin kveðst ekkert hafa á móti
þingrofi og nýjum kosningum. En
þá segir hún, að þær kosningar skuli
eigi aðeins snúast um fjárlaganýmæl-
in, heldur og um aðstöðu lávarða-
málstofunnar til löggjafarmálanna yfir
höfuð. Það geti í sjálfu sjer verið
gott, að skjóta málum undir atkvæði
kjósendanna, en auðmannaþingdeild
eigi ekki að hafa einkarjett til þess,
að heimta þingrof og nýjar kosning-
ar, hvenær sem henni mislíki ein-
hver nýmæli, sem íram komi í lög-
gjöfinni. Með því geti hún tafið fyr-
ir öllum lögum, sem fari í frjálslega
stefnu, og lagt þröskuld í götu þeirra,
sem íhaldslöggjöfin sje laus við. Með
þessu væri flokkunum gert ójafnt
undir höiði og það vilji frjálslyndi
flokkurinn ekki þola. Ef hann fái
meiri hluta við þær kosningar, sem
á eftir fari, er þingið sje nú rofið,
þá muni hann nota afl sitt til þess,
að gera út um það, að lávarðamál-
stofan missi allan rjett til þess að
fjalla nokkuð um fjármálalöggjöfina,
og líka til þess, að breyta synjunar-
rjetti hennar í öllum löggjafarmálum
í frestandi synjunarrjett.
Svo mikið a það að kosta, ef lá-
varðamálstofan fellir fjárlagafrum-
varpið og ef íhaldsflokknum tekst
eigi á eftir að ná meirihluta við
kosningarnar. En litlar líkur eru
taldar til þess, að svo verði. í neðri
málstofunni eru alls 670 þingmenn,
og af þeim eru íhaldsmenn nú sem
stendur 170. írski flokkurinn hefur
80 atkvæði. Foringi hans hefur ný-
lega sagt, að hann muni snúast gegn
lávarðamálstofunni vegna þess, að
hann vilji styðja að því, að synjun-
arrjetturinn verði af henni tekinn, því
þar með sje rutt úr vegi þröskuld-
inum, sem staðið hafi fyrir heima-
stjórn írlands. Annars hefur áður
verið talið eins líklegt, að írski flokk-
urinn yrði hinu megin. Foringi hans
hefur leitað fjarstyrks til kosninga-
barattunnar hja löndum sínum í
Ameriku.
Aukakosningar, sem farið hafa fram
í Englandi, hafa bent í þá átt, að
stjórnarflokkurinn væri að tapa fylgi,
en íhaldsmenn að vinna. En síðan
þrætan hófst um skattamálin ec sagt,
að þetta sje að breytast. Stjórnin
sje að vinna fylgi, enda eru auðvitað
auðugu kjósendurnir miklu færri en
hinir, þótt kosningarjetturinn sje ekki
almennur á Englandi. Efnahags-
mismunurinn er þar gríðarlegur.
Erfðaskattaskýrslurnar sýna, að af
700 þús. dánum mönnum láta 620
þús. nærengan arf eftir sig. Næstu 50
þús. lata eftir sig 200 milj. kr., en
30 þús., sem þa eru eftir, 5 miljarða
kr. Þar sem efnahagnum er svo var-
ið, er ekki líkíegt, að meginþorra
kjósendanna finnist það ósanngjarnt,
að menn borgi 15°/° af arfi> sem
nemur 20 miljónum, en þau eru á-
kvæðin um þetta í frumvarpi stjórn
arinnar.
Barattan um málið er fyrir löngu
hafin utan þingsins og sótt með
miklu kappi frá báðum hliðum. Eitt-
hvert íhaldsmannablaðið óskaði þess,
að gamli Chamberlain væri nú aftur
kominn á flakk og orðinn aftur eins
og hann var í blóma lífsins, til þess
að hrekja ræður fjármálaráðherrans
Lloyd-Georges, sem er höfundur ný-
mælanna. En blaðinu var svarað
því, að þegar Chamberlain gamli
hefði verið í blóma lífsins, þá hefði
hann eigi verið síður breytingamaður
HlfDðir og
íást hvergi betri nje ódyrari en í IimkílSJtWli
Hvergi era myndir jafnódýrt innramm-
aðar eins og hjá
Jóni Zoéga. Bankastræti 14.
I Bankastræti 14 fást áreiðanlega fallegustu
Rammarnir í bænuin. Yfir 150 tegundir.
Munið eftir, að alt þetta fæst best í
14 Bankastrseti 14.
Talsimi 128.
Jón Zoéga.
Talsími 128.
en Lloyd-Georges væri nú. Ef hægt
væri að kalla hann fram í blóma i
llfsins aftur, þá mundi hann leggja
á stað til þess að berjast fyrir frum-
varpi stjórnarinnar, en ekki á móti
því.
Zahle-ráðaneytið.
Þess var getið í síðasta tölubl., að
Zahle, formanni Radikala-flokksins 1
þinginu danska, hefði verið falið að
mynda nýtt ráðaneyti. 27. f. m. var
ráðaneytið myndað og var þá sím-
að frá Khöfn um skipun þess:
„Zahle er dómsmálaráðherra (og
forsætisráðherra), Krabbe varnarmála-
ráðherra, dr. E. Brandes fjármála-
ráðherra, P. Munch innanríkismála-
ráðherra, Scavenius skrifstofustjóri
utanríkismálaráðherra, Nielsen pró-
fastur frá Vemmelev kirkju- og kenslu-
málaráðherra, Poul Christensen land-
búnaðarráðberra, Jensen Onsted sam-
göngumálaráðherra, Veimann aðal-
konsúll (( Hamborg) verslunarmála-
raðherra".
C. Th Zahle, sem nú er orðinn
stjórnarformaður Dana, er lögfræð-
ingur og yfirrjettarmalafl.maður, fædd-
ur 1866, og var faðir hans skósmið-
ur í Hróarskeldu. Þegar Zahlehafði
lokið lögfræðisprófi, varð hann rit-
stjóri á Jótlandi fyrir einu af blöð-
um Hörups-flokksins og fjekst við
blaðamensku nokkur ár. Hann
komst ungur inn á þing og hefur
jafnan att þar sæti síðan.
Chr. Krabbe, áður hjeraðsfógeti, er
fæddur 1833, svo að hann er mei a
og halfattræður. Hann hefur mjög
lengi verið þingmaðtir og allmörgár
forseti þjóðþingsins. Hr.nn er bræðr-
ungur við H. Krabbe prófessor.
Dr. E. Brandes er nafnkunnastur
maður 1 flokki hinna nýju ráðherra.
Hann hefur um langan aldur verið
einn af kappsömustu foringjum vinstri-
mannaflokksins f Danmörku og er nú
aldraður maður, fæddur 1846. Hann
stofnaði, ásamt Hörup ritstjóra, blað-
ið »Politiken« fyrir 25 arum, en það
varð brátt aðalmalgagn vinstrimanna,
en eftir að flokkurinn klofnaði, hefur
það verið málgagn radikala-flokksins.
í »Politiken« hefur dr. E. Br. ritað
mjög mikið, mest um bókmentir og
fagurfræði, og um tíma, er Hörup
varð ráðgjafi 1901, var Brandes aðal-
ritstj. blaðsins. Hannerog eittafhelstu
leikritaskáldum Dana. Eitt af leik-
ritum hans, „Asgerd", gerist hjer á
landi í fornöld, og er efnið tekið úr
Njálu. Þingmaður hefur E. Br. lengi
verið, nú siðustu árin í landsþinginu.
Hann er bróðir G. Brandesar pró-
fessors.
P. Munch dr. phil, og sagnfræð-
ingur var áður ritstjóri tímaritsins
„Det Nye Aarhundrede". Hann er
miðaldra maður og hefur eigi setið á
Stfilka óskast í vist nú þegar f
Vestmannaeyjum. Uppl. Grettisg. 44.
Yetrarstúlka óskast. Ritstj. ávísar.
þingi fyr en nú í ár. En með rit-
gerðum í tímaritum og blöðum hef-
ur hann tekið mikinn þátt í stjórn-
máladeilunum í Danmörkn á síðustu
árum.
Hinir s eru minna kunnir út í frá.
E. J. C. Scavenius er ungur maður,
fæddur 1877, og var áður skrifstofu-
stjóri í utanríkisráðaneytinu. M. C.
B. Nielsen prófastur er aldraður
maður, 62 ára. P. Christensen er
húsmaður (f. 1854) og Jensen On-
sted sjálfseignarbóndi (f. 1860). Wei-
mann aðalkonsúll er miðaldra maður.
Vantraustsyfirlýsing
til stjórnarinnar
úr Vestur-ísafjarðarsýslu.
28. og 29. f. m. hjeldu Vestur-
Isfirðingar þjóðmálafund á Flateyri
í Önundarfirði. Til fundarins höfðu
verið kjörnir fulltrúar í öllum hrepp-
um sýslunnar og hafa Vestfirðingar
haldið slíka fundi áður. Þessar iregnir
voru símaðar hingað af fundinum á
laugardaginn:
»Samþykt var með 8 atkv. gegn
5 vantraustsyfirlýsing til ráðherra
fyrir sljórnarathafnir hans yfir-
leitt, sjerstaklega nefnt: skipun
sendiherrans frá Vogi, Thorefje-
lagssamningurinn 0. fl.
Vanþóknun lýst vié stjórnar-
flokkinn á þingi fgrir meðferð
hans á sambandsmálinu, stjórnar-
skrármálinu, bankalögunum 0. fl.«
Frjett hefur Lögr., að kjörnu full-
trúarnir á fundinum hafi verið 14, en
einn verið fjarverandi, þegar þessi
atkvæðagreiðsla fór fram, og var það
stjórnarandstæðingur.
Þingmaður Vestur-ísfirðinga var
einn af fylgifiskum Björns Jónssonar
á síðasta þingi, síra Kristinn Daníels-
son á Utskálum, svo að þessi var.-
traustsyfirlýsing kemur úr kjördæmi,
sem studdi B. J. til valda.
Það er enginn efi á því, að þjóð-
in er nú yfirleitt búin að sjá, að hún
gerði glappaskot með kosningunum
10. september í fyrra. Hún er búin
að sjá, að þá var hún beitt falsi. Úr
öllum loforðum þeirra manna, sem
hún þá trúði, hafa orðið svik ein,
og stjórnin hefur verið fengin í hend-
ur manni, sem fyrir allra hluta sakir
er gersamlega óhæfur til þess að
fara með hana.
Vestur-ísfirðingar eiga lof skilið
fyrir það, að þeir risu upp og and-
mæltu. Öll kjördæmi stjórnarfylgi-
fiskanna ættu að fylgja dæmi þeirra.