Lögrétta - 03.11.1909, Blaðsíða 2
202
L0GRJETTA.
Lögrjetta kemur út á hverjum mið-
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg.
á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli.
Hvernig eigum v]‘er ú byggja?
Eftir Jón Þorláksson.
----- I.
Samkvæmt verslunarskýrslum árs-
ins 1907 var það ár flutt til landsins
byggingarefni fyrir 2131704 kr., þar
af trjáviður eingöngu fyrir iV3 milj.
króna. í raun rjettri hefur þó ver-
ið flutt talsvert meira af byggingar-
efni til landsins þetta ár, því að
verslunarskýrslurnar ná ekki yfir allar
þær vörur, sem til landsins eru flutt-
ar; þær eiga að ná yfir altþað, sem
kaupmenn hjer og fastar verslanir
flytja inn, en hitt verður útundan,
sem einstakir menn kaupa til eigin
nota frá útlöndum, og það er ekkert
smáræði. Sem dæmi þess, hve versl-
unarskýrslurnar eru ófullkomnar, má
nefna, að þær telja fluttar 15190
tunnur af sementi frá Danmörku árið
1907, en útdráttur úr dönskum versl-
unarskýrslum, sem prentaður er í
landshagskýrslum vorum, sýnir, að
það ár voru fluttar frá Danmörku til
íslands að minsta kosti 20343 tunnur
af sementi. í verslunarskýrslum vor-
um eru því vantaldar að minsta kosti
5153 tunnur, eða tala verslunarskýrsl-
unnar þarf að hækka um h. u. b.
35% til þess að nálgast hið rjetta.
Trjáviður hingað fluttur frá Noregi
og Svíþjóð er talinn um 1 miljón og
141; þús. króna virði, en samkvæmt
útdrátti úr norskum verslunarskýrsl-
um hefur frá Noregi eingöngu verið
fluttur hingað trjáviður, sem eftir
venjulegu útsöluverði hjer mundi vera
nál. 1 miljón og 500 þús. kr. virði.
Lítur því ekki út fyrir að timbrið sje
talið betur fram en sementið. Líklega
hefur aðflutt byggingarefni 1907 num-
ið einum þrem miljónum króna eftir
útsöluverði hjer.
Hvort sem verslunarskýrslurnar eru
nú meira eða minna vitlausar í þessu
efni, þá má það vera öllum Ijóst, að
hjer er að ræða um svo stórkostleg-
ar upphæðir, að það skiftir afarmiklu
fyrir fjárhagslega velmegun þjóðar-
innar, hvort þessu fje er varið vel
eða illa, hvort byggingarefnin eru
notuð á þann hátt, að þau verði var-
anleg eign þjóðarinnar, eða þau eru
misbrúkuð svo, að þeim sje eyði-
legging búin á fám árum.
Þetta hefur ýmsum verið Ijóst áð-
ur, og á Guðmundur hjeraðslæknir
Hannesson heiðurinn af að hafa fyrst-
ur hreyft málinu með rökum og svo
um munaði. Fyrir tilstilli hans tók
alþingi það til meðferðar á þann hátt,
að það veitti í nokkur ár fje til þess
að kosta rannsókn á byggingarefnum
landsins og til leiðbeininga í húsa-
gerð. Eftir að maður sá, Sigurður
heitinn Pjetursson verkfræðingur, sem
upphaflega hafði starf þetta með
höndum, var dáinn, fjekst jeg við
það í tvö ár, (1. febr. 1903 til 1.
febr. 1905), en síðan hefur enginn
sjerstakur maður verið til þess kost-
aður.
Þegar jeg fór að fást við þetta,
varð mjer það tiltölulega fljótt ljóst,
að ekki var um mörg byggingar-
efni að gera, sem hentug væru til
þess að vera aðalefni húsagerða hjer.
Steinsteypa var og er hið eina efni,
sem um getur verið að ræða til
veggjagerðar að varanlegum húsum
víðast hvar á landinu. í ritgerð í
Búnaðarritinu 1903, »Nýtt bygging-
arlag«, lýsti jeg steinsteypunni og því
byggingarlagi, sem jeg þá áleit að
mundi verða best við okkar hæfi; en
mjer varð það brátt ljóst, að þótt
auðvelt væri að komast að ákveð-
inni niðurstöðu um aðalatriðið, bygg-
ingarefnið, þá var engin leið til þess
að svara hinum ótölulegu spurning-
um, sem fyrir lágu og upp hlutu að
koma um það, hvernig tilhögun væri
hentust í hverju einu atriði, önnur
en sú, að láta reynsluna kenna sjer
það, og varð þar ekki bygt á öðru
en innlendri reynslu, en hún var þá
engin fil. Eina ráðið varð því í
mínum augum, að afla sjer reynslu
með því að fá menn til að byggja 1
úr steinsteypu. 1 þessu skyni fór jeg
fram á það, að lán yrði veitt úr land-
sjóði með aðgengilegum kjörum nokkr-
um mönnum, sem vildu skuldbinda
sig til þess að verja lánunum til húsa-
gerðar eftir fyrirsögn minni. Efþetta
hefði komist í kring, þá hefði vænt
anlega fengist á fám árum sú fjöl-
breytta reynsla, sem nauðsynleg var,
því að jeg vissi um nóga menn, sem
vildu vinna það til að ráðast í að
byggja eftir fyrirsögn minni, ef þeir
hefðu getað fengið fje að láni til
þess. En hvorki stjórn Búnaðartje-
lagsins, sem nánast hefði átt að bera
málið fram, nje alþingi, hafði þann
áhuga á því, að þessu væri sint.
Lánin voru ekki veitt, menn voru
mjög tregir til að leita leiðbein-
inga hjá mjer, ef þeir áttu að byggja
eingöngu af sínum efnum — eða
vanefnum —, og sá jeg þá ekki til
neins að leggja kapp á að veitt væri
fje til þess að launa nýjum manni
til leiðbeininga við húsagerð, eftir að
jeg hafði tekist önnur störf á hendur.
Síðan eru nú liðin rúm 4 ár, og
hefur afarmikið af húsum verið bygt
í landinu á þeim árum. Þrátt fyrir
almenna ótrú á steinhúsum yfir höfuð,
sem einkum átti rót sína að rekja
til gamalla og illa gerðra steinhúsa
á einstökum stöðum, einkum í Reykja-
vík, hafa ýmsir menn bygt úr stein-
steypu þessi árin, einkum til sveita.
Eigi allfáir hafa leitað leiðbeininga
hjá mjer að einhverju leyti, og hef
jeg látið þær í tje eftir því sem mjer
hefur verið unt, og jafnan ókeypis;
hef jeg einnig gert mjer far um að
lá vitneskju um, hvernig steinhús
manna reyndust, og er því svo kom-
ið nú, að jeg þykist vera kominn að
nokkurnveginn ákveðinni niðurstöðu
um það, hvernig frágangur eigi að
vera á steinsteypuhúsum, svo að
menn verði ánægðir með þau. Af
hjeruðum þeim, sem jeg er kunnug-
ur /, hefur Fljótsdalshjerað verið
fremst í flokki um steinhúsagerð;
þar hafa verið bygð mörg hús síð-
ustu árin, og það eintóm steypuhús,
það jeg best veit, ekkert timburhús;
Borgarfjörður og Dalasýsla koma þar
næst, og er mjer nær að halda, að
í þeim hjeruðum verði ekki bygð
mörg timburhús hjer eftir. Reynsla
þeirra, sem steinhús hafa bygt, er
sem sje sú, að þau eru rakalaus,
nægilega skjólgóð og ódýrari en
timburhús — ef rjett er að farið.
Jeg ætla þess vegna að biðja Lög-
rjettu að flytja ágrip af því, sem jeg
hygg að þeir þurfi helst að hafa hug-
fast, sem ætla að byggja yfir sjálfa
sig eða skepnur sínar. Ófullkomið
verður það ágrip, bæði vegna þess,
að margt verður ekki útlistað nema
myndir sjeu til skýringar, en á því
eru engin tök í þetta sinn, og svo
vegna hins, að um margt vantar
nægilega reynslu enn. Ætlast jeg
til að leiðbeiningarnar verði sem mest
sniðnar við hæfi sveitabænda, því að
hjá þeim hef jeg yfirleitt orðið var
við miklu meiri áhuga á því að byggja
varanlega, ef þeir leggja út í að
byggja, heldur en hjá kaupstaðabú-
um. Vita þykist jeg það, að skrif
um slíkt gagnsemismál muni þykja
mörgum blaðalesendum leiðinlegt og
Iítt lesandi, því að ef dæma má eftir
innihaldi ýmsra blaða, sem endur
fyrir löngu höfðu þann góða sið, að
ræða þarfleg efni öðru hvoru, þá er
smekkur lesendanna nú orðinn svo
breyttur, að þeir vilja ekki sjá annað
en klunnaleg og ástæðulaus ónot eða
skammir í garð þeirra manna, sem
eru svo lánsamir að teljast til and-
stæðinga þeirra í stjórnmálum. Jeg
veit ekki hvort Lögrjetta á nokkra
slíka lesendur, en sje svo, þá geri
jeg mjer von um að einhver eftir-
tektasamur bóndi kunni að hafa lítil-
fjörlegt gagn af eftirfarandi greinum,
sem geti vegið upp á móti leiðind-
um hinna.
Island erlendís.
Frá Khöfn er skrifað:
„ . . . Bókmentafjelagsdeildin hjer
mun nú bráðum halda aðalfund, sem
hefur verið frestað af ýmsum ástæð-
um. Hefur fjelaggstjórnin sent fyrir-
spurn til deildarmanna um það, hvort
þeir vilji að deildin sje flutt til Reykja-
víkus og lögð niður hjer, eða ekki.
Eiga svör að vera komin aftur til
forseta fyrir 15. nóv., en svo aðal-
fundur að haldast. Þetta er engin
eiginleg atkvæðagreiðsla, en stjórnin
vill vita ákveðinn vilja allra deildar-
manna í þessu efni, því ósanngjarnt
væri, að hinn litli hluti þeirra, sem
getur verið á fundum í Höfn, ráði
einn því máli til lykta. Fari svo, að
Hafnardeiídin verði lögð niður, er í
orði að mynda nýtt íslenskt vísinda-
fjelag hjer, hvað sem úr því kann
að verða".
Bókafregn.
I. Islandica II. The Northmen
in America (982—c. 1500).
A Contribution to the Biblio-
graphy of the Subject. By
HalldórHermannsson. Ithaca,
N.-Y. 1909.
II. Aktstykker til Oplysning om
Grönlands Besejling 1521
— 1607,’ medd. af L. Bobe.
(Ritgjörð í Danske Magazin.
V.R. 6. Kbhavn 1909).
Skrá Halldórs er yfir rit um elstu ferðir
Norðurlandabúa'til Vesturheims. Hún
er samin með hinni sömu vandvirkni
og nákvæmni semjönnur rit höfund-
arins, og getur"orðið til’mikils gagns
hverjum, senPvill kynna sjer það mál.
Höf. tilfærir ekki einungis sjálf aðal-
ritin, heldur oft líka ýmsar ritgerðir,
sem skýra eitthvað íjþeim. í formál-
anum gerir hann grein fyrir aðferð
sinni við úrvalið. Hann tekur þar
rjettilega fram [þýðingu hins merki-
lega rits hinna dönsku vísindamanna,
A. A. Björnbo’s og C. S. Petersen’s,
um landfræðinginn Claudius Clausson
Swart (Claudius Clavus). En úr því
höf. minnist á þetta rit og talar ítar-
legar um'það en önnur, finst mjer
hann hefði lfka átt að geta um aðal-
þýðingu þess, nfl., að það hefur alveg
leitt til lykta hina ] miklu deilu um
ferðir Zeni-bræðranna í norðurhöfum,
og sýnt afdráttarlaust, að frásagan
um þær er tilbúningur einn.
Að skýra frá þeirri deilu liggur fyr-
ir utan verkefni þessa ritdóms, en jeg
get ekki stilt mig um að segja frá
aðalatriðinu, er tekur öll tvímæli af
um kortið, sem eignað var Zeni-
bræðrunum. Claudius Clavus hafði
teiknað kort yfir Norðurlönd og norð-
urhöf. Til að fylla þar út eyður
hafði hann ritað ýmislegt, sem ekki
var landanöfn, og meðal annars við
Grænlandsstrendur á kortinu sett
fjónska þjóðvísu, og var þetta skrif-
að þannig á kortið, að maður, sem
ekki skildi dönsku, gat haldið að orð-
in í vísunni væru nöfn á stöðunum,
sem þau stóðu hjá á kortinu. Á
þessu flaskaði nú Nicolo Zeno yngri,
er hann um 1558 bjó til kortið og
sagðist hafa teiknað eftir korti for-
feðra sinna frá því um 1380.— Vís-
an er með nútíðarrjettritun hjer um
bil svona:
„Der bor en Mand i en Grönlands aa,
og Spildebodh monne hann hedde,
mer haver han af hvide Sild
end hann haver Flesk hint fede.
Norden driver Sandet paa ny.
En úr þessu gerði ítalinn, sem
ekki skildi dönsku, dýrðleg landa- og
staðanöfn, meðal annars varð „en
Grönlands aa" að „Engrönelanda" o.
s. frv. Svo bjó hann til ferðasögu
um forfeður sína og lýsti þessum
merkilegu slóðuml! Zeno var Fen-
eyingur, og vildi sem sjepielga] ætt-
jörðu sinni heiðurinn af að hafa fund-
ið Ameríku á undan Genúumannin-
um Columbusi. Hann studdist og við
önnur kort, og varð úr þessu öllu
merkilegur hrærigrautur. — Þegar
menn nú fóru að rannsaka sögu landa-
leitunar í norðurhöfum, skiftust eðli-
lega skoðanir manna mjög um frá-
sögnina um ferðir Zeni-anna, og ýms-
ir ágætir vísindamenn, t. d. Gústav
Storm, leiddu loks rök að því, að
frásagan um þær væri að miklu eða
öllu leyti tilbúningur, og eru nú tek-
in af öll tvímæli um það, því Bj. &
P. fundu gott og gamalt eintak af
korti Clavusar, allólíkt þeim, er menn
þektu áður, gátu lesið vísuna, og
skýrt þannig nöfnin á Zeni-kortinu, og
er það því úr sögunni.
Rit Halldórs er nvtsöm og góð bók,
en þó hefði það samt nærri því ver-
ið æskilegt, að útgáfan hefði dregist
nokkra mánuði, því einmitt í sumar
(1909) hafa komið afarmerkileg rit
um þetta efni. Én auðvitað gat höf.
ekki vitað um það, að slíkt væri í
vændum, og ber því síst að saka
hann. Jeg á hjer við hin merkilegu
brjef, sem L. Bobé hefur fundið í
Ríkisskjalasafni Dana og prentað í
Danske Magazín í sumar. Einkum
er eitt þeirra merkilegt. Það er skrif-
að 3. mars 1551 af Carsten Grip
borgmeistara í Kiel, til Kristjáns kon-
ungs 3., og getur um ferðir Diðriks
Pinings (sem, eins og kunnugt er, var
lengi höfuðsmaður á íslandi) og Pott-
horsts fjelaga hans í norðurhöfum,
og veru þeirra á Grænlandi. Menn
hafa áður (G. Storm) viljað setja ferð
Pinings árið 1494, en brjefið sýnir,
að hún hefur verið farin á dögum Krist-
jáns I. (d. 1481). í hinni nýútkomnu
þýsku útgáfu bókar sinnar um Clavus
nota þeir A. Björnbo og C. S. Pet-
ersen þessi brjef og færa miklar lík-
ur til þess, að ferð Pinings hafi verið
farin árið 1476, og að það sje sú ferð,
sem annars er kend við Joh. Skol-
vus, er menn áður hafa efast um
(sbr. Þorv. Thoroddsen Landfr.s. ísl.
bls. 82—83). Halda þeir að Skol-
vus hafi verið leiðsögumaður þeirra
Pinings. Hvort það er svo, er nú óvíst,
en að minsta kosti má telja fullsannað,
að Diðrik Pining og Potthorst hafa
komið til Grœnlands og ef til vill
meginlands Ameríku (Labrador) á
undan Columbusi, og að frjettin um
þá ferð hefur komist í páfagarð og
til Portúgals og víðar um Suðurlönd,
og þá hefur hún sennilega líka bor-
ist til eyrna Columbusar. Hinsveg-
ar er enn ósannað, að hann hafi vit-
að nokkuð um Vínlandsferðir hinar
fornu. — ítarleg grein um þetta efni
eftir Dr. Björnbo er í „Berlingske
Tidende" 17. júlí þ, á. með yfir-
skriftinni: „En nordisk Columbus
Aar 1476?“ —- Auðvitað rýrir þetta
ekki heiður Columbusar að neinu
leyti.
Það er fróðlegt að sjá í bók Hall-
dórs talin upp öll þau vitleysu-rit,
sem hálflærðum og hálfvitlausum
mönnum hefur tekist að láta prenta
um leifar af bygðum Norðurlandabúa
á meginlandi Ameríku, t. d. hin al-
ræmdu rit Horsfords um Norumbega.
Því miður hefur slíkt bull orðið til
að vekja hjá mörgum lærðum mönn-
um megna ótrú á hiijum áreiðanlegu
sögnum um Vínlandsferðirnar, en von-
andi fækkar þó þeim, sem enn telja
Leif hepna og fjelaga hans þjóð-
söguhetjur. Hetjur voru þeir, til voru
þeir, Vínland fundu þeir, — en þeir
reistu ekki „Norumbega".
Khöfn, 5. okt. 1909.
Sigfús Blóndal.
Ráðherranti mávara sig.’
Þessi yfirskrift datt mjer í hug,
þegar jeg las það í blöðunum, að
ráðherran hefði vikið Tryggva Gunn-
arssyni frá . bankastjórastöðunni að
orsakalausu. Það er auðvitað fleira ó-
vinsælt, sem þessi nýi ráðherra hef-
ur gert, en ekkert mun eins illa þokk-
að af íslensku þjóðinni, sem þetta,
því Tryggvi Gunnarsson er elskaður
og virtur um alt land; enda er það
eðlilegt, því hann hefur sýnt það í
orði og verki, að hann er sannur
föðurlandsvinur, og enginn núlifandi
íslendingur hefur unnið þjóðinni meira
gagn en hann.
í bankastjórastöðunni hefur hann
verið duglegur, sýnt öllum jafnt lip-
urð og ljúfmensku, og eflt hag bank-
ans meir en vænta mátti með jafn-
lítið fje, sem hann hafði yfir að ráða,
eins og sjest best á því, að vara-
sjóður bankans er orðinn full 600,000
kr. Það er ætlun mín, að þetta ó-
happaráð Björns ráðherra styðji kröft-
ulega að því, að hann sitji skamma
stund í valdasessi.
Eftir því sem ráða má af umræð-
um manna, má eins vel búast við
því, að meiri partur þjóðarinnar rísi
1) Ritgerð þessi barst Lögr. ekki fyr
en'í fyrra dag, en hún lætur hana samt
senTáður koma fram eins og höf. hefur
frá~henni gengið, þótt hún sje síðar birt,
en hann hefur til ætlast.
upp sem einn maður og heimti, að
Tryggva verði aftur veitt bankastjóra-
staðan, því það getur orðið hættu-
legt fyrir þjóðina, ef hennar bestu
menn eru lagðir í einelti með því
að vfkja þeim frá embættum eða
störfum án dóms og laga. Það
liggur f augum uppi, að ef pólitiskt
hatur og persónuleg óvild á að ráða
lögum í landi voru, þá er velferð
þjóðarinnar glötuð um lengri eða
skemri tíma.
Allir valdhafar verða að gæta þess
vandlega, að láta eigi hlutdrægni
ráða gerðum sínum í einu nje neinu,
þvf verði þjóðin þess vör, þá gerir
hún a!t sitt ítrasta til að velta slík-
um mönnum úr valdasessinum.
Jafnvel þó jeg hafi verið talinn
með meirihlutanum, vegna þess, að
jeg vildi, að sambandslagafrumvarp-
inu væri breytt, þá get jeg ekki
gengið þegjandi fram hjá þessu ó-
happatiltæki ráðberrans. Auðvitað
var meiri hlutinn á þinginu í vetur
nokkur sök í þessu, þar sem hann
leið ráðherranum ransóknarnefndar-
skipunina að ástæðulausu, því Tr.
Gunnarsson og meðstjórnendur hans,
Eirfkur Briem og Kristján Jónsson,
eru hinir mestu ágætismenn og end-
urskoðendurnir mjög færir til starfs-
ins, svo að naumast~mun hafa verið
kostur á betri mönnum til þess, svo
hjer var ekkert að óttast; eh þetta
var — eins og fleira — ávextirnir
af þeirri íásinnu meiri hlutans á þing-
inu í vetur, að kjósa Björn Jónsson
fyrir ráðherra, sem orðinn var þreytt-
ur á lífinu og bilaður að heilsu bæði
á sál og líkatna.
Vilji ráðherrann halda tigninni, þá
verður hann að forðast öll Lokaráð,
sem Reykjavík er nú sögð auðug af,
og ef hann gerir margt strykið þessu
líkt, þá má hann vara sig, því þjóð-
in hefur sterkar gætur á öllu, sem
ráðherrann gerir.
Það hefur nýlega frjetst, að Tr.
Gunnarsson muni ætla að sækja um
bankastjórastöðuna. Það væri því
ráð í tíma tekið af ráðherranum, að
veita honum hana aftur, því á þann
hátt mundi lækka sú alda, sem ris-
ið hefur gegn ráðherranum út af af-
setning Tryggva. Þess er lfka að
gæta, að við það sparast landsjóði
útgjöld, og það ætti ráðherrann að
hafa hugfast, því hann hlýtur að
muna það, að Björn Jónsson ritstjóri
ísafoldar hefur undurin öll ritað um
sparnað og úthúðað öllum eyðslu-
seggjum. En það er hægra aðkenna
heilræðin, en halda þau.
Þessum fáu línum vona jeg að
Lögrjetta ljái rúm hið fyrsta.
Örn.
Reykjavík.
»Alþjóðaleikhús Reykjavíkur«
er nafn á nýju kvikmyndaleikhúsi,
sem komið er hjer upp. Það stend-
ur í sambandi við norskt kvikmynda-
fjelag, en íslenskur maður, Jón Guð-
mundsson, veitir því forstöðu. Fjelagið
hefur leigt Bárubúð til sýninganna í
vetur og, að sögn, einnig hornleikara-
flokkinn til þess að skemta milli sýn-
inga.
Fyrstu sýningarnar voru kvöldið
29. f. m. og var boðið til þeirra
fjölda manns, en aðgangur ekki seld-
ur. Myndirnar voru góðar og tókust
vel. Eitt var landslagssýning frá
Sikiley.
Næsta kvöld voru sýningarnar opn-
aðar fyrir almenning og er svo ráð-
gert, að halda þeim áfram daglega,
Yeði’ið. í síðastl. viku voru hrein-
viðri og kuldar, alt að 9 st. C. hjer
í bænum, en á Grímsstöðum á Fjöll-
um komst frostið upp í 13 st. Fyrir
helgina breyttist veðrið og hlýnaði,
og hefur verið frostlaust síðan. Dá-
lítið snjóföl er hjer.
Kennaraskólinn. Þar eru nú um
70 nemendur, karlar og konur.
Til útlanda eru nýl. farin Guðm.
Sveinbjörnsson aðstoðarmaður í stjórn-
arráðinu og frú hans, og dvelja um
tíma í Khöfn.
Gift eru hjernýl. Gunnar Egilsen
kand. plil. og Guðrún Thorsteinson
frá Bfldudal og fóru slðan til Khafnar.