Lögrétta - 10.11.1909, Side 1
Aígreiðslu- og innheimium.:
ARINBJ. SYEINBJARNARSON
Laua:avets 41«
Talsími 74,
Ritstjóri*
Þ ORSTEINN GISLASON
Pingholtsstræti 17.
Talsími 178.
52.
Reykjavík ÍO. nóvember 1900.
IV. ítrg.
I. O. O. F. 9011128V»III.
Forngripasafnið opið n—12 frá 15 jún.—
15. sept.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1.
Tannlækning ók. (( Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. II—1.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io'/»
—12 og 4-5.
Islands banki opinn 10—272 og 57a—7.
Landsbankinn io'/a—21/*- Bnkstj. við 12—1.
Lagaskólinn ók leiðbeining 1. og 3. ld. í
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8.
HAFNARSTR-17 18 1920 212'2'KOLAS 12- LÆKJAR:
• REYKJAVÍK •
Aðeins vandaðar
vörnr,
en þó
ódýrar;
þess vegna beinn
hag'naður
að versla við
*
I
Lárus Fjeldsted,
Yflrrjettarmálafœrslumaður.
lælíjargata 2.
Heima kl. 1 1 —12 og 4-5.
Bóka- og pappírsverslun
Arinbj. Sveinbjarnarsonar
Laugareg 41.
Talsími 74.
Hvernig eigum vjer ai byggji?
Eftir Jón Þorláksson.
II.
Hússtæði og herbergjaskipun.
Fyrst er að velja hússtceðid. Og
það sem mestu á að ráða um hús-
stæðið er vatnsbólið. Landnáms-
menn hafa auðsjáanlega haft þetta
hugfast, þegar þeir völdu sjer bæjar-
stæðin; það er engin tilviljun, að
bæjarlækur rennur um túnið á helm-
ingi bæja hjer eða svo. Nú á tím-
um er ekki nóg, að vatnsbólið sje
nálægt bænum, því að nú vilja allir
veita neytsluvatninu í pípum inn í
bæinn, ef kostur er; skal því gæta
þess, ef unt er, að velja hússtæði
svo, að húsið standi lægra en vatns-
bólið, en þó nálægt vatnsbólinu. Þá
er hægt að veita vatninu inn með
litlum tilkostnaði. Þetta á jafnt við
um íbúðarhús og peningshús, eink*
um fjós. Þó verður að gæta þess,
að setja hús ekki niður í kvos eða
lág, þar sem ekki getur runnið frá
því; regnvatn og einkum skolp þarf
að geta runnið óhindrað burtu.
Þar næst er að gæta þess, að
grundvöilurinn sje traustur, og ekki
of djúpt á honum. Enginn skyldi
fastákveða hússtæði, fyr en hann
hefur kannað grundvöllinn með grefti
eða borun. Fastur grundvöllur á
helst ekki að liggja dýpra en sem
svarar á hæð við fyrirhugað kjallara-
gólf; ef dýpra er á honum, hlýst þar
af aukinn kostnaður, er grafa þarf
fyrir veggjum og gera undirstöður að
þeim niður fyrir kjallaragólf. Ef
grjót er nærtækt, er þó engin frá-
gangssök að fara svo sem 1 al. nið-
ur fyrir kjallaragólf, ef þörf gerist.
Hvað er góður grundvöllurf Um
það er erfitt að gefa skýrar reglur,
þótt auðvelt sje að kanna fyrir þá,
sem vanir eru. Þess ber vel að gæta,
að grundvöllurinn þart að vera þeim
mun traustari, sem húsið er þyngra,
þ. e. steinhús þurfa traustari grund-
völl en timburhús. Klöpp er ávalt
góður grundvöllur; þjett og þur mó-
hella sömuleiðis, svo og þjettur sand-
ur, ef sjeð er um að vatnsrensli nái
ekki til hans. Gamlar rústir og haug-
ar eru ónýtur grundvöllur, svo og
allur jarðvegur, sem gerður er af
mold eða jurtaleifum að mestu. Eitt-
hvert besta ráðið til að kanna grund-
völl er, að pjakka í hann með beitt-
um járnkalli; gangi járnkallinn ekki
í til muna, er grundvöllurinn vitan-
lega traustur. Aldrei skyldi taka
undirstöður veggja skemra í jörð en
hálfa aðra alin, nema klöpp sje ofar,
þvf að klaki gengur um 1V2 al. í
jörð á hörðum vetrum, og engum
grundvelli er treystandi, nema klöpp-
inni einni, ef frost nær til hans. Ef
klaki kemst í jörð undir steinhús-
veggi, koma áreiðanlega sprungur í
þá.
Víðast hvar standa bæir hjer á
landi inni í miðjum túnum; það hef-
ur þótt þægilegt að hafa þá þar,
vegna þess, að þá var hægast að
verja túnin um gróandann, og fyrir-
hafnarminst að reiða áburðinn á
þau. Þessi þægindi hafa gert meira
en að vega upp átroðning þann, sem
túnið hlýtur að verða fyrir af mönn-
um og skepnum, þegar bæjarhús og
peningshús eru inni í túninu. Nú fer
að líða að því, að flest tún verða
girt, og þarf bærinn þá ekki lengur
að veru í miðju túni vegna vörsl-
unnar, og aburðinn fara nú allir að
flytja á vögnum um túnin. Hjer
eftir verður því í rauninni miklu hent-
ara að hafa bæi og peningshús úti
í túnjaðri, eða utan við hann, svo að
túnið þurfi ekki að verða fyrir nein
um atroðningi. Einstöku bændur
hafa þegar flutt íbúðarhús sín út í
túnjaðar, og hygg jeg, að enginn
iðrist þess, sem það gerir. Moldin
úr húsa- og bæja-rústum er ágæt til
ræktunar, og rústirnar sjalfar eru
besta túnstæði, og í kringum nýju
húsin græðist smámsaman upp tún,
svo að öllu samanlögðu verður nið-
urstaðan sú, að flutningur húsanna er
mesta jarðabót.
Afstaða íbúðarhúss á, ef unt er, að
vera svo, að íbúðarherbergi þau, sem
mest eru notuð, snúi móti suðri eða
suðaustri. Gæta skal þess, að setja
hús f hlje fyrir verstu illviðraáttum,
ef unt er.
Þegar búið er að ákveða hússtæð-
ið, verður næsta atriðið það, að á-
kveða byggingarlag og herbergja-
skipun í húsinu. Þetta er meira
vandaverk en flestir ætla. Þaulvan-
ir húsameistarar geta spreitt sig á
því dögum og vikum saman, að finna
sem haganlegasta tilhögun á einföldu
íbúðarbúsi, ef þeir gera sig ekki á-
nægða meðan eitthvað má finna að,
og má þar af vita, að þetta getur
verið ærið umhugsunarefni fyrir óvana
menn, sem fátt hafa sjeð. Stað
hættir eru svo margbreytilegir, kröf-
ur þær, sem menn gera, og efni þau,
sem menn hafa, svo mismunandi, að
almennar reglur fyrir herbergjaskip-
un verða ekki gefnar. Þó eru nokkr-
ar meginreglur, sem hafa má hug-
| fastar.
Fyrst og fremst verður sá, sem
ætlar að byggja varanlegt hús úr
steini, að hafa það hugfast, að hann
byggir ekki eingöngu fyrir sig sjálf-
an, heldur Ifka fyrir eftirkomendur
sína; kröfur manna til lífsþæginda
fara jafnan vaxandi, og þess vegna
ma ganga að þvf vísu, að það sem
þyki viðunandi nú, þyki ófullnægj-
andi þegar liðinn er einn mannsald-
ur. Þess vegna er um að gera, að
vera heldur á undan kröfum tímans
en hitt, hafa stærð herbergja, hæð
undir loft o. s. frv. svo, að ríflegt
þyki nú, í þeirri von, að þá þyki
það viðunandi til frambúðar. Ef efnin
leyfa ekki, að hafa tilhögunina eins
og maður vildi óska, þá er að reyna
að haga svo til, að auka megi og
umbæta seinna, án þess að raska um
of því, sem í upphafi var gert.
Kjallara skyldu menn jafnan hafa
undir húsinu öllu, nema þar sem
stendur svo á, að ekki yrði hægt að
verja hann vatni, eða 01 grunt er á
klöpp í hússtæðinu. Breidd hússins
á ætfð að vera svo, að hæfilegt þyki
að hafa tvö herbergi í breiddinni;
verður breidd hússins þá venjulega
10—14 álnir að innanmáli. Nokkurn-
veginn eftir miðju húsinu ei.dilöngu
verður þá veggur, aðalmilligerðin, og
á sá veggur að bera bitana jafnframt
hliðveggjum hússins. Utidyr þurfa
ekki að vera nema einar á litlum
húsum, en oftast nær eru þær hafðar
tvennar, og má þá stundum haga
svo til, að aðrar sjeu á kjallara, en
aðrar á neðstu bygð. Inn af útidyr-
unum þurfa jafnan að vera anddyri,
og ættu menn að forðast að gera
þau mjög þröng, einkum ef stigar
eiga að vera í þeim. Kjallarinn á
aðallega að vera til geymslu, en þó
má líka hafa þar eldhús og borð-
stofu fyrir heimafólk, en þá verður
að vera góður stigi milli kjallara og
neðstu bygðar (stofubygðar). Aðal-
íbúð heimafólksins ætti jafnan að
vera á neðra gólfi, en gestastofa og
svefnherbergi fremur á efra gólfi, ef
húsið er svo hátt, því að hægra er
að ganga svo frá neðri bygðinni, að
upphitun sje þar auðveld, heldur en
efra loftinu. Þessi tilhögun, að hafa
gestastofu á lofti, tíðkast í sumum
sveitum, og kunna menn henni þar
vel; í flestum timburhúsuni, sem bygð
hafa verið til sveita, er samt hinni
tilhöguninni fylgt, að hafa gestastofu
og eldhús a neðri bygð hússins, en
„baðstofu", eða aðalíbúð heimafólks-
ins, uppi á lofti, undir þekjunni. Þetta
er auðsær ósiður, sem endilega þarf
að leggjast niður; sjálfsagt að taka
besta plass hússins til íbúðar fyrir
heimafólkið, þar sem best nýtur sól-
ar og hægast er að halda hita að
vetrinum, en velja lakara plássið
handa gestaherbergjunum, sem sjaidn-
ar eru notuð, og ekki þarf að sitja
í á vetrum. Það er eins og þeir,
sem þessu eru óvanir, fyrirverði sig
fyrir að bjóða gestunum „upp á loft“,
en þetta stafar eingöngu af vana og
hverfur af sjálfu sjer, ef tískan breytist.
Til þess að komast að ákveðinni
niðurstöðu um herbergjaskipun, þarf
að teikna hana á blað eftir ákveðn-
um mælikvarða; ef um stór hús er
að ræða, er slíkt ekki annara með-
færi en æfðra húsameistara, og ættu
menn að leita til þeirra, ef kostur er,
en annars er ekki nema gott að hver
sá, sem ætlar að byggja fyrir sig,
reyni það sjálfur. Ma þá ekki gleyma
að setja reykháf eða reykháfa svo, að
öll eldfæri nái til þeirra, teikna aila
veggina með þeirri þykt, sem þeim
er ætlað að hafa, ætla nóg pláss
fyrir stiga o. s. frv. Ef aðalmiili-
gerðin á að vera úr steini, sem ætíð
ætti að vera í steinhúsum, verður að
gæta þess, að sá veggur í neðri
bygðinni standist á við eða komi
beint upp af sama vegg í kjallaran-
um, því að með engu móti má ætla
IfEíir og Rammalistar
fást hvergi betri nje ódyrari en í BankttStrœti 14.
Hvergí eru myndir jafnódýrt innramm-
aðar eins og hjá
Jóni Zoéga, Bankastræti 14.
1 Bankastræti 14 fást áreiðanlega fallegustu
Rammarnir í bænum. Yflr 150 tegundir.
Munið eftir, að alt þetta fæst best í
14 Bankastræti 14.
Talsiml 128. -LÓll Talsími 128.
bitunum að bera steinvegg. Og þó
aðalmilligerðin í stofubygðum sje úr
timbri, þá á hún að standa rjett upp
af aðalmilligerðinni í kjallaranum.
Sá, sem vill bugsa út haganlega
herbergjaskipun fyrir sig, má ekki
spara til þess tíma og ekki gefast
upp, fyr en hann finnur það fyrir-
komulag, sem hann er viss um að
verða ánægður með; tii hægri verka
við uppdráttinn er gott að hafa
krossstrykaðan pappír, þar sem reit-
irnir eru jafnstórir á alla vegu, og
má þá lata hliðina í hverjum reit
takna t. d. I al. eða Va al. eða ann-
að, sem henta þykir. Tryggilegast
er þó jafnan að bera hugmynd sína
undir fróða menn í þeim efnum, ef
kostur er.
Thorefjelagið, ísbjörn og
Lögrjetta.
„Isbjörn, Reykjavík.
Forlang indrykket Lögrjettu Er-
statningssag anlægges Anledning Op-
fordring Blad 48 Boycotting samt
Straf Æresfornærmelse.
Thore".
Þetta er símskeyti frá Thurefjelag-
inu til Sveins Björnssonar málaflutn-
ingsmanns og er á íslensku svona:
„ísbjörn í Reykjavík. Krefstu að sett
verði í Lögrjettu, að skaðabótamál
höfðist út af áskorun í 48. blaði um
einangrun og svo til hegningar fyrir
ærumeiðingu. Thore".
Sveinn tilkynti samdægurs, að
Thore-fjelagið ætlaði að „hefja mál“
móti Lögrjettu „út af grein með yfir-
skriftinni Thoretjelagssamningurinn í
48. tbl. greinds blaðs" (sem út kom
13 f. m.) „En í greininni er skorað
á kaupmenn hjer, að taka sig sam-
an um, að flytja ekkert með skipum
fjelagsins", segir Sveinn.
Svo skorar hann á Lögr., að birta
þetta, „samkv. II. gr. í tilsk. um
prentfrelsi 9/5 1855". En Lögr. get-
ur ekki fundið neitt í þeirri grein,
sem skyldi hana til að birta þetta.
Hins vegar er það ekki nema lítil
og sjálfsögð eftirlátssemi við Thore-
fjelagið og ísbjörn þess, ef Sveini er
það huggun, í varnargagnahrakinu
fyrir »samninginn«, og svo sam-
viskuljettir. Því ætla má, að hann
finni til þungrar ábyrgðar nú, eftir
að sýnt er, hvernig samningurinn er
gerður, ef hann hefur átt mikla hiut-
deild í því, að faðir hans skrifaði
undir hann. En aftur á móti er það
karlinum ekki lítil afsökun, þótt hann
treysti Sveini sínum öðrum betur til
þess að sjá um, að hann skrifaði þar
ekki undir neitt, sem verða mætti
sjer til ámælis.
Af tilkynningu Sveins má sjá, að
hann ætlar ekki að krefjast refsing-
ar fyrir meiðyrði í garð Thorefje-
Úrval af póstkortum, á 5
aura stk., og ljómandi falleg póst-
kortaalbúiu, fást í bókaverslun
Arinbj. Sveinbjarnarsonar.
lagsins, þótt honum sje sagt að gera
það í símskeytinu. Hann hefur, þeg-
ar hann gáði að, sjeð, að þau voru
ekki til í Lögr., enda hefur hún ald-
rei fundið hjá sjer minstu löngun í
þá átt, að meiðyrða Thorefjelagið
nje framkvæmdastjóra þess, hr. Th.
E. Tulinius, út af samningunum, sem
við það hafa verið gerðir. Því ekki
tjáir um það að fást, þótt fram-
kvæmdastjórinn færi fyrir fjelagsins
hönd eins Iangt og komist varð.
Hitt, sem umboðsmaðurinn kveðst
ætla að „hefja mál“ út af, er ekki
til í Lögr. Þar er hvergi „skorað á
kaupmenn hjer, að taka sig saman
um, að flytja ekkert með skip-
um fjelagsins". Annars hyggur
Lögr., að bæði sjer og öðrum
væri alfrjálst, að bindast fyrir sam-
tökum í þessa átt, þótt hún hvorki
hafi gert það hingað til nje ætli að
gera það, því ráðherra hefur enn
ekki komið fram Iagaboði um það,
að menn sjeu skyldir til að meta
hagsmuni fjelagsins fram yfir alt
annað, þótt hann sjálfur virðist hafa
gert það, Við málshöfðunarhótun
þessa er I.ögr. óhrædd — og b; st
reyndar ekki við, að úr henni verci
annað, en þegar er komið fram.
Öll líkindi eru til, að hr. Th. E. Tuli-
nius hafi ekki sjeð greinina, sem
hann kveðst ætla í mál út af, þeg-
ar hann sendi símskeytið um máls-
höfðunartilkynninguna, heldur hafi
hann þá bygt á ósönnum símskeyta-
fregnum hjeðin að heiman um það,
sem í Lögr. stóð. Á það benda orð
símskeytisins um „ærumeiðinguna".
Lögr. hefur líka aðra sterlta ástæðu
til að ætla þetta, sem þó skal þag-
að um að þessu sinni.
En vinsamleg aðvörun er það frá
Lögr. til hr. Th. E. Tuliniusar, að
hann láti ekki ráðherra okkar, þótt
mikið hafi fyrir hann gert, tefla sjer
fram, nema sem allra minst, í stjórn-
málaþræturnar hjer heima. Heims-
lánið er valt, og ráðherratignin er
fallvölt tign. Það er óvíst, hve lang-
an tíma hann fær að njóta Björns
Jónssonar í vaMasæti af þeim 10 ár-
um, sem viðskiftasamningur hans við
landsjóðinn nær yfir, Hvað sem þeir
ráðherra og Sveinn sonur hans kunna
að hafa sagt framkvæmdastjóranum
um þetta, þá má hann trúa því, að
fylgi þessa ráðherra er nú bráðum á
þrotum. Og eitt af því marga,
sem snúið hefur mönnum frá honum,
er samningurinn við Thorefjelagið.