Lögrétta - 10.11.1909, Qupperneq 2
206
L0GRJET1 A.
Lögrjetta kemur út á hverjum miö-
, íkudegi og auk þess aukablöö viö og við,
minst 60 blöö als á ári. Verð: 4 kr. árg.
á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí.
Þann I. nóv. síðastl. var hjer mynd-
að hlutafjelag til þess að reka fiski-
veiðar með þilskipum og kallast
„Stapinn". Hlutafjelag þetta er stofn-
að með það fyrir augum, að fiski-
mennirnir geti tekið hlutdeild í því,
og að fitvegurinn geti orðið sem mest
í höndum íslenskra manna og um
leið tryggur.
Hluturinn er. á IOO kr. og er ekki
hafður hærri, svo að sem flestir fiski-
menn geti tekið þátt í fyrirtækinu.
Tvö skip eru nú þegar keypt,
sem ganga eiga til fiskiveiða.
Lög fjelagsins eru í 20 greinum.
Aftan við lögin er reglugerð um
rekstur fjelagsins í 5 greinum. í
fyrstu grein reglugerðarinnar er tal-
að um ráðningu 2 skipstjóra og há-
seta, og er í niðurlagi greinarinnar
komist svo að orði: „Hásetar skulu
ráðnir fyrir hluta af afla og skal afli
þeirra ávalt borgaður með sama verði
og aflinn af skipinu er seldur fyrir í
heild sinni".
í 2. gr. reglugerðarinnar er skip-
stjóra gert að skyldu að láta af hendi
viðtökuskýrteini fyrir því, sem hon-
um er fengið í hendur tilheyrandi
skipi, svo og veiðarfæri og annað út-
gerð skipsins viðkomandi, og verð-
ur hann að svara fyrir það, sem fer
hjá honum til spillis fyrir hirðuleysi
og vangá.
í 3. gr. er talað um útgerð skipa,
og er þar svo hljóðandi ákvæði:
„Stjórnin felur einum af meðstjórn-
endum sínum að gera innkaup á vör-
um til útgerðarinnar, bæði veiðar-
færum og vistum, og skal enginn
aukakostnaður á þau innkaup lögð,
nema sem nauðsynlegur er, svo sem
farmgjald, ábyrgðargjald, venjuleg
umboðslaun og pakkhúsleiga, auk
annara nauðsynlegra útgjalda. Þess-
ar vörur afhendast skipstjóra gegn
kvittun.
Með þessum fjelagsskap virðist
vera stigið stórt spor í áttina til þess,
að gera þilskipaútveginn íslenskan
og fiskimönnum auðvelt að verða
hluthafar. Fyrir fiskimenn er atriði
það, sem áður var tekíð fram og
stendur 1 1. gr., mjög svo þýðingar-
mikið, því það mun hafa átt sjer
stað, og það ekki ósjaldan, að fiski-
menn hafa fengið minna fyrir hlut
sinn af skipi en útgerðarmaður, sem
þó má telja ranglátt.
1 öðru lagi er það og þýðingar-
mikið atriði fyrir bændur, sem eiga
skip, eða hluta í skipi, að geta geng-
ið inn í ijelagið með skip sitt, þar
sem þeir verða aðnjótandi hinna ó-
dýru vörukaupa, sem fjelagið býður,
í stað þess sem þeir oft verða að
hlýta þyngri kjörum hjá kaup-
mönnum.
Samkvæmt lögum fjelagsins má
hlutafjelagið fara upp í 100,000 kr.
í stjórn fjelagsins eru Pjetur J.
Thorsteinsson kaupm., Matth. Þórðar-
son og Þorsteinn Þorsteinsson; til
vara í stjórninni er Einar Arnórsson
lagaskólastjóri og er hann Iögfræðisleg-
ur ráðanautur, sem og hefur'hluta-
brjef til sölu.
Ijringferí öjganna.
Það sjest í alþingingistíðindunum,
að meðal annara spekikenninga, sem
Björn Kristjánsson bar fram, er hann
sveittist við að inæla með Thore-
tilboðinu sæla, var sú ein, að með
því að fá skipaferðir milli íslands
og Hamborgar gætum við sparað
hálfa miljón króna árlega. Svo miklu
næmi það, sem þýskar vörur, er
hingað flyttust, yrðu dýrari við það
að ganga gegnum Danmörk. Hann
lagði mikla áherslu á þetta, og kom
með það hvað eftir annað, jafnvel
þótt hann að iíkindum hafi hlotið að
vita, að þetta var hin' mesta fjar-
stæða. Því auðvitað er munurinn í
rauninni sá einn, er nemur fiutnings-
gjaldi á vörunum frá Hamborg til
Kaupmannahafnar, því að ekki hamlar
ferðatilhögunin því, að íslendingar geti
haft bein viðskifti við Þjóðverja án
milligöngu danskra kaupmanna, eins
og bæði B. Kr. sjálfur og margir
aðrir hafa gert. Á þetta var og
bent á þinginu. Hefði því þessi lok-
leysa átt að vera úr sögunni.
En það er öðru nær. í sumar
kemur þessi kenning afturgengin í
„Norðurlandi", frá Sigurði alþingis-
manni Hjörleifssyni, og svo tekur
nýi ísafoldarritstjórinn, ekki öndvegis-
ritstjórinn, þetta orðrjett upp feftir
„Norðurlandi". Vel getur verið, að
aumingja „Fjallkonan" hafi flutt þessa
speki líka. Jeg sje ekki það blað.
Næst kemur kenningin líklega svo
fram, að B. Kr. eða einhver slíkur
þjóðmálagarpur komi með hana í
ræðu eða riti, og ber þá fyrir sig
„Norðurland", „ísafold", og ef til vill
„Fjallkonuna". Svona er hringferð
'óýganna. Ó.
Bækur Þjóðvinafjelagsins
1909.
1. Andvari. Framan við hann
er mynd Benedikts Gröndals skálds,
en æfiágrip fylgir eftir ritstj. Lögr.
Þá er ritgerð eptir prófessor B. M.
Ólsen: „Enn um upphaf konungs-
valds á íslandi", svar til dr. K. Ber-
líns, gegn kenningum hans um rjett-
arstöðu íslands frá því, er iandið
komst undir konungs vald. Ritgerð
þessi kom út sjerprentuð í sumar
sem leið og hefur áður verið bent á
hana hjer í blaðinu.
Næst er grein um „skynjan og skiln-
ingarvit", eftir prófessor Þorvald
Thoroddsen, fróðleg grein og skemti-
leg. En höf. hefur nýlega bent á
það í blaði hjer, að fallið hafi burt
í tímaritinu athugasemd um það, að
greinin, sem er fyrirlestur, haldinn í
íslendingafjelagi í Khöfn, sje skrifuð
tyrir 25 árum.
Þá er rltgerð um „aðflutningsbann
á áfengi", eftir Magnús Einarsson
dýralæknir. Kom hún fyrst sjer-
prentuð út og var þá mjög rædd í
blöðunum.
Bjarni Sæmundsson ritar um „fiski-
rannsóknir 1908“, en þá fór hann um
ísafjarðardjup og rannsakaði firðina
inn úr þvf.
Síðasta greinin er „um fiskiveiða-
sýninguna í Niðarósi 1908", skýrsla
frá mönnnm, er styrk fengu af al-
mannafje til þess að kynna sjer sýn-
inguna, en þeir voru: sr. Stefán
Kristinsson á Völlum, Baldvin Gunn-
arsson í Höfða, Þorgrfmur Sveinsson
í Hafnarfirði og Einar Jónsson á
ísafirði.
Af þessu yfirliti má sjá, að þessi
árgangur ritsins kemur víða við og
að andvari er bók, sem almenningur
þarf að Iesa.
2. Dýravinurinn er Ifkur að efni
og áður, flytur smágreinar, sögur,
kvæði og myndir, alls 60, eftir ýmsa
höfunda. P'remsta greinin er eftir
Þorgils gjallanda og heitir: „Frá
norðurbygðum".
3. Alntanakið hefur að færa með-
al annars myndir og æfisögur þeirra
Roosevelts, áður Bandaríkjaforseta, og
Togos, áður fiotaforingja Japans-
manna. Margt er þar fleira til fróð-
leiks og skemtunar, eins og venja
er til.
Smjörsalan.
Eftir símskeyti frá herra L. Zöllner
í Newcastle, hefur smjörið, sem sent
var hjeðan með »Lauru« stðast selst vel.
Torfastaða-rjómabú hefur fengið 108
shillings, en Þykkvabæjarbúið hefur feng-
ið n$ shillings brúttó.
Kosningar í Noregi.
Símað er frá KhÖfn í gærkvöld:
vHœgrimenn hafa fengið meiri
hluta við kosningarnar í Noregk.
Embættisskjöl stjórnarráðsins
koma með skítugum fingraförum úr
prentsmlðju ísaf.
Það hefur gleymst að leiðrjetta
margendurtekið raus í ráðherrablað-
inu um ómerkiieg fylgiskjöl við mann-
talsskýrslur, sem fundist höfðu, að
því er blaðið segir, við uppboð á
dóti Sigurðar heitist frá Fjöllum, og
eignar það fyrv. ráðherra, að hann
hafi lánað þau út úr stjórnarráðinu.
Lögr. hefur spurt hann um þetta
og kveðst hann ekkert um það vita,
enda mundi hafa legið nær, að gefa
Sigurði eftirrit af kjörskránni, ef hann
á annað borð hefði beðist eftir ein-
hverjum upplýsingum viðvíkjandi kjós-
endum í Skaftafellssýslu, sem hann
annars viti ekki til, að Sigurður hafi
gert. Allir kunnugir menn í stjórnar-
ráðinu viti, að fyrv. ráðh. hefði alls
ekki getað fundið þessi ómerkilegu
fylgiskjöl, sem ekki á neinn háttkomu
til hans kasta og geymd voru á 3ju
skrifstofu, að sögn ekki einu sinni
journal-merkt. Einnig spurði Lögr.
um þetta skrifstofustjórann, sem þá
var á 3Í11 skrifstofu, en nú er á istu
skrifstofu, hr. E. Briem, og sagði
hann, að þetta væri svo lítilfjörlegt
mál, að varla tæki umtali. Þetta
væru ómerkilegir listar yfir býli og
búendur, sem engum væri neinn
slægur í. Hver maður gæti fengið
afskrift af þeim hjá sýslumanninum
í Skaftafellsýslu, þau hefðu engin
launungarmál inni að halda og mætti
yfir höfuð litlu skifta, hvar þau væru
niður komin.
Hitt var alt öðru máli að gegna
um skjölin viðvíkjandi veitingu presta-
skólans, sem Lögr. skýrði nýlega frá,
að núverandi ráðherra hefði ljeð nið-
ur á skrifstofu ísafoldar til prentun-
ar. Þar var að ræða um tillöguskjöl
frá embættismönnum, sem blöðin eiga
alls engan rjett á að fá að sjá, og
ráðherra ekki án sjerstakra ástæðna
má tjalda með, síst lána þau til að
setja eftir í prentsmiðju sinni. En
þessum skjölum var skilað þaðan
aftur öllum hvoluðum og með skít-
ugum fingraförum setjaranna. Þar á
ofan voru þau notuð í prentsmiðj-
unni á óvandaðra manna hátt, þar
sem dregnar voru undan í birting-
unni ástæður þær, sem fyrv. ráð-
herra hafði bygt á embættisveiting-
una, sem um var að ræða, þótt á-
stæður hans væru ritaðar á skjölin.
Fjrírmálaþrœlan rí Englanríi.
Símað er frá Khöfn í gærkvöld:
y>Efri málstofan œtlar að fella
fjárlagafrumvarpiðt.
Jóhann G. Sigurðsson.
Athugasemdir og leiðrjettingar.
Af því að jeg var hvergi nærstaddur,
þegar kvæði og sögur eftir Jóh. G. Sig-
urðsson voru prentuð í sumar, sá jeg
ekki bókina fyr en hún var komin út.
Rak jeg mig þá á ónákvæmni og prent-
villur í kvæðunum á nokkrum stöðum,
sem jeg tel mjer skylt að leiðrjetta, þótt
seint sje og leiðrjettingar þær geti ekki
fylgt bókinni hjeðan af. En jeg vil
leyfa mjer að óska þess, að lesendur
bókarinnar, sem þessar línur sjá, athugi
vandlega leiðrjettingarnar, því að mjer
er ant um að alt væri rjett í bókinni.
Og þess skal enn fremur getið til skýr-
ingar, að ekki ber að saka útgefanda,
Sig. Krístjánsson, fyrir þessar villur. Or-
sökin er vitanlega einkum sú, að engin
samvinna gat verið milli útgefanda og
mín sakir fjarlægðar, meðan bókin var
prentuð.
Á bls. 139 er fyrirsögnin: í „minja-
bók Huldu". Þar átti að standa í svig-
um neðan undir: Unnar Benediktsdótt-
ur, en mun hafa fallið burt í handritinu
af minni vangá. En sú skýring er nauð-
synleg, ef einhverjum skyldi detta í hug,
að önnur kvæði í bókinni, sem Huldu-
nafnið er tengt við (s. s. Hróp í himin-
inn, Til Huldu og Ljóðkveðja til Huldu),
stæðu í nokkru sambandi við skáldkon-
una Huldu. En slíkt væri auðvitað hin
mesta fjarstæða, og er það vitanlegt öll-
um kunnugum, enda eru kvæði þessi
staðbundin við átthaga skáldsins, eins
og glögt sjest, ef kvæðin eru lesin með
athygli. Huldu-nafnið er þar auðvitað
dulnefni — sama táknheitið, sem flest
íslensk skáld hafa notað og nota meira
eða minna, þegar þau yrkja um ást-
meyjar sínar.
Þá koma prentvillurnar:
Bls. 32» 13- lína a. 0. strandklettabrún Ies standklettabrún.
— 33- 8. — - - hann les heim.
— 34. 4- — - n. ein les nú.
— 59, 11. — - - það 1. þá.
— 77, 3- * 0. núna 1. mína.
— 80, 9- . . sálarglóðar 1. sólar- glóðar.
— 88, 4- — - - bál 1. ból.
— 89, 10. - n. heiðlóaróma 1. heið- lóarróma.
— 90, 5- — - - hlutirnir 1. hlustirn- ar.
— ICO, 8. — - 0. ægilega 1. ægilegur
— IOI, 7- — - n. sálar 1. sólar.
— 118, T3- — - 0. logardísir 1. lagar-
dísir.
Húsavík, 6. okt. 1909.
Bened. Bjarnason.
Ráðherra skrifar
í ísaf.
Ráðherra hefur um tíma verið miklu
hressari líkamlega en áður, og nú
á síðkastið hefur hann ritað margt
sjálfur í blað sitt, ísaf.
Meðal annars, sem birst hefur þar
með auðþekkjanlegu rithöfundarmarki
hans hágöfgi, er grein í síðasta mið-
vikudagsblaði, og gerir hún fyrst að
umræðuefni orðasveim, sem gengið
hafi um þjófnað, framinn í kaupstað
hjer á landi fyrir nokkrum árum.
Höf. eignar blaði einu þar í kaup-
staðnum, eða stjórnendum þess og
nánustu fylgifiskum, þá óhlutvendi,
að það og þeir hafi búið til gegn
betri vitund þann orðróm, til þess að
hefna sín á einum stjórnmálaandstæð-
ingi sínum, að hann væri valdur að
þjófnaðinum. Með þessu segir hann,
að þeir hafi jafnframt hugsað sjer að
kasta skugga á þann flokk, sem
maðurinn fylti, og fer hann mörgum
svívirðingarorðum um slíkt athæfi.
Engum kunnugum getur blandast
hugur um, við hvað hjer er átt.
Greinarhöf. segir, að þetta hafi gerst
„fyrir nokkuð mörgum árum". Blöð
voru þá ekki gefin út í öðrum kaup-
stöðum hjer á landi en ísafirði, Akur-
eyri og Seyðisfirði. Á ísafirði og
Akureyri hefur ekkert landræmt þjófn-
aðarmál fyrir komið. En það kom
fyrir á Seyðisfirði nú rjett eftir alda-
mótin, og niörg einstök atriði í grein-
inni sýna, að það er þetta mál, sem
þar er um að ræða.
Tvö blöð komu þá út á Seyðis-
firði og var jeg ritstjóri annars þeirra.
Jeg hef heyrt það, að ýmsa, sem
lesið hafa greinina í ísaf., rankar við
öllu þessu, sem hjer er sagt á und-
an, og þeir hafa spurt mig, hvort
það væri jeg, sem „karlinn" væri að
„bölsótast" yfir í blaðinu út af þessu.
Vegna þeirra spurninga skal jeg
minnast á málið.
Maðurinn, sem varð fyrir þjófnaðar-
aðdróttuninni á Seyðisfirði, gekk sfð-
ar í þjónustu núverandi ráðherra og
varð honum handgenginn. En það
var blaðið „Austri" á Seyðisfirði,
sem hjelt aðdróttuninni á lofti, og
hún var studd í blaðinu af núverandi
sýslumanni Vestmannaeyja, Karli
Einarssyni. Ummælin í ísafold, svo
fögur sem þau eru, hljóta því að miða
til þeirra Skafta heitins Jósefssonar
ritstjóra og Karls Einarssonar sýslu-
manns, en hann var þá nýorðinn
kandidat í lögfræði og átti heima á
Seyðisfirði.
Dómur 1 máli, sem reis út úr á-
burðinum, er birtur í Austra 19. sept.
1903. Þar segir meðal annars svo:
„. . . . Þá hafa stefnendurnir (sem
fyrir áburðinum urðu) krafist, að um-
boðsmaður stefndu (K. E.) verði sekt-
aður fyrir að hafa gert hinar gífur-
legu ærumeiðingar stefndu að sínum
eigin orðum og stutt þær á allan
hátt og bætt við þær í vörn sinni".
Og dómarinn segir síðar: „ . . . Það
er að vísu rjett, að umboðsmaður
stefndu (K. E) hefur í vörn sinni
reynt til að leiða líkur að því, að
aðdróttanir stefndu til stefnendanna
í frásögn hennar af 18. maí þ. á. sjeu
sannar, og þannig reynt að rjettlæta
þær. ..."
Aftan við dóminn ritar Karl Ein-
arsson með fullu nafni skýringargrein,
og segir þar, að stefnda hafi „alger-
lega unnið málið", og síðar í grein-
inni segir hann: „ . . , „verður ómerk-
ingar og dauðadómur á orðum henn-
ar algerlega óviðkomandi henni, og
orð hennar hafa sömu þýðingu eftir
sem áður, innan þeirra takmarka,
sem þeim voru ætluð, nefnil. sem
upplýsingar til viðkomandi lögreglu-
stjóra. ..."
Af þessu er auðsætt, hverja ill-
mælin í Isaf. hitta, hvert sem þeim
annars hefur verið ætlað að fara.
Það lítið, sem í mfnu blaði, „Bjarka",
er skrifað um þetta mál, er mann-
inum, sem fyrir ámælinu varð, til
varnar. g
En hvað segir nú herra Karl Ein-
arsson sýslumaður um greinina? Jeg
get ekki trúað því, eftir þeim áhuga
að dæma, sem hann lagði á þetta
mál, þegar hann var á Seyðisfirði, að
hann þegði við öðru eins og því,
sem fram er borið í greininni, nema
þá ef hann gerði það höfundarins
vegna. Hann hlýtur að þekkja rit-
mark ráðherra á greininni. Það er
svo augljóst, að á því verður ekki
vilst.
Skafti er dáinn og getur ekki borið
hönd fyrir höfuð sjer. En laglega
er ekkju hans og Þorsteini syni hans
launað stjórnmálafylgið með þessari
grein í Isaf,
Það hefur smáa þýðingu, þótt
greinarhöf. gangi ekki beint fram
með brigslyrðin, kalli manninn,
sem fyrir áburðinum varð, S. og segi,
að þjófnaðurinn hafi farið fram í
E. . . Engum, sem nokkuð þekkir til
þjófnaðarmálastappsins á Seyðisfirði,
getur blandast hugur um, að við það
er átt þarna.
Líklegt er, að greinarhöf. hafi orð-
ið það óvart eða ósjálfrátt, að hitta
þarna Karl Einarsson sýslumann. En
hvað vill sá maður með vöpn í hönd,
sem orðinn er svo þursafenginn og
ratalegur, að þyngstu höggin, eða
verstu sletturna frá honum, Ienda
beint í andlit nánustu vina hans?
Á eftir þjófnaðarmálasögunni fer
langur skammabálkur og er þar
höggvið í allar áttir.
En það er altaf gaman að því, að
lesa um sig skammir frá ráðherra.
Heiptin er svo mikil og þjösnahátt-
urinn, en klaufaskapurinn alveg
dæmalaus, einkum ef hann ætlar að
verða ljettfættari en honum er lagið.
Hann er þá eins og klunni (Klown)
á leiksviði og þess hlutverks ann jeg
honum vel.
Þ. G.
Það spyrst illa fyrir, að ráðherra
hefur tekið sig til og sagt upp all-
miklu af lánum úr viðlagasjóði ein-
mitt nú, þegar allir eru sem verst
staddir í peningavandræðunum. Lán-
unum er sagt upp frá 11. júní næstk.
Fjárhæðin, sem upp er sagt, kvað
nema 200—300 þús. kr. Það eru af-
borgunarlausu lánin, sem veitt eru
gegn 4°o, og segir stjórnin í upp-
sagnarskjalinu, að hún sje ekki ótil-
leiðanleg að breyta þeim í afborg-
unarlán, en ekki er þess getið, að
taka eigi neitt tillit til flokksfylgis í
þeim efnum. Mönnum kemur þessi
uppsögn illa nú, og er margt að
þessari stjórnarráðstöfun fundið, sem
Lögr. skal síðar minnast á. En svo
er líka talað um, til hvers ráðherra
muni sjerstaklega ætla þetta fje, sem
innheimtist með Iánauppsögnunum,
og þess er þá helst til getið, að hann
muni vilja hafa það handbært, ef
Thorefjelagið þarf á nýju láni að
halda, þegar fram í sækir.
Háls í Kjós, sem var kirkju-
jörð, hefur ráðherra nú nýlega selt
Þórði bónda þar, og ekki verið dýr-
seldur, segja menn. Þórður hjelt
ráðherra um tíma í haust, eins og
kunnugt er, fór vel með hann og
tók ekkert fyrir, að sögn.
En „greiði skal koma greiða á
mót". Þórður biður hann, að láta
sig fá jörðina, og fær hana. Auð-
vitað er ekkert verið að þrátta um
verðið, því landsjóðurinn er seljand-
inn og Þórður hefur gert landinu
greiða með því að gæta ráðherrans
fyrir það nokkrar vikur, og fórst það