Lögrétta - 10.11.1909, Side 4
208
L0GRJETTA.
Talsími 58.
Talsími
.,Sitjið við þann eldinn, sem best brennur“.
'ili- iif Sáwsliii „Eejljaá
selur fyrst um sinn l*ol heimílutt í bæinn fyrir
kr, 3,20 - þrjár krónur og tuttugu aura - kr, 3,20
hvert skippund.
'Verdid cr ennþá læ^ra, sje inikiö keypt í einu.
„Hitinn er á við hálfa gjöf“.
Talsími Talsími .*>N.
ÁNDERSEN £ JENSEN
Overgaden n. Vandet 15.
Talsíml 1(550.
Kjöbenhavn.
Desimal-
búða- og-
skála-
rvogir.
Sjúkrahúsið
á ísafirði.
Allskonar
Bafnai^ 09 Máipáryjur
tek jeg að mjer að smiða.
GuðmundurE. Guðmundsson & Co.
Reykj avík.
„Nordri^
vikublað, gefið út á Akureyri, rit-
stjóri Björn Líndal yfirjettarmálaflutn-
ingsmaður, er eitt hið hreinskilnasta
blað landsins; segir hispurslaust skoð-
un sína, hvort sem vinir eða óvinir
eiga í hlut, og færir rök fyrir. — Ein-
dregið minnihluta blað. — Ef þjer
hafið eigi keypt blaðið hingað til, þá
fáið nokkur tölublöð al því lánuð,
lesið þau með athugli og hugsið yð-
ur vel um, hvort blaðið sje eigi þess
vert að kaupa það. — Árgangurinn
kostar 3 kr. Nýir kaupendur, sem
borga fyrirfram, fá í kaupbæti það
sem út er komið af skaldsögunni
„Jakob", eftir norska skáldið Alex.
Kjelland, einni af hans allra bestu
skáldsögum. Einnig fá nýir kaup-
endur ókeypis það, sem út kemur af
þessum árgangi, eftir að pöntun þeirra
er komin ritstjóranum í hendur.
Frá 1. apríl 1910 verður laus
staðan sem hjúkrunar- og for-
stöðukona sjúkrahússins á ísafirði.
Laun 600 kr. árlega, 2 herbergi
til íbúðar og 1 herbergi fyrirvinnu-
konur. Forstöðukona sjer uni
húsþrif og þvotta, hefur á hendi
sjúkrahjúkrun, lætur sjúklíngum
í tje fæði, ljós og hita fyrir á-
kveðið endurgjald, en launar sjálf
vinnukonum. Nánari upplýsing-
ar hjá sjúkrahússnefnd ísafjarðar.
Umsóknir með vottorðum um
hjúkrunarnám og meðmælum
lækna sjeu komnar til sjúkrahúss-
nefndar fyrir 1. febr. 1910.
ísafirði 10. okt. 1909.
1 umboði sjúkrahússnefndar.
D. Sch. Thorsteinsson
hjeraðslœknir.
Tvö lierlierjji til leigu á ágætum
stað. Uppl. hjá J. Ó. H. Stefánssyni,
Fischerssundi (hús Guðjóns járnsmiðs).
Nokkrar stúlkur, sem læra vilja
að taka mál, geta nú þegar fengið að
læra það fyrir óvanalega litla borg-
un. Upplýsingar a Óðinsgötu 5 (uppi).
I
H|
IF
TII þvotta:
Prima græn sápa, pundið á 16 au.
Prima brún sápa, pd. á . . 19 —
Ekta Lessive Lútarduft, pd. á 20 —
Ektakemiskirsápuspænir.pd.á 35 —
Prima Marseillesápa, pd. á . 25 —
Prima Salmíakssápa, pd. á . 30 —
K.villaja-Gtalde Sápa,
burtnemur bletti, stk. á . . 20 au.
Galdesápa (á litað taup/apd.á 35 —
Handsápur:
Stór jurtasápa O/3 pd.) stk. á 15 au.
Stór tjörusápa (V3 pd.) stk. á 30 —
Stór Karbólsápa (V3 pd.) stk. á 30 —
Schous Baruasápa,
(ómissandi á börn), stk. á . 25 au.
3 stk. af ekta fjólusápu á . 27 —
Til bökunar:
Florians Eggjaduft (jafngildi
6 eggja) á............10 au.
3 skamtar Florians búðings-
duft á................27 —
10 au. Vanille bökunarduft á 8 au.
10 au. ferskt krydd á . . . 8 -
3 stórar Vanillestengur á . . 25 —
1 glas með ávaxtalit á . .10 —
Möndlu-, sitrón- og vanille-
d opar, af 2 stærðum, glas-
ið á............15 og 25 —
Fínasta Livornó-súkkat, pd.á 68 —
Ilmefni:
Stór flaska af Brillantine (f
hárið) á.............45 au.
Ilmefni í lausri vigt, iogröm á 10 —
Svartur, brúnn og gulur skó-
áburðurístórum öskjum á 20 au.
í minni do. á . . . .12 —
3 dósirafJúnó-áburði(ábox-
calfskó) á..............27 —
Brædd nauta- og sauðatólg er keypt
á 20 aura pundið.
h|f Sápuhúsið. Reykjavík.
Húsnæði, fæði og þjónusta fæst
með góðum kjörum á Spítalastíg 5.
gy Auglýsingum í „lög-
rjellu“ tekur ritstjórinn við
eða prentsmiðjan.
'/y^yyyyyy^/yy^yyy^iyy^iy/yy^yy^^/yyyyyyyyyy'^
Guðm. J. Hlíðdal,
Ingeniör,
Heiligenstadt, Þýskalandi,
tekur að sjer innkaup á vjelum og öllum áhöldum,
er að iðnaði lúta, etc. Upplýsingar veitast ókeypis.
Kunnugur flestnm stærstu verksmiðjum á Þýska-
landi og Englandi.
Otto Monsteds
clanska smjörlíki er best.
Biðjið kaupmanninn yðar um þessi merki:
„Sóley“ „Ingólfur“
„Hekla44 eða „Isafold44.
Hlutafjelagið
Thomas TL Sahroa £ Co.,
Aarhus — Danmörku,
býr til
kolsýru-, kæli- og
írystivjelar,
hefur lagt útbúnað til GOO
flskftutningaskipa, flskfrysti-
húsa, flskgeymslustöðva,
beitufrystihúsa, mótorflski-
skipa, gufuskipa, íshúsa,
mjólkurbúa og til ýmislegs
annars.
Fulltrúi fyrir ísland
er:
Sísli dofínsan
konsúll
í Yestmannaeyjum.
Prentsmiðjan Gutenberg.
154
155
tíma til þess«, svaraði munkurinn.
»Þeir eru að draga að lið hjer úti
fyrir og eru farnir að reisa vigvirki
utan við múrana«.
»Við skulum koma upp í turninn og
sjá, hvað þeir hafast að«, sagði Breki,
opnaði járnrimahurð og hvarf út. Rjett
á eftir kallaði hann niður í herbergið:
»Það er satt, sem munkurinn segir;
þeir ætla að gera áhlaup á kastalann,
en bogmennirnir eru eins þjettir og
mývargur úti við skógarbrúnina«.
Reginvaldur leit út, greip svo horn
sitt og bljes í ákafa. Svo skipaði hann
öllum mönnum sínum út á varðstöðv-
arnar á vígveggjunum.
»Gættu aðausturhliðinni,Breki«,sagði
hann. »Þar eru múrarnir lægstir. En
þú, Brjánn, ert víst jafnvanur sókn og
vörn; þú skalt hafa gát á vesturhlið-
inni. Jeg ætla að fara sjálfur í út-
virkið. En ekki skuluð þið samt binda
ykkur of íast við neinn einn stað, göf-
ugu vinir. Við verðum að vera al-
staðar nálægir, þar sem hættan er
mest. Við erum fámennir, en verðum
að bæta það upp með hraustlegri fram-
göngu, enda eru það vesælir bændur,
sem að okkur sækja«.
»En ætiið þið, göfugu riddarar, þá
ekkert að sinna orðsendingunni frá
Ými ábóta?« spurði munkurinn og fór
að verða órólegur. »Jeg bið þig í guðs
nafni, að hlusta á erindi mitt, Regin-
valdur riddari!«
»Snúðu þjer með bænabull þitt til
himinsins«, sagði Reginvaldur; »við
höfum nú annað að gera hjer niðri á
jörðunni, en að hlusta á það«.
»Minstu þess, göfugi riddari, að jeg
hef unnið það heiti, að hlýða yfirboð-
ara mínum«, svaraði munkurinn, »og
jeg rak hjer erindi hans, eins og skyld-
an býður mjer«.
»Burt með þennan gamla auiabárð«,
sagði Reginvaldur. »Lokið þið hann
inni í kapellunni; þar getur hann beð-
ist fyrir, þangað til bardaganum er lokið.
Dýrlingunum þar inni er nú orðið ný-
næmi að fá að heyra bænaþulur. Þeir
hafa ekki að jafnaði verið heiðraðir á
þann hátt hjer á Hrafnabjörgum«.
»Hæðstu ekki að helgum mönnum,
Reginvaldur«, sagði Breki; »okkur
mun ekki veita af liðsinni þeirra, ef
við eigum að hrinda öliu þessu illþýði
frá okkur í dag«.
»Frá þeim vænti jeg engrar hjálpar«,
svaraði Reginvaldur, »nema þá ef hægt
væri að nota líkneskin til þess að kasta
þeim í höfuðin á níðingunum ofan úr
turninum. Það er þarna inni gamalt
líkneski af Kristófer helga, sem er
nógu stórt til þess að drepa undir sjer
heila hersveit«.
Musterisriddarinn hafði nú litið út
og veitt aðferð umsátursmanna miklu
nánari eftirtekt en þeir Rreki og Reg-
invaldur.
»Það er einhver með þeim, sem er
vanur hernaði og stjórnar árásinnk,
sagði hann. »Merki eða fána sje jeg
ekki, en þó er enginn eíi á, að þeir
hafa með sjer æfðan herforingja«.
»Jeg sje hann«, kallaði Breki. »Jeg
sje riddarahjálmskúf þarna í hópnum
og mann í herklæðum. Sjáið þið háa
manninn þarna i svörtu klæðunum,
sem er að skipa niður röðinni, sem
fjarst stendur. Jeg þori að veðja um,
að það er enginn annar en riddarinn,
sem við kölluðum svarta slæpingjann
við leikana hjá Árbæ, maðurinn, sem
kastaði þjer af hestinum, Reginvaldur«.
»Því betra«,sagði Reginvaldur. »Hann
er þá kominn hingað til þess að gefa
mjer tækifæri til að hefna mín«.
Umsátursmennirnir komu nú nær
kastalanum, svo að riddurunum fanst
ekki tími til lengra samtals. Þeirfóru
hver á sína varðstöð með þá fáu menn
til fylgdar, sem hverjum fyrir sig voru
ætlaðir og reyndar voru alt of fáir til
þess að verja múrana hringinn í kring.
Svo biðu þeir hver um sig rólegir
áhlaupsins.
XXVIII.
Nú skal hvarflað til baka í frásögn-
inni um hríð og lesandinn mintur á
það, er ívar hlújárn riddari hnje niður
á leiksviðinu við Ásbæ. Munu allir
hafa skilið það af því, sem þegar er
sagt, að það var Rebekka ísaksdóttir,
sem þá kom honum undan. Hún
fjekk föður sinn til þess, að láta flytja
hann til hússins, sem þau bjuggu í
nieðan á leikunum stóð, í útjaðri Ás-
bæjarþorpsins. Annars var ísaki gamla
þetta alls ekki óljúft, þvi hann var að eðlis-
fari góður í sjer og þakklátur fyrir það,
sem honum var vel gert. En lijátrú
þjóðar sinnar hafði hann erft i fullum
mæli, og hún varð þarna til nokkurrar
fyrirstöðu.
»Jeg veit það«, sagði hann, »að þessi
ungi maður er ágætis drengur, og mig
tekur það sárt, að sjá, hve illa hann
er nú staddur. En hvernig getur þjer
dottið í hug, Rebekka, að flytja hann
lieim til okkar? Hefurðu hugsað út í,
hvað við því liggur? Hann er kristinn,
og lögin banna okkur samneyti við
heiðingja, nema í verslunarsökum«.
»Láttu ekki svona, íaðir minn góð-
ur«, svaraði Rebekka. »Við megum
ekki hafa samneyti við þá í veislum
og við slík tækifæri. En þegar heið-
inginn er særður og í nauðum staddur,
þá er hann bróðir Gyðingsins«.
»Jeg veit ekki hvað húseigandinn
segir um þetta«, sagði ísak og hugs-
aði sig um. »Ekki má samt láta
manninum blæða til ólíiis. Segðu þeim
Set og Rúben að bera hann til Ás-
bæjar«.
»Láttu þá leggja hann í burðarstól-
inn minn«, sagði Rebekka. »Jeg get
riðið heim«.
»Það getur verið hættulegtw, hvislaði
ísak og leit til riddaranna og riddara-
sveinanna, sem voru alt í kring. Re-
bekka veitti svari hans ekki eítirtekt
og sagði sveinum sínum að ná burðar-
stólnum. En faðir hennar elti hana,
greip í öxl hennar og sagði: »Gáðu að
einu, Rebekka! Hann getur dáið! Og
ef hann deyr, þá verður okkur kent
um. Múgurinn verður æfur og snýr
hefndinni á okkur«,