Lögrétta - 16.02.1910, Síða 2
36
L 0*G R J E T T A
Lðgrjetta kemur út á hverjum mlð-
vlkudegl og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð als á ári, Verð: 4 kr. árg.
á islandl, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli.
Utan úr heimi.
Undir þessa fyrirsögn mun Lögr.
framvegis flytja myndir útlendra
manna, sem mikið er um talað í það
og það skiftið.
Hjer koma myndir af norsku stjórn-
málamönnunnm, sem um er getið í
grein á öðmm stað hjer í blaðinu:
Gunnar Knudsen.
TL/"
Michelsen.
Konow.
Bratlie.
Björnstjerne Björnson
liggur nú veikur í París og er talið
víst, að það sje banalega hans. Nán-
ustu ættingjar hans eru flestir komnir
þangað til hans.
Myndin, sem hjer fylgir, sýnir hann
á besta aldri.
!
I
I
i
i
Halley’s halaistjarna.
»•,. .
n'.í •.
H *.•
«,•:*. •
’ • *•,"»
••
I.'•*•.'
Þetta er mynd, sem
gerð var af Halley’s
halastjörnu árið 1759
og vakti hún þá mikinn
ótta hjer á jörðunni.
Myndin, sem hjerer sýnd, er eftir franska stjörnufræðinginn Camille Flammarion, og sýnir brautir jarða-
innar og Halleys halastjörnunnar. Punktalínan sýnir braut jarðarinnar. en hvíta línan braut halastjörnunnar, 20. apríl
er halastjarnan næst jörðu, 18. maf strýkst halinn rjett hjá okkurog 30. maí hverfur hún sýnum. Umferðartími
Halleys halastjörnu um sól er 75—-76 ár. Fyrst fara sögur af henni 1531, næst 1607, þá 1682, og reiknaði þá
enskur stjörnufræðingur, Halley, út braut hennar. Enn sást hún 1759 og aftur 1835. Nú sýnir hún sig enn
á rjettum tfma.
íslensk mál
í Fólksþinginu danska.
„Pólitiken“ frá 5. þ. m. skýrir frá
umræðum í Fólksþinginu danska,
sem símskeyti Lögr. og hinna stjórn-
arandstöðublaðanna hjer flutti helsta
kjarnann úr fyrra laugardag (5. þ. m ).
Það er fyrv. yfirráðgjafi Neergaard,
framsögumaður fjárlaganefndarinnar,
sem vekur umræðurnar og talar fyrst
og fremst um sambandsmálið, að
það sje nú stöðvað með breyting-
um alþingis við nefndarfrumvarpið.
Segir, að fyrir dönsku nefndarmönn*
unum (N. var einn þeirra) hafi vak-
að, að gera íslendinga ánægða, en
það hafi ekki tekist. Þeir hafi sam-
þykt kröfur, sem Danir geti ekki
gengið að. Þetta hafi alþingi mátt
vita fyrir. Gerðir þess f málinu
verði að skoðast sem yfirlýsing um,
að það sje hætt við sambandslaga-
uppkastið. Hann kveðst vænta góðs
samkomulags milli Danmerkur og ís-
lands, þótt ýmislegt óheppilegt hafi
fyrir komið, og nefnir þar til breyt-
ingarnar, sem gerðar hafi verið á
ráðstöfun um botnvörpuveiðasektar-
fjeð og svo framkomu viðskiftaráða-
nautsins f Noregi.
Zahle yfirráðgjafi svarar þessu, og
er svar hans tekið hjer orðrjett eftir
„Pólitiken":
„Hjer f landi hafa ekki komið
fram neinar óskir um breytingar á
stjórnmálasambandinu milli íslands
og Danmerkur. Óskirnar komu frá
íslendingum. Þar sem þeir samt
sem áður hafa hafnað uppástungum
sambandslaganefndarinnar, þá verður
það að vera þeirra sök; þeir hljóta
þá að vilja núverandi ástand óbreytt.
Það er vlst, að hjer í þinginu er engin
tilhneiging til f þá átt, að gefa meira
eftir. Þess vegna er engin ástæða
til þess fyrir okkur, að vera að fást
frekar um uppástungur sambands-
laganefndarinnar. Þær voru tilboð
frá okkur; það hefur ekki verið þeg-
ið og þar með er málinu lokið,
Raðherra íslands hefnr lofað, að
gera hvað hann geti til þess (göre
sit Bedste for) að ríkissjóður fái sinn
venjulega hluta af botnvörpungasekt- !
unum. ;
Yfirráðgjafinn endaði með því, að !
lesa upp brjef, sem farið hafa milli
hans og Islandsráðherrans um stjórn-
málaummæli viðskiftaráðanautsins.
Islands ráðherrann hafði sent afrit
af erindisbrjefi viðskiftaráðanautsins;
af því má sjá, að viðskiftaráðanaut-
urinn á ekki að koma nærri neinni
stjórnmálastarfsemi. Raðherra ís-
lands tekur það fram og bætir því
við, að það sje mjög leitt, ef við-
skiftaráðanauturinn hafi látið sjer þau
orð um munn fara, sem eftir hon-
um sjeu höfð. Hefur ráðh. íslands
gert ráðstafanir til þess að hindra,
að slíkt geti komið fyrir aftur. Haldi
viðskiftaráðun. sjer ekki frá stjórn-
málaróðri, verði hann auðvitað kall-
aðtir heiro".
YERSLUNIN A
--------- Xv/
Y/,
•V/ REYKJAVlK.
Hverfisgötu 4, Tals. 142.
STÓR
ÚTSALAl
steudur yflr
til 28. þ. ixi.
Góðar,
Nýjar
V örur.
Seldar með miklum
ajslstti
111 að rýma fyrir
Hr. Neergaard kveðst ánægður
með þetta svar og lýsir gleði yfir
því, að aílir flokkar þingsins sjeu
sammála, þegar um þetta sje að
ræða.
I sama tölubl. af „Politiken" er
einnig leiðandi grein um málið. Þar
segir meðal annars, að af ræðu yfir-
ráðgjafans sje það Ijóst, að ráðherra
íslands, B. J., hafi algerlega fallist á
það álit, sem fram hafi komið frá
hinum dönsku meðlimum ríkisráðs-
ins um þessi atriði. Ummælin um
botnvörpusektarfjeð segir blaðið að
muni styðjast við ummæli frá hr.
Birni Jónssyni og tekur það fram í
mótsetning við hitt, að ummælin um
viðskiftaraðanautinn hafi hann stutt
við brjef frá ráðherra íslands.
Hyggur nú B J., að það aukiálit
Islendinga og bæti málstað þeirra, er
danskir blaðamenn fara að hafa eftir
öll ósannindin, sem hann hefur sagt
hjer heima um þessi mál og látið
blað sitt flytja?
Enginn danskur ráðherra hefði set-
ið degi lengur í valdastóli eftir að vera
orðinn uppvís að öðrum eins ósann-
indum og þeim, sem B. J fleytti sjer
á gegnum flokksfundi sína í Iðnaðar-
mannahúsinu nú nýlega um botn-
vörpúngasektarfjeð.
\
Marklausir blekkingafundir.
Kjördeildaskiftingu ekkert skeytt.
Fjöldi sömu manna greiddi at-
kvæði fund eftir fund.
(Niöurl.J. — —
A öðrum fundinum tók ráðherrn
fyrstur til máls. Aðalcfni ræðu hans
var það, að hann játaði, að símfregn-
ir minnihlutahlaðanna, sem iundirnil’
höfðu telcið á umræðuskrá sina, væru
allar sannar, og þar með, að hlað sitt,
»ísaf.«, hefði flutt helbcr ósannindi um
þetta mál tveimur dögum á undan.
Það hlaut öllum að vera ljóst af yfir-
lýsingu hans, að hann hafði vitað hið
sanna, þegar ísalold har fram ósann-
indin. En frá þessu atriði er sagt í
næstsiðasta blaði. Innan um vafði
hann ýmsum spottum úr níðgreinum
sínum í ísaf. um stjórnarandstæðinga-
flokkinn, sömu ummælunum, sem hann
jórtrar þar viku eftir viku.
Jón Þórðarson kaupmaður flutti rúð-
herra þakkir fyrirbindindismáls-afskifti
hans. Sumum mun nú detta í hug, að
það liafi verið í háði gert, cn svo var
þó ckki. Þórður Sveinsson geðveikra-
læknir fór skitnum skammarj'rðum
um Tr. Gunnarsson fjarverandi, sagði
meðal annars, að hann hefði sólundað
til jafnaðar á ári 25 þús. kr. af fje
bankans allan þann tíma, sem hann
hefði verið við hann riðinn. Ummæli
hans voru yfir höfuð svo heiftarfull og
sorpblandin, að fáir mundu trúa, sem
ekki heyrðu. Utan um þetta var liann
að vefja siðvömlunarhjali ogritningar-
greinum, og hafði það þau ein áhrif,
að gera ummælin cnn ógeðslegri.
Sömn till. voru bornar fram og á
fyrri fundinum, cn þar við bætt tillögu
um traustsyfirlýsingu til þingmanna
bæjarins, til þess að hugga pá eftir
vantraustsvfirlýsinguna frá Templara-
húsinu.
Þegar atkvæðagreiðslan liófst, bc^nti
ritstjóri Lögr. á, að margir greiddu
þarna atkvæði, sem hann hefði horft
á, að greitt hefðu þar atkvæði kvöldið
á undan. Svo mikil brögð voru að
þessu, að sömu mennirnir sátu í röð
i sömu sætunum á instu bekkjún-
um við ræðupallinn hæði kvöldin og
greiddu þar atkvæði. En stjórnarlið- ;
ar hrópuðu og sögðu þetta »lygi«.
Hann nefndi þá með nöfnum nokkra
menn á instu bekkjunum, sem setið
hefðu i sömu sætunum kvöldið fyrir j
og grcitt þar atkvæði. Einn ai' þeim
mönnum stóð siðan upp og kvað þetta
satt vera, en sagöist vcra fundarboð’-
andi og því liafa Ieyfi til að vera á
öllum fu.ndunum án aðgöngumiða. En
fundarhoðendurnir voru yfir 50, og
þar sem atkvæði þeirra, hvers um sig,
er þrefalt, þá hækkar það töluna að
góðum mun. Annars var öll sarna ó-
reglan þetta kvöld og hið fyrra: fjöldi
kjósenda i húsinu úr öðrum kjördeild-
um en þeirri, sem greiða átti atkvæði,
og svo menn, scm ekki liala kosning-
arrjett. Þcssi fylking, svona saman
sett, mætli þarna kvöld eflir kvöld.
A eftir atlvvæðagreiðslunni stcig síra
llaraldui- Níelsson i slólinn og sagði
með rödd, sem var því likust að sam-
hringtværi tiu hrolnum og rvðguöum
kirkjuklukkum, að ritstjóri Lögr. væri
þar sýnilegt tákn þess, að fundurinn
væri ekki ílokksfundur.
A þriðja fundinum talaði ráðlierra
cnn fyrstur og var nú ræða hans nær
ekkert annað en upptugga af qsann-
indum og sorpgrcinum úr »ísaf.« Nú
kom liann fram með ósannindin um
fyrv. ráðlierra og botnvörpungasektirn-
ar, sem siðan liafa vcrið rekin svo ræki-
lega ofan í liann hjer i bláðinu* 1).
Þórður Sveinsson , gcðveikralæknir
endurtók ósannindi ráðherra um fyr-
irrennara hans og botnvörpungasclU-
arfjeö, og hefur hann líklega trúað
framburði ráðherra þá. Jón Þórðar-
son kaupmaður hrósaði ráöherra fyrir
Thoresamninginn. I)r. Jón Þ.orkels-
son mintist á nýjustu ritgerðir dr. K.
Berlins um sambandsmálið og Iofaði
blaöagrein um þær. Guðm. Hannes-
son læknir talaði síðast og hefur hann
sent Lögr. útdrátt úr ræðu sinni, scm
birtisl síðar hjer í hl., með því að hon-
um þótti ísaf. hafa rangfærl ummælí
sin í frásögn þcirri, sem lnin birli af
fundinum.
Sömu tillögur voru samþyktar þarna
og á fundinum næsta á undan.
En eins og áðúr scgir, er atkvæða-
tala stjórnarmanna á öllum þessum
fundum algcrð marklevsa og alls ekki
eftir hafandi. Fundirnir voru til pess
kallaðir saman og haldnir að spilla
fvrir reglulegri atkvæðagreiðslu um
aukaþingslcröfurnar, en til annars ekki.
Fjöldi sömu manna gt’eiddi þar at-
kvæði aftur og aftur og svo var fylt
upp með mönnum, sem ekki hafa
kosningarrjelt. Osannindi ráðherra um
botnvörpungasektarfjeð urðu aðalum-
ræðuefnið á tveim síðustu fundunum
og við þau studdu fylgismenn lians í
þetta sinn traustsjTlrlýsingarnaf til
lians.
Grrikkland.
r-
i i
Mauromichalis-ráðancytið beiddist
lausnar rjett fyrir síðastl. mánaða-
mót. Það studdist reyndar altaf,
meðan það sat við stjórn, við fá-
mennasta flokk þingsins, en herinn
rjeði lögum og lofum. Það er sagt,
að þingfundirnir hafi að lokum verið
svo illa sóttir, að engu hafi orðið
komið þar löglega fram. Ný stjórn
var þó eigi mynduð, er síðustu blöð
komu frá útlöndum. En um þjoð-
fundatsamkomuna, sem til stendur,
er nú mikið talað og beðið aðgerða
hennar til þess að bæta úr þeirri
óöld, sem nú hefur lengi verið á
Grikklandi.
Þjóðfundurinn á þó ekki að koma
’) Benda má á það, að ósanninda-
vöflur ráðherra um þctta mál reka sig
hver á aðra. Hann þykist hafa verið
neyddur til að hopa á hæli í þcssu
máli í rikisráðinu, til þess að fá fjár-
lögin staðfest, af þvi að fyrv. ráðherra
hefði gert »að oss fornspurðum bein-
an samning« um það. En ekki dall
honum samt í hug, þar i Danmörk,
að biðja um, að fá að sjá samning-
inn(!). í öðru lagi er það, að ef »beinn
samningur« væri til um þetta, — hvern-
ig ælti þá landsjóður að losna við að
borga þar lilskilda fjárupphæð þetta
yfirstandandi fjárhagstimahil, eins og
ráðherra fullvrðir? í þriðja lagi: því
hefur hann ekki sagl frá þcss-
um samningi fyr en nú? .Etlast liann
til, að nókkur maðnr Irúi þvi, að hann
heíði þagað yfir þcim söknm á hcnri-
ur fyriri’cnnara sýnum, sem hann hef-
ur nú þorið á> liann, alt fram til þessa,
cf hann hefði haft þær iil? Nei,
því trúir enginn maður, Til þess að
bjarga sjer í svipinn út úr óþægilegri
klíþu, spinnúf hann nú upp þcssi ó-
sannindi, hugsandi ckkert um þá ó-
bærilegu vanvirðu, sem slikt atliæti
hlýtur að baka manni í hans stöðil
eftir á. i