Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.02.1910, Blaðsíða 4

Lögrétta - 16.02.1910, Blaðsíða 4
LOGRJ ETl A. 38 i Eftir samningi við Búnaðarfjelag íslands veitir Sláturfjelag Suður- lands nokkrum mönnum kenslu í sláturstörfum í haust, 1910. Náms- tíminn verður frá 15. sept. til 15. nóv. Þó geta tveir nemendur fengið 3 mánaða kenslu, frá 1. sept. til 30. nóv. Sláturfjelagið greiðir hverjum nemanda 30 kr. á mánuði í fæðis- peninga, en Búnaðarfjelagið náms- styrk, 15 kr. á mánuði, og ferða- styrk, 10—50 kr. Þeir verða látnir ganga fyrir, sem ráðnir eru til slátur- starfa framvegis eða fá styrk til námsins annarstaðar að. Umsóknir sjeu sendar Búnaðarfjelaginu fyrir 1. júlí og þess getið í umsóknunum, ef óskað er 3 mánaða kenslu. £eikfélag Reykjavikur: Sínnaskífti eftir Stepnialt verður leikið í Iðnaðar- mannahúsinu imtadas 17. Fek H. 8 sl. Til lelgu 4 herbergi í húsi Árna rakara. Með »Botniu<( h. 15. þ. m., fjekk jeg mjögmikið af hinum alþektu ágætu, ódýru Munið að á þeim eruætíð best kaup hjá cJes SfrimsQn. Sjómenn, sparið peninga! Þar eð jeg nú í ár hef samið við verksmiðjuna um kaup á r i n (• ( ( ( ( ( ( ( ( I ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( 1000 sjðlötn J get jeg nú selt þau mikið ódýrar en áður, þrátt fyrir verðhaekkun. Reynslan hefur sýnt, að betri olíuföt fást ekki en hjá mjer. Komið, sjáið og dæmið! lærföt, peysur og verKmannaföt er alþekt að best og ódýrust eru í Brauns versl. „Hamburg46, A.öalsti*ÐBti 0. Ledig Plads. En flink yngre, ugift Mand, med en god Haandskrift og som regner godt, kan faa Plads hos mig i Kobenhavn til Efteraaret. Den Vedkom- mende maa have noje Kendskab til alle Slags Manufakturvarer, hvormed der handles i en Forretning paa Island — ogsaa Stoffer til Herregarderobe — og være saavel det danske som det islanske Sprog mægtig, saaledes at han om Sommeren kan deltage i Ekspeditionen paa Island og vaere her om Efteraaret og Vinteren. Begynelseslon 1500 Kr. Udforlig og snarlig Hcn- vendelse paa Dansk og helst med Referencer til Carl Hoepfner, Kvæsthusgade 5, Kðbenhavn. i Skautafjel. Reykjavlkur heldur laugard. 19. febr., kl. 2 síðd., og sunnud. 20. febr., kl. 1 */a síðd., kapphlaup um „Brauns bikarinn“ og „Liverpools drykkjarhornið“ Laugard.: hraðhlaup yfir 5000 metra og „skylduæfingar" í lista- hlaupinu. Sunnud.: hraðhlaup yfir 500 og 1500 metra og frjálsar æfingar í listahlaupi. Pátttakendur eru beðnir að skrifa sig á listann, sem liggur til sýnis hjá hr. L. Möller, Brauns verslun, fyrir föstndagskröld kl. 8. Tnngangur á laugard.: Eins og vant er. -------- sunnud.: Fullorðnir 0,35, börn 0,15. Fjelagsmenn hafa ókeypis aðgang, ef þeir sækja miða til hr. úrsm. Bartels, Laugaveg 5, laugardagskvöld frá kl. 6•—8; annars verða þeir að borga eins og aðrir (0,35), vegna þess, að eftirliti verður ekki við komið. Ef veður og færð hindra hlaupin, verður frestunin auglýst í auglýsingakassa fjelagsins á húsi hr. S. Eymundssonar, horninu á Lækjargötu og Austurstræti. Stjórnin. yiðaljunður i „fram“ laugardag 19. febrúar, kl. 8V2 síðd. í Goodteraplarahúsinu. Auglýsingum í „Lúg- rjetlu“ tekur ritstjórinn við eða prentsmiðjan. Höfuðböl til kaups eða ábúðar. Höfuðbólið Miðlnts í Álftaneshreppi á Mýrum með hjáleigunum Kotluói og SeltnLÓt*. 36,6 hundr. að dýrleika, eftir nýju mati, fæst til kaups eða ábúðar í næstkomandi fardögum. Jörðinni fylg,ja 7 á- sauðarkúgildi, stór og grasgefm tún, grasgefnar og greið- íærar útheyisslægjur, út frá túninu; má heyja utantúns í hverju meðalári yfir 1000 hesta og með litlum kostnaði má með áveitu auka þær að stórum mun. Aðdrættir allir eru mjög hægir, bæði á sjó og landi. Á jörðinni er íbúðarhús úr timbri, alt klætt með pappa og járnvarið, aðeins þriggja ára gamalt. Jörðin er mjög vel í sveit komin og velmegun manna meðal. Lysthafendur snúi sér til undirritaðs. Reykjavík, 3. febrúar 1910. Thor Jensen. Kosning prests í 2. prestsembættið við dómkirkjuna í Reykjavik fer fram Laugardaginn 26. þ. m. í barna- skólabyggingu Reykjavíkurbæjar, og byrjar kl. 11. f. h. Prófasturinn í Kjalarnessprófastsdæmi, Görðum, 9. Febrúar 1910. Jens Pálsson. Prestskosningin í annað preitembættið í Reykjavíkui* presiakalli. Umsóknarbréfin og útdráttur úr þeim, og athuga- semdum biskups, liggja frammi, kjósendum til sýnis, í búð Einars Árnasonar, Aðalstræti 14, frá ll.r—18 febrúar. Sóknarnefndin. Prentsmiðjan Gutenberg. læti að þýða?« sagði ábótinn. »Ef þú ert kirkjunnar þjónn, vinur minn, þá væri rjettara af þjer að segja mjer, hvernig jeg ætti að losna frá þessum mönnum, en að standa hjer og láta fiflalátum«. »Jeg þekki ekki nema eina leið til til þess, að þú losnir hjeðan, æruverði faðir«, svaraði munkurinn. »Nú er Andrjesarmessa hjer hjá okkur og við erum að heimta inn tiundir okkar«. »En þið heimtið ekki tíundir af kirkjunni, bróðir góður«, sagði ábótinn. »Jú, við tökum tíundir bæði af klerk- um og leikmönnum«, svaraði munk- urinn. »Fáum er betur en mjer við káta veiðimenn«, sagði ábótinn og reyndi að vera vingjarnlegur í málrómi. »Jeg hef töluvert fengist við veiðar sjálfur og hef oft blásið í horn, svo að drunið hefur í skóginum. — Þið megið ekki vera of heimtufrekir við mig«. »Fáið þið honum horn«, sagði for- inginn. »Viðskulumreyna,hve vel hann kann þá list, sem hann grobbar af«. Ábótinn fjekk hornið og bljes, en foringinn hristi höfuðið. »Jeg læt það alt vera, hvernig þú blæst, herra ábóti«, sagði hann, »en með þvi kaupir þú þig ekki lausan. Jeg hef nú líka komist að einu, þegar jeg heyrði blástur þinn, og það bætir ekki fyrir þjer. þvi þú ert einn af þeim mönnum, sem skemma gömul, engilsaxnesk hornalög með þessum nýtisku rykkjum og hnykkjum úr frönsku lögunum. Fyrir þetta hækkar lausnargjald þitt um 50 krönur, herra ábóti«. »Það er ekki auðvelt að gera þjer til geðs, eða fullnægja kröfum þínum«, sagði ábótinn og hafði honum gramist þetta síðasta. »En samt bið jeg þig, að vera ekki of frekur við mig í fjár- heimtunni. Úr því að ekki verður samt hjá því komist, að jeg borgi einu sinni djöflinum skatt, þá segðu mjer, hve mikið þú heimtar fyrir að láta mig lausan og lofa mjer því, að jeg komist óáreittur af þínum mönnum til næsta þorps?« »Væri ekki rjettast, að láta ábótann ákveða lausnargjald Gyðingsins og Gyðinginn aftur lausnargjald ábótans?« sagði undirforingi í flokknum og skaut þvi til aðalforingjans. »Svo vitlaus sem þú ert, þá er þó þetta góð tillaga«, sagði foringinn. »Komdu hingað, Gyðingur! Littu á þennan mann. það er Ýmir ábóti frá klaustrinu í Jörfa. Jeg er viss um, að þú veist, hve miklar tekjur klaustrið hefur. Segðu okkur nú, hve mikið lausnargjald er sanngjarnt að heimta af honum«. »Enginn veit betur en þú, Gyðings- hundur«, sagði ábótinn og leit á ísak, »að klaustrið í Jörfa er enn i stórri skuld fyrir messuklæði og ------«. »Og fyrir kjallaravörurnar frá síð- asta hausti«, sagði Gyðingurinn og greip fram i. »En það er alt saman ekki nema smámunir«. »Ætlið þið, sem þykist vera kristn- ir menn, að láta þennan vantrúaða hund og níðing svivirða heilaga kirkju í áheyrn ykkar að ósekju?« spurði ábótinu. »Eyðið ekki tímannm með ónýtu hjali«, sagði foringin. »Segðu okkur afdráttarlaust, ísak, hvað þú álítur hann færan um að borga, án þess að gengið sje of nærri honum«. »Sex hundruð krónur tel jeg ábót- ann vel geta borgað, án þess að hon- um sje það tilfmnanlegt«, sagði ísak. »Sex hundruð krónur«, hafði foring- inn eftir honum með alvörusvip. »Ieg er ánægður; þú hefur vel mælt, ísak. Sex hundruð krónur. Það er dómur, herra ábóti«. »Dómur! — dómur!« kallaði útlaga- flokkurinn alt í kring. »Salómon sjálf- ur hefði ekki getað rjettara dæmt!« »Þú hefur heyrt döm þinn, ábóti«, mælli foringinn. »Eruð þið alveg vitlausir.góðu menn?« spurði áhótinn. »Hvar ætti jeg að fá alt það fje?« ísak gamli vildi koma sjer vel við útlagana. »Ef ykkur svo sýnist«, sagði hann«, þá get jeg sent til Jórvikur eft- ir sex hundruð krónum af vissum pen- ingum, sem jeg hef þar i geymslu, en þá verður ábótinn að gefa mjer kvitt- un fyrir borguninni«. »Hana skal hann gefa þjer«, sagði foringinn, »og svo borgar þú lausnar- gjöldin bæði fyrir þig og hann«. »Fyrir mig og hann«, sagði Gyðing- urinn. »Jeg er gamall maður og fá- tækur. Jeg kæmist á vonarvöl, ef jeg ætti að borga, þó ekki væri meira en 50 krónur«. »Um það skal ábótinn dæma«, svar- aði foringinn. »Hvað segir þú um þetta, Ýmir álióti? Hefur Gyðingur- inn ráð á að borga hátt lausnargjald?« »Já, það held jeg, að hann hafl ráð á því«, sagði ábótinn. »Er ekki þetta ísak frá .Tórvík, sem kunnugt er um, að er stórrikur? Úr því að jeg er til þess kvaddur, að verðleggja þennan niðing, þá segi jeg ykkur hreinskilnis- lega, að það væri rangt aí ykkur að heimta af honum minna en eitt þús- und krónur«. »Það er dómur!« sagði foringinn. »Dómur!— dómur!« æpti útlagaskar- inn i kring. »Hann er kristinn og þvi örlátari en Gyðingurinn«. »Guð feðra minna varðveiti mig og hjálpi mjer«, sagði ísak. »Þið níðist á mjer. í gær var jeg sviftur einka- barni minu, og nú í dag er jeg rænd- ur lifsuppeldi mínu«. »Þú hefur fyrir færri að sjá, úr þvi að þú ert nú barnlaus«, sagði ábótinn. »Þið vitið ekki, hve sárt jeg tek mjer missi einkabarns míns«, sagði Gyðing- urinn. »Hversu ríkur sem jeg væri, gæfi jeg aleigu mína til þess að fá að vita, hvort dóttir mín er á lífi og hvort hún hefur komist úr klóm níðing- anna«. »Var ekki dóttir þín svarthærð, og hafði hún ekki silfurbaldíraða andlits- blæju?« sagði einn af skógarmönn- unum.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.