Lögrétta - 13.04.1910, Qupperneq 1
Aígreiöslu- og innheimlum.:
ARINBJ. SVEINBJARNARSON
L<fiuí£»vefcí 41.
Talsími 74.
Ritstjóri
F’ORSTEINN GISLASON
Pingholtsstræti 17.
Talsimi 178.
M 19.
Reykjavík 13. apríl 1910.
I. O. O. F. 9148872 áríðandi.
Forngripasafnið opið á sunnud., þriðjud. og
fimtud. kl. 12—2.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1.
Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. 11—1.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. ío'ji
—12 og 4—5. .
Islands banki optnn 10—21/. og 51/*—7-
Landsbankinn io1/^—2x/»- Bnkstj. við 12—1.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5— 8.
HAfNARSTR-l7-!8'1920 2l-22-K0lAS I 2-LÆKJART1-2
• REYKJAVIK •
eru
jjölbreyttastar,
bestar «« óðýrastar
Lárus Fjeldsted,
YflrrjettarmálafærslumaOur.
Lækjargata 2.
Heima kl. 1 1—12 og 4—5.
Rúðugler 08h f" * zoéga,
Dest ao Bankastr. 14.
--- —= kaupa hjá Taisímii^s.
Egg. Ný hænu-egg fást daglega
á Óðinsgötu 13.
Til leigu I stofa, með forstofu-
inngangi nú þegar, eða 14. maf, á Oð-
insgötu 13.
jjorgfiríingar mótmæla
stjörninni.
Krefjast aukaþings.
Fundur var haldinn í gær á
Hvítárvöllum í Borgarfirði til þess
að ræða um bankamálið. Sýslu-
fundur stendur þar yfir og voru
það sýslunefndarmennirnir, sem
fundinn sóltu, og einhverjir ileiri
fulltrúar.
Samþykt var með 19 atkv. gegn
3 svohljóðandi tillaga:
»Með því að fundurinn lítur svo
á, að ráðherra íslands hafi gengið
á rjettindi alþingis, með því að
meina gæslustjórum Landsbankans
að gegna starfa sínum við bank-
ann frá byrjun þessa árs, er al-
þingi hafði kosið þá til, og með
því að skipa sjálfur gæslustjóra við
tjeðan banka, sem alþingi eitt hef-
ur rjett til, skorar fundurinn á ráð-
herra, að hlutast til um, að alþingi
verði kallað saman liið allra fyrsta,
svo að stjórn Landsbankans geti
orðið löglega skipuð og til þess að
hin leiða þræta, er risið hefur út
af aðgerðum ráðherra í bankamál-
inu, geti orðið á enda kljáð«.
Strandferðabátarnir „Austri“ og „Vestri
ít
Þeir eru nú báðir hingað komnir og leggja á stað í fyrstu ferð-
irnar kringum landið 15. þ. m. »Austri« kom í fyrri nótt og »Vestri«
í gærmorgun. Báðir eru þeir nýir, bygðir á Helsingjaeyri í Danmörku
nú í vetur. Þeir eru sagðir fallegir, en fáir liafa skoðað þá hjer enn
vegna þess, hve ilt hefur verið í sjó síðan þeir komu. Bátarnir kvað
vera nákvæmlega eins gerðir báðir, og er það mynd af öðrum þeirra,
sem lijer er sýnd. Sagt er að fyrsta farrými taki 40 farþega og annað
farrými 32, en borðsalur 24. Þar að auki er dagstofa handa konum
og reykingastofa. Nú er eftir að vita, hvernig bátarnir reynast til
strandferðanna, og er óskandi, að það verði sem best. Skipstjóri
»Austra« heitir Teitur Júlíus Júlínusson, frá Akureyri, en skipstjóii
»Vestra« N. P. Nielsen, danskur maður.
Stærð bátanna, hvors um sig, er hjer á fógetaskrifstofunni skráð
rúmar 250 smálestir (250,88), en í ísaf., sem út kom í gær, er hún
talin 500 smál.
jjankamálii.
Brjef frá Landmandsbankanum.
Gamla Landsbankastjórnin hefur
fengið eftirfarandi brjef frá stjórn
Landmandsbankans og liefur, eftir
tilmælum, leyft Lögr. að birta það:
»Den danske Landmandsbank Hypo-
thek og Vekselbank, Aktieselskab.
Direktionen.
Köbenhavn, den 31. marts 1910.
Herrer Tryggvi Gunnarsson, Eiríkur
Briem, Kristján Jónsson, Reykjavík.
I Gensvar paa D’ Herres meget ærede
Brev af 11. Marts d. A. skulle vi med-
dcle, at Grunden til aö vi liavde givet
vore Udsendinge Tilladelse til at afgive
Erklæringen af i8/i7 Februar d. A. var,
at Islands Minister ved at oversende
til dem den i »Thjodolfur« af 21. Jan-
uar d. A. Indeholdie Meddelelse fra
Köbenliavn havde beklaget sig over, at
disse urigtige Udtalelser ikke kunde
imödegaas, saalænge Landmandsban-
ken ikke udtalte sig om Landsbankens
Forliold, og udtalte Önskeligheden af
en Beretning elier »nok saa kort Er-
klæring fra kompetent dansk Side«.
Det vil af det foranförte fremgaa, al
det ikke er vore Udsendinge, der have
önsket at udtale sig om Resultafet af
deres Sendelse, men var Erklæringen
foranlediget ved Forvanskningen af den
af os i sin Tid lier til Ritzaus Bureau
givne Meddelelse og Ministerens Onske
om at imödegaa denne urigtige Gen-
givelse. Erklæringer er da heller ikke
af os cller af vore Udsendinge forlangt
offentliggjört, men af disse stiilet til
Minislerens Disposition.
Vi tiliöje, at vore Udsendinger Er-
klæring selvfölgelig kun kan angaa det
Tab, som skönnedes að kunne flyde af
Bankens forskellige Engagements, i det
deres Hverv jo kun var at undersöge
Bankens Solvens og der af fölgende
Mulighcd for en fortsat Forbindelse
mellem Landsbanken og os.
Meö Höjagteise.
Den danske Landmandsbank Hypothek
og Vekselbank.
E. GIiickstadt«.
(A islenskuj.
Mikilsvirtu brjefi yðar, dags. 11.
mars þ. á., skulum vjer veita það
svar, að ástæðan til þess að vjer
liöfum leyft sendimönnum vorum
að láta frá sjer yfirlýsingu þeirra,
dags. i8/i7 Febrúar þ. á. var sú, að
jafnframt og ráðherra íslands hafði
sent til þeirra frjettaskýrslu þá frá
Kaupmannahöfn, er stóð í Þjóðólfi
21. jan. þ. á., liafði hann kvartað
yfir þvi, að þessum röngu ummæl-
um gæti eigi orðið mótmælt, með-
an Landmandsbankinn eigi ljeti
neitt uppi um hag Landsbankans,
og ijet í ljósi, að æskileg væri
skýrsla eða yfirlýsing »úr ábyggi-
legri danskri átt, hversu stutt sem
væri«.
Af liinu framanritaða kemur það
í ljós, að það eru eigi sendimenn
vorir, sem liafa óskað að skýra frá
árangrinum aí sendiför þeirra, en
tilefni yfirlýsingarinnar var rang-
færsian á skýrslu þeirri, er vjer á
sinum tíma gáfum »Ritzaus Bure-
au«, og ósk ráðherra um að hrinda
þessari röngu frásögn. Þá höfum
og hvorki vjer nje sendimenn vor-
ir heimtað, að yfirlýsingin væri
gerð lieyrinkunnug, en þeir »ljetu
hana í tje til ráðstöfunar ráðherr-
ans.
Vjer bætum því við, að yfirlýs-
ing sendimanna vorra að sjálfsögðu
aðeins getur rætt um það tap, sem
virtist kunna að geta leitt af ýmisleg-
um viðskiftaskuldbindingum bank-
ans, því að ætlunarverk þeirra var
eingöngu að rannsaka, hvort bank-
inn væri gjaldfær, og mögulegleik-
ann þar af ieiðandi til áframhald-
andi viðskifta milli hans og vor.
Virðingarfylst.
Den danske Landmandsbank Hypothek
og vekselbank.
E. Gluckstadt«.
Þetta brjef þarf engrar skýringar.
I>. D. P. A. Khafnarblaðið
»Börsen« frá 3. þ. m. segiraðfje-
lagið hafi fyrir síðastl. ár borgað
hluthöfum í vexti 45%, en þar að
auki »bonus« 64%. Það verður
alls 109%, eða hver hlutur (sem
er 5oOO kr.) fjeklc útborgaðar
5450 kr.
Þetta geta menn með rjettu
kallað gróðafjelag.
Wathnes-fjelagid hœtt.
Sú fregn gekk hjer í gær, að
Wathnes-fjelagið væri hætt. ísaf.
skýrir frá fregninni í gær og kveðst
hafa hana eftir einkasímskeyti til
»fjesýslunarmanns, sem hjer sje
staddur um þessar mundir«. Nán-
ari fregnir hafa ekki borist af þessu
enn.
Yfirlýsingar.
Lögrjetta hefur verið beðin fyr-
ir eftirfarandi yfirlýsingar:
I 16. tölublaði XI. árg. blaðsins
„Reykjavik", sem út kom þann 9.
þ. m., í grein með fyrirsögninni „ís-
landsbanki og fiskkaupaeinokun" segir
herra alþingismaður Jón Ólafsson les-
er.dum blaðsins frá kviksögum, er
gangi hjer um að nokkrar stærri
verslanir hafi myndað einokunar-
hring um kaup og sölu á fiski hjer
á landi, og í því augnamiði gert
samning við íslandsbanka um að
hann ekki einungis veiti þeim nægt
fje til fiskkaupanna, heldur einnig
skuidbindi sig til að láta engan
kaupmann fá peninga til fiskkaupa,
sem ekki væri í þessum samtökum.
Verslanir þær, er hjer ættu að
eiga hlut að máli, eru ekki tilgreind-
ar í blaðinu, en á fjölmennum fundi
hjer í bænum þ. 9. þ. m. var því
iýst yfir, að kviksögur þessar ættu
meðal annars við hiutafjelagið P. I.
Thorsteinsson & Co. hjer. Eu með
því að öll pessi ummœli og kviksög-
ur eru bláber ósannivdi hvað h/f P.
I. Thorsteinsson & Co. snertir, þá
mótmælum vjer þeim alveg afdratt
arlaust sem gersamlega tilhæfulaus-
um. Oss er heldur ekki kunnugt
um að neinn slikur fjelagsskapur sje
til, og höfum vjer hvorki beðið aðra
kaupmenn eða þeir beðið oss að
taka þátt í slílcum fjelagsskap.
Af framanrituðu ætti það að vera
fyllilega ljóst, hve iilhæfulaust það
er, að íslandsbanki hafi átt að veita
oss liðsinni sitt sem meðlimum í
slíkum fjelagsskap, og skulum vjer
jafnframt taka það fram, að oss er
heldur ekki kunnugt um, að nokkrir
aðrir kaupmenn hjer hafi tryggt sjer
eða reynt að tryggja sjer nein slík
hlunnindi frá tjeðum banka.
Jafnframt því sem vjer mótmæl-
um þessum rakalausu kviksógum
viljum vjer skora á hófund þeirra
að gefa sig jram með nafni, svo
þær ekki komi til að brenna á baki
manna, sem jyrir þehn eru bornir,
en kunna að vera saklausir.
Reykjavík, II. apríl 1910.
H/f P. I. Tliorsteinsson & Co.
Thor Jensen. Eggert Claessen.
Sje átt við okkur í grein þeirri,
sem birtist í blaðinu Reykjavík í dag,
undir 3. lið greinarinnar Bankamái,
þá lýsum við hjer með yfir, að við
höfum engan þátt átt í að mynda
hring til einokunar á fiskverði, hvorki
beinlínis nje óbeinlínis. Ennfremur,
að hvorki hefur íslandsbanki leitað
til okkar eða við til hans í þeim til-
gangi.
Reykjavík, 9. apríl 1910.
Yerslnnin Edinborg-.
Ásgeir Stgurðsson.
Copland & Berrie (1908) Ldt.
Geo. Copland.
Ut af þeim orðasveim, sem gengið
hefur um, að 4 íslenskir fiikútflutn-
ingsmenn með aðstoð íslandsbanka
hafi gert samtök um að einoka með
fiskverslun, leyfi jeg mjer hjer með
fyrir hönd verslunarhússins J. P. T.
Bryde að lýsa því yfir, að nefnt versl-
unarhús á engan þatt í þessu og að
áðurnefndur orðasveimur er, hvað
snertir verslunarhúsið J. P. T. Bryde
með öllu ástæðulaus. Þess skal getið,
að verslunarhúsið J. P. T. Bryde,
hefur heldur ekki snúið sjer til Islands-
banka með beiðni urn væntanlegt lán
til fiskkaupa 1 ár.
Reykjavík, 11. apríl 1910.
Carl Olsen.
Einnig hefur verslunarstjóri
Duus-verslunar beðið Lögrjettu
að geta þess, að sú verslun sje
ekki heldur að neinu leyti riðin
við samtök í þá átt, sem um er
talað í yfirlýsingum hjeráundan.
Áður en Lögr. bárust þessar
'V. árg\
yfirlýsingar liafði hún spurst fyrir
hjá bankastjóra íslandsbanka, hr.
E. Schou, um málið og lýsti hann'
kviksögurnar, sem áerminsthjer
á undan, gersamlega tilhæfulaus-
ar og sagði, að ekkert slikt hefði
komið til tals við bankann, eða
af bankans hálfu. Hann kvað
sjer gersamlega óskiljanlegt, hvern-
ig svo fjarstæðar kviksögur heíðu
getað kviknað upp og breiðst út.
€tazrá8 Jryðe ðáinn.
Símað er frá Khöfn í dag, að
etazráð Bryde sje dáinn, hafi dáið
í dag.
Hann var 79 ára gamall.
Verslun hefur hann rekið hjer í
Reykjavik síðan 1883, en miklu
lengur í Vestmannaeyjum. Sonur
liaus, Herluf Bryde, hefur verið
meðeigandi föður síns að verslun-
unum hjer á landi, og tekur nú
án efa við þeim að öllu leyti. Aðra
syni átti Etazráð Bryde ekki á lífl.
En dætur hans lifa tvær, frú Helga
.Matzen, áður gilt Jóni Vidalín
konsúl, og frú Elhen, ekkja í Khöfn.
Utan úr heimi.
Negus Menelik.
í síðasta tbl. var skýrt frá dauða
Meneliks Abessiníukeisara. Hjer er
mynd af honum og drotningu hans,
er þar var líka minst á. Negus
þýðir konungur og titilí Meneliks
var negus Negústí, enþaðer: kon-
ungur konunganna. Menelik tók
sjer fyrst konungsnafn yflr fylkinu
Shoa, er þó laut Abessiníukeisara,
en varð síðar keisari í Abessiníu,
eins og segir í síðasta blaði.
Abessinía liggur milli Rauðahafs-
ins, Egyftalands og Súdans og er
eitt af heitustu löndum lieimsins.
Landið er 6,500 fermílur að stærð
og hefur um 5 miljónir íbúa.
Landsmenn eru fleslir Gyðingaætt-
ar, komnir af þjóðflokki, er rekur
uppruna sinn að sömu rótum og
Gyðingar á dögum gamla testa-
mentisins.
Taítu drotning
er, eftir síðustu fregnum að dæma,
fangi nýja keisarans. Hann heitir
Ligg Manú og er bróðursonur
Meneliks og tekur við ríkisstjórn-
inni samkvæmt ráðstöfun, er Mene-
lik sjálfur gerði um ríkiserfðirnar
1905.