Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 13.04.1910, Qupperneq 2

Lögrétta - 13.04.1910, Qupperneq 2
72 L 0 G RJ E T TA . Lögrjetta kemur út á hverjum míö- vikudegi og auk þess aukablóö við og við, minst 60 blöö als á ári. Verðs 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Dnnilutningsbannið á ntlenðu kvikjje. Það eru margir áratugir síðan kar- töflujurtin fluttist hingað til ræktun- ar í íslenskri mold. Og svo er nú komið, að kartöfluræktin gefurtrygga og arðsama uppskeru víða hjer á landi, svo sem á undirlendi Suður- lands og Borgarfjarðar, við Eyjafjörð og víðar. Útlendar garðjurtir ýmis- konar hafa og verið fluttar hingað fyr og síðar, er þróast vel um land alt, og má nefna rófur, kál, berja- runna, lauka og margt fleira. Enn- fremur eru menn nú á þessum síð- ustu árum að byrja að innleiða hjer útlendar grastegundir, svo sem vallar- foxgras, hundagras, nýgresi o. fl. Að vísu hafa sumar útlendar gróð- urtegundir mishepnast hjer En hinar eru þó víst fleiri, sem beinlínis eða óbeinlínis hafa aðhylst íslensk gróð- urskilyrði. Og allir hljóta að viður- kenna, að þessi starfsemi einstakra manna og fjelaga hefur gert íslenskt gróðurríki auðugra, og jarðræktina í heild sinni að mun tryggari og arð- samari en ella mundi hafa verið. Að sjálfsögðu hefur verið hlynt að þessu á ýmsar lundir, enda ekki sjá- anlegt vit í því, að aftra mönnum frá þessum gagnsemdarstörfum, — að klæða landið og gera garðinn fræg- an að þessu leyti, — með því t. d. að einangra landið frá útlendum gróð- urtegundum. Aftur á móti er bannað með lög- um frá 17. mars 1882, að flytja út- lendan kvikfjenað hingað til lands. Fyrsta grein þeirra laga hljóðar svo : „Það er öllum bannað, að flytja hingað til lands frá útlöndum sauð- fjenað, nautgripi eða hross. Þó má landshöfðingi, með ráði dýralæknis, veita undanþágu frá banni þessu, enda setji hann þá fulltryggjandi regl- ur um í hvert sinn“. Lagagrein þessi hefur þann til- gang: að verja þeim næmu sjúk- dómum að flytjast inn í landið, er kvikfjenaður hjer er laus við. Þó á hún ekki ad vera hajt á atvinnu- frelsi einstaklinga og almennings. Nú er það víst, að síðan lög þessi gengu í gildi, hefur enginn alidýra- sjúkdómur borist hingað til lands, enda engin útlend skepna verið flutt inn til landsins, að svínum og hundum sleptum, sem lögin náðu ekki til fyr en árið 1905 og 1909. Hinu, að vera samt sem áður ekki haft á atvinnufrelsi einstak- linga og almennings, samkvæmt ákvæði greinarinnar um heimild stjórn- arinnar til að veita undanþágu frá banninu með settum tryggingum, hafa lögin aftur á móti alls ekki náð. Skal jeg nefna nokkur dæmi því til sönnunar. Síðan lögin gengu í gildi, hafa ýmsir menn úti um land við og við sótt til stjórnarinnar um leyfi til að flytja hingað sauðfje frá Bretlandi í því skyni að fræðast um, hvað orðið gæti sauðfjárrækt landsmanna til eflingar. í Þingeyjarsýslu skal jeg tilnefna: Jóhannes Sigurjónsson á Laxamýri, fyrirnærfelt 20árum, eftirað hannhafði dvalið f Ameríkuogkynst þarbretskum kvikfjenaði. Litlu seinna fórPáll Þórar- insson á Halldórsstöðum í Laxárdal framáhið sama.eftiraðhannhafði dval- ið á Skotlandi og fræðst þar um kvik- fjárrækt, og nú fyrir tveimur árum Sig- urgeir Jónsson frá Baldursheimi. Þetta eru mikilhæfir fjárræktarbændur, en þeim hefur öllum verið neitað um leyfi í skjóli tilfærðrar lagagreinar. í janúarmánuði síðastliðið ár ritaði jeg erindi frá Englandi stjórn Bún- aðarfjel. íslands og fór fram á, að hún útvegaði mjer leyfi, samkvæmt áðurgreindum lögum, til þess að flytja til íslands tvö ensk sauðfjárkyn, í þeim tilgangi, að gera með þeim blöndunartilraunir til sláturfjárfram- leiðslu. Stjórn fjelagsins sendi erindi mitt dýralækninum í Reykjavík til um- sagnar. En hann lagði eindregið á móti þvf, að undanþága væri veitt frá lögunum, og hefur latið prenta í 3. bl. „Freys“ s. a. málsvörn þa, er hann ætiast til að rjeltlæti neitun- ina. En mjer þykir hún talsvert kynleg. Þar ræðir hann mest um, hve hættu- legt sje að blanda saman kynjum, og neitar því, að nokkrar kynbætur geti átt sjer stað á þann hátt. Jeg veit ekki hvaðan honum kemur slfk viska. Dæmi Norðmanna og Svia um kynblöndun alidýra fyrir mörgurn áratugum sannar fyrst og fremst, að kunnátta er nauðsynleg í þeim efnum og að þekkingu og kunnáttu öðlast menn best með þvf mótí, að leggja hönd a verkin. Og 1 öðru lagi er areiðanlegt, að þær þjóðir hafa tekið miklum og góðum framförum f verk- legum efnum, jafnt í kvikfjárrækt sem öðru, einmitt jafnskjótt og þær fóru að draga hagsmuni af útlendum alidýrakynjum. En hvað skoðun líður meðal búnaðarprófessóra í Dan- mörku á viðvarandi og takmarkaðri kynblöndun alidýra, sem jeg geri rað fyrir að dýralæknirinn stjórnist af, þá veit jeg til þess, að þeim ber ekki að öllu leyti saman við framkvæmdir og vísindi f þessum efnum á Bret- landi hin síðari arin, enda hafa þeir aldrei staðið í krapinu með bretskum bændum, nje sjeð allar hliðar þeirrar starfsemi, sem þar á sjer stað, þótt þeim sje gert að skyldu, að fara yfirlitsferð um Bretland. Annars neita jeg þeirri staðhæf- ing dýralæknisins, að kynbætur geti ekki átt sjer stað með kyn- blöndun, en læt mjer nægja að sinni, að vísa til ritgerðar í 4. h. Búnaðarritsins 1809, um kynblönd- unarrækt á Englandi o. fl. Á einum stað lýsir hann því yfir í nefndu brjefi „Freys", að mjer sje eflaust trúandi til þess, að framkvæma kynblöndunartilraunir á þeim grund- velli, er ekki skaði íslenskt fjárkyn. En seinna í brjefinu verður honum það þó áhersluatriði, að ráða frá því, að mjer sje veitt leyfi til þess að fræðast í þessu efni. Má vera að hann vantreysti sjer til að ganga úr skugga um það, að innfluttar skepn- ur hefðu ekki saknæma sjúkdóma. Annars virðist mjer þetta ofboð skrítin samkvæmni. Ennfremar segir hann, að ef til- raunir yrðu gerðar með útlend kyn hjer á landi, þá verði ekki hægt að búa svo um hnútana, „nema þá á pítppírnum“, að kynin blandist ekki, er geti leitt til hinna mestu vand- ræða. Mjer er ekki vel ljóst, hvað dýralæknirinn meinar með þessum pappírskynbótum, nema efhann held- ur, að þær yrðu framkvæmdar að lögum. Eyði jeg ekki orðum að slíkri stjórnvisku, en get þess, að slfkt er óframkvæmanlegt að mínu áliti, en vísa til bls. 294—295 í 4 h. Búnaðarr. 1909. En við erum alveg ósammála um gagnsemi af takmark- aðri kynblöndun húsdýra, og þykir mjer dýralæknirinn furðu djarfur, að neita gagnsemi hennar hjer á landi, að óreyndu. En mína sannfæringu hef jeg öðlast með áþreifingu á Bretlandi, og vísa jeg enn til áður- nefndrar ritgerðar í Búnaðarritinu, hvað þetta snertir. Annað atriði í þessu máli, sem vitanlega kemur dýralækninum við, er hættan á því, að óþektir sjúk- dómar flytjist með bretsku kvikfje til landsins; enda þykir honum það næg ástæða til að leggja á móti því, að undanþága sje veitt frá lögunum. En hann gefur í skyn, að hættan sje ekki svo mikil sem stendur, en ef vel gangi í nokkur ár að flytja hingað kvikfje, álítur hann að varúðin hverfi að sama skapi. Mjer finst nú ástæðulaust að líta svona á þetta; en ef það kæmi fyrir, yrði því um að kenna, að við ættum ekki nógu trúverðugan dýralækni. í þessu sambandi er best að upp- lýsa um það, hvernig til er háttað um innflutning kvikfjár hjá einni ná- grannaþjóð okkar, Norðmönnum. Eins og hjer, er það bannað, að flytja frá Bretlandi sauðfje, nautgripi og hesta. En landstjórnin í Noregi veitir svo að segja ætíð leyfi til að flytja inn þaðan kvikfje, þegar þess er farið á leit. Hún setur þau skil- yrði, að skepnunum fylgi heilbrigðis- vottorð dýralæknis á Bretlandi. En yfirdýralæknirinn í Noregi akveður, hve sóttvarnarhaldstíminn (karantæn- tiden) þar skuli vera langur í hvert skifti, eftir því sem hann álítur með þurfa, Á seinni árum hefur sótt- varnarhaldstiminn verið akveðinn 10 daga fyrir heilbrigt sauðfje; annars verður það að vera í sóttvarnarhaldi 10 daga, eftir að dýralæknir hefur úrskurðað skepnurnar heilbrigðar. Þessum reglum, eða öðrum mjög likum, er nú fylgt í öðrum löndum gagnvart kvikfjenaði frá Bretlandi. Simon Hauge, forstöðumaður fyrir ríkisfjarræktarbúinu (Statens Stams cheferi) á Hodne 1 Noregi, skrifaði mjer uin þetta efni 17. f. m. Hann segir, að með innflutningi sauðfjar stafi engin hætta af klaufasýki, svo auðvelt sje að varast hana og lækna. Enda þekki jeg þann sjúkdóm vel og veit, að þetta er satt. Hann segir og, að hann viti ekki til þess, að neinn smittandi sjúkdóm- ur hafi flutst með alidýrum frá Bret- landi til Noregs — „Nogen smit- som Sygdom er ikke mig bekjendt indfört með Husdyr fra Srorbritan- nien til Norge". Sauðfje hefur þó verið flutt þar á milli við og við sfð- astliðin ÖO ár. Fyrir 50 árum, eða 1860. tók landstjórnin sig fram um, að flytja inn bretskt kvikfje og lata gera tilraunir með það og heldur því afram enn í dag. Af eigin viðkynn- ingu á norskri kvikfjárrækt og af skýrslum dýralækna þar, er mjer kunn- ugt um, að Norðmenn hafa sömu sauðfjársjúkdóma að varast og við íslendingar, sem sje kláða- og klaufa- sýki. Ennfremur segir hr. Hauge, að sitt álit sje það, að Notðmenn hafi haft góðan árangur af innflutningi kvikfjár frá Bretlandi — „Norge har, efter min Mening, kun haftgodtUd- bytte af Faareinnförselen fra Eng- land og Skotland". Hr. S. Hauge þekki jeg persónu- lega, og veit, að hann er alment hjá sinni þjóð álitinn þekkingarmaður hinn mesti á sínu sviði, vandaður, reyndur, greindur og gætinn; hann hefur nokkrum sinnum keypt sauð- fje á Bretlandi og flutt til Noregs, og seinast í fyrra sumar. Hann er einn þeirra manna, er mest eru riðn- ir við kvikfjárrækt og sýningar í Noregi. Mjer þykir því mikils um vert, að þessi maður letur okkur ekki, heldur hvetur til að flytja hingað kvikfjenað fra Bretlandi til takmark- aðra blöndunartilrauna. Þa vík jeg málinu aftur að brjefi dýralæknisins, þar sem hann talar um, að ekki sje auðvelt að ganga úr skugga um það, að tiltekin kind sje heilbrigð. En mjer er óskiljanlegt, hvers konar sjúkdómar það eru, smitt- andi og hættulegir, sem geta leynst í lifandi skepnum svo að segja tak- markalausan tíma, án þess að gera vart við sig eða koma í ljós. Hann nefnir til dæmis berklaveikina, sem okkur að vísu kemur saman um, að sje sjaldgæf í sauðfje. En jeg er algerlega þeirrar skoðunar, að við höfum ekkert þess konar að varast gagnvart bretsku sauðfje, því ef sú sýki er í því, mun hún einnig vera í okkar sauðfje. Fyrst staðreyndin er sú, að sýkin gengur frá mannitil skepnu og frá skepnu til manns. Að halda því fram, að ekki sje hægt að flytja hingað útlend alidýr, nema óþektir sjúkdómar fylgi með, er alger villukenning nú á þessum tímum, Það er hægt að færa mönn- um heim sanninn um það, að kvik- fje er nú alstaðar flutt milli landa — nema hingað — án allra minstu sýk- ingarhættu fyrir staðvant kvikfje. Það hefur verið tekið fram, að bannlög þessi hafa orðið f reynd- inni meira, en þeim var ætlað að vera, Þau hafa verið óleyst band á at- vinnufrelsi manna. Bændastjettin hjer á landi hefur í þessu atriði ekki, held- ur en í mörgum öðrum, jafnrjetti til atvinnu nje skilyrði til framfara móts við bændastjettir annara landa. Jafnvel þótt æskilegt sje, að lögin væru ítarlegri og ákveði verksvið dýralæknis, með því að takmarka það eingöngu við rjett til að ákveða skil- yrði, þvíþað eitt er í hans verkahring að ákveða varúðarreglur — um heil- brigðisransókn og sóttvarnarhald — gegn sjúkdómahættu, þá er óskiljan- legt, að andi laganna hafi verið og sje sá, að. áskilja einum dýralækni einveldi á þessu sviði. Jeg skal játa, að fyrir getur komið, að stjórnin hafi gilda ástæðu til að neita um undanþágu frá banninu, en það fæ jeg ekki skilið, að það geti komið fyrir í samfleytt 28 ár. Og því tel jeg vonlaust, að menn sætti sig framvegis við neitandi framkvæmd þessara laga. Það er heldur engin von til þess, að menn taki gildar þær ástæður dýralæknis, fyrir synjun á undanþágu frá banninu, að við kunnum ekki að blanda alidýr okkar með útlendum kynjum. Að óreyndu getur hann enga vissu gefið um það. Þeirri á stæðu svipar til þess, ef öllum væri bannað að fara í vatn, af því menn kynnu ekki að synda. £n hversu margir mundu læra að synda, sem aldrei færu í vatnf Mín sannfæring er sú, að menn öðlist vissari lærdóm með því að leggja hönd á verkin í þessum etn um, og sjá og reyna, en öllu því, sem dýralæknirinn og jeg rita fram og aftur um kynbætur. En að hugsa sjer það, að útiloka Island um aldur og æfi frá innflutn- ingi útlendra alidýra, og einangra landið með þau kyn, er fluttust hing- að af tilviljun fyrir IOOO arum, er fáviskulegt, og að mínu áliti stór- skaðlegt fyrir framgang og menningu landsmanna. 8. febr. 1910. Hallgr. Þorbergsson. Iæknir Rósenkranz, taka á móti minningargjöfum. Herra A. J. Johnson hefur einnig gefið Holdsveikraspítalanum og Geð- veikrahœlimi ártíðaskrár, og verða þær afhentar læknum þessara sjúkrahúsa. Bækurnar eru nýkomnar.**) Jeg kann honum bestu þakkir fyrir gjöfina. Heilsuhælinu hafa þegar hlotnast tvær minningargjafir, önnur frá Johnson sjálfum, til minningar um móður hans (50 kr.), hin frá Bjarna prófasti Símonarsyni á Brjánslæk; hann kom til mín, sá bókina og gaf minningargjöf (5 kr.) til minn- ingar um barn, sem Ijest fyrir tveim árum í sókn hans. Menn út um land eru beðnir að senda minningargjafir handa Heitsu- hœlinu til Jóns lœknis Rosenkranz, sem er fulltrúi Heilsuhælisstjórn- arinnar. Hverjum þeim, er gjöf gefur, verður fengið eða sent viðtöku- skirteini. Þau verða vönduð að útliti; bœjarbúar geta sent þau i stað kransa, og á þann hált látið í ljósi samhrygð sína þegar jarðað er. Hvað sern öðrum líður — þegar kemur að mjer, vildi jeg rnælast til þess, að »kransarnir«, ef nokkrir yrðu, væru látnir fara í Heilsu- hælið en ekki i gröfina mína. G. Bjðrnsson. Gjöf frá íslendingi vestan hafs. Minningargjaiir komi í stað „kransa“. íslenskur maður í Chicago, A. J. Johnson að nafni, hefur sent mjer að gjöf skrautlega bók og fagra hugmynd frainan við hana. Hann hugsar á þessa leið: Það er orðið alsiða að gefa kransa á líkkistur, i heiðursskyni við minn- ingu hins látna og samhrygðar- skyni við ástvini hans. Það er fögur venja; en henni fylgir sá ó- kostur, að þar fer mikið fje til ó- nýtis, í moldina. Höldum þvi, sem fagurt er í þessum sið, en forðumst hitt. Ráðið til þess er það, að láta minningargjafir koma í stað kransanna, svo að það fje, sem nú fer til ónýtis, komi að einhverju góðu gagni. Bókin, sem mjer er send heitir Ártiðaskrá Heilsuhœlisins‘'. Það er mikil bók, í vandaðasta bandi (alskinnuð), pappírinn af bestu gerð strykaður til hægðarauka og með prentuðum fyrirsögnum efst á hverri síðu. Er svo tilætlað, að blaðsíð- urnar í vinstri hendi verði ártíða- skrá, þar verði skráð nöfn látinna manna, staða þeirra, aldur og dán- ardœgur, einnig dauðamein, ef þess er óskað. Á móti hverri því likri skrásetningu koma, á blaðsiðurnar í hægri hendi, nöfn þeirra, er gefa minningargjafir, og til tekin gjöf hvers þeirra. Kransagjafirnar eru útlendur sið- ur og ný til kominn. Hjer i Reykja- vík eru kransarnir ílestir gerðir úr útlendum blómlíkneskjum; í þeim er litaður pappi og Ijerept. Þessi erlendu Ijereptsblóm fljúga út. Oft verða kransarnir svo margir, að tugum skiftir, og verð þeirra þá að samanlögðu yfir 100 kr., stundum langt fram úr því. Ártiðaskrásetning er rammíslensk- ur siður og mjög gamall (frá þvi á 12. öld). Jeg þykist því vita, að margur muni verða til þess, að láta minningargjöf koma i staðinn fgrir krans— gefa Heilsuhœlinu það, sem krans myndi hafa kostað. Ártiðaskrá Heilsuhœlisins verður geymd fyrst urn sinn í skrifstofu minni, Amtmannsstíg 1. Þar verður hún til sýnis á hverjum virkum degi kl. 5—7, og mun ritari minn, Jón Innflutningur til Canada. »Lögberg« frá 24. f. m. flytur svohljóðandi grein: »Ráðaneytistilskipun hefur ný- skeð verið gefin út af sambands- stjórninni í Ottawa, þar sem svo er fyrir mælt, að sjerhver innflytj- andi, karl eða kona, er til Can- ada kemur á tímabilinu írá 1. mars til 30. okt., verði að hafa meðferðis og eiga, þegar til þessa lands kemur, að minsta kosti 25 dollara i peningum, fyrir utan farbrjef, eða nægilega upphæð til þess að koma hlutaðeiganda til þess staðar i Canada, sem hann ætlar sjer að fara í. Enn fremur er svo fyrir mælt, að ef innflylj- andi er fjölskyldufaðir — eða móð- ir, með börn eða áhangendur, þá skuli hann eða hún (faðirinn eða móðirin) vera skyld að sýna fyrir utan áðurnefnda fjárupphæð 25 doll. fyrir hvern meðlim fjöl- skyldunnar, þeirra, sem eru 18 ára eða eldri, en 12,50 doll. fyrir hvern meðlim fjölskyldunnar, sem er á aldrinum frá 5 til 15 ára, auk farbrjefs til ákvörðunarstað- ar hjer í Canada. Ákveðið er og, að þeir innflytjendur, sem hing- að til lands koma á tímabilinu frá 1. nóv. til síðasta febrúar, skuli skyldir að haía meðíerðis og eiga helmingi meiri fjárupp- hæð hver um sig, en þeir inn- flytjendur, sem þegar hafa verið taldir og hingað llytja sumarmán- uðina. Þessi nýja reglugerð kvað og ná til Bandaríkjamanna, sem ætla að setjast hjer að. En því er þó bætl við í enda tilskipun- arinnar, að innflutningsmálaerind- rekar megi undanþiggja inntlytj- anda þessum kröfum, ef innflytj- andi getur gefið fullnægjandi upp- lýsingar um það, að hann eigi vísa atvinnu hjá bændum, eða í vist einhverstaðar og hafi nægi- legt fje til að komast þangað, sem hann ætlar sjer«. £tnugosið, sem um er getið í síðasta blaði, var stórt og ægilegt. Tíu nýir eldgígar hölðu myndast í suðurhlið fjallsins. Hraunflóðið renn- ur fram í tveimur kvíslum og deyðir alt, scm fyrir verður. Aðal hraun- hvíslin er 200 metrar á breidd og hefur stefnu frá Nicolesi til Belpasso. *) Nafninu og gerd bókarinnar hef jeg fengið að ráða. **) Pappirinn sendi gefandinn mjer, en jeg hef annast prentun og band fyrir hann, á hans kostnað.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.