Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 13.04.1910, Side 3

Lögrétta - 13.04.1910, Side 3
L O G H .1 E T 'l A. n Bæjarstjúrnarkosniiigin í Reykjavík. Þann 29. janúar þ. á. fóru fram kosningar í bæjarstjórn hjer í bæ, í stað 5 fulltrúa, er frá fóru lögum samkvæmt. Kosningarnar, sem höfðu hlotið að mestu pólitiskan undirbúning, fóru svo, að »Fram«- listinn hlaut 3 fulltrúa, Landvarnar- listinn aðeins 1 og kvennalistinn, sem auðvitað var ópólitiskur, hlaut 1. Kosning þessi þótti, eins og hún lika var, greinilegur ósigur fyrir stjórnarliðið, og hann þvi meiri, sem menn þá voru allir gagnteknir af bankamálinu. Því ransóknarnefndin var þá loks ný- búin að unga út sinni alræmdu skýrslu. Kosningin var með öðr- um orðum svar Reykvíkinga til stjórnarinnar upp á öll afskifti hennar af bankamálinu. Þetta var alveg augljóst, því Tr. Gunnarsson var efstur settur á Fram-listanum. Það sló því miklum óhug á stjórn- arliðið, þegar kosningaúrslitin urðu heyrinkunn, svo að jafnvel sama kveldið fóru ýmsir æstustu stjórn- ardindlarnir að tala um, að þeir þyrftu að fá húsbónda sinn, ráð- herrann, til að ónýta kosninguna. Þeir fóru bráðlega á fund hans, tjáðu honum hvernig komið var, og fengu að sögn hjá honum fast loforð um, að hann af sínu mikla valdi skyldi ónýta kosninguna, enda reri Sveinn ráðherrason þar mjög undir við föður sinn. Siðan var kæran samin og ýmsir látnir skrifa undir hana. Kæran var að forminu lil kurt- eis, en full af rangfærslum og ósann- indum; aðalkæruefnið var, að vinnufólki liefði verið slept á skránni, þó það væri vitanlega ó- satt, og auk þess öllu þvi, sem á vantaði, bætt við samkvæmt kæru, svo að kjörskráin var, er kosning fór fram, furðu nákvæm; vantaði aðeins 40 af um 4000 kjósendum, að því er kjörstjórnin segist hafa sannað. Eftir að kjörstjórnin hafði hrakið kæruna lið fyrir lið, var hún tekin til umræðu í bæjarstjórn. Enginn fulltrúi talaði þar með kær- unni, var hún feld og kosningin tekin góð og gild í einu hljóði (2 greiddu ekki atkvæði). Með kosn- ingunni töluðu og greiddu atkvæði 5 lögfræðingar: borgarstjóri, land- ritari, háyfirdómarinn, lagaskóla- stjórinn og Jón yfirdómari Jensson. Eftir þessa útreið skyldu menn hafa haldið, að kærendur hefðu hætt við alt braskið, og menn bjugg- ust við því, einkum eftir að fsaf. hatði skýrt alveg rjett frá úrslitun- um í bæjarstjórn, en þess þótti engin von, ef ónýta ætti kosning- una. Fjórtán daga höfðu kærendur til að áfrýja, en þeir drógu það til hins 13. dags, og var það gert til þess, að úrskurður gæti ekki fallið fyr en fiskiskipin væru farin út, því sjómenn flestir eru stjórnarand- stæðingar. Loks birtist þó á ell- eftu stundu áfrýjun til stjórnar- ráðsins og nú í nýrri mynd, bæði að efni, undirskrift og ytra bún- ingi. Efni skjalsins var, auk end- urtekningar á ósannindum og rang- færslum, megnar og ósvífnar get- sakir á hendur kjörstjórninni; undir skjalið var nú skrifaður að- eins einn maður »í umboði kær- endanna«; liklega hafa þeir ekki allir fengist til að ljá nafn sitt undir jafn ógeðslegt skjal, en lofað þess- um eina að láta það darka áfram í »umboði« þeirra. Loks var skjalið nú prentað og þótti þá auðsýnt, að til stórræða væri ætlað, enda var það borið inn í húsin og því dreyft út í almenning á strætum úti og gatnamótum. Kjörstjórnin svaraði þessu skjali mjög ýtarlega. El’tir sögn eins manns úr kjör- stjórninni, er jeg lief átt tal við, krafðist hún þess, að kærandi væri settur undir opinbera ransókn fyrir aðdróttanir hans og getsakir á hendur kjörstjórninni, því hann hefði borið henni á brýn, að hún hefði''vísvitandi brotið lög og gefið ranga skýrslu i einbættisnafni. Þegar umsögn kjörstjórnar kom til stjórn- ráðsins, kom alveg óvænt atvik fyrir; ráðherrann, sein þá var eitt- hvað lasinn eftir alt stjórnarstritið, ljet senda eftir skjölum málsins, og svo sátu þeir allan fyrri hluta dimbilvikunnar, umboðskærandi og annar maður til, við rúmstokkinn hjá karlinum, og voru að sannfæra hann um, að þurfamenn, dauðir menn, ómyndugir, burtfluttir menn eða þeir, sem ekki hafa goldið neitt útsvar, ættu samt að standa á kjör- skrá; væri hún þvi ógild, af því þeiin hafði verið slept. Þar voru því kærandi og dómari að pukra saman um það, hvernig þeir ættu að haga dóminum — dáfalleg rjett vísil Árangurinn af þessu makki varð því sá, að umboðskærandi var látinn skrifa nýtt skjal. Þetta er alveg óvanalegt og liefur aldrei þekst fyr, að málsaðilar sjeu eins og látnir skiftasl á innlcggj- um. Ef úrskurðarvaldinu þykir eitthvað ábótavant, eftir að kæru- skjal og umsókn er komin, lætur það halda próf um vafaatriðin, og þess hafði kjörstjórnin líka krafist. Þetta nýja skjal var ekki sent kjörstjórninni, og því veit jeg ekki nánar um innihald þess. Loks fjell þó úrskurður ráðherra á þá leið, að reyndar hefði kjörstjórnin gert sig seka í lögleysu, en samt væri engin ástæða til að ónýta kosninguna. Úrskurðurin er svo- hljóðandi: »Á kjörskrá þá fyrír Reykjavíkur- kaupstað, er samin hafði verið af par til nefndri kjörstjórn til undirbúnings bæjarstjórnarkosning á öndverðu ári 1910 og láframmi almenningi til sýnis, eins og lög mæla fyrir, dagana 12,- 24. jan., reyndist að vanta öll vinnuhjú í bænum. Skráin hafði með öðrurn orðum ver- ið samin alveg eins og ekki væri til í lögum nein heimild fyrir kosningar- rjetti vinnuhjúa þeirra, er greiða gjöld í bæjarsjóð. En slík lög, dagsett 30. júlí 1909, voru þá nýlega gengin igildi, sem sje 1. janúar 1910. Fetta ber hið framlagða kjörskrár- frumrit svo greinilega með sjer, sem framast má vera. Að öðrum kosti gat ekki öllum vinnulijúum hafa verið slept þar. Til þess að bæta úr þessu var það ráð tekið, að tínd voru saman eftir niðurjöfnunarskrá nöfn svo margra vinnuhjúa, er kosningarrjettur ber eftir áminstum lögum, sem hægt var yfiraðkomast, og kært fyrir kjörstjórn- inni, að þeim væri ranglega slept á kjörskrá, og nam tala þeirra 4—500. Þessa málaleitun, sem var dagsett 18. jan., tók kjörstjórnin að miklu leyti til greina með úrskurði 24. janúar, eftir að kærufrestur var útrunninn, og ljet setja nöfn þeirra á aukaskrá, er svo var nefnd, ásamt fleiri ranglega slept- um kjósendanöfnum, er kæra mun hafa gerð. verið um. Þessi aukaskrá var prentuð og eftir henni farið, þegar kosið var, 9. janúar, jafnliliða aðal- skránni. Framangreind lögleysa: að ganga al- veg fram hjá öllum vinnuhjúum, er kjörskrá var samin, eins og ekkert þeirra hefði kosningarrjett, var kærð fyrir bæjarstjórn, ásamt fleiri göllum á undirbúningi bæjarstjórnarkosning- arinnar 29. janúar. En bæjarstjórn úrskurðaði kosning- una gilda (17 febr.). Þeim úrskurði hefur síðan verið á- frýjað til landstjórnarinnar. Málsskjöl bera ekki með sjer, að nein vitneskja hafi fengist um það, að nokk- uru lijúi með kosningarrjetti hafi verið bægt frá að kjósa, er á kjörfund kom 29. jan., þrátt fyrir það, þótt þau vant- aði öll á kjörskrá upphaflega (aðal- kjörskrána). Má gera ráð fyrir, að nöfn þeirra hjúa, er sig gáfu fram þar, hafi staðið á aukaskrá, og þeim þá verið leyft að kjósa eftir henni. En hafi engu hjúi með kosningarrjetti verið fyrirmunað að neyta kosningarrjettar síns á kjördegi, virðist einskis þeirra rjettur hafa verið fyrir borð borinn, er til þeirra kasta kom, og því ekld geta komið til nokkurra mála að gera kosninguna ógilda fyrir þásök, erhjer veltur á. En aðrir minni háttar gallar á kosningaundirbúningnum, er til hafa verið nefndir í áfrýjuninni, engir þess eðlis, að þeir heíðu getað hal't breyt- ingaráhrif á kosningarúrslitin. Þvi hefur verið haldið fram af áfrý- endum, að vitneskja um, að vinnuhjú stæðu ekki á kjörskrá, muni hafa gert þau afhuga öllum kosningatilburðum og það geta valdið eitt fyrir sig öðr- um kosningarúrslitum en raun varð á. En sú kenning virðist vera elcki annað en ímyndun, sem liafi litið við að styðj- ast, enda naumast rjett, að láta kjós- endur njóta, en^gjalda ekki þess tóm- lætis, er lýsir sjer í algerðri vanrækslu þeirra sjálfra eða talsmanna þeirra á því, að ganga úr skugga um, hvað með- ferð á rjettindum þeirra líði, jafnauð- gengið og að þvi er, þá er svo til hag- ar, sem hjer greinir«. Með þessari röksemdafærslu er kosningin dæmd af ráðherra gild að vera. Fyrri parturinn er skrifaður af kæranda eða fyrir hann, eftir lof- orði karlsins um að ónýta kosn- inguna. í þessum kafla er með sterkum orðum lýst »lögleysu« kjör- stjórnar við undirbúning kjörskrár- innar, þeirri lögleysu, að sleppa vinnufólki af kjörskrá, svo menn skyldu halda, að ráðherrann sjálf- sagt ónýtti kosninguna. Nei, nei, embættismennirnir í stjórnarráðinu, sem um kæruna höfðu fjallað, höfðu að sögn ekkert athugavert fundið við undirbúning kjörskrár- innar, og eindregið lagt til, að stað- festa kosninguna. Þeim þurfti karl- inn líka að gera til geðs, ekki dugði að ganga alveg á móti þeim. Síð- ari helmingurinn er því skrifaður, líklega af Birni sjállum, fyrir þá, og í honum segir, að af þvi að á kjörskránni — eins og hún endan- Iega varð, eftir kærufrest útrunn- inn (og það er aðalalriðið í þessu máli)—hafi alt vinnufólk staðið og getað kosið, ef það vildi, þá sje »engiti ástæða« lil að ónýta kosn- ingutia. Að úrskurðinum sje þann- ig tvískift, og að forsendurnar eigi alls ekki við úrslitin, sjá allir, sem hann lesa. Síðasta ísaf. virðist lielst vera að hæðast að þessu, með því að gera það sem allra berast, þar sem hún prentar aðeins fyrri kaflann, um- boðskærandakaflann, og svo úr- skurðinn. Orðalag úrskurðarins er mjög hjákátlegt og röksemdaleiðslan svo írámunaleg, að annað eins hefur varla sjest fyr; í öðru orðinu »lög- leysa«, en svo í hinu: »engin á- stæða til ónýtingar« þó. Þetta hvort- tveggja, stíllinn og »Iogikin« varð til þess, að embættismenn þeir i stjórnarráðinu, sem afgreiða áttu úr- skurðinn, liöfðu fyrst neitað að setja nöfn sín á hornið, segir sag- an, og hafði þá úrskurðurinn ver- ið eitthvað lagaður. Þetta er altal- að í bænum og mun það satt vera. Björn Jónsson hefur það ár, sem hann hefur í valdasessinum ver- ið, sýnt það áþreifanlega, að hann er gersamlega óhæfur til stjórnar, dugar aðeins til að »bitl- inga« nánustu vandamenn sína og vini, og í þessu máli hefur hann ef til vill sýnt það einna áþreifan- legast. Danskur maður, sem var hjer í fyrra, sagði, að hann hegð- aði sjer eins og Jeppi, eftir að hann var vaknaður í rúmi barónsins, og það er ýmislegt í fari Björns, sem minnir á Jeppa, skafinn upp og dubbaðan til baróns. En minnir hann þó ekki enn meir á aðra nafnfræga persónu hjá Holberg, hinn vitra, mælska og hugdjarfa könnusteypara, pólitikus og borg- meistara, Hermann von Bremen- feld? Þeir herrar, von Bremen- feldt og Björn Jónsson finst mjer vera skilgetnir bræður. Kjósandi. Kínvevjar á ferð. 20 Kínversk- ir höfðingjar eru nú sagðir á leið til Norðuralfunnar um Síberíu. Þeir ætla að ferðast um Vesturlöndin í sumar og eitikum að kynna sjer loft- farir. Fyrir förinni er Tsey-Tao prins, ungur maður, 23 ára. Með í förinni er sonur frægasta stjórnmála manns Kínverja, Li-Hung-Tschans heitins. Tyrkir og Grikkir. Tyrkjastjórn hefur nýlega bannað útgáfu grísks blaðs, sem vit kom í Tyrklandi og og talaði þar máli Grikkja. Blaðið hjet „Nec logos". Skagfirðingur færir á verri veg. í öðru tbl. Lögr. þykist Skagfirð- ingur færa í frásögn meðferð mína á óskilakindum á næstl. hausti. Segist honum svo frá, að jeg hafi safnað að mjer því fje, sem Skag- firðingar hafi átt í nágrenni við mig, rekið það svo niður á Blöndu- ós og slátrað þvi þar handa kvenna- skólanuin. Bætir svo við spurs- máli um, livort jeg hafi gert þetta mjer eða kvennaskólanum til hags- muna, því að jeg, enn sem fyr, skeyti ekki um að halda lög eða reglur. Loks segir hann, að til þess að sveitarstjórnin (líkl. Engi- hl.hr.) missi ekki virðingu og traust út á við og inn á við, þurfi, með tilstyrk sýslumannsins i Húnavatns- sýslu, að veita mjer opinbera á- minningu fyrir umrædda meðferð á kindunum, nema ef þyngri hegn- ing liggi við. En ekki er nú manngildið meira lijá þessum óhlutvanda orðhák en það, að hann brestur bugrekki til að setja nafn sitt undir; grípur svo til þess heigulsúrræðis, að setja: »Skagfirðingur, einn af fjáreigend- um«. Hið sanna, og það, sem sanna skal um ráðstöfun mina á kindum úr Skagafirði, er lijer voru í óskilum í Langadalnum og Engihl.hreppn- um og til mín voru reknar — þvert á móti vilja mínum — er þetta: Svo sem venja hefur verið lijer í hreppi, höfðu hreppaskil verið boðuð þriðjudaginn síðasta í sumri, 19. okt. Gert ráð fyrir siðustu al- mennri smölun til hýsingar næsta mánudag áður, og lagt svo fyrir, að alt óskilafje rekist lireppaskiladag- inn að Engihlið. En svo fór tið að, að úr almennri smölun 4. okt. tóku allir fje sitt til hýsingar, og margir hjer í hreppi, sem næslu daga eftir smölun þessa gáfu öllu inni í 6 daga. Hjer var jarðlaust í ö dægur vegna fanndýptar. Til mín var komið það af óskilafje, sem menn álitu að til hreppaskila ætti að ganga. En vegna þess að jeg álti að kalla öllu ólógað, sem jeg eigi ællaði að sefja á, þá voru þau hús- þrengsli lijá mjer, að ómögulegt var að láta fara forsvaranlega um fjeð. Sjerstaklega fann maður til til þess, hvernig lömbum liði. Þau kunnu ei átið, og útverkuðust þess utan mest í blautum húsunum af brynju fjárins. Hinn 6. okt. skrif- aði jeg oddvita hreppsins, br. Jón- atans J. Lindal, og bað hann, ef mögulega gæti, að taka óskilakind- urnar til umönnunar til hreppaskil- anna. Jeg vissi, að þá var hann búinn allra manna mest að lóga af fje sínu, svo að ef mögulegt væri að nokkur gæti tekið kindurnar, mundi hann geta það. En hann svaraði mjer samdægurs ineð sönnunum fyrir því, að sjer væri ómögulegt að hýsa þær vegna þrengsla. Hinn 8. okt. fór jeg til Blönduóss, sím- aði til sýslumanns Skagfirðinga og tjáði honum málavöxtu. Sagði jeg að alls óforsvaranlega færi um fje initt, ásamt óskilafjenu, sem alt var ósundurdregið. Spurði jeg hann þá að, hvernig honum litist á, að jeg reyndi að koma kindum Skagfnð- inga í fult verð, þá þegar, svo þær eigi hjeldu áfram að hrekjast og leggja af, svo sem alt fje gerði í þeim illviðrum, sem lijer voru þá; og hlutu kindur Skagfirðinga, ekki síður en annað fje, að gera það, því þær voru: 17 lömb og 4 ær. Sýslumaður leit svo á, að undir nærverandi kringumstæðum, sem óhjásneiðanlegar voru, hlyti eigend- um að geðfalla þessi ráðstöfun vel, sjerstaklega vegna liðanar skepn- anna og með þvi enginn vissi þá, hvað illviðrunum lijeldi lengi áfram. — Jeg rjeði þvi af, að fara strax til formanns kvennaskólanefndar- innar, Gisla sýslumanns ísleifssonar, tjáði honum allar ástæður og ósk- aði að hann vildi taka þessar skag- firsku kindur til skólans. Hann sagði, að enginn hörgull væri á slíku, cn leyfði þá samt, að þær kæmu. Jeg fór heim með þetta, vigtaði kindurnar við votta og fól bónda hjer af næsta bæ að reka þær til Blönduúss og afhenda þær sýslumanni. Hvorki jeg nje nokk- ur af mínu heimili eða i minni þjónustu fór þá til Blönduóss nje var þar staddur, þegar kindum þessum var slátrað. Vona jeg því að saga þessi, sem í hverju einasta atriði, ef með þarf, skal sannast lögmætum sönnunum, sýni það, að »Skagfirðingur, einn af fjáreigendunum« hefur sjálfur, með frásögn sinni, sett það ein-‘ kenni á sig, sem jeg get til, að samsýslungar lians biðji hann að bera einan, en vera ekki að draga sjer lieiðvirðari menn undir slíkt merki. Meðfylgjandi vottorð krefst jeg að prentað sje með varnarsvari þessu. Því skal við bætt, að 17 voru eigendur kindanna og í 5 hrepp- um heimili þeirra. Geitaskarði 21. febr. 1910. A. A. Porkelsson. Samkvæmt ósk oddvita Engihliðar- hrepps, Arna A. Þorkelssonar, votta jeg hjer með, aö liinn 6. október n.l. skrif- aði hann mjer og bað mig að taka óskilafje, er til hans liefði verið rekið, og hýsa pað og annast til hreppaskil- anna, sem haldast áttu 19. s. m. Við pessari heiðni oddvita gat jeg ekki orðið, vegna þrengsla og hús- rúmsleysis hjá mjer. Holtastöðum 23. febr. 1910. Jónalan J. Líndal. Samkvæmt beiðni hreppstjóra Árna Á. Þorkelssonar á Geitaskarði vottast lijer með, að í hreppaskila-þingboði fyrir Engihlíðarlirepp, útgefnu 30. sept. n.l. var svo fyrirskipað, að alt óskila- tje, er fyrir kæmi í síðustu almenri smölun tyrir hreppaskilin, skyldi rek- ast á þingslaðinn Engihlíð. Hreppa- skilin voru 19. okt., og síðasta almenn smölun því fyrirhuguð 18. s. m. — En vegna ótíðar og hins afarmikla snjós, er hjer gerði 4.—6. okt, lóku allir lijer tje sitt pá á hús og hey. En með því bændur eigi voru búnir að lóga því, er þeir ætluðu, og afar húsþrengsli voru, var alt óskilatje rekið til lirepp- stjóra, þó þvert væri móti fyrirskipun hans. Þetta staðhæfum við, að er í alla staði rjett skýrt frá. Hinn 24. febr 1910. Guðmundur Einarsson, bóndi á þingstaönuin Engililið. Porfmnur Jónsson, bóndi á Glaumbæ, Reykj avík. Biejavstjörniu. Fundur 23. mars. Tilkyntur hæstarjettardómur í máli dr. J. Jónassens gegn Reykjavíkur- kaupstað og samþ. að útborga máls- kostnaðinn kr. 1048,00. Kosnir í nefnd til þess að gera tillögur um úrskurði á kærum yfir alþingiskjörskrá þ. á.: borgarstjóri, Kl. Jónsson og Jón Jensson. Hjúkrunarfjelaginu veittur 400 kr. styrkur úr bæjarsjóði. Tilboði frá O. V. Kjögx, um að taka Elliðaárfossana á leigu um lengra árabil, frestað. Samþ. að lána fjelagi, sem Hallgr. Þorsteinsson kennir, bæjarlúðrana til æfinga fyrst um sinn í 2 mánuði. Samþ. að veita bæjargjaldkera 500 kr. árlega þóknun fyrir innheimtu vatnsskatts og innheimtu innlagningar- kostnaðar vatnspípnanna. Fundur 7. apríl. Á þennan fund komu fyrst bæjarfulltrúar þeir, er kosnir voru 29. jan í vetur, og var tilkyntur úrskurður stjórnarráðsins, er telur kosningu þeirra gilda. Þessir voru skipaðir í nefndir og til sjerstakra starfa: Skrifarar: H. Jónsson, Jón Jensson. Fjarhagsnefnd: H. Jónsson, Kl. Jónsson. Fasteignanefnd: J. Jensson, Arinbj. Sveinbjarnarson. Fatækranefnd: K. Magnússon, Kr. Ö. Þorgrímsson, G. Björnsdóttir, P. J. Guðmundsson. Byggingarnetnd: K. Zimsen, Rögn- valdur Þorsteinsson (utan bæjarstjórn- ar), Tr. Gunnarsson, J. Jensson. Veganefnd: J. Þorláksson, K. Zim- sen, Kl. Jónsson, Kr. Þorgrímsson. Brunamalanefnd: L. H. Bjarnason, M, Blöndahl, A. Sveinbjarnarson.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.