Lögrétta

Issue

Lögrétta - 04.05.1910, Page 1

Lögrétta - 04.05.1910, Page 1
Afgreiöslu- og innheimlum.: AHINBJ. SYEINBJARNARSON I iautíavetf 41. Talsími 74. Ritstj ór i ÞORSTEINN GISLASON Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 28. Reykjavík 4. maí 1910. Y. árg. I. O. O. F. 914228Va__________________ Forngripasafnið opið ásunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. ( læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io'/. —12 og 4—5. íslands banki opinn 10—21/* og 5T/a—7- Landsbankinn io1/.—21/.- Bnkstj. við 12—1. . Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í mán. 7—8 e. m. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. HAfNARSTR' 1718 1920 2122■ KOLAS 12-LÆKJART I 2 • R'ÉYKJAViK • Lárus Fjeldsted* YflrrjettarmilafsBi’BlumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 — 12 og 4—5. hjá Jes Zimsen. Hjer fylgir fyrsta mynd- in, sem tekin var af Roose- velt fyrv. Bandaríkjafor- seta er hann kom á land í Evrópu úr Afrikuför sinni. Hann kom á land í Neapel, og þar er mynd- in tekin af honum á tröpp- um gistihallarinnar, sem hann bjó þar í. Með honum var frú hans, dóttir hans, Ethel, og sonur hans, sem Kermit Roosevelt heitir. Roosevelt var tekið með mikilli viðhöfn í Neapel. Þaðan hjelt hann til Róm, og svo norður eftir Ev- rópu, eins og frá var skýrt í síðasta blaði. í gær var ráðgert að hann kæmi til Kaupmannahafnar og var þar útbúin móttöku- veisla í Ráðhúsinu. Meðan Roosevelt dvaldi í Afríku hefur hann mjög stundað dýraveiðarog lagt að velli fjölda villidýra. Hann er hraustmenni mik- ið og vanur líkamsæfingum, hefur meðal annars fengist við að leggja að velli villinaut á vestursljettum Bandaríkjanna. lloosevelt Rúðugler °“ k;tt:.er JOW ZOÉCA, ---------- Desi ao Banka8tr 14. 1 -= kaupa hjá Tals(mil28. yiugnlxkningar. Frá 25. þ. 111. verður mig að liitta á hverjum virkum degi kl. 11—1 á fyrsta lofti í Ingólfshvoli. Reykjavík 15. apríl 1910. A. Fjeldsted. Laiiiteatfl. Samkvæmt fyrirmælum 11. gr. í Reglum um afnot Landsbóka- safnsins 21. apríl 1909 er hjer með skorað á alla þá, er bækur hafa að láni af bókasafninu, að skila þeim á safnið fyrir 15. d. maím. næstk. Útlán byrja aftur þ. 17. maí. Landsbókas. 30. apr. 1910. Jón .Jakobssoii, Kennarar, er sækja námsskeiðið í vor, geta fengið hentugt og ódýrt húsnæði með öllu tilheyrandi í Bei’gstaðastræti 3. Barnaskólinn. Sýiiing- á hannyrðum s k ó 1 a b a r n a (stúlkna og drengja), teikningum, skrift, stílum og skólaeldhússtörf- um mánudag 9. og þriðjud. 10. þ. mán. kl. 12—3 og 4—7. Allir velkomnir. cTKorfen dCansan. JluRqfunéur í „Pilskipaábyrgðarfjelaginu við Faxaflóa“ verður haldinn i Báru- búð þriðja í hvítasunnu, kl. 5 e. h., til að ræða uin strand skipsins »Egils«. Tv. Gunnarsson. Pingrof í Dan- i mörku. i Nýjar kosningar 20. maf. Þingi var slitið í Danmörku um niiðjan síðastl. mánuð. Síðan var það rofið og nýjar kosningar fyrir- skipaðar 20. þ. m. Ákvæðin um þingrofið og kosningarnar voru undirskrifuð af konungi í rikisráð- inu 18. apríl. Kosningabaráttan verður hörð í Danmörku í þctta sinn, en stutt verður hún. Ekki er lil hennar ætlaður nema einn mánuður. Hún hófst líka þegar í stað eftir þing- rofið. Stjórnarmenn og jafnaðarmenn hafa gert með sjer algert kosninga- bandalag, bjóða hvergi fram þing- mannaefni hvorir gegn öðrum, en sldfta innbyrðis mitli sín kjördæm- unum. Jafnaðarmenn bjóða fram sína tlokksmenn í 55 kjördæmum, stjórnarmenn í hinum. Milli hinna þriggja þingflokkanna, endurbóta- flokksins, miðlunarmanna og hægri- manna, er einnig kosningabanda- lag, þótt vart muni það jafnein- dregið og milli tveggja þeirra fyr- nefndu. Ekki er auðvelt að spá, hvernig fara muni kosningarnar. Hvorugir munu fyrirfram telja sjer sigurinn vísan. Ef stjórnarflokkarnir ná ekki meiri hluta, þá fer Zahleráða- neytið þegar frá völdum, en and- ófsflokkarnir þrír verða að koma sjer saman um myndun nýrrar stjórnar. Geti þeir það ekki, verða kosningar að fara fram þegar að nýju. Nái stjórnarfiokkarnir aftur á móti meiri hluta, þá mynda þeir í sameiningu nýtt ráðaneyti. Jafn- aðarmenn taka þá í fyrsta sinn í Danmörku beinan þátt í landstjórn- inni. Það, senr barist er um, er fyrirkomulag á þingkosningunum, °g þó fyrst og fremst hermálalög- gjöfin. Stjórnarfiokkarnir hafa sett á stefnuskrá sína afnám sjerrjettar efnaðra manna við kosningar til Landsþingsins og vilja láta sveita- stjórnirnar kjósa til þess með hlut- fallskosningum, miðuðum við ibúa- fjölda. Konnngskosningar til Lands- þingsins eru þá úr sögunni. Hinir flokkarnir eru ekki á eitt sáttir um kosningamálið. Og um hermála- löggjöfina er livorki lult samkomu- lag innbyrðis milli stjórnarfiokk- anna nje heldur liinna, sem á rnóti berjast. Andófsflokkar stjórnarinn- ar segja, að baráttan sje um það, hvort jafnaðarmenn eigi að stjórna landinu eða ekki. Ef stjórnarflokk- arnir sigri við kosningarnar, þá sjeu það jafnaðarmenn, sem völd- in fái. Forsætisráðherrann segir, að ef stjórnin sigri, verði baráttan á eft- ir milli liennar og Landsþingsins. Ef það heygi sig ekki fyrir meiri hluta Fólksþingsins, verði Lands- þingið rofið, en þar með sje kjör- tímabil hinna konungkjörnu á enda, þótt þeir annars sjeu kosnir æfi- langt. Kosningarnar til þingsins, sem nú er rofið, fóru fram 25. maí síðastl. ár. Á því tæpa ári, sem síðan er liðið, hafa þrisvar orðið stjórnarskifti í Danmörku. Neer- gaard tók við stjórninni eftir kosn- ingarnar, síðan Holstein Hleiðru- borgargreiíi og loks Zahle. Flokk- arnir voru 5 í þinginu. Endur bótaflokkurinn var fjölmennastur og hafði þó ekki nema 27 atkv.; þar næstir voru jafnaðarmenn með 24, miðlunarmenn (Neergaardslið- ar) með 22, liægrimenn með 21 og núverandi stjórnarmenn, radikali flokkurinn, með 20. Þrjá flokka þurfti til þess að mynda ineiri hluta í þinginu. Ijalleys halastjarnan. Síðustu útlend blöð skýra frá þvi, að farið sje að sjást til hala- stjörnunnar i kíkiruni. Kring um 20. f. m. hafa stjörnufræðingar sjeð hana bæði í Vínarborg og í París. Fyrst sást hún þó frá Kap- landi í Suður-Afriku. Sumstaðar kvað almenningur vera mjög hræddur við halastjörn- una. Einkum fara sögur af þeirri hræðslu frá Austurriki. Stjórnin þar kvað liafa lagt fyrir prestana, að skýra fyrir söfnuðunum, að hjer sje ekkert að óttast. Enn verri kvað þó hræðslan vera í Kína, þvi fjöldi manns kvað þar trúa því, að nú eigi jörðin að far- Uilúm skattleysinii Ljós 0[| Dimmur. Fínasta bindindis-öl. Dndir áfengismarkinu. ast. Blöðum er dreift út meðal fólksins til þess að skýra fyrir þvi, að engin líkindi sjeu til að jörðinni standi nein hin minsta hætta af halastjörnunni. 18. þ. m. á jörðin að fara gegn um halann. En þeir, sem vit hafa á, segja, að við jarðarbúar munum ekki verða þess varir, efnið í halanum sje svo þunt og ljett, þegar svo langt dregur frá sjálfri stjörnunni. Um nokkurn árekstur er alls ekki að tala. Það er aðeins svo, að jörðin snertir halann. Sumir stjörnuíræðingar efa jafnvel að liann nái svo langt. En víst er það, að svo langan veg frá stjörnunni er halinn orðinn svo afar þunnur, að engin efni í honum geta gert hjer nokkurn skaða. En mjög mikill undirbúningur er meðal stjörnufræðinga um all- an heim, til þess að skoða stjörn- una sem best, þegar hún fer fram hjá, og ransaka alt, sem hana snertir, svo vel sem föng eru á. Til þessa eru 2 þýskir vísinda- menn nýlega komnir hingað til lands og dvelja á Dýrafirði. Þeir eru gerðir út af visindafjelaginu í Göttingen. Dr. Angelheister heitir sá, sem er fyrir þeirri för. Aðal- ætlunarverk þeirra er, að ran- saka, hvort stjörnuhalinn hafi nokkur áhrif á rafmagn jarðar- innar. Minningargjöfum er veitt viðtaka í skrifstofu landlæknis á hverjum degi kl. 5—7. Hælinu hafa þegar borist nokkrar minningargjafir. Viðtökuskírteinin eru nú fullgerð. Það eru stinn spjöld, gylt á röndum. Á aðra spjaldhliðina er markaður hvítur skjöldur, upphleyptur, á dökk- bláum feldi. Skjöldurinn er með sporöskjulagi. Á hann er ritað nafn hins látna og dánardægur og nafn þess, er gjöf gefur, en gjöfin því að- eins skráð á skjöldinn, ef þess er óskað. t Alt er þetta gert f iíkingu við málmskildi þá (silfurskildi) er tíðkast hafa að fornu fari hjer á faiAi, áður en kransarnir komu til sögunnar. Þá er utanbæjarmenn senda minn- ingargjafir, eru þeir beðnir að skrifa greinilega fult nafn hins látna, aldur, heimili, stöðu, dánardægur og dauða- mein; ennfremur nafn sitt, heimili og stöðu. Þeim verður þá tafarlaust sent viðtökuskírteini. Gjafirnar skal senda til Jóns læknis Rósenkranz, Reykjavik. G. Bjórnsson. Það er nú nokkru meira en hálf öld síðan Björnson kom fyrst frain á sjónarsviðið og gerðist rit- höfundur. Síðan hefur hann alla tíð verið mjög umtalaður maður, Hann varð stúdent skömmu eftir 1850, en hjelt ekki skólanámi á- fram frekara. Hann fór þá að gefa sig við ritstörfum og blaða- mensku og stundaði hana lengi fram eftir æfinni. Einnig var hann leikhússtjóri nokkur ár, fyrst í Björgvin, síðan í Kristjaníu. Rit- höfundarfrægð fjekk hann fyrst fyrir bændasögur sínar. Sú elsta þeirra, wSigrún á Sunnuhvoli«, kom fyrst út 1857, og síðan hver af annari. Nokkrum árum síðar fjeklc Björnson skáldlaun úr ríkissjóði og hefur haft þau jafnan síðan. Hann ferðaðist þá erlendis og hefur síð- an altaf öðru hvoru dvalið tíma og tíma utan Noregs, stundum svo áruin skifti í senn. En heima t Noregi átti hann húgarð, Aulestað í Gausdal, skamt frá Kristjaníu, og sat þar þegar liann dvaldi í Nor- egi. Með Björnson og Ibsen hefst frægð norskra bókmenta úti um heiminn. Leikrit þeirra voru jafn- óðuin og þau birtust sýnd til og frá í hinum helstu leikhúsum, eigi aðeins á Norðurlönduni, heldur og í Þýskalandi, Frakklandi, Eng- landi og víðar. Norðmönnum þótti, sem von er, mikið til þessa koma, enda höfðu þeir þessi stórskáld sín í miklum hávegum. Um síð- astl. aldamót voru reist af þeim eirlíkneski trainan við þjóðleikhús- ið í Kristjaníu. Litlu síðar fjekk Björnsonbókmentaverðlaun Nóbels- sjóðsins sænska, og er það hin mesta sæmd, sem rithöfundi getur lilotnast. Fyrir rúmum sjö árum hjeldu Norðmenn sjötugsafmæli Björn- sons með mikilli viðhöfn í Krist- janíu. Hjer fer á eftir kafli úr grein, sem þá var rituð urn hann i einu af norsku blöðunum: »Síðan Björnstjerne Björnson fæddist á Björgan í Kviknepresta-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.