Lögrétta - 18.05.1910, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum,:
ARINBJ. SVEINBJARNARSON
LautfavetJ! 41«
Talsími 74.
LOGRJETTA
Ritstj óri
ÞORSTEINN GISLASON
Pingholtsstræti 17.
Talsimi 178.
M 25.
R eykj avík
18. maí 1910.
"V. árg.
I. O. O. F. 91422872
Forngripasafnið opið á sunnud., þriðjud. og
fimtud. kl. 12—2.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1.
Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3.
md. í mán. 11—1.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io1/.
—12 og 4—5.
Islands banki opinn 10—2J/a og 57*—7-
Landsbankinn io'/a—21/.- Bnkstj. við 12—1.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. í
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8.
HAFNARS7R I7 I8 I920 2I-22-K0U5 I 2-LÆKJAKT I 2
• REYAQAVIK*
IVýliafnardeilðin: Allar ný-
lenduvörur. Allskonar niður-
soðinn matur. Niðursoðnir
Twain.
Áður hefur verið sagt hjer í blað-
inu frá andláti hans. Hann andað-
ist 21. f. m. úr hjartasjúkdómi og er
kent um of miklum reykingum. Síð-
astl. ár liafði hann verið farinn að
heilsu, en lá ekki rúmfastur nema
fáa daga áður hann ljest.
Mark Twain var fæddur 30. nóv.
1835. Skírnarnafn hans var Samúel
Clemens, en hitt nafnið tók hann
sjer, er hann gerðist rithöfundur.
Hann var af fátæku fólki kominn,
varð fyrst prentari og síðan blaða-
maður. 1867 komu út fyrstu sögur
hans í New-York og þótti þegar mik-
ið til þeirra koma vegna fjörsins og
fyndninnar. Síðan græddi hann mjög á ritum sínum og ferðaðist víða
um heim. En þegar liann var um sextugt misti hann aleigu sína við
gjaldþrot fjelags í New-York, en fór síðan um og ílutti fyrirlestra og
græddi aftur á þeim og ritum sínum stórfje.
Mark
Carlsberg Pilsner.
Ágætis-vitniatjurður alstaðar
ávextir og allskonar tóbak.
Sápur af mörgum tegundum.
Pakkliúsdeildin: íslenskar mat-
vörur, svo sem smjör, kjöt,
saltfiskur og harðfiskur. Einn-
ig allskonar kornvörur.
Gamla búAin: Vefnaðarvörur
af öllum teg. Sjöl, svuntuefni,
slips, gardinuefni, gólfdúkar,
drengjaföt, telpukjólar og ótal
margt fleira.
Hvíía búdin: Alt, sem til karl-
mannafatnaðar heyrir, ytst og
inst; hattar, handskar, háls-
tau, skór, skóhlífar, göngu-
staflr.
Basardeíldin: Glervörur, borð-
búnaður, leikföng, barnavagn-
ar, barnakerrur, hljóðfæri og
úrval af póstkortum.
Hjallaradeildín: Stærsta úr-
val af öli og vínum, bæði á-
fengum og óáfengum.
Margra ára reynsla hefur
sannað, að„ hagkvæmust kaup
eru gerð í
Sunnmýlingar mótmæla
stjórninni.
Ilrefjast auKaþings.
Eins og frá hefur verið skýrt
áður hjer í blaðinu, hafði Jón Jóns-
son alþm. frá Múla boðað fund í
Suðurmúlasýslu 12. þ. m., til þess
að ræða um bankamálið og auka-
þingskröfurnar. Fundurinn var
boðaður á Búðareyri við Reyðar-
fjörð.
Vegna símslitanna á Sinjörvatns-
heiði komu fregnir af þessum fundi
ekki liingað fyr en á laugardags-
kvöld.
Á fundinum komu saman kosnir
fulltrúar úr öllum hreppum kjör-
dæmisins, nema úr Mjóafirði og
Norðfirði. Þessir fulltrúar, sem
l'undinn sóttu, voru 21. Þeir sam-
þyktu í einu hljóði rökstudda kröfu
um aukaþing, og var álj'ktun fund-
arins símuð ráðlierra, segir í sím-
skeyti til Lögr.
Þessa fregn getur nú ráðherra-
blaðið flutt lesendum sinum næst
»úr kjördæmi Jóns ÓIafssonar«.
Georg Brandes.
Lárus Fjeldsted.
Yfirrjettarmálafærslumaður.
Lækjargata 2.
Heima kl. 1 1 —12 og 4—5.
Rúðugler
og kítti er
best að
=1=1 kaupa hjá
Bankastr. 14.
Talsími 128.
Til Seyðisfjarðar með »Botniu«
11. júní með 10 daga dvöl þar.
Til Akureyrar með »Egil« 23.
s. m. með 15 daga dvöl þar.
Til ísafjarðar með »Flora« 9.
júlí með 8 daga dvöl þar.
Kem til Reykjavíkur aftur 21.
júlí. — Það er áriðandi, að sjúk-
lingarnir komi sem fyrst á hvern
dvalarstað, ef til skurðlækninga
kæmi.
A. Fjeldsted.
Georg Brandes hefur nýlega gef-
ið út 18. bindið af ritum sínum („Fra
mange tidir og lande". Bókaversl-
un gyldendals — Norrænt forlag
Kmhöfn 1910, 8—j—522 bls. 8). í
bindi þessn eru ýmsar ritgerðir, sem
dr. Brandes hefur ritað á síðustu ár-
um og út hafa komið í ýmsum tíma-
ritum og blöðum, og ennfremur ræð-
ur, sem hann hefur haldið við ýms
tækifæri, þar á meðal, þá er alþing-
ismennirnir komu til Danmerkur
1906.
Eins og titill bindisins bendir á er
efnið margskonar, frá ýmsum tímum
og löndum. Mest er varið í stærstu
ritgerðirnar framan til í bókinni;
þær eru flestar um skáld og rithöf-
unda, en þar eru líka merkilegar
ritgerðir um nokkra aðra menn, svo
sem Jeanne d’Arc og hinn frakk-
neska ráðaneytisforseta Georges Cle-
menceau. En allar eru ritgerðirnar
með þeirri málsnild, sem Georg
Brandes er eiginleg.
B. Th. M.
3úðar$túlka
verður tekin strax í
Smjörversluiiina
á liaug-aveg 33.
Peary norðurfari kom í byrjun
þessa mánaðar til Englands.
Rangvellingar mótmæla
stjórninni.
lArefjasi aukaþings.
Rangvellingar komu saman á kjós-
endafund, eins og frá hefur verið
skýrt áður hjer í blaðinu að til
stæði, á Stórólfshvoli í gær, eftir
fundarboði frá þingmönnum sínum.
Fundurinn var til þess boðaður, að
rætt yrði um bankamálið og auka-
þingskröfurnar.
Símfregn að austan í gærkvöld
segir, að samþykt hafi verið mót-
mæli gegn aðförum ráðherra í banka-
málinu og krafa um aukaþing með
77 atkv. gegn 9.
líl/ör 3jörnsons.
Norðmenn ætluðu að senda her-
skip eftir Hki Björnsons alla leið til
Parísar. En frú Björnson beið þess
ekki og lagði á stað með líkiðájárn-
brautarlest til Kaupmannahafnar. Þar
tók herskipið „Norge“ við því og
flutti það til Kristjaníu. Jarðarför-
ina kostaði ríkissjóður, eins og jarð-
arför Ibsens.
Mjög mikil viðhöfn var í Khöfn,
er líkið var flutt gegn um borgina,
yfir frá járnbrautarstöðinni og til
herskipsins. Dönsku blöðin flytja
nákvæma lýsingu á því og segir eitt
þeirra,, „Poliliken", að vart hafl nokkru
dönsku stórmenni verið fylgt til mold-
ar með meiri hluttekningu en þar
var í Ijósi látin. Menn og konur
höfðu verið þar frá öllum hjeruðum
Danmerkur. Zahle yflrráðherra flutti
fagra kveðjuræðu frá Danmerkur hálfu,
en Hagerup sendihetra Norðmanna
svaraði og þakkaði fyrir Noregs hönd.
Jarðarförin fór fram i Kristjaníu
3. þ. m., eins og áður hefur verið
skýrt frá hjer í blaðinu, frá Þrenn-
ingarkirkjunni (Trefoldighedskirken).
Daginn á undán stóð kistan þar fyrir
opnum dyrum (castrum doloris). Um
20 þúsundir manna er sagt að hafl
vitjað þangað. í kring var skreytt
með trjám, en uppi í hvelfingunni
sveif stór már og hjelt í klónum
sorgarslæðum, er fjellu niður kring
um kistuna.
Jarðarförin var mjög tilkomumikil,
segja þeir, sem henni lýsa, og er
henni líkt við jarðarför franska skálds-
ins V. Hugos.
Herman Lunde prestur hjelt fyrstu
ræðuna; mintist á afstöðu Björnsons
til kristindómsins og gaf kirkjunni
sök á því, að þeim hefði ekki samið.
Ræðan hefur vakið mikla athj'gli og
umtal. Auk -prestsins töluðu yfir
kistunni Friðþjófur Nansen og sænska
skáldið Yerner von Heidenstam.
Thomas P. Krag sagnaskáld flutti
kveðju frá norskum rithöfundum.
Minningarhátíð var haldin um
kvöldið í Þjóðleikhúsinu í Kristjaníu.
Þar voru meðal annars lesin upp
eftirmæli, er Knut Hamson hafði ort
eftir Björnson. Að endingu var þar
sungið kvæði Björnsons, sem fyrir
löngu er örðið þjóðsöngur Norðmanna:
„Ja, vi elsker dette Landet*.
yíukajnngskröjur
Vestur-js/irðinga.
í 14. tbl. Lögr. þ. á. var skýrt
frá fundarhaldi á Þingeyri í Dýra-
firði. »Vestri« llytur 25. f. m. svo
hljóðandi útdrátt úr fundargerð
þess fundar:
„----Þá var borin upp svohljóð-
andi tillaga:
»Fundurinn lýsir megnri óánægju
yfir ýmsum stjórnarathöfnum nú-
verandi ráðherra, og telur þar sjer-
staklega til:
1. Aðfarir hans allar í banka-
málinu, sem auk þess að þær stofna
landinu í fjárhagslegan voða, eru
skýlaus lagabrot og augljóst virð-
ingarleysi fyrir þingi og þingræði,
og virðast fram komnar af persónu-
legum og pólitiskum hvötum.
2. Skipun verslunarráðunautsins,
— ekki eingöngu af því, að hafnað
var færum manni, en í hans stað
tekinn maður, sem engin skilyrði
hafði til þess að gegna þeirri stöðu
sæmilega, heldur og vegna hins, að
fjárlögin eru bersýnilega brotin
með því að veita einum manni
það fje, sem fleirum var ætlað.
3. Samningurinn við Thorefje-
lagið, sem, hvernig sem á hann er
litið, er bersýnilegt fjárlagabrot, og
auk þess, bæði hvað snertir skip
og ferðaáætlanir, er miklu verri en
svo, að geta heimilað ráðherra að
gera slíkan samning til 10 ára.
4. Framkoma ráðherra á íslandi
og í Danmörku, sem hjer heima
kemur fram í hroka og Danahatri,
sem eðlilega hefur skaðleg áhrif á
alla sambúð þjóðanna, en sem í
Danmörku kemur þannig í ljós, að
hún er ósamboðin liverjum frjáls-
um manni og oss íslendingum til
vanvirðu.
— Af ofangreindum ástæðum
telur fundurinn nauðsynlegt, að
haldinn sje fulltrúafundur innan
kjördæmisins, til þess að ræða
þessi mál og krefjast aukaþings, og
kýs í því skyni 4 fulltrúa af sinni
hálfu, og felur þeim að koma mál-
inu á framfæri í öðrum hreppum
kjördæmisins.
Verði aukaþing haldið, krefst
fundurinn þess, að það taki stjórn-
arskrármálið fyrir og afgreiði það«.
Fyrsti liluti tillögunnar, ofan að
orðunum: »Af ofangreindum ástæð-
um . . . .«, var samþyktur með 43
atkv. gegn 11, næsta grein tillög-
unnar var samþykt með 48 sam-
lilj. atkv., og niðurlagsatriði tillög-
unnar var samþykt með öllum
atkv. — —
Við þennan útdrátt úr fundar-
gerðinni bætir blaðið svo þessu:
»Skömmu eftir að fundur þessi
var haldinn, skrifuðu fulltrúar þeir,
er á honum voru kosnir — sem
allir eru aukaþingskröfumenn —
oddvitunum í hinum hreppum kjör-
dæmisins, og báðu þá að halda
fundi með hreppsbúum sínum og'
leita atkvæða þeirra um, hvort ekki
væri ástæða til að krefjast auka-
þings, og ef þeir kysu fulltrúa,
skyldu þeir mæta á Þingeyri 18.
apríl.
Allir hrepparnir, að einurn undan-
skildum (Suðureyrarhreppi) hjeldu
fundi þessa fyrir 18. apríl, og urðu
úrslit þeirra þannig:
í Auðkúluhreppi voru 14 atkv.
greidd með vantraustsyíirlý'singu til
stjórnarinnar og aukaþingskröfu, en
ekkert á móti. Voru þar kosnir 4
fulltrúar — allir aukaþingskröfu-
menn.
í Mosvallahreppi voru 16 atkv.
greidd með aukaþingskröfu, en 18
á móti, — og enginn fulltrúi kos-
inn.
í Mýralireppi voru 3 atkv. greidd
með aukaþingskröfu, en 4 á móti,
og enginn fulltrúi kosinn.
í kjördæminu hafa því verið
greidd 81 atkv. með aukaþings-
kröfu, en aðeins 22 atkv. á móti,
og allir þeir fulltrúar, sem kosnir
hafa verið, eru eindregnir auka-
þingskröfumenn. Kom fulltrúun-
um því saman um, að engin þörf
væri að halda hinn fyrirhugaða
fund 18. apríl, með því líka, að
nokkrir þeirra voru lasnir af »in-
fluensu«, sem nú gengur yfir alt.
Enda með úrslitum atkvæðagreiðsl-
unnar fengin óræk sönnun fyrir
því, að mikill yfirgnæfandi hluti
kjósenda kjördæmisins krefðist
aukaþings. — Er það og í fullu
samræmi við gerðir síðasta þing-
og hjeraðsmálafundar Vestur-íslirð-
inga, þarj sem samþykt var van-