Lögrétta - 18.05.1910, Blaðsíða 4
9g
L0GRJETTA.
©\ií sjórnanna.
Biðjið útgerðarmenn yðar um smjörlíki frá „Kö-
benhavns Marg,arinefabrik“, sem er búið til
úr hreinu og ósviknu efni, lítið litað og hvítt eins og
sauðasmjör. Fæsí frá forðabúri verksmiðjunnar á
Akureyri og beint frá verksmiðjunni. Áreiðanlegum
kaupendum er gefrnn gjaldfrestur, sje mikið keypt í einu.
Jón Stefánsson, Akureyri.
Listverslunin Pósthússtæti 14:
Nýjar myndir og kort.
j$rjej ]óns Siguríssonar.
Hið íslenska bókmentatjelag hefur af-
ráðið að gefa út safn af brjefum fóns
Sigurðssonar á aldarafmæli hans næsta
ár, og hefur það falið okkur undirskrif-
uðum að sjá um útgáfuna; en við höf-
um tekist starfið á hendur í von um að-
stoð góðra manna. Eru það því virð-
ingarfylst tiimæli okkar til allra þeirra
utanlands og innan, er kynnu að hafa í
höndum brjef frá Jóni Sigurðssyni eða
önnur skjöl eða skilríki viðvíkjandi æfi
hans, að gefa okkur kost á að fá þau
ljeð til afnota á einn eður annan hátt,
eftirþvf sem um semst í þvl efni; en við
munum fara með brjefin nákvæmlega
eftir því, sem fyrir verður lagt.
Þeir, sem vilja verða við þessum til-
mælum okkar, eru beðnir að gera það
hið bráðasta að unt er, með því að
tíminn er mjög naumur. Við skulum
geta þess, að brjefin mætti senda Lands-
bókasafninu eða Bókmentafjelaginu, ef
menn kysu það heldur en að senda þau
öðrum hvorum okkar.
Reykjavík 29. Apríl 1910.
Jóm Jensson. Þorleifur H. Bjarnason.
Til lei^n stofa og svefnher-
bergi á Amtraannsstíg 4, hjá S.
Guðmundssyni.
I hegmngarhúsinu fæst:
Hestajárn,
Ljábakkar,
Amboð,
Kommóður,
Hnappheldur,
Reiptögl.
Þar eru einnig bundnar bækur
og gert við skótau.
S. Pjetursson.
Tvíbura-kerra til sölu; upplýs-
ingar á afgreiðslu Lögr.
Hjer með tilkynnist vinum og vandamönn-
um, að okkar elskulega dóttir, Halldóra Krist-
rún, andaðist á heimili okkar hjer i bænum
14. p. m.
Jarðarförin fer fram þriðjudaginn 24. þ. m.
og hefst huskveðjan kl. Ih/a f- h.
Hafnarfirði 16. mai 1910.
Þóra Jónsdóttir.
Hafliði Þorvaldsson.
Hjer með tilkynnist vinum og vandamönn-
um, að minn hjartkæri eiginmaður, Guðmund-
ur Ásmundsson, andaðist á Landakotsspitala
15. þ. m. Jarðarförin fer fram 23. þ m.
Húskveðjan hefst kl. II‘/a árdegis við Landa-
kotsspitalann.
Reykjavik 17. mai 1910.
Ingibjörg Helgadóttir.
1 JVWXA'VAAJLfl ) brúkuð íslenzk, alls- f konar borger enginn f betur cn í Helgi Helgnson (hjá Zimsen) £ Eeykjavík.
< /L ! íri! Aí ■ ivS-V' n**A
Hamburg
W. v. Fssen & W. Jacoby.
(Eigandi Waldemar v. Essen. Stofnað 1869).
Vöruafgreiðsla. Skipaafgreiðsla. Vátrygging.
Meðmæli: Die Deutsche Bank.
Síðastliðið haust var mjer dreginn í
Auðkúlurjett mórauður sauður, vetur-
gamall, með mínu marki, tvfstýft fr.
hægra, hálftaf fr. vinstra, óbrennimerktur
og óauðkendur. Þennan sauð get jeg
því aðeins átt, að einhver hafi fóðrað og
gelt hann fyrir mig veturinn 1908—1909,
því þá vantaði mig af heimtum mórauð-
an lambhrút með sama marki. —Jeg vil
því hjer með skora á hvern þann, sem
getur helgað sjer sauð þennan eða gefið
upplýsingar viðvíkjandi honum, að til-
kynna mjer það sem fyrst. Og ef ein-
hver á sammerkt við mig, verður hann
að semja við mig um markið.
Snæringsstöðum í Austur-Húnavatns-
sýslu, 20. apríl 1910.
Gudmann Helgason.
Flöskur,
þriggja pela, kaupir hæsta verði
Siggeir Torfason.
Brúkuð islensk frimerki
kaupir með hærra verði en áður
Inger Ostlund.
dan$fca smjörlihi cr beýh
álnavörubúð
H
.. ■ l
m
eru nýkomnar
miklar birgðir af allskonar
ÁLNAV0RU,
Prjónlesi o. fl.
Gerid svo vel og Jiynnid yður fyrst
verdlag hjd öðrum kaupmönnum og
komið svo til vor, þd GANGA KAUPIN
GREIÐAST.
Islandsgliman 1910
verður liáð í Reykfavík sunnudaginn 1*. júní um verðlauna-
grip íþróttafjelagsins „Grettis*4 á Akureyri, MSlandsbeltiö. — Nánara
síðar á götuauglýsingum. — Keppinautar um íslandsbeltið verða að
hafa tilkynt þátttöku sína í glímunni stjórn »Grettis« á Akureyri eða
herra verslunannanni Sigurjóni Pjeturssyni í Reykjavík 12 stunduin á
undan glímunni.
Akureyri 4. mai 1910, p. t. í stjórn »Grettis«
Karl Sigurjónsson. Oddur Björnsson. Vigfús Sigfússon.
Steinsmiðir,
sem vilja taka að sjer í samnings-
vinnu steinsteypu á heyhlöðu 12X
12 al. með 5 al. háum veggjum,
leiti sjer upplýsinga og komi með
tilboð fyrir 25. þ. m. til
§ig. Björnssonar,
Grettisgötu 38.
BiðjiÖ um lequndimar
„Sóley” „ Inyólfur " „ Hehla " eða JsafoId,,
Smiörlikið fcesL einungi^ fra :
V Oífo Mönsted h/f.
'&n Kaupmannahöfn og/fró$um ,0
/<Z\ i Oanmörku.
Reykjavíkur liggur almenningi til sýnis á bæjarþingstof-
unni 15.— 22. þ. m. Kærur sendist borgarstjóra fyrir 17.
júní næstkomandi.
Borgarstjóri Reykjavíkur, 14. maí 1910.
<3*áll Cinarsson.
Prentsmiðjan Gutenberg.
222
223
»hvort jeg á að vera vinur þinn eða
óvinur. Það fer eftir því, hvernig við-
tali okkar lýkur í þetta sinn«.
Rebekka varð hrædd, þegar Brjánn
kom inn, og hörfaði aftur á bak, inn
í insta horn herbergisins. Samt var
það anðsjeð, að hún bjóst til varnar.
»Þú hefur enga ástæðu til að hræð-
ast mig, Rebekka«, sagði Brjánn. »Þú
veist það sjálf, að þú hefur enga á-
stæðu til þess nú, þótt þú kunnir að
hafa haft hana áður«.
»Hvert er þá erindi þitt hingað, herra
riddari?« sagði Rehekka. »Segðu það
viðstöðulaust í sem íæstum orðum. Ef
þú átt hingað eitthvert annað erindi
en það eitt, að sjá þá eymd, sem þú
hefur sökt mjer i, þá láttu mig heyra
það, en annars bið jeg þig að lofa mjer
að vera í friði. Sporið frá þessu lífi
og inn 1 eilífðina er stutt, en það er
hræðilegt, — og jeg hef ekki langan
tíma til undirbúnings«.
»Jeg heyri það, Rebekka«, svaraði
Brjánn, »að þú sakar mig enn um þá
óhamingju, sem jeg svo feginn vildi
afstýra«.
»Herra riddari«, sagði Rebekka; »jeg
vildi helst geta komist hjá því, að þurfa
að bera sakir á nokkurn mann. En
liggur það ekki í augum uppi.að fyrir oí'-
sóknirfráþjer verð jegnú að líða dauða«?
»Þetta er misskilningur hjá þjei',
Rebekka«, svaraði Brjánn. »Jeg gat
ekki sjeð það fyrir, sem nú er fram
komið, og jeg gat ekki heldur hindrað
það. En það er fjarlægt tilgangi mín-
um. Hvernig átti jeg að sjá það fyrir,
að þessi gamli auli mundi koma hing-
að? Hann kom öllum á óvart«.
»Samt sast þú í dómnum, sem dæmdi
mig«, sagði Rebekka, »og þú varst
dómnum samþykkur, þótt þú vissir,
að jeg er alsaklaus. Jeg heyrði ekki
betur en að það væri þú, sem ættir
að koma hertýgjaður fram á vígvöllinn
til þess að sanna, að jeg væri sek og
verðskuldaði refsingu«.
»Þetta er alt saman rjett, stúlka min«,
svaraði Brjánn. »En enginn þjóð-
flokkur kann það eins vel og þinn
þjóðflokkur, að aka seglum eftir vindi
og nota jafnvel mótbyrinn sjer i hag«.
»BöIvaðir sjeu þeir tímar, sem kent
hafa ísraels börnum þá list«, sagði Re-
bekka. En þið, sem hrósið ykkur aí
frelsi og forrjettindum i mannfjelaginu
— ykkar skömm er enn meiri, þegar
þið styðjið annara hleypidóma þvert
ofan í sannfæring sjálfra ykkar«.
»Þetta eru hörð orð, Rebekka«, sagði
Brjánn. »En seðillinn, sem kendi þjer
að heimta hólmgöngumann, — frá
hverjum heldurðu að hann hafi verið?
Hann var auðvitað frá mjer«.
»Það er aðeins frestur um litla stund,
sem jeg hef fengið«, sagði Rebekka,
»frestur til þess að lifi með dauðann
fyrir augum í fáein dægur. Það var
lítil bót. En var þá þetta alt, sem þú
varst fær um að gera til bóta fyrir það,
að þú hafðir leitt óhamingju yfir sak-
lausa stúlku og orðið þess valdandi,
að lífl hennar var bráð hætta búin?«
»Nei, stúlka mín«, svaraði Brjánn;
»það var engan veginn alt, sem jeg
ætlaði mjer að gera. Ef gamli aulinn
hefði ekki gleypt við uppástungunni,
sem álpaðist út úr Hermanni karlin-
um, að jeg ætti að berjast fyrir regl-
una, þá hefði einhver óvalinn maður
orðið til þess, og þá ætlaði jeg sjálfur
að koma fram í dularbúningi eins og
umferðariddari og berjast fyrir þig.
Mjer hefði þá verið sama, hvort Lúkas
gamli hefði valið einn, tvo eða þrjá af
þeim mönnum, sem hjer eru fyrir, til
þess að eiga vopnaviðskifti við mig, —
jeg hefði kastað þeim öllum til jarðar.
Á þann hátt hefði þá sakleysi þitt sann-
ast, Rebekka, og þá ætlaði jeg að láta
þig vera einráða um, hver verðlaun þú
dæmdir mjer fyrir sigurinn«.
»Þetta er ekkert annað en gort og
stórmenskulæti, herra riddari«, sagði
Rebekka, »ekki annað en drýgindatal
um það, hvað þú hafir ætlað að gera,
et þjer hefði ekki sýnst rjettara að gera
annað þveröfugt. Þú tókst á móti
handskanum mínum, og fái jeg nokk-
urn mann til þess að berjast fyrir mig,
þá verður hann að mæta þjer á hólm-
gönguvellinum. — Og samt ertu að lát-
ast vera vinur minn og verndari?«
»Vinur þinn og verndari ætla jeg að
vera«, sagði Brjánn og var alvarlegur,
»þrátt fyrir alt það háð og alla þá ó-
virðing, sem jeg hlýt að baka mjer
með þvi. Gættu vel að þessu og last-
aðu mig svo ekki íyrir það, að jeg set
upp skilmála áður en jeg varpa frá
mjer öllu því, sem jeg hef áður lifað
fyrir, til þess að frelsa lif einnar Gyð-
ingastúlku«.
»Útlistaðu þetta betur fyrir mjer«,
sagði Rebekka, »þvi jeg skil þig ekki«.
»Jæja þá«, svaraði Brjánn; »jeg skal
tala svo ljóst sem auðið ei'. Ef jeg
ekki kem til hólmgöngunnar, þá missi
jeg alla sæmd og tign í reglu okkar.
Gamli Goðdalarefurinn hefur lagt þar
snöru fyrir mig. Jeg sje nú eftir, að
jeg skyldi láta Harald klausturhaldara
aftra mjer frá því, að gera það, sem
jeg ætlaði mjer að gera, en það var,
að kasta handskanum heint framan í
andlitið á stórmeistaranum, þessum
hjátrúarfulla aulabárði, fyrir að ljá eyru
jafn heimskulegum ásökunum og fram
voru bornar gegn eins göfuglyndri og
fallegri stúlku og þú ert«.
»Hjer eiga hvorki við stóryrði nje
gullhamrasláttur«, sagði Rebekka. »Þú
hefur gengið með fúsum vilja að þvi,
sem orðið er, annaðhvort að verða
orsök í þvi, að saklaus stúlka sje líf-
látin, eða þá að missa lífsstöðu þína
og sóma. Og til hvers er að eyða orð-
um um það framar? Þú hefur valið«.
»Nei, Rebekka«, sagði Brjánn með
blíðari máh’óm en áður; »jeg hef ekki
valið. Það ert þú, sem nú átt að velja
um þetta fyrir mig. Ef jeg kem á
hólmgönguvöllinn, þá verð jeg að halda
uppi heiðri mínum; og geri jeg það,
þá verður þú brend á báli, því hjer
er ekki til sá riddari, sem fær sje um
að fást við mig á vígvellinum. Þeir
Rikharður konungur ljónshjarta og
gæðingur hans ívar hlújárn eru þeir
einu, sem treystandi er til þess. ívar
liggur veikur, eins og þú veist, og