Lögrétta - 18.05.1910, Blaðsíða 2
96
L0GRJETTA.
Lögrjetta kemur út á hverjum mið-
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 biðð als á ári. Verð: 4 kr. árg.
á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli.
traustsyíirlýsing til stjórnarinnar,
eins og birt hefur verið i blöðun-
um«.
yíðflutningsbanniD.
Eftir Halldór Jónsson.
III. Kórvilla andbanninga.
(Frh.). Kórvilla andbanninga er
fólgin í því, að þeir skilja það ekki,
eða vilja ekki skilja, að ekkert oeld-
ur áfengisbölinu nema áfengið sjálft.
Alveg eins og enginn hlutur lif-
andi nje dauður getur framleitt
berklaveiki nema berklaveikisbakt-
erian (berklagerillinn), eins getur
enginn hlutur, lifandi nje dauður,
framleitt áfengisböl nema áfengið.
Komist nógu sterkir og nógu
margir berklagerlar inn í hold ein-
hvers manns, þá búa þeir til í
honum berklaveiki, og komist nógu
sterkt og nógu mikið áfengi inn í
hold einhvers manns, þá býr það
til í honnm áfengisveiki (áfengis-
böl).
Alveg eins og berklagerlarnir
vinna sitt skaðlega verk, þegar þeir
eru á annað borð komnir inn í
manninn, hvort sem maðurinn vill
eða vill ekki, — eins vinnur áfeng-
ið sitt skaðlega verk, þegar það á
annað borð er komið inn í mann-
inn, hvort sem maðurinn vill eða
vill ekki.
Alveg eins ogberklagerlarnirfinna
fyrir góðan jarðveg fyrir sig í sum-
um mönnum, verka því fljótt og
drepa þá fljótt, eins finnur áfengið
fyrir í sumum mönnum góðan jarð-
veg fyrir sig og verkar því fljótt og
drepur þá fljótt.
Alveg eins og berklagerlarnir finna
stundum fyrir sjer sjálfráða eða
ósjálfráða krafta í manninum, sem
tefja og hindra verkanir þeirra,
stöðva þær alveg ef til vill, eins
finnur áfengið stundum fyrir sjer
sjálfráða eða ósjálfráða krafta í
manninum, sem tefja og hindra
verkanir þess og stöðva þær alveg
ef til vill.
En bölið, skaðsemdin, sem áfeng-
ið veldur, er sjerstaklega á tvenn-
an hátt verra og víðtækara heldur
en bölið, skaðsemdin, sem gerlar,
t. a. m. berklagerlarnir, vinna.
í fyrsta lagi vegna þess, að það
skaðar einnig mjög alvarlega þann
hluta mannsins, sem vjer köllum
sál, vit hans, tilfinningu hans og
vilja hans, og í öðru lagi af því,
að skaðsemdarverkanir þess koma
þráfaldlega einnig niður á alveg
saklausum.
Það er ekki alvenja, að gerlar, t.
a. m. berklagerlar, svifti menn vit-
inu, gerspilli tilfinningum manna
(t. d. sómatilfinningunni), nje lami
vilfa þeirra til að starfa sem góðir,
hýtir og gagnlegir borgarar í mann-
fjelaginu sjálfum sjer og öðrum.
Það er heldur ekki alvenja, að
gerlar, t. a. m. berklagerlar, láti
menn vaða upp á saklausa menn
með illindum og ofbeldi, reki í
saklausa menn hnífa, nje hvolfi
bátum undir saklausum mönnum
og drekki þeim.
Það hefur heldur ekki verið vís-
indalega sannað, svo jeg viti, að
skaðsemdir þær, er gerlar, t. a. m.
berklagerlarnir, valda, gangi í erfð-
ir til saklausra afkvæmanna oft og
margvíslega, en það hefur verið
sannað vísindalega um ýmsar af
skaðsemdum þéim, er áfengið veld-
Ur.
Af því, sem hjer hefur verið sagt,
liggur það í augum uppi, að áfeng-
ið sjálft vinnur skaðsemdarverk sín
á líkan hátt sem sjúkdómsgerl-
arnir.
Vjer höfum því fullkominn rjett
til að kenna áfenginu einu og engu
öðru um áfengisbölið, eins og vjer
kennum berklagerlunum og engu
öðru um berklaveikina, bólugerl-
unum og engu öðru um bólusótt-
ina, með böli því öllu, sem leiðir
af þessum sjúkdómum.
freSýsa unðan ]ökli
fæst hjá Magnúsi Árnasyni, Klapparstíg 1.
í öllum tilfellunum eru það áhrif
og verkanir utanaðkomandi hluta,
sem bölinu valda, á þann hátt, að
þeir komast inn í líkama manns-
ins og hafa þar eitraðar og eitr-
andi verkanir.
Eins og löggjafarvaldið hefurmeð
lögum gert ráðstafanir til að fyrir-
byggja það, að inn í landið geti
komist ýmislegur sjúkdómakveykir
með mönnum eða dýrum, eða í
dauðum hlutum (húðum), eins er
það rjettmætt og öldungis sjálfsagt,
að löggjafarvaldið íslenska hefur
skoðað áfengið sem einn hinn versta
sjúkdómakveykir og gert með lög-
um ráðstafanir til að fyrirbyggja
frjálsan inngang þess inn í landið.
(Frh.).
Ríkisdómurinn danski, sem dæma
skal þá J. C. Christensen og S. Berg
fyrv. ráðherra, kom sem snöggvast
saman 30. f. m. Það var þriðji fund-
urinn. Ákveðið var, að höfuðorust-
an skyldi standa 25. þ. m. — Er
svo sagt, að dómurinn muni verða
kveðinn upp einhvern tíma undir lok
júnímánaðar, en þingið muni ekki
verða kvatt saman fyr en dómur sje
upp kveðinn.
Afli botnvörpuskipanna ís-
lensku á vetrarvertíðinni er þcssi:
Snorri Sturluson.............173 þús>
Freyr........................H®
Valur....................... 40
Mars.........................120 —
íslendingur ................ 9®
Jón forseti .................1®7
Valur byrjaði ekki veiðar fyr en 1. apríl.
Afli þilskipanna íslensku á
vetrarvertíðinni er þessi:
Leó Tolstoj og drykkju-
skapurinn.
Fyrsti alsherjarfundur bindindis-
manna á Rússlandi var haldinn í
Pjetursborg í janúar í vetur og hafði
Leo Tolstoj sent honum kveðju, er
byrjar svo:
„Mjer er fögnuður að því að geta
starfað ásamt yður að yðar fagra tak-
marki. Því betur sem jeg sje bölið,
sem leiðir af drykkjuskap, og því
oftar sem jeg tala við þá, sem þjást
af völdum þess, því betur sannfær-
ist jeg um, að björgunin frá því er
mjög undir þvf komin, að maðurinn
skilji ekki aðeins líkamstjónið, heldur
sálartjónið, sem drykkjuskapur veld-
ur. Maðurinn frelsast aðeins þáalveg
frá lesti þessum, er hann hafnar hon-
um af frjálsum vilja, og það verður
ekki fyr en hann fer að meta heill
sálar sinnar meira en heill líkamans.
Það á sjer eingöngu stað hjá trú-
ræknum manni" o. s. frv.
Tolstoj telur trúna fyrstu og helstu
lækning við öllum mannfjelagsmein-
um. En engan veginn er það hin
ríkjandi trú, sem hann prjedikar,
enda er hann, eins og kunnugt er,
í banni rússnesku kirkjunnar.
a.
Ása, eign Duus-verzlunar. .
Björgvin — — • •
Haraldur — — • •
Keflavik — — • •
Milly — —
Svanur — — • •
Sigurfári — — • •
Sæborg — — • •
Portland eign h/f. P. J. Th. & Co.
Greta — —
Ragnheiður —
Guðrún (frá Gufun.). —
Toiler —
Bjöm Ólafsson —
Langanes —
Skarphjeðinn —
Sljettanes —
Geir eign h/f. Sjávarb. í Rvk.
Isabella —
Friða — —
Guðrún Zoega
Josefine eign —
Acorn — —
Morning Star eign s. fjel. í Hafnarf.
Robert — —
Sjana — —
Himalaya — —
Margrjet eign Th. Thorsteins. kpm.
Sigriður — —
Haffari eign Sigurðar í Görðum
Haraldur frá ísafirði
Hafstein eign Jóns Ólafss. skipstj.
Seagull eign Odds Jónss.f.Ráðag.ofl.
Ester eign fiskiveiðafjal. Stapinn
43,600
27,000
17,000
28,000
21,000
27,000
24,000
34,000
13,000
13,000
21.500
23,000
13,000
27.500
30,000
18.500
15,000
31,000
17,000
20,000
20,000
19,000
11,000
26,000
14.500
16,000
9,000
18,000
17,000
21,000
24,000
21,000
29,000
15,000
Símmyndir. Þýskur maður, dr.
Korn, fann fyrir nokkrum árum upp
vjel til þess að síma myndir frá ein-
um stað til annars, og var þegar
farið að nota þá uppgötvun töluvert
á ýmsum stöðum. Nú hefur ensk-
ur maður, Thome Baker að nafni,
fundið upp verkfæri, er sendast á
myndum um langa vegi án síma-
sambands. Þegar hann sýndi upp-
götvun sína fyrst opinberlega, nú
nýlega, sendi hann mynd af Játvarði
VII. tvær danskar mílur, og tókst
sú mynd vel. En sje verkfæri hans
sett í samband við síma, þá má hæg-
lega senda frá því myndir 200 danskar
mílur. Auk þess kvað verkfæri Bak-
ers vera miklu ódýrara en verkfæri
Korns; það er ekki stærra en venju-
leg ljósmyndavjel, sem menn bera
með sjer, og verðið nú þegar ekki
hærra en 450 kr.
Enska blaðið „Daily Mirror" hef-
ur keypt uppgötvunina fyrir stórfje.
Um kornjorðabúr.
Úr skýrslu forseta Búnaðarfjelags islands
fíuðinimdar próf. Helgasonar
á ársfundi þess 10. þ. m.
Áður en jeg skil við þessa skýrslu,
vildi jeg mega minnast á eitt atriði,
sem fjeiagsreikningurinn sjálfur gefur
ekki tilefni til að tala um, en mjer
þykir miklu skifta.
Það er um kornforðabúr til skepnu-
fóðurs.
Eins og fjelagsmenn ef til vill muna,
vakti fjelagsstjórnin máls á því í brjefi
til stjórnarráðsins 7. sept. 1908, hve
mikil þörf væri á að koma þeim forða-
búrum upp, og það svo fljótt sem unt
væri, og fór þess á leit, að í fjárlaga-
frumvarpið 1910—11 yrði sett heim-
ild til að veita lán úr landssjóði til
þeirra.
Jeg ætla ekki að taka það alt upp
aftur, sem ritað var í því brjefi máli
þessu til stuðnings, því að brjefið er
prentað í Búnaðarritinu.
Stjórnarráðið varð svo vel við tillög-
unni, að það tók inn í frumvarpið
jafnvel stærri lánsheimild en fjelags-
stjórnin hafði stungið upp á.
Alþingi í fyrrra lækkaði að vísu þá
fjárhæð mikið, en heimilaði þó lán,
10 þús. krónur hvort árið.
Og í annan stað samdi alþingi lög
um kornforðabúr, sem áttu að gera
bændum hægra fyrir með að stofna
þau.
Búnaðarþingið í fyrra heimilaði fje-
lagsstjórninni að verja alt að 1000 kr.
til að styrkja bændur til að koma
sjer upp skýli yfir kornbirgðir. Hún
gerði ráð fyrir, að styrkurinn yrði
712—Vs af kostnaðinum til skýlanna.
Þorði ekki að fara hærra, bjóst við
mörgum umsóknum.
Búnaðarritið flutti lögeggjan frá
Torfa í Ólafsdal um að hefjast handa.
Nú hefði mátt búast við einhverj-
um árangri.
Til búnaðarfjelagsins hefur komið
ein umsókn um skýlisgerðarstyrkinn,
og hún var úr sveit, þar sem vísir
til kornforðabúrs var til áður.
En um landssjóðslán til kornforða-
búra mun engin umsókn hafa komið.
í einni sveit eða tveimur, sem jeg
vissi til að fyrir hálfu öðru ári voru
komnar á fremsta hlunn með að stofna
hjá sjer kornforðabúr, hefur ekkert
orðið úr framkvæmd þess enn þá,
og litlar horfur á, að það verði fyrst
um sinn.
Hvað veldur?
Er það góðærið, sem var í fyrra?
Ekki væri það nema mannlegt.,
þótt svo væri.
Við erum allir svo gerðir, að var-
kárninni er hætt við að sljóvgast,
þegar voðinn sýnist fjarri.
En þessi vetur og þetta vor hefur
sýnt það svo áþreifanlega, að sá voði,
sem hjer um að tefla, er alt af nærri,
alt af á næsta nesi.
Bændur voru víst í haust alment
í besta lagi búnir við vetrinum, og
þó heyrast nú úr mörgum áttum
sögur um vandræði af fóðurskorti, og
mikil hætta fyrir dyrum, ef tíðin
batnar ekki fljótt og vel.
En slíkir vetrar og slík vor sem
þetta eru því miður ekki eins dæmi.
Þau geta komið aftur, þau geta kom-
ið næsta ár, og þá er ekki víst að á
undan hafi gengið slíkt heyskapar-
sumar sem í fyrra. Þess vegna má
ekki draga að koma upp kornforða-
búrunum.
Jeg hefi minst á kornforðabúrin
við marga. Ekki man jeg eftir að
jeg hafi heyrt nefndar nema tvær
ástæður á móti þeim.
Önnur er sú, að þau kunni að geva
fjáreigendur óvarkárari en ella með
að setja á hey sín. Sumir muni blátt
áfram setja á forðabúrin. Ekki skil
jeg annað, en að haga mætti svo
stjórn forðabúranna, að enginn gerði
sjer það að vana. í uppkasti því að
reglum fyrir kornforðabúr frá stjórn
búnaðarfjelagsins, sem lagt var fram
á búnaðarþingi í fyrra og grentuð er
með þingskjölunum í Búnaðarritinu,
er reynt að sigla milli skers og báru,
að gera aðganginn að forðabúrinu ekki
svo greiðan, að mönnum þyki fýsi-
legt að setja á það, en setja þó enga
afarkosti, sem fæli frá að nota það,
þegar nauðsyn krefur, eða komi mönn-
um til að draga að leita þess, þangað
til í fult óefni er komið og heyin
gefin upp.
Hin ástæðan er kostnaðurinn.
Auðvitað er hann ekki lítill. Þó telst
mjer svo til, að vextir og dálítil af-
borgun árlega af kostnaðinum af að
koma upp forðabúri með svo sem
150 tunnum korns, sem ætti að vera
mikil björg fyrir all-stóran hrepp,
nemi ekki meira en svo sem 3 ó-
magameðlögum. Og ekki flnnur þó
stór hreppur mjög til þess, þótt 3
börn bætist við á sveitina.
Öll vátrygging kostar nokkuð.
Það kostar líka nokkuð fyrir sveit,
að vátryggja bæi sína við bruna. Þó
er enginn vafi á, að það er til vinnandi
og þess mikil þörf. En miklu, miklu
meiri þörf er á þeirri vátryggingu,
sem hjer eru umtalsefni. Eldurinn
hleypur þó ekki bæ úr bæ. Hann
hremmir aldrei nema örfáa bæi á ári.
En voðinn, sem stafar af fóðurskorti,
hann getur á einu ári lagt heilar sveit-
ir og heil hjeruð í kaldakol. Og ilt
væri til þess að vita, ef sá yrði enn
„endir á íslendingasögum“, ef einn
harður vetur og hart vor færi með
þann framfaravísi, sem er þó óneit-
anlega sjáanlegur í mörgu hjá okkur,
og fleygja okkur í einni svipan allar
götur aftur á bak. Jeg er hræddur
um, að við yrðum lengi að ná okkur
aftur eftir slíkt áfall, jafnvel lengur
en gerðist fyrrum. Við erum orðnir
betra vanir en afar okkar og langafar,
kunnum ekki sparnaðinn eins vel og
þeir, ættum verra með að leggja eins
hart á okkur og þeir gerðu, meðan
þeir voru að koma bústofni sínum
upp aftur. Við mégum ekki eiga
þetta á hættu framar.
Jeg hef verið að tala um kornforða-
búr til skepnufóðurs. En kornforða-
búrin eru ekki nauðsynleg til þess
eins, heldur einnig til bjargar mönn-
um í ísárum í þeim hlutum landsins,
þar sem hafísinn getur teft hafnirnar.
Verslunin hefur breyst mikið á síðari
árum. Jeg var norður í Eyjafirði árið
1882. Þá kom eitt skip til Akur-
eyrar fyrir páska, en á annan eða
þriðja í páskum rak ísinn inn, og
eftir það komst ekkert vöruskip þang-
að fyrri en í byrjun seftembermán-
aðar. Þó þraut ekki korn á Akur-
eyri — ef jeg man rjett — jafnvel
þótt nokkrar kornlestir færi þaðan
vestur í Skagafjörð.
Ætli svo miklar birgðir sje í versl-
unum nyrðra nú?
Og þótt ekki sje kornskortur í versl-
unarstöðunum, væri það þó oft mikil
þægindi fyrir bændur, að geta fengið
korn til matar heima í sveitinni sinni
og þurfa ekki að fara langar aðdrátt-
arferðir snemma á vorum og í ótíð.
Þau þægindi ein tel jeg nóg til þess
að jafnast á móti fyrirhöfninni að
skifta um kornið í forðabúrunum ár-
lega, þegar ekki þarf á þvi að halda
til lána.
Og enn mætti hafa af þeim eitt
hagræði. Sumstaðar mætti hafa þau
við læk, sem gæti malað kornið, og
þar sem það væri ekki, ætti ekki að
vera frágangssök að hafa vindkvörn.
Vindkvörn man jeg að heitir einn af
hólunum í túninu í Odda. Jeg býst
við að hóllinn dragi nafn sitt af því,
að þar hafi verið vindkvörn forðum.
Ættum við ekki að geta enn átt vind-
kvörn? Þær eru varla mjög dýrar,
svo að ekki sje hægt að eignast þær
í samlögum. Væri nú ekki gott, þeg-
ar komið er úr kaupstaðarferðum á
sumrin með kornpokana, að geta tek-
ið þá ofan við forðabúrið og fengið
mjölpoka í staðinn? Ætli það væri
ekki munur að fá gott mjöl nýmalað
til heimilisins í staðinn fyrir þetta mjöl,
sem menn fá nú úr kaupstaðnum?
Jeg vildi ekki láta þetta tækifæri
ónotað til að minnast enn á þetta
nauðsynjamál. Það má aldrei á því
þagna fyrri en það er komið í fram-
kvæmd. Og jeg vildi mega heita á
ykkur alla, að styðja það á hvern
þann hátt sem færi gefst á. Næsti
vetur má ekki byrja svo, að ekki sje
þá komin upp kornforðabúr, þar sem
brýnust er þörfin. Auðvitað hrykki
skamt til þess láns fjárhæð sú, sem
nú er heimiluð í fjárlögunum, en jeg
trúi ekki öðru en að peningastofnanir
landsins mundu gera alt, sem í þeirra
valdi stæði, til þess, að ekki stæði á
bráðabirgðalánum til slíkra nauðsynja.
Og jeg treysti því, að alþingi næsta
mundi heimila meira lán, miklu meira
lán til kornforðabúra, ef eftirspurnin
sýndi, að þess væri þörf. Sú lánveit-
ing væri ánægjulegri og áhættuminni
en hallærislánin, sem tíðkuðust hjerna
á árunum og hætt er við að einhvern
tíma reki að aftur, ef ekki er að gert,
„Þrælaverslunin hvíta“,
Eins og kunnugt er, hafa allar
kristnar þjóðir fyrirboðið þrælaversl-
un fyrir alllöngu, en samt eru manna-
veiðarar og þrælasalar enn á ferð. Um
miðbik Suðurálfunnar eru herteknir
menn enn seldir í þrældóm meðal
heiðinna flokka og Múhamedstrúar-
manna, og Portúgalsmenn hafa get-
ið sjer lítinn orðstír fyrir að halda
hlífiskildi yfir arabiskum þrælasölum
f nýlendum sínum þar syðra, því að
flestir siðaðir menn hafa nú orðið
viðbjóð á þessum leyfum gömlu
þrælaverslunarinnar. — En ekki er
„hvíta þrælaverslunin" betri, en svo
erþað nefnt, er samviskulausir óþokk-
ar tæla ungar stúlkur til fjarlægra
landa, ýmist með því að lofa þeim
eiginorði eða háu kaupi í góðri vist,
en taka þær svo, þegar þær eru
komnar mállausar meðal ókunnugra,
og selja þær pútnahúsum, þar sem
þær eru knúðar til saurlifnaðar með
ofbeldi og hungri.
Mörgum kann að þykja ólíklegt
að aðrar eins svívirðingar sjeu al-
mennar meðal menningarþjóðanna og
að jafnvel ein slík tálauglýsing um
hátt kaup í góðri vist í Bandaríkj-
unum hafi sjest í íslensku blaði fyrir
nokkrum árum, en þó mun því vera
svo varið. —
Fjelög hafa myndast í flestum
löndum til að sporna gegn þessum
ósóma, — eitt er t. d. í Kaupmanna-
höfn — og sem dæmi þess, hvernig
almenningsálitið er í þessu máli, má
geta þess, að einhverju sinni flýði
stúlka, sem tæld hafði verið til Lund-
úna, á náðir frú Booth. Um kvöldið
sagði frúin frá því á samkomu og