Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 15.06.1910, Qupperneq 2

Lögrétta - 15.06.1910, Qupperneq 2
114 L0GRJETTA. Lðgrjetta kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blðð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á lslandi, erlendis S kr. Gjalddagi 1. júli. Aukaþingsmálið. A öðrum stað hjer í blaðinu eru tilfærð þau ummæli Skúla Thorodd- sens um aukaþingsmálið, að hann telji það rjett og sjálfsagt, að ráð- herrann bregðist vel við aukaþings- áskoruninni og verði við óskum meiri hluta þingsins, sem kunnugt sje orðið, að hafi eigi all-lítinn þjóðarvilja við að styðjast. Sk. Th. gerir jafnframt grein fyrir, hvers vegna hann hafi ekki sent á- skorun um aukaþingshald. Hann segir, að sitt álit á málinu hafi verið það, að árangurslaust væri að bera kröfurnar fram fyrir ráðherra, en hitt „eigi viðfeldin aðferð", að snúa sjer með þetta beint til konungs. Auð- heyrt er þó, að hann telur slíkt vel geta komið til mála, enda getur eng- inn skynsamur maður litið öðruvísi á en svo. Spurningin er þá aðeins um það, hvort gera eigi kröfuna að því kappsmáli, að knýja hana fram á þann hatt. Og svarið hlýtur hjá hverjum einstökum manni að fara eftir því, hve mikið hann álítur að við liggi. En hitt kemur ekki til mála að rjett sje hjá hr. Sk. Th., er hann segir, að sú aðferð „leiddi fráleitt til neins — þar sem allar stjórnar- athafnir konungs verða, sem kunnugt er, að framkvæmast á ráðherrans á- byrgð“. Konungur hefur vald til að víkja ráðherranum frá, hvenær sem honum þykir þess þörf, og taka sjer annan f hans stað. Hann getur ekki skipað ráðherranum að gera þetta eða hitt. En hann getur sagt við ráðherrann, að ef honum sje óljúft að framkvæma vilja þingsins, þá veit- ist honum lausn frá ráðherrastarfinu, þá verði að fá einhvern annan til þess að gegna því. Aukaþingið yrði þá kvatt saman á ábyrgð þess ráð- herra, er þá tæki við, en hinn væri leystur af öllum veg og vanda af málinu. Konungsvaldið kæmi þá fram sem verjandi þingræðisins gagnvart ráð- herranum, sem neitað hefur að láta að óskum meiri hluta þingsins. Það er nú berlega komið í ljós, að í stjórnarskipun okkar vantar nauð- synlegar skorður við ráðherraeinræð- inu milli þinga, og að þetta er háska- legt, ef völdin lenda í vondum hönd- um. Á þessu verður að ráða bót. Vera má, að ýmsar leiðir sjeu til þess. En tvær verða fyrst fyrir. Önnur er sú, að láta alþing koma saman árlega. Þá hefði ráðherrann meiri hita í haldi af þinginu og ein- ræðisbrask hans ætti sjer skemri aldur. Hin leiðin er sú, að ráðherr- anum væri í stjórnarskránni gert að skyldu, að kveðja til aukaþings, ef meiri hluti þingmanna krefðist þess. Þeir, sem setja fyrir sig kostnaðinn við árlegt þinghald, mundu heldur kjósa þetta síðara. En allir hljóta að sjá, að hjer er um mikilvægt at- riði að ræða, sem nauðsyn heimtar að lagfært sje. pistlar frá Jforegi. 17'. mal. Það var 17. maí. Frelsis- og þjóðhátíðardagur Norð- manna. Jeg vaknaði klukkan sex um morg- uninn og þaut út að glugganum til að sjá, hvað um væri að vera. Karl-Jóhansgata lá fyrir neðan næstum því mannauð. En norski fáninn leið upp á einstaka stöng. Og hjá einstaka húsi stóðu árvökul* ir Norðmenn og skreyttu gluggana og dyrnar með blómvefjum. Dagurinn var grár og rigningar- legur, og frá greinum kastaníutrjánna fyrir neðan gluggann minn láku drop- arnir frá síðustu skúrinni. Þeir skullu ólundarlega niður á steinlagða göt- una, og mjer fanst hver þeirra drepa fyrir mjer von um glaðan, sólbjart- an dag .... Nei. Það var best að sofa lengur. Jeg sofnaði og mig dreymdi einhvern ólundardraum —- jeg er nefnilega ennþá norður á íslandi í draumum mfnum. Svo vaknaði jeg við klukna- hljóminn. Bim — bim — bim — kvað við úr öllum áttum. Þungur og hátíð- legur barst klukknahljómurinn inn til mfn, en mjer fanst einhver gráveð- urshljómur í þessum klukkum. Svo opnaði jeg augun. Sólskin, sólskin um alt herbergið. Niðandi, hvítfyssandi stórborgarglaumur barst inn um gluggann. Kluknahljómur- inn breyttist. Það var eins og syngj- andi trylling vorgleðinnar væri hringt inn til mín með þessum klukkum. Og jeg á fætur! Þegar jeg kom út á götuna, mor- aði alt af Iífi. Fánar blöktu á hverri stöng. Vagnarnir skröltu. Fólkið þaut hátíðabúið fram og aftur. Innan um sæginn sáust einstaka „gratíur" í þjóðbúningi. Gratíur segi jeg, því kvenfólkið hjer í Kristjaníu er eitt- hvað það fallegasta, sem jeg hef sjeð. Giftir menn verða skotnir aðra hverja sekúndu . . . . Já, þessar háu, grönnu, bjarthærðu, bláeygu konur! — Pro- gramstrákarnir hlupu fram og aftur; maður verður að kaupa maí-blóm og maí-bönd. Og maísvipurnar smella í lottinu. Jeg fæ eina beint framan í andlitið. Morgungugginn pipar- sveinn með pípuhatt og gleraugu, sem gengur rjett hjá mjer, fær aðra á nefið. Hann blótar og skælir and- litið. Hópur af glöðum sveinum og meyjum slá hring um hann. Höggin dynja. Aumingja maðurinn verður að gjalti. Loksins sleppur hann þó út úr hringnum, en 25 aurum fátæk- ari, því hann þarf að láta strjúka pípuhattinn sinn. „Mundu svo næst, að það er sautjándi maí í dag“ kall- ar ein stúlkan eftir honum. Já, sautjándi maí í dag, — það var eins og töfrasproti, sem hafði gerbreytt bænum. Karl Johan er annars alvarleg heiðursgata, iðin og starfsöm, nema hvað hún er stöku sinnum brosleit niður við stúdentalundinn. En í dag var hún einn hlátur — og öll borgin hló, og hæðirnar hlógu — og sólin hló! 17. maí í dagl Jeg braust gegnum mannþyrping- una, sem varð þjettari og þjettari. Rfðandi lögregluþjónar komu og skip- uðu fólkinu til beggja hliða. Jeg vissi, hvers von var, og flýtti mjer upp á svalirnar á gestahúsinu, sem jeg bjó í. Þaðan gat að líta yfir allan Karl Jóhan, frá Járnbrautartorginu upp til konungshallarinnar. Öll gatan var full af fólki, syngjandi, veifandi, hlæj- andi, sólskinslýð. Það var eins og að horfa yfir haf af lifandi, norsk- um litum, því hvert mannsbarn bar maíbönd í þjóðlitunum. Svo dundu við lúðrar: „Ja, vi elsker dette Landet” barst niður eftir öllu strætinu. Það var eins og sjálft vorið kæmi, borið af bylgjum söngs- ins. Þessir sterku, ungu, björtu hljóm- ar! Og niður eftir götunni kom Noregur hinn ungi, í gervi hvítklæddra sveina og meyja, sem hvert bar merki Noregs í hendi sjer. Enda- laus sýndist þessi fylking. Merki kom eftir merki, skóli eftir skóla, og fyrir framan hvert merki gekk lúðra- sveit ungra sveina, frá 10—12 ára aldurs, og ljek ýmist „Ja, vi elsker" eða „Sönner af Norge". Og öll borgin söng með. Hvert andlit söng. En hæðst af öllum heyrði jeg Björn- stjerne Björnsson syngja: „Ja vi elsker". Jeg sá hann í anda ganga á undan þessum unga hóp, silfur- hærðan, höfði hærri en allan lýðinn, rneð norska fánann í hendinni. Fylkingin nam yfir alla götuna. Hún stöðvaðist fyrir framan mynda- styttu Björnsons. Og um leið kvað við frá öllum lúðrasveitunum — þær voru minst fjörutíu — : „Ja, vi elsker dette Landet". Sveigar voru lagðir fyrir fætur hans, — en hann stóð þar og þagði. En augun loguðu undan arnarbrúnunum og bronce- munnurinn brosti breiðu sólskinsbrosi. Jeg gleymdi í hljeinu, meðan ung- ur maður var að halda ræðuna fyr- ir Bjornsson, hvar jeg var. Mjer fanst jeg vera kominn norður á ís- land. En í staðinn fyrir þennan glaða hóp, sá jeg eintóma smurlinga, gamalhygna smurlinga. Þessirsmurl- ingar voru svó gamlir og hygnir og veraldarvanir, að augun í þeim rang- hvolfdust af fyrirlitningu, ef manni varð á að hlæja eða hnerra. Perga- mentsandlitin hreyfðust annars ekki, hvorki til sorgar nje gleði, aðdáunar eða gremju, en á maganum báru þessir smurlingar stór, grá skilti, sem á stóð : „Við erum upp úr því vaxn- irl“ Svei, Satan ! Þetta var ljótur saut- jánda-maí-draumurl En jeg gleymdi honum strax aftur, því umhverfis mig stóð þessi unga þjóð, sem hefur ráð á að vera glöð og hrygg, ráð á að elska og hata, ráð á að virða og fyrirlíta. Og sjálfur varð jeg eins og örlítill hnoðri, sem vaggaðist og barst með bylgjum og straumum þessa mikla mannhafs. Það er slegið á öxlina á mjer. „Þjer eruð svo alvarlegur Islending- ur!“ segir skær kvenmannsrödd, og mjer verður litið framan í ungt, fal- legt kvenmannsandlit, semjeg þekti. „Það er sautjándi maí í dag. í dag eigið þjer að syngju og hlæja. í dag megið þjer kyssa og faðma hverja stúlku, sem þjer mætið!" „Bravó", hrópa karlar og konur kringum mig. Jeg herði upp hugann. „Já, í dag er sautjándi maí, — jeg byrja á yður, ungfrú!" Og svo rak jeg að henni rembingskoss. En svo gleymi jeg aftur hvar jeg er — og horfi hálf- skömmustulega á hana, til að vita, hvort hún hafi ekki orðið háif-reið. En hún bara hlær: „Det var rigtig, min Gut!“ — Og allur hópurinn hlær. Þá greip sautjánda-maí-gleðin mig, °g jeg var^ eins og hinir. Og jeg barst og barst með straumn- um. Eintóm gleði, sólskin og hlát- ur, sjalf ellin hló og ljek. Og öll strætin sungu af litum, norskum lit- um. Og jeg, sem hjelt jeg hefði grafið síðasta hláturinn minn heima á íslandi, hló líka. Jeg leit inn á Grand. Mjer tókst að ryðjast inn. Jeg kom auga á tvo málara, sem jeg þekti, og fjekk sæti. Og við settumst að drykkju, og gengum frá borði til borðs. Saut- jánda maí eru allir vinir og allir bræður, Það var eins og öll sautjánda-maí- gleðin hefði safnast í hvirfingu þarna inni á Grand. Og inni á Grand heyrði jeg þá bestu hátíðaræðu, sem jeg hefheyrt. Það var ungur málari, sem stóð upp á stól, veifaði glasinu og sagði: „Herrar mínir og dömurl Látum oss hrópa húrral" Betri undirtektir hef jeg aldrei vit- að neinn fá. Svo lengi sem dagurinn entist, gekk jeg frá stað úr stað. Og alstaðar var dagurinn samur. Svo kom kvöldið. Það seildist niður eftir greinum trjánna, sem tóku að varpa skuggum niður á strætin. En bak við konungshöllina logaði himininn í vínrauðum eldi, eins og þúsund blysum gleðinnar hefði verið kastað á bálköst að blysförinni lok- inni. En blysförinni var ekki lokið. Ljóskerin gægðust fram og breyttu borginni í suðandi, syngjandi æfin- týra-heim. Dansmúsikin barst niður yfir strætin frá pöllunum, sem reistir voru í trjálundunum. Ög æskan naut þar vorsins og dansins. Þangað þyrptist svo mannsægur- inn. Menn og konur sveifluðust sam- an í vorljettum dansi. Guð má vita, hve margir hafa dansað inn í nótt- ina og syndina. En þeir hafa verið margir. Jeg fjekk mjer bát og róðrarmann, ásamt tveimur fjelögum mínum — og reri út á höfn. Sjórinn sljettur eins og spegill. Þúsund ljós glömpuðu kringum okk- ur, en yfir okkur stjörnurnar. Eins og niður af hverfandi söng, sem maður hefur heyrt í draumi, barst gleði borgarinnar út til okkar. En frá „Drotningunni", veitinga- skála frammi við sjóinn, sem lá upp- ljómaður eins og töfrahöll gegntokk- ur, bárust bylgjur og brot af norsk- um ættjarðarsöngum. Jeg leið þarna í kvöldkyrðinni yfir þögulan, kyrran sjóinn. Þá skeði það, að mjer varð litið út fyrir borð- stokkinn, ogjegsá dökkva djúpsins í skugga Akershuskastalans. Jeg vissi, að það moraði af lífi þar undir, myrku, blindu matarlífi. Og mjer fanst jeg vera kominn heim, svo langt, langt frá vorinu og gleðinni. En þegar jeg leit upp og sá ljós- in ljóma frá „Drotningunni", óskaði jeg þéss í hjarta mínu, að íslenska þjóðin væri komin svo langt upp f ljósið, að hún gæti og vildi eiga einn einasta frjálsan dag. Kristjaníu, 22. maí 1910. Jónas Guðlaugsson. Jíðjlutningsbannið. Eftir Halldór Jónsson. IV. Baráttan. (Frh.). Eftir því sem þjóðirnar þroskast og mannast meira og meira, eftir því fjölgar atvinnuvegum, samgöng- uraukast, við skifti manna hvers við annan verða margvíslegri o. s. frv., — en af þessu leiðir aftur, að mannlíftð þarfnast fleiri og fleiri laga, skipandi laga og bannandi laga, í margskonar atriðum, bæði til þess að alt geti gengið með reglu og í rjettum skorðum, og einnig til þess að vernda einstak- lingana og alla heildina gegn yfir- gangi, harðvítugri eigingirni og skeytingarleysi um annara hag. Mentun og mannúð nútímans, vaxandi áhrif lýðfrelsishugmynd- anna (sosialista og sosialdemokrata o. fl. stjórnmálaflokka) hefur þær afleiðingar, að löggjafarvaldið (og jafnvel lögregluvaldið)stækkar verk- svið sitt æ meir og meir og setur lög og reglur fyrir breytni manna, störfum og framkvæmdum, af um- hyggju fyrir fjelagsheildinni, — en sem jafnframt að sjálfsögðu hafa i för með sjer margvíslegar takmark- anir á sjálfstæði manna. Að þessi stefna nútímans sje vottur um, að þjóðirnar sjeu að verða meiri og meiri »óvitar«, er náttúrlega hin hreinasta fjarstæða. Það er þvert á móti vottur um vaxandi löngun til og umhyggju fyrir því, að sem flestum einstak- lingum þjóðfjelagsins geti liðið sem best. 4. »Að aðflutningsbannið verði til hnekkis fyrir það, að landið fyrir þá sök kann að verða svift hagkvæmum verslunarsamninguin við önnur lönd«. Þetta er spádómur alveg út í bláinn. Hjer mun vera átt við það, að vínlöndin muni firtast við ísland vegna bannlaganna, sjerstak- lega Spánn, er nú kaupir mikið af saltfiski vorum, og muni vegna bannlaganna hækka hjá sjer að- flutningstollinn á þeirri vöru. Hræðslan um þetta mun hafa verið aðalástœða margra andbann- inga, en hún er nú, sem betur fer, alveg ástæðufaus. Það er kunn- ugt, að ísland hefur ekki gert og getur ekki sem »óaðskiljanlegur hluti Danaveldis« gert neinn sjer- sjerstakan verslunarsamning við neitt ríki. Þar þurfa Danir að vera millimenn, danska alríkisstjórnin. Verslunarsamningur sá frá 1894, sem nú er í gildi milli Danaveldis og Spánar, er gerður af dönsku alríkisstjórninni og Spánarstjórn fyrir alt Danaveldi, þar með ísland að sjálfsögðu. Að Spánverjar fari nú að segja upp samningi þessum við alt Danaveldi einungis vegna þeirra fáu spönsku vínflaska, sem hingað til kunna að hafa hingað flutst, en fá ekki að flytjast liingað eftir að bannlögin eru komin í gildi, nema sem messuvin og til lækninga, — það var svo ósenni- legt, að danska stjórnin óttaðist það ekki. Sönnunin fyrir því er það, að hún lagði elcki eitt einasta hálmstrá í veginn fyrir staðfestingu konungs á bannlögunum, en það hlyti hún vafalaust að hafa gert, ef hún hefði óttast, að staðfesting- in gæti haft nokkur áhrif á Spán- arsamninginn, sem hefur að inni- halda svo margskonar hlunnindi, ekki aðeins fyrir ísland, heldur og Danmörku sjálfa og Færeyjar. Grýlan með spánska samninginn er því alveg út úr heiminum. 5. »Að það sje skerðing á per- sónulegu frelsi manna, að setja lagabann um það, sem aðeins varð- ar hegðun einstaklingsins; enda hafa löggjafarþing annara þjóða gætt þessarar reglu í löggjöf sinni, undentekningarlaust að kalla«. Eins og bent hefur verið á áður, þá má segja það um öll lög og lagafyrirmæli, að þau sjeu skerðing á persónulegu frelsi manna, með því að öll lög fyrirskipa eitthvað eða banna eitthvað. Það eru því engar nýjungar, þótt persónulegt frelsi manna verði fyrir einhverri »skerðing«. Og meira að segja: nœr því öll lög og lagafyrirmæli hljóða um »hegðun« og breytni »einstaklingsins«, skerða á einhvern hátt hegðunarfrelsi hans. Það er ekki venjan, að setja lagaákvæði um hugsanir manna, og heldur ekki um tal eða mál manna. Laga- svæðið er því yfirleitt »hegðun« manna. Og þannig er þessu farið lijá öllum þjóðum. Lög þeirra hljóða ekki um hugsanir einstak- lingsins, sjaldan um lal eða mál einstaklingsins, heldur nærri þvi ætíð um hegðun einstaklingsins. Og skerðingin á persónulegu (hegðunar-) frelsi manna er öld- ungis jöfn, hvort lögin eru stýluð sem bannlög eða sem fyrirskipunar- lög, því að í fyrirskipunum liggur bann um að hegða sjer í umrædd- um tilfellum á annan hátt en fyrir- skipað er. Þegar mjer er skipað með laga- ákvæði að greiða 100 kr. í auka- útsvar, þá er mjer þar með bannað að verja 100 kr. af eignum tnínum til annars en þess, að greiða út- svar með þeim. Hlýði jeg ekki þessari fyrirskipun, þá er lagt lög- hald á 100 kr. virði af eignum mínum, og mjer um leið bannað að nota þennan liluta eigna minna til nokkurs annars en útsvars- greiðslunnar. Þegar sett eru lög um melra, metramæli og vog og mjer fyrir- skipað með þeim, að viðhafa mæli og vog af metrakeríinu í verslun minni, þá er jeg sem mönnum vörur. Og í þeim fyrirmælum felst, að mjer er bannað að viðhafa aðra vog eða mæli, bannað að selja lengur í pundatali, pottatali og álnatali. Vjer getuni því með fullum rjetti sagt, að bannlögin eigi öldungis sammerkt við hundruð og þúsund af lögum og lagafyrirmælum bæði hjá oss og öðrum þjóðum, í því, að skerða (hegðunar-)frelsi manna. I því atriði er enginn munur á bannlögunum og því nær öllum öðrum lögum. Og af þessu sjest það berlega, hvílík fjarstæða það er að segja, eins og sagt er í ávarpi andbann- inga, að löggjafarþing annara þjóða hafi gætt þeirrar reglu í löggjöf sinni undantekningarlaust að kalla, að skerða ekki persónulegt (hegð- unar-)frelsi einstaklingsins. Svona orðuð ástæða er ógild. Hún fer fyrir ofan garð og neðan, og segir ósatt um löggjöf og lög- gjafarsvæðið bæði hjá oss og öðr- um þjóðum. En það, sem andbanningar munu hafa ætlað að segja, þótt þeir hafi ekki kunnað að orða það, er að líkindum þetta: Vjer (andbanningar) höfum það á móti bannlögunum, að þau tak- marka sjálfsforræði einstaklingsins í þeim efnum, sem islenska lög- gjafarvaldið hefur ekki áður látið til sín taka, og löggjafarvald ann- ara þjóða heldur ekki, og sem vjer álítum að eigi ekki að heyra undir valdsvið laganna. Vjer álílum að það, hvað menn eta og hvað menn drckka og hverju menn klæðast, heyri ekki undir valdsvið löggjafarinnar, heldur eigi hver einstaklingur mannfjelagsins heimting á, að njóta svo mikils

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.